Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 1
50. ÁRGANGUR
WINNTPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. FEBRtJAR 1937
NÚMER5
Frá Islandi
Social Credit þingmenn
veita Bracken að málum
Síld rignir úr lofti
við Breiðafjörð
1 Bjarnareyjum á BreiSafirði féll
sílcl úr lofti yfir bæinn og umhverf-
ið mánudaginn 7. f. m. kl. 15. Síld-
arnar oru 25 aÖ tölu. Alt voru það
kópsildar — en það er hafsíld í upp-
vexti, á fyrsta eða öðru ári. Sild-
arnar virtust nýdauðar.
Fréttaritari í Flatey á Breiðafirði
hefir þetta eftir góðum heimildum
heimafólksins í Bjarnareyjum og
getur þess jafnframt, að verið hafi
suðvestan hriðjuveður, og kemur
það heim við veðurlýsingu Veður-
stofunnar umræddan dag. Heima-
fólk í Bjarnarey telur óhugsandi, að
síldina hafi rekið af sjó, og til þess
að fullvissa sig um það, var leitað
með sjónum, til þess að vita, hvort
þar fyndist nokkur sjórekin sild, en
þess varð hvergi vart. Hins vegar
veiddust nokkrir fiskar á bát úr
Bjarnarey sama dag, og fundust í
maga þeirra nokkrar síldar sömu
tegundar og voru sumar alveg nýjar.
Fréttaritarinn getur þess til, að
skýstrókur muni hafa sogað upp
síldina og borið hana inn yfir eyna.
Hefir fréttastofan borið það undir
Árna Friðriksson og telur hann það
sennilegt. Segir hann, að erlend
fræðirit telji nokkur dæmi þess, að
sílum eða skorkvikindum rigni úr
lofti, en mjög eru það fágætir at-
burðir. “Mannaregn,” sem biblían
getur um að fallið hafi á eyðiinörk-
um Arabíu, er sama eðlis.—Alþ.bl.
4- jan.
# * #
TJnlarfull sp(klvirki
í Vestmannaeyjum
Miklum óhug hefir slegið á menn
' Vestmannaeyjum vegna atburða,
sem þar hafa orðið siðustu dagana
Hefir fjórum mótorbátum verið
sökt þar á höfninni á dularfullan
nátt, og eru þessi illvivki sett i sam-
bruid við það, að þrisvar hefir verið
kveikt í mótorbát þar í þorpinu, án
þess að komist hafi up|'. hver vald-
ur er að því. Er þessi bátur og einn
af þeim, sem sökt hefir verið.
Á laugardagsmorguninn, þegar
menn vöknuðu í Vestmannaeyjum
urðu þeir varir við, að tveir af mót-
orbátunum, sem lágu á höfninni
höfðu sokkið unt nóttina og þegar
menn svo tóku eftir því í gærmorg-
un, að aðrir tveir höfðu sokkið þá
um nóttina, fór mönnum ekki að
verða um sel. Var þegar gerð gang-
skör að því að ná bátunum upp aft-
ur og er nú búið að ná þeim öllum
upp, nema einum.
Þegar bátunum hafði verið náð
upp, voru þeir rannsakaðir og kom
þá greinilega i ljós, að þeim hafði
öllum verið sökt. Hafði verið farið
um borð í þá, þar sem þeir lágu á
höfninni og ýmist brotnar rúður á
stýrishúsi, eða losað um glugga í
stýrishúsinu, sem var læst og síðan
skriðið úr stýrishúsinu niður í vélar-
rúm bátanna og botnventlarnir
skrúfaðir úr. Fossar þá sjórinn inn
og bátarnir sökkva á skammri
stundu.
Var nú farið að rannsaka, hvað-
an og hvernig þeir, sem valdir eru
að þessu illvirki, hafa komist um
borð í bátana og fanst í gær lítill
bátur inni í “Porti” í höfninni, sem
líklegt þykir, ef ekki víst, að notað-
ur hafi verið til þessa.
Jafnnær eru menn þó um það,
hver eða hverjir hafi framiÖ þetta
óþokkabragð, en rnálið hefir verið
afhent lögreglunni og er í rannsókn.
Bátarnir, sem sökt var fyrri nótt-
ina heita “Garðar” og “Glaður,” en
hinir, sem sökt var í fyrrinótt heita
“Frigg” og “Gunnar Hámundar-
son.”
