Lögberg - 07.01.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.01.1937, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR, 1937 ildgljerg Oeiið út hvern í'imtudag af % T H E COLUMBIA PRE8S L I MIT E D 69 5 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 8 6 327 Bókmentapiírtlar Tímarit eitt stór\TandaÖ og prýðilegt, “Life and Letters To-Day,” sem gefið er út í Lundúnum (veturinn 1936-1937), flytur tvær íhyglisverðar ritgerðir um bókmentir íslenzku þjóðarinnar. Hin fyrri er eftir bók- mentafræðinginn og Islendingavininn, pró- fessor Watson Kirkconnell, og nefnist “Ice- landic Poetry To-Day. ” Þó ritgerð þessi sé ekki löng, hefir hún mikið til brunns að bera af samanþjöppuðum fróðleik, og er talandi vottur um glögga innsýn höfundar í marg- brotin sérkenni íslenzkrar ljóðlistar; höfund- ur kemur víða við og bregður upp mörgum glæsilegum blikmyndum úr frjóvum hyggju- heimi hinnar fámennu, en sérstæðu “norður- ljósa” þjóðar. Próf. Kirkconnell hefir því miður enn ekki til islands komið; vonandi auðnast honum þó einhvern tíma að líta aug- um þetta litbrigðaríka draumaland sitt og njóta þar Jónsvöku dýrðarinnar; eitthvað ætti íslendingar að geta stuðlað að því, að svo mætti verða, því þeir eiga þar einn sinn mesta aðdáanda og áhrifavin, þar sem þessi yfir- lætislausi og góðviljaði margfræðingur er. Prófessor Kirklonnell hefir þýtt, sem kunnugt er, ógrynnin öll af íslenzkum ljóðum á enska tungu; og þótt þýðingarnar séu ekki allar jafn góðar, þá eru þó margar þeirra beinlínis ágætar, og meðal þess allra bezta, sem vér höfum eignast þeirrar tegundar. Sem sýnishorn af meðferð prófessor Kirkconnell á ljóði Einars Benediktssonar, “Kvöld í Róm,” nægir að birta þetta erindi: ‘ ‘ Slowly the Tiber flows to meet the sea, Heavy with slow processionals of Time. The Air is still. The leaf sleeps on the tree. Red-wimpled evening lingers in the west. Aly soul goes íloating with that stream sublime, And on its banks, as in the long ago, Sees men and epochs waver to and fro Like haunting, curtain’d shadows of unrest.” Um Davíð Stefánsson kemst höfundur að orði á þessa leið: “Davíð Stefánsson is a poet by the grace of God, a sort of Icelandic Swinburne who turns any and every subject inta music and lyric beauty. Alany poets in the long history of Iceland surpass him in intellectual stature, but in, sheer gif't of appartentiy effortless melody he is unsurpassed. ” Um Jakob Jóhannesson Smára hefir pró- fessor Kirkconnell þetta að segja: “His numerous lyrics are not without charm, but in general his poetry suffers from low blood-pressure. ” Enginn vafi er á því, að mörg kvæði Jakohs sé falleg áferðar og slétt kveðin; þau eru samt sem áður yfirleitt fremur köld og sjaldnast blóðrík. . Vel falla prófessor Kirkconnel og mak- lega orð í garð þeirra Eiinars H. Kvarans, Dr. Nordals, Þorsteins Gíslasonar, Sands- bræðra, Jóns Magnússonar, Jakobs Thorar- ensen og nokkurra annara, og virðist ótrú- lega vel heima um gildi þeirra og sérkenni, hvers um sig. Telur hann Guðmund á Sandi ganga næst Einari Benediktssyni í stórfeng- legri ljóðagerð hinnar eldri kynslóðar, og mun það sönnu