Lögberg - 22.04.1937, Side 1

Lögberg - 22.04.1937, Side 1
PHONE 86 311 Seven Lines ioifö • C°r' >o <v> ' V.v >0' vo- For Better Dry Cleaning and Laundry 50. ÁRGANGUR WIXNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22, APRÍL, 1937 NUMER 16 Lögberg óskar öJlum Islendingum góðs Frá Islandi Pét,ur Ottesen heldur fund í Reykholti út af fjársýkinni Fréttaritari útvarpsins í uppsveit- utn BorgarfjarÖar simar í dag: í gær hélt Pétur Ottesen, alþing- ' ismaður, fund í Reykholti til Jess að ræða um Deildartunguveikina. Fundinn sóttu 50 bændur úr Reyk- holtsdal, Hálsasveit og Hvítársíðu. Lögðu þeir fram skýrslur yfir fjár- dauðann í þessum þrem hreppum— Fjártala í Hálsasveit veturinn 1936 var 2,669 kindur. Þar af eru nú dauðar 852 kindur, eða einn þriðji hluti. í Hvítársíðu voru sömu hlutföll. í þessum tveim hreppum breiddist veikin íyrst út fyrir al- vöru síðastliðið sumar og er ný- komin á suma bæina. Fjártala í Reykholtsdal veturinn 1936 var 5,122 kindur 6g eru þar af dauðar 2,577 kindur. I Bæjarsveit eru lík hlutföll. Veikin grípur stöð- ugt um sig og er alt sauðfé vonar- peningur. Þar seiu hún hefir fest rætur, verður ekkert að gert. Þeir einu bæir, sem ennþá eru ó- sýktir í þessum sveitum eru Háafell í Hvítársíðu, Augastaðir í Hálsa- sveit og Hrísar í Flókadal. Að Úlfsstöðum í Hálsasveit voru 144 kindur siðastliðinn vetur. Nú eru þar aðeins eftir 25 kindur. Á þessu sýkta svæði hefir fé verið gefið inni síðan stuttu eftir vetur- nætur,. og þarf þannig tvöfalt meira fóður en venjulega. Víðast er nú haglitið um Borgar- fjörð og með öllu haglaust í flestum dalabygðum. Inflúenzan er komin að Reyk- holti og víðar.—Vísir 13. marz. # # # tslendingum hoðin þátttaka t alþjóða-uppeldismála- ráðsfefnu t Japan Veit ekki annað en að það sé fremur sjaldgæft að Asíumenn Or borg og bygð “TVÆR FLUGUR 1 EINU HÖGGl” 4 Þann 29. þ. m. verður flutt fróð- legt erindi og f jörugt i Goodtempl- arahúsinu. Gunnlaugur kaupmað- ur Jóhannsson flytur þar 50 ára endurminningar. Verður það lýsing á mönnum og málefnum, háttum og högum, landi og lýð, bæði hér í álfu og á Islandi, eins og alt hefir litið út fyrir hans athugulu sjón. Þeir sem þekkja Gunnlaug, efast ekki uni að hann flytji óhikað bæði lof og last, lýsi hlífðarlaust og án alls tillits til þess hver í hlut á. Hann sér ýmislegt með öðrum augum en flestir aðrir og getur látið aðra sjá hlutina með sér í öðru ljósi en þeir gerðu áður. Þessi samkoma verður ókeypis, en samskot tekin til arðs fyrir sjúkrasjóð stúknanna. Úr þeim sjóði hafa margir sjúkir og sælu- vana notið liðs og líknar. Hér er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi; njóta ágætis skemtunar við hláturskapandi fyndni og styrkja á- gætt málefni, sem alla snertir. Gleð- in og Gunnlaugur eiga alt af sam- leið; hvar sem hann er staddur og lætur til sín heyra, þar er gleðin i hásæti. Munið eftir kvöldinu 29. þ. m. Fyllið fundarsalinn og hressið ykk- ur á heilnæmum hlátri; hann hefir samskonar áhrif á sálina og sól- skinið á likamslíðanina. Sig. Júl. Jóhannesson. SKARAR FRAM CR í SINNI GREIN I hinni árlegu hljómlistar sanv kepni Manitobafylkis, sem yfir stendur um þessar mundir hér í borginni, hlaut Richard Leonard Beck, 10 ára gamall sonur þeirra Mr. og Mrs. J. Th. Beck, 975 Ingersoll Street, langhæztu ein- kunn í elementary pianospili, 89 stig af hundraði. í þessum flokki voru 56 keppendur. Fór prófdómarinn, Mr. Benjamin, einkar lofsamlegum orðum um frábæra ’hæfileika þessa unga sveins. Sveinn þessi hefir notið kenslu hjá hr. Ragnari H. Ragnar píanókennara. muni eftir íslandi, þegar þeir gang- ast fyrir alþjóðafundum, og tel því rétt að geta um, að mér hefir ný- verið borist boðsbréf til að sækja alþjóða - uppeldismálaráðstefnu í Tokio í Japan 2.