Lögberg - 25.03.1937, Blaðsíða 3
LiöGBEítG, FIMTUDAGINN 25. MABZ 1937
3
ZIGZAG
Urvals pappír í úrvals bók
2 Tegundir
SVÖRT KÁPA t BLÁ KÁPA
Hinn upprunalegi þunni vindl-
inga pappir, sem flestir, er
reykja “Roll Your Own” nota.
Biðjið um : verksmiðju. Biðjið um
“ZIG-ZAG” Black Cover | “ZIG-ZAG” Blue Cover
“Egyptien” úrvals, h v 11 u r
vindlinga pappír — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindling-
ana eins og þeir væri vafðir I
um rökum bygt, og ef til vill 'hiÖ
rétta, því kaamást sparnaður á, sem
föst regla fyrstu ár búskaparins,
væri það búskaparlag líklegt að hald-
ast og færi þá fjárhagurinn stöðugt
batnandi.
Svo vildi nú til, að Betel byrjaði
að starfa j>egar illa lét í ári. Raun-
ar var framleiðsla jarðarinnar með
venjulegum hætti, eða um það, en
liugir manna ‘ voru niðurbeygðir.
Stríðið mikla var svo að segja ný-
skollið á. Alt framkvæmdalíf var
lamað. Öll viðskifti voru að fara á
ringulreið. Megnum óhug sló yfir
alt mannlíf. Allir voru óttaslegnir
og annars hugar. Stór fyrirtæki
voru að velta um koll. Menn, er
mikið höfðu haft með höndutm* voru
að verða eingalausit. Jafnvel stjórn-
ir landa og fylkja drógu stórkost-
lega úr opinberuin störfum. Fjár-
sýslumenn kiptu að sér hendinni og
vildu sem minst fé hafa í veltu.
Kom flestum saman um, að ill tíð
væri á ferð og’varasöm mjög, þó
jarðargróður væri sæmilegur. Alt
mannlegt skipulag hafði eins og
losnað úr böndum, og það sem lengi
hafði staðið og virzt að reynast vel,
var að fara i mola.
Þannig var ástatt þegar Betel
byrjaði búskap sinn. En alt fór vel.
Heimilið eignaðist vini í öllum átt-
um. Góðhugur fólks streymdi til
stofnunarinnar allstaðar að. Fólkið
gaf af smáum efnum og stórum. Fór
svo fram um rnargra ára skeið, að
Betel lifði að mestu, á frjálsum
kærleiksgjöfum alls þorra íslenzks
almennings hér vestra.
Þó mun sága heimilisins ekki vera
öllum fyllilega kunn frá þeirn tím-
um, er hér ræðir um. Mun efna-
hagurinn stundum hafa staðið ærið
tæpt. Kom það sér þá vel að ráðs-
konur, þær Mrs, Ásdís Hinriksson
og Miss Elenóra Júlíus, kunnu að
fara haganlega með lítil efni, kunnu
að spara og gjöra gott efni úr þvi
sem lítið hafði kostað. Og þá kom
það sér líka vel, að ráðsanaðurinn,
Óli W. Ólafsson, var hinn hyggni og
duglegi búmaður, er bæði kunni að
nota sér fiskiveiðar vatnsins og að
auka framleiðslu búskapar heimilis-
ins á landi, svo að. miklu munaði.
Hefði Betel ekki notið þessarar
góðu forstöðu innan heimilis og
utan, hefði saga þess orðið önnur
og lakari en raun varð á. En sagan
varð góð og hefir verið hin bezlta
alla tíma síðan.
Eftir að ellistyrkurinn var lög-
leiddur í Manitoba og í öðrurn vest-
urfylkjum Canada, hefir efnahagur
Betel sjálfsagt stórurn batnað. Þó
er þar stöðugt eitthvað af fólki sem
ekki getur borgað og er þar frítt.
