Lögberg - 15.04.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.04.1937, Blaðsíða 7
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 15. APRÍL 1937 7 Samtíningur Eg ætla aÖ reyna aÖ klóra fáeinar línur mér til dægra styttingar, þó þaÖ verði af veikum burðum, bæði til sálar og líkama, því “öll er horf- in yndistíð.” Eg ætlaði að skrifa miklu fyrri, að nokkru leyti frétta- pistil af viðburði á mínu eigin heim- ili. Strákakvöldið var síðasta októ- ber og eftir miðnætti byr jaði nóvem- ber, eins og alir vita, og þá kom snjóföl um nóttirja, svo það var úti hryssings kuldi. Drengir mínir tveir skruppu inn til Lundar, eitt- hvað til að útrétta fyrir vertíðina, og komu ekki til baka heim fyr en eftir miðnætti. Þá var dautt í báð- um eldstæðum, og þeir fóru að sofa strax, en fyrir klukkan 5 vaknar einn drengjanna og finst vera reykjarlykt og vekur bróður sinn, sem var í sama herbergi, og segir að sér finnist vera reækjarlykt; en hinn fann ekki og hélt að ekkert væri að, en fer samt ofan og þá sér hann að það er held- ur en ekki bjart i kjallaránum. Úr því var ekki griður gefin, enginn tími að ganga fyrir spegilinn, því flestir kjósa firðar líf. Nú reið á að komast ofan áður en stiginn brynni, og við hrópuðum hvert á annað. Eg man eftir þvi lengst, að fara ofan stigann, það var drep, í gegnum reykjarmökkinn. Auðvitað var mér hjálpað. Svo þegar út kom var mikil breyting að stíga á snjóinn, heitur upp úr rúminu; en við gömlu ( hjónin vorum leidd í útihús og eitt- hvað af piltunum liafði gripið með sér tvö rúmteppi, og þeim vafið utan um okkur, en berfætt vorum við; enn kofinn var góður og við vissum svo ekki meira hvað leið. Þá mátti heita að húsið væri alelda niðri. En svo datt börnunum í hug að reyna að drepa eldinn með vatni, af því bæði var blessað logn og brunnurinn allnærri og þau voru sjö og samtaka. Þau tóku til starfa, sum að pumpa en önnur að bera vatnið, og svo gekk það í rúma tvo tlma, og þá voru þau búin að drepa eldinn, en þau voru öll rennblaut, eins og þau hefðu verið að synda. En alt er hægt með Guðs hjálp. Einn piltanna áræddi nú að fara upp á loft að líta eftir hvort alt væri með feldu þar og þá var eldurinn í einu rúminu í matress- unni og það tókst fljótlega að drepa hann, en það rnátti ekki seinna vera, því. ef eldurinn hefði náð sér þar niðri, þá hefði 'húsið alt farið og engu verið hægt að bjarga. Þín liknar hönd, minn góði Guð, gafst oss hjálp þína nú sem fyr, Stjórn þín vakti, þú stóðst þá vakt, og stýrir á burtu eldsins magt. Sætt er lof í sjálfs munni. Mér fanst börnunum farast giítusamlega og mannlega, jafn fáklædd og þau voru; svo má nú máske segja um mig: Hverjum þykir sinn fugl fag- ur. Mér ætlaði að ganga hálf illa að fá eitthvað út i skaðabætur hjá eldsábyrgðarfélaginu. Það leit ekki út fyrir að þeim hefði þótt vænt um að húsinu var bjargað. Eg var búinn að borga í félagið um 20 ár. Svo virðist sem félag það hafi ekki bygg- ingarfróðan mann, þvi þeir settu út mann, sem er ekki mikið að sér í þeirri grein, þó hann hafi bygt sér kofa á sléttri grund og sett á tré- kubba; það er alt annað en tvilyft hús alt “plastrað.” Það er alt ann- að að segja: eg veit, en að vita rétt. Þetta hús var sett upp 19x4 af Sig- urgrimi heitnum Gíslasyni og hafði ekki haggast um einn þumlung, og "plastrað” af Andrési heit. Árna- syni, og sázt hvergi sprunga. Báðir mennirnir kunnu smiðaiðn og voru ekkert nenxa trúmenskan og afkasta- menn nxiklir. Nú lítur húsið alt öðruvísi út, við þetta áfall. Að koma húsinu í sarna útlit í vor, kostar mig um $400. Það litur enn illa út með atvinnu- leysið. En þurfa svona margir að vera verklausir? Nárnur eru miklar, að blöðin segja, vötnin full af fiski, skógurinn fullur af kjöti og ótal fleira. Nú eru menn svo hundruð- urn skiftir úti alla daga í vetrar- ' hörkunni að rífa upp fiskinn, eða réttara sagt peningana. Það