Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1937 5 Sjávarútvegurinn 1936 Þegar litiS er til baka yfir áriS, sem er aS líSa, af sjónarhól sjó- manna og útgerSarmanna, ber meira á skuggum og döprum endurminn- ingum, heldur en á sóklskini og björtum bautasteinum, sem gætu orSiS til uppörvunar þeim atvinnu- vegi á næstu ókomnum árum. Þó er ekki hægt annaS að segja, en aS veSráttan hafi verið fremur hag- stæð svo ekki er henni um að kenna, en eins og kunnugt er, byggist af- koma sjávarútvegsins jafnan nokk- uð á henni, þó það sé ekki orðið eins afgerandi nú á seinni árum sið- an vélaaflið var tekið í þjónustu þessa atvinnuvegar, eins og meðan eingöngu var bygt á mannsaflinu.og seglunum. Saltfiskframleiðslan hefir nú um langan tíma verið aðalframleiðslu- vara sjávarútvegsins og útgerðin hefir því bygst á henni að mestu leyti, en óeðlilega lágt verð á þess- um aðalafurðum i mörg ár ásamt miklum óseldum birgðum, gáfu ekki glæsilegar vonir um viðunandi af- komu fyrir sjávarútveginn strax i byrjun ársins, og þegar svo þar við bættist margskonar takmarkanir og innflutningserfiðleikar til þeirra ianda, sem áður keyptu þessar af- urðir aðallega af okkur, þá var ekki að furða þó vertíðin væri ekki hafin með því kappi og bjartsýni, sem æskilegt var. Þó varð það úi, að flestöllum skipum var haldið úti á árinu með líku sniði og verið hefir áður, en sjór var ekki sóttur af sama kappi og oft hefir verið áður. Margir áttu erfitt um kaup á veiðarfærum og máttu alls ekki við því að missa mikið af þeim, þar sem möguleikar voru ekki fyrir hendi til þess að afla sér nýrra í stað þeirra sem töpuðust. Ofan á þetta bættist óvanalegt aflaleysi svo saltfiskframleiðslan nam ekki nema 3/5 hlutum af fram- leiðslu ársins 1935, eða ca. 30 þús. smálestum af verkuðum fiski, en var árið 1935 ca. 50 þús. smálestir. Af einstökum verstöðvum sunn- anlands varð aflinn hlutfallslega hæstur i Vestmannaeyjum eða um 5,300 smál. á móti 7 þús. smál. árið áður. Verkfall, sem stóð yfir í Vest- mannaeyjum þar til 20 febrúar dró þó mjög úr vertíð þar. Þó þorskveiðin gengi svo illa á árinu, þá voru ýmsar aðrar hliðar útgerðarinnar bjartari. Síldveiðin byrjaði um miðjan júní eins og vant er og kom fyrsta herpinótaskipið inn til Siglufjarðar með síld þann 15. júní. Síldin stóð óvanalega austarlega á síldarsvæðinu og urðu skipin að sækja mikið af afla sín- um austur að Langanesi fram eftir öllu sumri. Um tírna var þó einnig ágætis veiði út af Siglufirði og á nálægum svæðum, svo afli smærri skipanna var hlutfallslega eins góð- ur eins og þeirra stærri, sem lengra gátu sótt. Eins og vant er, barst svo mikið af síld að verksmiðjunum framan af sumri, að þær höfðu ekki undan að bræða. Urðu skipin því að liggja oft tímunum saman inni við bryggju og bíða eftir losun. Síldar- söltun byrjaði ekki fyr en eítir 20. júlí, eða um líkt leyti og undanfarin ár. Aftur á móti byrjuðu útlendu veiðiskipin, sem voru hér við land söltun miklu fyr. Fyrsta norska veiðiskipið sem kom til Noregs með síld frá ísafirði, landaði þar i,oc)o tunnum þann 15. júlí. Síldveiðin gekk yfirleitt mjög vel og afköst verksmiðjanna voru með bezta móti. Lagt var á land í bræðslu 1,069 þús. hektol. af síld á móti 550 þús. hl. árið áður. Bræðslu- síldarverðið var einnig mikiu hærra, eða kr. 5.30 fyrir málið (135 kg.) á móti 4—4.80 kr. árið áður. Af síldinni var saltað til útflutn- ings á árinu 249,215 tn. á móti 127,- 706 tn. árið áður. Árið 1935 voru gerðar allveru- legar tilraunir með að fiska karfa til bræðslu og gáfust þær tilraunir svo vel, að sumar verksmiðjur, sem áð- ur voru starfræktar sem síldarverk- smiðjur, fengust nú