Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines LÍOfd Cot- Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines {ov jU' and Laundry For Better Dry Cleaning 49. ÁRGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. XÓVEMBER 1936 ! NÚMER 48 Frá Islandi "Mesta flóð, sem eg hefi ¦séð % sjötíu ár" Geysileg sjóflóð voru hér við Reykjavík í gær. Gekk sjórinn yfir mikinn hluta Örfiriseyjar og vestri hafnargarðinn, og var aÖ sjá eitt hvítfyssandi löður yfir garðinn í ó- lögum, Enda stóð fjöldi manna við höfn- ina og á Arnarhóli um kl. 5 í gær og horfði á hamfarirnar. "Eg hefi aldrei séð á björtum degi önnur eins sjóflóð hér á Seltjarnar- nesi," sagði frú Kristín Ólafsdóttir i Nesi í viðtali við Alþýðublaðið í morguh, en hún er nú 76 ára og hefir dvalið allan sinn aldur í Nesi. Sjórinn fossaði upp á nesið, og úðinn af brimlöðrinu lék um andlit manns, þó að maður stæði langt fjarri. Flóðin gengu stanzlaust yfir Grandann og brutu tvær rásir yfir hann. Gekk sjórinn hér upp að túni og bar möl og sand mjög langar leiðir." 1 Gróttu gekk sjórinn yfir meiri hluta eyjunnar og tók um 60 metra af sjóvarnargarði, en hann var bygður fyrir 14 árum. Við Eyði hafði sjórinn brotið skjólgarð og kastað grjóti langt á land, og ýmsar skemdir hafa orðið á túnum, heyj- um og miannvirkjum, en þó ekki til- finnanlega, nema ef til vill á Stóra- Bjargi. Víða flæddi yfir veginn suður á Nes, en hann mun þó ekki hafa skemst neitt að ráði. Töluverð flóð urðu í verstöðvun- um hér sunnanlands. Mest urðu flóðin í Sandgerði. Þar braut sjór- inn fisk- og salthús og eyðilagði pakkaðan fisk og ýmsa verðmæta muni. Er þetta mesta flóð, sem menn muna eftir í Sandgerði. Á Eyrarbakka og Stokkseyri braut sjóinn á sjávargörðum, en olli ekki skemdumi. 1 Grindavík og Keflavík urðu engar skemdir, en sjórinn gekk þó mjög hátt.—Alþ.bl. 30. okt. # # # Bát hrekur til hafs Ólafsvík 30. okt. Úr Ólafsvík símar fréttaritari út- varpsins, að þar hafi gert í gær- morgun aftakaveður af suðri. Voru 3 vélébátar á sjó, og náðu tveir landi, en sá þriðji, Bliki frá Ólafs- vík, náði belgiskum togara. Komst bátshöfnin í togarann, og var bát- urinn bundinn aftan í hann, en veð- urhæð var svo mikil, að báturinn slitnaði frá og rak hann talsvert brotinn til hafs. Vélbáturinn Aðal- björg frá Reykjavík gerði í gær itrekaðar björgunartilraunir. Tókst þrisvar að koma höndum á bátinn, en ávalt brotnaði undan böndunum. —í nótt f ór hann enn að leita báts- ins, en þá fanst hann hvergi. Skipstjórinn á vélbátnum Blika var Ingi Kristjánsson, en skipstjóri á vélbátnum Aðalbjörgu er Einar Sigurðsson. Bliki var óvátrygður. Eigendur voru Ingi Kristjánsson, Edilon Kristóf ersson og Helgi Jóns- son og missa allir aleigu sína.—Vísir # # # Skemdir af völdum sjávarflóðsins 30. október. Sjávarflóðið í gær hefir valdið talsverðum skemdum í verstöðvum sunnanlands. Frá Akranesi símar fréttaritari útvarpsins, að í gær hafi orðið skemdir af sjógangi alt í kring um Skaga, sérstaklega á f iskreitum, veg- um og húsum. — Mestar skemdir urðu hjá Sigurði Hallbjarnarsyni, útgerðarmanni. Skemdist hjá hon- um allmikið af fiski, er sjór féll inn MR. FRED THORDARSON bankastjóri. Þess er getið á öðrum stað hér í blaðinu, að útibúi Royal bankans að