Lögberg - 14.01.1937, Qupperneq 1
PHONE 86 311
Seven Lines
H"0'
íot
a
a
co<‘
c
For
Better
Dry Cleaning
and Laundry
50. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTTJDAGINN 14. JANÚAR 1937
NÚMER 2
Frá Islandi
Bygging 55 nýbýla
dreifðra um alt landið
Það orkar ekki tvímælis að lang-
mikilvægasta framtíðarmálið, sem
stjórn Hermanns Jónassonar hefir
beizt fyrir, er stofnun nýrra heimila
í sveitum. Með lögunum um ný-
þýli og samvinnubygðir, sem af-
greidd voru á seinasta þingi, hefir
verið stigið stærsta sporið til að end-
urreisa hina föllnu bygð í landinu
og skapa æskunni skilyrði til að
reisa >ar heimili í stað þess að þurfa
að sækjast eftir óvissum og stopul-
um atvinnumöguleikum við sjávar-
síðuna.
Strax á fyrsta ári þessarar lög-
gjafar hefir reynslan sýnt að unga
fólkið tekur henni með mikilli feg-
inshendi og er þess alráðið að hag-
nýta J>á möguleika, sem hún býður,
til fulls. I sumar hefir með tilstyrk
laganna verið hafin bygging ekki
færri en 55 nýbýla og auk þess hafa
verið veitt lán til 15 býla, sem hafin
var bygging á áður.
Flest eru þessi býli reist á órækt-
uðu landi, sem stófnendur nýbýl-
anna hafa fengið úr landi eldri
jarða. Sumum fylgir >ó stráx nokk-
uð ræktað land. Styrkurinn og lán-
veitingin gengur bæði til húsbygg-
inga og ræktunar, þó einkum til hins
fyrnefnda, en skilyrði fyrir hvort-
tveggja er þó, að ræktað land býlis
ins hafi náð ákveðinni stærð innan
tiltekins tíma.
Hverju nýbýli má veita 3,500 kr.
styrk úr rikissjóði, og auk þess jafn-
hátt lán úr nýbýlasjóði, sem verður
sérstök deild í Búnaðarbankanum.
Styrkur og lán samanlagt mega þó
ekki nema hærri upphæð en 14/17
af stofnkostnaði býlisins.
Lánin eru veitt gegn fyrsta veð-
rétti, en styrkurinn er óafturkræft
framlag ríkisins.
Eins og áður segir hefir í sumar
verið hafin bygging 55 nýrra býla,
sem hafa fengið styrk úr ríkissjóði
og einnig lán úr nýbýlasjóði, ef þess
hefir þurft. Bygging íbúðarhúsa
mun lokið eða langt komið á flest-
um þessuim býlum.
í styrk til nýbýlanna eru áætlað-
ar 180 þús. kr. á fjárlögum og eru
allar líkur til þess, að þessi upphæð
muni notuð til fulls. Úr nýbýlasjóði
munu hafa verið veitt lán, sem nema
samanlagt ca. 100 þús. kr.
Tala býlanna skiftist þannig eftir
sýslum: Gullbringusýsla 1, Kjósar-
sysla 6, Árnessýsla 7, Rangrávalla-
sýsla 4> Vestur-Skaftafellssýsla 2,
U,stur/Skaftafellssýsla 2, Suður-
Múlasýsla
1, Norður-Múlasýsla 2,
Norður-Þingeyjarsýsia ^ Suður
mgeyjarsýsia Eyjafjarðarsýsla
3 Skagl(j„8„,ýsla ^ AJur_
Hunavatnssysla Vatur-Hfaa-
vatnssysla 2, Strandasýsia 1 Norð-
ur-ísafjarðarsýsla 5> Ves;urísa_
fjarðarsysla 2, Barðarstrandarsýsla
2, Dalasýsla 3, Snæfellsnessýsla 2
Mýrasýsla 2, Borgarfjarðarsýsia 4’
Af þeim býlum, sem hér hafa ver-
ið talin, eru fimtán, sem byrjað hef-
ir verið að reisa fyr en í sumar, en
fengið hafa styrk og lán samkvæmt
lögunum um nýbýli og samvinnu-
bygðir. Alls eru það því 70 býli,
sem notið hafa styrks á þessu fyrsta
ári.
