Lögberg - 25.03.1937, Qupperneq 6
6
LÖOBERG, FIMTUDAGINN 25. MAKZ 1937
i
Þræll Arabahöfðingjans
SkálcLsaga eftir Albert M. Treynor,.
Það var á kvöldin, að þessi draumlynda
viðkvæmni í'éll yí'ir liana, á kvöidin þegar iim-
þrunginn blænnn lék um sandinn, og eyði-
mörkin var full af friði. Fyrri hluta dags og
lengi fram eftir síðdegis var Caverly alt af
önnum kafinn við heræfingarnar, og^ J)á var
Bó jafnan athugull áhorfandi.
Dag einn eftir liádegi liafði Caverly verið
önnum kafinn við að temja mönnum sínum
ýmsar nýjar heræíingar. tíann hafði þrælað
þeim áfram allan daginn, og hver einasti
maður í fylkingunni var dauðuppgefinn og
rykugur og másandi af hita og mæði. Það
var liðið að kvöldi.
Caverly sat á úlfalda sínum. Skamt frá
honum var lítill ólífutrjálundur. í tuttugasta
sinn hafði hann látið hermennina kljúfa fylk-
ingu og svískifta henni, og nú sat liann og
starði á þessa löngu röð af bökum og ætlaði
einmitt að fara til að kalla til þeirra og senda
þá af stað í hvínand'i hvellinum, þegar hann
alt í einu heyrði einkennilegt hljóð að baki
sér.
tíann beið augnablik, svo leit hann við,
en þar var ekkert óvenjulegt að sjá. Lundur-
inn litli lá friðsæll og fagur í báli síðdegis-
sólarinnar. Caverly hugsaði, að það væru
aðeins hugarórar hans sjálfs, sem hefðu blekt
hann. Hann var alt af á verði og við öllu bú-
inn. Honum fanst alt af, að einhver hætta
væri á ferðum í laumi að baki honum, og
. stundum sótti þessi tilfinning svo fast á hann,
að hann ímyndaði sér, að það, sem hann ótt-
aðist, væri nú að rætast, og að nú væru hin
glæfralegu svikabrögð hans orðin afhjúpuð.
Þetta var alt saman eðlileg atleiðing hinnar
sífeldu spanandi eftirvæntingar, sem hann
lifði í. Jafvel sterkustu taugar hlutu fyr eða
seinna að láta undan þvílíkri raun.
“Þú ert að verða taugaveiklaður, lags-
maður,” tautaöi hann við sjálfan sig og ætl-
aði aftur að líta við og halda áfram heræf-
ingunum. En þá rak hann alt í einu augun
í ofurlítinn hlut, sem lá í grasbarðinu utan
vert í lundinum.
1 sama vetfangi flaug sú hugsun gegnum
heila hans: “Hvar er Bó Treves ?” Fyrir
hálfri stundu hafði hanii séð hana sitja þarna
í skugganum í uppáhaldsstellingum sínum,
með krosslagða handleggi á hnjánum, sem
liún liafði dregið upp undir sig. Nú var hún
horfin. Hann horfði í allar áttir, en hún sást
lxvergi. Svo leit hann aftur í áttina til litla
hlutarins, sem rétt áður hafði vakið eft'irtekt
hans. Og þó hann gæti ekki greint á því færi,
hvað þetta var, var hann samt sannfærður
um, að það væri ilskór — annar ilskórinn
hennar Bó.
Hvernig gat staðið á þessu? Það var ó-
hugsandi, að Bó, hefði farið sína leið og skil-
ið ilskóna sína eftir. Það mvndi hún aldrei
hafa gert sjálfkrafa.
Caverly reif sig út úr þessum hugsunum
og sneri sér að mönnum sínum, sem voru í
beinni röð og sneru bökum að honum. Skipun
lians hljómaði yfir dalinn:
“Sitjið róttir — horfið beint fram!”
