Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. FEBRGAR 1937 Hogtjerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMB1A PRESS LIM1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. ' Verð $3.00 um árið — Borgist jyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Watson Kirkconnell Það er ekki einasta að Islendingar vest- an hafs standi í djúpri þakkarskuld við Wat- son Kirkconnell fyrir góðvild hans í þeirra garð, ljóðaþýðingar hans og rannsóknir á andlegum verðmætum þeirra; íslenzka þjóð- arheildin gerir það líka; þetta er heimaþjóð- inni auðsjáanlega farið að skiljast, sem ráða má af drengilegum ummælum Eimreiðarinn- ar ekki alls fyrir löngu, og ýmsu öðru vin- gjarnlegu og íturhugsuðu, sem um þenna stórmerka Islandsvin hefir upp á síðkastið verið að smábirtast austan megin hafsins. Það gengur hvorki meira né minna en krafta- verki næst, ef það verður þá ekki hreint og beint til kraftaverka talið, hverju Watson Kirkconnell hefir komið í verk “þegar aðrir sváfu,” jafnvel þeir ýmsir, er vakan stóð nær. Þessi firúði og hógláti vökumaður, hef- ir um langt ára skeið, þó enn sé hann tiltölu- lega ungur maður, staðið svo dyggilega vörð um andlegar íslenzkar erfðir, og svo mikið á sig lagt til þess að glöggva út á við skilning á sérkennum bókmenta vorra, að hann á því sviði verður að teljast einn í sinni röð, einn af fáum. Komið hefir það fyrir að Kirkconnell hafi betur og sannar lýst bókmentum Islend- inga, en þeir sjálfir gera, og er þá að vísu mikið sagt. En til sanns vegar má þetta færa, sé vitnað í ritgerð hans í enska tímaritinu “Life And Letters,” er gerð var fyrir skömmu að umtalsefni hér í blaðinu. Um þá grein og afskifti Watson Kirkconnells af bók- mentum þjóðar vorrar, birtist í dagblaðinu “Yísir,” ritgerðin, sem hér fer á eftir. Kirk- connells sjálfs vegna, og vor Islendinga allra vegna, er hún tekin hér upp í heilu lagi: “1 tímaritinu “Life and Letters To-day” (vetrarheftinu 1936—1937) birtist ritgerð eftir Watson Kirkconnell prófessor um ís- lenzka ljóðagerð nú á dögum (Icelandic Poetry Today). Ritgerð Kirkconnells ber þess ljósan vott hversu mikla þekkingu hann hefir á ljóðagerð íslendinga að fornu og nýju, og verður það ekki metið um of, er kunn, víðlesin bresk tímarit flytja ritgerðir um bókmentir þjóðarinnar, eftir slíka menn sem Kirkconnell. Mun ekki of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að Islendingar vestan hafs og austan eigi ekki betri og sannari vini meðal annara þjóða en hann. Kirkconnell er aðeins liðlega fertugur (f. 1895). Hann er prófessor í latínu í Wesley Oollege í Winnipeg og hefir getið sér hið ágætasta orð, ekki sízt fyrir þýð- ingarstarfsemi sína. Einn af ágætustu og víðlesnustuí Islendi'ngum vestra, dr. Rögn- valdur Pétursson, hefir komist svo að orði um hann, að hann sé svo mikill gáfu- maður að fáir komist þar í námunda við. Kirkconnell sýndi Islandi og Islendingum þann sóma 1930 að gefa út safn af þýðingum sínum á íslenzkum kvæðum. 1 því safni eru sýnishorn af íslenzkri ljóðagerð alt til vorra daga. Er safnið (A North American Book of Ioelandic Verse) mikið verk og ber fagran vott gáfum Kirkoonnells, smekkvísi og ágæt- um þýðarahæfileikum og seinast en ekki sízt mikilli ást á Islandi og íslenzkum bókmentum. Skálda íslendinga vestan hafs hefir hann minst vel og maklega í ágætri bók, sem út kom 1935 (Canadian Overtones). Eigi hefir Kirkoonnell hlotið neina viðurkenningu fyr- ir þessi störf sín af þeim stofnunum íslenzk- um, sem ætti að heiðra slíka Islandsvini að maklegleikum, en væntanlega verður þess nú ekki langt að bíða, að