Sömuleiðis hafa gjafir almennings
stórum minkað. Mun það stafa af
slæmum efnahag margra, og um leið
af þeirri hugsun, að heimilinu sé
borgið ineð ellistyrknum. Sú hugsun
væri rétt, ef alt vistfólk hefði elli-
styrk og allir gætu borgað, en það er
öðru nær en svo sé. Bæði er þarna
fólk, sem ekki er orðið nógu gamalt
til að fá ellistyrk, og aðrir hafa
komið þaðan sem enginn ellistyrkur
er enn til, og eru þarna án borgun-
ar. Er því heimilinu stöðug þörf á
hjálp frá almenningi, þó neyðin sé
ekki sú er stundum var í gamla daga.
Sömuleiðis hefir stærri gjöfum
fækkað. Ein hin nýjasta er þúsund
dollara gjöfin frá Guðna bónda
Brynjólfssyni, í Þingvallanýlendu,
er gefin var síðastliðið sumar og
getið var um í blöðum og tíðindum
kirkjuþings á þeim tíma. Var það
fallega gjört af hinum íslenzka, veg-
lynda bónda og gott til eftirdæmis
fyrir hverja sem mögulega geta
komið því við, að gefa slikar rnerki-
legar gjafir.
Á seinni árum hafa verið gjörðar
stór-umbætur á byggingu Betel, sér-
staklega á eldra hluta heimilisins.
Öll herbergi eins og gjörð upp af
nýju. Gamlir gólfdúkar hafa verið
rifnir upp og nýir lagðir i staðinn.
Veggir allir gjörðir eins og nýir og
viðarverk sömuleiðis. Stigar og
gangar allir lagaðir. Úti fyrir hafa
steinsteypu .gangstéttir verið lagðar,
í viðbót við þær er áður voru fyrir.
Blómabeðir hafa verið stækkaðir og
nýir ræktaðir i viðbót. Sömuleiðis
grasblettir stórir og fallegir, tré
plöntuð m. fl. Alt þetta hefir kost-
að mikið fé og mikla fyrirhöfn. Ein
nýjasta umbótin er eldlúður einn
mikill, nokkurs konar Gjallarhorn,
er þeyta má, ef eldur kemur upp í
heimilinu. Er lúðurinn svo róim-
sterkur, að engum verður svefnvært
innan veggja á rneðan hann er þeytt-
ur. Út á við mun hann gjalla það
rösklega, að vekja má allan bæjar-
lýð, þó um hánótt sé. Að degi til
væri það enginn vandi. Þegar kunn-
áttumenn héðan úr borg voru að
koma þessum eldlúðurs útbúnaði
fyrir á Betel, síðastliðið sumar, og
þeir voru að prófa kraft lúðursins,
var eg staddur æði langt frá Betel,
en vissi hvað, um var að vera, svo
mér var innan handar að gizka á
hversu vel myndi duga ef á lægi.
