Lögberg - 22.04.1937, Side 6
6
LOGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL, 1937
i--------------------------------------
Þræll ArabaKöfðingjans
Skáldsaga eftir Albert M. Treynor.
Þannig var Tagar Kreddaclie fylgt til hinztu
lxvíldar.
Næst á eftir líki Tagars fylgdi liópur nán-
ustu vina og vandamanna hans. Það voru
Caverly og Bó, Nakhla, tunguskorni þrællinn,
hirðpresturinn og þrír-fjórir aðrir. Þar næst
kom hermannafylkingin öll. Alt riddaralið
Gazimborgar ruddist út um hliðið í ferfaldri
röð. Þeir riðu með blikandi spjót í höndum og
hrópuðu hátt og tryllingslega. Úlfaldarnir
þeyttust áfram á harðabrokki á eftir hestun-
um, sem fóru á stökki.
Líkfylgdin fór á harða spretti upp úr
dalhverfinu, á milli klettabeltanna. Morgun-
stjarnan skein enn skært á himninum, en mán-
inn var orðinn bleikur niðri við sjóndeildar-
hringinn, og klettarnr vörpuðu svörtum
skuggum út yfir rauðlditan, sandinn. Það
þurfti ekkert sérstakt hugmyndaflug til þess
að geta ímyndað sér, að varðenglarnir tveir,
Monker og Naker, hefðu komið á harðaflugi
niður úr loftinu og svifu nú ósýnilegir sinn
hvoru megin við dauða riddarann, sem reið á
harða spretti.
Caverly reið svo fast á eftir hvíta gunn-
fáknum, að sandur og smásteinar þeyttist á
hann undan hesthófunum. Honum leið hálf-
illa, enda var alt annað en skemtilegt að hafa
hinn dauða höfðingja ríðandi rétt á undan
sér, slingrandi í allar áttir í hnakknum. Það
var heldur ekkert upplyftandi að líta aftur
og sjá Nökhlu koma ríðandi á eftir sér, vafða
í sorgarslæðum, og að heyra hermannahóp-
inn koma á harðaspretti eins og hefndarlið á
eftir sér. Æfi hans myndi fá bráðan og óg-
urlegan endir, ef að Nökhlu kynni að detta í
hug að segja þessum mönnum, þó ekki væri
nema ofurlítið brot af því, sem hún vissi.
Fremsta röð úlfalda-riddaranna höfðu
með sér skaftstuttar rekur, sem þeir áttu að
taka með gröfina uppi á einni hæstu sandöld-
unni framundan Gazim. Þar átti Tagar að
hvíla, því þarna var vítt útsýni yfir endalausa
eyðimörkina. Tagar hafði sjálfur kosið sér
þennan stað fyrir ævalöngu. Þetta var nærri
vegamótum hinna eldgömlu lestavega, og þar
sem vegvísirinn sérkennilegi stóð og gnæfði
við himin. Innan skamms myndu þrælarnir
vera önnur kafnir við að rogast með rauða
steina neðan úr stein-námunni og byggja
grafhvelfingu yfir gröf Tagars Kreddache.
Líkfylgdin hélt út á milli hæðanna. Eir
hún nálgaðist seinustu ölduna út við eyði-
merkur-brúnina, hleyptu þeir Ali Móhab og
lúðurþeytararnir tveir hestum sínum og
keptust um, hver þeirra kæmi fyrstur á
greftrunarstaðinn. Þeir þeystu á harða
stökki og komu hér um bil samtímis upp á
brekkubrúnina. Ofurlitla stund bar þá við
himininn eins og skuggamyndir — og svo
skeðu hinir óvæntustu atburðir.
Reiðmönnunum þremur varð litið ofan
eftir brekkunni hinu megin öldunnar — og
lirukku alt í einu aftur á bak í hnökkunum.