það verði gert. Kirk- connell hefir einnig þýtt ljóð úr pólsku og ungversku og ýmsum öðrum málum. Er hann frábær málagarpur. • Þjóðkunnur Islendingur, sem mun manna fróðastur um það, sem birt hefir verið á ensku máli um ísland og íslenzkar bókmentir og skilur gerla hversu mikilvægt það er, að hinir ágætustu menn beiti sér fyrir því, að enskumælandi þjóðirnar fái sem glegst kynni af þeim bókmentum Islendinga sem þeir eru sæmdir af, hefir sagt við þann, sem þetta rit- ar, að síðan er Mr. Robert Herring gerðist ritstjóri fyrnefnds tímarits um síðastliðin áramót hafi í hverju hefti verið sagt meira og minna frá íslenzkum bókmentum og Is- land fengið meira rúm í því en áðtir hefir átt sér stað um nokkurt enskt tímarit. Um gildi sumra greinanna megi að vísu deila, en um annara tæplega, t. d. hinn ágæta ritdóm Mr. Herring’s sjálfs um “Fjórar íslendingasög- ur’ (í þýðingu Jones). Þó mundi ritið hafa flutt meira um Island, ef kostur hefði verið manna til að semja ritgerðir. “Það á illa við,” sagði hann ennfremur, “að íslending- I ar veiti þessu ekki eftirtekt, og árgangur rits- ins 1936 ætti í rauninni að vera í öllum helztu bókasöfnum landsins, því að það sem birtist er sagt fyrir öllum heiminum, og um það varðar þó alla íslenzku þjóðina.” 1 fyrnefndu vetrarhefti, Life and Letters Today, birtist einnig ritgerð eftir Kristinn Andrésson, í þýðingu eftir Jón Stefánsson. Fjallar hún um íslenzka höfunda og nefnist “The Icelanders and Their Writers.” Skipið sekkur Hvort sem þeim “þarna í Edmonton” eins og I)r. Leacock sagði á dögunum, eða vinum þeirra á einhverju öðru landshorninu, fellur betur eða ver, þá virðast nú flestir at- burðir hníga í þá átt, að Social Credit skúta Mr. Aberharts sé í þann veginn að sökkva. Ekki sekkur hún samt með allri sinni upp- runalegu áhöfn, því að minsta kosti fimm hafa fyrir snarræði sitt bjargast til lands.— I liaust er leið lét Mr. Aberhart reka tvo úr þingflokki sínum, vegna þess, að því er frekast verður séð, að þeir sáu ekki auga tii auga við hann í nokkrum mikilvægum málum, eða sættu sig ekki við að nota til frambúðar hin reyklituðu Social Credit gleraugu, sem hans hávelborinheit allra náðarsamlegast fyr- ir skrifaði. Það nægir auðsjáanlega ekki að segja já í hinum pólitíska æfintýrasöfnuði Mr. Aberharts; það verður að vera sagt skil- yrðislaust am6n líka. “Smá saxast á limina lians Björns míns, ” stendur þar. Að töluvert sé nú farið að sax- ast á hina pólitísku limi Mr. Aberharts, verð- ur heldur ekki lengur um deilt; í því efni taka þeir atburðir, sem daglega eru að ger- ast í Edmonton, alveg af skarið. Fyrir tæpum mánuði lét námu- og nátt- úrufríðinda ráðgjafi Mr. Aberharts, Mr. Ross, af embætti; hann gerði samstundis grein fyrir embættisafsögn sinni, og taldi hana starfa af ágreiningi vegna manns, er Mr. Aberhart vildi taka í ráðuneytið, en hann taldi ekki hæfan eða vel til slíks embættis fall- inn. Nú hefir f jármálaráðherrann, Mr. Cock- roft, siglt í kjölfar Mr. Ross, og látið af em- bætti. Og ekki nóg með það. Aðstoðar fjár- málaráðherrann, sem gegnt hefir því embætti síðan 1930, hefir einnig sagt af sér, og var hann þó fastur embættismaður samkvæmt stjórnarþjónustulöggjöf fylkisins. Haft er það fyrir satt, að þeir tveir ráðgjafar, er úr stjórninni hafa vikið, væri mestir fyrir sér þeirra manna, er Mr. Aberhart átti á að skipa. Sæti þeirra verða ekki auðfylt; enda stund- um betra autt rúin en illa skipað.