Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 26. NÓVEMBEE 1936 Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLXJMBIA PHE88 L 1 M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Gróði vefnaðarvöru verk- smiðjanna og Vesturlandið Fólkið í Vestur-Canada veitir athygli með lífi og sál hinum nýju opinberunum um hulinn stórgróða vefnaðarvöru fyrirtækjanna austanlands; því eins og Turgeon rannsókn- arnefndin hefir leitt í ljós, eru þessir svo- nefndu “varasjóðir ” hreint ekki neitt smá- ræði. Canadian Cotton verksmiðju fyrirtæk- ið hefir safnað í leynisjóð $2,377,000 undir því yfirskyni að tryggja tilveru sína gegn verð- falli. Dominion vefnaðarvörufélagið hefir einnig $2,000,000 “varasjóð” í sama tilgangi. Dr. A. C. Dawson viðurkendi jafnframt fyrir Turgeon-rannsókinni að enn eitt vefnðar- vörufélag, sem sé Belding-Corticelly félagið, ætti í fórum sínum tilsvarandi upphæð í dul- arfullum “varasjóðum. ” Það hefir auðsjáan- lega viðgengist hjá þessum félögum, að klípa utan úr ársgróðanum án vitundar þeirra yfir- valda, er við innköllun tekjuskatts fást, al- mennings yfirleitt og jafnvel sinna eigin hluthafa. Fólkið í Vesturlandinu lætur sér vitan- lega ekki á sama standa um þetta, þó það ef til vill sýni það ekki á yfirborðinu; það þarf að kaupa vefnaðarvöru og vill að sjálfsögðu fá hana á sanngjörnu verði. Ekki er það ný- lunda þó vefnaðarvöru fyrirtækin í Ontario og Quebec noti sér tollverndina til að krækja í síðasta skildinginn sem hugsanlegt er, frá neytendum, eða þeim, sem þurfa að kaupa; slíkt hefir viðgengist í háa herrans tíð. Fólkið í Vesturlandinu framleiðir vörur langt fram yfir það, sem það þarf til heim- ilisnota; hjá því getur þessvegna ekki farið, að þær niðurstöður, sem Turgeon-rannsóknin kemst að, vekji óhemju athygli þess á meðal; það þarf að selja vörur engu síður en kaupa þær. Við það að renna augunum yfir fjár- mála- og viðskiftasögu canadisku þjóðarinnar síðan 1930, skýrist það æ betur og betur hvernig vefnaðarvöru fyrirtækin í þessu landi hafa notað sér tollverndina sem skálka- skjól; hvernig bókhald þeirra þeirra hefir verið notað að yfirskyni til ýmissa þeirra breytinga á tollareglugerðinni, er mjög hafa spilt fyrir vöruútflutningi úr Vesturlandinu, og jafnvel hefðu getað með öllu útilokað hann, ef ekki hefði verið tekið í taumana. Um sumarið 1932 gerði Bennettstjórnin viðskiftasamninga við Bretland; hafa þeir í daglegu máli verið nefndir Ottawasamning- arnir. Að fyrirmælum þeirra samninga gekst stjórn Breta inn á það, að veita canadiskum búnaðarafurðum viss hlunnindi á .brezkum markaði. Til móts við þetta hét hin canadiska stjórn því, að veita brezkum verksmiðjuvarn- ingi tilvarandi eða hliðstæðar ívilnanir í Canada. Bennett-stjórnin undirgekst það, að koma á fót tollmálaráði, er kveða skyldi þannig á um innflutningsgjöld og tollvernd, að brezkir framleiðendur nyti jafnréttis í samkepni á canadiskum markaði við cana- diska framleiðendur viðvíkjandi vissum vöru- tegundum. Þegar til framkvæmda kom, eða réttara sagt efndanna, túlkaði Bennett-stjórn- in loforð sín á svo þröngan og smásmugu- legan hátt, og grautaði svo í tollverndarreglu- gerðinni, að loku var að heita mátti fyrir það skotið, að