Virtist mér, að svo imætti vel þeyta
Gjallarhorn þetta, að vekja mætti
allan bæinn, þó um nótt væri. Ekki
kanske allan bæinn í einni svipan,
en undir eins næsta umhverfi og svo
hvað af hverju, þar til allur bærinn
væri vaknaður. Mætti það þá vera
meira en lítill eldur, ef ekki væri svo
sem á svipstundu hægt að bjarga öllu
fólki úr heimilinu, eða þá slökkva
bálið fljótlega, með þeim mannafla
er stefna mætti saman undir eins og
eldsins yrði vart. En að eldur kom-
ist nokkuð áleiðis til skaða, á Betel,
áður en hans yrði vart, er næsta ó-
liklegt, þvi að vökukona er þar á
ferli allar nætur. Er þáð hið.æski-
legasta fyrirkomulag og ein hin
bezta trygging fyrir, að afstýrt verði
manntjóni af eldi eða nokkurum
öðrum háska, eða slysum sem mögu-
legt er að fyrir geti komið að nóttu
til. Á daginn er hættan vitanlega
tiltölulega lítil, þar sem vel flestir
eru þá á fótum.—
Heimilislíf á Betel er býsna svip-
að því er gjörist á stóru og góðu
sveitaheimili á íslandi. Get eg um
þetta borið af eigin reynd, því eg
dvaldi þar á heimilinu um nokkurt
skeið, seinast á árinu 1930 og
snemima á ári 1931, rétt áður en eg
tók að mér prestsþjónustu á Gimli,
er varð nokkuð á sjötta ár. Gat eg
vel borið þetta saman í huga mínum
við sérstakt, mannmargt ríkisheimili
á íslandi, þar sem eg einu sinni átti
heima, þegar eg var drengur. Það
heimili þótti fyrirtnynd í flestu og
var það líka. Húsbænclur* höfðu
hina beztu stjórn á öllu. Vinnufólk
tók sér snið eftir þeiini er völdin
höfðu. Alt fór fram með friði og
beztu reglu. Guðrækni ríkti á heim-
ilinu. L mgengni öll og samkomulag
var hið ágætasta.
Svo var þetta einnig á Betel.
Komst eg að þeirri niðurstöðu þá,
að öllu gömlu fólki þar, sem ekki
væri því skapverra, gæti liðið þar á-
gætlega. Bæði forstöðufólk og
vinnufólk virtist gjöra alt sem á
þeirra valdi stóð, til að hlynna að
öllum, sem það vildu þiggja. Væri
einhver í svo vondu skapi, að hann
vildi ekkert gott þýðast, gat eg tæp-
lega láð nokkurum þó hin skapilla
sál væri látln sigla sinn eigin sjó um
klukkustundar bið, eða vel það, áður
en ný kostaboð væru boðin. Þegar
svo reiðin var runnin af hinu elli-
inædda barni og skapið komið í samt
lag, gat það notið allra gæða heim-
ilisins, vel og eftirtölulaust, eins og
ekkert hfði ískorist. Þannig var
þetta þegar eg var persónulega
kunnugur daglegu heimilislífi á
Betel fyrir sex til sjö árum. Og þó
eg sé ekki eins kunnugur daglega
lífinu þar í seinni tíð, eins og eg var
í þá daga, þá veit eg að þetta er ekki
síður þar nú. Ráðskonan, Miss Inga
Johnson, er tók við stjórn heimilis-
ins nærri byrjun árs 1933, hefir
reynst hreinasta fyrirmynd í stjórn
og forstöðu Betel. Fer svo mikið
orð af þessu, bæði innan 'heimilis
og utan, að ekki verður betra á kos-
ið,—
Ekki var laust við, fyrst eftir að
nýja ráðskonan kom, að orð væri
á þvi gert, að nú væri farið að
dekra ofmikið við gamla fólkið á
Betel. Það væri hætt að deyja.
Lífið væri treint i því, með sérstöku
dekri i mataræði, svo það væri að
verða ódauðlegt. Væri þá spursmál
nokkurt um hvort nokkur gróði væri
í fyrir heimilið, að fá þessa kunnáttu
sömu ráðskonu, er héldi öllum lif-
andi, hversu hrurnir sem þeir væru,
og kærni þar með i vég fyrir, að
pláss losnuðu handa þeini er biðu
eftir að komast þar inn. Og ekki
nóg með það, heldur var því líka til
dreift, að jarðarfararstjórar væru
að verða úrillir út af dauðaleysinu á
Betel. Liklega hefir nú einhver
spaugsamur náungi fundið upp á
því, til að gera umtalið ofurlítið
sögulegra.