— Þann 3. marz næstkomandi rennur út átján mánaða frésturinn, sem Mr. Aberhart bað um, þangað til hann færi að borga $25 mánaðarlaunin, gróða- eða framleiðsluhlut- deildina, sem hann dáleiddi kjósendur með. Það er því óneitanlega farið að draga að skuldadögunum; þetta hefir hinum fráfar- andi ráðgjöfum sennilega verið orðið næsta ljóst, og þessvegna hafa þeir tekið saman pjönkur sínar og hypjað sig af stað. Haldi embættisafsagnir hjá Mr. Aberhart áfram í jöfnum hlutföllum í framtíðinni, og þær hafa gert þenna eina mánuð, verðlir enginn eftir í þingflokki hans um það er núverandi kjör- tímabil rennur út. Flesta hluti má hártoga, sem ekki ern alveg snoðnir; slíkt hið sama má við hin póli- tísku kenningakerfi gera. En hvort sem beitt er hártogun eða ekki, þá stendur þó staðhæf- ing Dr. Leacocks óhögguð, að ‘ ‘ sem hagfræði- leg bjargráðakenning sé Social Credit að gufaupp.” ZICZAC Orvals pappír í úrvals bók 5' 5' 2 Tegundir SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þunni vindl- inga pappír, sem ílestir, er reykja "Roll Your Own” nota. BiðjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover ♦ i BLÁ KAPA “Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir vœri vafðir I verksmiðju. Biðjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover Gamlar og nýjur hagfrœðissteínur Eg sé aÖ Lögberg hefir náð sér í ofurlitla glefsu af því sem Dr. Stephan Leacock hafði að segja um Social Credit stefnuna, og eiga það að vera “kjarnaatriðin” úr boð- skapnum. Eg hefi nú lesið þessi ummæli doktorsins, og hefi ekki komið auga á kjarnann, heldur þvert á móti fundið að þau eru innihalds- laust hismi, í engu frábrugðin mörgu öðru, sem um þetta mál hef- ir verið sagt af þeim, sem minst vita, nema ef vera skyldi því, að hann blandar mál sitt með einstöku snjallyrðum, sem þó verða að telj- ast hismi en ekki kjarni. Það gef- ur skvaldri þessu ekkert gildi í aug- um hugsandi manna, þó blöðin segi að það komi frá “hagfræðingnum víðfræga” eða “þessum merka manni.” Slíkt titlatog frá undir- tyllum þeirra og jábræðrum, ræður aldrei fram úr mannfélagsmeinum okkar. Þau uminæli doktorsins, aðá “ihagfræðileg bjargráðakenning S. Cr. stefnunnar sé að gufa upp, og fólkið sem henni fylgir viti engin skil á því sem á að framkvæma eða hvernig það skuli gert,” eru vitan- lega sprottin af því að hann stend- ur utan við það, sem er að gerast, og lætur óskir vina sinna leggja sér orð á tungu. (Hér mætti geta þess, eftir Tribune að hann var fluttur í prívat cari Sir Etlwards Beattys, forseta C.P.R.). Þó Dr. Leacock og aðrir lærisveinar og kennarar frá orthodoxum hagfræðiskólum skilji ekki kenningar S. Cr. stefnunnar, um það sem hann nefnir “gróða- hlutdeild greidd af öllum til allra,” og haldi því að hér sé um “erki- flónsku” að ræða, hefir það litla þýðingu. Reynslan verður látin skera úr því hvort, sem þeim líkar betur eða ver. En þess má þó geta að hér er alls ekki-um neina “gróða- hlutdeild” að ræða, heldur fram- leiðsluhlutdeild, og þeir sem með ó- bundnum huga, vilja rekja þetta mál til rótar, munu komast að raun um að bak við það er engu meiri “erki- flónska” heldur en t. d., ef fiski- manni, sem flutt hefir út á ísinn á Winnipegvatni, og reist sér þar kofa fyrir veturinn, dettur í hug að láta af hendi, eina vætt fiskjar til þeirra, sem á landi eru, en fá í þess stað eldviðarhlass til að halda kof- anum heitum. Þá kveðst Dr. Leacock hafa sagt þeim þarna í Edmonton að í þessu prógrammi þeirra væri ekkert það að finna, sem ekki mætti jafn auð- veldlega framkvæma með skynsam- legum venjulegum aðferðum þar sem beitt væri ráðvendni og heil- brigðri skynsemi. Hverjar eru nú þessar skynsamlegu og venjulegu aðferðir? Hér getur ekki verið um aðrar aðferðir að ræða, en