Lögberg - 14.01.1937, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JAN'ÚAR 1937
5
Innan skamms ætlar Dreyer að
gefa út stórt rit um sögu boglistar-
innar frá öndverðu. Þar heldur hann
því fram, að Englendingar hafi lært
af norrænum vikingum að smíða
langboga sína. Þegar norrænir menn
lögðu undir sig Normandie hafi
þessir langbogar f luzt þangað og síð-
an til Englands með Vilhjálmi
hastarði, og að það hafi verið boga-
skyttum hans að þakka að hann
vann sigur í orustunni hjá Hastings.
Þessi staðhæfing hans styrkist
við það, að í Nydams Mose í Dan-
tnörku fanst langbogi og örvar, og
telja fornfræðingar'' að sá fornleifa-
fundur sér frá 4. öld.-----
Það eru ekki ljón í Danmörku og
getur Dreyer því ekki reynt skot-
fimi sína á þeim. En þar eru hirtir
og rádýr, fuglar og hérar. Og
Dreyer blöskrar það ekki að skjóta
iugl á flugi. Þessi veiðiaðferð er
alls ekki ódýr, þótt menn ímyndi sér
það, því að langbogi, sem gerður er
eftir öllum listarinnar reglum, kost-
ar eins mikið og nýtízku riffill.
—Lesbók Mbl.
KONUR 1 BRODDI
FYLKINGAR
Tvær konur, sem undanfarandi
hafa látið málefni Winnipegborgar
allmikið til sín taka, voru núna um
áramótin valdar í virðingarstöður.
Mrs, Jessie MacLennan, var nýver-
ið kosin forseti skólaráðs borgarinn-
ar’ en Mrs. McWilliams, bæjarfull-
trúi, kosin að forseta í heilbrigðis-
malanefnd bæjarstjórnarinnar. Mrs.
MacLennan á sæti í skólaráði fyrir
hönd hins óháða verkamannaflokks.
Fyrstu aðdáendur
fiðlusnillingsins
Um Paganini, fiðluleikarann
træga, er þessi saga sögð:
Paganini átti við alls konar örð-
ugleika að etja í æsku, sakir fátækt-
ar sinnar. Og þegar hann var orð-
mn stúdent, átti hann enn vitS þröng-
an kost að búa og bjó þá um stund
einn síns liðs í óvistlegri herbergis-
hytru. En dag nokkurn kyntist
hann litlum félaga, ^sem settist að
hjá honum. Það var köngullo. Og
hún virtist gefin alveg sérstaklega
fyrir hljómlist, því að í hvert sinn,
sem Paganini lék á fiðlu sína, skreið
köngullóin fram úr fylgsni sínu.
Paganini átti einnig annan aðdá-
anda. Það var lítil telpa, dóttir
smákaupmanns þar í nágrenninu.
Hún lét. sig aldrei vanta, er hún
heyrði hinn unga snilling fara hönd-
um um fiðlustrengina. Hún stóð
otan við gluggann hans og hlustaði
hugfangin.
Uak nokkurn, er Paganini lék á
fiðlu sína, varð hann ekki litlu stúlk-
unnar var. Honum brá undarlega
við að sjá hana ekki á sínum venju-
lega stað utan við glugganrj. Síðan
komst hann að því, að hún Væri veik
og lægi í rúminu. Hún komst aldrei
á fætur og andaðist skömmu síðar.
Dauði litlu stúlkunnar og fréttin
°m það, að uppáhalds köngullóin
hans hefði orðið fyrir slysi og beðið
bana, fékk svo mikið á Paganini,
,að hann flutti úr herbergi sínu og
gerðist farandleikari.
Litla stúlkan 0g köngullóin voru
fyrstu aðdáendur hins mikla snill-
mgs. Þess vegna fanst honum svo
mikið mist, er hann var sviftur
þeim.— (Animal Ways).
—Dýraverndarinn.
Dagbókarblöð Reyk-
víkings
í Kanada, örstutt frá heimili
fimmburanna, átti kona ein um dag-
inn stúlkubarn, sem var 7.75 kg., að
þyngd. í þessu sambandi mætti geta
þess, að fimmburnarnir voru ekki
nema rúmlega 5 kg. til samans, þeg-
ar þeir fæddust.
