Lögberg - 19.08.1937, Blaðsíða 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚSlT, 1937
3
það. árangur af rantisóknutii á eÖli
fjarhrifa, skygni og annara skyldra
fyrirbrigða. Af nýjustu rannsókn-
um á þessu sviði eru ef til vill merki-
legastar að nákvæmni tilraunir þær,
sem 'farið hafa fram við Duke-há-
skólann í Bandaríkjunum síðan á
árinu 1931 og alt til þessa dags,
undir stjórn Joseph Banks Rhine
prófessors. Tilraunirnar, sem eru
orÖnar yfir 100,000 að tölu, hafa
verið framkvæmdar með stærð-
fræðilegri nákvæmni, og með svo já-
kvæðum árnagri, að líkurnar fyrir
því að árangurinn geti verið tilviljun
eru þetta upp og ofan eins og 1 á
(móti 100,000,000,000,000,000. Dr.
Rhine og samstarfsmenn hans eru
nú svo vissir um að hafa sannað til
fullnustu f jarhrif og skygni, að þeir
hafa upp á síðkastið ekki álitið ó-
maksins vert að gera fleiri tilraunir
til að sanna, að þessi fyrirbrigði
gerist, heldur leggja nú áherzluna á
að rannsaka, hvernig á f jarhrifa- og
skygnigáfunni standi, hve algeng
hún sé með mönnum, hvort unt sé
að öðlast hana, sé 'hún ekki með-
fædd, og síðast en ekki sízt, eftir
hvaða lögmálum hún geri vart við
sig. Sem dæmi um það, imeð hve
góðum árangri tilraunirnar hafa
verið gerðar, má nefna eina, sem
gerð var með stúdent einn við há-
skólann, Hubert Pearce að nafni.
1 tilrauninni voru 25 f jarhrifaskeyti,
og náði stúdentinn hverju einasta
þeirra. En líkurnar fyrir því, að
hér hafi getað verið um tómar til-
viljanir að ræða, eru taldar vera 1 á
móti 298,023,223,876,953,125. Mót-
tökuhæifileikinn virðist ekki standa
í neinu sambandi við skynfærin.
Hann verður ekki staðfærður við
neitt eitt líffæri, eins og t. d. sjónin
við augað eða heyrnin við eyrað.
Móttökuhæfileikinn er mestur, þeg-
ar maðurinn er hress og óþreyttur.
Deyfandi imeðul draga úr 'hæfileik-
anutn, hressingarlyf auka hann.
Líkur benda til, að hann sé fremur
í vexti en rénun með mannkyninu.
Fjarhrif og skygni virðist ein og
sama gáfan, sem aðeins opinberast
á tvennan hátt. Og tilraunirnar
sýna, að oftast verða jafn margar
jákvæmar fjarhrifa-niðurstöður og
skygni-niðurstöður hjá sama mann-
inum. Margt bendir til, að gáfan
sé ættgeng. Rhine prófessor telur
sig hafa ástæðu til að ætla, að flestir
eða allir muni öðlast hana með tíim-
anum.
í öðru lagi hafa verið færð sterk
rök að því, að heilinn; taugakerfið
og efnislíkaminn yfir höfuð sé á*-
hald eða tækj 'hugans eða andans,
sem andinn byggi upp, stjórni og
inóti í sína þágu, meðan þetta tæki sé
nothæft, en varpi síðan frá sér sem
ónothæfu, án þess að hugurinn, eða
það sem venjulega er átt við með
orðinu sál, sé þar með úr sögunni.
Alment haifa líffæra- og lífeðlis-
fræðingar hingað til haldið því fram,
að heilinn og hugurinn séu svo
skyldir, að ef heilinn verði fyrir bil-
un, þá verði hugurinn fyrir saim-
svarandi bilun, og ef heilinn tor-
tímist, þá tortímist hugurinn einnig.