næst. Hlýlega minnist og höfundur ljóðagerð- ar meðal Vestur-lslendinga, Stephans G. Stephanssonar og nokkurra fleiri jafnframt því sem hann birtir í þýðingum sýnishorn af Ijóðum þeirra. Islendingar vestan hafs, engu síður en heimaþjóðin, eiga trúan málsvara þar sem prófessor Kirkconnell er. Einstöku skekkjur eru í þessari ritgerð prófessorsins, svo sem það, að Þorsteinn Gíslason hafi þegið doktorsgráðu frá Kaup- mannahafnarháskóla, og að dr. Sigurður Nordal sé fæddur í Canada. Yfir höfuð er rit- gerð þessi þó vandvirknislega samin og ætti að vera metin að verðleikum hjá íslenzku fólki. Vafalaust má fá tímarit þetta keypt hjá Russell-Lang og fleiri bókaverzlunum hér í borginni. # ♦ # Höfundur hinnar síðari ritgerðar er Magister Artium Kristinn Andrésson, ættað- ur af Austfjörðum, hálffertugur að aldri; ritgerðin nefnist “The Icelanders and Their Writers.” Hún er frumsamin á íslenzku, en enskuð af hinum kunna öldungi Jóni Stefáns- syni í Lundúnum. 1 ritgerð þessari er ýmislegt sniðuglega sett fram, þó fátt sé þar frumlegra drátta; hefst hún með því að vakin er athygli á þeim aðstæðum, e'r leiddu til þess að Egill Skalla- g; ímsson orti Sonartorrek og tók upp aftur fögnuð sinn; bendir höfundur á að svo virðist sem skáldskapurinn, eða í raun og veru ljóð- in hafi ekki einungis oft og þrásinnis verndað líf einstaklingsins, heldur og þjóðarinnar í heild; þetta er vafalaust réttilega athugað, þó ekki sé með því fundið neitt nýtt púður. í hinni miklu bók sinni “íslendingar.” kemst Dr. Guðmundur Finnbogason þannig að orði: “Næst Guði treystu íslendingar ríminu bezt.” Þangað var kraftaverkanna að leita. Töluvert skrafdrjúgt verður Kristni um ljóð Einars Benediktssonar; hann dáir að visu form þeirra og segir að þau sé “strong like carved sculpture.” En sá fylgir böggull skamrifi, að í augum greinarhöfundar er Einar eitthvert ímyndað yfirstéttaskáld, sem nær hámarki og. hrörnun með hinum svo- neínda kapitalisma. Loks klykkir höfundur út með því, að ljóð Einars Benediktssonar séu myrk, stærilætisleg og hafi aldrei lifað á vör- um fólksins. Þetta kemur dálítið undarlega heim við það, að í Alþýðublaðinu í Reykjavík er sagt frá fundarhaldi róttækra byltinga- manna, og því bætt við, að í samkomulok hafi allir sungið: “ Sjá hin ungborna tíð.” Þetta glæsilega öldurótskvæði er eftir engan annan en Einar Benediktsson. Öll er vísan á þessa leið: ‘ ‘ Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. Heimtar kotungum rétt, og hin kúgaða stétt hristir klafann af sér; hún er voldug og í sterk!” Mieð landvarnarstefnunni í stjórnmálum Islands og róttækri umbótastefnu í þrungn- um ljóðum sínum, er Einar Benediktsson hinn margháttaði byltingafrömuður hins nýja tíma í þjóðlífi Islendinga, þó Kristinn Andrésson virðist ekki hafa getað komið auga á það vegna einsýnnar afstöðu sinnar til samfélags- málanna; hann staðhæfir að verðlaunaskáldin 1930, þeir Davíð S'tefánsson, Eanar Benje- diktsson og Jóhannes úr Kötlum, hafi ekkert haft þjóðinni þá að segja og ljóð þeirra hafi ekki náð til staðreyndanna. Með bókinni “Bréf til Láru” eftir Þor- berg Þórðarson, 1923, hefst hin raunverulega umbótabarátta