Um framkvæmd laganna sér ný-
býlastjóri og nýbýlanefnd. Nýbýla-
stjóri er Steingrímur Steinþórsson
jhúnaðarmálastjóri, en í nýbýlanefnd
ejga sæti: Bjarni Ásgeirsson alþm.,
gjarni Bjarnason alþm. og Björn
K^fáðsson bústjóri. Nefndin hefir
opnað sérstaka skrifstofu í Búnað-
arfélagshúsinu um seinustu mánaða-
mót.
Nýbýlasjóður tók til starfa uim
seinustu helgi og eru útborganir
því byrjaðar. Um miðja seinustu
viku kom út reglugerð um nýbýli og
eru þar skýrð og útfærð nánara ýms
ákvæði laganna um nýbýli og sam-
vinnubygðir.—N. dagbl. 18. des.
* * *
Maður druknar
í Lagarfljóti
Það slys vildi til í fyrrakvöld, að
Baldur Sigurbjörnsson frá Ekkju-
felli druknaði í Lagarfljóti.
Varð það með þeim atvikum, að
Baldur og tveir menn aðrir, Sigfús
Kristjánsson frá Meðalnesi og Jón
Jónsson frá Skeggjastöðum, ætluðu
yfir fljótið að Egilsstöðum.
Gengu þeir út á nýlagðan ál, sem
liggur upp með landinu, en annars
var góður ís á þessum slóðum.
Sigfús féll fyrstur í vökina, en
þá var svo mikil ferð á hinum, að
þeir gátu ekki stöðvað sig, og hent-
ust fram af skörinni. Jóni og Sig-
fúsi skaut þegar upp og komust
þeir nauðulega upp úr. Baldur sáu
þeir aldrei. Hans var leitað í fyrra-
kvöld árangurslaust, en í gær fanst
lik hans. Baldur var 22 ára gamall.
—Morgunbl. 13. des.
* * #
• j > ; .y • / ■ • ■
6',5jj króna gjajir til
Slysvarnafélags Islands
Slysavarnafélagi Islands hafa bor-
ist tvær stórgjafir, að upphæð 6,500
krónur samtals. Önnur er frá ó-
nefndum manni, afhent Sveini
Björnssyni sendiherra í Khöfn, en
hin er arfur frá Gamalíel Jónssyni,
Stokkseyri, sem lézt síðastliðið sum-
ar.
Formaður Slysavarnafélagsins
hefir beðið Morgunblaðið fyrir eft-
irfarandi þakkarávarp.
• Sendiherra Islands í Kaupmanna-
höfn, hr. Sveinn Björnsson, hefir
með bréfi dags. 24. f. m. ritað Slysa-
varnafélagi íslands, að ónafngreind-
ur gefandi hafi afhent honum kr.
3,000.00 — þrjú þúsund krónur —
sem gjöf og beðið hann að ráðstafa
þeirri upphæð til að bæta úr neyð
eða þörf í sambandi við slys af sjáv-
arháska við ísland.
Sendiherrann hefir að yfirveguðu
máli talið rétt gagnvart tilgangi gef-
andans að ráðstafa fénu til' Slysa-
varnafélagsins og tilkynt félaginu
þetta.
Fyrir þessa stórhöfðinglegu og
eftirbreytnisverðu gjöf hins óþekta
gefanda þakka eg hjartanlega. Og
sendiherranum færi eg mínar beztu
þakkir fyrir hans happasælú milli-
göngu og bið hann að færa hinum
óþekta gefanda beztu þakkir félags
vors.
Önnur stórgjöf.
Sýslumaður Árnesinga hr. Magn-
ús Torfason hefir með bréfi dags. 7.
þ. m. tilkynt Slysavarnafélaginu, að
Gamalíel Jónsson frá Stokkseyri, er
dó á s.l. sumri hafi arfleitt Slysa-
varnafélagið að helmingi eigna sinna
og að eignir hans séu í vörslum
sýslumannsins og nemi alls rúmum
7»ooo kr.