Vegna þessara atburða og eink-
um vegna þess, að báturinn—Gunn-
ar Hámundarson — er einn af þeim,
sem sökt var, hefir það rifjast upp
fyrir Vestmannaeyjingum, að þrisv-
ar hefir verið gerð tilraun til þess
að brenna þann bát, þegar hann hef-
ir staðið uppi á landi í slippnum og
var síðasta tilfellið í fyrra.
Þeim bát hefir ekki verið náð upp
enn.
Mikill skaði hefir orðið á bát-
unum, t. d. eyðilagðist í þeim allar
rafleiðslur o. s. frv.
Hefir slegið miklum óhug á út-
gerðarmenn og bátaeigendur i Eyj-
um við þetta og vita menn ekki
hvort brjálaður maður er hér að
verki eða aðrar ástæður liggja til
illvirkjanna.
Ekki er þó grunur á neinum sér-
stökum í sambandi við þessi mál.—
Alþ.bl. 4. jan.
Sr. Jón Sveinsson, SJ.
er var í heimsókn til bróður síns
hér í desember er nú kominn til
San Francisco, heldur til við
“University of San F'rancisco” og
býzt við að dvelja þar nokkrar
vikur, áður en hann leggur af
stað til Austurlanda.
f bréfi til bróður síns hér í
Winnipeg fer hann mjög lofsam-
legum orðum um landa sína hér
i borginni. Myndarskap þeirra
og dugnað, góðvild og gestrisni
við sig. ógleymanlegt segir hann
að verði sér hið prýðilega sam-
sæti er Þjóðræknisfélagið stóð
fyrir og “Helgi Magri”—-sveitung-
ar hans—tóku þátt i.
Einnig ýms önnur heimhoð er
hann þáði hjá löndum sinum
hér í borginni, er hann hafði
mikla nautn af að kynnast.
Á stéttarbræður sína—íslenzku
prestana hér i Winnipeg minnist
hann með mikilli aðdáun fyrir
gáfur, dugnað, lipurð og ástúð-
lega framkomu við sig.
öllum þessum elskulegu lönd-
um sinum hér í Winnipeg, er
sýndu honum velvild og vinahót,
vill hann votta hjartans þakk-
læti sitt og virðingu.
Sá sem þessar línur ritar hefir
orðið var nokkurrar óánægju hjá
löndum hér í Winnipeg út af því
að fleirum gafst eigi kostur á að
niæta séra Jóni, er staddir voru
á samsætinu að “Moore’s” sem
Þjóðræknisfélagið stóð fvrir.
Ástæðan fyrir því að ekki var
stofnað til samkomu eða samsæt-
is í stórum stíl með almennri
þátttöku, var sú, að séra Jón af-
bað öll slík veizluhöld mjög á-
kveðið.
Fékkst með naumindum að
sækja þetta takmarkaða sam-
sæti—honum fanst hann vera far-
inn að ryðga svo í íslenzku og
einnig ensku — að frá honum
væru þessi mál ekki boðleg.
Þjóðræknisfélaginu var mjög
áfram um að stofna til samsætis
eða samkomu i stórum stíl með
almennri þátttöku fyrir hann, en
varð að takmarka það fyrir
framangreindar ástæður. — Fyrir
það sem Þjóðræknisfélagið gerði,
og fórst mjög mvndarlega, er eg
að minsta kosti þakklátur.
F. Swanson.
Látin
Frú Sigríður Helgason
Sigríður Einarína Helgason dó
28. janúar, 1937, að heimili dóttur
sinnar, Mrs. G. Jóhannesson, 739
Alverstone St., Winnipeg. Hún var
fædd 11. nóvember 1857, að Sand-
haugum í Bárðardal; giftist Jónasi
Helgasyni 2. júlí 1885; fluttíst til
Ameríku 1888, og settist að í Argyle
—fyrst í austurbygðinni nokkur ár,
en í 36 ár bjó hún i Grundar-bvgð-
inni.
Börnin: Helgi, Darcy, Sask.; Er-
lendur, Brunkild, Man.; Mrs. Guð-
laug Jóhannesson, Winnipeg; Ing-
ólfur, Baldur, Mah.; Friðrik, Darcy,
Sask.; Kristján, á gamla heimilinu.
Kristbjörg Finnson, Milton, N, D:,
uppeldisdóttir.
