Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1937 7 Landkönnunarferðir Livingstone’s f apríl 1873 — fyrir rúmum 60 áruin — skrifaði enski landkönn- uðurinn David Livingstone, mað- urinn sem þakka má það, að nú eru stórir hlutar Afríku orðnir “hvítir,” eftirfarandi linur í dag- bók sína: “Algerl^a magnþrota — hefi sent menn mína til að kaupa mjólkurgeitur. Við erum á bökkum Molilamo —Þelta var í síðasta sinn, sem hann hélt á penna. Tveim dögum siðar báru hinir svörtu leiðsögumenn hans hann inn í Tsjitambos-bæ í Kalinde við suðurenda Banq- veolo-vatnsins. Dagar hans voru taldir, og hann vissi það. Að morgni hins 1. maí fundu þjón- arnir hann látinn; í bjarmanum af kertaljósi sáu þeir hann krjúp- andi við rúmið, með höfuðið Hneigt áfram eins og i bæn. Algerlega magnþrota . . . Sið- ustu línur dagbókarinnar gefa hugmynd um skilnað hans við lífið, um þverrandi þróttinn í veikum, skjálfandi líkamanum. Áður fyr hafði þessi dagbók get- að skýrt frá stórkostlegum af- rekum, ef til vill hinum mestu, sem nokkrum manni getur auðn- ast að framkvæma. Hann hafði kvatt England sem óþektur trú- boði árið 1840, og á tímanum, sem þá fór í hönd, vann hann sér frægð sem einn af mestu land- könnuðum veraldar. Að minsta kosti hefir enginn gert annað eins og hann fyrir þekkinguna á landafræði Afríku. Hann ferð- aðist yfir þvert meginlandið frá Loanda til Ivilimane, og kort hans af mið- og neðra-Sambesi með Victoria-fossunum, af Sjire og Rovuma, er stórvirki, sem ætti að nægja til að gera hann fræg- an. Þegar hann fann hið mikla fljót Lualaba, setti.hann kórón- una á sína eldri “fundi”: vötnin Ngami, Lilolo, Sjirva, Njassa, Moero og Bangeolo. Hann var sjaldnast fljótur í ferðum — að minsta kosti ekki á mælikvarða vorra tíma — en hann athugaði og reit niður alt, sem þess var vert, með mikilli nákvæmni — með sjaldgæfu landfræðilegu inn- sýni og æfðu auga gjörhugals vísindamanns. Hann kynti sér hætti hinna innfæddu, borðaði mat þeirra, bjó í kofum þeirra og tók þátt í sorg þeirra og gleði. David Livingstone var fæddur 19. marz 1813 í litlum verk- smiðjubæ, Blantyre í Skotlandi, og kom í heiminn á tímabili, sem ef til vill betur en nokkuð annað var fallið til þess að skapa lífs- starf hans og láta það bera ávöxt. Hann lýsir undirstöðu skapgerðar sinnar er hann lætur á sér skilja í einni bók sinni, að það sé aðeins ein ættarerfð, sem hann sé stolt- ur af, sem sé sú, sem kom fram í áminningu, er einn af forfeðrum hans gaf börnum sínum í bana- legunni: “Eg hefi,” sagði gamli maðurinn, “nákvæmlega rann- sakað alla eiginleika og meðlimi ættar okkar, en eg hefi aldrei get- að uppgötvað nokkurn cíheiðar- legan mann meðal forfeðra okk- ar. Svo að ef einhver ykkar á eftir að lenda á villigötum, þá getið þið ekki kent jiví um, að það liggi í blóðinu. Og þvi á- minni eg ykkur: Verið heiðar- leg!” Heimili Davíðs var fátækt, og þegar á 10 ára aldri varð hann að sjá fyrir sínum hluta af þörf- um fjölskyldunnar — hann fór að vinna í baðmullarverksmiðju. Fyrir nokkuð af vikukaupinu keypti hann latneska málfræði og notaði síðan hverja frístund til að læra í henni og öðrum bókum, þær gátu veitt honum það, sem hann þráði mest: kunnáttu, mentun. Árangurinn varð góð- ur: “Á 16 ára aldri,” segir hann, “þekti eg Virgil og Hóraz betur en á nokkru síðara tímabili æf- innar.” Ekki leið á löngu áður en hann skifti á verksmiðjunni og bók- inni, sérstaklega er hann kyntist trúboðssambandinu i London, og í það gekk hann til að full- numa sig sem trúboði. Þetta var 1831. Þrem árum síðar var hann vígður til starfs síns, og hafði þá einnig náð sér í lækn- ingaleyfi. 