Lögberg - 07.01.1937, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JANtJAR, 1937
7
Svipur fóstbróðuis
Það var sumarkvöld árið 1755 að
Campbell af Inveravve var á gangi
á hæð hjá Cruachan. Þá kom þar
maður hlaupandi til hans og var illa
til reika. Föt hans voru í tætlum og
hann var blóðugur í framan og á
höndum. Var auðséð á honum að
hann var viti sínu f jær af ótta.
—Bijargið mér, veinaði hann.
Þeir eru á hælunum á mér. Blóð-
hefnd.
Inverawe kendi í brjósti um
manninn, og lofaði að bjarga hon-
um. Og fram að því höfðu allir í
ættinni staðið við orð sin, bæði við
vini og óvini.
Inverawe fór nú með manninn til
jarðhúss þar í hæðinni. Enginn
vissi unj það nema hann. Munninn
var líkastur tófugreni, en þegar inn
var komið, var þar rúmgott og þar
var tær uppsprettulind. Þar faldi
hann ntanninn og fór svo heim.
En þegar þangað kom var þar
fyrir þjónn fósturbróður hans. Og
hann hafði tíðindi að segja. Fóst-
bróðirinn hafði verið drepinn.
—Sá, sem það gerði, heitir Mac-
niven, mælti þjónninn. Vér höfum
elt hann hingað, en ekki náð honum.
Eg kom til að vara þig við að hjálpa
honum, ef þú skyldir rekast á hann.
Inverawe varð náfölur, en sagði
ekki orð. Og þjónninn hélt að hon-
urn hefði brugðið svona við að hevra
lát fóstbróður síns. Hann fór svo
leiðar sinnar.
Nú kendi Inverawe ekki lengur í
brjósti um mannin, sem hann faldi
í jarðhúsinu. Meðaumkvunin hafði
snúist upp í hatur. En hann hafði
lofað að bjarga honum, og enginn
Inverawe hafði nokkuru sinni geng-
ið á bak orða sinna.
Þegar dimt var orðið fór Inver-
awe með mat til jarðhússins og
fleygði honum þar inn. Kallaði
hann til morðingjans höstum rómi
að hann skyldi færa honum meiri
mat daginn eftir.
Hann var varla með sjálfum sér
út af gremju og sorg þegar hann
kom heim aftur. Hann var líka
þreyttur og var að hugsa unt að bezt
væri að sofna og gleyma. En hann
gat ekki sofnað. Kveikti hann því
ljós og ætlaði að lesa. Um leið og
hann hafði opnað bókina tók ljósið
að flökta eins og gustur kæmi á það.
Inverawe leit upp — og sá þá fóst-
bróður sinn standa hjá sér. Hann
sá hann greinilega, andlitið og blóð-
ugt hárið. Og hann heyrði rödd:
—Inverawe, Inverawe, blóð
krefst blóðs, haltu ekki lengur
verndarhendi yfir morðingjanum.
Svo leystist svijiurinn sdndu* og
hvarf, en ljósið logaði aftur glatt
og rólega.
Inverawe vildi ekki rjúfa heit sitt,
enda þótt þetta bæri fyrir hann.
Daginn eftir færði hann Macniven
mat. En umi nóttina birtist fóst-
bróðirinn honum aftur. Og aftur
heyrði Inverawe sömu orðin, en nú
var eins og þau væri töluð í byrst-
ara rómi:
— Inverawe, Inverawe, blóð
krefst blóðs, haltu ekki lengur
verndarhendi yfir morðingjanum.
Þegar dagaði gekk Tnverawe upp
að jarðhúsinu og sagði við Mac-
niven:
—Þú mátt ekki vera hér lengur.
Farðu burtu og bjargaðu þér eins og
bezt gengur.
Nú þóttist Inverawe viss um að
fóstbróðirinn mundi ekki birtast sér
framar. En sú varð ekki raunin á.
Þegar hann var hattaður um kvöld-
ið stóð vofan fyrir framan rúm-
stokk hans og sagði byrst:
—Tvisvar hefi eg farið bónarveg
að þér. Nú er það um seinan. Við
sjáumst aftur hjá Ticonderoga . . .