—7. ágúst komandi sumars, og tilmæli um að segja lönd- um mínum frá, ,að þeir séu fleiri velkomnir þangað austur. Stefna þessi heitir fulu nafni á ensku: “VII. World Conference of the World Federation of Education Associations.” Formaður þessa al- þjóðasambands er Dr. Paul Monroe, Ameríkumaður, en boðsnefndin er skipuð Japönum einum. Aðalfundarefnið heitir einu nafni: “Stefánuskrá 20. aldarinnar i uppeldis- og menningarmálum,” en því verður aftur skift í 17 flokka, þar sem ýmsar greinar þessara mála verða teknar til meðferðar, — t. d. barnafræðsla, kennaramentun, sveita menning, heilbrigðismál, háskólar, útvarp o. s. frv. Alt á það að stefna MR. J. RAGNAR JOHNSON lögfræðingur Þær fregnir hafa nýverið borist hingað til borgarinnar, að Mr. J. Ragnar Johnson, lögfræðingur^ son- ur þeirra Mr. og Mrs. Finnur John- son, hafi tekist á hendur fram- kvæmdarstjórastarf hjá voldugu fé- sýslufélagi Crown(Trust Company, sem setti á fót útibú í Toronto þann 15. þ. m. Félag þetta hefir aðal- bækistöð í Montreal og var stofnað 1909 með 35 miljón dala höfuðstól. til eflingar bræðralags og samvinnu í æskuleiðtoga allra þjóða. Ræðu- menn verða úr mörgum löndum. Erlendtim fundarmönnum er heitið niðursettum fargjöldum yfir heimshöfin, “einkum þeim, sem skreppa um leið umhverfis hnött- inn,” — og mikílli gestrisni í Japan. —S. A. Gíslason, — Vísir 13. niarz !937- # # # Kveldúlfur byggir síldarverksmiðju á Iljalteyri Fyrir nokkru fóru allmargir iðn- lærðir byggingamenn héðan úr Reykjavík norður og í gærkveldi fór annar hópur til viðbótar. Fyrir norðan hafa um 40—60 manns unn- ið að undirbúningi að bryggjum, síðastliðnar 3 vikur. Hjalteyri liggur fremur innarlega við Eyjafjörð að vestan verðu. Fyrir allmörgum árum var þar mik- ilí útgerðarrekstur og þó einkum eftir 1913 er Kveldúlfur tók að hafa þar síldarsöltun. €á rekstur stóð um 10 ára skeið en á þeim árum ntunu hafa verið verkaðar um og yfir 20,000 tunnur af síld á ári. Síðustu árin hefir verið þar nokk- ur fiskverkun, sem Kveldúlfur hef- ir haldið uppi, en félagið eignaðist Hjalteyri fyrir um 10 árum síðan. Hjalteyri liggur mjög vel fyrir síldveiðarnar. Hún liggur hérumbil jafnlangt frá Horni og Langanesi —hún er svo að segja í hjarta Gld- armiðanna fyrir Norðurlandi. Yerksmiðjan, sem félagið er að iáta reisa á að geta unnið úr 2400 málum á sólarhring. Aðal vélahúsið á að vera úr stein- steypu og að stærð 64x16 metrar. Norður af þeirri byggingu kemur yfirbygð steinþró, sem tekur um 30,000 mál. Ofan á síldarþrónum er tnjölgeysmluhúsið, 60x25 metrar, er tekur um 4000 tonn af mjöli. Verksmiðjuhúsin verða á milli 25 og 26 liundruð fermetrar að gólf- fleti. (Til samanburðar um stærð verksmiðjunnar má geta þess, að skv. lóðamælingum Reykjavíkur er aðalbygging Kveldúlfs við Skúla- götu aðeins um 1200 fermetrar). Auk verksmiðjuhúsanna verða bygðir tveir geymar fyrir lýsi er taka milli 3500 og 4000 smál. Einn- ig verður bygð ein stór bryggja við verksmiðjurnar og verður aflanum skij»ð upp með sérstökum löndun- artækjum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipa uj>p með þeim tækjum, sem þegar eru fengin, um 10 þús málum á sólarhring, en að líkindum verður það magn aukið upp í 20 þús. mál. Auk þess eru næg mannvirki á Hjalteyri til þess að hægt verði að salta síld af 4 togurum í einu. Mun vera fyrirhugað að svo mikil söltun verði á staðnum, sem framast verð- ur leyfð. I’y&g'ngar fyrir þá sem að þess- um rekstri starfa eru til ,frá fyrri tíma. Á Hjalteyri eru um 10 íbúð- arhús, sem félagið á og lætur til af- nota fyrir