Þetta er undirstaða efnishyggjuvis-
indanna. En þó heilinn hætti að
starfa, sannar það ekkert annað en
það, að sálin getur ekki lengur notað
hann. Hún getur verið til eftir sem
áður, enda mælir alt með því, að
hún haldi áfram tilveru sinni, þó að
hún sé skilin við efnislíkamann.
Rannsókn dulrænna fyrirbrigða hef-
ir ifært óteljandi rök að því, að vit-
und einstaklingsins haldi áfram út
ýfir líkamsdauðann, lifi þar sínu
sjálfstæða lífi og geti með endur-
minningasönnunum frá tilveru sinni
hér á jörðu, með skyndi-endursköp-
un efnislíkama síns frá jarðlífinu,
með víxlskeytum,' raddafyrirbrigð-
um og á margan annan hátt gefið
sig aftur til kynna þeim, sem eftir
liifa.
1 þriðja lagi hafa þessar rann-
sóknir styrkt þau rök, sem trúar-
brögðin höfðu flutt fyrir fortilveru
sálarinnar. Þær hafa gert kenning-
una um eilift líf ekki aðeins senni-
lega heldur óumflýjanltga. Þær
hafa sýnt, að mannssálin er óendan-
léga miklu dásamlegri en oss hafði
áður dreýmt urn, að lifið er fult aif
fegurð, að alt það dýpsta og dásam-
legasta, sem til er í listum, bökment-
um, skáldskap og vísindum, er að-
eins örlitið brot af því, sem menn-
irnir eiga í vændum, eftir því sem
samræmið við æðri heitma tilverunn-
ar eykst og hæfileiki vor til að verða
fyrir Innblæstri þaðan þroskast.
Þær hafa þegjar opnað augun á
mörgum fyrir gildi hinna svonefndu
andlegu lækninga. Rétt eftir að eg
hefi hlustað mér til gleði á útvarpið
skýra frá sýknunardómi, sem hæzti-
réttur íslands fellir yfir tveim lækn-
ingamiðlum, með þeim forsendum
að hjálp sú. sem þeir hafi veitt sjúk-
um, geti ekki talist refsiverð eða
heimfærst undir neinn hegningar-
paragraff í íslenzkum lögum, les eg
í ensku blaði um doktor í lögum og
þingmann fyrir kjördæmið Hunt-
ington í Englandi, sem hefir stundað
andlegar lækningar í þrjú og hálft
ár og læknað meðal annars krabba-
mein á konu, sem skorin hafði verið
upp fimtán sinnuim á tuttugu árum
við þessu sama meini, án þess að fá
bót. Maðurinn heitir Sidney J.
Peters og er forseti sálrrannsóknar-
félagsins í Cambridge. Hann varð
fyrst var við þennan lækningahæfi-
leika sinn upp úr veikindum og eftir
að hafa fengið lækningu á þeim hjá
miðli einum. Dr. Peters sagði í
fyrirlestri um þessi mál, sem hann
hélt í London snemma í maí þ. á., að
liann ætlaði sér að gera alt, sem i
hans valdi stæði, til að styrkja þessa
gáfu með sjálfum sér og beita henni
í þágu hinna þjáðu, og kvaðst vona,
að ekki liði á löngu, unz alt viðhonf
læknavís'indanna. til þessara mála
breyttist til batnaðar, því ella kæmi
hirðuleysið um þau niður á lækna-
vísindunum sjálfum.
Nú er eg ekki að halda því fram,
að engir agnúar séu á því, hvernig
rannsóknir þessar eru stundum
reknar. Þvert á móti verður að hafa
það 'hugfast, að þær eru ákaflega
mikið vandaverk, sem krefst imikill-
ar nákvæmni og þolinmæði, varúðar
og ekki sízt þeirrar heilögu alvöru
og sannleiksástar, sem er fyrsta
skilyrðið fyrir farsælum árangri i
leit mannsandans að göfugum verð.
mætum. Það er því síður en svo að
allir séu hæfir til að fást við þessi
mál.
V.