gekk hálf illa framan a-f, því isinn var alt af á ferðinni og margir urðu fyrir skaða. Nú eru þeir að fá þann skaða bættan. Þeir hafa lika átt marga harða og kalda stund, svo það má segja að þeir neyti síns brauðs í kulda sins andlitis. Mínir drengir hafa verið þrír á vatninu í allan vetur og eru nú 20 mílur undan landi. Það er ekki fyrir það að allir fiskimenn séu svo hart uppi, þar kemur frani þessi mannlega dáð og mannskapur að vilja ekki vera ann- ara handbendi. á nxeðan eg hafði sjón og var að líta eftir gripum, hafði eg oft á- nægju af að horfa á litla maurinn, sykurorminn, þegar hann var að byrja að byggja húsin sin. Þar voru margir vinnumenn; það var ekki gott að koma tölu á þá alla. Þar var ekki slórað. Þessar litlu agnir voru alt af hlaupandi og eftir tvo daga var húsið vanalega búið; þetta 2—3 fet á hæð. Eg segi það satt, að eg skammaðist mín, jafn stór og mont- inn maður, sem var að stæra mig af yfirburðum yfir þessa aumingja, sem unnu svona hart að húsagerð- inni og húsið var eins slétt eins og nýorpið egg, alt í kring, toppnxynd- að. En hvað eigum við að liugsa okkur um þessar mannarolur, senx kasta sér upp á annara arma og vilja ekki reyna að bjarga sér sjálfir og reyna ekki neitt. Eg get dálítið sagt u'in þetta; eg hefi reynslu, því eg kom hingað með tvær hendur tómar, eins og fleiri. Það þýddi ekkert að stinga hendinni i vasann eftir centi, lúkan var tóm þegar upp kom. En að biðja stjórnina um bita hefði þótt skoplegt í þessu góða landi. Þó er þetta land tuttugu sinnum betra nú en þá var; hvergi vegspotti, alt veg- leysur. En þá vorunx við svo skyn- samir að við vissum til hvers okk- ur voru gefnar hendurnar, enda líka voru þær notaðar. Hendi Drotfins ennþá er, þeim öllum hjálp, er bjarga sér; hann gefur okkur góðan kraft að getahugsað og framkvæmt alt. Nú skal eg gefa dærni af tveimur frumbyggjum i þessari bygð, máli mínu til stuðnings. Ólafur Magnús- son tók hér heimilisréttarland, lík- lega fyrir rúnxum 30 árunx, og bygðj gott hús 1914, og öll útihús að því skapi; reif upp skógarjörð og plægði og fékk oftast dágóða uppskeru. Ól- afur flutti inn í Lundar-bæ, bæði vegna heilsuleysis og elli, en heimili hans var prýði úti og inni. Nú hef- ir hann, að eg hefi heyrt sagt, legið þungt haldinn í vetur. Annar maðurinn er Sveinn Guð- mundsson, hraustmenni mikið ; gróf í þessari bygð urn 40 brunna, vann að einlhverju leyti við 50; hann gróf þá með páli og reku og hlóð þá svo innan með grjóti, og þetta eru beztu vatnsbólin í bygðinni. Auðvitað gerði hann þetta áður en borar komu hér til sögunnar. Á heimiliréttar- landi sinu bygði hann tvílyft hús. Þá var hjá honurn tengdasonur hans, Jón Björnsson, ágætur húsasmiður ; bæði hús og fjós reist af mesta myndarskap. Þá lifði konan og þau voru samhent að ráðdeild og dugn- aði. Sú kona gat hreyft hendurnar, og gerði það líka. Eg á nú líka konu, sem gat hreyft hendurnar og gerir það enn, og erum við bæði kornin á þriðja árið yfir sjötugt. Það er þó góður ábætir fyrir konu að eiga 10 börn; og þar kom enginn veraldlegur læknir nærri; þar var bara þessi eini og sanni, góði doktor, og lukkaðist vel, þó bæði eg og fleiri hafi ekki vit á að þakka það eins og vert er. Sveinn hætti að búa og skifti á löndunum fyrir hús í Winnipeg, og þeir nxenn sátu þar i ein tvö ár og réðu ekki við neitt, þvi þar voru á landinu eitthvað um 50 ekrur brotn- ar. Sveinn fékk vanalega góða upp- skeru af þessurn ekrum. Svo seldu þeir baslara vestan úr landi, sem hangir þar enn, og nú er það fagra heimili orðið tæringarveikt, eins og víðar, þolir ekki húsbóndaskiftin. Eftir að Sveinn hætti við landbúnað og flutti til Lundar og bygði þar snoturt og gott smáhýsi, og hefir unnið þar daglaunavinnu alla daga og dregur eins hátt kaup og ungu mennirnir, því allir sækjast eftir að fá Svein; þó hafði hann í haust er leið átta yfir sjötugt. Þetta er