Þeir ráku upp ógurlegt viðvörunaröskur og
kiptu og ryktu í taumana og reyndu að snúa
hestunum við í skyndi. Hestarnir þverstönz-
uðu, prjónuðu og hörfuðu aftur á bak, og áttu
reiðmennimir fult í fangi með að halda þeim
í skefjum. Eitthvert óskiljanlegt æðisfát
hafði gripið þá, og þeystu þeir nú til baka
eins og óðir menn. Þeir hefðu ekki orðið
skelkaðri, þó þeir hefðu séð fjandann sjálfan
standa þarna og grafa gröf Tagars.
Báðir lúðurþeytararnir mistu lúðra sína.
Annar þeirra steyptist áfram úr hnakknum
og kom á hausinn niður/í grjótið. Einhvers-
staðar handan yfir öldukambinn glumdi vrið
skot, og sást blossinn greinilega í morgun-
skímunni. Og í sama vetfangi þeystu skugga-
verur fram í löngum röðum og skutu í sífellu.
Bergmálin ómuðu umhverfis líkfylgdina,
skotin dundu, og kúlurnar þutu hvínandi
gegnum raðirnar. •
Annar hestasveina Tagars féll í fyrstu
hríðinni og lá flatur undir hestshófunum.
Hinn hestasveinninn misti af reipinu, sem
hann stjórnaði hesti Tagars með. Og nú
sneri hvíti gunnfákurinn við al^eg æðlsgeng-
inn og þeyttist heim á leið á harða stökki með
riddarann dauða á baki. Líkfylgdin dreifðist
nú talsvert, og sáu nú allir hvíta hestinn þjóta
ofan brekkuna, og á baki hans ömurlega
í<fígúru’, sem sveiflaðist til og dinglaði í all-
ar áttir, en hékk þó föst í böndunum, og
skikkjan og marglitar si'lkislæðurnar feykt-
ust til í vindinum eins og tuskurnar á fugla-
hræðu.
Caverly tók þótt í taumana á svarta
hestinum sínum og leit óttalaus við. Her-
mennirnir voru á víð og dreif með afskap-
legu írafári. Tveir þriðju þeirra voru á
skyndiflótta alveg á liælunum á hvíta fákpum.
Nalchla hafði orðið að fylgjast með straumn-
um og var nú á leiðinni ofan brekkuna mitt á
milli dreiíðra hermannaraðanna.
Bó Treves liikaði ofurlítið. Hún sat eins
og ofurlítil öskubuska á hesti sínum í óhrein-
um sorgarbúningi, en samt miklu hugrakkari
en fjöldinn af hermönnunum í skrautlegum
herklæðum sínum.
“Áfram!” hrópaði Caverly til hennar, er
hún hafði stöðvað hest sinn, og kúlurnar
hvinu umhverfis liana. “Áfram, áður en slys
ber að höndum. Við förum afthr til Gazim!
Það verður engin jarðarför í dag.”
Hann sneri sér snöggt við, er hófatak
heyrðist að baki þeirra. Það var Ali Móhab
og annar lúðurþeytarinn. Hljdðfæraleikar-
inn hleypti fram hjá þeim og lamdi hest sinn
áfram, en Ali Móhab stöðvaði hest sinn og
mælti fáein orð við hinn nýja höfðingja.
“Það er Zaad,” mælti Ali Móhab laf-
móður. “Og allir liðsmenn hans með honum.
Þetta er fyrirsát!”
Caverly kinkaði kolli kuldalega. Það var
svo sem óþarft að koma með aðra eins frétt
og þetta. Auðvitað var það Zaad ibn Dheila-
sem hafði útbúið þessa óvæntu árás. Þorp-
araliðið frá Khadrim hafði lagst í leyni á
vegamótunum til þess að ráðast á útverði
Gazim-búa. Og nú hafði Zaad verið svo
heppinn að rekast á allan hópinn — öll lík-
fýlgd höfðingjans hafði gengið honum í
greipar.
Það voru litlar líkur til, að Zaad liefði
frétt dauða Tagars. Hann var hér aðeins á
venjulegri ræningjaferð til að hefna sín á
fjandmönnum sínum. Og örlögin geta stund-
um verið einkennilega gjafmild við dýrkend-
ur sína. Nú höfðu þau hagað því þannig, að
Zaad kom alveg mátulega til þess að trufla
og rugla síðustu ferð erfðaf janda síns.
