Lögberg - 07.01.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.01.1937, Blaðsíða 3
LÖGBERtf, FIMTTJDAGINN 7. JANÚAR, 1937 3 þörf mannsandans fólgin. En þessi | leit, framkomin fyrir knýjandi þörf, sannar mér, meÖal annars, aÖ þatS, sem leitað er að, er til. Því það er ekki sjálfu sér samkvæmt, að mannsandinn hafi frá upphafi vega sinna þörf fyrir nokkuð, sem ekki er til. Þess vegna trúi eg því, að •Guð sé til og að eg muni finna hann, annaðhvort hér, eða í öðru, að eg vona, fullkomnara lífi. Stundum hugsa eg um, hvað vms orð og setningar hafa mismunandi áhrif, oft eftir því, hvemig þau eru sögð. Það er ekki ætið stóru orð- in, sem hafa sterkust eða bezt áhrif. Það eru oft öllu fremur létt og lát- laus orð. Tökum sem dæmi fögru ■orðin: “1 Guðs friði.” Stundum hefir fylt hug minn, hve mikið felst í þessum orðum. Við vitum vel, að það er mikils virði, og oft meir en við vitum í svipinn, að fá góðar óskir, en hversu miklu meira er það ekki að vera óskað góðs og gefið það um leið. Mér verður hugsað til þeirra manna, og eg vildi geta orðið þeirrar sælutilfinningar aðnjótandi, sem þeir hljóta að hafa orðið, er hlustuðu á Krist, er hann sagði: “Frðiur sé með yður. Minn frið gef eg yður.” Hann óskaði og gaf um leið Guðs frið. Allir vilja öðlast hann, og til þess munu vera farnar margar leiðir. Eg hefi reynt að hugsa mér leið, sem liggi í áttina að því takmarki, að öðlast Guðs frið. Eg hugsa mér, meðal annars, að maður verði að fá fyrirgefningu allra, sem maður hefir brotið eitt- hvað á móti. En til þess þarf rnaður að kannast við sínar eigin yfirsjónir og biðja um uppgjöf saka hvern, seim í hlut á. Það er engin niður- læging í því að kannast við brot sín og biðja afsökunar á þeim. En nið- urlæging er í því fólgin, að vilja ekki kannast við bresti sína. Með því að það stendur í vegi fyrir öðru sem nauðsynlegt er til að fá fyrir- gefningu. Eg þarf fyrst að fyrir- gefa af öllum huga það, sem kynni STVRKIR TAUGAR UG VEITiK NÝJA HElLSU N U G A-T O N E styrltir taugarnar skerpir matarlyst, hressir upp á tneli ingartæri, stuðlar að vterum svetni. og bætir heilsuna yiirleitt. NUGA-TONli heiir gengið manna a meöal í 45 ár, og heiir reynst konun. sem körlunt sönn ltjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað íæst i öllum lyija búðum. Kaupið hið hreina NUUA- TONE, því iá ineðöl bera slíkan árang ur. Við hægöaleysi notið LiGA-SOL - bezla lyíið, 50c. að hafa verið brotið móti mér. Þá, en ekki fyr, get eg búist við fyrir- gefningu. Og fyr en þetta er skeð, og eg er orðinn sáttur við alt og alla, get eg ekki búist við að finna nálægð Guðsfriðarins. Vitnisburð um áhrif og gildi fyr- irgefningarinnar höfum við í frá- sögum um það, að Kristur læknaði sjúka. Enginn hefir nokkru sinni læknað eins og hann. Kristur, hið fullkomna tákn kærleikans, lét sér ekki nægja að lækna líkamlegu mein- in. Hann læknaði líka hin andlegu mein mannanna. Hann sagði þeim til synda sinna, en hann gaf þeim frið í sálu sína með vissunni um friðinn við Guð—fyrirgefningunni, —Og þeir voru margir, sem heldur liðu pyntingar og píslardauða held- ur en láta af trú sinni og vissu um þá náð, er þeir höfðu öðlast í fyrir- gefningunni. Þeir viidu ekki selja sálarfriðinn, Guðs-friðinn, fyrir stundarhagnað. Þeir létu heldur líf- ið, svo mikils virði var hann þeim, og svo mikils virði er hann enn í dag. Að endingu vil eg óska þess og vona, að ekki líði nema sem styztur tími þangað til mannkynið er komið á það þroskastig, að hver einstakl- ingur leggi svo mikla rækt við Guðs- eðlið í sjálfum sér, að öllum auðnist sá unaður, að lifa og deyja í Guðs friði. Guðmundur H. Jakobsson. —Kirkjuritið. INNKÖLLUNAR-MENN LÖG6ERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota B. S. Thorvardson Árborg, Man Árnes, Man 0 Baldur, Man Bantry, N. Dakota .. Bellingham, Wash. .. Blaine, Wash. Bredenbury, Sask. .. Brown, Man. Cavalier, N. Dakota . B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask... Cypress River, Man. Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota. Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask Garðar, N. Dakota... Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota . S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.. .. .Magnús Jóhannesson Hecla, Man.. . Hensel, N. Dakota .. Husavick, Man .... Hnausa, Man . Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man. .. Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta. .. Minneota, Minn Mountain, N. Dak. . . S. J. Hallgrímson Mozart, Sask. Oak Point, Man . .. . Oakview, Man .... Otto, Man Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man. Siglunes P.O., Man. . .. -Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man Svold, N. Dak. B. S. Thorvardson Tantallon, Sask Upham, N. Dakota .. Víðir, Man Vogar, Man . .Magnús Jóhannesson Westbourne, Man. .. Winnipegosis, Man... .Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask , J. G. Stephanson Winnipeg Beadh F. 0. Lyngdal + t 5und og sundmenn Eftir Pál Melstcd. Sund heyrði eg fyrst nefnt austur i Múlasýslum og var sagt að Ey- dalabræður, synir séra Brynjólfs Gíslasonar (Snorri, dr. Gísli, Sæ- mundur, Jón, Sigurður) væri synd- ir, en enginn talaði um að læra það. Þegar eg kom hingað suður (1828) heyrði eg talað um sund, einkum í skólanum, og fyrsta vorið mitt í skóla (1829) komst eg að raun um, að hér var meira en talið tómt. Einn hlýjan dag gengu marg- ir piltar niður að tjörninni fyrir sunnan Bessástaðatún. Þar nær túngarðurinn til sjávar. Þeir af- klæddu sig, og út í vatnið. Sumir syntu langt út á tjörn, en sumir voru að gutla uppi í landsteinum. Magnús Hákonarson (prestur, sein- ast á Stað í Steingrimsfirði) var langmestur sundmaður af mínum skólabræðrum. Honum líkir voru þeir sagðir Teitur Finnbogason (dýralæknir í Rvík), Helgi prentari Helgason og Gestur Bjarnason, enda munu þeir allir hafa lært hjá Jóni Kjærnested. Magnús kom eitt sinn að vestan, ríðandi að Hvítá, og ætlaði á Þing- nesferju, en enginn kom ferjumað- urinn. Magnús var í kavaju með mörgum krögum, í stigvélum með stromphatt á höfði og reiddi dún- pund í klút í annari hendi. Svona ætlar hann að sundríða Hvítá, en klárinn steypist á höfuðið og Magn- úr af honum. Þannig synti hann austur yfir svona búinn, sem eg sagði, með hattinn á höfði og hald- andi dúnpundinu ofan vatns með annari hendi. Þáð hefir verið skrít- in sjón þar á ánni: Magnús með dúninn og selshausarnir kringum hann. Teitur synti hér f ram á skipalegu og sótti poka með dóti í ofan á sjáv- arbotn. Einhver sveitabóndi hafði mist hann þar útbyrðis. Einhverju sinni syntu þeir Teitur og Gestur hér út á höfn um nótt, í blíðviðri, og komu að spánversku skipi, er þar lá fyrir akkerum. Vökumenn á skip- inu héldu þetta vera þjófa, tóku byssu og létu sem þeir myndu skjóta. Báðir stungu sér. Gestur synti til lands, en Teitur stefnir á Örfiris- eyjargranda. Spánverjar elta hann á báti, en Teitur kemst upp á grand- ann og syndir svo þaðan út með landi og upp á það hjá Ananaustum, en Spánverjar töfðust við grand- ann og mistu hans þannig. Bjarni Thorarensen (amtmaður) og Björn Gunnlögsson (skólakenn- ari) voru góðir sundmenn. Eg heyrði Björn segja: “Eg gæti verið að synda allan dagnin, ef kuldinn bagaði ekki, því að eg get hvílt mig þegar eg vil.” Árni Geirsson bisk- ups var sagður afbragðs sundmað- ur. Hann hafði synt frá Lamba- stöðum fram undir skerin í Skerja- firði. Oft var farið í sjó á Bessastöð- um, þótt veður væri ekki sem ákjós- anlegast. Einu sinni fórum við Þorsteinn Jónsson út í sjó í sjóbúð- inni, sem svo er kölluð. Þá var logn en frost og tólgaði alla f jöruna, þeg- ar út féll, og hjómaði sjóinn. Það var snemrrn morguns. Við vorum allsberir, eins