Lögberg


Lögberg - 14.01.1937, Qupperneq 4

Lögberg - 14.01.1937, Qupperneq 4
4 LÖGBKBG. FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1937 Högberg GefiíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMIT E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VcrS $3.00 um árið -j- Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Héðan og handan I ávarpi sínu til þjóðþingsins, er sett var í Washington þann 5. yfirstandandi mánaðar, mælti Roosevelt forseti brennandi hvatning- arorð til amerísku þjóðarinnar í þá átt að vaka yfir lýðræðinu og frelsishugsjónum mannkynsins; lagði hann áherzlu á það, að dómstólunum bæri að rækja skyldur sínar í þessu efni, og tryggja viðgang hins sanna lýðræðis í anda stjórnarskrárinnar; þetta væri hægt að framkvæma og yrði að vera framkvæmt; ekki hvað sízt er tekið væri tillit til þess hernaðar og vígbúnaðaræðis, er um þessar mundir hefði gripið heljartökum flestar þjóðir heimsins. “Þó breytt viðhorf krefjist, í sambandi við framrás tímans, róttækra löggjafarbreyt- inga,” sagði Mr. Roosevelt, “þá er hitt þó engu minna um vert, að túlkun gildandi lög- gjafar feé ljós og auðug af sanngirni og samúð. “Vér snúum oss ekki (til dómstólanna með það fyrir augum, að leita þangað valds, sem að aldrei var til; en vér eigum heimtingu á að viðurkent og löghelgað vald njóti þar sjólfsagðrar verndar landslýð öllum til heilla. “Því aðeins má lýðfrelsi tryggja, að eigi se neinar þær hömlur á stjórnina eða fram- kvæmdarvaldið lagðar, er dragi úr afli til úr- skurðar í það og það skiftið, er mikið liggur við og þörf er skjótra bjargráða. “Dómstólarnir feldu þann úrskurð,” sagði Mr. Roosevelt, “að megin ókvæði við- reisnarlöggjajarinnar, National Recoverj- Act, væri í ósamræmi við stjórnarskrána og hlyti þarafleiðandi að falla ógild; það stend- ur samt sem áður öldungis óhaggað, að andi þeirrar löggjafar hvíldi á heilbrigðum grund- velli, sem og jafnframt þau þjóðþrifa_ákvæði, er hún fjallaði um. Vér horfumst enn í augu við sömu staðreyndirnar, sömu vandamálin og sömu þarfirnar, hvernig helzt sem á málin er litið frá þrengsta sjónarmiði bókstaflegrar túlkunar á stjórnarskrá þjóðar vorrar. Og með það fyrir augum, að færa alþjóð manna lieim sanninn um það, að vér séum því vaxnir, að varðveita lýðræði vort, ber oss öllum að vinna í einingu að framgangi þeirra löggjaf- amýmæla, er kröfur hins nýja tíma og heil- brigð þróun óumflýjanlega hafa í för með sér. Túlkun eldri löggjafar verður öll að vera gerð með fullri hliðsjón af því, sem er að ger- a£t í dag, fremur en einhverju, sem gerðist aftur í liðnum öldum. / 1 sambandi við borgarastyrjöldina á Spáni lét Mr. Roosevelt þess getið, að svo yrði hert á hlutleysislöggjöf þjóðarinnar, að ekki yrði viðlit að fara í kringum hana í framtíðinni. Með tilliti til málanna heima fyrir, lagði Mr. Roosevelt áherzlu á það, hvert lífs- og menningarskilyrði það væri fyrir þjóðina, að endurbæta svo húsakynni sín, að samboðið væri að fullu slíkri menningarþjóð, sem Bandaríkjaþjóðin væri; þá hét hann og stuðn- ingi þeim bændum, er á leigubýlum bvggi, þannig að þeir mætti verða efnalega sjálf- stæðir; verður vafalaust lögð