Útförin fór fram frá greftrunar-
stofu Bardals að viðstöddu iniklu
fjölmenni á föstudaginn var. Dr,
Björn B. Jónsson stóð fyrir athöfn-
inn. Á laugardaginn var líkið flutt
vestur til Argyle og greftrað þar á
sunnudaginn að afstaðinni kveðju-
athöfn bæði á Helgason heimilinu og
í kirkjunni. Stýrði þeim athöfnum
séra Egill Fáfnis.
Sigríður Helgason var stórmerk
kona, athafnamikil á heimili og i
félagslífi Islendinga í Argyle. Hún
var á margan hátt vel gefin, greind
kona og einbeitt, ágætasta húsmóðir
og stoð og stytta kirkju sinnar. Hún
er ein þeirra landnámskvenna, sem
sagan má aldrei gleyma.
ÞRETTÁN BRODDBORtí-
ARAR TEKNIR AF IÁFI
A RÚSSLANDI
Frá því var skýrt í síðasta blaði,
að 17 nafnkendir stjórnmálamenn,
rússneskir, þar á meðal blaðamaður-
inn frægi, Karl Radek, hefði verið
sakaðir um landráð og kærðir fyrir
herrétti. Mælt er að allir þessir
rnenn hafi játað á sig sakir. Voru
13 þeirra dæmdir til dauða og skotn-
ir á mánudaginn, en fjórir, þar á
meðal Radek, dæmdir til tíu ára
fangelsisvistar.
SÆMD FÖGRUM GJÖFUM
Að aflokinni tilkomumikilli guðs-
þjónustu í Fyrstu lútersku kirkju
síðastliðið sunnudagskvöld, voru
þau Mr. og Mrs. Paul Bardal sæmd
fögrum minjagjöfum frá söfnuðin-
um, í tilefni af þvi, að Mr. Bardal
hefir, eins og áður var skýrt frá,
látið af söngstjórastarfi við kirkj-
una. Forseti safnaðarins, Dr. B. J.
Brandson afhenti gjafirnar og flutti
um leið ágæta ræðu. Mrs. Bardal
var sæmd undur 'fögrum blómvendi.
Að því loknu þakkaði Mr. Bardal
gjafirnar með prýðilegri og hlý-
hugsaðri tölu.
Kvenfélag safnaðarins reiddi
fram góðar veitingar í samkomu-
salnum.
Nýársræða konungs
f veizlu konungshjónanna á
nýársdag, í Amalíuborgarhöll var
konungsfjölskyldan öll viðstödd,
ráðherrarnir í danska ráðuneyt-
inu, forsetar þingsins, forseti
Hæstaréttar svo og æðstu aðrir
embættismenn í borginni.
Undir borðum flutti konungur
svohljóðandi ræðu:
Drotningin og eg lítum til baka
yfir hið liðna ár, með þakklæti
fyrir alla þá vináttu sem okkur
hefir verið sýnd á ferðum okkar
hér í landi. En við það vil eg
ba>ta þakklæti fyrir móttökur
þa>r, er við fengum á Færeyjum.
Ekki sízt þakka eg viðtökurnar á
fslandi, þar sem við í fyrsta sinn,
vegna aukinna vegabóta, fengum
tækifæri til þess að fara um
þvert landið.
Að vísu batnaði nokkuð í ári
á hinu umliðna ári, enda þótt
margir eigi við erfið kjör að búa,
og atvinnuleysi, sem einkum
kemur hart niður á æskulýðnum.
En með innbyrðis samtökum til
gagns fyrir land og þjóð, lítum
vér vonglaðir til hins komandi
árs.
Eg óska öllurn heimilum bless-
unar og drekk minni Danmerkur
og íslands.” Því næst lék hljóm-
sveit lífvarðarliðsins þjóðsöngva
íslands og Danmerkur.—Sendi-
herrafrctt)—Mbl. 13. jan.
Á víð og dreif
Krýningarstóll Stór-Bretlands
Krýningarstóll Stór-Bretlands er
ekkert glæsilegur á að líta, en hann
hefir verið notaður síðan 1274, og
þess vegna hefir útlitið ekki svo
mikið að segja. Stóllinn er allur út-
skorinn og út krassaður af nöfnum
allskonar fólks, sem að honum hefir
komist með hnífa sína á einhvern
hátt, þó til þess hafi sjálfsagt aldrei
verið ætlast.
