Lögberg - 29.04.1937, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. APRIL, 1937
7
i
Margrét Jónsdóttir
Egilsson
Fædd 8. fcbr. 1853
Dáin 12. febr. 1937
Margíét heitin var dóttir Jóns
Guðmundssonar Þorsteinssonar frá
Lönguhlíð í EyjafirÖi. Móðir Mar-
grétar vár Jóhanna Jónsdóttir Sig-
urðssonar frá Marbæli i Óslands-
hlíÖ i Skagf jarÖarsýslu.
Maigrét heitin var höföingleg
kona bæði i sjón og raun; enda
hafði hún gott tækifæri til að sýna
það, meðan búskapur þeirra stóÖ i
.blóma. Þar var oft húsfyllir gesta
og mætti hún öllum með brosi á
vörum. Hún var greind vel og skýr
í tali; góÖ og umhyggjusöm eigin-
koná og móðir. Fyrir 20 árum
varð hún fyrir ]>vi þunga mótlæti
að missa sjónina, og bar hún þá
löngu rökkursetu með stillingu og
rólyndi sem henni var svo eiginlegt.
Halldór Egilsson
Fœddur 14. október 1850
Dáinn 13. marz 1937
Egill faðir Halldórs var sonur
Halldórs prófasts Ásmundssonar aÖ
Melstað í MiðfirÖi í Húnavatnss.
Kona Haldórs prófasts var Margrét
Egilsdóttir Jónssonar prest á StaÖ-
arbakka í Miðfirði, en kona Egils
föður Halldórs Egilssonar var Sig-
urveig Jóhannesdóttir Kristjánsson-
ar frá Laxamýri, systir Sigurjóns
bónda á Laxamýri, föður Jóhanns
skálds Sigurjónssonar. (Sjá Al-
manak Ó. S. Thorgeirssonar, 1923,
blaðsíðu 64-5).
GóÖvild og einlægni voru þau
fyrstu einkenni er maður tók eftir,
þegar maÖur mætti Halldóri sál.
Egilsson; hann var skemtilegur j
heim að sækja, vel lesinn og fróður
um margt; prúður í allri framkomu j
og félagsmaður hinn bezti og lagði i
ætið gott til manna og málefna.
Hann hafði góða sjón til æfiloka
og þrátt fyrir háan aldur. var hann
enn óhærður.
Þessi mætu hjón fluttu frá Mosfelli í Húnavatnssýslu á ís-
landi til Ameriku árið 1887 og settust að í Dakota og dvöldu þar
(lengst i Mouse River bygð) þar til árið 1899, að þau fluttu til
Swan River og tóku þar heimilisréttarland, sem þau dvöldu á til
æfiloka.
Jafnvel þó fátækt og erfiðleika væri við að etja í byrjun
landnámsins, komust þau í góð efni og bygðu upp myndarlegt
heimili á stuttum tima, og var heimili þeira eitt af sárfáum, sem
hélt uppi vikulegum húslestrum.
Börn Halldórs og Margrétar voru sex: Egilsína Sigurveig,
gift Sæmundi Helgason og Kristján Halldór, ógiftur (bæði dáin
fyrir nokkrum árum). Eftirlifandi eru: Jón Jóhann, tvígiftur,
seinni kona hans af innlendum ættum: Amór KonráÖ, hans kona
Þórunn Salóme Oliver frá Selkirk; Helga Sigurrós, gift Jóhanni
Björnson; Jónas, giftur konu af norskum ættum. Einnig eru 26
barnabörn og eitt í þriðja HÖ frá binum látnu merkishjónum.
Arnór K. Egilsson hefir verið heima og tók þar við bústjórn,
eftir að hann kom heim úr stríðinu mikla, og nutu gömlu hjónin
hjúkrunar lians og konu hans, sem reyndist þeim sem væri hún
þeirra eigin dóttir.
Hin systkini Arnórs búa öll í nágrenninu, þar skamt frá
- gamla heimilinu.
