Lögberg - 04.02.1937, Blaðsíða 8
V
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1937
Úr borg og bygð
ÍSLENDINGA MóT FRÓNS
verður haldið annan dag Þjóð-
ræknisþingsins þ. 23. febr. n. k.
í hinum nýja sal Good Templara.
Hefir stjórn F'róns vandað sem
bezt má vera til hátíðar þessarar,
sem dæma má af skemtiskrá
mótsins. Ræðu heldur hinn mik-
ilsvirti skattstjóri frá St. Paul,
hr. Gunnar B. Björnsson, er öll-
um islendmgum er kunnur fyrir
gáfur og mælsku. Fnnar Páll
Jónsson flytur stutt frumsamið
kvæði. Einsöngva syngur frú
Sigríður Olson og er hennar
listastarf svo alkunna að enginn
mun sitja af sér tækifæri að hevra
hennar túlkun að þessu sinni.
Til sýnis verður og mót eða líkan
af íslandi er sýnir í upphleyptum
hlutföllum hæðir, jökla, dali og
vötn og firði landsins. Mun séra
Bögnv. Pétursson skýra það með
fáeinum orðum. Kýmnisskáldið
Lúðvík Kristjánsson mun sem
undanfarin ár flytja eitt af kvæð-
um sínum. Seytján manna
karlaflokkur syngur þekt og vin-
sæl islenzk lög og hópur barna
syngur íslenzk þjóðlög á íslenzku
og mun mörgum þykja slíkt ný-
lunda hér í Winnipeg. Þá verða
ágætar veitingar og dans. í þetta
sinn mun nefndin hafa í hyggju
að hafa æfðan og vanan flokk
hljóðfæraleikara að leika fyrir
dansinum. Almenningi gefst því
tækifæri að njóta þetta kveld
margs er alls ekki verður á boð-
stólum á neinum öðrum samkom-
um ársins. V'erður samkoma
þessi nánar auglýst í næstu blöð-
um Lögbergs.
Mr. Hjálmar A. Bergman, K.C.,
fór austur til Ottawa á föstudag-
inn var til þess að flytja mál fyr-
ir hæztarétti Canada.
Messuboð
V'ið hádegismessu í Fyrstu lút-
ersku kirkju næsta sunnudag
verður minst aldar - afmælis
heimsfræga prédikarans Dwight
L. Moodv (f. 5. febr. 1837). Sókn-
arpresturinn flytur þar erindi um
þetta andans stórmenni. — Á
sunnudagskveldið prédikar séra
Jóhann Bjarnason.
Selkirk Lúterska Kirkja
Næsta sunnudag verða guðs-
þjónustur sem fylgir:
Kl. 11 árd., sunnudagaskóli.
Kl. 2.30 síðd., söngæfing.
KI. 7 síðd., ensk messa. -
Allir boðnir og velkomnir.
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.
Messur i Gimli prestakalli
næsta sunnudag þ. 7. íebrúar:
Betel—á venjulegum tíma.
Gimli—kl. 7 e. h„ íslénzk
messa. Það eru vinsamleg til-
mæli safnaðarráðsins og prests-
ins, að sem allra flestir meðlimir
Gimli safnaðar sæki þessa messu
og ef til vill til úrslita mjög áríð-
andi mál.
Sunnudagaskóli Gimli safnað-
ar, kl. 1.30 e. h.
Fermingarbörn á Gimli koma
saman á prestsheimilinu, föstu-
daginn þ. 5. febr. kl. 4 e. h.
B. A. Bjarnason.
Mannalát
\ralgerður Björnsdóttir Fred-
erickson, ekkja J. Tryggva F'red-
erickson, er lengi bjó í grend við
Kandahar, Sask., andaðist í Sask-
I atoon á mánudagsmorgunin'var.
F’er útför hennar fram frá kirkj-
unni í Kandahar á fimtudaginn.
Hún var systir Dr. Björns B.
Jónssonar og þeirra systkina. Dr.
Björn fór vestur í gær að jarð-
syngja systur sína.
Hjónavígslur
Gefin saman í hjónaband þann
23. jan. s. 1. voru þau Mr. Kári
Gunnlaugur Oleson, frá Glenboro,
og Mrs. Helga Emily Oleson, frá
Riverton. Séra Jóhann Bjarna-
son gifti og fór hjónavígslan fram
að heimili hans, Ste. 14 Glenora
Apts., 774 Toronto St„ hér í borg.
Eg hefi fyrir nokkru síðan sent
reikninga til allra þeirra er
skulda mér fyrir bækur eða tíma-
rit. Margir hafa borgað, en þó
eru fleiri sem eg hefi enn eigi
fengið nein skil frá. Vil eg nú
mælast til að allir þessir láti eigi
lengur dragast að senda mér póst-
ávísan. Þetta eru smáupphæðir
í flestum tilfellum, en safnast
þegar saman kemur, og eg verð
að borga mínar skuldir til útgef-
endanna.