starfsfólkið. Eins og áður er sagt hafa undan- farið starfað nokkurir tugir manna að undirbúningi verksmiðjubygg- ingarinnar. Svo heppilega vill til að allur uppgröftur úr grunni verk- smiðjunnar er ágætis byggingarefni —bæði möl og sandur svo af slíku þarf ekkert að flytja að. Alla umsjón með verkinu hefir Helgi Eyjólfsson byggingameistari. Það ætti að vera öllum lands- mönnum gleðiefni á þeim tímum, sem gjaldeyrisvandræði og atvinnu- skortur sverfa fast að, er ný og stór- Frú Guðrún Briem látin Á sunnudaginn var lézt að heimili sínu, Grund í Riverton-bæ, merkis- konan Guðrún Pálsdóttir Briem, kona bændaöldungsins Jóhanns Briem þar á staðnum, bróður Valdi- mars heitins vígslubiskups og sálma- skálds. Frú Guðrún var dóttir Páls Péturssonar frá Reykjahóli í Skagafirði, fædd þann 17. dag aprí 1 mánaðar árið 1863. Var Guðrún mannkosta kona hin mesta; regluleg landnámshetja, er við hlið síns á- gæta eiginmanns ruddi sér glæsi- lega braut og átti sinn gifturika þátt í því að gera garðinn frægan í hinni farsælu frumbygð á bökkum íslend- ingafljóts. Frú Guðrún var gáfuð forustukona, og heimilið auðug/ af alúð og mannkærleika; enda venju- legast þar gestkvæmt 'ntjög. Auk hins háaldraða eiginmanns sins læt- ur frú Guðrún eftir sig eftirgreind börn: 1. Veighildur Mabel Wood’ i Saskatoon. 2. Valdheiður Lára Ford í Tor- onto. 3. Marino Páll, ókvæntur; bú- stjóri á Grund 4. Valgerður Helen Coghill í Riverton. 5. Sigtryggur Hafsteinn, kvænt- ur Ingibjörgu dóttur Guðjóns Ingi- mundssonar; búsett í Riverton. 6. Eggert Ólafur, kvæntur konu af enskum ættum, búsettur í To- ronto. Öll eru börnin mannvænleg og njóta almennra vinsælda.— Með frú Guðrúnu Briem er til moldar gengin ein af afbragðskon- um Vestur-íslendinga; kona, sem allir virtu og allir sakna, er einhver kynni höfðu af benni. Útför hennar fór fram á fimtu- daginn þann 22. þ. m. frá heimilinu og kirkju Bræðrasafnaðar. Lögberg vottar hinum syrgjandi öldungi og fjölskyldu hans innilega samúð í hinum þunga harmi. feld framleiðslutæki rísa upp eins og nú verður norður á Hjalteyri. Þessi staður, sem nú á i vændum að verða á ný blómlegt atvinnu- hverfi, liggur á ágætum stað og miklar og góðar sveitir eru í nánd, sem mega vænta njargra hlunninda i sambandi við þennan nýja at- vinnurekstur. Hin miklu mið fyrir Norðurlandi verða nú enn betur nofuð en áður var þegar svo stór verksmiðja, sem fyrirhuguð er á Hjalteyri, ris þar upp og er afkoma þjóðarinnar í heild betur trygð en áður, er slíkar framkvæmdir eru hafnar, sem miða að því að auka framleiðsluna á verðmætustu út- flutningsvörum landsmanna. Sjómennirnir, sem í ^ramtiðinni fá atvinnu við hina nýju verksiniðju munu ekki minst fagna því að hún er bygð og þeir munu einnig fagna því að H. f. Kveldúlfi var veitt leyfið til byggingarinnar svo vinsæll atvinnurekandi sem félagið er með- al starfsmanna sinna,—Visir 5 marz. og gleðilegs sumars! Albert C. Johnson, konsúll, Dannebr. Rdr. Undanfarin þrettán ár hefir Al- bert C. Johnson verið ræðismaður Dana og íslendinga hér í Winnipeg. 1 viðurkenningarskyni fyrir ágæta ea’bættisfærslu hefir nú konung- ur Dana og íslendinga, Christian X, sæmt hann krossi og kjörið hann Riddara af Reglu Dannebrog. í til- efni af þeim atburði komu ættingj- ar konsúlsins og nánustu vinir sam- an i veizlusal Moore's hér í borginni siðastliðið miðvikudagskvöld. Var |>ar veizlukostur góður og glaðværð yfir borðum. Veizlustjóri var dr. B. J. Brandson, en þeir séra Björn 1!. Jónsson og dr. Charles C. S. Fremming, vice-konsúll Dana, fluttu ræður. Albert Christofer Johnson er tæddur 2. nóv. 1866 á Akureyri við Eyjafjörð. Hétu foreldrar hans Jón Jónasson