Sem betur fer, heifir rannsókn
sálrænna fyrirbrigða, eins og hún
hefir fram farið hér á landi, og jafn-
vel á Bretlandi, haldist að imestu
utan og ofan við allar stefnur og
sérkreddur samtíðarinnar. Að vísu
hefir f jöldi þeirra manna, sem rann-
sóknunum hefir kynst, orðið spírit-
istar, sem svo eru kallaðir, en mér
er ekki kunnugt um, að til sé nokkur
sérstakur flokkur eða félagsheild
hér á landi undir því naifni, og eng-
inn söfnuður spíritista mun vera hér
starfandi. Sú þekking, sem talin er
fengin fyrir þessar rannsóknir, hefir
gegnsýrt alt andlegt líf þjóðarinnar
og gefið mörgum kenningpm kirkj-
unnar nýtt og dýrmætt gildi. Har-
aldur prófessor Níelsson og sam-
starfsmenn hans lögðu þegar frá því
fyrsta, að þeir tóku að fást við þessi
mál rétt eftir aldamótin síðustu, á-
herzlu á þá miklu þýðingu, sem á-
rangur sálarrannsóknanna mundi
hajfa fyrir trúarbrögðin og kirkjufta.
Og mér er kunnugt um, að það var
eitthvert mesta áhugamál séra Har-
alds, að kirkjan islenzka yrði aðnjót-
andi þeirrar vakningar og þekking-
ar, sem hin nýja fræðsla flytti, án
allrar klofninga eða greininga í sér
trúarflokka og utan-þjóðkirkjusöfn-
uði. Enda kom aldrei til þessa hér
á landi — og má-vafalaust þakka
það viturlegri handleiðslu þeirra,
sem með mál þessi hafa farið hér.
íslenzka kirkjan hefir notið góðs
af árangri sálarrannsóknanna.
Kenningar hennar hafa skýrst fyrir
áhrif þaðan, og sannleikurinn í þeim,
sem ýmsum var áður hulinn, orðið
aúðsær. Sjál'f kraftaverk Nýja
testamentisins, sem raunsæisstefnan
hafði kastað rýrð á eða jafnvel
hafnað með öllu, urðu skiljanleg
samkvæmt hinni nýju reynslu. Hún
er að vísu ekki víðtæk enn sem kom.
ið er. HÚ11 er á byrjunarstigi og á
fyrir sér að vaxa. Hún hefir ekki
staðnað í neinum “isma” hér á
landi. eins og því miður er ekki
laust við að orðið hafi sumstaðar
annarsstaðar á Norðurlöndum. Oss
er ljóst, að sálrænar rannsókir eru
víðtækt og vandasamt mál. Vér
megum fagna hverjum nýjum
starfsmanni, sem í alvöru og ein-
lægni vinnur. Það eru staðreynd-
irn, sem skifta mestu máli. Fyrir
þeiim verða allir að beygja sig að
lokum, hve erfitt sem það kann að
reynast.
Hinsvegar hefir upp af þessurn
staðreyndum orðið til ný lífsskoðun,
sem hefir aftur gefið mörgum
manninum trúna á dýrð tilverunnar
og fegurð. Skáldin hafa túlkað
þessa lífsskoðun í verkum sínum og
haíið sókn gegn afneiturum hinna
andlegu og ósýnilegu verðmæta lífs-
ins. Hinnar nýju lifsskoðunar gæt-
ir imikið í skáldsögum Einars H.
Kvarans, hinum síðari, sögum þeirra
Davíðs Þorvaldssonar og Jóns
Björnssonar, sem báðir höfðu orðið
fyrir áhrifum af þessari lífsskoðun,
en urðu að kveðja þennan 'heim sVo
ungir. Hennar gætir í ljóðum Guð-
mundar Guðmundssonar, ljóðum'og
rit gerðum Sigurjóns Friðjónssonar,
Jakobs Jóh. Smára, Grétars Fells.
og hennar gætir oft í skáldritum
Guðmundar Kambans. Henni bregð-
ur fyrir í sumum sögum Kristmanns
Guðmundssonar og margra fleiri.