3. febrúar 1937.
Magnús Pcterson.
313 Horace St„
Norwood, Man„ Canada.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
sinn nSesta fund á heimili Mrs. P.
J. Sivertson, 497 Telfer Ave„ á
miðvikudagskveldið þ. 10. þ. m.
kl. 8.
PHONE 86 685
“THE CAREFUL CLEANERS”
Sérstök Vctrar Vilkjör
Karlmanna alfatnaðir,
Kvenkjðlar, algengir og
samfeldir
þurhreinsaðir fagurlega
Aðeins 75c
Tilboðið gildir í einn
mánuð
MORRI/
# ▼ 1 DkYCLEANERS L DYEkS
Landkönnunarferðir
Livingálone’s
(F'ramh. á 7. bls.)
gefið burðarstólinn. Og loftslag-
ið var eins slæmt og hugsast gat
í þessum votlenda frumskógi, og
þar á ofan bættist steypiregn á
hverjum degi. 27 apríl skrifaði
hann í síðasta sinn í dagbókina
línurnar, sem tilfærðar eru í upp-
hafi greinarinnar. 29. apríl and-
aðist hann.
Trúustu þjónar Livingstone’s,
þeir Susi og Tsjuma, yfirgáfu
ék.ki lík herra síns. Eftir að þeir
höfðu smurt líkamann svo vel
sem unt var, fluttu þeir sinn
kæra “Master”, áhöld hans og
handrit til strandar, við stöðug-
ar hættur og erfiðleika, og áfram
til Englands, og þar er nú gröf
David Livingstone’s í West-
minster Abbey.
Manni finst langt síðan. Og þó
eru þessir atburðir oss svo ná-
lægir, að einn þeirra, sem við-
staddur var hinn sögulega atburð
er þeir fundust, Livingstone og
Stanley, lifir enn þann dag í dag
og getur skýrt frá þessum fræga
atburði í frumskóginum og því
sem siðar skeði. Þegar amerisk-
ur landkönnuður, Charles Wel-
lington Furlong, nýlega fór sömu
leið og Livingstone, hitti hann
fyrir sunnan Bambasa í Kenya
Frú Kristín Gunnlaugsson frá
Wynyard, sem dvalið hefir í borg-
inni um hrið sér til heilsubótar,
hélt heimleiðis á þriðjudaginn.
Mr. John Gunnarsson frá Win-
nipegosis, Man„ er staddur í borg-
inni um þessar mundir.
Áætlaðar messur i febrúarmán-
uði:
7. febr.—Árborg, kl. 2 siðd.
14. febr.—Vídir, kl. 2 síðd.
21. febr.—Geysir, kl. 2 síðd.
21. febr.—Árborg, kl. 8 síðd.—
ensk messa.
28. febr.—Riverton, kl. 2 síðd.
Sigurður ólafsson. ‘
—-----------------------------------------—■+
Social Credit Fundur
Almennur fundur verður haldinn í I.O.G.T. Hall á
Lundar á miðvikudaginn þann io. þ. m„ kl. 2.30 e. h.
Ræðumenn: Hjálmar Gíslason, á íslenzku
Salome Halldórson, M.L.A.,
á ensku.
Allir boðnir og velkomnir!
C'OCH>OCZ>OC
Verzlunarmentun
Oumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram
óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGENT, WINNIPEG
>0d0C30CD0C30CD0C
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
Mr. Jónas Helgason, frá Dafoe,
Sask., sem dvalið hefir í borg-
inni um hríð, er nýlega farinn
heim.
Mr. og Mrs. J. B. Johnson frá
Kandahar, sem dvöldu í borginni
um síðustu helgi, héldu heim-
leiðis á þriðjudagskveldið.
Stjórnin í Tékkóslóvakíu hefir
látið marga bændur þar í landi fá
ryksugur. Er ætlast til, að þeir noti
þær til þess að halda kúm sínum
hreinum, og á mjólkin úr þeim þá
að verða betri en ella.
Minniét BETEL
*
1
erfðaskrém yðar !
ATJÁNDA ÁRSÞING
Þjóðræknisfélagsins
verður haldið í
GOODTEMPLARAHÚSINU VIÐ SARGENT AVE.
WINNIPEG
22., 23., og 24., febrúar 1937
DAGSKRÁ—
1. Þingsetning 8. Útbreiðslumál
2. Skýrsla forseta 9. Fjármál
3. Kosning kjörbréfa- 10. F'ræðslumál
nefndar 11.. Samvinnumál
4. Kosning dagskrár- 12. útgáfumál
nefndar 13. Bókasafn
5. Skýrslur embættis- manna 14. Kosning emættismanna
6. Skýrslur deilda 15. ólokin störf
7. Skýrslur milliþinga- 16. Ný mál
nefnda 17. Þingslit
Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess
heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja
tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir full-
trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á
þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildar-
innar.