Inverawe fór á fætur og gekk upp
að jarðhúsinu. Macniven var far-
inn . . .
Upp frá því sá Inverawe ekki
svip fóstbróður síns, en hann var
þögull og einrænn eftir þetta. Oft
og mörguin sinnum var hann einn
á gangi á hæðinni hjá Cruachen og
velti því fyrir sér sem hann hafði
séð og hinni einkennilegu rödd, sem
hann hafði heyrt. Og þá sagði fólk:
Veslings Inverawe, nú er hann að
hugsa um fóstbróður sinn. Mikið
hefir hann saknað hans!
Það voru ekki aðrir en nánustu
vinir, sem vissu um það hvemig á
þunglyndi Inverawe stóð.
Árið eftir hófst stríðið milli
Frakka og Breta í Ameríku. Camp-
beil af Inverawe var majór í 42.
tvífylki og hann fór með því til
New York i júní. Þaðan var svo
haldið til Albany og þar var legið í
vetrarherbúðum.
Francis Grant var ofursti yfir
herfylking Inverawe, og Inverawe
Spurði hann brátt u*m þáð hvort
hann vissi ekki hvar Ticonderoga
væri. En Grant hafði aldrei heyrt
það nafn fyr. Inverawe sagði þá
sögu sína í áheyrn margra liðsfor-
ingja. Þeir trúðu henni ekki.
Herstjórnin ákvað nú að senda
herlið gegn nýu vígi, sem Frakkar
höfðu gert hjá Georgsvatni. Vígi
þetta hét Carillon. Einn af liðsfor-
ingjunum skaut því þá að Grant að
Carillon héti Ticonderoga á máli
Indíána.
— I guðs nafni minstu ekki á
þetta við nokkurn mann, sagði
Grant. Jnverawe má alls ekki vita
um það.
Herdeildin fór á bátum yfir Ge-
orgsvatn og lenti heilu og höldnu
hinum megin. Svo var farið gang-
andi í gegnurn skógana til Carillon
vígis. Um miðjan júlí var áhlaup
gert á það. Lensumenn voru fremst-
ir og þar næst skytturnar. Hálend-
ingar Inverawe voru í varaliðinu.
Áhlaupið var brotið á bak aftur með
dynjandi skothríð úr víginu.
Þá gátu Hálendingar ekki stilt sig
lengur, en geistust fram og komust
alveg að virkisveggnum. Þeir féllu
unnvörpum. Engir stigar voru til
þess að komast upp á virkisvegg-
inn, en hermennirnir hoppuðu hver
upp á bakið á öðrum og seildust upp
á virkisbrúnina. Nokkrir komust
yfir en voru brytjaðir niður. Og
hinir voru hraktir til baka.
Inverawe var fremstur í liði Há-
lendinga. llann komst hvað eftir
annað upp á virkisvegginn en var
jafnharðan hrundið niður aftur.
Seinast féll hann helsærður til jarð-
ar. Grant ofursti sá það og flýtti
sér til Iians. Inverawe leit á hann
ásökunaraugum:
—Hversvegna sagðirðu mér ekki
fráþví? Nú er það of seint. Þetta
er Ticonderoga, því að eg hefi séð
hann.
Það voru seinustu orð Inverawe.
Sama daginn sem þessi atburður
gerðist langt úti í skógunum, voru
tvær stúlkur á gangi milli Kilmalien
og Inverary. Það voru dætur In-
verawe.
Þegar þær komu að brúnni á Ar-
ray varð annari litið upp í loftið —
og rak hún þá upp hljóð og greip í
handlegg systur sinnar. Hún leit
þá lika til himins. Þar sáu þær or-
ustu. Þær sáu fána Hálendinga og
hersveitina sækja fram undir lion-
um. Þektu þær þar marga af ætt-
ingjum sínum og vinum. Þær sáu
Campbell Inverawe falla og marga
mcð ho'num.
Þegar þær komu til Inverary
sögðu þær ættingjum og vinum frá
því, sem fyrir sig hefði borið. Þær
skrifuðu nöfn þeirra manna, sem
þær höfðu séð falla, mánaðardag og
klukkustund. Eftir viku kornu
blöðin með fréttimar af orustunni
hjá Ticonderoga og stóð það alt
lieima við það, sem þær systurnar
höfðu skrifað hjá sér. En löngu
áður en blöðin komu var almenn
sorg í Argyll.—Lesb. Morgunbl.