Nú mundu þeir sitja kyrrir án þess að
hreyfa legg eða lið og horfa beint fram undan
sér. Það var hann að minsta kosti búinn að
kenna þeim. Hann sneri úlfalda sínum í átt-
ina til lundarins. Og áður en hann var kom-
inn alla leið, var hann búinn að fá vissu sína.
Annar ilskór Bó lá þar í grasinu. Aðeins
annar þeirra. Hinn sázt hvergi.
Caverly rendi sér ofan af úlfaldanum og
skipaði honum að leggjast niður.
Hann laut snögt niður og greip ilskóinn,
en fleygði honum svo aftur og þaut inn í
lundinn. “Bó! — Bó!” kallaði hann. Lund-
urinn var eigi stærri en svo, að hún myndi
heyra til hans, ef hún væri þar; en hann fékk
ekkert svar.
Hann flýtti sér áfram gegnum lundinn
og stóð nú undir múrveggnum, sem lá um-
hverfis liöll Tagars. Til haigri handar var
múrinn heill og órofinn. En til vúnstri hand-
ar voru litlar dyr og lágar — einkadvr Tag-
ars sjálfs.
Caverly hljóp að dyrunum og reyndi að
opna þær, en hurðin var lokuð að innan. Háls
hans kyrptist saman af angist. Hann ætlaði
að kalla, en gat ekki komið upp nokkru hljóði.
Á þessu augnabliki skildist honum alt í einu
til fulls, hve kær og dýrmætur hinn litli félagi
lians var orðinn honum, þessi unga og hug-
rakka stúlka, sem möglunarlaust og án þess
að æðrast hafði borið sinn hluta með honum
af hættum og erfiðleikum og sætt sig við þau
örlög, er myndu hafa komið jafnvel hugrökk-
um karlmanni til að skjálfa.
Hann litaðist um og var alveg ráðþrota.
Það var óhugsanlegt að Bó hefði farið ein-
sömul aftur til hallarinnar. Hún fór aldrei
langt burt frá honum upp á eigin spýtur.
Hálfan daginn hafði hún oít setið grafkyr og
hreyfingarlaus, eins og lítill sfinks og horft
á hann æfa hermenn sína — aðeins til þess að
vera nálægt honum. Allskonar hræðilegar
hugsanir þutu gegnum höfuð hans og ógur-
legur grunur læsti sig gegnum meðvitund
hans. llskórinn litli, sem hann hafði fundið,
skýrði honum frá, að eitthvað óvenjulegt
lietði að höndum borið. Var það Nakhla, sem
hér hafði hönd í bagga, hin afbrýðissama
Nakhla, hatursfull og næmgeðja. Eða Man-
sor — eða Tagar sjálíur ?”
Alveg ringlaður og ráðalaus ráfaði hann
burt frá lokuðum dyrunum. Hann hugsaði
um að fara heim til hallarinnar og grenslast
eftir hjá þrælunum, hvort nokkur hefði séð
hana. En það myndi taka alllangan t!íma að
fara í kringum, til að komast að aðaldyrun-
um, og ef til vill var hver mínútan dýrmæt.
Hann varð fyrst að ganga úr skugga um, að
hún væri hvergi hér nálægt.
Hann tróðst í gegnum nokkra runna og
nam staðar við nýbrotinn kvist. Þegar hann
athugaði það nánara, sá hann, að einhver
liafði ruðst þarna áfram nýskeð. Caverly var
ákaflega sporviss eins og æfður veiðimaður,
og eðlistilvísun hans bauð honum að halda á-
fram leitinni í þessa átt. Runnarnir mynduðu
breitt belti milli tjarnarinnar og grasmanar-
innar með fram múrnum utanverðum. Hann
læddist áfram með mestu gætni og skimaði
eftirvæntingarfullur í kringnm sig. Hann var
nú kominn svo langt, að hann sá sefið við
tjarnarbakkann gegnum yztu röð runnanna,
en þá beygði hann sig alt í einu niður og greip
eitthvað, sem hékk á einni neðstu greininni.