----- S
I kvikmynd einni mikilli, sem Paul
Robeson leikur aðalhlutverkið í og
fjallar um auðæfi Salomons kon-
ungs, áttu að vera 1500 úlfaldar,
eftir boði leikstjórans. En í allri
Norður-Afríku var ekki hægt að
finna “nema” 1100. Eftir mikið
umtal og samninga varð hann að
láta sér það nægja.
Það er sagt að einu sinni hafi
Victoria Engladrotning boðið einni
vinkonu sinni til snæðings með sér,
ásamt dóttur hennar.—
Telpan var stilt og prúð, lét
ekkert á sér bæra, fyr en hún sá
drotninguna taka kjötbein á milli
handa sinna og naga það, þá sagði
hún: “Svei!”
Móðir telpunnar blóðroðnaði og
vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En
drotningiu brosti aðeins til telpunn-
ar og sagði:
“Þú hefir rétt fyrir þér, góða
mín. Það er augljóst, að eg hefi ekki
fengið eins gott uppeldi og þú.”
Stúlkan: Á eg að segja: Matur-
inn er kominn á borðið, eða matur-
inn er tilbúinn?”
Húsbóndinn: Ef hann er eins og
hann var í gær, getið þér bara sagt:
Maturinn er viðbrendur!
Norsk blöð herma, að ættingi
einnar frægustu söguhetju Ibsens,
Péturs Gauts, sé látinn. Hann hét
Hága, og langafi hans var bróðir
Péturs Gauts.
‘Hliðarvagninn,’ ‘Litli/ eða öðru
nafni Harald Madsen, leikari, fór
til Berlínarborgar um daginn, til
þess að léika þar í nýrri kvikmynd.
Áður en hann fékk leyfi til þess af
þýzku stjórninni, varð hann að
leggja fram skilríki fyrir því, að
hann væri ætthreinn Germani.
Eftir síðustu engisprettupláguna
í Suður-Ameríku söfnuðu íbúar
Argentínu saman 4500 smálestum af
engisprettum, sem síðan voru notað-
ar sem áburður.
Það var karlmáður — en ekki
kvenmaður — sem fyrstur allra not-
aði silkisokka. Það var árið 1547.
Og maðurinn var Hinrik II. Frakka
konungur.
Frankie Wilson, sem hefir getið
sér heimsfrægð sem lúðurþeytari,
seldi um daginn lúður sinn og gerð-
ist hjólhestasali. Segir hann orsök-
ina vera þá, að hann hafi orðið fyrir
áhrifum Oxfordhreyfingarinnar.
Þykir sú staðhæfing all einkennileg
þar eð sagt er, að sjálfir englar guðs
á himnum þeyti lúðra.
25 oz.....S2.15
40 oz. $3.25
<;
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GOODERHAM & WORTS, LIMITED
Stofnsett 1832
Elzta áfengisgerð í Canada
This advertisement is not inserted by the Government I.iquor Control Commission.
*s not roaponsible for statements made as to tho quality of products a<ivertl
Kristalhöllin í London
Þann 30. nóvember síðastl. að
kveldi brann “Crystal Palace” eða
Kristalshöllin í London, mesta gler-
hús heimsins, til kaldra kola, eins
og frá var sagt í fréttum út um, allar
jarðir. Bretar höfðu miklar mætur
á þessh húsi, ekki vegna fegurðar
þess, heldur vegna sögu þess, og al-
ment sakna menn “Kristalshallarinn-
ar.”
Þegar i ráði var, um miðbik 19.
aldar, að stofna til alþjóðasýning-
ar í Hyde Park 1851, dró Sir Joseph
Báxton upp mynd af húsi, til þess
að skýra fyrir mönnum hugmynd
sína um sýningarskála. Þetta var á
fundi undirbúningsnefndar alþjóða-
sýningarinnar, og myndin var dregin
með blýanti á þerriblað. Upphaf-
lega hafði verið tilætlunin að reisa
hús af múrsteinum, en verkfræðing-
urinn, sem mestu réði, Robert
Stevenson, félst á hugmynd Báxtons
og hún var samþykt. Þó voru til-
lögurnar sem fram komu, alls 254.
1 Alþjóðasýningin gekk vel. Hún
^ var opin í nærri missiri og 6,390,195
gestir komu á hana, og þótti það há
tala í þá tíð. Sýnendur voru 13,937.
Byggingin var að mestu leyti úr
gleri, að undantekinni grindinni, sem
var ger af járni. Skáldið Thackeray
lýsti glerhöllinni með þessum orð-
tyn: “a blazing arch of lucid glass.”