Fasisminn ánlýðskrums
Framh. frá bls. 3
—Með öðrum orðum, þér álitið
það bezt fyrir Spánverja að vera
drepnir.
Hann svaraði þessu ekki beinum
orðurn, en sagði:
—Eg vona, að þegar þessu stríði
er lokið, þá verði enginn kommún-
isti, jafnaðarmaður né svol<allaðir
vinstrimenn, eftirlifandi á Spáni.
Slikt fólk hefir engan tilverurétt á
jörðinni, hvorki á Spáni né annars
staðar.
—Vilduð þér, eins og Fraonco
vill, vinna til að drepa helminginn
af spænsku þjóðinni, til þess að
Márar ynnu sigur ? spurði eg.
—Já, sagði hann
—Þér vilduð kanske út'ýina allri
spænsku þjóðinni til að frelsa hana,
o< fylla síðan landið af blámönn-
um ?
—Eg hefi enga þörf fyrir kom-
múnistai, sagði Mr. O’Dufr. Ilafið
þér?
—Eg er lýðræðissinni, sagði eg.
Eg álít að þjóð eigi að fá það sem
hún kýs sér sjálf af frjálsum vilja.
—Eg var lika hálfgildings jafn
aðarmaður, áður en eg kom hingað,
sagði O'Duff. En hefðuð þér ver-
ið á Spáni eins lengi og eg og orðið
að reka fyrirtæki, þá munduð þér
hafa nákvæmlega sömu skoðun á
stjórn þeirra rauðu og eg. Spánn
þarfnast þess fyrst og fremst, að
þeir rauðu verði útmáðir, en af-
gangurinn barinn með svipum. Eina
fyrirkomulagið, sem getur gert
spænsku þjóðina hamingjusama, er
að fá að lifa undir svipunni. Ef
þú hefir svipuna stöðugt á lofti yfir
þeim, þá elska þeir þig og þræla
fyrir þig, en óðara en þú sleppir
svipunni og ferð að telja þeim trú
um, að þeir séu eitthvað, þá hefirðu
sósíalisma og Ifommúnisma. Það,
sem hefir spilt spænsku þjóðinni á
síðustu árúm er undirróður frá út-
sendurum, sem hafa verið launaðir
frá Moskva til að telja þeim trú um,
að þeir séu eitthvað ^og geti fengið
eitthvað fyrir ekki neitt. Kommún-
isnúnn er falinn i því að telja fólki
trú um, að það geti fengið eitthvað
fyrir ekki neitt.
—Svo þér álítið eftir þessu, að
það séu mest alt kommúnistar, sem
berjast við heri Francos?
—Það breytir engu í skoðunum
okkar á þeim rauðu, hvaða mismun-
andi nöfn þessir glæpamenn velja
sér innbyrðis, meðan þeir liggja í
rifrildi hver við annan út af forust-
unni, — hvort þeir kalla sig kom-
múnista, jafnaðarmenn, anarkista
eða bara sakleysislega “vinstri-
menn.” Við vitum nefnilega, að
þetta er alt í eðli sínu sama fylking-
in, og að þeir skríða saman þegar
dregur til úrslita. Enda skal eitt
yfir þá alla ganga, þegar stundin
kemur; þeim skal öllum verða
sparkað; þeir skulu allir verða máð-
ir út af yfirborði jarðar í einni
fylkingu, hvort heldur þeir kalla sig
kommúnista, jafnaðarmenn, anark-
ista eða bara “vinstrimenn.”
—Hvernig er svo ætlunin að leysa
vandamál þjóðfélagsins? spurði eg.
—Hvaða vandamál? sagði hann.
Það eru engin vandamál.
—Til dæmis atvinnuleysi, sagði
eg, til þess að segja eitthvað.
—Heimurinn skuldar ekki nein-
um neitt, sagði hann. Maður verður
að berjast fyrir öllu, sem maður fær.