Amerískur búskapur
Amerískur búskapur virðist ærið
fjölbreyttur. Búfénaður bónda eins
í Kaliforníu er heil hjörð af stór-
vöxnum Afríku-ljónum. I Florida
eru margir búgarðar, sem byggjast
á krókódílarækt. Þá eru froska-
framleiðendur, snigla- og ánamaðka-
framleiðendur, eiturslöngu fram-
leiðendur, o. m. fl. Nýlega hefir
ennþá ein tegund búskapar bæzt við,
en það er fiðrildarækt. Fiðrildin
eru ræktuð til þess að selja þau síð-
an náttúrugripasöfnum, skólum og
einkasöfnurum. Sjaldgæf fiðrildi
kosta oft offjár og dæmi eru til
þess, að eitt fiðrildi (charaxes four-
nieari) hefir verið selt fyrir 50 þús.
krónur.
Ratvís hundur
Amerískur hundur hefir senni-
Iega sett heimsmet í ratvísi. Tveggja
ára gamall fór hann i bíl yfir næst-
um þvi þver Bandarikin, eða 5,ocx)
km. Þar týndi hann eiganda sín-
um, sem síðan hélt heimleiðis einn
síns liðs. Sex mánuðum síðar kom
seppi heim. Hann var þá magur
mjög og illa til reika og sár á hverj-
um fæti, enda hafði hann á þessari
5,000 km. leið orðið að synda yfir
fjölda stóráa og brjótast gegnum
dinima skóga og yfir háa f jallgarða,
og alt um hávetur.
Þjóðvegadómur
I Jugoslavíu er þeim, sem aka of
hart hegnt með því að opna fyrir
loftið í hjólslöngunum oghleypa þvi
út. Fæstir vilja verða fyrir þessari
hegningu, því það mun vera hæði
erfitt verk og leiðinlegt, að dæla
hjólin full aftur.
Á fundi, sem haldinn var síðast-
liðinn þriðjudag i þinghúsi fylkisins,
milli Bracken-stjórnarinnar annars-
vegar og Social Credit þingmann-
anna fimm hinsvegar, var komist
niður á samvinnugrundvöll, er
tryggir Mr. Bracken þingfylgi þessa
nýja flokks. Nýtur stjórnin þar-
afleiðandi ákveðins meirihluta, er
þing kemur saman þann 18. þ. m.,
auk þess sem líkur eru á að utan-
flokka þingmennirnir veiti henni
jafnframt að málum í megin atrið-
um.
Tilbúið fljót
Vestur í Kaliforníu hefir 9 þús-
und manns verið falið það verk á
hendur að búa til 500 km. langt
fljót og hafa lokið því á þremur
árum. Fljót þetta er hin nýja vatns-
veita fyrir Los Angeles, og verður
það stærsta vatnsveita í heimi.
Henni er ætlað að flytja 25 miljónir
lítra af vatni til borgarinnar á dag.
Vatnsveitan liggur í jarðgöngum
gegnum fjöll og hæðir á 180 km.
löngu svæði, en úm eyðimerkur að
mestu að öðru leyti.
Kreppan og hjólhestarnir
Danmörk og Holland hafa verið
talin hjólhesta flestu lönd jarðar-
innar að tiltölu við fólksfjölda, en
á síðustu tveimur árum eru Banda-
ríkin að verða skæður keppinautur í
þeim efnum, og er talið að kreppan
valdi. Síðastliðið ár voru framleidd-
ir þar 750,000 hjólhestar og er það
langhæsta tala síðan fyrir bila-öld-
ina. -------
Málning fyrir valbrá
Amerísk kona í New York hefir
fundið upp nokkurskonar málningu
til þess að hylja með valbrá. Máln-
ing þessa, sem þegar er orðin verzl-
unarvara, þarf þó að endurnýja við
og við.
Eittlivað fyrir frímerkjasafnara
I Ameríku eru prentuð 56 milj.
frímerki á dag, af 70 mismunandi
verðmætum, og í 25 mismunandi
litum. —Dvöl.
KARLAKLÚBBUR FYRSTA
LÚTERSKA SAFNAÐAR
hélt fjölmennan og ánægjulegan
fund í samkomusal kirkjunnar síð-
astliðið þriðjudagskvöld. Forsæti
skipaði Mr. W. S. Melsteð. Fimin
ræðumenn fluttu stuttar en skemti-
legar tölur um ólík viðfangsefni, er
þeir hver um sig gerðu góð skil.