Það er yfir hinum ungu 'skáldum
þessarar lífsskoðunar róleg tign.
Þeir horfa björtum augum á lífið
framundan, því að þeir vita að
mennirnir eru gæddir dularhæfi-
leikuim, sem eiga fyrir sér að þrosk-
ast, þeir vita, að skynheimurinn er
aðeins önnur og ófullkomnari hliðin
á tilverunni. í þeirra augum er hver
maður aðeins veg’farandi hér á
jörðinni, á leiðinni “áfram, lengra,
ofar, hærra, upp um alla eilífð. —
Hin nýja lífsskoðun fær sína fylgj-
endur jafnóðum og skáldin hverfa
frá bölsýni efnis-hyggjunnar og
hagsmunastefnu hinnar plóitisku
flokkabaráttu. Á 'hvorugu þessu
geta bókmentimar lifað til lengdar.
Bf skáldin eru ekki boðberar and-
legra verðmæta, verða bókmentirnar
eins og kalin og gróðurlaus tún
Skáldin verða að vera vitranamenn,
annars eru þeir aðeins venjulegir
skriffinnar.
Skáldið Einar H. Kvaran hefir, á
einum stað í “Sálin vaknar,” vitrurl
hins skygna göfugmennis. sem á
hæfíleikann til að sjá í gegnum
blekking skynheimsins inn að kjarna
lífsins. Það etr i lok samræðunn-
ar milli ritstjórans Eggerts og Álf-
hildar’gömlu, móðurinnar, sem er að
ljúka við að segja honum í trúnaði
af dýrmætustu lífsreynslu sinni.
“Ritstjórinn vissi ekki, hvort hún
hélt áfram að tala, eða hvort hún
þagði. Hann heyrði ekkert lengur.
Sjónin bar öll önnur skilningarvit
hans ofurliði.
Skotið, sem Álfhildur gamla hafði
setið í, var orðið 'fult af undarlegurq
himneskum ljóma. Þar sem setið
hafði einu augnabliki áður útslitin,
gömul kona, raunamædd, hrjáð og
hrakin af veröldinni, var komin
dýrleg vera, meira en ung, ímynd
æskunnar sjálfrar, guðdómlega fög-
ur, brosandi eins og barn, með vits-
muni alheimsins glampandi í augun-
um. Á grátt hárið var kominn gulls-
litur, sem imorgunsólin leggur á
f jallabrúnirnar. Dökt og snjáð
sjalið var orðið að skínandi töfra-
"skikkju, líkastri tærasta bergvatns-
fossi. tindrandi í sólarljósinu.
Var þetta lengi ?
Hann vissi það ekki. Hann vissi
ekki, hvort það var eitt augnablik
eða eilífðir. Tíminn var ekki annað
en hlægileg blekking. Jarðneskir
hlutir voru hillingar hégómans.
Hann hafði séð eitthvað af þess-
ari konu, eins og 'hún var í raun og
veru. Hann hafði séð glampa af
dýrð manssálarinnar.”