eingöngu við karfabræðslu, t. d. síldarbræðslu- stöðin á Sólbakka, ennfremur hin nýja verksmiðja á Patreksfirði, en ýmsar aðrar verksmiðjur, t. d. á Hesteyri, Djúpuvík og Siglufirði færðu sig yfir á karfavinsluna, þeg- ar leið á sumarið og nægileg sild fékst ekki lengur, því síldveiðin | varð mjög endaslepp og hvarf j snemma. Þá voru einnig gerðar tilraunir með karfaveiðar frá Austurlandi fyrir verksmiðjurnar á Norðfirði og Seyðisfirði, en þær tilraunr gáfu lítinn árangur. Togaraflotinn hélst óbreyttur á árinu, togarinn Leiknir sökk út af Vestfjörðum, en í hans stað kom nýr togari, Reykjaborg. Hvalveiðar voru stundaðar frá hvalveiðastöðinni í Tálknafirði af tveim skipum eins og árið áður og gekk mjög vel. Alls veiddust á þessu sumri 85 hvalir, þar af 7 búrhvalir. Þrátt fyrir það, að ekki var hægt að segja, að veðrátta hafi verið ó- hagstæð á árinu, þá hafa komið mörg snögg áhlaupaveður og valdið miklu tjóni á skiputn og bátum. Einnig hafa orðið óvenju miklir mannskaðar af völdum þeirra og hafa druknað hér við land á árinu 113 menn, þar af 69 íslenzkir. Það er ekki hægt að neita því að dimt er nú yfir sjávarútveginum og þeim atvinnugreinum, sem standa i sambandi við hann, en svo hefir oft verið áður. É1 hafa gengið yfir, mismunandi löng og dimm, en jafn- an hefir birt upp að lokum. Vér vonum að svo verði enn, að hið komandi ár færi okkur úr urðinni og ógöngunum inn á greiðfærari brautir heldur en þær, sem að baki liggja, en vaxandi vegur sjávarút- vegsins er jafnframt velmegun allr- ar þjóðarinnar.—Vísir 1. jan. Svifflug yfir Reykjavík f sumar er væntanlegur hing- að þýzkur leiðangur svifflug- manna með 3—4 svifflugvélar og ef til vill svifflugvél með hjálp- arhreyfli. Leiðangur þessi verð- ur á vegum Svifflugfélags fslands og gerður út af “Deutsche Luft- verband.” Þjóðverjar standa öllum þjóð- um framar í sviffluglistinni og hafa áður gert út svipaða leið- angra og hingað er væntanlegur, til Noregs og Finnlands. Hlut- verk þessara leiðangra er að This ad verttsement ls not inserted by the Government Ijlquor CJontrot Commtssion. The Commlsslon Is not responslhle for statements made as to the quollty of proitucts advertlsed miðla þekkingu og jafnframt efla áhuga fyrir svifflugi. f þessum mánuði verður lok- ið við smíði svifflugu sem tveir átugamenn hafa gert, bræðurnir Geir og fndriði Baldvinssynir. 1 þessari viku ætlar Sviiflugufélag fslands að hefjast handa og byrja á smíði svifflugu, sem verður eign félagsins. Smiðinni verður lokið i lok marzmánaðar. Efnið í þessa flugu hefir félagið keypt í Þýzkalandi og sá Agnar Koefod- Hansen formaður Svifflugufél- agsins um kaupin. Er efnið vandað og öll áhöld og hefii kostað félagið hátt á annað þús- und krónur. Smíði svifflugunnar haf a starfandi félagar i Svifflugufél. fslands með höndum. Eru þeir 30—35. Verður unnið að smíð- inni í flokkum og öll kveld vik- unnar. Bækistöð hefir Svifflug- félagið fengið í atvinnudeild há- skólans (á annari hæð) og verð- ur unnið að smíðinni þar. \ erða smíðaðir þar ýmsir hlutar flug- unnar, en hún síðan sett saman úti á víðavangi. Svifflugufélag fslands hefir starfað af miklum áhuga í vetur. Hafa verið haldnir fundir í fél- aginu á hverri viku og hefir for- maður Agnar Koefod-Hansen, stjórnað fundunum, sem hafa verið einskonar kenslufundir. Eru félagsmenn nú fullnuma (að svo miklu leyti, sem til þarf, vegna svilflugs, í flugeðlisfræði, flugveðurfræði og almennri svif- flugfræði. Þessa starfandi félagsmenn vantar nú ekkert annað en svif- fluguna til þess að þeir geti hafið æfingar í svifflugi. í sumar fá bæjarbúar áreiðanlega tækifæri til að sjá svifflug í lofti. En