þjóðarinnar, að því er Kristni Andréssyn'i virðist, og svo kemur Halldór Kiljan Laxness fram á sjónarsviðið með “Vefarann mikla” í fanginu. “Salka Valka“ fvlgir í kjölfar, en meistaraverkið er kórón- að með “Sjálfstætt fólk.” — “Independent People” is an epic with a hero,” segir grein- arhöfundur. Getur hetjukvæði verið án hetju ? Um Bjart í Sumarhúsum, farast greinar- höfundi þannig orð í íslenzkri þýðingu: “Með Bjarti í Sumarhúsum, þessum bónda, hefir Laxness skapað ósvikna tákn- mynd af íslenzkum bónda, eða í rauninni af Islendingi. Þetta er bezta bókin, sem hin nýja bókmentastefna hefir framleitt. Lax- ness er kennari hinna ungu rithöfunda, og er dáður af þeim og fólkinu.” Svo mörg eru þau orð. Þó eitt og annað sé vel sagt í á- minstri ritgerð Kristins Andróssonar, þá er hún langt of einhliða til þess að nokkuð veru- legt megi á henni byggja. mynd af kirkju þessari. Hin síðari ritgerð er sögulegt yfir- ) lit yfir íslenzka landnámið í Pem- ' binahéraði, og nefnist “Largest Ice- landic Settlement.” Prýða hana myndir af séra Páli Thorlákssyni, séra Haraldi Sigmar, prófessor Sveinbirni Johnson og Dr. Vilhjálmi Stefánssyni norðurfaranum og rit- höfundinum víðfræga. Báðar eru ritgerðir þessar hinar gagnlegustu og stuðla að því að auka þekkingu á athafnalífi og menningu Islend- inga út á við. Enda stendur Dr. Beck framarla í brjóstfylkingu þeirra, er lengst ná um þessar mund- ir í slíkri fræðslustárfsemi. Hið gervandaða tímarit “The American- Scandinavian Review,” desemberheftið hefir til brunns að bera tvær fáorðar, en skipulegar ritgerðir, er íslenzku þjóðina varða. Hin fyrri er eftir hinn óhemju mikilvirka bók- mentafræðing, Dr. Richard Beck, um fjórð- ungs aldar afmæli Háskóla Islands, en sú síð- ari eftir nýliða í bókmeaitasveitinni, Thor Benedikz, son dr. Benedikts Þórarinssonar, að því er oss skilst. Ritgerð hans heitir “Great Geysir’s Rejuvenation” — Endur- nýjung Geysis hins mikla; sprækilega skrifuð grein og skemtileg aflestrar. Mr. Benedikz er útskrifaður af Columbia-háskólanum, en dvelur um þessar mundir í Los Angeles í Kaliforníu. Tímaritið “The Northwest Pioneer, ” apríl og ágúst heftin 1936, birtir tvær ágætar ritgerðir, er hafa mikinn sögulegan fróðleik að geyma, eftir Dr. Richard Beck. Hin fyrri er um kirkju Víkursafnaðar að Mountain í Norður Dakota; elztu íslenzku kirkjuna á meginlandi Ameríku, er reist var 1884. Var séra Páll Thorlájisson hinn fyrsti prestur Víkursafnaðar, en næstur honum séra Hans B. Thorgrimsen. Greininni fylgir prýðileg Mennirnir sem bjóða Trotski landvist Þess var getið fyrir nokkru í blöðunum, að utanrikisráðherrann í í Mexico, Portes Gil, hefði tilkynt að Trotskii, 'byltingarforkólfurínn, sem enginn hefir þorað að hýsa, vegna ofsókna kommúnistanna, gæti j fengið friðland í Mexico. I Mörgum mun hafa komið þessi j yfirlýsing nokkuð á óvart. Maxico 1 hefir aldrei vakið mikla athygli á sér fyrir frjálslynda og róttæka stjórn- j málaforustu. Fregnir þaðan hafa | frekar bent til hins gagnstæða. Þó i lýðræði hafi rikt þar í orði, hefir æðsti valdamaður ríkisins, forset- j inn, iðulega komið fram eins og hann hefði fullkomið