Bretar mætti nokkurra þeirra hlunninda vænta, er til var ætlast í fyrstu; fór svo að lokum, að Bennett-stjórnin hvorki meira né minna en gekk á bak orða sinna við Breta í þessu tilliti. Þetta er nú fyrir löngu orðið lýðum ljóst. Hverjum til hagsmuna rauf Canadastjórn Ottawa-samninganaf Svarið er á þessa leið: Það var aðallega vegna vefnaðarvöru fyrirtækjanna, sem nú er verið að rannsaka vegna fyrgreindra ástæðna. Bretum er það áhugamál að selja vefn- aðarvörur sínar í Canada, og þetta geta þeir gert sé þeim veitt til þess sanngjörn aðstaða. Skömmu fyrir 1920 meðan utanríkisviðskiftin höfðu sinn eðlilega gang og máttu í rauninni teljast í blóma, námu innfluttar vörur hingað til lands frá Bretlandi árlega nálægt $165,- 000,000. Af þessari upphæð hlupu innfluttar vefnaðarvörur upp á $70,000,000, eða freklega það; aðallega voru það baðmullar, silki og ullar vörur, sem Bretar vildu fá markað fyrir í Canada; þær voru ódýrar og vel til notkunar fallnar í þessu landi. Með þetta fyrir augum undirskrifaði stjórn Breta hina svonefndu Ottawa-samninga. En hver verður sVo nið- urstaðan, er til framkvæmdanna kemur? Því er fljótsvarað. A einu einasta stjórnarári Bennett-stjórnarinnar, lækkar' vefnaðarvöru- innflutningurinn frá Bretlandi niður í aðeins $25,000,000. Samkvæmt gildandi viðskifta- fyrirkomulagi var það óhjákvæmilegt að fram kæmi í einhverju formi viðskiftahefnd I af hálfu hinnar brezku þjóðar; þess var heldur ekki langt að bíða, því svo að segja samtímis takmarkaði stjórn Breta næsta til- finnanlega hveitikaup sín héðan, auk þess sem blindni Bennett-stjórnarinnar í þessu at- riði verður beinlínis um það kent, hve hömlur gegn innflutningi annara fæðutegunda frá Canada til Bretlands eru jafnt og þétt að verða víðtækari, og að sama skapi hættulegri fyrir canadiskt viðskiftalíf.— Fólkið í Vesturlandinu á heimtingu á því að öll gögn verði lögð á borðið viðvíkjandi starfrækslu vefnaðarvöru fyrirtækjanna eystra;,það á heimtingu á því að vita vegna hvers Mr. Bennett reisti tollmúra sína gegn brezkri verksmiðjuvöru 1930. Hversvegna var það gert ? Ástæðan var sú, að canadiskir vefnaðarvöru framleiðendur flatmöguðu sig fyrir stjóminni, grátbændu hana um vernd og báru upp fyrir henni kveinstafi vegna fátækt- ar. Tvær miljónir í huldum varasjóði, og jafnvel meira. Fyr má nú vera fátæktin! *Inntak greinar þessarar er úr dagblað- inu Winnipeg Free Press. Starf og hamingja Svo má segja að á öðru hvoru götuhorni verði á vegi manns einhver kvartandi land- eyðan önnum kafin við það, að prédika heimsku fyrir þeim heimsku í þeim tilgangi að geta vafið þeim síðar sem auðveldast um fingur sér; um nytsamlega hluti er sjaldnast talað, heldur hitt, hvernig komist verði hjá því að leggja á sig erfiði. Vélarnar sjálfar framleiða ekki hinn sanna þjóðarauð, og það gerir peningaslátt- an ekki heldur; um farvegu hins látlausa starfs streyma elfir hinnar sönnu lífsham- ingju. Sá, sem fengið hefir þá flugu inn í höfuð- ið, að í auðveldustu störfunum sé hina sönnu lífshamingju að finna, hefir ávalt alt á horn- um sér og er sárreiður við tilveruna yfir því, að þurfa eitthvað að leggja á sig. Menn, sem í eigingjörnum tilgangi.hlífa vöðvum sínum, draga að sama skapi úr skil- yrðunum