Kvenfélag safnaðarins reiddi fram
hina ágætustu máltíð.
Bjarni Thorarensen
(30. desember 1936 voru liðin 150
ár síðan fæddist einn af vorum beztu
embættismönnum og framfaramönn-
um, og það skáld, sem ber með höf-
uð og herðar yfir flesta, enn um ó-
komnar aldir. Annað þjóðskáld,
ættingi Bljarna, Jakob Thorarensen,
hefir orkt þetta kvæði á afmælinu.) :
Oft vill skeika um “ódauðleikann”
orðstírs þeirra, er hvarfla frá;
fæstir valda fylling aldar,
—fönnin skeflir yfir þá.,
E'nn er þó, sem æva-snjóum
af sér kastar þessa stund,
fer sem gylfi, glæstur silfri,
gengur röskt á Stuttungs fund.
Glaðnar mál og glampa skálar,
gustur fer um dagsins sal
róms, er hressir, því að þessi
þarfnast ekki pukur hjal.—;
Þjóð að duga heilum huga
hreyfa mundi djarfleg raust,
—arðinn bjóða af eigin sjóði
ættjörð sinni og hald og traust.
Þennan garp, með þytinn snarpa,
þækgi gjarnan samtíð vor,
—rúma barminn, viljann varma,
vitið hvassa og gnóglegt þor,
vorsins glóð og vetrarmóðinn,
vegsögn spaka um líf og hel.
Skáldsins fylgd í heimsins hildi
hefur lengi gefist vel.
Hann er ennþá hreystimennið
hróðra vorra, slyngt og stakt,
færir seim, er glöggir geyma,
en glópskir hafa frá sér lagt.
Enn mun lengi á styrka strenginn
stirna glatt við áraskil,
—enn um stund frá ljóði og lundu
leggja ríkan bjarnaryl.
Jak. Thor.—Lesb.
ÍIITLER FLYTUR RÆÐU
Síðastliðinn laugardag flutti
Hitler ríkiskanslari ræðu í þjóðþingi
Þýzkalands, þar sem hann lýsti yfir
því, að af Þjóðverja hálfu þyrfti
enginn neitt að óttast viðvíkjandi
truflun á heimsfriði. Skarið tók
hann af um það, að óumflýjanlegt
yrði það vegna velfarnan þýzku
þjóðarinnar, að hún innan skainms
fengi til baka þær nýlendur, er hún
varð að láta af hendi samkvæmt
Versalasamningunum. Til þess að
koma slíku í framkvæmd yrði þó að
sjálfsögðu að fara samningaleiðina.
Úr borg og bygð
Viljið þið gera svo vel að
kvitta fyrir mig í Lögbergi fyrir
$5.00 gjöf til ólafssons barnanna
frá fsl. Kvenfél. í Grafton, N. D.
Vinsamlegast,
J. S. Gillies.
The Junior Ladies’ Aid of the
First Ltitheran Church have
planned a concert on Thursday,
Feb. 18th, rendered by the West-
minster Church Choir and assist-
ing artists. Further notice later.
Síðastliðinn laugardag komu
heim úr langferð, þau Dr. ólafur
Björnsson og Margrét dóttir hans,
B.A. Fór Margrét til Þýzkalands
í vor sem leið og stundaði þar
nám í fyrra sumar. Er fram und-
ir haust kom heimsótti hún fs-
land og naut af þvi mikillar og
ógleymanlegrar ánægju.
Dr. Björnsson dvaldi nálægt
tveim mánuðum i Hartford,
Conn., hjá tengdasystur sinni og
manni hennar, Mr. og Mrs. Sur-
rey, en þar er yngri dóttir hans
í fóstri. Lét Dr. Björnsson hið
bezta af för sinni.
Gjnfir til Betel í Janúar
Einar Thorkeísson, 277 Albany
St., St. James (fyrrum að Poplar
Point, Man.)—$50.00.
Þessi öldungur, 84 ára gamall,
segist hingað til hafa verið efna-
hagslega stjálfstæður og finnur
hvöt hjá sér að hjálpa öðrum
gamalmennum, er ekki hafa verið
jafn lánsamir og hann. Þetta er
fallega hugsað.
Með þakklæti,
J. J. Swanson, féhirðir
601 Paris Bg., Wpg.
Dr. A. B. Ingimundson verður
staddur í Riverton þriðjudaginn
9. febr. n. k.