Eg hefi orðið að berjast fyrir öllu,
sem eg hefi fengið. Sannleikurinn
er sá, að áróðursmenn eru búnir að
spilla svo fólkinu, að það nennir
ekki að vinna. Það vill miklu held-
ur liggja í iðjuleysi og hlusta á þá
rauðu og heimta atvinnuleysisstyrk
en vinna heiðarlega vinnu. But what
they want is the whip, — það sem
þá vantar er svipan.
Til frekari skýringar á máli sínu
sagði hann mér áþreifanleg dæmi af
leti og iðjuleysi fólks í heimalandi
hans, Bandaríkjunum, hvemig það
kaus heldur að lifa i sukki og ólifn-
aði á kostnað þess opinbera en vinna
heiðarlega fyrir sér. Það sem þá
vantaði var svipan.
Þetta er sem sagt fasisminn eins
og hann er talaður í trúnaði í fas-
istalöndum og höfum, yfir borðum,
sem svigna undir krásum, fasisminn
milli sjentilmanna, fasisnúnn án um-
búða, fasisminn in puris naturalibus,
án lýðskrums, án hinnar sveitalegu
skírskotunar til fólksins, án þess
bilíega kjaftæðis urn þjóðerni, föð-
urlandsást, ágæti kynstofnsins, sál
þjóðarinnar, erfðavenjur og aðrar
“hugsjónir,” sem skreytir forsíður
fasistadagblaðanna, og engan klígjar
sennilega við í þeim mæli sem fas-
istana sjálfa.
s/s Highland Brigade, í okt. 1936.
Halldór Kiljan Laxness.
Karlmenska og gæfa
Herra ritstjóri:—
Þegar eg las í dagblöðunum urn
hrakning fiskimanna á vesturvötn-
unum í haust, rifjuðust upp fyrir
mér ýms æfintýri manna, er sýnt
hafa aðdáanlega hreysti, þol og
snarleika, er niér finst ekkert standa
að baki hraustleikasögnum um forn-
aldarkappana. Datt mér í hug,
hvort það væri ekki vel þess vert,
að safnað væri slíkum sögnum og
frásögum, um atburði, er átt hafa
sér stað á meðal vor, meðan slík at-
vik eru i fersku núnni, og margir
af þeim mönnum, er sýnt hafa að-
dáanlega hreysti og áræði, eru enn
á lífi. Þau sönnunargögn um karl-
mensku, þol og áræði geta geymst
til vitnis um hreysti landa vorra í
nýja landnáminu, sem stendur ekk-
ert að baki hrausleika fyrri land-
| námsmanna, þótt á annan máta sé.
Landnámssaga Ný-íslendinga, í
þeirn greinum, er mér ofurlítið
Aunn; hefi eg kynst mönnum það-
an, er sýnt hafa aðdáanlega hreysti
og þrautseigju, enda hafa þeir öðr-
um nýlendubúum fremur sannarlega
þurft á hreysti og karlmensku að
halda í glímu við grimmar nornir.
j Minnisstætt er mér um hrakning
Helga Bensonar og félaga hans;
kom þar að góðu haldi að allir voru
i þeir hreystimenni að burðurn og
þoli. Hrakti þá frá landi á ísspöng,
; lengst út á vatn, í illviðri og grimd,
^ matarlausir voru þeir og þreyttir
1 eftir strit dagsins; urðu þeir að
fljúgast á um nóttina, til að halda
á sér hita.
Júlíus Ingimundarson lagðist til
sunds yfir breiða sprungu; svo var
sagt að straumur tók hann þrisvar
sinnum til baka og næstum þvi
keyrði hann í kaf undir ísinn, en
sundleikni góð, kraftar, þol og
þrautseigja J úlíusar vann sigur.
Sliku þrekvirki mætti jafna við
stökk Skarphéðins forðum daga.
Viðbrugðið var snarleika og
kröftum Jóns Gíslasonar, þá hann
féll útbyrðis norður á Winnipeg-
vatni fyrir næstum 40 árum, í roki
og óveðri. Seglbátur hans var í togi,
Jón náði í togreipi af öðrumi bát og
handlék sig hjálparlaust í sinn eig-
inn (Jón var ekki syndur).