Mannkynið er enrí á bernsku-
skeiði og löng og erfið þroskaleið
framundan. En tíminn er nægur af
því að vér vitum að vér eigum dýrð-
lega tilveru í vændum, ef vér leitum
aðeins réttlætisins og þeirrar hjálp-
ar, sem stendur hverjum og einum
til boða frá uppsprettu lifsins. Þessi
hjálp er veruleiki. Vér verðum
hennar aðnjótandi, ef vér leitum
hennar, en henni er aldrei þröngvað
upp á oss. Engin verðmæti fara
forgörðum í hinu mikla völundar-
húsi tilverunnar, og þar eru marg-
ar vistarverur. Þeir. sem á undan
oss eru famir og hafa starfað hér
og þjáðst, halda áfram að vera með-
limir þeirra voldugu herskara, sém
berjast fyrir viðreisn, sem reisa
fallna og vaka yfir þeim, sem van-
sælir eru og eimmana. Allir lúta
þeir hinum æðstu máttarvöldum,
sem eru æðri öllum skilningi, en
starfa eftir sínum eilífu lögmálum,
sem vér að visu ekki skiljum, en
viðurkennuim fúslega. Örlög ein-
staklingsins eru undir honum sjálf-
um komin að miklu leyti. Örlög
mannkynsins er undir oss komin öll-
um^ sem nú lifum á þessari jörð, og
þeim, sem hér hafa lifað á undan
oss. Takmarkið er að skapa guðs-
ríki á jörð, þessari dásamlegu og
fjögru jörð, sem veitir oss vist til
þess að læra lexíu þá, sem aðeins
verður numin hér. — Og þegar
þessari jarðvist lýkur, heldur för-
inni áfram inn í nýja og enn fegurri
heima, þar sem oss er ætlað “meira
að starfa guðs um geim.” Slikur er
boðskapur þeirrar lífsskoðunar, sem
yngsta kynslóðin er sem óðast að
gera að sinni.
—Eimreiðin.
Camille Chautemps
Hér verður getið helztu æfiatriða
frakkneska stjórnmálamannsins víð-
kunna, Camille Chautemps, sem
Lebrun. forseti frakkneska lýðveld-
isins, fól stjórnarmyndun, þegar
Blum-Stjórnin var fallin. Ha'fði
Leon Blum, sem kunnugt er, krafist
þess af þjóðþinginu að stjórnin
fengi ótakmarkað vald til ýmiskonar
ráðstafana á sviði fjárhagsmála, svo
sem til verndar gjaldmiðlinuim o. s.
frv. En þrátt fyrir það, að fulltrúa-
deildin tvívegis samþykti tillögur
þær, sem Blum lagði fyrir þingið í
þessum efnum, neitaði öldungadeild-
in að samþykkja þær. Chautemps
fékk það einræðisvald í fjármálum
að mestu leyti, sem Blum ha'fði far-
ið fram á, þá er hann. hafði myndað
stjórn, sem Leon Blum tók þátt í.
Stjórnmálaferill Camille Chau-
temps er langur orðinn. Hann hef-
ir um langa 'hr^ð verið einn af leið-
togum róttæka flokksins (“róttækra
socialista”) og oft verið ráðherra.
Ýmsir menn af hans ætt hafa gegnt
mikilvægum embættum í Frakklandi.
Faðir hans t. d., Emile Chautemps,
var forsætisráðherra og einnig var
hann um tíma forseti fulltrúadeildar
þjóðþingsins. Föðurbróðir hans var
þingmaður, sem átti sæti í öldunga-
-deild þjóðþingsins. Camille á þrjá
bræður. Tveir þeirra féllu í styrj-
öldinnj við góðan orðstír, sá þriðji
særðist hættulega. Hann er nú lög-
fræðingur í Tours. Camille sjálfur
var um tíma í skotgröfunupi og
veiktist þar hættulega og var lengi
að ná sér.
Menn af þessari ætt eru kunnir
fyrir frjálslýndi og þjóðrækni. Frá
því að Camille Chautemps fór að
gefa sig að stjórnmálum, var hann
stöðugt að afla sér meira álits og
fór svo fram, þar til er Staviski-
hneykslin komu til sögunnar. Bar
litið á honum þá um tíma, en er á-
hrifa hans fór að gæta á ný, var
meira tillit tekið til hans en nokkuru
sinni áður. — Chautemps ha'fði
prýðilegar námsgáfur. Hann las
lög og var orðinn starfandi lögfræð-
ingur 19 ára að aldri (1906). 1912
var hann kosinn í bæjarstjórn í
Tours og gerður að aðstoðarborgar-
ítjóra. Eftir stríðið var hann kos-
inn borgarstjóri í Tours og fulltrúi
borgarinnar í þjóðþinginu. Hann
vakti þegar athygli á sér fyrir mót-
spyrnu gegn stefnu Poincaré gagiv
vart Þjóðverjum. Chautemps vildi
ekki, framtíðarinnar vegna, að
Frakkar hugsuðu um það fyrst af
ötlu, að þeir væri sigurvegarar, ef
þeir kæmi fram af viðsýni óg skiln-
ingi gagnvart hinum sigruðu þyrfti
minna að óttast framtíðina. Nú er
það flestum ljóst, að stefna Chau-
temps var rétt. Stórþjóð eins og
Þjóðverjar hlaut að hafa sig upp á
,ný af eigin ramleik, minnugir þess.