Ríkisstjórnin vildi ekki leyfa, að
hún stæði áfram i Hyde Park,
Nefnd vel metinna borgara, sem
vildu bjarga glerhöllinni, keypti
hana. Félag var stofnað og hún var
reist að nýju fyrir utan London á
Syndenhamhæðum. Það var gizk-
að á þá, að glerið í hina endurbygðu
höll myndi þekja 25 ekrur lands.
Ef rúðurnar hefði verið lagðar í
röð, hefði hún orðið 242 mílur ensk-
ar á lengd. Járnið, sem fór í hana,
vóg 10,000 smálestir. Miljónir.
manna töldu hana furðuverk mikið.
og ærið frumlega. Fjölda margar
járnbrautarstöðvar hafa síðan verið
bygðar með svipuðu lagi, þ. e. iyt-
irmyndin var Kristalshöllin.
Nýja höllin var 2,756 fet á lengd,
en sú gamla 1,831. Hæðin var 44
fet. Til hliðanna voru turnar, 282
fet á hæð. I þeim voru geymar,
sem rúmuðu 700,000 gallón vatns,
sem var leitt um alla bygginguna.
Skemtigarðarnir umhverfis hana
Voru hinir fegurstu, um 200 ekrur
lands að flatarmáli.
Oft voru sýningar haldnar í gler-
höll þessari og miljónir gesta komu
þar. En reksturinn bar sig lengi illa.
Á styrjaldarárunum fékk flotamála-
ráðuneytið höllina fyrir æfinga-
skála handa sjóliðsforingjaefnum.
Eftir heimsstyrjöldina fóru fram
miklar endurbætur á höllinni, og að
því loknu var hún opnuð á ný 9.
júni 1920, sem þjóðareign, af
George V. konungi og Mary drotn-
I ingu. Var hún nú notuð sem al-
ríkis styrjaldar safn (Imperial War
Museum). Næstu þrjú árin voru
sýningargestir 3 miljónir talsins.
Hún var stöðugt notuð til sýninga,
hljómleika o. s. frv. Laugardags-
hljómleikarnir svokölluðu, er þar
fóru fram, náðu mikilli hylli. Fjár-
hagslega tjónið af brunanum varð
mikið, en mest tjónið er það, að
hér glataðist þjóðar-minnismerki,
sem allir höfðu mætur .á.
—Alþ.bl. 17. des.
Nanna Álfhildur
Jónsdóttir
Fædd 15. jan. 1850
Dáin 11. júlí 1936
Það er helsti langur tími liðinn
frá dánardægri þessarar konu, að
minnast hennar ekki fyr en nú. Eg
hefi búist við að sjá minningarorð
um hana frá öðrum en mér. Þau
hafa «nn ekki komið út mér vitan-
lega.
Nanna Álfhildur var fædd við
Eyjafjörð ár og dag sem fyr segir;
bæjarnafnið veit eg ekki. Foreldrar
hennar voru Jón Jónsson og Jórunn
Jónsdóttir búandi á Höfða á Höfða-
strönd í Skagafirði. Nanna giftist
í foreldrahúsum Páli Gunnlaugs-
syni; hvaða ár, er mér ekki kunnugt.
Til Canada fluttu þau árið 1876;
dvöldu fyrst i Winnipeg, svo í Nýja
íslandi; þar námu þau land. Þar
andaðist Páll 1898.
Eftir dauða Páls flutti Nanna til
Selkirk með tvö eftirlifandi börn
þeirra og bjó þar til dauðadags.
Börnin heita: Theodora Jörgína, býr
í Winnipeg, gift og á börn; Emil
Óskar, ógiftur, en hefir ekki skilið
við móður sína, fyr en dauðinn tók
af skarið; hann sýndi henni jafnan
þá umhyggju og alúð, sem ætlast
má til af góðum syni; það sama
gerði systir hans, eins og kringum-
stæður leyfðu.
Eg kyntist þessari konu (Nönnu)
af og til um 18 ára tímabil og Vil í
fáum orðum lýsa henni eins og hún
kom mér fyrir sjónir.
Hún var meðal kvenmaður að
•N
vexti, ljóshærð, prúðmannleg í
framkomu,’ svipurinn hreinn og
gáfulegur; vel var hún hagorð og
hafði yndi af ljóðmælum, bæði forn-
um og nýjum; hún átti tungumála
gáfu svo mikla, að hún las ensku,
þýzku, dönsku og svensku. Með
þessu er ekki sagt að hún kynni
þessi mál til fulnlustu, en sjálf sagði
hún svo, að bækur á þessum málum
hefðu stytt sér marga leiðinda- og
einveru-stund, auk móðurmálsins.