Sargent og Arlington verði lok- að um mánaðamótin næstu. Hefir Mr. Thordarson verið þar banka- stjóri síðan útibúið var stofnsett. Mr. Thordarson hefir verið 30 ár í þjónustu þessa banka og notið al- mennra vinsælda. Um mánaðamót- in gefst hinumi íslenzku viðskifta- vinum Royal bankans kostur á að hitta Mr. Thordarson á útibúinu að Sherbrook og Sargent, og gera þar við hann viðskifti sín eins og að undanförnu. í fiskhús hans. Auk þess urðu skemdir á fiski hjá Jóni Halldórs- syni útgerðarmanni, og Bjarna Ól- afssyni og Co. — Haraldur Böðv- arsson, útgerðarmaður, misti út nokkuð af sildartunnum og hjá hon- um urðu fleiri skemdir. Allir fisk- reitir á Akranesi eru stórskemdir og margir gereyddir. Er þetta brim eitt hið allra mesta, sem komið hefir. J lafnargarðurinn skemdist ekki og báta á legunni sakaði ekki.—Vísir * # # Skemdir af hvassviðri í Hafnarfirði Fréttaritari útvarpsins í Hafnar- firði símar í morgun kl. 11.30: I nótt gerði hér í Hafnarfirði vestan rok. Um kl. 9.30 í morgun fauk hluti af fiskþvottahúsi, eign Lands- banka Islands við Strandgötu 52. Hafði sjórinn grafið undan húsinu. Fyrir fokinu urðu 7 drengir og einn f ullorðinn maður. Tveir drengir og fullorðni maðurinn, er heitir Jón Lárusson, voru þegar fluttir á sjúkrahús, en fjórir drengir í íbúð í bæjarþinghúsinu og er hjúkrað þar. Einn drengurinn var fluttur heim til sín. Skúli Ingvarsson, 11 ára gamall drengur, varð fyrir mest- um meiðslum. Öllum líður nú vel eftir atvikum.—Vísir 30. ökt. # # # Eldsvoði á Seyðisfirði Seyðisfirði 30. okt. Síðasliðna nótt um kl. 24 varð vart við eld í úthýsi f eðganna Bene- dikts Þórarinssonar, bankaritara og Þórarins Benediktssonar, Baldurs- haga á Seyðisfirði. — Voru flestir í fastasvefni, og er að var komið, var húsið alelda og nær engu tókst að bjarga. Inni brunnu 2 kýr, I hestur, nokkur hænsni, 80 hestar taða, aktýgi, reiðfæri, smíðatól, kjöt og kálmeti, fatnaður í þvottahúsi og ýmislegt fleira — alt óvátrygt nema hús og fatnaður. Upptök eldsins eru ókunn.—Vísir. MEIMBOÐ JÓNS SIGURÐS- SONAR FÉLAGSINS A miðvikudagskveldið í vikunni sem leið, stofnaði Jóns Sigurðssonar félagið, I.O.D.E., til heimboðs, eða réttara sagt stórveizlu, fyrir þá hcimkomna hermenn af íslenzkum stofni, er í styrjöldinni miklu frá [914 tóku þátt, og til náðist, ásamt konum þeirra og nokkrum öðrum gestum. Safnaðist í veizlusal Army and Navy félagsins á Young Street, þetta kveld, freklega tvö hundruö' manns, mestmegnis úr Winnipeg og grend. Forseti J. S. félagsins, frú Guðrún Skaptason, setti mótið með hlýjum og velvöldum inngangsorð- um og bauð gesti velkomna. Eftir að allir höfðu komið sér fyrir, var sezt að spilumi og spilað Contract liridge nokkuð fram eftir kveldi. Voru þá bornar fram hinar rík- mannlegustu veitingar, er veizlu- gestir gerðu góð skil. Stuttar ræður fluttu, auk forseta, Col. H. M. Hannesson, J. T. Thor- son, þingmaður Selkirkkjördæmis, Thorsteinn Gillies og Björn Stef- ánsson lögfræðingur. Mintust ræðumenn allir þess lofsverða starfs er Jóns Sigurðssonar félagið hefði int af hendi í þágu hermanna af ís- lenzkum stofni, meðan á styrjöldinni stóð, sem og margra nytjaverka sið- ar, svo sem útgáfu minningarritsins yfir íslenzka hermenn. Eftir að ræðuhöldunum lauk var