fyrir heill samferðasveitar sinnar. Menn, sem afbrýðissamir eru og öfund- sjúkir, ala þá kend í brjósti, að byrðar þeirra sjálfra séu ávalt þyngstu byrðarnar. Bóndinn vill verða bankastjóri, og banka- stjórinn ef til vill bóndi; menn vilja verða eitthvað annað en þeir eru og geta orðið. Daglaunamaðurinn öfundar stundum fé- sýslumanninn af hvíta kraganum, en fésýslu- maðurinn öfundar á hinn bóginn daglauna- manninn af ágætri meltingu og værum svefni. Ef maðurinn með hvíta kragann telur sig rangindum beittan fyrir þá sök að mánaðar- kaupið hækkar ekki í jöfnum hlutföllum og verð matvörunnar, því flytur hann þá ekki út í sveit og framleiðir lífsnauðsynjar sínar sjálfur? Hver er sinnar gæfu smiður, segir ís- • lenzka máltækið. Sá, sem skilur í insta eðli gildi starfsins, gildi hins látlausa erfiðis, finnur hamingjuna fyr eða síðar; hjá því getur ekki farið. Mennirnir kvarta oft af vana; þeim er það svo tamt að öfundast yfir velgengni með- bræðra sinna, að þeir vilja ekkert á sig leggja til þess að öðlast hnossið. Jafnvel þann dag í dag má það furðulegt kallast hve auðteymdir sumir menn eru; jafn- vel strætalandeyðan virðist geta sent þá hvert á land sem vill. Ekki lánast það samt um aldur og æfi, því “Þótt heimskan endist elztu mönnum betur, hún yfirlifað sannleikann ei getur. ” Það er margt, sem af þessum vísuorðum skáldspekingsins Stepháns G. Stephánssonar má læra, og þá ekki hvað sízt með tilliti til starfsins og hinnar sönnu hamingju. Á yíð og dreif Kettir í opinberri þjónustu Það er ekki óalgengt að kettir séu í opinberri þjónustu. Þannig eru laun til kattar nokkurs, sem Rufus heitir, fastur liður á ríkisreikningi Stórbretalands. Rufus hefir það starf að verja f járhirzlur Bretaveld- is fyrir músum og eru honum ætluð fyrir það 3 pence á dag. Laun hans hafa þó hækkað um þriðjung síðan fyrir stríð, — Rufus er sextugasti kötturinn í þjónustu f járhirzlunnar, en ekki gengur þó embættið í erfðir. í Frakklandi gætir flokkur katta rikisfjárhirzlunnar og í söfnum og skjalavörslum víða út um heim eru fastir starfskettir. í ýmsum borgum Austurlanda, þar sem hreinlæti er í lakara lagi og sífeld hætta á að mýs og rottur dreifi sjúkdómum, eru kettir hinar þörfustu skepnur og í Hong-kong í Kína er hverjum húseiganda gert að skyldu að eiga minsta kosti einn kött, og liggja sektir við ef út af er brugðið. Alþýðlegur konungur Nikulás I. stjórnandi Svartfjalla- lands (1860-1918) var einn hinn al- þýðlegasti konungur sem sögur fara af. Hann gekk aldrei í einkennis- búningi og auk þess að vera æðsti stjórnandi lands síns var hann einn- ig póstmeistari í höfuðborginni Cettinje og lét innrétta pósthús í konungshöllinni og vann þar jafnvel stundum við almenna afgreiðslu. Hann var einnig dómari og leikhús- stjóri. Japönsk skapgerð Eins og kunnugt er eru Japanir mjög ólíkir vestrænum þjóðum, bæði að útliti og skapgerð. Rússneskur visindamaður lýsir þeim á þessa leið: 1. “Frá sjónarmiði hvítra manna hefir Japaninn mjög óþroskaða ein- staklingskend. — Hann skoðar sjálfan sig sem hluta af “Kokutai” eða líkama landsins. Hann er í fyrsta lagi Japani, í öðru lagi borg- ari lands síns og í þriðja lagi ein- staklingur. 