einræðisvald. j Byltingatilraunir og morð á stjórn- tnálaforingjum hafa líka verið al- geng fyrirbrigði. Árin 1924-28 var Plutorco Elias Calles forseti í Mexico. Hann hafði áður verið hershöfðingi og sýndi fljótt í hinni nýju stöðu, að honum var ósárt um að beita hörðu. Hann lenti fljótt í stríði við katólsku í kirkjuna út af fjárhagsatriðum, og þrátt fyrir hin geysilega sterku áhrif hennar þar í landi, afréð Calles að loka öllum kirkjum hennar og það bann helzt alla hans forsetatíð og lengur. Hann nam úr gildi eignar- rétt hringanna á olíulindunum og gerði þær að ríkiseign. Út af því hlutust tniklar deilur milli Banda- rikjanna og Mexico og varð Calles að sveigja nokkuð af stefnu sinni, til að ná samkomulagi við hinn vold- uga andstæðing. Þegar Calles lagði niður forseta- embættið 1928, lét hann flokk sinn, róttæka þjóðernisflokkinn, hafa Obregon fyrv. forseta í kjöri. I kosningabaráttunni voru báðir keppi nautar Obregon skotnir og var Calfes gefið það að sök. Lengi naut Obregon þó ekki valdanna, því hann var myrtur eftir nokkra mánuði. Samtímis braust út bylting ; norð- urríkjunum. Calles tók að sér for- ystu hersins og vann fljótt sigur á uppreisnarmönnum. Samkvæmt til- lögum hans var Emiliano Portes Gil forseti 1930-34. Það mátti heita að öll þessi ár væri Calles einræðisherra í Maxico. Hann var foringi róttæka þjóðernis- flokksins, sem hefir næstum eins sterka aðstöðu og nazistar í Þýzka- landi og kommúnistar í Rússlandi. Herinn stóð líka eindregið á bak við Calles, enda var hann óspar á f járveitingar til hans. Eftir því, sem á leið, lét Calles sér minna umhugað um hinar fé- lagslegu umbætur og viðreisn á kjör- um fólksins, sem flokkur hans hafði þó efst á stefnuskrá sinni. En sjálf- um safnaðist honum rnikið fé og einnig vandamönnum hans. En til þess að missa þó ekki tiltrú fólksins, lét Calles fyrir forsetakosningarnar 1934 semja nýja og mjög róttæka starfsskrá fyrir flokkinn og átti hún að vera framkvæmd á sex ár- um. Samkvæmt fyrirmælum Calles- ar var svo Lázaro Cárdenas kjör- inn forseti. Cárdenas var enn ungur maður, 37 ára gamall. Hann var náinn vin- ur Callesar, en þó langtum meiri vinstrimaður í stjórnmálum. Það styrkti mjög aðstöðu hans, að hann gat rakið ættir sínar til hinna fomu Indíánakonunga, sem réðu þarna ríkjum áður en Spánverjar komu til sögunnar. Calles hafði valið óheppilega, þeg- ar hann tilnefndi Cárdenas. Hann hafði gert sér vonir um þennan unga mann, sem afskiftalítinn og snún- ingaþægan miðlungsmann. En þeg- ar til kastanna kom, reyndist Cár- denas á aðra leiö. — I stað þess að taka Calles alvarlega, tók hann sex ára starfsskrá flokksins og það, sem þar var lofað, eins og einhverjar fyrirskipanir, sem ekki mætti hvarfla frá. Eftir hálft ár var þol- inmæði Callesar út af sliku fram- ferði þrotin. Hinn “sterki maður Mexico” ákvað að taka í taumana svo um munaði. I harðorðri ræðu deildi hann fast á hina “sósíalist- isku” stefnu forsetans og réð honumi eindregið til að snúa af þeirri háska- braut. í sporum Cárdenas myndu flestir hafa valið þennan kost, fremur en að hætta sér út í stríð, sem fyrir- fram mátti telja vonlaust. En Cár- denas