“Það er íslenzkan, sem skipar önd-
vegi í sál minni og hjarta,” þannig
fórust henni orð.
Hún sat aldrei á skólabekk, en
virtist í ýmsum greinum vera eins
fróð og þeir eða þær, sem náð hafa
hærri mentun, eins og það er venju-
lega orðað. Lund hennar var stað-
föst, og lét ekki hrekjast fyrir smá-
aðköstum og hleypidómum eða
kreddum. Eg skildi hana svo, dð
hún hefði sínar eigin skoðanir út
af fyrir sig, og trú á Frelsarann
máttvirka og alveldi hins eina full-
komna skapara himins og jarðar.
Vera kann að hún í sumum greinum
hafi farið þar aðra leið en f jöldinn
er vanur að renna; á það legg eg
engan dóm. Hún var vinföst og
trygg og kunni vel að meta kosti
þeirra, sem henni geðjaðist að. Eg
held hún hafi ekki tekið mikinn þátt
í félags- og safnaðarmálum, enda
var hún á síðari árum biluð á heyrn
og er það ein ástæða fyrir því að
halda sér til baka í ýmsum greinum,
sem maður annars mundi fylgja, ef
heyrnin væri góð. Hún var laus við
smjaður og fagurgala; hreinlynd og
vinavönd; mátti því stundum til að
segja annað heldur en allir vildu
heyra.
Hún dó í hárri elli eftir langvar-
andi sjúkleika. Þó nú börn hennar
og vinir finni til saknaðar, þá á eg
hægra með að skilja að sú trú gleðji
börn hennar og vini, að hún sé nú
liðin til sælustaða og laus við þá
erfiðleika, sem elli og heilsubilun
hafa jafnan í för með sér.
10.-1.—1937.
Sveinn garnli.
Alexander Pope og
íslenzkar bókmentir
(Framh. frá bls. 3)
og helgað sig algerlega ritstörfum,
það sem eftir var æfinnar.
Árið 1728 gaf Pópe út hið mergj-
aða háðkvæði sitt, The Dunciad
(Glópakviða), og lætur hann þar
gaddasvipu háðnepju sinnar og
hvsasyrða dynja á leirskáldum,
skriffinnum, gagnrýnendum og sum-
um meiri háttar skáldum samtíðar-
innar. Gerir hann hér í einu orði
sagt upp reikningana við alla þá,
sem á einn eða annan hátt höfðu
reitt hann til reiði. Kvæðið hittir
markið tíðum meistaralega, en
skammirnar keyra einnig á köflum
úr hófi fram; eru bæði of persónu-
legar og of ruddafengnar; en þess
er þá jafriframt að minnast, að
höfundurinn átti mörgum andstæð-
ingum grátt að gjalda. Annars er á-
deilukvæði þetta ágæt spegilmynd af
innra manni skáldsins og hæfileik-
um: lítilmensku hans, þegar því var
að skifta, en leiftrandi snildinni á
aðra hönd.
Á síðari árum sínum samdi Pópe
sum hin merkustu og mest dáðu rit
sín, eins og Essay on Man (Tilraun
um nianninn, 1733—34) og The
Epistle to'Dr. Arbuthnot (Bréf til
Arbuthnots læknis, 1735). Tilraun
um manninn, sem víðfræg varð
bæði á meginlandi Norðurálfu og í
Vesturheimi, er heimspekilegt kvæði,
í anda skynsemistrúar aldarinnar
(deism). Sker það því ekki úr fyrir
frumleika sakir; skoðanir þær, sem
þar koma fram, eru að láni fengnar
úr ýmsum áttum. Eigi var Pópe
heldur þeim hæfileikum gæddur, að
geta skipað í kerfisbundna heild
heimspekilegum skoðunum annara.
Gildi þessa fræga kvæðis hans er
þess vegna í því fólgið, að þar eru
almennar hugmyndir færðar í fram-
úrskarandi kjamorðan og snildar-
legan orðabúning, og bragfimin að
sama skapi. Ljóðlínur þaðan, eigi
síður en úr Essay on Criticisrn, lifa
enn á vörum manna. Eflaust á það
einnig sinn þátt i því, að þar er
hreint ekki lítil heilbrigði í hugsun
og ærin hagsýni í lífsreglum; enda
var Pópe, þótt eigi væri hann neinn
verulegur hugsuður, athugull á lif
samtíðarinnar, innan þeirra tak-
marka, sem hann þekti það af eigin
reynd.