8. des. 1840 steig hann á skipsfjöl á skipinu “George”, sem skyldi fara til Höíðaborgar, og þangað var komið eftir þriggja mánaða ferðalag. Og þar, hin- um megin við Taffelklettinn, hið alþekta lendíngarmerki Góðrar- vonarhöfðans, beið hið mikla starfssvið hans. En það grun- aði hann ekki þá. Fyrstu níu árin liðu viðburða- litið. Hann giftist Mary, dóttur eldri starfsbróður síns, Moffats, og bjó sig nú undir að lifa trú- boðalifi. Á þunga, fjórhjólaða vöruvagninum með 12—18 drátt- aruxum, sem sjaldan fóru nema 3 km. á klukkustund, ferðaðist hann um hið vilta land, frá bæ til bæjar, frá kynflokki til kyn- flokks, og tilbreytingar voru íaar — fyrr en dag einn árið 1849, er hann ásamt tveim öðrum Eng- lendingum, Oswell og Murray, uppgötvaði Ngami-vatnið. Þá vaknaði nýr áhugi, og ferðir hans urðu lengri og lengri. 1852, er hann hafði fylgt fjölskyldu sinni til Höfðaborgar, til þess að senda hana áfram til heimalands- ins, tók hann, samkvæmt áskor- un Makololohöfðingjans Sekel- etu, að sér forystu leiðangurs, sem átti að reyna að opna verzl- unarveg til strandar. Og það var á heimleið þaðan, fyrir utan Sam- besi, að hann fann Mosivatunja- fossana, það er að segja hina frægu Victoria-fossa, og komst til Kilimane, — það var 20. maí 1856. Þá hafði hann, fyrstur allra landkönnuða, farið um meg- inland Afríku þvert og endilangt. Það er hægt að gera sér í hugar- lund stolt Livingstone’s, er hann, fyrstur hvítra inanna, sá Mosi- vatunja. “í 32 km. fjarlægð,” skrifaði hann, “virtust fimm löð- ursúlur hefjast upp af þessum voldugu fossum, — mjallhvítar báru þær við skógi vaxinn tind- inn, en topparnir hurfu í skýin. Trén á ströndinni hafa hvert fyr- ir sig sitt einkennilega útlit. En langt yfir alla félaga sina gnæfir hið mikla baobab, hinar ein- kennilegu greinar þess gætu hver fyrir sig verið stofn á stóru tré; þar eru líka grannir pálmar og fjaðurlöguð blöð þeirra bera við dökkbláan himininn. . . . Sum trén minna á stórar eikur, önnur á elmi og kastaníur, og enginn, sem aðeins hefir séð norðlægt sumarlandslag getur ímyndað sér þessa töfrafegurð hitabeltisins.” Þegar Livingstone, sárveikur af hitasótt, kom til Kilimane, hafði hann á fjórum árum farið ca. 18,000 km. Eftir sex vikna hvíld fór hann um borð í skip áleiðis til Englands. Kom til London í desember 1856, og var hyltur sem þjóðhetja. Hann hafði þá ekki séð fjölskyldu sína í þrjú ár. Orðunum rigndi nú ýfir hann. — Hann varð heiðurs- félagi ýmsra félaga, hann fór í hátíðlega heiinscikn til Victoriu drotningar — og það var sjald- gæfur heiður — og hann var skip- aður brezkur konsúll í Kilimane. Hið síðastnefnda, er jafnframt gerði hann að foringja rannsókn- arleiðangurs til austur- og mið- Afríku gerði honum trúboðsstarf- ið ókleift, og valdi hann því hlut- skifti landkönnuðarins. Hingað til hafði Livingstone orðið að berjast áfram á eigin spýtur, en nú var ekki lengur horft í kostnaðinn, og það var þvi velútbúinn leiðangur, sem nú lagði af stað. En nú virtist ham- ingjan gerast honum fráhverf. Að visu rannsakaði hann neðri og miðhluta Sambesi, og þverána Shire, og að vísu fann hann Njassavatnið í sept. 1859, en yfir- leitt var árangurinn