fyrir þin? lóg- gjöf, 'er núnar kveður á um þetta atriði. En megin löggjafaratriðið mun þó verða það, er lýtur að samfélagslegu öryggi þjóðarinnar,— Social Security. Um atvinnumálin og atvinnuleysið hafði Mr.. Roosevelt meðal annars þetta að segja: “Úrlausn atvinnuleysisins er enn sem fyr mál málanna. Vér eigum enn við atvinnu- leysi að stríða þó töluverðar breytingar til hins betra hafi óneitanlega komið þar í Ijós. Megin viðfangsefnið hlýtur að verða það, að komast fyrir ræturnar og nema á brott þær orsakir í viðskiftalífinu, er til atvinnuleysis leiða. Vér getum ekki varpað allri áhyggj- unni í þessu efni á herðar iðnaðarins, eða iðn- fyrirtækjanna; stjórnin sjálf er engan veginn ábyrgarlaus; það er meira að segja hún, sem á að vísa veginn. ’ ’ Viðvíkjandi viðreisnarlöggjöfinni marg- umræddu, kvað Mr. Roosevelt það geta vel verið, að stjórnin hefði orðið vitund hrað- stígari en þjóðin hefði verið búin við; út af því væri þó síður en svo ástæða til að sakast; enda væri.það vafalaust langt um algengara en hitt, að stjómir héldu aftur af þjóðum sín- um og stemdu með því stigu fyrir framrás eðlilegrar þróunar; slíkt gæti Bandaríkja- þjóðin undir engum kringumstæðum sætt sig við; hún setti frjálsræði sitt öllu ofar. 1 lok ávarps síns til þingsins vék Mr. Roosevelt orðum sínum að friðarþingi ame- rískra þjóða í Buenor Aires, og kvaðst sann- færður um það, að með því hefði verið lagð- ur sýnilegur og lífrænn grundvöllur þess, hvernig sambúð þjóða ætti að vera, hvort sem þær þjóðir, er um þessar mundir tortr\rgðu hverjar aðra og ekki gætu setið á sátts höfði. vildu fara að því fordæmi eða ekki. “Per- sónufrelsið stendur og fellur með lýðræðinu,” sagði Mr. Roosevelt. # # # Alvarlegt áhyggjuefni hlýtur það að verða hugsandi mönnum, að þrátt fyrir stór- köstlega aukna viðskiftaveltu hinnar cana- disku þjóðar, skuli þó fólki því, er atvinnu- leysisstyrks nýtur hafa fjölgað í landinu á nýliðnu ári; að svo sé, verður samt sem áður ekki um vilst, er tekin er til greina heildar- skýrsla þeirrar stofnunar, sem Canadian Welfare Council nefnist og rannsakað hefir þetta efni ofan í kjölinn. Af skýrslu þessari er það sýnt, að Sléttufylkin eru harðast leik- in, og eiga þarafleiðandi beinlínis heimtingu á nærgætni og samúð af hálfu hinna opinberu stjóinarvalda, því ekki verður íbúum þeirra um kent þau vandræði, sem af uppskeru- bresti stafa og öðrum óviðráðanlegum orsök- um. Prínce Edward Island er eina fylkið, er lítið sem ekkert hefir af atvinnuleysi að i segja. í Strandfylkjunum tveim, Nova Scotia og New Brunswick fer ástandið í þessum efn- um batnandi jafnt og þétt, og gildir það sama að nokkru um Ontario og British Columbia. Hvers eiga Sléttufylkin að gjalda? Ekki er það vitað hvort sambandsstjórn- inni sé nokkuð verulega í nöp við Aberhart- stjórnina í Alberta vegna hinna svokölluðu Social Credit æfintýra hennar. En hvernig helzt sem því er farið, þá eiga hin Sléttufylk- in (Manitoba og Saskatchewan) þar enga sök á og hljóta því af eðlilegum ástæðum að verða undanþegin refsingu, hvort sem um fjárhags- legan eða annarskonar stuðning er að ræða. # # # Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir árið 1937 er nýflogið úr hreiðri, og h'efir að vanda ýmiskonar fróðleik til brunns að bera. Maður rennir tæpast svo augum yfir forsíðu Almanaksins, að maður ekki hugsi jafnframt því hlýtt til útgefandans, er haldið hefir úti í vestrænni dreifingu jafn merku riti, hátt á fjórða áratug. Auk hins venjulega mánaðardagakafla, er Almanakið að þessu sinni mestmegnis helgað söguþáttum úr frumherjabaráttu Is- lendinga vestan hafs. Fyrsti þátturinn er um íslenzka landnámið í Brown pósthéraði í Manitoba, eftir Jóhannes J. Húnfjörð. 1 um- mælunum, sem þar eru birt um Dr. Gísla J. Gíslason, sýnist einhver ruglingur koma fram; er þess getið að Dr. Gísli hafi innritast við Wesley College 1897. Næst á eftir er skýrt frá því, að hann hafi sett rétt á bújörð (S.A. S. 3, 1-6) árið 1908; seinna er þess getið að hann hafi lokið læknaprófi 1904 og sezt að í Grand Forks. Næsti landnámssöguþátturinn er úr sögu Islendinga við norðurhlu'ta Manitobavatns, eftir fræðimanninn Guðmund Jónsson, en lestina rekur svo áframhaldið af sögu Islend- inga í Suður-Cypress sveitinni í Manitoba, eftir G. J. Oleson, lögregludómara í Glenboro. Allir eru landnámssöguþættir þessir prýði- lega skýrir að framsetningu og skemtilegir aflestrar, auk þess sem þeir geyma dýrmætan fróðleik. “Með byssu og boga,” heitir ]|mgskemti- legasta ritgerðin, s'em Almanakið flytur í þetta sinn, eftir gáfumanninn Grím Eyford, fyrrum embættismann Canadian National Railways. Fjallar ritgerðin, eins og nafilið bendið til um dýraveiðar; einkum í Vestur- Canada. Auk óvenju hugljúfs stíls, er grein þessi stórfróðleg og líkleg til nytsemdar fyr- ir Islendinga beggja megin hafsins, sé hún lesin með verðskuldaðri athygli. ‘ ‘ Landnámssaga mín, ’ ’ er nafnið á einni ritgerð Almanaksins, eftir Martein Jónsson, háaldraðan mann, er um eitt skeið bjó á Gimli, en nú er búsettur í Nanaimo í British Columbia; talsvert einkennileg frásögn. Eins og endrarnær kostar Almanakið 50c cents og fæst hjá útgefanda, 0. S. Thorgeirs- syni, 674 Winnipeg, Man. Œfisaga Finns Jónsson- ar eftir sjálfan hann Eftir Sigurð Nordal Æfisaga Finns Jónssonar eftir sjálfan hann (Safn Fræðafélagsins X). Kaup- mannahöfn 1936. VIII—j— 172 bls. Þegar eg frétti það, eftir lát Finns Jónssonar, að hann hefði skrifað æfisögu sína, varð eg satt að segja' dálitið hissa. Ekki af því, að hann skyldi hafa gefið sér tíma til þess frá öðrum störfum, því að Finnur hafði tíma til alls, sem hon- um datt í hug, heldur af því, að eg áleit æfisögu hans vera mest fólgna í ritstörfum hans og hann mundi fremur lítið eiga eftir ósagt af því, sem hann langaði til að segja. Og því er ekki að neita, að í þessari bók er fátt, setn getur komið þeim á ó- vart, er þektu hann að nokkuru ráði. Finnur var ekki einungis svo hreinn og beinn, að fljótgert var að skapa sér mynd af honum, sem haggaðist ekki síðan, heldur var hann einn þeirra manna, sem bæði sjálfrátt og þó einkum ósjálfrátt setja lífi sínu þröng og ákveðin takmörk. Heilir heimar af merkustu viðfangsefnum mannsandans voru svo lokaðir fyrir honurn, að honum kom ekki til hug- ar, að hann hefði farið þar á mis við neitt. Svo var t. d. uin trúmál og heimspeki. “Eg hefi aldrei verið trúhneigður, alt mitt upplag er skyn- semikent. Eg hefi aldrei haft neitt trúarstríð við sjálfan mig” (17. bl.). Eftir að hann hefir sagt frá prófi sínu í forspjallsvísindum, bætir hann við: “Eg hefi aldrei síðan litið í fílósófiska bók,” enda segist hann ekki hafa skilið “eitt orð” í heim- speki Kasmusar Nielsens (40.