Það var ilskór — hinn litli ilskór Bó.
Hann rak hpp liást hróp: “Bó — Bó!”
Hann sveigði greinarnar til hliðar og
ruddist áfram unz hann kom að tjarnarsefinu.
Þar sá hann fótaför í mjúkri leðjunni og slóð
í seíinu, þar sem það hafði verið troðið niður
alveg út í vatnið. Tvö — þrjú skref enn, og
hann sá höfuðklæði Bó lýsa á milli dökk-
grænna seftrjánna.
Augnabliki síðar stóð Caverly með hana
rennandi blauta í fanginu. Utan um höfuð
hennar var bundið klút, sem huldi bæði nef
og munn. Augu hennar voru lokuð. Hend-
urnar voru bundnar á bak aftur, og fæturnir
reyrðir saman með hnakkól. Caverly lagði
eyrað að brjósti hennar. Hjartað sló — en
mjög dauft.
Hann skar böndin af henni með rýting
sínum og reif klútinn frá andliti hennar. Svo
settist hann niður með hana og lagði höfuð
hennar í fang sér og strauk blautt hárið frá
enni hennar og gagnaugum. Þá opnaði Bó
augun.
“Bó!”sagði hann með skjálfandi röddu.
“Elsku — elsku litla Bó, hvað í heiminum
hefir komið fyrir?”
Nú leið dálítil stund; svo komu drættir
um munn hennar. Hún reyndi að brosa.
“Það mátti ekki tæpara standa,” hvísl-
aði hún og lokaði augunum.
Caverly lét hana fá nægan tíma til að
jafna sig eftir þessa hræðilegu meðferð, og
liún náði sér fljótt, svo að hún gat sezt upp og
sagt honum frá því, sem fyrir hana hafði
komið.
Hún haíði setið í grasinu alveg grunlaus
og horft á heræfingarnar. Alt í einu hafði
svo hönd seilst að aftan og gripið fyrir munn-
inn á henni og hertí svo að, að hún gat aðeins
rekið upp hálfkæft óp. Það var að líkindum
hljóðið, sem Caverly hafði heyrt. Svo hafði
hún verið tekin á loft í skyndi og borin aftur
fyrir runnana. Þar hafði klút verið troðið
upp í hana, og öðrum bundið fast utan um
andlitið á henni. Hún var svo ringluð, að
hún vissi ekki neitt um sig, fyr en hún varð
þess vör, að hún var borin inn í lundinn og
gegnum þétta runna, svo að greinarnar slóust
í andlit hennar. Með samanbundnum höndum
greip hún í eina greinina og reyndi að halda
sér, en greinin brotnaði. Svo var hún borin
út í sefið og fleygt í vatnið.
Nú kom henni að góðu haldi klúturinn,
sem reyrður var fyrir vitin á henni. Hann
hélt vatninu úti, og með því að vinda sig og
beygja liafði henni hepnast að halda liöfðinu
upp úr vatninu. — Og þannig var það, að
Caverly hafði fundið hana.
“En hver var það, Bó?” spurði Caverly
og þrýsti hendur hennar.
IIún hristi höfuðið. “Það veit eg ekki,”
svaraði hún. “Eg sá aðeins fnanninum bregða
fyrir sem snöggvast, áður en eg var borin
burtu. — Það var víst þræll. ”
“ Þræll hvers?” Hann beit saman tönn-
unum í bræði. “Þorparinn sá arna!” tautaði
hann milli tannanna. ‘ ‘ Bara að eg hefði hann
hérna ...” Hann lagði ósjálfrátt handlegg-
inn utan um ungu stúlkuna og þrýsti henni
að sér.
Caverly þagnaði alt í einu, er hann varð
var svipbreytingar í andliti hennar. Hann
skildi þegar, að það var einhver, sem hélt
vakandi auga með þeim, og að hver svo sem
I
það var, hlaut það að líta út, eins og væri
hann að sýna þræli sínum blíðuhót, og að það
væri liarla óviðeigandi fyrir höfðingjasoninn.