svo ga>ti þó farið, að ekki þurfi að bíða sumarsins. Heyrst hefir að svifflugan, sem hræð- umir Geir og Indriði Baldvins- synir hafa gert, muni verða reynd um miðjan þenna mánuð. Ef svo verður, þá mun Agnar Koefod- Hansen verða við stýrið. í vetur hefir verið unnið að því af kappi að gera Vatnsmýr- ina fyrir sunnan bæinn að hent- ugum flugvelli. Svifflugan mun sennilega verða reynd þar. — Mbl. 3. jan. Minningarstef Nú er Káinn fallinn frá, finst mér sá ei skaði bætast nái bræðrum hjá, boðnar að sjávar vaði. Andinn leið á æðra skeið hvar engin neyð kann buga, en yndis þreyða álfan heið allra seyðir huga. Ekkert kalla skal fram skjall, skáldsins fall að róma; hann þarf varla að hlýða á spjall heimsins palladóma. Hans voru ljóð af lífi og móð lögð í sjóð sem ekki deyr hjá þjóð meðan daggarflóð drýpur á fróðleiks bekki. Káinn söng svo hvein í röng hljóms af föngum kvæða; létti göngu ltfs í þraung ljóma spöngum flæða. Hræsnis káli að kasta á bál kaus hans sál að gera, og að stálhraust munar mál mætti óbrjálað vera. Sólin stund yfir sæ og grund sendi fundum gaman, árdagsstund í löguin lund ljúft við undum saman. Gaman, spaug og fyndni flaug frjálst úr augum þínum, í hverja taug, sem heilnæm laug, hal og baugalínum. Fræða dísin veglynd, vís, vel sem lýsir honum, hana fýsir fagran prís hann fái af íslands sonum. Nú er ljóða harpan hljóð, hér á slóðum fanna; tregar þjóðin andans óð á hið góða og sanna. Guðm. Elíasson. Gullbrúðkaup Þann 28. janúar síðastliðinn var þeim hjónum Eyjólfi Sveins- son og Jónu konu hans, haldið veglegt samsæti til minningar um, að þau höfðu verið 50 ár í hjónabandi. Fór athöfnin fram að heimili gullbrúðhjónanna, 562 Victor St. Byrjaði samsætið með því að sungin var sálmurinn “Hve gott og fagurt og indælt er, með ástvin kærum á samleið vera,” og síðan var flutt bæn. Gunnl. Jóhannsson, sem stýrði samsæt- inu, ávarpaði þar næst gullbrúð- hjónin með nokkrum orðum og afhenti þeim gjafir; var það silf- urdiskur með ofurþtilli peninga- upphæð. Einnig var gullbrúður- inni afhentur mjög fagur blóm- vöndur af June, dóttur-dóttur hennar. Þessu nwst tóku all- margir til máls og fluttu heið- ursgestunum lukku- og árnaðar- óskir. Enjifremur voru lesin upp nokkur sendibréf og símskeyti frá fjarverandi skyldfólki og vin- um, sein ýmsra orsaka vegna gátu ekki verið viðstaddir. Eftirfylgjandi sendu lukku- óskir og símskeyti: Mr. og Mrs. Ford, Selkirk; Mr. og Mrs. E. Johnson, Selkirk; Mr. og Mrs. Sigurður Sveinsson, Silver Bay; Mr. og.Mrs. Ásgeir Clemens, Sil- ver Bay; Mr. og Mrs. Ágúst Sveinsson, Silver Bay; Mr. og Mrs. Sigurður Sigfússon, Oak- view; Mr. og Mrs. Einar Sigurðs- son, Oakview; Mrs. Þorey Er- lindson, Gimli; Mrs. Sigríður Sveinsson, Gimli; Mrs. Sigríður Robertson, Steep Rock; Kristján l’jelsted, Lundar; Mr. og Mrs. St. Stefánsson, Winnipeg. Tvö af fimm börnum þeirra hjóna eru til heimilis í Winnipeg, Sveinn og Þóra (Mrs. Elliston). Talsvert var sungið um kveld- ið undir stjórn Páls Hallsonar, og virtist fólkið skemta sér ágtlega. Nokkrar konur meðal gestanna stóðu fyrir rausnarlQgum veit- ingum. Að endingu þakkaði gull- brúðguminn innilega öllum þeiih, sem á einn eða annan hátt hefðu stuðlað að þessu ánægjulega sam- sæti, og fyrir gjafirnar, vinarþel- ið og hlýhug allan sem konunni sinni og sér hefði verið sýndur. —Viðstaddur. “Lifir eik þó laufið fjúki” l'oldin geymir blöðin bleik Burt af greinum flúin. Blaktir líf í aldnri eik öllum skrúða rúin. B. S. Lindal. Dánarminning Þann 18. jan. s. 1. andaðist að heimili sínu við Riverton, Man., Sesselja Jóhannsdóttir Doll, kona Eyvindar Jónassonar Doll. Hún var fædd á Akureyri 10. des. 