stiginn dans nokkuð fram eftir nóttu, en um músík við dansinn ann- aðist Mr. Pálmi Pálmason. Yfir mannfagnaði þessum rikti hlýr samúðarandi og var það auð- séð á öllu, að allir fundu sig heima. Jóns Sigurðssonar félagið á almenn- ar þakkir skyldar af hálfu Islend- inga fyrir þetta virðulega heimboð sitt. enskum stofni, honum samhent í því öllu, er í umbótaátt miðar; heimili þeirra lengi annálað fyrir gestrisni, Og börnin mannvænleg. Mr. S. V. Sigurðsson hafði orð fyrir gestum og afhenti Mr. Ólafs- son skrautlegt úlnliðsúr með fanga- marki, að gjöf frá viðstöddum vin- umi. Mrs. G. M. K. B.jörnsson, mælti fyrir minni Mrs. Ólafsson og sæmdi hana að gjöf fagurgerðri blómaskál úr silfri. En fyrir hönd bygðarfólks flutti Dr. S. O. Thomp- son snjalla og mjög rómaða ræðu fyrir minni heiðursgestanna. Þau Mr. og Mrs. Ólafsson þökk- uðu hvort um sig þá velvild og þá sæmd, er þessi virðulegi mannfagn- aður bæri vott um. Samkomusal- urinn var fagurskreyttur, veitingar rausnarlegar og dans fram eftir nóttu. Við dansinn lék Woodlands Orchestra Hannesar Kristjánssonar frá Gimli. Þau Ólafssons hjón eiga víðtæk og djúp ítök i hugum fjölmennrar samferðasveitar, sakir glæsimensku og drengskapar. Ofsaveður og hláka ganga í bandalag með að brjóta upp ís á fiskivötnum í Manitoba NÝTT SÖNGLAG Xúna alveg nýverið er nýkomið á markaðinn nýtt einsöngslag við kvæði Þorsteins Erlingssonar "Mig hryggir svo margt, semi í hug mínum felst." Höfundur lagsins er Ólafur Hallson, kaupmaður að Eriksdale hér í fylkinu. Lag þetta, þó ekki sé beinlínis frumlegt, er einkar söng- hæft og líklegt til þess að ná góðum vinsældum. Meðspil að laginu hefir samið Sigurbjörn Sigurðsson, fyrr- um kaupmaður í Riverton, og er þar prýðilega gengið frá. Ólafur Hall- son er maður sérlega hljómrænn og næmur á söng; mun þetta heldur ekki vera eina lagið, sem hann hef ir samið. Gunnar Erlendsson, píanisti, hefir "mimiografað" lagið og gert það frábærlega vel. Lag þetta er tilvalin jólagjöf. Það kostar í vandaðri kápu aðeins 35 cents og fæst hjá Magnúsi Peterson, 313 Horace Street, Norwood, Man., og höfundinum að Eriksdalé. ARSFUNDUR FYRSTA LÚTERSKA SAFNAÐAR A þriðjudagskvöldið var hélt Fyrsti lúterski söfnuður ársíund sinn í samkomusal kirkjunnar við góða aðsókn. Skýrslur embættis- manna báru með sér að safnaðar- starfið í heild, hafði gengið vel á liðnu starfsári. Kosnir voru í fram- kvæmdarnefnd fyrir næsta ár: Dr. B. J. Brandson, A. C. John- son, Ch. Sigmar, Fred Thordarson, J. J. Vopni, J. Hjálmarsson, Th. Stone, G. F. Jonasson, J. G. Jó- hannson, Albert Wathne. Djáknar— J. J. Swanson, S. O. Bjerring* B. Johnson, Mrs. H. Nicholson, Miss V. Jónasson, Baldwin Baldwin, Mrs. K. J. Backman, Miss Theodora Hermann, Miss Guðrún Bíldfell, Richard Vopni. Yfirskoðunarmenn— H. J. Pálmason, Paul Bardal. VEGLEGT KVEÐJUSAM- SÆTI 1 RIVERTON Á föstudagskveldið var söfnuð- ust saman í, samkomuhúsi Riverton bæjar um 400 vinir og samferða- menn þeirra Mr. og Mrs. Oddur Ólafsson og fjölskyldu, sem nú eru alflutt frá Riverton til Winnipeg- borgar. Mr. Ólafsson var, sem kunnugt er, kosinn á f ylkisþing f yrir Ruperts Land kjördæmi í sumar. Er hann hinn mesti athafna og atorku- maður og kona hans, sem er af GREIÐIÐ DR. WARRINER