Sennilega var það að mestu eða
öllu eintóm tilviljun, að dauðsföll-
um virtist fækka fyrst eftir að nýja
ráðskonan tók við. Þó kom atvik
nokkurt fyrir um það leyti, er ekki
var með öllu ómerkilegt. Gamall
rnaður, níræður að aldri, virtist vera
að fram kominn. Lá í eins konar
dauðamóki í tvo eða þrjá sólar-
hringa. Bjóst ráðskonan við, sem er
æfð hjúkrunarkona, að gamli mað-
urinn væri á förum. En svo rakn-
ar kamli maðurinn við og er talsvert
hress. Segir hann þá að hann haldi
að sér m.yndi batna, ef hann fengi
nýja lambakjötsúpu. Það var sent
undir eins eftir nýju lambakjöti og
súpan tilreidd hið bezta. Gamli
maðurinn, er verið hafði þjóðhaga-
smiður, hraustménni og víkingur til
vinnu, alvanur að koma fyrir góð-
um máltiðum, borðaði nú súpuna af
beztu lyst, og v^fð hinn ánægðasti.
Fór honum úr því batnandi dag frá
degi. Lifði talsvert á annað ár eftir
þetta. Komst á annað ár yfir nírætt,
áður en hann safnaðist til feðra
sinna.—
Urn aðra sögu er mér kunnugt
sem sýnir hve gott heimili Betel er
og hefir æfinlega verið. Sú saga
er nqþkuru eldri. Gerðist fyrir eða
um 1930. Gamall maður, er búinn
var að vera býsna lengi á Betel, var
tekinn þaðan í burtu og settur inn
á enskt gamalmennaheimili. Hann
var í ein'hverju bræðrafélagi og það
voru félagsbræður hans er gerðu
þetta. Hvort meiningin var að bæta
hag garnla mannsins með þessu til-
tæki, eða hvað bræðrunum gekk til,
veit eg ekki, en garnli maðurinn varð
hinn óánægðasti með nýju vistina og
strauk og komst til Betel aftur.
Félagsbræður gamla mannsins
komu og fóru með hann aftur í nýju
vistina. En það kom fyrir ekki.
Hann strauk i annað sinn og komst
til Gimli. Maðurinn var nærri mátt-
laus í hönd og fæti annars vegar og
átti afar erfitt með að ganga. En
frá járnbrautarstöðinni á Gimli, til
heimilisins, sem er talsverð vega-
lengd, þeyttist gamli maðurinn með
þeim kröftum sem hann átti til og
kom eins og flóttamaður inn um
kjallaradyr, að baka til á Betel, og
bað Miss Júlíus fyrir alla muni að
segja ekki til sín, því hann bjóst við
að bræðurnir væru á hælum sér, að
keyra sig til baka aftur í vistina
ensku, og var hann að hugsa um að
fela sig. En ef eg man rétt, þá
þreyttust bræðurnir á þessum elt-
ingaleik og létu gamla manninn eiga
sig. Var hann á Betel það sem eftir
var æfinnar og var 'hinti ánægðasti.
Maður þessi hafði kornið mjög
snemma á tíð frá íslandi, þá ungur
maður, var alfær í ensku, svo það
var ekki tungumálsins vegna að hann
undi ekki hag sínum á enska heirn-
ilinu. Það var munurnn á heimil-
unum sem hér var um að ræða.
Betel var hið góða heimili, var svo
gott, að áliti garnla mannsins, að það
var þess vert, í óþökk bræðranna og
með mikilli fyrirhöfn, að strjúka
þangað tvisvar sinnum. —
Að sumri til, á Betel, er talsvert
um skemtanir. Þá koma kvenfé-
lögin íslenzku í heimsókn hvert á
fætur öðru. Er þá slegið upp veizlu.
Konurnar koma með veizlukost all-
an og er veitt að íslenzkum sið, af
rausn mikilli og höfðingsskap. Síð-
an er sungið bæði af list og áhuga.
Fara þá og fram stutt ræðuhöld, og
auk þess fróðlegt og skemtilegt sam-
tal. Gamlir og nýir kunningjar og
vinir hittast og hafa ánægjulega
stund. Er slikur mannfagnaður
hressandi og uppbyggilegur.