“Það er líklega réttast að láta lúður-
þeytarann blása til undanhalds,” mælti
Caverly og hló við.
“Eg heilsa þér, herra!” Ali Móhab
glotti ánægjulega til Caverly. “Sá, sem get-
ur spaugað innan um ,syngjandi byssukúlur,
honum er vert að fylgja. Og hann á skilið að
lifa einn dag enn. Við skulum halda á stað,
herra. Ríðumnú! Hér er um lífið að tefla! ”
Það var engin skömm að þessum flótta.
Gazimbúar voru aðeins léttvopnaðir við-
hafnarvopnum einum, er aðeins voru notuð
við hátíðleg tækifæri. Enginn þeirra hafði
byssu sína með sér né skammbyssu. Þeir
gátu því ekki svarað með einu einasta skoti
öllum þeim kúlnaéljum, er dundu fram undan
hverju klettanefi og sópuðu eftir sandinum.
Fullvita mönnum var því eigi önnur leið opin
en að flýja og leita sér skjóls að baki Gazim-
múra.
Þó að flótti þeirra væri allur í ruglingi
og á víð og dreif, hafði það engin áhrif á
hraðann. Hingað og þangað féll einn og einn
af baki og lá eftir milli klettaþrepanna; en
flestir komust þó undan heilir á hófi, og allur
hópurinn þeysti á harða spretti ofan sand-
dældirnar í áttina til Gazim.
Tagar hinn danði reið sjálfur í fylking-
arbroddi flóttamanna, og rétt á liælunum á
liinum hvíta gunnfák hans þusti hið dreifða
riddaralið hans inn um borgarhliðin í Gazim,
hermenn, hestar og úlfaldar ruddust inn um
hið breiða hlið. Ali Móhab og Caverly voru
síðastir allra inn úr hliðinu. Og svo féllu
hinar geysimiklu hurðir aftur að baki þeim
með miklu braki.
Caverly hafði mist sjónar á þeim báðum
Nökhlu og Bó á flóttanum. En hann bjóst
við að þær væru komnar á undan. Hann fól
nú Ali Móhab að skipuleggja vörnina og sjá
um, að útverðir yrðu settir á borgarmúrana.
En þetta var auðvitað aðeins til málamynda,
því ))að var engin veruleg hætta á ferðum, og
lítil líkindi til, að óvinirnir myndu gera árás
á hina óvinnandi evðimerkurborg, enda voru
múrarnir alt of háir og bVattir til þess að
liægt vari að klífa þá. Og Zaad hlaut að vera
það ljóst, að veruleg árás á borgarmúrana
myndi kosta liann að minsta kosti helming
liðs hans, þar sem þeir urðu að berjast á ber-
svæði.
Ræningjarnir frá Khadrim höfðu þegai’
hlaupið á bak úlföldum sínum og hleypt af
stað á eftir flóttamönnunum áleiðis til Gazim.
En þeir sýndu þá varkárni að nema staðar,
áður en þeir komu of nærri borgarmúrunum.
Þeir skipuðu sér í smáhópa umhverfis borg-
ina í hæfilegri fjarlægð, eins og þeir hefðu í
hyggju að setjast um hana.
Þetta var nú samt alls eigi ætlun þeirra.
Þessi umsáturs-ógnun þeirra var ekkert ann-
að en ósvífin málamynda-grýla, barnalegur
skrípaleikur í þeim einum tilgangi að gera
Gazimbúum gramt í geði. Khadrimsbúar
myndu ekki hafa getað unnið Gazimborg
með áhlaupi, þótt þeir hefðu haft tífaldan
liðsafia. Færi Zaad ekki þegar á burt, gat
hann svo sem auðveldlega skemt sér við að
liggja þarna um hríð og glápa á múrana. En
áður en tveir, þrír dagar væru liðnir, myndi
matvælaskortur knýja hann til að leggja á
úlfaldana og halda heimleiðis. Þessar smá-
árásir eyðimerkurbúanna eru alt af aðeins
vindhögg, eða algerlega máttlaus tilraun,
sem er orðin að engu, áður en nokkur aðilj-
anna er búlinn að taka fullnaðarákvörðun.