2. Átrúnaður á keisarann er sterkur þáttur í lífi hvers Japana, ekki á keisarann sem einstakling, heldur sem miðkjarna þjóðernisins, réttlætis og vizku. 3. Virðing fyrir þeim dauða er þriðja atriðið og skýrir ef til vill | hin tíðu, og að því er virðist ástæðu- j lausu sjálfsmorð Japana. Það þykir , heiður að deyja fyrir eigin hendi. 4. Einkennilegur eiginleiki er ótt- inn við það, að segja satt, ekki vegna þess að það kunni að spilla ánægju einhvers, sé um óþægilegan sann- leiða að ræða, heldur þann sannleika, sem eftir siðalögmáli hvítra manna á að vera sagður. 5. Japanska konan á sérstakan sess í japanskri þjóðarskapgerð, og ef til vill þann, sem erfiðast er að kynnast. Gegnum óteljandi kyn- slóðir hefir hún verið alin upp í al- gjörðri hlýðni og við það, að sætta sig við alla 'hluti án möglunar. Af þessum ástæðum hefir hún sennilega náð meira valdi yfir skapgerð sinni, en nokkur önnur vera jarðarinnar.” Nýlendur Þjóðverja Nýlendur þær, sem teknar voru af Þjóðverjum í Evrópustyrjöldinni, voru þessar: 1. Austur-Afríka, 370,000 fer- mílur (enskar). Nú í höndum Breta og Belgja. 2. Suðvestur-Afríka, 332,400 fer- mílur. Nú í höndum Suður-Afríku (Union of S. Africa). 3. Cameroon, 305,000 fermílur. Nú í höndumi Frakka og Breta. 4. Togoland, 34,439 fermílur. Nú í höndum Breta og Frakka. 5. Karolinueyjar, 560 fermilur. Nú í höndum Japana. 6. Kiaochow i Kína, 200 fermil ur. Nú í höndum Japana. 7. Marshalleyjar, 158 fermílur. Nú í höndum Japana. 8. Naru, eyja, 8V2 fermílur. Nú í höndum Ástraliu. Alls mistu því Þjóðverjar nýlend- ur, sem voru 1,032,765% enskar fer- mílur að stærð. Köngulóarvefur Menn gera sér naumast grein fyr- ir, hvað köngulóarvefurinn er finn. Vísindamaður einn, Poul Wiessner hefir reiknað út og staðhæfir rétt að vera, að það þurfi hundrað köngulóarvefsþræði á móti einu mannshári og átján þúsund þræði á móti venjulegum tvinna. Hvað þýðir sovétf Orðið sovét er gamalt rússneskt orð, en það er ekki fyr en að bylt- ingunni lokinni, sem það fær núver- andi merkingu. Orðið er myndað að forskeytinu “so” og “vét”, “so” svarar til “sam” hjá okkur, t. d. samvinna, en “vét” þýðir “að tala.” Alt orðið þýðir því upphaflega “samtal,” en nú hefir það fengið merkinguna “ráð.” Ný uppgötvun I Ameríku er farið að framleiða lindarpenna með sjálfvirkum mæli- tækjum, er sýna hvað maður hafi skrifað marga stafi með pennan- um, og hvað maður geti skrifað marga stafi með honum, áður en hann tæmist af bleki. Stórt rúm Stærsta rúm í heimi er á Victoria og Albert safninu í London. Það er hið fræga rúm frá Ware, bæ á Suður-Englandi. Það er ca. 3% meter á hvern veg, og 18 menn geta hæglega sofið í því í einu. Hvað gerum við? Það er talið að maður, sem nær meðalaldri, hafi sofið í 23 ár, talað í 13 ár, borðað í 6 ár og eytt 20 ár- um til þ^ss að skemta sér og hvílast. T óbak Indíánar kölluðu pípuna, sem þeir reyktu úr tobago. En Columbus misskildi orðið og hélt að þeir köll- uðu tóbaksjurtina svo. Orðið hefir nú lagt undir sig heiminn í þessari röngu merkingu. Gerfinef Það kom oft fyrir í hólmgöngun- urn fyr á tímum, að menn mistu nefið og gengu síðan með gerfinef. Stjörnufræðingurinn Tycho Brahe hafði eins og kunnugt er silfurnef. Sagan nefnir ennfremur Vassilij stórfursta af Moskva meðal