Bögur hugsun og sannarlega eftir-
breytnisverð er þetta að láta þannig
gott af sér leiða, til þess meðal ann-
ars að eiga þátt í að varna sjóslys-
um eftir því sem mögulegt er.
\ inum og ættingjum hins látna
heiðursmanns, sem kunna að hafa átt
þátt í að slik arfleiðsluskrá sem
þessi var gerð, þökkum við hjart-
anlega.
F. h. Slysavamafélags Islands.
Þorsteinn Þorsteinsson.
—Mbl. 13. des.
PAUL BARDAL
bæjarfulltrúi
I byrjun yfirstandandi árs, var
Paul Bardal, bæjarfulltrúi, endur-
kosinn forseti nefndar þeirrar, er
um atvinnuleysismálin fjallar. Er
þetta margbrotið ábyrgðarstarf ; svo
hefir Mr. Bardal leyst það vel af
hendi, að hann hefir hlotið að laun-
um aðdáun allra þeirra, er til þekkja,
án tillits til allrár flokkaskiftingar.
HRYLLILEGT
. HERMDARVERK
Frá því var nýlega skýrt hér í
blaðinu, að ungu'm syni Dr. Matt-
sons í Tacoma, Wash., hefði verið
rænt og $28,000 lausnarf jár krafist.
Nú hefir það komið upp úr kafinu,
að piltur þessi, sem var 10 ára gam-
all, hefir verið myrtur. Fann ung-
ur veiðimaður líkið, nakið og illa til
reika, um 50 mílur suður af bænum
Everett. Boðnir hafa verið $i0,000
til höfuðs morðingja hins unga
sveins.
LÆKKUNINNFLUTNINGS-
TOLLA A VEFNAÐARVÖRU
Símfregnir frá Ottavva telja lík-
legt, að innflutningstollar á ýmsum
tegundum vefnaðarvöru verði lækk-
aðir til muna á næsta sambands-
þingi, einkum að því er brezka vöru
slíkrar tegundar áhrærir. Mun það
og valda nokkru um, hvern feikna á-
góoa ýms canadisk vefnaðarvöru-
framleiðslufyrirtæki fengu í fyrra,
semkvæmt því sem Turgeon-nefndin
leiddi í ljós.
EIGNAST FJÓRBURA
Á þriðjudaginn þann 5. þ. m.,
eignaðist kona nokkur í Lithuaniu
(Lithaugalandi), Trinilene að nafni,
fjórbura, tvo pilta og tvær stúlkur;
öllurn heilsast vel. Nokkrum árum
áður hafði þessi sama kona eignast
þríbura.
FYLKISÞING KEMUR
SAMAN
Forsætisráðherra Ontario-fylkis,
Hon. Mitchell F. Hepburn, hefir
lýst yfir því, að fylkisþingið þar
verði sett þann 19. þ. m. Búist er
við að þingið taki til meðferðar enn
á ný, ef til vill eitthvað í breyttu
formi, orkusamningana milli Ontario
og Quebec-fylkja. Nokkrar likur
þykja til þess, að nýjar kosningar
fari fram í Ontario innan tiltölulega
skamms tíma, þó enn sé langt eftir
af hinu reglu-bundna kjörtímabili.
VILL STUÐLA AÐ
INNFLUTNINGI
Rt. Hon. R. B. Bennett, fyrrum
forsætisráðherra, flutti nýverið út-
varpsræðu i Lundúnum, þar sem
mikil áherzla var lögð á það, að
auka innflutning fólks til Canada
frá brezku eyjunum; taldi Mr. Ben-
nett fólksfæðina standa Canada
mjög fyrir þrifum; ekki kvað hann
sér standa á sama hvaða fólki yrði
hrúgað inn í landið; aðeins þeim
skyldi landsvist leyfð, er treysta
mætti að yrði fjárhagslega sjálf-
stæðir.
Amma kvað
Eftir Örn Arnarson.
Ekki gráta unginn minn.
Amma kveður við drenginn sinn,
gullinhærða glókoll þinn
geymdu í faðmi mínum.
Elsku litli ljúfurinn,
líkur afa sínum.