Halldór sál. fór heim til íslands 1930, þá 80 ára gamall og
hafði hann mikla ánægju af þeirri ferð.
ViÖ komum, erum, förum og hverfum hinurn likamlegu aug-
um; endurminningin ein verður eftir, kærust þeim, sem bezt þektu.
Hin framliðnu hjón voru lögð til hinztu hvíldar, hlið við hlið,
í birkiskógar grafreit við Swan River bæ og borin til grafar af
samlöndum og samherjum þeirra.
Friður guðs hvíli yfir moldum þeirra.
J. A. Vopni.
loftskeyti yfir Ermarsund. ÞaÖ var
22. marz 1899. En stærri var þó
sigur hans, er hann árið 1901 kom
á loftskeytasambandi milli Poldhu á
Englandi og Nýfundnalands, yfir
þvert Atlantshaf.
Þá sá heimurinn hve uppgötvun
hans var stórkostleg, og hve mikla
gjöf hann hafði gefið mannkyninu,
er hann gerði það mögulegt, að ná
skeytasambandi við skip um öll
heimsins höf. Þá sáu menn hví-
líkt auenningartæki loftskeytin voru,
þó enginn hefði hugmyndaflug til
þess að gera sér grein fyrir siðari
þáttum þessara töfra, þessa æfin-
týris mannlegrar tækni.
L,eitar friðar á hafinu.
En Marconi hætti ekki við svo
búið, sem betur fór. ítalir gerðu
hann að “senator,” og Nobels-verð-
launin fékk hann. Allar þjóðir
keptust um að heiðra hann. — Hanti
varð heiðursdoktor við fjölda há-
skóla, og umsetinn var hann alla tíð
af - blaðamönnum, vísindamönnum
og alls konar forvitnu fólki.
Hann varð því að taka það ráð
að flýja alt það ónæði og útbúa sér
heimili og tilraunastofur úti á skip-
inu “Electra.” í’ar vinnur hann í ró
og næði, að tilraunum sinum og
rannsóknum. Og þaðan berast við
og viÖ fregnir af undraverðum upp-
götvunutn hans. T. d. er hann
kveikti ljós úr langri fjarlægð í
ástralska bænum Sidney um árið.
Marconi er nú 62 ára gamall; en
hann hefir fulla starfskrafta. Svo
enn má vænta tnikils af starfi hans.
Á árunum 1896—1901 gerði hann
fyrsta þáttinn i æfintýri loftskeyt-
anna. En mikla hlutdeild hefir
hann átt í sáðari þáttunum.
Fáir menn hafa haft djarfari
æskudrauma en hann. En ennþá
færri eru þeir, sem hafa gétað lifað
sem hann að draumarnir rættust.
—Lesb. Morgunbl.
Nú er tími að byrja
búskap
Fyrsti þátturinn í œfin-
týri loftskeytanna
Framh. frá bls. 5
ið eitt. Þannig kam hann upp fyrstu
loftskeytastöð heimsins þarna i
garðinum hjá föður sínum.
Marconi hélt nú tilraunum sínum
áfram, i þeirri öruggu vissu, að
hann hefði fundið lykilinn að einum
stærsta leyndardómnum í riki raf-
urmagnsins. ,
En nú var þrafttin þyngri að fá
aðra til þess að trúa því, að svo væri.
Að hægt væri að senda skeyti gegn-
um loftið. “Djörf fyrirætlan,”
sagði gesturinn hjá Preece, fyrir 40
árum. “Djörf fyrirætlan,” sagði
Preece, er hann kynti hinn unga
ftala fyrir gestum sínum. En eg
trúi þvi, að honuau takist það, bætti
Preece við. Og hann varð aðal-
hvatamaður að stofnun “Loft-
skeytafélags Marconis.”
Hvcrsvecjna í Englandif
í ítalíu stóð vagga loftskeytanna.