ekki sá er vænzt var heiina á Englandi. Við þetta bættist veikindi og aðrir sorglegir viðburðir — Mrs. Liv- ingstone dó í Spepanga, og marg- ir hinna hvítu manna urðu að snúa við, vegna hitaveiki. Leið- angurinn var kallaður heim, og brezka stjórnin var sýnilega óánægð með árangurinn. Seinna iðruðust menn þess að Living- stone var ekki leyft að halda áfrain. Frá einstaka sjónarmiði séð var samt árangur þessa leiðang- urs ineiri en hins fyrra. Living- stone hafði fundið stöðuvatn, 479 m. yfir sjávarmál, 500 km. langt og að meðaltali 64 km. breitt, og í kring var frjósamt land og vel fallið fyrir Evrópumenn. En, sem sagt, menn voru ekki ánægðir. Og Livingstone var það ekki heldur. Heima á Englandi langaði hann ekki að dvelja, í rauninni óttaðist hann “rándýr” menningarinnar meira en rándýr Afríku, og að auki átti hann sín áhugamál þar. Nú ætlaði hann að skoða eiðið milli Tanganjika og Njassa', og skoða náttúru landsins meðfram hinu fyr- nefnda, sem enn af mörgum var álitið upptök Nílar. En fyrst og fremst vildi hann þó berjast gegn þrælaverzluninni því að við henni lirylti hann meira en nokkru öðru, er hann hafði séð á ferð- um sínum. 1886 lagði hann í þriðja leiðangurinn, fór suður fyrir Njassavatn og í norðvestur áleiðis til Tanganjikavatns eftir leiðum, sein þá voru óþektar. f janúar árið eftir komst hann til Ghainbesi, að upptökum Ivongo, til Tanganjika í marzlok, fann í október Lulaba og í nóvember Moer-vatn. Þó að nú hefði meir en helmingur leiðangurs, sem alt voru svertingjar, svikið hann, og þó að hann sjálfur væri 'svo mátt farinn, að oft varð að bera hann á hengibörum, hélt hann ótrauð- ur áfram. í maí 1868 kom hann til Kasembe, og í júlí uppgötvaði hann Bangveolo-vatnið. Þaðan hélt hann áfram i norður, til jika, þar sem að hann bjóst við Udjidu á austurströnd Tangan- að biðu sin bréf og blöð að heim- an ásamt nýjum vistum. Það var langt og strangt ferðalag, og markinu var fyrst náð í marz næsta ár, 1869. En í Udjidii var enginn póstur — af þeirri einföldu ástæðu, að honuin hafði verið stolið á leið- inni. Sömu örlögum höfðu þau bréf sætt, er Livingstone hafði sent ættingjum sínum og þeim vísindastofnunum, er hann stóð í sambandi við. Það var þvi eng- in furða þótt menn tækju að ó- kyrrast. Hvar er Livingstone? spurðu ensku blöðin. Og sú spurning varð spurning dagsins, mánaðarins, ársins. Og spurn- ingarnar urðu nærgöngular og óþægilegar. Hvað hafði hið stolta Bretaveldi gert fyrir þenn- an framgjarna, — fórnfúsa son sinn? Ekkert. Nú, væri þá ekki tími kominn til að bæta fyrir gamlar syndir, ef það væri þá ekki of seint. óróinn óx, breidd- ist yfir Evrópu og Ameriku. Hvar er Livingstone? f meira en þrjú ár hafði enginn af honum heyrt. Stundum gaus upp kvittur um að hann hefði verið myrtur áf masiturnegrunum, sem allir hræddust. Þeim orðrómi var komið á loft af þeim negrum, sem höfðu flúið frá honum og vildu á þann hátt afsaka sinn eig- in flótta. En hvernig sem á því stóð, vildu menn ekki trúa því, að Livingstone, sem ætíð hafði komið sér vel við svertingjana, hefði verið myrtur. Án þess að vita það, að hann var orðinn miðpunktur eftirtekt- ar alls heimsins, hélt Livingstone I 1860 ferðinni áfram til Lualaba, þar sem hann hélt að upptök Níl- ar væru. Hann var nú eins og gangandi beinagrind, veikur og þróttlítill og varð að auki fyrir EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast að í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, verða að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna því heilsu sína að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE í ábyggilegum lyfjabúðum. hindrunum fyrir hinum inn- fæddu, sem hvergi höfðu frið fyr- ir þrælasölunum og vildu því borga í sömu mynt. Ferðin gekk því seint, og fyrst í marz 1871 komst hann til Nyangwe til Lua- laba. Og þar mátti hann bíða í fjóra mánuði af því að hann fékk ekki bát. Þrælaverzlunin blómgvaðist vel í þessum landshluta, og hafði hryllilegar afleiðingar á stund- um. Einn dag í Nyangwe sá Liv- ingstone að flokkur Araba réðst alt í einu á sveitaþorp með þeim forsendum, að þeir hefðu verið “snuðaðir” um hænn! Milli 3 og 4 hundrað óvopnaðir svert- ingjar, menn, konur og börn, voru skotnir niður eins og dýr. Frásögnin um þetta hræðilega manndráp, sem síðar var scnd heim af Livingstone vakti svo mikla reiði í Englandi og ann- ars staðar í hinum mentaða heimi, að brezka stjórnin gerði samninga við soldáninn í Sansi- bar um afnám þrælasölu á aust- urströnd Afríku. Nú hafði Liv- rngstone fengið nóg af Nyangwe, snéri áftur til Udjidii, og kom þangað 23. október veikur á sál og likama, vistalaus, hjálparlaus — alls laus. En hafði hann báða burðarmennina Susu og Tsjuma ásamt hálfri tylft annara, sem ekki vildu skilja við “stóra master”. En annars fanst Liv- ingstone að nú myndi enginn lengur skifta sér af örlögum hans. —En — hvar var Livingstone? Alt af var spurt að því um allan heinu Tveir hjálparleiðangrar voru undirbúnir — amerískur og enskur, og það var hinn fyr- nefndi, sem lét hendur standa fram úr ermum. Eigandi Neiv York Herald, Gordon Bennett, sendi símskeyti til. eins fréttaritara síns, sem þá var i Evrópu, og gaf honum skip- un um að leita Livingstone uppi, einfalda ákveðna skipun, rétt feins og Livingstone héldi til á hóteli í London eða París. Og fréttaritarinn, sem var á svip- stundu heimsfrægur, Henry Mor- ton Stanley, hermaður og hók- haldari áður en hann tók við blaðamcnsku. En hann var fæddur í Wales á Englandi 28. jan. 1941, og það var liður i mál- inu, sem Englendingar ekki gleymdu að minna á, þegar Stan- lev hepnaðist. Fyrirtækið, það var jú amerískt, en foringinn Englendingur — auðvitað! Nokkrum dögum eftir að Liv- ingstone kom aftur til Udjidii varð hann undrandi er hann heyrði, að lest undir forystu hvíts manns væri á leiðinni þang- að undir amerískum fána. Hann flýtti sér út og gekk á móti hvíta manninum. Og þá mælti Stanley þessi orð, sem nú eru sögulega fræg:—“I)r. Livingslone, hijzt eg við.” Það var Livingstone. Brátt fékk allur heimurinn að vita það. Og allur heimurinn gladdist. Ef til vill Ameríka mest. Ameríka var eigandi New York Herald. En meira áríðandi en öll gleðin var þó það, að Liv- ingstone hafði fengið þá hjálp er hann þarfnaðist svo mjög. Eftir nokkra daga lögðu þeir af stað, gamli Afrikukönnuðurinn og hinn ungi, sein ákveðið var að fetaði i fótspor hans, fóru í könn- unarferð til norðurhluta Tang- anjikavatns, og ferðin, sem stóð í mánuð aðeins, hafði þann ár- angur, að nú var það sannað, að Tanganjika og Níl var tvent ó- skylt. Þá var loks sú gáta ráð- in. En Livingstone gaf sér ekki tíma til hvíldar. Hann fylgdi Stanley til Unjajembe og sá hann hverfa þar í frumskóginn á leið til Sansibar — og þaðan var svo ferðinni heitið til Englands með handrit og