Stundum kemur það og fyrir, að
einhverjir heldri menn eru á ferð og
koma um leið við á Betel og flytja
þar erindi. Verður það bæði til
fróðleiks og skemtunar. Frægt söng-
fólk, íslenzkt, hefir og býsna oft
skemt þar með list sinni. Er það
æfinlega þegið hið bezta og mikils
metið.—
Messur eru að morgni til á Betel
svo að segja á hverjum sunnudegi
árið um kring. Stuttir húslestrar
eru þar á sama tima á hverjum virk-
um degi. Aðsókn að messum er
venjulega góð. Flestir þeir er geta
eru þar viðstaddir.—
Söngur við messurnar er venju-
lega bæði góður og mikill. Nóg af
góðu og æfðu söngfólki. Áheyrn
fær sá er prédikar oftast góða og
einlæga. Finst mér yfirleitt mjög
gott að prédika á Betel.
Einhverntíma varð eg þess álits
var, að alt sem prédikun gæti falist
væri nógu gott handa þeirn þar á
Betel. Þessir blessuðu aumingjar,
rétt á grafarbakkanum, væru orðnir
svo sansasljófir^að þeim þætti alt
gott, hversu þunt sem það væri. En
það er nú öðru nær. Margt af þessu
•fólki er alls ekki orðið sljótt, þó það
sé roskið orðið, heldur er það
greindarfólk og virðist alls ekki vera
á grafarbakkanum, þó það sé aldrað
orðið. Vit á stólræðum hefir það
fyllilega á borð við það er alinent
geri9t og kannske vel það. Það er
því óhætt fyrir presta er til Betel
koma, að vanda ræður sínar eins vel
þar og nokkursstaðar annarsstaðar.
“Hvernig þótti þér ræðan?” var
karl einn á Betel spurður um, rétt
eftir að klerkur nokkur hafði þar
prédikað. “Og eg læt það vera, hún
var svona þolanleg,” segir karl.
Hann var ekki hrifinn af frammi-
stöðu prestsins, þó hann hins vegar
gæti ekki beint verið að lasta ræð-
una. Svarið var æði mikið betra en
hjá landa nokkurum vestur við haf,
þegar eg var þar forðum daga. Við
vorum báðir á leið út úr kirkju, þar
sem íslenzk messa hafði farið frarn.
Spurði landinn mig um ræðuna og
lét eg vel yfir. Taldi ræðuna hafa
verið góða. Maðurinn leggur undir
flatt og segir dálítið drýgindalega:
“Ja, þú ert ekki vöruvandur!” —
Þótti rnanni þessum þá enginn ís-
lenzkur prestur til neins í ræðustóln-
urn, nema merkis kennimaður einn,
er þá var nýseztur að þar vestra.
Seinna kornst þó sá prestur í mikla
ónáð hjá þessum vandláta ræðudóm-
ara. Kvað hann klerk óhæfan bæði
sem ræðumann og til alls annars. Þá
var kominn í æðsta sætið enn annar
prestur. Var ræðudómarinn alv;eg
viss um, að hann væri hreint og beint
óviðjafnanlegur. En sá galli var á,
að kirkja þess prests og starfssvið
var urn fimtán hundruð mílur í
burtu, svo ræðudómarinn gat þá
aldrei notað sér að vera þar í kirkju.
“Jæja, hvernig þótti þér ræðan?”
Það er spurning, sem oft er lögð
fram og svarað á ýmsa vegu.
Þegar aðkomnir prestar komu
með mér til messu á Jletel, sem stöku
sinnum bar við, var eg vanur að að-
vára þá um að hafa ekki ræðuna of
langa, helzt ekki yfir tuttugu mínút-
ur. Betra jafnvel innan við það
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 2-3
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H.OLSON
Phones: 35 076
906 047
Consultation by Appointment
Oniy
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur 1 eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
ViBtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofuslmi — 22 251
Heimili — 401 991
Dr. Herbert J. Scott
306-7 BOYD BLDG.