—41. bls.). Þó getur 'hann þess síðar, að hann hafi einu sinni á sumarhóteli í Noregi tekið bók Höffdings, Den store humor (sem líklega er það skemtilegasta, sem Höffding hefir skrifað) og reynt að lesa hana, sjálfsagt af því lítil völ hefir verið á öðru. “En (eg) hætti við, svo stórleiðinleg fanst mér hún” (144. hls.)t! Það má því ekki búast við, að í þessari bók sé mikið sagt frá glimu höfundarins við vandamál tilverunn- ar. Og jaínvel ekki vandamál ís- lenzkra fræða urðu til þess að valda Finni heilabrotum. Hann segir um sjálfan sig: “Eg hefi eða þykist hafa verið alveg laus við að fram- setja getgátuskoðanir (hýpotesur) og hefi alt af haldið mér við það, sem handrit og heimildir gefa, og þó með nauðsynlegri krítik. Krítik hefir gengið sem “rauður þráður” um alt mitt starf” (169—70. bls.). Þar sem hann brast hæfileika eða þekkingu, neitaði hann blátt áfram gildi slíkra hluta. Hann segist með vilja hafa slept hinu “fagurfræði- lega” sjónarmiði í bókmentasögu sinni, það sé “sálrænt efni, ---- sem oft hefir næsta lítið gildi, og er í minum augum mjög hættulegt.” Eins hafi hann ekki gerF sér far um að setja íslenzk fræði.í samband við önnur Evrópufræði: “Eg neita því líka, að íslenzkur skáldskapur og sögutilbúningur standi í nokkuru sambandi við fræði annara Evrópu- þjóða” (157. bls.). Þetta myndi nú ýmsum fræðimönnum finnast hýpo- tesa, og hún í djarfasta lagi. En þó að þessi bók varpi ekki nýju ljósi á Finn Jónsson og rit- störf hans fyrir þá, sem voru hon- um kunnugir, gefur hún þeim, sem minna þektu til hans, að mörgu leyti tækifæri til þess að kynnast honum vel. Og hann er þess virði að kynnast honum, ekki einungis vegna ritstarfa hans og afkasta, heldur líka af því, að hann var stórskorin og heilsteypt persóna og hispurslaus og drenglundaður maður. Besti hluti bókarinnar er um æskuár hans, áður en hann v^r alveg kominn í það fasta mót, sem hann hélzt í síðan, en það varð nokkuð snemma. Hann skrifar fallega um foreldra sína, einkum móður sína, sem hefir verið mikil merkiskona, — og um kennara sína, t. d. Konráð Gíslason, sem aldrei tók neinu ástfóstri við Finn, en Finnur tignaði: “hvert orð Kon- ráðs var gullvægt” (46. bls.). Líka er ýmislegt fróðlegt af því, sem hann segir ttm skólaár sín og stú- dentsár og suma félaga sína frá þeim tímum. Einn kafli bókarinnar er rit- aður 1902 og hefir upprunalega haft að fyrirsögn: “Sönn saga um af- skifti mín, Finns, af stjórnmálum Islands” (107—121. bls. í bókinni). Hann er talsvert athyglisverður sem söguleg heimild, þvi að enginn, sem þekti Finn, getur efast um, að hann hefir reynt að skýra þar satt og rétt frá öllu, þó að sumir dómar hans muni geta orkað tvímælis. Eftir 1902 skifti Finnur sér lítið af stjórn- málum. Hann bauð sig að vísu fram við kosningamar 1904, í