hafði erft of mikið af skap- lyndi og þrautseigju Indiánanna til þess að beygja sig fyrir afarkost- um. Hans fyrsta verk var að kalla til sín nánasta samverkamann sinn og ’ vin, Portes Gil, núv. utanríkismála- ráðherra og fyrv. forseta. Þennan mann spurði hann nú ráða. Hið þekta ameríska blað, Christ- ian Science Monitor, segir frá orða- skiftum þeirra á þessa leið: Forsetinn: Eg þykist vita að þú hafir lesið ræðu Callesar. Portes Gil (rólegur eins og venju- lega) : Já, eg hefi lesið hana ná- kvæmlega. Forsetinn: Hvað finst þér að við eigum að gera? Portes Gil: Taka upp baráttuna á móti honum. Láttu hann vita að þú sért forsetinn og munir í engu hörfa frá stefnu þinni. Forsetinn: Það getur kostað bylt- ingu og innanlandsstyrjöld. Held- urðu að við munum vinna? Portes Gil: Já, og með sinni ann- áluðu stillingu dregur hann upp úr tösku sinni þykkan símskeytabunka. Það eru svör fylkisstjóranna og helztu hershöfðingjanna um það að þeir muni fylgja Cárdenas en ekki Calles. Portes Gil hafði fengið fyr- irfram vitneskju um ræðu Callesar. Á eigin ábyrgð hafði hann snúið sér til framangreindra manna, og áður (jn Calles hafði flutt ræðuna og uggði nokkuð að sér, hafði Portes Gil trygt alla helztu mennina á móti honum. Calles sá líka fljótt að leikurinn var tapaður. Á seinustu stundu á- kvað hann heldur að fara af landi burt, en efna til vonlausrar borgara- styrjaldar. Sjaldan eða aldrei hefir einræðisherra verið steypt eins fyr- irhafnarlaust úr stóli. Með tárvot augu steytti hann hnefann til lands, þegar hann sigldi úr höfn, og hróp- aði: Eg skal koma aftur. Nú dvel- ur hann í Bandaríkjunum. Eftir brottför hans var Portes Gil valinn foringi róttæka þjóðflokksins og raunverulega er hann valdamesti maðurinn í Mexico um þessar mundir. En milli hans og forsetans er mjög gott samstarf. Báðir eru þeir af Indíánaættum og láta sér mjög umhugað um þjóðflokk sinn. Portes Gil er annálaður fyrir þrent: Dirfsku, snarræði og frá- bærilegt rólyndi. Kunningjar hans segja að hann heyrist aldrei tala illa um andstæðinga sína og það verði aldrei merkt, hvort honum líki betur eða ver. Hin mikla ró hjálpar hon- um líka til þess að rasa ekki um ráð fram. En það starf, sem hann og Cár- denas hafa hafið, er erfitt. Þeir hafa ákveðið að ryðja vestrænni fé- lagsmenningu og umbótahyggju braut í landi, þar sem þjóðin er illa mentuð og hefir lítt samið sig að félagsháttum. Auðhringarnir og katólska kirkjan róa gegn þeim öll- um árum. Það þarf hyggindi, karl- mensku og festu til að vera stór- tækur umbótamaður í slíku landi.— N. dagbl. 11. des. Endurminning um Jón Jónsson 1862 —1936 1. Braga ættar, öðlings lund Á þér leit eg þína, Er þú sóttir frænda fund Og fluttir kveðju mína. . n. Setur að oss auka hrygð Er vér reynum sanninn: Mist hafi ennþá íslenzk bygð Ágætasta manninn. Oftast býr mér efst í hug Alt er framtíð bæti: Hverjir eiga hjarta og dug, Hinna að skipa sæti ? III. Þú sem áttir hann að hlíf Heil og sátt munt una, Þó að nátti þitt um lif, Þá er kátt um rnuna. 16.—12.