Stundar augna-, eyrna-, nef- og
kverka-sjúkdðma
Viðtalstlmi 2-5, by appointment
Slmi 80 745
Qleraugu útveguS
PRESCRIPTIONS FTLLED
CAREFULLY
Goodman Drugs
COR. ELLICE & SHERBROOK
Phone 34 403 We Deliver
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstlmi 3-5 e. h.
218 SHERBURN ST.
Sfmi 30 877
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfræOingur J. T. THORSON, K.C.
Skriístofa: Room 811 McArthur íslenzkur lögfræOingur
Building-, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD.
PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaSur Fyrir ísiendingat Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742
•
A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEQ Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fastelgnir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i mióbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með b^ðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Quests
mark. Oftast gekk þetta að óskum.
Þó bar það við, að mælskuflóðið
varð ekki stöðvað fyrri en fullur
hálftími var kominn. Var þá ræðan
i standi til að fá þann dóm, að hún
hefði verið góð, en helzt til löng.
Aftur man eg eftir því í eitt skifti,
tið prestur tók aðvörun mína svo
alvarlega, að hann var búinn með
ræðuna á fjórtán mínútum. Fékk
sá prestur góða útreið í dómum á-
heyrenda. Ræðan þótti góð, þó hún
hefði verið í styttra lagi.
Þessi hugmynd mín, að hafa ræð-
ur og messur í styttra lagi þar sem
gamalt fólk er saman komið, er, að
eg hygg, á góðum rökum bygð. Þeg-
ar fólk eldist á það erfiðara með að
sitja lengi í sama stað, en á meðan
það er enn á yngri árum, eða mið-
aldra. “Stritaðist hann við að sitja,”
sögðu farandkonurnar forðuim um
Njál bónda á Bergþórshvoli, þegar
þær voru að fræða Hallgerði á Hlíð-
arenda um það sem J>ær höfðu heyrt
og séð á hinu merka heimili. Hall-
gerður var spurul og fékk glögg og
greið svör. Skarphéðinn var að
hvetja öxi sína. Grímur *skepti
spjót. Helgi var að hnoða hjöltu á
sverð, og Höskuldur var að laga
mundriða á skildi., Alt þetta voru
fréttir, sem Hallgerði þóttu meira en
: þess virði að heyra. En um Njál,
hinn spaka og friðsama mann, var
ekkert annað sögulegra að segja en
það, að hann “stritaðist við að sitja.”
Að konurnar komust svo háðulega
að orði, er vafalaust til að þóknast
Hallgerði. En það var ekki svo lítið
vit í setningunni. Njáll var orðinn
gamall maður og átti það saimmerkt
við alla aðra gamla menn, að hon-
um var alt orðið erfiðara en áður
var. Jafnvel það að sitja var ekki
með öllu áreynslulaust.
Því vildi eg þá'stinga að bræðr-
unum, prestunum íslenzku, að þegar
þeir koma í heimsókn til Betel, þá
hafi þeir með sér stutta ræðu, ekki
yfir tuttugu minútur, hvort heldur
er talað eða lesið. Mun sú ræða
reynast góð og boðskapurinn vel
þeginn af öllum.—
Allir VTestur-íslendingar, og aðrir
er því geta við komið, ættu einhvern-
tíma á æfinni að koma til Betel, ættu,
þó ekki væri nema einu sinni, að
heimsækja eitt hið veglegasta og
merkilegasta heimili, sem íslenzk
mannúð og íslenzk rausn og höfð-
ingsskapur hafa tekið höndum sam-
an um að reisa í Vesturheimi.—
—Lengi lifi Betel!
♦ Borgið LÖGBERG!