Og ef það væri nú Tggar sjálfur . . .!
Hann leit snöggt við til að sjá, hver þetta
væri.,
Hálfalin að baki runna skamt frá stóð
Nakhla og starði á þau lygndum augum.
•
XVIII.
Svikinn.
Bedúínastúlkan var klædd í grænan og
gulan búning með gimsteinum prýtt skraut-
belti um hið granna mitti. Smaragðskreyttir
hringir hennar og armbönd leiftruðu ekki
sterkara í kvöldsólinni en liið græna blik úr
dökkbauguðum augum hennar. Hún hafði
andlitsslæðu alveg upp á nef; en er hún varð
þess vör, að Caverly hafði séð hana og horfði
á hana, ýtti hún slæðunni til hliðar. Svo
studdi hún höndunum á mjaðmirnar og kom
í áttina til þeirra. angur hennar var vagg-
andi, en stæltur og fjaðurmagnaður.
Hún leit ekki við Bó og lét, eins og hún
sæi liana alls ekki. \
“Þú hefir ekki lítillækkað þig til að sinna
beiðni minni um að hitta mig að kvöldi dags, ’:
mælti Nakhla gremjulega og staðnæmdist
fvrir framan Caverly.
Hann leit á hana.
‘ ‘ Eg hefi verið svo önnum kafinn, ’ ’ svar-
aði hann eins rólega og honum var frekast
unt. “Þú hefir ef til vill heyrt um ástæðurn-
ar. Eg er að æfa hermenn Tagars.”
“So-o? Eg hefi ekki heyrt um það,”
svaraði hún afundin. “Eg hélt helzt, að þú
værir að stunda flotaæfingar eða einhverjar
sjóæfingar. Bg sá að þú varst mjög upptek-
inn af því rétt áðan. Það er ef til vill eitt-
hvað alveg nýtt, Sem þú hefir fundið upp á’.
Og eg sé, að þú lætur þrælinn þinn njóta góðs
af þessari reynslu þinni.”
Bó stóð rétt við hliðina. á Caverly, og
berar tær hennar grófu sig niður í blauta
leðjuna. Vefjarhöttur hennar var horfinn, og
l>ykt liárið féll í blautum lokkum utan um
smágert sólbrent andlitið. Hver sem hefði
séð hana þessa stundina, hefði ekki getað ver-
ið í vafa um það, að hún var alls ekki piltur.
Hún var sú indælasta rennblauta stúlka, sem
maður gat augum litið. En í augum Nöklilu '
var það í sjálfu sér ekkert aðalatriði. Hún
hafði þegar lengi vitað allan sannleikann um
bæði Caverly og þrælinn hans. Hún lét eigi
svo lítið að líta á ungu stúlkuna.
“Eg verð að segja þér eitt, Caverly!”
mælti hún í syngjandi málrómi með dálitlum
trúnaðarblæ, “að ef við, þú og eg, eigum
nokkurntíma að verða hvort öðru nokkuð, þá
verðurðu að losa þig við þrælinn þann arna.”
Orð Nökhlu voru nógu blíð, en hið venjulega
draumræna augnaráð hennar var horfið, og
liún horfði beint framan í hann hörðum aug-
um, sem voru hálfskýld löngum augnahárun-
um. “Þú hefir lofað mér hinu og öðru, sem
þú hefir ekki haldið. Þú stendur ekki við orð
þín.”
“Þér skjátlast, Nakhla. Eg hefi aldrei
sagt að eg ætlaði að losa mig við þrælinn
minn. Eg hefi ekki lofað þór neinu í þá átt,”
mælti hann rólega.
“Þú hefir gefið mér loforð,” mælti
Nakhla þrjóskulega, “enj það lijefir ekkert
orðið úr þeim enn — það eru aðeins loforð
og ekkert annað. ”
“Þau loforð, sem eg hefi gefið, þau held
eg líka, ’ ’ svaraði hann fast og ákveðið. ‘ ‘ Eg
held þau og efni, þegar tíminn er kominn.