og Gúðný Guðmunds- dóttir. Fimtán ára að aldri fór hann úr foreldrahúsum, var nokkur ár í Skagafirði og gegndi búðarstörfum á Sauðárkróki, þar til hann, tvitug- ur, fluttist til Vesturheims 1886. Kom hann síðla sumars til Winni- j>eg, og var í vinnu á járnbraut fram undir hátiðir. Skömmu eftir nýárið gerðist hann prentari við vikublaðið “Lögberg,” sem þá hóf göngu sína. Stundaði Albert prent- iðn í allmörg ár bæði í Winnipeg og Minneapolis. Þar eftir rak hann kjötverzlun í Winnipeg í nokkur ár og græddi allmikið fé á verzlaninni. Fyrir fjórðungi aldar hóf hann starf það, er síðan hefir hann haft, og hefir enn, en það er fasteigna- verzlun og húsaleiga. Hefir hann látið reisa nokkur stórhysi í borg- inni og keypt önnur, og hefir um- yáð yfir híbýlum fjölda fólks. Á hinum betri árum græddist Albert fé á atvinnu þessari, og hefir hann verið talinn með efnuðustu íslend- ingum í Canada. Árið 1893 kvæntist Albert John- son. Heitir kona hans Elízabet Sig- ríður og er dóttir þeirra merkis- hjóna Sigurðar J. Jóhannessonar, skálds, og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, sem alkunn voru hér í borg á sinni tið. Börn þeirra Alberts og Elíziabetar eru fimm á lífi: Albert Valtýr, tannlæknir i Winnipeg; Guðný, gift dr. Deeks í W!innipeg; Guðrún, gift Mr. Grey, starfsmanni hjá Ford-félaginu í Calgarv: Alma, ógift í foreldrahúsum; Helen, gift Mr. Peterson, málara í Winnipeg. Son, Harald að nafni, mistu þau, rúmlega tvítugan, fyrir nokkurum árum. Heimili konsúls-hjónanna er að 414 Maryland St. í fslenzku mannfélagi hefir Al- bert Johnson látið til sín taka aðal- lega í tveimur félögum: “Helga magra,” félagi Eyfirðinga í Winni- neg, og Fyrsta lúterska söfnuði. Um langt skeið hefir Albert verið einn af máttarstólpum safnaðarins og gegnt þar embættum með alúð í mörg ár. Hann er jafnan heill og óskiftur fylgismaður þeirra rnála og manna, er hann leggur lag sitt við. Það verður lengst í minnum haft um Albert C. Johnson, hver líkn og hjálparhella hann 'hefir alla daga reynst bágstöddum. Hjálpfýsi hans og gjafmildi er á margra vitorði, þó sem minst hafi hann viljað láta á því bera. ÓtePjandi eru þeir menn, islenzkir og aðrir, sem í. erfiðum á- stæðum hafa knúð á drengskap Al- berts, og aldrei árangurslaust. Fyrir því verður nafni hans lengi á lofti haldið. Fjöldamargir eru það óefað, sem nú í huga sínum óska Albert C. Johnson til hamingju með þann hinn verðskuldaða 'heiður, sem honum hefir i skaut fallið. —B. B. J. Þingrof á Islandi 0 Nýjar kosningar fara fram 20. júní Reykjavík, 21. apríl.—Alþingi var rofið áþriðjn* dagskvöldið vegna klofnings á milli stjórnar- flokkanna. Almennar kosningar 20. júní. UMMÆLI BLACKMORE Foringi Social Credit fylkingar- innar frá Alberta í sambandsþing- inu, . Mr. J. H. Blackmore, var staddur í börginni á heimleið að loknu þingi, síðastliðinn fimtudag. í samtali við blaðamenn lét hann meðal annars þannig ummælt: “Liberal stjórnin í Ottawa reynir í einlægni að gera alt, sem í valdi hennar stendur, til þess að ráða fratn úr atvinnuley9Ínu. Þetta tekst henni ekki, vegna þess að ráðstaf- anir hennar eru gerðar samkvæmt hinu gamla fyrirkomulagi, þó við splunkurný viðfangsefni og breytt viðhorf sé að glíma.” WINNIPEG MONARCHS VINNA GLÆSILEGAN SIGUR Siðastliðinn laugardag unnu Winnipeg Monarch í úrslita kapp- leik í Toronto, Canada titilinn í Junior hockey. Tiðindum þessum var, sem vænta mátti, tekið með miklum fögnuði hér í borginni.— A TVINNULE YSISSTYRKUR Roosevelt forseti hefir krafist þess að þjóðþingið veiti $1,500,000,- 000 til atvinnuleysisstyrks fyrir næsta f járbagsár. \ /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.