En Marconi leitaði til Englands til
þess að koma áformum sínum í
framkvæmd. Þetta kom m. a. til af
því, að móðir hans, sem var irsk,
vildi gjarna leita þangað. Og hinn
ungi hugvitsmaður hugsaði sem svo,
að engin þjóð þyrfti. meira á loft-
skeytum að halda en Bretar, með
allan skipaflotá sinn og dreifðu ný-
lendur.
I Englandi var því fyrsta Marconi
félagið stofnað. Og sama ár, 1896,
tók Marconi fyrsta einkaleyfi sitt.
Um sama leyti unnu aðrir eðlis-
fræðingar að því, að finna upp að-
ferðir til' loftskeytasendinga. Var
þýzka félagið “Telefunken” stofnað
m. a. í þeim tilgangi. Hófst nú
samkepni milli þessara tveggja fé-
laga, er varð til þess að örfa fram-
farir hjá báðum.
Marconi velgerðamaður
mannkynsins
A ungum aldri varð Marconi
heimsfrægur. Hann varð það frá
þeihrdegi, er honum tókst að senda
25 oz. $2.15
40 oz. $3.25
G&W
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GOODERHAM & WORTS, LIMITED
Stofnsett 1832
Elzta áfengisgerö í Canada
Thie ad vertisement íb not inserted by the Oovernment Liquor Control Commission. The
CornmiHsion Ih not responslhle for statementB made as to the quallty of products advertised
Menningarástand og framtíðar-
horfur íslendinga í Vesturheimi er
málefni, sem ekki er rætt eða ritað
nóg um í íslenzku blöðunum hér, en
er þó svo mikilsvert atriði, að eng-
inn hugsandi maður getur leitt það
hjá sér. Aðallega eru nú íslenzku
blöðin lesin af innflytjendunum
gömlu, sonum þeirra og dætrum, en
þó mUn þriðja kynslóðin eitthvað
þau hnýsast, í það minsta það fólk,
sem býr úti á landsbygðinni og
þroskast við heilbrigð lífsskilyrði,
sem ekki er hægt að öðlast annars-
staðar.
En alt af fækkar þeim, sem í
blöðin rita; hinir eldri eru að deyja
út en hinir yngri geta fáir ritað ís-
lenzku vel, en því miður skrifa þeir
ekki í ensk blöfS heldur, sem þó væri
góðra gjalda vert. Þessvegna hefi
eg ráðist í að rita fréttapistla i blöð-
in, að enginn annar tók sig fram um
það hér í grend. Jafnframt læt eg i
ljós i álit mitt á ýmsum þjóðmálum
sem á dagskrá eru, eftir að eg hefi
rætt þau við dómgreinda og reynda
menn, svo þeir, sem lesa mitt letur,
geta vel dregið þá ályktun út úr þvi,
að svona líti þeir nú á málin þarna,
flestir, en ekki allir, því “ sínuni
augum litur hver á silfrið.”
N'arla munu skiftar skoðanir um.
áð við sem dveljum í Norður-Ame-
ríku, lifum líklega i því bezta landi.
sem til er á okkar hnetti, því það
framleiðir allar nauðsynlegar þarfir
manna, en er laust við allar verstu
plágur, sem aðrar þjóðir þjá, svo
sem óargadýr, eiturflugur, eldgos,
o. fl. Loftslag er hér heilnæmt og
þurt, og þó sterkur hiti sé hér á
sumrum dag og dag, og hörð frost
á vetrum, eru hér svo mikil stað-
viðri og logn, að liægt er að vinna
úti nálega alla daga ársins, arðsama
landvinnu; og er það ólíkt vægra
veðurlag eri tíðkast á Norðurlönd-
um, þar sem eru svo tíð þvassviðri,
hregg og hríðar.