Afi þinn á Barði bjó,
bændaprýði, ríkur nóg.
Við mér ungri hugur hló.
—Eg hnasaði fyr en varði.
Ætli eg muni ekki þó
árið mitt á'Barði.
Man eg enn hve hlýtt hann hló
hversu augað geislum sló
og hve brosið bað og dró—
blendin svör og fyndin.
Eg lést ei vita en vissi þó
að vofði yfir mér syndin.
Dýrt varð mér það eina ár.
—Afi þinn er löngu nár.—
Öll min bros og öll mín tár
eru þaðan runnin,
—gleðin ljúf og sorgin sár
af sama toga spunnin.
Elsku litli ljúfur minn
leiki við þig heimurinn,
ástin gefi þér ylinn sinn
þótt einhver fyrir það líði.
Vertu eins og afi þinn
allrá bænda prýði.
—Lesbók Morgunbl.
1 1 i' i . ’ < ' i:/11 j 1 j
SÖLMYRKVI
Þann 8. júní næstkomandi fer
fram sólmyrkvi, sem stendur yfir í
sjö mínútur og fjórar sekúndur.
Sézt hann einungis af hafi að und-
anskilinni smáræmu Peruvíustrand-
ar.
JOLIANA HOLLANDS
PRINSESSA OG PRINS
BERNARD ZU LIPPE-
BIESTERFELD GANGA
I HJÓNABAND
Þann 7. þ. m., voru gefin saman
í hjónaband í borginni Hague á
Hollandi, þau Júlíana krónprinsessa
Ilollands og prins Biernard Z u
Lippe-Biesterfeld. Hjónavígslan var
með tvenns konar hætti; fyrst borg-
araleg athöfn, er borgarstjórinn, Dr.
S. G. R. De Monchy framkvæmdi,
en síðar kirkjuleg athöfn. Brúð-
guminn er af þýzkum ættum, en
varð með kvonfangi sínu hollenzkur
þegn. Mikill f jöldi stórmenna víðs-
vegar að, var viðstaddur vígsluat-
höfnina. Hertoginn af Kent, bróð-
ir Georgs Bretakonungs, var þar
mættur sem umboðsm^ður brezl^u
krúnunnar.
Sigbjörn S. Hofteig
látinn
Á þriðjudaginn þann 5. þ. m., lézt
að heimili dóttur sinnar Mrs. A. O.
Kompelien, norðaustur af Minneota,
Minn., bændaöldungurinn Sigbjörn
S. Hofteig, 95 -ára að aldri,
fæddur á Breiðumýri í Vopnafirði
þann 31. dag desembermánaðar, ár-
ið 1841. Voru foreldri hans þau Sig-
urður Rustikusson og Solveig Sig-
urðardóttir.
Þann 8. október 1868 kvongaðist
Sigbjörn og gekk að eiga Steinunni
Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum á
Jökuldal; þar bjuggu þau hjón
fyrstu sex árin af búskap sínum, en
fluttust næst að Mýrnesi i Eyða-
þinghá, en hingað til lands komu
þau 1878 og festu bygð í grend við
þorpið Minneota í Minnesotaríkinu.
Konu sína misti Sigbjöm 1. októ-
ber 1933; hafði þeim búnast vel alla
æfi og verið samhent í öllu, er til
Dr. Kristján
Dr. Kristján J. Austmann, sem
undanfarin ár hefir stundað læknis-
störf að Wynyard, Sask., hefir nú
handsalað Dr. B. J. Bíldfell umdæmi
sitt þar vestra, sem héraðslæknis, og
er nú á förum til Chicago, Lundúna
og Vínarborgar til þess að stunda
sérfræðinám í augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdómum. Mun hann að
námi loknu setjast að í Winnipeg-
borg, sem sérfræðingur í þeirri
læknisgrein.