Þær enda alt af með því, að annar hvor að-
iljinn verður svangur eða þyrstur, eða verður
blátt áfram leiður á þófinu, tínir saman
pjönkur sínar og hypjar sig á burt.
Caverly ruddi sér braut gegnum mann-
þyrpinguna í forgarðinum og steig af baki
við sjálfar hallardyrnar. Eftir dauða Tagars
hatði hann erft alla vestur-álmu hallarinnar
með hásætissalnum, vopnabúri, búnings-
skemmu, þrælum og öllu saman — og meira
að segja réttmætan aðgang að kvennabúrinu,
—ef hann kærði sig um að neyta þess réttar.
Hann gekk nú inn í hallarsalinn, og var
þar þægilegur svali. Hann skipaði þræli að
sækja þvottavatn og hrejin föt, diska með
brauði og kjöti og krús með heitu myntu-tei.
Það var hreinasta hvíld og fráun að losna
frá hávaðanum og gaurganginum fyrir utan,
að geta fleygt af sér öskugu sorgarfötunum
og farið í hrein föt.
Fyrsta hugsun lians var um Bó. Hann
var kominn á flugstig með að senda eftir
henni, en hugsaði sig svo um. Það var víst
ekki vert, að hann léti í ljós alt of áberandi
umhyggju fyrir þessum hvíta þræladreng
sínum. Því þó engimi liefði enn látið nokk-
urn grun í ljósi, var Caverly samt ekki alveg
óhultur og rólegur, fyr en búið væri að jarða
Tagar. En þegar því væri lokið, myndi eng-
inn þora — hvað sem á dyndi — að raska
grafarró lians og fara að gá upp í hann, ef
hið óvænta kynni að ske, að einhver kvittur
kæmi upp um það, að eitthvað væri grunsam-
legt við það, að lát lians liafi borið svo brátt
að höndum.
Skömmu seinna kom Ali Móhab inn til
lians. Caverly sat þá með krosslagða fætur
á hinu volduga dómarasæti og blaðaði í bók-
fellsblöðunum í gamalli bók, sem hann hafði
tekði upp á slump út úr hinu all-auðuga bóka-
safni Tagars.
“Hvernig lítur út með varnarráðstafan-
ir vorarf” spurði hann hinn gamla og virðu-
lega eyðimerkur-hermann.
Ali Móhab ypti öxlum hirðuleysislega.
“Það er svo sem ungin hætta á því, að
Zaad fari að ráðast á okkur,” svaraði hann.
“Hann ætlar aðeins að liggja hér um liríð
til að sýna okkur, hvílíkur heljarkarl liann
sé, og til að erta okkur með gunnfána sínum. ’ ’
“Ekki skal eg öfunda hann af þeirri á-
nægju,” mælti Caverly. “En jarðarförinni
verður að fresta til morguns eða lengur.”
“Er það nauðsynlegtf ” spurði Ali Mó-
liab, sem ógjarna slepti nokkru tækifæri til
blóðsúthellinga.
“Það er nú ef til vill ekki. Við getum
sennilega rutt okkur braut til grafarinnar.
En mér virðist það heimskulegt að fórna svo
mörgum mannslífum aðeins til þess að losna
við einn af vorum látnu — jafnvel þó það sé
sjálfur Tagar, sem um er að ræða. ”
Ali Móhab beygði sig djúpt og auð-
sveipnislega fyrir herra sínum. Upp frá
þessu var það Caverly, sem átti úrskurðar-
valdið í öllum málum Gazim.
“Látið taka líldð af hestinum og leggja
það á börur í Mínaret-turninum, mælti Cav-
erly. “Þar á það að liggja, unz við getum
veitt því friðsarnlega og viðeigandi jarðar-
för. Það á ekki að fleygja líki Tagars til
vanvirðu fyrir fætur Zaads og manna hans.”