FORGANGSATKVÆÐI A FÖSTUDAGINN KEMUR KJÓSIÐ TIL BÆJARFULLTRÚA 1 2. KJÖRDEILD C. RHODES SMITH - GARNET COULTER VICTOR B. ANDERSON AÐALFUNDUR ÞJÖÐRÆKNIS- DEILDARINNAR "FRÓN" Þjóðræknisdeildin "Frón" hélt ársfund sinn i Goodtemplarahúsinu á mánudagskveldið var, fyrir hús- fylli. Fór þar fram kappræða milli þeirra Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar og séra Jóhanns Bjarnasonar. Frú Grace Johnson skemti með einsöng en Ragnar H. Ragnar meö piano- spili. Til forseta var kosinn Ragnar H. Ragnar; varaforseti, Halldór Hall- dórsson; skrifari, Hjálmar Gísla- son, aðstofar skrifari, Carl Jónas- son; f éhirðir, Sveinn Pálmason; að- stoðar féhirðir, Þorvaldur Péturs- son; fjármálaritari, Gunnbjörn Stef- ánsson; aðstoðar f jármálaritari, Mrs. Salome Backman. PONTU-VISUR Það bar til einhverju sinni í brúð- kaupsveizlu að Þingeyrum í Húna- vatnssýslu, að þar voru stödd þrjú skáld eða hagyrðingar. Einn var Jónatan Sigurðsson, síðar prestur að Stað i Hrútafirði, annar Páll Bjarnason, prestur að Undirfelli og þriðji Jón nokkur Oddsson, djákni að Þingeyrum. — Þar var og í hóf- inu Gísli stúdent Magnússon, sýslu- manns Gíslasonar, siðar prestur að Tjörn á Vatnsnesi. Hann átti tönn (pontu) haglega gerða og silfur- búna. Var hann góður af "tönn" sinni og mæltist til þess, að hagyrð- ingarnir þrír kvæði um hana sina vísuna hver. — Varð Jónatan fyrst- ur til, enda var því jafnan líkast, sem honum lægi ljóð á tungu, hve- nær sem til þurfti að taka. Visa hans er á þessa leið: í vikunni sem leið braut upp ís á víðflæmum á ýmsum veiðivötnum í Manitoba. Stafaði af þessu um hríð feykileg mannhætta á Manitoba- vatni og Lake Dauphin. Fyrir frá- bæra karlmensku og kjark lánaðist ]'ó að bjarga öllum mönnum, að því er telja má sannfrétt. Flugvélar að- stoðuðu við björgunina. Netjatjón er geypilegt og standa nú heilir her- skarar fiskimanna uppi eignalausir Og ráðþrota. Er hér nú skjótra ráða þörf ef eitthvað á aðgreiðast fram úr vandræðunum. Þinn við munn eg minnist greitt mitt í nunnu-safni; þér eg unni af þeli heitt, þú ert sunnu-jafni Jón kvað: Sú ber ljóma geddu-geims, gleður fróma drengi, fríar dróma angurs eims, eg það róma lengi. Páll var síðastur. Visa hans er þannig: Ó, hvað þú ert yndislig orma- búin -dýnu, líkt og f rúin f aðmi mig fati rúin sínu. Allar eru vísurnar hringhendur, en engin verulega góð. —Vísir 26. nóv. KARLAKLOBBUR FYRSTA LÚTERSKA SAFNAÐAR Á miðvikudagskvöldið þann 2. desember næstkomandi heldur Karla klúbbur Fyrsta lúterska safnaðar "Dinner Meeting" í samkomusal safnaðarins stundvíslega kl. 6.30. Ræðumaður þetta kveld verður: PROF. R. O. MacFARLANE kennari í sagnfræði við Manitoba háskólann, mælskur maður og víð- mentur. Talar hann að þessu sinni um utanríkismál og afstöðu Can- ada til þeirra. Félagsmenn eru á- mintir um að koma í tæka tíð. Hitt og þetta "Upp" í Grindavík Eins og allir vita, er táknan átta í daglegu tali ærið skrítin, villandi og röng, víða hér á landi. Skagstrend- ingar og aðrir Húnvetningar segja t. d. norður á Sauðárkrók og norð- ur á Akureyri o. s. frv. og er þó fjarri þvi, að í norður sé stefnt á þessum leiðum. Og svona er þetta, eða þessu líkt, mjög víða um land- ið. Dr. Bjarni Sæmundsson segir frá því í "Árbók Ferðafélagsins" þ. á., hversu