og vant var. Sjór- inn var ekki kaldur niðri, en sár- kaldur þar sem mættist loft og lög- ur. Einu sinni fóru þrír skólapiltar um vetur í norðanveðri suður á tjörn. Is var á tjörninni mestallri, en állinn var auður. Þar syntu þeir i vökinni allsberir, eins og sjófugl- ar. Mig minnir það væri Benedikt Eiríksson i Guttormshaga, Halldór Jónsson í Tröllatungu og Konráð Gíslason. Þetta sýnir hvað menn geta gert sig harða, ef hug og menn- ing vantar ekki. Þekt hefi eg fjóra góða sund- menn islenzka, er allir druknuðu: Dr. Gísli Brynjólfsson (d. 1827), séra Gísli Jónsson í Kálfhaga (d. 1853), Steindór Stefánsson skóla- pilt (d. 1844) og Björn sundkenn- ara Blöndal (d. 1887). Þessir fór- ust allir af slysum. Dr. Gísli fór frá heitum mat út í kaldan sjó — það voru hafísjakar á firðinum — og fékk krampa. — Séra Gísli ætlaði að bjarga mönnum á bát, er undir hvolfdi á Ölfusá, en hann kunni ekki að bjarga, þótt hann kynni að synda; má og vera að jökulvatnið i Ölfusá hafi drepið hann. — Stein- dór var marga tíma að stumra yfir félaga sínum hálfdauðuin á kjöl, og dó af kulda, en hafði bundið sig fastan er hann fann að dauðinn fór á hann. — Björn Blöndal hefir ann- að hvort rotast af bátnum, eða feng- ið sinadrátt, sem hann átti vanda til. ' En ekki er það rétt að lasta sund- j kunnáttuna fyrir það, þótt þessir menn færi svona.—Lesbók Mbl. f asisminn án lýðskrums Eftir Halldór K. Laxness. Þegar maður heyrir kommúnista á æsingafundi stánda upp og lýsa yfir því, að ifasistar séu hugsjóna- •ausir ofbeldismenn, sem hafi ekki annað verkefni en halda þjóðunum undir 1] áj'nhsel f jálmálaauðmagns- ins, og takmark þess sé að drepa og kúga mannfólkið, þá er engin l'urða þótt maður gangi burt van- trúaður og ypti öxlumi. Sannleik- urinn er sá, að engir menn eru á vorum dögum meira gefnir fyrir hugsjónir en fasistar. í blöðum sínum og opinberum ræðum berj- ast þeir hvorki fyrir meira né minna en ölluim þeim dýrlegustu hugsjón- um, sem mannkynið hefir lifað og barist ifyr'ir ftá öndverðu. Þetir vilja koma á lögum og reglu. Þeir setja föðurlandið ofar öllu. Alt íyrir þjóðernið. Þeir eru trúir eðli síns dýrlega kynstofns, hver sem hann er. Þeir tigna sál þjóðarinn- ar. Þeir vilja bjarga menningu vorri og erfðavenjum. Þeir vilja vernda trúna. Þeir vilja efla sið- gæðið. Þeir vilja frelsa kristindóm- inn og guð frá þeim rauðu. Þeir eru jafnvel verkamannasinnar og jafnaðarmenn og vilja gera bylt- ingu á móti auðvaldinu. Sem sagt, dýrlegustu hugsjónir allra manna, hópa, félaga, stétta og flokka, það eru þeirra hugsjónir. Á leiðinni frá Las Palmas til Lissabon varð eg fyrir því happi, að það var settur fasisti hjá mér við matborðið. Hann var í hóp nokkurra ungra efnismanna, sem komu frá Kanaríeyjum og voru á leið til Spánar til þess að gerast fyrirliðar í hinum lofsæla blámanna- her Francos. Margir hafa þá hug- mynd, að fasisminn sé samkvæmt uppruna sínum hugsunarháttur suð- rænna harðstjóra, en fjarri fer þvi. Maðurinn, sem settist hjá mér, var af engilsaxnesku bergi brotinn, skozkur Bandarikjamaður, O’Duff að nafni, forstjóri í erlendu auðfyr- irtæki, sem hefir einkarétt til að selja rafmagn á Kanaríeyjum. Hann hafði verið forstjóri hjá þessu fé- lagi undanfarin þrjú ár. Það skal ganga létt að taka Madrid, sagði hann, og lét skilja á sér, að hann hefði lagt aura í hið ágæta fyrir- tæki Francos. Fyrir tveim mánuðunn síðan haf ði eg verið vitni að fróðlegu og merki- legu æfintýri einmitt á þessum eyj- um, svo mér var dálitil forvitni á að hitta mann að máli, sem væri ein- dreginn lylgismaður slíkra æfin- týra og hefði stuðlað að þvi með ráðunn og dáð, að þau mættu gerast. Eg sendi Alþýðublaðinu á sinum tíma stutta greinargerð af þessu skemtilega æfintýri, en því miður hefi eg frétt, að Morgunblaðið hafi af sinni alkunnu snild alveg slegið mig út í því máli með þvi að segja