það minsta, sem eg hefi talið upp, af öll- urn hans verkurn. Svein tel eg myndarmann og mikilsverðan; axlað getur hann ennþá byrði eins og tveii úr Borgarfirði. Eg veit að enginn tekur orð mín svo að eg meini að þetta séu einu mennirnir, sem hafi unnið í henni veröld; það yrði of- vaxið fyrir mig að telja upp alla af- kastamenn, en þessir nágrannar mínir voru hendi næst. Mér finst að þessir menn geti kallast 'ipenn með réttu, en ekki þetta “rílíf” fólk. eg á ekki við heilsulaust fólk og gamalmenni. Allir, sem hafa heilsu, ættu að geta krafsað svo fyrir séi að þeir hefðu tuskurnar utan á sig og nóg í rnagan, ef viljan vantaði ekki. Sigurður Johnsou, Minnewaken, Man. 25 oz.... $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengisgerð í Canada ThJs ad vertlsement ls not lnRerted by the Government T-iiquor Control Commiasion. The Cv>tii 111 issjon is not rt sponsihlo for statements mnde as to the quaHty of products advertised Framtíð Danzig (Framh. frá bls. 3) gjarnt þykir, að Danzig verði sam- einuð Þýzkalandi, þar sem raunveru- lega sé um þýzka borg að ræða. En viðhorf Danzigbúa hefir breyzt tals- vert, ekki sízt vegna þess, að Pól- verjar hafi haft þau hyggindi til að bera, að láta Danzig eftir nokkuð af Gdynia-viðskiftunum. Og liinir hyggnu Danzigbúar vita ósköp vel, að ef Danzig sameinast Þýzkalandi, mundu öll pólsk viðskifti fara frani um Gdynia, með þeirri afleiðingu, að velgengni Danzig yrði brátt úr sögunni. Sennilega myndi þó at- kvæðagreiðsla um málið fara þann- ig, að meiri hluti yrði með samein- ingu við Þýzkaland, en það er full- yrt, að leiðandi menn af öllum flokkum í Danzig telji, að Þýzka- land geti ekki á nokkurn hátt bætt Danzig það upp, ef hún misti öll viðskiftin við Pólland. Og það er ef til vill ekki ólíklegt, með tilliti til þeirrar þolanlegu samvinnu, sem nú er milli Pólverja og Danzigbúa i við- skiftamálum, að heppilegast verði talið, að vald fríborgarinnar Danzig verði nokkuð aukið, en hætt við alt sameiningartal. Danzig gæti orðið eins og brú milli Pólverja og Þjóð- verja, segja þeir, sem þessari lausn eru hlyntir, viðskiftaleg velgengni borgarinnar yrði trygð, og ef góð samvinna tækist með þýzkum og pólskum mönnum i Danzig, væri það rnjög til fyrirmyndar, og sönnun þess, að með góðum vilja er hægt að sættast á deilmál, þjóðernisleg og önnur, og þar með leggja grundvöll að friðsamlegri, hagsælli samvinnu og sambúð.—Sunnudagsbl. Vísis. ARMBANDSÚR Tristan Bernard var dag nokkurn að ganga upp stiga og ætlaði að heimsækja kunningja sinn. 1 stiganum mætti hann manni, sem á götu þína væri stráð, að efla hagsæld þína’ og þinna, þroskastig og bjargarráð, var þín jafnan óskift iðja unz þú hafðir marki náð. \'iturra ráðum vildir hlita, vandamálin leggja í gjörð; veita lið þeim Páli og Pétri og pund þitt eigi grafa’ í jörð; trygð við þína tungu’ ei slita, um trú og þekking halda vörð. • Vinnulúinn landnámsmaður lokadaginn þráir — frið; finnur glögt að ferð er þrotin , og fleyi stefnt á hinztu mið; fús er því að fella seglin, er friðarhöfnin blasir við. E. S. bar stóra stofuklukku. Maðurinn fór mjög varlega, en alt í einu skeði ógæfan. Maðurinn misti klukkuna og Tristan Bernard fékk stóra kúlu á ennið. Maðurinn afsakaði sig og Bernard brosti og hélt leiðar sinnar, En alt í einu datt honum dálítið í hug. Hann sneri sér við og kallaði á eftir manninum: —Heyrið mig! Væri ekki skyn- samlegra, að þér hefðuð heldur arm- bandsúr, eins og annað fólk? Páskadagskvöld . Á páskadagskvöldið komu menn saman hjá Franklin Gíslasyni og konu hans Sigriði, í -tilefni þess, að þá var Björn Thorbergsson, faðir Sigríðar, hálf-níræður; bar a-fmælis- dag hans upp á páskadaginn, stóðu þau hjón fyrir samkvæmi þessu. Framreyzla var með miklum kost- um; menn skemtu sér upp á það bezta. Menn ræddu, sungu og voru kvæði þau flutt, sem fylgja hér með. Það-liggur mikið verk