þeirra “neflausu.” Hann misti nefið í skilmingum og hafði síðan kíttis- nef. Frá Englandsbanka Gullsins í Englandsbanka er á hverri nóttu gætt af 24 velvopnuðum hermönnum: 20 óbreyttum liðs- mönnum, 2 riðilstjórum, 1 liðþjálfa og 1 herforingja. Þeir koma til bankans stundvíslega kl. 7 á hverju kvöldi, og eru til skiftist á verði til kl. 6 næsta morgun; þá fara þeir burtu. Þessi siður var tekinn upp árið 1870, eftir næturárás, sem þá varð gerð á bankann í sambandi við óeirðir, sem urðu í borginni. Síðan hafa hermenn ávalt haft nætursetu í bankanum. Ungir heimsmeistarar “Undrabörn” íþróttanna má vafa- laust telja Sonja Henie og Willy den Ouden. Sonja Henie er norsk og var 14 ára að aldri orðin heims meistari í skautahlaupi. — Willy den Ouden, sem er hollensk, var 15 ára þegar hún var orðin bezta sund- kona í heimi. Kaldasti staður heimsins er hvorki Norður- eða Suðurpóll- inn, heldur lítill bær í Austur-Sí- beríu, semi heitir Oi-Mekon. Vetr- arhitinn er jafnaðarlega minni en +2>9 gráður á Celsíus, það er að segja, á venjulegan hitamæli er ekki hægt að mæla þetta frost, því að kvikasilfrið frýs. Vatn, sem helt er úr könnum frýs áður en það kemur til jarðar. íbúarnir finna þó ekki mikið til kuldans, og er það talið stafa af þvi, að loftslagið þarna er afar þurt.—Fyrrum var Verchoj- ensk, einnig í Austur-Síberíu, tal- inn kaldasti staður heimsins. Meðal- hiti vetrarins þar er +52 gráður. Frá Hollywood Kvikmyndaleikarar þurfa venju- lega að koma fram í ýmiskonar klæðnaði í hverri kvikmynd. Vana- lega eiga fötin að vera meira eða minna notuð. Það er líka töluvert af ungum stúlkum í Hollywood, sem lifa á því að gera ný föt gömul. Á tuttugu mínútum breyta þær spá- nýjum og fallegum karlmannsföt- um í snjáða, blettótta og gatslitna fatagarma. Til þess að ná þessum árangri nota þær sandpappír, kaffi- korg, krulluvélar o. m. fl. —Dvöl. Bryant’s Studio Phone 22 473 - - Evenings 45 427 611 WINNIPEG PIANO BLDG. PORTAGE AVE. are giving special discount for Exmas, this year Send the most personal of all gifts—YOUR PHOTOGRAPH Over fifty-five years of experience is our guarantee. Hvergi betra að gera viðskifti, né vandaðri myndir. Kjósið Garnet Coulter / BÆJARSTJÓRNINA SEM BÆJARFULLTRÚA FYRIR 2. kjördeild Garnet Coulter á heima að 372 Banning Street; hann er fæddur í Manitoba og hefir verið búsettur 35 ár í 2. kjördeild. Hann er ger- kunnugur bæjarmálum og átti sæti í skólaráði í 13 ár; dró sig í hlé 1931. Sem stendur er hann annar með- ráðamaður af tveimur, sem tilnefndir eru af konungs- rétti fylkisins til þess að stjórna sjóðseignum skóla- ráðsins í Winnipeg. Eftirgreindir borgarar mæla með kosningu Mr. Coulters: S. S. Kennedy G. S. Thorwaldson R. R. Pattinson Mrs. James Lennox Hugh R. Ross J. Á. McKerchar, fyrrum bæjarfulltrúi W. Sanford Evans Paul Reykdal Larry Ranson E. G. Baldwinson Björn Stefánsson Mrs. C. W. Martin Colin Campbell og margir fleiri Nefndin, sem komið hefir því til vegar, að fá jafn ágætt bæjarfulltrúa efni fyrir kjördeild vora, skorar á alla kjósendur að auðsýna honum verðuga viðurkenningu með því að greiða honum forgangsatkvæði. Y. S. KENNEDY forseti R. R. PATTINSON skrifari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.