‘ ‘ Óskum þínum skal verða fullnægt, þeim
er þegar fullnæg't, herra,” mælti Ali Móhab
og laut Caverly á ný.
“Þá er það ekki meira, sem eg hefi að
fyrirskipa í svipinn,” mælti Caverly, “en eg
vona, að þú hafir vakandi auga á öllu, sem
fram fer. ”
“En það er annars stór skömm,” reyndi
Ali Móhab að malda í móinn,,“að Zaad skuli
geta ímyndað sér, að liann hafi gert einn
Kreddaohe afturreka frá gröfinni og lokað
fyrir honum hliðum Paradísar um stundar-
sakir.” Hinn gamli hermaður hleypti brún-
um alvarlega við þessa hugsun.—
“Hann má gjarna ímynda sér, hvað sem
hann vill,” mælti Caverly og brosti skugga-
lega. “Við skulum bara bíða,” bætti hann
við ískyggilega. “Við skulum bíða svo sem
mánaðartíma, þangað til hermenn okkar eru
búnir að ná þeirri æfingu, sem eg hefi ætlað
mér, og þá skal Zaad fá að sjá það, sem hann
hefir aldrei órað fyrir. Þá skulum við sýna
honum, hvað hernaður er.”
Ali Móhab brosti harðneskjulega, og út
úr skeggjaða andlitinö hans skein hreinasta
aðdáun fyrir Caverly.
“Þegar sá dagur kemur, skal Zaad fá að
sjá það, sem hann fær að sjá.”
“Hefirðu séð þrælinn minn?” spurði
Caverly. sem nú fanst að tækifærið væri kom-
ið til að hreyfa þeirri spurningu, sem var
efst í huga hans.
“Ekki síðan hann reið á eftir þér út frá
Gazim,” svaraði galmi hermaðurinn og leit
spyrjandi á húsbónda sinn.
‘^Eg skipaði honum að flýta sér hingað
aftur, þegar allur hópurinn lagði á flótta nið-
ur brekkurnar. Hann er eflaust kominn heim
á undan mér. Eg býst við, að hann sé úti í
liaHargarðinum lijá hinum. ’Ef þú skyldir
s.já hann, bið eg þig að senda hann inn til
mín,” mælti Caverly að lokum og kinkaði
kolli í kveðjuskyni.
Ali Móhab beygði sig og breiddi út hend-
urnar, eins og venja var til, er menn heilsuðu
höfðingjanum.
“Eg skal gera, eins og þú skipar, herra,”
mælti hann og gekk út úr salnum.
Caverly sat kyrr í dómarasætinu á höfð-
ingjavísu, með stórum og mjúkum silkikodd-
um hlaðið í kringum sig. En hann gleymdi
alveg að rýna frekar í bókfellið, sem hann
hafði verið að fást við áður. Hann sat og
horfði til dyra og var að bíða eftir því, að
létt liögg á liurðina gæfu til kyima, að Bó væri
að koma. Nú voru mar^ar ,stundir síðan
hann hafði talað við hana. Og þau höfðu
þó sannarlega nóg að spjalla um og bolla-
leggja sín á milli. Síðan í gær hafði orðið
algerð bylting í allri aðstöðu þeirra. En það
var ekki lengra síðan en kvöldið áður, að líf
þeirra og örlög hafði hangið á örgrönnum
þræði. Þá hafði Caverly orðið að berjast
fyrir lífi þeirra beggja, og jafnvel fyrir
meiru en lífinu sjálfu. Eln í dag var hann
óháður einvaldur vfir öllum kvmstofninum.
Nú gat hann veitt Bó alla nauðsynlega vernd,
trygt tilveru hennar og öryggi, og það myndi
ekki verða neinum vandkvæðum bundið að
skipuleggja flótta. Hvenær sem skyldi, var
Caverly innan liandar, sem æðsta hershöfð-
ingja, að senda hermenn sína í leiðangur
langt út í eyðimörkina í áttina til landamær-
anna, og þaðan gætu svo þau Bó flúið yfir
landamærin og bjargast heil á húfi til hvítra
manna.