En hinn bezti kostur hér er þó
það, hvað þægilegt er að eignast
óðal, búland, fyrir sig og afkom-
endur sína, þar sem í Norðurálfu er j
ókleift fyrir ungan og efnilegan
mann að eignast nema fáeinar ekr-
ur af landi og yrði þó að leggja
undramikið á sig til þess, þar seni
hér í landi er ennþá hægt að kaupa
góð búlönd fyrir lágt verð, 3—5
dollara ekruna.
Eg minnist þess nú hvað eg og
fleiri hlökkuðum til að ná okkur
sem fyrst í heimilisréttarland, er við
fluttum af fslandi, og eg minnist
þess einnig hvað mér þótti skemti-
legt að geta sezt á og bygt upp heim-
ili á rnínu eigin landi, sem mér var
gefið, og hefir fleirum fundist það
því eg er engin undantekning frá
öðrum mönnum.
En hvernig stendur á að synir
okkar og. dætur þrá eigi eins mikið
að yrkja jörðina og ala upp arðsamt
l)úfé eins og við? Er ekki brauð og
smjör eins gott bg það var fyrir 40
árum; er ekki mjólkin, rjóminn og
eggin eins góð og hún var hér fyrr-
um, eÖa þá kjötið og jarðeplin sætu
og heilnæmu ? Áreiðanlega mun
enginn neita því, en hitt er meinið
tneira, aÖ unga kynslóðin vill ekki
hafa fyrir þvi að afla sér uppeldis
á skynsamlegan hátt; því finst það
vera svo rnentað orðið, að það eigi
ekki að vinna að akuryrkju rié bú-
skap, þó allir viti, að búskapur sé
sá öruggasti og ábyggilegasti at-
vinnuvegur, sem nokkur getur,
stundað.
En þessir herrar, sem alt af
kvarta, heimta hálaunaða atvinnu af
stjórn landsins, eða þá að hún fæði
sig sem herramenn á almennings
kostnað.
Já, sjáum nú til; þegar kommún-
rstar í Winnipeg sóttu til þings í
siðustu ríkiskosningum, var það eitt
i stefnuskrá þeirra, að allir menn
tækju jafnhátt kaup, hvort sem þeir
ynnu eða væru iðjulausir!
Er ekki þetta ljómandi hugsunar-
háttur? Eða hvað haldið þið að
margir af hverjunn 'hundrað mundu
fara að vinna fyrir lífi sínu, ef þeir
vissu að þeir gætu dregið hátt kaup
án þess?
Dæmin eru deginum ljósari;
Aberhart sópaði Albertafylki í sið-
ustu kosningum, af því hann lofaðist
til að búa til nóga peninga með fá-
einum pennasveiflum ; veita hverjum
manrii i fylkinu $25 um mánuðinn
og létta sköttum af fólkinu!
En hvað meinar þú nú að sé væn-
legast til viðreisnar þessum vand-
ræðamönnum, sem lagt hafa árar í
bát og kreíjast framfærslu af al-
menningsfé? mun nú margur spyrja,
og svar mitt er ekkert annað en það,
að bezti vegurinn og öruggasti sé
að leita út á landið til lifsfram-
færslu, því landstjórnin gefur efni-
legum mönnum kost á að lána þeim
ofurlítinn bústofn til að byrja með
búskap, og dugmiklir og ráðsettir
menn, hafa löngum komist í góð
efni, þó þeir hafi byrjað með lítil
efni og alt af hefir það verið heilla-
vænlegt að bjargast af sjálfsmegni.
Litum nvi svo senv 200 ár aftur i
tímann, því enginn getur séð langt
franvundan sér. Hvað alþýðumenn
byrjuðu þá búskap^neð mikil efni,
úiá glögt sjá á þessari visu:
“Ærnar tvær og hross í haga
hafði eg til bús að draga.
Konan átti kú og á.
Bollok stóð á býli smáu,
bæði láum á skinni gráu;
laglega fara litið má.”