1881. Voru foreldrar hennar Jóhann Daníelsson og Kristín Eldjárns- dóttir, til heimilis á Akureyri. Barn að aldri misti hún föður sinn; var hún fóstruð upp af hjónunum Agli Árnasyni (Ander- son) og Guðlaugu Stefánsdóttir, er bjuggu á Bakka í Borgarfirði eystra. Ásamt þeim fór hún til Canada árið 1904. Gengu þau hjón henni í ágætra foreldra stað og héldu æfilangri trygð við hana. Árið 1905 giftist Sesselja Eyvindi Jónassyni Doll. Um fimm ára hil hjuggu þau á landnámi sínu í norðvestur hluta hinnar fornu Geysis-bygðar, en fluttu til Winnipeg árið 1912, og dvöldu þar tvö ár, en fluttu því næst til Riverton og bjuggu þar æ síðan. Börn þeirra eru hér nafngreind: Jónas, fiskimaður í Riverton, kyæntur; Jóhann Kristinn, er dó barn að aldri; Egilsína Guðlaug, dáin fyrir rúmum tveimur árum, er andaðist eftir langa og hug- prúða baráttu við ólæknandi sjúkdóm er leiddi hana til dauða; Elínborg Guðrún, gift Norman Bruce; Páll Lindberg, heima; og Jóna Sigriður. Sesselja heitin var mjög iðju- söm og dugandi kona, er af fremsta megni studdi mann sinn í lífsbaráttunni, og átti ávalt fús- leika til að fórna í þarfir heimilis slns og ástvina. Börnuni sínum og barnabörnum vildi hún hvert mein græða. Vart mun hún hafa á heilli sér tekið um mörg síð- ari æfiár, en gekk þó þolinmóð og þróttlunduð móti örlögum lífs- ins, baráttu þess og barnamissir. Hún var veik í fjóra mánuði áður en dauðinn bar að. útför ast haft annað að starfa. Hann mun ekki hafa tekið mikinn þátt í opinberum málum en merkur inaður og vandaður var hann og alstaðar vel metinn. Eftirlifandi systkini Ágústs eru: María, Mrs. I. Árnason, Wel- wood, Man.; Guðrún, Mrs. Ed. Monty, Bedworth, Ont.; Halldóra, Mrs. Wm. Lowes, Quill Lake, Sask.; Tómas Frímansson, Cava- lier, N. Dak. M. B. H. hennar fór fram frá heimilinu og kirkju Bræðrasafnaðar í Riv- erton þann 27. janúar að mörgu fólki viðstöddu. Börn hinnar látnu komu heim úr fjarlægð til þess að vera viðstödd útförina. Einnig var þar viðstödd fóstur- systir hennar, Mrs. P. S. Pálsson frá Winnipeg. S. ó. Kristján Agúst Frímansson Fjórða nóvember s. 1. andaðist í Farmingdale, Sask., .einn af landnemum þess fylkis, Kristján Ágúst Frímansson frá Ljótsstöð- uin í Vopnafirði. Ágúst, eins og hann var alment kallaður, var fæddur Jónsmessu- daginn 21. júní 1863 í Berufirði í Suður-Múlasýslu, og voru for- eldrar hans Fríman Ágústsson læknis á Ljótsstöðum í Vopna- firði og Ingibjörg Jónsdótlir, ættuð úr Berufirði. Var hún1 systir Vilborgar konu Þorvaldar í Kelduskógum og móður Stígs Þorvaldssonar og þeirra barna. Á áttunda ári fluttist Ágúst með foreldrum sínum norður í Vopnafjörð og settust þau að á Ljótsstöðum hjá föður Frímans] og þar ótst Ágúst upp og naut til- sagnar afa síns sem var hinn mesti menta mr.uða Hann byrjaði búskap á bæ sem hann bygði sér skamt frá Lýt- ingsstöðum austan Selár í Vopna- firði. Þar var hann nokkur ár en fluttist til Ameríku árið 1903 og giftist um það leyti eftirlif- andi konu sinni Pálínu Björns- dóttir Árnasonar og Vilhelmínu Jónsdóttur, sem bæði voru ættuð af Jökuldal. Þegar til Vesturheims kom, voru þau hjón Ágúst og Pálína um tíma í nánd við foreldra hans skamt frá Akra, N. Dak. Fluttn svo þaðan og norður í Hólabygð- ina sem Eölluð er norðan við Argyle nýlenduna í Manitoba. Þaðan fluttu þau 1906 á heimilis- réttarland sitt sem Ágúst nam skamt frá Quill Lake, Sask. Þar bjuggu þau þangað til 1912 að þau fluttu til bæjarins Quill Lake og stunduðu þar mjólkursölu þangað til 1933. Settust þau hjón þá í helgan stein, enda voru börnin þá komin frá þeim, dótt- ir þeirra, Halldóra (Mrs. Press), gift kona í Farmingdale, Sask., og