aðra sögu um nunnur, sem voru hengdar upp á vegg. Mr. O’Duff skýrði mér stoltur frá því, að spænska uppreisnin hefði brotist út hér á Kanaríeyjum, Franco hershöfðingi var nefnilega hér áður en hann hóf stríðið. Eg hitti ihann um morguninn, þegar þjóðernissinnar tóku bæinn, sagði forstjórinn. He was a busy man. (Bandaríkjamenn bera dularfulla virðingu fyrir því að vera busy; alt af þegar þeir eru að lýsa undursam- legum manni, þá er hann svo busy, að hann hefir ekki tíma til að borða, drekka né sofa, og heldur ekki til að tala við fólk, utan stórhöfðingja). Þessir atburðir eru það bezta, sem komið gat fyrir Spán, bætti hann við. Framh. á bls. 7 Business and Professional Cards I' ......---.. .. ---... PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Otfice tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BLDO. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdðma Viðtalstími 2-5, by appointment Sími 80 745 Gleraugu útveguS Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. Viðtalstlmi frá 4-6 e. h., nema öðruvlsi sé ráðstafað. Slmi 21 834 Heimili 238 Arlington Street. Slmi 72 740 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstími 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœlcnar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslemkur lögfrœöingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur íslenzkur lögfrœöingur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaOur Fyrir tslendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Simi 94 742 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmið og semjið um samtalstlma A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL- 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur { miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltíðir 4 Oc—6 Oc Free Parking for Guests gjafir til betel 1 DESEMBER 1936. Mrs. M. Snowfield, Mountain, N. Dak., $3.00; Mr. Krisfján Kjernested, Gimli, 1 hefti af árs- ritinu “Hlín”; Mr. Guðmundur B. Jónsson, Gimli, hrísgrjón—50 pund; Mr. og Mrs. J. B. Johnson, $10.00; Vinkona á Betel, $20.00; Ónefndur vinur í Winnipeg, $25.00; Mrs. Ingibjörg Walter, Garðar, N.D., í minningu um mann sinn, Joseph Walter, $10.00; Kandahar August- ine Ladies’ Aid, $5.00; H. L. Mac- Kinnon Co., Ltd., Winnipeg, 25 lbs. Peanuts; Dr. B. J. Brandson, 12 turkeys, (160 lbs.) ; Lakeside Trad- ing Co., Gimli, 4 boxes Japanese Oranges, 1 box Apples; Hannes- son’s Meat Market, Gimli, 45 lbs. hangikjöt, 33 lbs. kindarsvið; Lyng- dal and Bjarnason, Gimli, 20 lbs. Sweet Biscuit, 14 lbs. Christmas í Candy; H. P. Tergesen, Gimli, 30 1 Ibs. hangikjöt; Mr. J. G. Johnson, Winnipeg, 5-lb. Box Chocolates; Mr. H. Robert Tergesen, Gimli 3 gallons Ice Cream; Mr. Guðmundur Ingimundsson, Gimli, 1 box Apples and Candy; Mrs. C. O. L. Chis- well, Giimli, box of Apples; The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., Cal- endar; Mr. Kristinn Lárusson, Gimli, Christmas Tree; Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, Winnipeg, laufabrauð og appelsínur; Kvenfé- lagið “Tilraun,” Churchbridge, Sask., $5.00; Mrs. Steinvör L. Ein- arsson, Hallson, N. Dak., $5.00; Júlíus A. Björnson, Hallson, N. D., $2.00; Maxon Fund, per Thor. Gudmundson, Elfros, Sask., to be devided equally amongst all inmates, $49.57; Thorkell Johnson og Kristín Jónsdóttir, Blaine, Wash. $6.00; Isafold Ladies’ Aid, Vesturheim Icelandic Lutheran Church, Minne- ota, Minn., $10.00; A friend of Betel, U.S.A., $3.00; Islenzka kven- félagið í Grafton, N. D., $5.00. Betel þakkar innilega fyrir þess- ar mörgu gjafir og fyrir alla góð- vild, sem vinir, fjær og nær, hafa sýnt Betel á þessu nýliðna ári, og óskar öllum styðjendum og öðrum vinum Gleðilegs árs. Fyrir hönd stjórnarnefndar Betel— /. /. Szvanson, féhirðir. 601 Paris Bldg., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.