Þú hefir enga ástæðu til að bregða mér um,
að eg haldi ekki orð mín.”
“Tíminn er nú ekki lengur ungur. Tím-
inn er farinn að eldast. Tíminn mun bráðum
deyja ” mælti fegurðardrós kvennabúrsins
með dulramri og sérkennilegri álierzlu. Um
fíngerðan munn hennar komu ofurlitlir
grimdarlegir drættir. “Mér hefir verið sagt
að þrællinn þinn sé dæmdur til dauða.”
Þegar Nakhla hreyfði sig, eða silkibún-
ingur hennar bærðist til, streymdi sterkur,
sætur ilmur frá henni. Caverly virtist ein-
hver óhugnaðarkend vakna hjá sér við þenna
inegna ilm af blómum, sem áður höfðu verið
lifandi og fögur.
Nakhla hafði snúið ser við seint og kíeru-
leysislega og leit nú fyrst beint á Bó eins
fyrirlitlega og henni var framast unt. Augna-
ráð hennar lýsti greinilega þeirri lítilsvirð-
ingu, som konur iðulega auðsýna hver annari.
“Það var hörmulegt,” mælti hún, “ef
svona hrífandi vera ætti þegar að deyja. ” —
Um varir hennar lék háðslegt og miskunnar-
laust bros, bros sem lýsti eðli austurlandakon-
unnar og innræti út í yztu æsar. — “En það
þarf heldur ekki að ske. Þú berð svo mikla
umhyggju fyrir þræl þínum, Caverly, og eg
þekki eitt langtum betra úrræði fyrir hana
heldur en að deyja. Það myndi líka henta
báðum aðiljum bezt. Eg skal tala við Tagar
Kreddache um það mál. Hann er vanur að
fallast á mínar skoðanir — sérstaklega, ”
bætti hún við og dró það við sig, — “þegar
um viðauka við kvennabúr hans er að ræða. ’ ’
Hún sneri sér hægt við og gekk á burt.
Öklahringarnir blikuðu og glömruðu saman.
Hún leit við sem allra snöggvast og brösti
tvírætt.
“Vertu sæll, Caverly,” sagði hún þýtt og
undur biíðlega. Svo gekk hún inn í runnana
og hvarf í rökkrið.
Bó starði vígamannlega á eftir henni og
skaut svo fram neðri vörinni.
‘ ‘ Hvílíkur djöfull, ’ ’ sagði Caværly. ‘ ‘ Eg
er viss um, að það er hún, sem er upphafs-
maðurinn að þessu. En eg áræði ekki að sýna
henni óvináttu ennþá.”
“Skrautklædd og ilmandi og andstyggi-
leg, bannsett skriðdýrið!” sagði Bó með á-
herzlu. Hún breiddi út faðminn og leit niður
eftir sér og rennblautum tuskunum. Skollans
líka, að liún skyldi sjá mig svona! Bannsett
naðran sú arna! Maður getur orðið alveg—
alveg hamslaus yfir því!” Það var svo sem
auðheyrt, að hégómagirni Bó hafði særst al-
varlega af þessu. Það væri líka til of mikils
ætlast, að ung kona gæti með hugarrósemi
sætt sig við mannjöfnuð af keppinaut sín-
um, sem heíði öll skilyrði sín megin um kven-
skraut og fagran búning.
“Já, skollinn hafi það! Það hafið þér
svei mér rétt í!” Caverly leit þungbúinn í
áttina til gluggalausra múrveggjanna á höll
Tagars. “Þetta hérna færist svei mér í átt-
ina til uppljóstrunar. Jæja, fþað hlaut að-
koma fyr eða seinna. Það er þá alt eins gott,
að það komi í kvöld.