Þing sett mánudag. morgun 22. febrúar kl. 9.30.
Þriðjudagsmorgun þ. 23. kl. 9.30 kemur þing saman
að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8 heldur
deildin F'rón sitt árlega fslendingamót. Miðvikudagsmorg-
un hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Það
kveld þ. 24. kl. 8 fara fram þingslit.
Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum
verður gerð siðar.
Winnipeg, 26. janúar 1937.
f umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins
Rögnv. Pétnrsson, forseti Gísli Johnson, ritari
Business Cards
%
Kushner’s Grocery
676 SARGENT AVE.
Ávalt ferskir dvextir og
glœnýtt kjöt.
Vörur sendar heim.
Sími 37 608
Wellington Bakery
764 WEL.LINGTON AVE.
Eina íslenzka bakaríið í borginni.
Vörur sendar greiðlega heim.
Pantanir utan af landi skjótlega
afgreiddar.
Sími 25 502
lsabel MacCharles
Florist
618 PORTAGE AVE.
Te og hressingarskáli; lesið I
sand af prinsessu Nadjah og
hjðlum hamingjunnar snúið.
Sími 36 809
níræðan svertingja að nafni —
Chengwembi.
Chengwembi var að vísu tek-
inn ag kikna undir sínum 90 ár-
um, og minni hans farið að gefa
sig. En nokkrir atburðir voru
þó óafmáanlega skráðir í heila
hans, og þeir myndu ekki gleym-
ast svo lengi, sem hann ekki hætti
að hugsa.
Það var daginn, sem Living-
stone dó og nstu vikur. Við
bjarmann af hál isvertingjanna
tóku þeir um kveldið hjarta hins
dána og grófu það undir stóru
tré við Hala. Og í stofn þessa
tré skáru þeir merki og nokkur
orð. Síðan höfðu þeir Susi og
Tjuma og svertingjalæknir einn
tekið að smyrja líkið og sólþurk-
uðu það síðan með þvi að snúa
því stöðugt klukkustund eftir
klukkustund, dag eftir dag, þar
til fH?rt þótti að hefja ferðina til
strandar. Chengwemhi hafði hor-
ið lík hins hvíta höfðingja síns
eins og hinir, og varið það villi-
dýrum eins og hinir. Þúsund
enskar mílur og meira til gengu
þeir, og urðu altaf að vera á
verði. En að síðustu var mark-
inu náð.
Þetta mundi Chengwembi, og
þetta var hans stolt.
Það var Livingstone sem opn-
aði Afríku. Þar sem hann með
óendanlegu striti og erfiði hraust
áfram við Victoriufossana, þar
ferðast í dag “túristinn,” sem
kemst þangað í járnbraut, flug-
vélar sveima nú yfir Nílarupptök-
unum og setjast á Njassa, þar
sem stríðsbátar villimanna rugg-
uðu forðum. Og þar sem bumb-
an uðu forðum. Og þar sem
stríðsandi tam tam boðskap til
bæja og kynflokka, þar liggja nú
símalinur.
Þetta er fyrst og fremst að
þakka David Livingstone. Eftir-
maður hans er Henry Morton
Stanley.—Alþbl. 3. jan.
The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG.
Jakob F. Bjarnason TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stórum. Hvergi sanngjarnara verð.
Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909
Peningar til láns
út á heimili yöar, ræktaðar
bújarðir og hús í bæjum.
International Loan Company
304 TRUST & LOAN BUILDING,
WINNIPEG
Slmi 92 334
RUMFORDS
Stærsta og fullkomnasta Laundry
og þurhreinsunar verkstofa í
Brandon.
1215 ROSSER AVE.
SMI 2181
Skrifið oss og spyrjist fyrir
um verð.
Sendið nautgripi yðar á
Brandon markaðinn
og sannfærist að þar sé
hagkvæmust verzlun.
Peningar greiddir út í hönd.
Brandon Packers, Ltd.
901 ASSINIBOINE AVE.
Brandon, Man.
SPECIAL !
Large Reduction on Discon-
tinued Lines—Watches, Silver,
Jewellery — All High-Class
Merchandise.
—This Is Your Opportunity—
447 PORTAGE—Winnjpeg
. (“Opp. "Bay”)
Marriage Licenses
Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT TAXI
PHONE 34 556 - 34 557
SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Manager
WILDFIRE COAL
“DRUMHELLER”
Trademarked for Your Proteotion
Look for the Red Dots.
LUMP .................$11.50 per ton
EGG ..................$11.00 per ton
PHONE 23 811
McCurdy Supply Co. Ltd.
ROSS ó- ARLINGTON
Fuel License No. 33