Eyjafirði, en féll og virðist ekki hafa tekið sér það mjög nærri. Hann fylgdist samt með öllu, sem gerðist, og hafði sínar skoðanir á því, en stundum eru þær nokkuð kynlegar. Um Upp- kastið frá 1908 segir hann t. d.: “Eg varði það (og ver enn) og álít að það var mjög mikið óhapp, að Vog-Bjarna skyldi takast að eyði- leggja það. Það var eitthvað af hans verstu óhappaverkum, en vera má, að það sem gerðist 1918 hefði komið eins fyrir því” (133. bls.). Þetta verður varla skilið öðruvísi en að Finnur hafi í raun og veru litið svo á, að samningurinn frá 1918 hefði verið betur ógerður. Þessi ummæli eru eitt af því örfáa, sem hefir komið mér á óvart í bók- inni. En eg er nærri því sannfærð- ur um, að Finnur hefir hér blátt á- fram sagt annað en hann ætlaði sér. Hann hlýtur að eiga við, að samn- ingurinn frá 1918 hefði komist fram eins fyrir því, þó að “upp- kastið” hefði verið samþykt. Það út af fyrir sig er nógu efasamt. Og mér finst það ekki nema réttlátt að geta þess hér vegna þeirra lesenda bókarinnar, sem þektu ekki höfund- inn, að eg heyrði hann aldrei láta annað uppi en ánægju sína yfir samningnum frá 1918. Og hann var ekki vanur að liggja á skoðunum sínum, þó að þær væri gagnstæðar almennings áliti. Eina sögu segir Finnur þarna, sem hann hafði sagt mér oftar en einu sinni og var auðsjáanlega minn- isstæð. Þegar Guðbrandur Vigfús- sbn kom til Hafnar 1904, heimsótti Finnur hann og sagði Guðbrandur við hann: “nú haf ið þið ungu menn- irnir ekki annað að gera en feta í fótspor mín.” Finnur svaraði litlu, en hugsaði með sjálfum sér: “nei, það verður eitthvað annað.” En sjálfur mun hann á síðari árum sínum hafa hugsað eitthvað líkt og Guðbrandur. Þetta er saga kyn- slóðanna. Ungu mennirnir hugsa sitt og þeim er auðveldara að sjá, í hverju þá greinir á við fyrirrennara sína en hvernig eftirkomendurnir muni dæma þeirra eigin verk. Samt þokast þekkingin áfram, þó að ekki sé alt af eftir beinni braut. Og Finnur Jónsson hefir unnið margt, sem íslenzkir fræðimenn munu lengi njóta og nota, þó að um megi bæta. Þessi æfisaga hans sýnir, hvernig hann sjálfur leit á starf sitt. Það eitt ætti að vera nóg til þess, að marga fýsi að lesa hana. Auk þess er hún svo röskleg og hressileg, þó að hún sé ekki neitt listaverk, að engum getur leiðst að lesa hana. Ilún hefir þann höfuðkost góðra æfisagna að vera rituð af fullri ein- lægni. Það var alt af gaman að tala við Finn Jónsson, af því að hann var svo óbágur á að leysa frá skjóð- unni, koma til dyranna eins og hann var klæddur, og það gerir hann engu síður í þessari bók. Sigurður Nordal. —Mbl. 17. des. Bogaskytta (Bréf frá Kaupmannahöfn) “Strauið” er aðal umferðagatan hér í Kaupmannahöfn og setur stór- borgarsvip á höfuðstaðinn. í búðar- gluggum eru nýustu tískuvörur hins •gamla og nýja heims, og þar eru “gerfidömur” með rauðar neglur. Eftir götunni aka stórkaupmenn í flunkurnýjum bílum. En skamt þarna frá er hin gamla, góða, ekta Kaupmannahöfn, þar sem hinir 'ábyggilegu borgarbúar eru. Þar eru þröngar verzlunargöt- ur, og þar er hið starfsama fólk borgarinnar. Og þar hefir borgin — sem betur fer — ekki á sér þann stórborgarbrag, sem hún gæti haft. Bak