—'36. Jak. J. Norman. Fundum okkar Jóns bar í eitt skifti satnan. Það mun hafa verið sumarið 1923, að eg var gerður kunningi Jóns og konu hans, á járn- brautarstöðinni í Wynyard, Sask., um leið og þau hjón stigu á lestina í vesturleið. Eg hafði keyrt með kunningja þetta skifti ofan að stöð- inni, í einhverjum erindagerðum, sem eg er búinn að gleyma. Kom eg þá auga á mann í biðsalnum, sem altók athygli mína. Það var eins og eg byggist við að þetta væri ekki Is- lendingur — og óskaði eg þess þó af einlægni, í huga mínum. Eg kannaðist strax við svipinn: sá að þessi drengilegi og alúðlegi maður bar svip Stepháns G. Stephanssonar skálds prýðilega í andliti, sömuleið- is hnakka og herðasvip skáldsins. Yfirleitt voru allar hreyfingar þessa manns drengilegar og aðlaðandi, og mintu irnág mjög á Stephan. Hann var þó ívið hærri og vitund sverari. Eg tók eftir því, að þessi maður talaði enska tungu eingöngu við alla, sem ávörpuðu hann, voru þeir þó margir, mest landar og virtust vera að leita frétta úr fjarlægð. Eg tók félaga minn afsíðis og ávarpaði hann á þessa leið: “Hver er þessi ókunnugi maður á mórauðu fötun- um, sem minnir svo mjög á Stephan G. ?” Hann svarar: “Þekkir þú ekki Jón Jónson, bónda á Garðar, N. Dakota, fyrverandi rikiisþingmann Dakota, náfrænda Stephans G. Stephanssonar, og bróður Helgu konu Stephans? Þessi fallega, góð- lega kona, sem situr þarna við glugg- ann er kona Jóns. Þau eru búin að dvelja einn eða tvo daga hjá vinum og kunningjum hér í bænum, og eru á leið vestur til Markerville, Alberta, í heimsókn til Helgu og Stephans.” Þessi kunningi var nú orðinn mælskari en hann átti vanda til, og gaf mér litinn tíma til andsvara. En þegar eg komst að, sagði eg honum að eg hefði strax kannast við ættar- einkennin, en Jón og konu hans hefði eg nú séð í fyrsta sinn, (og ekki hefir fundum borið saman síð- an). Bauð hann mér þá að kynna mig þessum myndarlegu hjónum, og þáði eg það feginsamlega. Það var einmitt er þau stigu á lestina, að eg bað Jón og konu hans fyrir kveðj- una (til Stephans og Helgu) sem getið er um í íyrsta erindi kvæðis- ins hér að framan. Og úr því að þessar linur varpa ofurlitlum skiln- ingsbjarma á erindið, þá bið eg þig, herra ritstjóri, að láta þær fylgja kvæðinu. Vinsamlegast, Jak. J. Norman. Bálstofa Reykjavíkur Bálfararfélag íslands hefir ný- leg gefið út skýrslu um störf sín á árinu 1935 og fyrri hluta ársins 1936 fram að síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Reykjavík 15. maí síðstliðinn. Ber skýrsla fqlagsins það með sér að sá skriður er nú kominn á bál- stofumálið, sem félagið berst fyrir að ekki er lengur nema um lítið tímaspursmál að ræða, hvenær bál- stofa verður reist í Reykjavík. Þegar Bálfarafélag íslands var stofnað fyrir forgöngu dr. Gunn- laugs Claessens fyrir rúmum tveim- ur árum, var verksvið þess ekki ná- kvæmlega afmarkað. Ýmsir af for- göngumönnum bálstofumálsins munu í fyrstu hafa gert sér vonir um, að bæjarstjórn Reykjavíkur myndi taka málið að sér, eftir að búið væri að vekja menn til umhugs- unar um hina efnalegu og menning- aríegu þýðingu þess. En eftir að fé- lagið var búið að starfa í eitt ár, þótti forgöngumönnum þess full- reynt, að til lítils væri að vænta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.