(Hrakfallabálkur, ort af séra
Bjarna Gissurssyni, Þingmúla)
Ekki byrjaði hann með mikið
bóndinn sá, og enn mun margur
minnast þess að hann byrjaði ekki'
með mikil efni búskapinn á þessu
landi, en blómgaðist vel samt, og
ljúft er að minnast þess, bæði mér;
og öðrum, hvað gaman var að fara
íoomilur frá járnbraut og nema sér
land, með fáeina gripi og fjölga
þeim árlega þar til maður hafði eins I
margt og ástæður leyfðu. Og þó
ýmsir væru erfiðleikar og ekki hægt |
að fylgja Parisar-tizku, tók maður
eða kona það ekki nærri sér, því
frumbýlislifið er svo heilbrigt og
töfrandi fyrir þróttmikið fólk, að eg
væri fús til að fara út í annað sinn
og freista hamingjunnar; hún hefir
aldrei brugðist þeim, senv fara vel
að henni, og þó að einhver frysi í
hel úti i frumskógunum er það
miklu betri dauðdagi, en dragast
upp í einhverri pest. í einhverri bæj-
arholu, og varpa stórri hreppsskuld,
spítalaskuld og útfararskuld upp á
aknenning.
Hefir nokkur maður lagalegan
eða siðferðislegan rétt til að geta
börn, sem ekki getur séð fyrir þeim
sjálfur ?
Er ekki kominn tími til að hefta
slíkt; eða hefir fólk það enga sæmd-
ar- eða ábyrgðrtilfinningu fyrir
sjálfu sér og börnum sínum? Ósk-
andi væri að þeir svari því sem fróð-
ari eru en eg.
Ritað sumardaginn fyrsta 1937.
N. Baldwinson.
Lundar, Man.
GEFINS
Blóma og matjurta fróe
GTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRTFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er náhvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðiJS fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1938, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (I hverju safni eru ötal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir möttakanda að kostnaðarlausu.
\
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CARROTS, Haif T/fing Chantenay. The best ali round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CUCUAIBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hllls.
LETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION. Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, \ATiite Portngal. A popttlar white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, Freneh Breakfast. Cooi, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 76 to 100 plants.
TURNIP, White Summer Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 2 5 to 30 feet of drill.
FIiOWER GARDEN, Surprise Flower liUxture. Eaaily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTT. Malabar Melon or Angel’s Hair. Botl and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAI TIFUL STTADES----8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regulat- Sweet
Pea List also.
SEXTI'TT QUEEN. Pure White.
Five and six blooms on a stem.
WHAT JOY. A Delightful Cream.
BEAUTY. Blush Pink.
SMILES. Salmon Shrimp Pink.
No. 3 COLLECTION-
EDGING BORDER MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bloomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CALIFORNIA POPPY. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mixture.
CLIMBERS. Flowering climb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested.
EVERLASTINGS. Newest shades
mixed.
GEO. SHAWYER. Orange Pink.
WELCOME. DazDzling Scarlet.
MRS. A. SEARLES. Rich Pink
shading Orient Red.
REI) BOY. Rich Crimson.
-Flowers, 15 Packets
MATHIOLA. Evenlng scented
stocks.
MIGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorlte.
N ASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZTNNIA. Giant Dahlia Flowered.
Nfewest Shades.
No. 4—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Ixmg Blood (Large
Packet)
CABBAGE. Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT, Chantenay Half Long
(Large Packet)
ONION, Yeliow Globe DanTers,
(Large Packet)
IjETTUCE. Grand Rapids. This
packet will sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIPS, Early Short Ronnd
(Large Packet)
RADISH.....French ... Breakfast
(Large Packet)
TURNTP, Purple Top Strap
Leaf. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
TURNIP, Swede Canadian Gem
(Large Packet)
ONION, Wbite Pickling (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, VVinnipeg, Man.
Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar-
gjald fvrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.:
Nafn ........................................................
Heimilisfang ................................................
FyUri .......................................................
i