við glugga með marglitum rúðurn er snoturt “Comptoir,” með breiðum borðum, háum peningaskáp og eldgamalli ritvél. Og þegar mað- ur opnar hina þungu hurð blasir við manni hin kyrláta önn kaupsýslu- mannsins. Þetta er firma, sem flytur inn vín. 1 hillum liggja hlið við hlið hið milda Rínarvín og hið þykka Búrgundar- vín og undir borðunum er hið skozka whisky með sitt einkenni- lega sótbragð. Innar af þessari geymslu er herbergi kaupmannsins, sem stjórnar öllu. Hann hefir ekki vínflösku á borðinu fyrir framan sig, eins og maður skyldi ætla, held- ur stóran boga, sem honum þykir mjög vænt um. Þetta er Carl Dreyer forstjóri, gráhærður en ern “sportmaður,” sem er kunnur um öll Norðurlönd fyrir ákafa sinn sem bogamaður. Hann æfir sig þó ekki í því að skjóta til marks, eins og svo margir láta sér nægja, heldur fer hann á veiðar með boga sinn og örvamal. Hann og þrír félagar hans eru einu mennirnir á Norðurlöndum, sem fara á véiðar, aðeins vopnaðir bog- um og örvum, og þeir eru svo hrifn- ir af þessari fornu íþrótt, að þeim dettur ekki í hug að taka sér nokk- uru sinni framar byssu í hönd. Dreyer var þegar á unga aldri á- kafur veiðimaður. En fyrir mörg- um árum sá hann suður i Frakk- landi gamlan og vandaðan boga. Og þar fékk hann að heyra hvílíkir snillingar amerískir bogamenn væri orðnir. Þeir hefði lagt að velli ljón, clgi, villinaut og birni með örvum sínurn. Hin gamla bogfimi væri orð- in að nýrri list, sem beztu íþrótta- menn heimsins iðkuðu á vísindaleg- an hátt. —Þetta er göfug veiðiaðferð, seg- ir Dreyer, því að dýrið heyrir hvin- inn í ‘örinni og getur því f lúið eða snúist til varnar. Þetta er veiðiað- ferð, sem mönnum er samboðin.” Svo sýnir hann mér skínandi fallegar myndir úr sænsku skógun- um og af Jótlandsheiðum, þar sem hann hefir ferðast um með boga og örvar. Yfirvöldin í Danmörku hafa lengi haft horn í síðu Dreyers fyrir þessa veiðiaðferð. Því var haldið fram að skepnur, sem yrði fyrir bogaskoti, dæi kvalafullum dauðdaga. Dreyer fullvissar mig um það, að þetta hafi ekki við hin minstu rök að styðjast. Hann heldur því fram, að þegar bogamaður hæfi dýr, þá sé kraftur örvarinnarinnar svo mikill að hún gangi á hol og skepnan deyi sam- stundis, en það sé ekki hægt að segja um þær skepnur, sem hæfðar sé með kúlu. Hvað er “ Star Special ” Þeir, sem að staðaldri verzla samkvæmt Eaton Verðskrá, hafa vanist því, að veita at- hygli baug þeim, sem hér er sýndur á blaðsiðum þeirrar Verðskrár, er þeir fá. Þeir hafa sannfærst um það, að hvar sem þetta merki birtist, geta þeir örugglega treyst á sérstök kjörkaup. Stundum er Star Special merk- ið árangurinn af sérstaklega hagkvæmum innkaupum; stundum táknar það hlut, sem, við höfum sett alveg sérstak- lega aðgengilegt verð á. En á- valt táknar það hin mestu vöru og verðgæði — tækifæri til kjörkaupa, sem eru undan- tekning jafnvel hjá Eaton’s sem finnur til metnaðar yfir því, að allar framboðsvörur þar séu óvenjulegar að gæð- um. Svo þegar þér sjáið Star Special merkið við hvaða vöru sem er í Verðskrá vorri, þá veitið því nána athygli, því það er hámark vörugæðanna. EATON’S

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.