þær, sem þjóðarfamkvæmdirnar hafa látið stjórnast af á umliðnum árum, og fram til þessa dags, annars væri ekki um venjulegar aðferðir að ræða. Og um það hve skynsamlegar þessar að- ferðir hafa verið er þjóðreynslan ólýgnasta vitnið. Framkvæmdum hinnar canadisku þjóðar hefir verið stjórnað í ströngu samræmi við þá stjórnvizku og hag- fræði, sem dr. Leacock er alinn upp í, og hefir haft lifsframfærslu sína af að kenna hinni uppvaxandi kyn- slóð. Allir, sem eitthvað hafa kynt sér þá hagfræði, vita það, að eitt af hennar æðstu boðorðum er það að: stjórnarvöld skuli ekki hafa afskifti af atvinnurekstri eða viðskiftum. Þá er (there should be no govern- ment interference with business) þjóðar velgengninni og hagsældinni bezt borgið. Canada er ungt land og lítt numið, samt hefir þessum frjálsu forráðamönnum viðskifta og atvinnuvega tekist að sökkva land- inu ofan i óbotnandi skuldafen. Þeir hafa látið stjórnmálamennina selja sér í hendur auðlindir landsins og undirskrifa samninga fyrir þjóð- arinnar hönd, sem svo eru skynsam- legir að jafnvel þeir sjálfir verða að játa að ómögulegt sé að uppfylla þá. Þeir hafa stýrt atinnuvegunum í það horf að nú er áttundi hver mað- ur landsins atvinnulaus og bjargar- laus, þó næg verkefni sé fyrir hönd- uni. Og viðskiftalífinu hafa þeir komið í það horf, að fólk líður skort, þó allsnægtir sé í landinu. Lífsreynsla þjóðarinnar er nú þegar búin að kveða upp ákveðinn dauðadóm yfir þeirri hagfræði og stjórnvizku, sem dr. Leacock hefir átt sinn þátt í að kenna og skapa. Þó hann og aðrir æðstu prestar þessarar úreltu hagfræði vilji ekki við það kannast. Skrípalæti blaða- menskunnar kringum þessi átrúnað- argoð sin, eru því líkust einhvers- konar hagfræðilegum Holy-roller- isma eða St. Vitus dansi, og eiga rót sina að rekja til þess að van- máttartilfinningin ber menn ofur- liði, eða þeir hafa oftekið sig svo í dansinum að andlegir hæfileikar eru úr lagi gengnir. “Hugmyndin um alsherjar skipulagning iðnaðar og verzlunar “sem minst er á í grein- inni, skilst mér muni eiga að tákna það sem nefnt er “planned econ- omy,”en það tilheyrir ekki S. Cr. stefnunni, heldur sósíalistiskri hag- fræði. En ef þama er átt við “regulatory codes” líkt eins og reynt hefir verið að koma á í Bandaríkj- unum, þá var eitthvað svipað reynt í Alberta, en eg hygg það hafi verið bráðabirgðar ráðstafanir. Þó ef til vill megi sameina slíkar ráðstafanir S. Cr. stefnunni, þá heyra þær ekki undir hennar hagfræðikerfi. Það eru bætur á hina slitnu skikkju kapitalismans. Mikið dáist eg að textanum, sem fyrirlesarinn valdi sér : “Söðlið mér asna. Þeir gjörðu svo.” Þetta á svo vel við fyrirlesarann sjálfan og aðra lærisveina hins orthodoxa hag- fræðiskóla. Skólalærdómurinn söðl- aði þeim ösnufola kapitalistiskrar hagfræði og lífsstarfið batt þá i söðulinn. Þessi ösnufoli var dálitið sprækur fyrir 35 árum, en er nú orðinn hrumur aflóga asni. Fjórar eru megin kennisetningar kapitaliskrar hagfræði, sem áttu að þera hana fram til sigurs, svo sem fjórir eru fætur asnans, þó nú sé þeir allir kreptir og visnir og ófærir til gangs. 1. Fjáls samkepni (hægri fram- fótur). 2. Lögmál framboðs og eftir- spurnar (vinstri framfótur). 3. Einstaklings framtak (hægri afturfótur). 