Fram að þeim tíma gæti hann, ef hann
kærði sig um, veitt Bó sérstöðu, hann gat
meira að segja gert hana að drotningu yfir
Gazim, ef hann óskaði þess.
Þetta var draumórakend æfintýrahug-
sjón, laðandi og seiðandi. Það væri svo sem
umhugsunarefni fyrir hina ungu, ensku
stúlku. Drotning yfir heilum kynstofni víg-
fúsra eyðimerkurhermanna, eftir að hún
hafði verið umkomulaus þræladrengur um
hríð í þeirra hóp.
Caverly brosti drauiprænt við þessum
lieilabrotum sínum, og alt í einu lieyrði hann
dauft hljóð af einhverju, sem hreyfði sig ein-
hversstaðar í hinum stóra sal. Það var ekki
það, som hann óskaði og vænti, —' að Bó
kami og berði að dyrum, — heldur dauft
þrusk eða skrjáf að baki honum. Hann leit
hægt við, og nú sá hann, að veggtjöldin bak
við hann hreyfðust og skildust sundur, og
leynidyrnar inn til kvennabúrsins opnuðust.
Grannvaxin kona, teinbein eins og víðiteinn,
stóð á milli tjaldskaranna og virti hann fvrir.
sér, með augnaráði, sem bæði var aðlaðandi
og ógnandi.
Caverly liorfði rannsóknaraugum þamg-
að, og brá fyrir hörkusvip í augum hans, er
hann sá, að þetta var Naklila. Bannsett stelp-
an hafði þann eiginleika, að koma alt af al-
gerlega óvrænt upp úr kafinu, og líka þegar
maður sízt óskaði þess. Tilvera hennar ein
fól í sér stöðuga liættu fyrir hinn nýja liöfð-
ingja, og honum hafði alls ekki lilýnað í hug
til hennar eftir dauða Tagars, sem hún hafði
með fullri djörfung kent honum um.
“Ó, — Rainee!”
kaklila hafði svift blæjunni frá andlit-
inu, og brá fyrir smágervum ertnisdrátt.um
vum fagrar varir liennar. Hún gekk fram í
salinn og staðmæmdist í miðri ljósrákinni,
sem ’féll inn um eina skotraufina í þykkum
múrnum.
“Eg var að vonast til, að höfðinginn
myndi óska eftir að tala við hinn tryggasta
og auðsVeipasta af öllum þegnum sínum. Eg
hafði búist við, að höfðinginn Sassí liefði
sent boð eftir mér.”
Nakhla hafði farið eins að og Caverly,
haft fataskifti og losað sig algerlega við
sorgarskrúðann. Nú var hún klædd í silki-
kyrtil með fagurfeldum höfuðdúk, og var alt
saman með mjög sérkennilegum lit, einskonar
samsteypa af eirrauðu og eldgulu, er minti á
gullið hunang. Um mittið hafði hún mjótt
gull-víravirkisbelti. og um ökla liennar og
úlnliði glömruðu sléttir og fágaðir gull-
hringir.
Caverly varð gagntekinn af einskonar
ónotagrun um óljósa og yfirvofandi hættu, er
hann sá hana. Hann vissi ekki eiginlega,
livað hann þurfti að óttast af hennar liálfu,
hann vissi aðeins að þessari stúlku var trú-
andi til alls, til að koma óskum sínum á fram-
færi.
Þegar Nakhla stóð þarna á gólfinu mitt í
mjórri sólrákinni frá skotraufinni og í bjarm-
anum frá mislitum loftslampanum, líktist hún
helzt logandi elds-tungu, sem liefir klofið sig
út úr báli því, er kveikti hana. Hún ýtti með
öðrum fætinum gólfkodda að fótum hans og
féll svo létt og mjúkt á kné frammi fyrir lion-
um.