Mikið þol og þrautseigju sýndi
Björn Þorsteinsson Kelly, þegar
hann hékk á kjöl i ofviðri í fleiri
klukkutíma í nýleystu vatni. Tveir
af félögum hans fórust.
Eg hefi hér aðeins drepið á örfá
dæmi af mönnum er enn lifa, aðeins
í fáurn orðum, en hvert dæmi er efni
í sögu.
Ótal önnur æfintýri þessum lik,
hafa átt sér stað á meðal íslendinga
hér i álfu, þar sem þeir hafa sýnt
aðdáanlega hreysti og þrautseigju.
* # #
Margvisleg hafa þau æfintýri ver-
ið er mætt hafa islenzku landnáms-
mönnum ihér í álfu, sum þeirra sem
skáldsögur væri, en voru þó virki-
legir atburðir, og sem væru skemti-
legir til aflesturs bæði nú og siðar,
og ekki gæti eg meint að það kveikti
neina óvild til íslenzku blaðanna,
þótt þeir legðu einn dálk til síðu í
blöðum sínum fyrir slíkt safn.
Grettir sagði: “Það er annað
gæfa en gjörfuleiki, og sýnist sá
málsháttur sannur, gæfa og lán sýn-
ist .fylgja sumum mönnum meir en
öðrum.
Grettir var vitmaður núkill en ó-
gæfusamur var hann; sýnist því að
gæfa og vit eigi ekki ætíð samleið.
Maður sér það í gömlum sögum, að
menn trúðu á lukkuhluti, er veittu
gæfu til þeirra er áttu. Ekki er
laust við að sú trú lifi enn á meðal
fólks, eins og átti sér stað með
skozka konu hér í bæ.
Fyrir skömmu vildi sú óhepni til,
að sonur hennar varð fyrir litilshátt-
ar bilslysi. Skömmu áður hafði
henni verið gefin jurt, er nefnist
“The Wandering Jew” (Gyðingur-
inn gangandi), en slíkri jurt á að
fylgja ólán, enda kendi konan jurt-
inni um slysið og kastaði því jurt-
inni út á sorphaug, svo ekki yrðu
fíeiri slys á heimilinu.
En svo eg komi aftur að efninu
um merkilega atburði í lífi sumra
okkar beztu framkvæmdarmanna.
vil eg segja frá atviki er kom hér
fyrir í haust, um það leyti er menn
voru á ishrakningi á vesturvötnun-
um.
Landi vor M. J. Thorarinson var
hér á ferð austur imeð skógarvötn-
um. Isar voru svikulir, svo hann
gekk meðfram stöndinni, yfir hæðir
og dali; víða varð hann að krækja
fyrir standberg og klungur. Thor-
arinson má með sanni teljast einn af
okkar íslenzku brautryðjendum bæði
sem byggingameistari og málmleitari
(prospector). Hann var á ferð að
gullnámulóð, er hann hafði numið.
Komið var að kveldi og enn átti
hann langa leið að fara. Mvrkur og
óveður gerði ferð hans örðugri. Til
allrar lukku hafði hann ljósbera
með sér.
Kominn var hann að háu bjargi,
er honum óaði við að leita eftir upp-
göngu á, eins þreyttur og hann var.
Hann sér þar ofurlítinn hellisskúta.
er var nægilega stór fýrir einn mann
að hvílast í; legst hann niður og
hyggur að hvílast í hellinum yfir
nóttina. Hér var«gott skjól og með
eld fyrir framan hellismunnann
mundi honurn líða vel um nóttina,
þótt engar aðrar verjur hefði hann.
Hrikalegt var bergið og sýndist
vera að því komið að falla niður og
byrgja hellisskútann. Flaug það
snöggvast í huga hans, að ef bergið
félli þá, hefði hann eigi um elli að
kviða. En þótt slíkt flýgi í huga
hans, brosti liann að ihugsun sirtni.
Að berg þetta, sem sitaðið hefði
svona að öllum líkindum í fleiri þús-
und ár, færi að falla nú ; þvílík þó
vizka! Nei, hér var hann kominn og
hér var hann feginn að hvila sinn
lúna líkama: hér var honum óhætt.