skýrslur. Sjálfur hélt hann til Lualaba til þess að vita hvort hugmyndir hans reyndust réttar. Hann áleit, sem sé, að Lualaba félli út i Albertsvatn og væri þar af leiðandi uppspretta Nílar. Með 80 manns og vistir til þriggja ára hóf Livingstone 2. ág. 1872 þá ferð, sem verða skyldi síðasta. Meðfram austurströnd Tangan- jika hélt hann til Bangvellavatns- ins, — þetta var í jan. 1873, en þá var hann svo yfirkominn af hitaveiki, að hann gat ekki yfir- (Framh. á 8. bls.) GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvœmlega ramisakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! Hver gumall kaupandi, sem borgar blaíSiíS fyrirfram, $3.00 ÉLSkrift- argjald tii 1. janúar 1937, fær að velja 2 sofnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (t hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuS áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. , Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að vélja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEICTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARliOTS, Half Dong Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 4 0 to 50 feet of row. CUCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packét will sow 10 to 12 hills. LETTUCE. Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. I/ETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ON'ION', Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ON'ION, Whito Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet oi drill. PARSN'IP, Haif Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PT'MPKIN', Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TONÍATO, Earliana. The standard early variety. This packet wlll produce 75 to 100 plants. TURNIP, White Sunitner Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FT/OWER GARDEN, Surprise Flower Mivture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angei’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTET QUEEN. Pure White. Five and six blooms on a stem. WHAT JOY. A Delightful Cream. BEAUTY. Blush Pink. SMILES. Salmon Shrimp Pink. GEO. SHAWYER. Orange Pink. WELCOME. DazDzling Scarlet. MR.S. A. SEARLES. Rich Pink shading Orient Red. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CALTFORNIA POPP V. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CLIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades mixed. MATHIOLA. Evening scented stocks. MIGNONteTTE. Well balanced mixtured of the old favorite. NASTURTIUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Sliirlcy. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. No< 4—root crop collection Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT, Cliantcnay Half Ix>ng (Large Packet) ONION. Yellow Globe Danvers, (Large Packet) LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 2 5 feet of row. PARSNTPS, Early Short Round (Large Packet) RADISH, ....French ... Breakfast (Large Packet) TTTRNIP, Pnrple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TURNTP, Swede Canadian Gem (Large Packet) ONION, White Pickling (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LTMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.: Nafn ....................................................... Heimilisfang .............................................. Fylki ......................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.