En heyrið þér nú! ” Hann greip fast um
úlnliðinn á Bó og þrýsti hann eins og til að
innprenta henni alvöruna í því, er hann ætl-
aði að segja henni. “ Farið þér nú strax inn í
herbergið yðar og hafið fataskifti og bíðið
svo eftir mér. Þér megið ekki svo mikið sem
líta út, heyrið þér; þér verðið kyr og bíðið,
v þangað til eg kem. ”
Caverly fór frá lienni og flýtti sér til
liermanna sinna. Þeir sátu enn í beinni röð
og sneru andlitunum út að eyðimörkinni.
Hann liaíði oft látið þá sitja þannig all-lengi
til að kenna þeim hlýðni skilmálalaust. Og
nú héldu þeir sennilega að þessi langa bið
heíði aðeins verið einskonar próf á hermann-
lega þolinmæði þeirra og þrautseigju, og svo
þjálfaðir voru þeir þegar orðnir í heraga, að
enginn þeirra hafði árætt svo mikið sem að
gjóta hornauga til hliðar. Þeir höfðu nefni-
lega oftar en einu sinni rekið sig á hve skarp-
skygn Caverly var og athugull um hvert ein-
asta smáatriði.
Hann steig á bak úlfalda sínum og var
þungt um hjarta, er hann hugsaði til þess,
er framundan væri, ef Nakhla gerði alvöru af
hótunum sínum — og gjallandi fyrirskipanir
hans glumdu aftur út yfir heræfingarsvæðið
og rufu kvöldkyrðina:
“Fylking — til hægri — ríðið af stað!”
Úlfaldadeildin hélt á stað fram á við,
beygði síðan fram í reið-röð og hleypti á stað
út af æfinga-svæðinu.
Caverlv hélt á eftir herdeildinni. Svo lét
hann einn hermanna sinna taka við úlfalda
sínum og flýtti sér gangandi aftur til hallar-
innar. Hann stefndi beint tiil herbergja sinna
og var svo varkár að loka og aflæsa hurðinni
á eftir sér. Hann varð að hafa tal af Bó,
áður en Tagar seiuli boð eftir henni — og því
bjóst hann við, áður en kvöldið væri liðið.
Nakhla var of gröm í geði og of afbrýðisöm
til þess að láta sólina ganga til viðar, án þess
að hefna sín.
“Bó!” kallaði hann.
Ekkert svar. Það var koldimt í glugga-
lausum sölunum og ægilega kyrt. Hann fálm-
aði fyrir sér og fann dyr hennar og barði á
þær.
Hann opnaði dyrnar. Litla herbergið var
lómt.
Dauðaþögn ríkti þar inni. Hann náði í
loftlampa og kveikti á lionum. Á gólfinu lá
rennblautur kyrtill og blautur ilskór. Það
leit út fyrir, að því hefði verið fleygt þar í
mesta flýti. Unga stúlkanGiafði farið beint
lieim, eins og hann hafði sagt henni, og liaft
fataskifti. En hún var hér ekki sjálf. Hvar
var hún núnaf Hvað hafði komið fyrir.
Hann hljóp aftur inn í fremra herbergið
með logandi ljós í hendinni og litaðist um í
flöktandi skuggunum. Þar var ekkert óvenju-
legt að sjá. Heldur ekki í stóra klæðaherberg-
inu og \ropna-klefanum fyrir aftan það. Þar
var engin Bó, og ekkert sem minti á, að hún
hefði komið þar. Caverly var ekki þannig
gerður, að hann væri vanur að þjást af kvíða
og áhyggjum, en núna steyptust svartir
skýjabólstrar ótta og angistar saman yfir
höfði hans. Eitthvað hlaut að vera að. Bó
hafði lofað honum því að bíða, þangað til
liann kæmi, og það sem hún var hér ekki, hlaut
hún alt af, svo mikið var áreiðanlegt. Eina
skýringin á því, að hún var hér ekki, hlaut
því að vera sú, að eitthvað alvarlegt hafði
komið fyrir hana. Og hann grunaði, að það
væri eitthvað ægilegt.