Hvinurinn og ólætin í veðrinu berg-
málaði inni í hellinum; brakið og
brestirnir í skóginum gerðu myrkrið
enn ægilegra.
Ilann var glaður að hafa fundið
þetta friðarhús náttúrunnar og hon-
um duttu í hug orð skáldsins:
“Hver vann hér svo að með orku.
Aldrei ueinn svo vígi hlóð.”
Hann dáðist að þessu vígi sínu
gegn óblíðum prettum náttúrunnar,
sem nú glumdi í fyrir utan hellinn.
Iíann hafði nú hvílst góða stund
og leið miklu betur en fyrst er hann
kom i þetta skýli; fanst honum að
hann hafa verið þar langa stund.
Tók hann upp vasaúr sitt, varð hann
þá hissa; úrið vísaði á 6.30. Hann
tók það upp að eyra sér. Já, það
gekk; honum fanst hann hafa verið
hér miklu lengur. Órói greip hann,
að hugsa sér að vera hér aðgerðar-
laus í 11 til 12 tíma, og svo margt
að gera næsta dag; svo margt að
færa í lag, áður en lagt væri upp í
heimferð. Átti hann áð leyfa sér
að hvílast í skjóli náttúrunnar og
trassa verk er bæri að gera næsta
dag? Áhuginn fyrir að ná ætluðu
takmarki dreif hann á fætur, út í
myrkrið og óveðrið fór hann. Eftir
mikla örðugleika komst hann að
sínum áfangastað.
Um morguninn saknaði hann upp-
dráttar af ónumdri námaláð; datt
honum í hug að hann hefði orðið
eftir í hellinum. Ásetti hann sér því
að koma við í hellinum i bakaleið,
Að áliðnum degi kom hann þar;
þar var þá sjón að sjá. Mikið af
bjarginu hafði fallið niður um nótt-
ina. Hellirinn, er hann hafði hvilst
í var byrgður af grjóthruni. Áhugi
brautryðjandans og trúmenska við
sjálfan sig, hfaði frelsað hann frá
bráðum bana. Líka er það merki-
legt, að um morguninn fann hann
rikari gullfund, en alment sézt hér
um slóðir, og sem að mínu áliti, á
eftir að verða minnistæður kapítuli
i vestur-islenzku landnámi.
Gömlu mennirnir hefðu sagt að
gæfa ThorarinsonS hafi leitt hann
frá hellinum um nóttina.
Björn Magnússon,
Keewatin, Ont.
Sjálfsmorð
Sá atburður varð hér i Reykjavík
síðdegis 1. þ. m., að Sigurður Finn-
bogason vélfræðingur, Stýrimanna-
stig 10, réði sér bana með skamm-
byssuskoti.
Komu tvær stúlkur í heimsókn til
hans kl. rúmlega 6.30 um kvöldið
og fundu hann liggjandi í blóði sínu.
Hélt liann á skammbyssu í annari
hendinni. Hafði hann skotið sig
með henni gegnum höfuðið.
Vegna þess, að maðurinn var enn
með lífsmarki var strax brugðið við
til að ná í lækni, en vegna þess hve
seint það gekk, var lögreglunni gert
aðvart um þenna atburð kl. 6.45. Sá
hún um að maðurinn var þegar
fluttur á Landsspítalann. Var sýni-
legt, að honum yrði ekki bjargað og
andaðist hann um kl. 7.30.
Sigurður heitinn var miðaldra, en
slitinn og taugaveiklaður mjög.
Varð þess sérstaklega vart þennan
dag.—N. dagbl. 4. des.
iiiiaBniiiMnMiiiBiminiiniitm!WigBiiniiiniiiiniBnMiiimMiiimnniiniiiiaiiyiiiiniiiiiwiwiiiiiminniinniiiiiini.Baniia«anii*M«BHBMMMMMMWMMiuiMW«iiiiwinniBBmiiiMiiniwiiiiiiiiwiiiiBiiiiiniiiiBiiiniinniiB~_
I THOSE WHOM WE SERYE I
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS
BECA USE—
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV-
LNG, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER.
COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE
WINNIPEG
PHONE 86 3-/7
lllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli|||l|||lllllllltllllllllllllllllllllllllllllHllUIIIHIIIIIIUlll