þessu sé háttað hér "suður með sjó." Hann segir m. a.: "Úr Grindavík liggja gamlir veg- ir "út" eða "suður" í Hafnir, "suð- ur" eða "niður" í Njarðvíkur (Skipastig), "suður" eða "út" í Leiru og Garð, og "út" á Nes, "niður" eða "inn" í Voga (Skóg- fellavegur), "inn" á Vatnsleysu- strönd o. s. frv., en úr öllum þess- um bygðum er farið "upp" í Grinda- vik. Úr "Víkinni" er farið "inn" og "upp" í Fjall: Móhálsa, og "upp" að Krísuvík og austur í Herdísar- vík, Selvog ("Vog") o. s. frv. Eru þessar átta táknanir æði torskildar fyrir ókunnuga, sumar hverjar, eins og t. d. suður í Njarðvíkur, sem eru nærri í norður úr Grindavík. En það er víða margt skrítið í þessu tilliti." Hvalfjörður Skúli landfógeti Magnússon seg- ir m. a. svo um Hvalfjörð: "I júlímánuði gengur árlega mik- ið af allskonar hval inn í fjörð þenna. Hefst hann þar við þangað til seint í ágústmánuði; sagt er og, að hann fæði þar unga sína. Þó eru þetta ekki hinir eiginlegu, rétt- nefndu hvalir, heldur Norðurhöfða- hvalir og tannhvalir (burkopper) og aðrir slíkir. Þessi hvalamergð hef st við frá því í júnímánuði í djúpinu milli \ratnsleysustrandar, Innnesja og Sviðsins, þar til þeir fara inn í fjörðinn." * Lofvísa sjálfkénd (Úr Háttlykli Lofts Guttorms- sonar hins ríka, dr. 1432) : Mér þykir mengrund skýrust, mæt, væn, horsk, fríð sæta, hæversk, hæg, ljúf, roskin, hvít, rjóð, svinn, snjöll, fróðust, málvitur, mjó, kæn, snotur, mjúk, dýr, glögg, prúð, hýrust, háttprúð, fagurhærð, máttig. —Vísir. LEGGJA HALD A SENDIHERRABÚSTAÐI Stjórnin á Spáni hefir lagt hald á embættisbústaði Þjóðverja og ítala í Madrid. Ber stjórnin það fyrir sig, að pólitískir flóttamenn frá ýmsum þjóðum hafi haft þar bæki- stöð. Hitt þykir þó líklegra að ráð- stöfun þessi sé gerð vegna þess að ítalir og Þjóðverjar hafa opinber- lega viðurkent General Franco og uppreisnarráðuneyti hans. OFVIÐRI VID BRETLANDS- EYJAR . London 26. okt. Suðvestan hvassviðrinu, sem ver-* ið hefir nokkra undanfarna daga við Bretlandseyjar, stóð sem hæst í dag, en tók að slota er á leið kvöldið. Fimtán reknestabátar höfðu farið á sjó frá Solway, og komust þeir með naumindum i höfn í dag, og einn þeirra ekki fyr en undir kvöld, og var þá farið að óttast um hann. Yerst var veðrið á írska hafinu og við strendur Norður-Skotlands. Skip strandaði í kvöld út af Rose of Mull, við vestanvert Skotland, og var ekki vitað, hvaða skip það var. Á Norður-írlandi fauk tré á ein- um stað og lenti á járnbrautarlinu út frá Dublin, og ók lest á tréð, þar sem það lá þvert yfir járnbrautina. Lestin fór út af sporinu og meidd- ust tveir farþegar. KVIKMYND af Vatnajökulsleiðangrinum t sumar Þess er getið í dönskum blöðum, m. a. í Kristeligt Dagblad 1. þ. m., að dr. Niels Nielsen hafi, auk ým- islegrar vísindalegrar vitneskju um eðli og ásigkomulag Vatnajökuls, haft heim með sér allmargar kvik- imynda-filmur, sem gert sé ráð fyr- ir að hann sýni í Landfræðifélaginu danska áður en langt um líður. Samtímis muni hann halda fyrirlest- ur um árangur ferðarinnar. Siðar er búist við, að dr. Nielsen muni flytja opinberlega nokkur erindi um leiðangurinn og sýna kvikmyndirn- ar um leið, máli sínu til skýringar.— Vísir, 29. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.