Dr. Austmann útskrifaðist frá
Háskóla Manitobafylkis árið 1914,
með ágætis einkunn, sem Bache-
laureus Artium, en hafði numið
náttúruvísindi sem sérfag. Hafði
hann hlotið verðlaun fyrir dýra- og
jurtafræði. Var hann skipaður til
kenslu og rannsóknarstarfa það
sama haust við efnafræðisdeild há-
skólans. Næsta ár var hann færður
í líffræðisdeild háskólans (Dept. of
Physiology) til samslags starfa og
var þar til vorsins 1916, að hann
gekk í herinn. Haustið 1917 var
hann og aftur kvaddur til kenslu við
sömu deild háskólans, en byrjaði um
leið læknisnám sitt. Lauk hann því
framsóknar og þroska miðaði. Þeim
hjónum varð tíu barna auðið og eru
sex þeirra á lífi.
Sigbjörn S. Hofteig var heil-
steyptur maður og drenglundaður;
trúr drotni sínum, samferðasveit-
inni, sjálfum sér og lífinu sjálfu.
Hann var jarðsunginn frá hinni ís-
lenzku lútersku kirkju Vesturheims-
safnaðar á laugardaginn þann 9. þ.
m., af séra Guttormi Guttormesyni,
presti íslenzku safnaðanna við
Minneota, Minn.
ELZTI MAÐUR I HEIMl
Þess er getið í símfregnum frá
Rússlandi þann 12. þ. m., að þar í
landi sé uppi maður, Yekup Shoua
að nafni, er sé eitt hundrað fimtíu
og sjö ára að aldri. Fylgir það sög-
unni að öldungur þessi sé enn næsta
tindilfættur, og gangi sér til heilsu-
bótar og hressingar nálægt tveim
mílum á dag.
ÍBÚATALA FRAKKLANDS
Samkvæmt nýjustu símfregnum
frá París, nam íbúatala Frakklands
þann 1. þ. m., 41,885,968. Fólks-
fjölgunin siðan 1931 nemur 51,045.
J. Austman
námi 1921, með ágætis einkunn. Var
hann aftur sama haust nefndur til
kenslu og rannsóknastarfa við líf-
fræðisdeild læknaskólans. U'm vor-
ið 1922 tók hann meistara-stig í
Artium með fyrstu ágætis einkunn,
og hlaut verðlaun, Physiologia Re-
search Prize, fyrir frumlegar rann-
sóknir. Fór hann þá um vorið að
gegna læknisstörfum að Wynyard,
Sask. En um haustið var hann aft-
ur kvaddur til kenslu og rannsókna-
starfa við líf f ræðileild læknaskólans.
Var hann þá skipaður Lecturer, og
næsta ár Assistant Professor í þeirri
grein. Var hann þar þangað til
1926, að hann sagði af sér og fór
enn á ný að stunda læknisstörf að
Wynyard. 1934 var hann skipaður
héraðslæknir þar, er breyting kom á
heilbrigðis fyrirkomulagið þar.
Dr. Austmann er hinn mesti gáfu-
og lærdómsmaður, og íslenzku
mannfélagi til sæmdar, hvar sem
spor hans liggja. Er það Wlinnipeg-
íslendingum mikið fagnaðarefni að
eiga von á honum hingað til lang-
dvalar, að loknu framhaldsnámi
hans.
IIJ ÓNASKILNAÐIR
AUÐFENGNIR
Þingið á eynni Mön hefir með
þingsályktunartillögu gengið svo frá
málum, að upp frá þessu geta dóm-
stólar þar kveðið upp fullnaðarúr-
skurð í hjónaskilnaðarkröfum. Áður
þurfti til þess sérstaka löggjöf af
hálfu þingsins í hverju einasta og
einu tilfelli.
FYRSTI BELGISKUR
SENDIHERRA I
CANADA
Þann 1. þ. m. yfirstandandi mán-
aðar kom til Ottawa og tók þar við
sendiherraembætti, barón De Silver-
•cruys. Er hann fyrsti sendiherra í
Canada, sem hingað hefir verið
sendur af hálfu hinnar belgísku
stjórnar.
TRÝBOÐ í ABESSINIU
Simað er frá Vatican City þann 5.
þ. m., að stór hópur trúboða frá
ítalíu sé í þann veginn að leggja af
stað til Abessiníu til þess að boða
hinum innfædda lýð þar í landi ka-
þólska trú.