Brcfið til Arbuthnots lœknis er
bráðsnjalt háðkvæði; einkum er
snildinni í lýsingunni á Addison við
brugðið, heflaðar ljóðlínurnar eru
hárbeittar örvar, sem fljúga beint i
mark. Kvæðið er einnig merkilegt
fyrir það, að skáldið fræðir lesand-
andann þar meir um sjálfan sig
heldur en í nokkru öðru kvæða
sinna.
Pópe dó á landsetri sínu i Twick-
enham 30. mai 1744, og er grafinn í
hvelfingu í kirkju bæjarins. Var
það í raun réttri stór furða, að hann
skyldi verða freklega hálfsextugur
að aldri, þegar þess er gætt, að hann
átti bæði við örkuml og sjúkleika
að stríða; hann gat hvorki klætt sig
né afklætt hjálparlaust, enda kallaði
hann sjálfur líf sitt “langvarandi
sjúkdóm” (long disease). I ljósi
þeirrar staðreyndar glöggvast margt
í fari hans og bókmentaleg afrek
hans sveipast enn meiri ljóma. ör-
kuml hans og sjúkleiki hafa vafa-
laust átt sinn þátt í skapbrestum
hans, gert hann uppstökkari og
kaldrif jaðri en ella hefði verið. Því
þó að hann væri tryggur vinum sín-
um, ræktarsamur við foreldra sína
og gæti verið hinn hjálpsamasti, var
hann einnig hqgómagjarn, brögðótt-
ur og hefnigjarn úr hófi fram. Hins
vegar fær maður eigi annað ?n dáð,
hvernig hann sigraðist á veikindum
og örkumlum sínum, og þurfti eigi
lítið viljaþrek til slíks. Hefir hann
bersýnilega verið gæddur miklu
meiri þrautseigju en alment gerist.
Og hvar verður Pópe þá skipað
til bekkjar í Bragahöll? Um það
hafa verið næsta skiftar skoðanir,
og verða ekki síður nú, jafn fjar-
skyld og öld vor er öld hans að bók-
mentasmekk og tíðaranda. Hann er
18. aldar skáld í húð og hár, með
göllum þeirrar tiðar og kostum.
Hann skortir jafnaðarlega imynd-
unarauðlegð, tilfinningadýpt og and-
riki; efnival hans er takmarkað og
formið einhæft. Hann yrkir ádeilur,
háðkvæði og fræðikvæði í klass-
iskum anda undir tvíhenduhætti
(heroic couplet) ; því hefir sagt
verið, að hann hafi aðeins leikið á
einn streng ljóðahörpunnár. En
innan sinna takmarka var hann snill-
ingur og enginn hans jafningi á
þeirri tíð. Formfágun samtiðar
hans og orðsnild ná hámarki sínu i
ritum hans. Að Shakespeare einum
undanteknum, mun eigi annað enskt
skáld hafa auðgað enska tungu jafn
mikið af spakmælum og kjarnorð-
um tilvitnunum. Auk bókmenta-
gildis síns, á skáldskapur Pópes
einnig mikið menningarsögulegt
gildi, því að þar speglast svo margir
fletir á lífi samtiðarmanna hans:
bókmentakenningar þeirra, heim-
spekisskoðanir og samkvæmislíf.
(Framh.)
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man I B. G. Kjartanson
Akra, N. Diíkota.... B. S. Thorvardson
• Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N, Dakota . .
Bellingham, Wash. .
Blaine, Wash.
Bredenbury, Sask. ..
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota . B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...
Cypress River, Man.
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota.
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam I.ake, Sask
Garðar, N. Dakota...
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota . S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.. .. .Magnús Jóhannesson
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ..
Husavick, Man F. O. Lyngdal
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
t Langruth, Man. ....
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta. ..
Minneota, Minn
Mountain, N. Dak. .. S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask.
Cak Point, Man. ...
Oakview, Man
Otto, Man.
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash. J. J. Middal
Siglunes P.O., Man. . . . . Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man. . ..
Svold, N. Dak. B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota . .
Víðir, Man
Vogar, Man . . . Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. . .
Winnipegosis, Man... . .Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask J. G. Stephanson
Winnipeg Beach F. 0. Lyngdal
«