sonur, Þorvaldur, bankastjóri í Regina, Sask. f febrúar 1935 fékk Ágúst heilablóðfall. Fluttist hann eftir það til Farmingdale til að vera nærri dóttur sinni; þar fékk hann aftur slag 4. nóv. 1936 og dó þann sama dag, eins og áður var sagt. Hann var jarðaður i Quill Lake grafreit 9. nóv. s. 1. Ágúst Frímansson sá eg aldrei eftir að eg var tólf ára, hann átján, og get því ekki lýst útliti hans en því man eg eftir að hann var hið mesta snyrtimenni, orð- var, stiltur og aðgætinn. Hann var dverghagur frá blautu barns- beini, gaf sig mest að smíðum, þegar eg man eftir honum, og fórst alt vel og myndarlega. Þeg- ar hann sat yfir ánum á Ljóts- stöðum hafði hann með sér spýt- ur og tálgaði taflmenn sem voru bæði snotrir og smekklegir, enda var faðir hans járnsmiður góð- ur, en öll listfengi er sömu ættar. Ekki veit eg hvort hann gaf sig að smíðum eftir að til Vestur- heims kom, enda mun hann oft- Ha*fa G00D GARDEN \PlentijcfEvenjthw(i '"’W tcEat’fresh• œnrtfoL, 'fíimJ&L! L Big Översize Packe FAYDENSE 0 n 1M 3 Íds} i Pfg PACKET 1 McFAYDBN FRÆ KOSTAR LtTIÐ EN FRAML.EIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver pvt að borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin við McFayden fræ liggja ekki I líVgu verði, heldur hinu, að hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks titsæði, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til yðar en koma ekki frá umboðssölu hylkjunum í búðunum. Fræ er lifandi vera. pvi fyr er það kemur þangað, sem því skal sáð, hess betra fyrir það sjálft, og þann er sáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ það, sem hann kaupir sé lífrænt og nýtt. Með nýtlzku á- höldum kostar það ekkert meira, að setja dagsetningu á pakkana, þegar frá þeim er gengið. pví A EKKI DAGSETNINGIN AB STANDA? Hin nýja breyting á útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en við höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vfsindalega rannsakað og fult af llfi; alt prðfað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur I Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent I búðir I umboðssölu pökkum myndum vér eiga mikið ðselt I lok hverrar árs- tlðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um slíkt tap að ræða, er hlyti að hafa I för með sér hækkað verð á útsæði. Ef vér gerðum það ekki, og sendum það út I pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. pessvegna seljum vér aðeins beint til yðar, og notum ekki um- boðssötuhylkin; fræ vort er ávalt nýtt og með því að kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. BIG 25c Seed Special | TIu pakkar af íullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 25 cents, og þér fáið 25 centin tll baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þú má senda frlmerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lltið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið slðan 1910. NEW-TESTED SEED Every, Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to 50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This paeket will sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 ft. of drlll. RADISH—French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TITRNIP—Canadian Gem. Ounce sows 75 ft. of row. $200°°CashPiizesS2002ý 1 hvelti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt I. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- safni. eða gegn pöntun. ÓKEYPTS.—Klippið úr þessa aug- lýsingu og fáið ökeypis stóran pakka af fögrum blómum. Mikill afaldttur til frta-aa og er frd þvi skýrt i frœskrdnni. McFnydfn Seed Co., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.