eftir Björn innan bygðar þessarar, á sviði and- legra og verklegra mála. Björn er hagyrðingur ágætur; einkenna kvæði hans náttúrulýsingar, hugrekki og trú á tilevruna og höfund hennar; spakmæli eru i ríkum mæli. Las Björn nokkur af kvæðum sinum fyrir okkur þetta yndislega kvöld; urðu þessi atriði ljós í hugum manna; var unun að hlýða á lestur gamla mannsins. Björn er enn ern þrátt fyrir háan aldur, enda vel búið að honum af tengdafólki og vinum og börnum. Óska allir Birni farsælla ellidaga og heillrar heimfarar að lokum. BJÖRN THORBERGSSON hálf-nírœður Sit þú heill á húfi! Hjartans kveðju minni Tak þú, eins og áður, Enn með glöðu sintli.— Hálf-níræði höldur, Hagyrðingur góði! Rödd úr heimahverfi Hyllir þig í ljóði. Yfir brýr að baki Bregða muntu ljósum, Yfir fylgd sem fyrri fótmál stráði rósum, Yfir sögusafnið: Sorgir, störf og gleði, Yfir andans sigra,— Alt, sem Drottinn léði. Þú hefir ljóssins lífi Lifað hér á jörðu; Birtu úr heimsins húmi Hugleiðingar gjörðu. Aldrei þér um æfi Ægði “dauðans myrkur.” Þar sem vissan þrýtur Þér var trúin styrkur. Sit þú heill með höldum, Héraðsprúði þulur! Andinn stefnir ofar, Um það varstu’ ei dulur. Þegar kallið kemur —Kyrra æfigrandið— Fegri sýnir færðu —Fyrirheitna landið. Kristian Johnson. BJÖRN THORBERGSSON 85 ára Eg vil með þér, granni góður, á götur víkja i þetta sinn. Er vinir kveða hátt þinn hróður og heiðra þig, við arinn þinn, stend eg þá og hylli hljóður hærum prúða öldunginn. Ungur var hann vænstur sveina; víkingslund í tannfé hlaut; Herklæðin hans — dáð og djörfung dugðu vel i hverri þraut. Vasklega að víkingshætti vopnum brá og sigurs naut. Þó Vínlands aldrei gulli góða GEFINS Blóma og matjurta frœ CTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blatiið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1938, fær að velja 2 söfnin af premur númerum, 1., 2. og 3 (i hverju safni eyu útal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3„ og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir möttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroít Dark Rcd, The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARROTS, Half Long Ohantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CUCCMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTIICE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONION, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Txing Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earltana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, W11!íe Snmmer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Ea<sily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTITI' QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WETAIOME. DazDzling Scarlet. WHAT .TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CALIFORNIA POPPY. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CIAMBERS. Flowerlng cllmb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades mixed. -Flowers, 15 Packets MATinOLA. Evening scented stocks. MIGNONETTE. Well balanced mixtured of the old favorite. NASTURTIUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirley. Delicate New Art Shades. ZINNTA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. No. 4_ROOT crop collection Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half T/ong Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT. Chantenay Half Long (Large Packet) ONION. Yellow Globe Danvers, (Large Packet) LETTI’CE. Grand Raplds. This packet will sow 20 to 25 feet of row. PARSNIPS, Early Short Round (Large Packet) RADISH, ....Freneh ... Breakfast (Large Packet) TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TURNIP, Swede Canadian Gem (Large Packet) ONION, Wtiile Piekling (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ........ Heimilisfang Fyllci ......

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.