4. Gullgildi peninganna (vinstri afturfótur). Samkepnin átti að hafa hemil á gróðafíkninni, og sjá fyrir því, að söluvarningur fengist á hæfilegu verði. Nú vita það allir, að frjáls samkepni er ekki lengur til, nema þar sem hægt er að nota hana fyrir svipu á verkamenn og framleiðend- ur, svo þeir beygi sig undir arðránið. Lögmál framboðs og eftirspurnar átti að halda jafnvægi milli verð- lagsins á hinum ýmsu vörutegundum eftir því hve auðvelDværi að afla þeirra. Þetta lögmál geta menn virt fyrir sér þegar þeir lesa um að vör- ur eru eyðilagðar í stórum stíl, til að halda uppi háu söluverði, og mftnnum bannað, eða þeir eru sekt- aðir fyrir að sá í landið sitt, í sama tilgangi. Eg man eftir að einum spekingi hér fyrir sunnan álika víð- frægum og dr. Leacock, fórust þannig orð ekki alls fyrir löngu: “Nú hefir forsjónin blessað þetta land með sérstaklega óhagstæðri gróðrartíð og útlit er því fyrir mjög rýra uppskeru víðast hvar í landinu. En það hlýtur aftur að hafa heil- brigð áhrif á vöruverðið yfirleitt, og lifga við aftur bjartsýni manna og traust á framtíðinni.” Einstaklings framtakið átti að vera eina leiðin til þess að fram- leiðslan færi ekki öll í handaskolum. Nú hefir reynslan sannað að skipu- lögð samvinnuframleiðsla er bæði afkasta meiri og ódýrari heldur en einkaframleiðsla. Gullgildi peninganna átti, meðal annars, að halda jafnvægi milli myntarinnar, í hinum ýmsu löndum, og koma í veg fyrir gjaldeyrisbrask og halda ríkismyntinni innan hinna sonefndu “gold points.” En það meinar að engin ríkismynt gæti fall- ið í verði meira en sem svaraði þeim kostnaði að flytja gull milli landa og láta mynta það. Einnig átti gull- ið að vera einskonar sjálfvirkur hemill á viðskiftalrfinu, sem veitti viðskiftunum þangað sem þörf og hagkvæmi krefðust, likt og vatn leitar lágmarksins. Nú hefir gull-. gildi peninganna verið afnumið í flestum löndum og er mjög ólíklegt að gullið nái nokkumtíma aftur því gengi, sem það eitt sinn hafði. Er það hvorttveggj a, að gullforðinn er alt of lítill til þess að nægja við- skiftaþörfinni, og eins hitt, að reynslan er búin að kenna mönnum að gullið er óþarft í þessu efni. Þó eigendur gullsins sæki nú fast að fá það löggilt sem alþjóða gjaldmiðil, þá er það ekki vegna þess að þeir beri ,almenningsheill fyrir brjósti heldur sinn eiginn hag. Ef þeir fá því framgengt hugsa þeir sér að halda áfram að vera lánardrotnar þjóðanna, og halda þeim á skulda- klafanum. Þá geta þeir haldið á- fram að láta stjórnir landanna skrifa undir óuppfyllanlega samn- inga með þjóðarheiðurinn fyrir tryggingu. Heimsbankinn verður þá yfirstjórnarsetur og miðbankarnir stjórnir hinna ýmsu landa. Þess vegna höfum við nú eignast mið- banka hér í Canada. Þess má þó geta hér að Bandarikjastjórnin virðist hafa fleygt steinum í götu þessara fyrirætlana þeirra Roth- schildanna, hvernig sem hún sjálf kann að fara með eða nota þau yfir- tök, sem hún hefir náð i gullbrask- inu. Hér hefir nú i fáum dráttum ver- ið reynt að sýna fram á hvert stefn- ir undir leiðsögn hinnar orthodoxu hagfræði. Allir, sem opin hafa augu og vilja kynna sér þetta, geta séð að þjóðarframkvæmdum öllum, bæði framleiðslu og viðskiftum, er hagað eftir því hvort þær sé ábatasamar eða eigi, fyrir auðvaldið, sem á bak við stjórnirnar stendur. Social Credit stefnan heldur því fram að framkvæmdirnar eigi að stefna að því að uppfylla þarfir þeirra, sem í landinu búa, og að við eigum ekki að sækja um leyfi til þess, í hendur útlendra eða innlendra okrara, held- ur gera það í leyfi þeirrar nauðsynj- ar sem brýtur öll lög, og setur önn- ur ný. D. Leacock fanst hann sjá “allan bæinn” í veizlunni stóru í Van- couver, af því að þar voru saman safnaðir kaupsýslumenn, lögmenn, dómarar og biskupar.” En eg spái því að ef hann lifir fram yfir næstu kosningar í B. C. þá opnist augu hans fyrir því að hann hafi ekki séð allan bæinn. Hjálmar Gíslason.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.