að það átti að knýja þá í duftið, svo
að Þýzkaland yrði aldrei stórveldi
á ný.
Chautemps varð fyrst ráðherra í
Herriot-stjórninni, sem mynduð var
Business and Proíessional Cards
.....—.-.
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. ' Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson
Sérfroeðingur I eyrna, augna, nef 205 Medical Arts Bldg.
og hálssjúkdðmum.
216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts.
Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofuslmi — 22 261 Res. 114 GRENFELL BLVD.
Heimili — 401 991 Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson Dr. D. C. M. Hallson
Stundar skurðlækningar og
Viðtalstfmi 3-5 e. h. almennar iœkningar
264 HARGRAVE ST.
218 SHERBURN ST. —Gegnt Eaton’s—
Sfmi 30 877 Winnipeg
Sfmi 22 775
BARlilSTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrasöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
islenzkur lögfrœöingur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaöur
Fyrir tslandingal
Vingjarnleg aðbúö.
Sanngjarnt verC.
Cornwall Hotel
MAIN&RUPERT
Sími 94 742
A.S. BARDAL
84 8 SHERBROOKE ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsími: 501 56 2
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, 'WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
félks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
i------------------------
1924. Bann varð innanríkisráð-
herra og hafði það embætti í mörg-
um ríkisstjórnum eftir það. Sem
dómsmálaráðherra í stjórn Paul
Painleve og innanrikisráðherra i
stjórn Briands, gat hann sér það orð
sem stjórnmálamaður, að hann var
talinn meðal slyngustu stjórnmála-
manna Frakklands á síðari árum.
Þegar Poincaré komst til valda á
ný, dró Chautemps sig í hlé frá
stjórnmálastörfum. Hann átti þess
kost að taka þátt i þjóðstjórn, en
vildi ekki. Hann gat ekki átt sam-
leið á stjórnmálabrautinni með Poin-
caré. 1 kosningunum 1928 beið
Chautemps ósigur í kjördæmi sínu,
en náði kjöri í aukakosningu í Blois
nokkuru síðar. Eftir sigur vinstri-
flokkanna 1932 var hann a'ftur kom-
inn i fremstu röð og varð enn innan-
ríkisráðherra. 1930 myndaði hann
stjórn, sem flokkur hans einn stóð
að, en sú stjórn féll eftir nokkurar
klukkustundir. 27. nóv. 1933 mynd-
aði Chautemps stjórn, en hún féll er
mestur kurr var út af Staviski-
hneykslismálunum (30. jan. 1934).
Þjóðernissinnar reyndu að sverta
Chautemps og telja þjóðinni trú um,
að hann væri þátttakandi í hneykslis-
málunum. Hann varði sig einarð-
lega og margir þeirra, sem þá veitt-
ust að honum miður drengilega, við-
urkendu síðar. að þeir hefði haft
hann fyrir rangri sök. Meðal þeirra
var Henri de Kerrillis. stjórnmála-
ritstjóri Echo de Paris. sem viður-
kendi í stjórnmálagrein, að sér hefði
skjátlast, er hann hefði ásakað
Chautemps.
Chautemps varð atvinnumálaráð-
herra í Sarraut-stjórninni, sem
rnynduð var vorið 1936. Hann tók
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð of
öllu tægi.
PHONE 94 221
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
pægilegur og rólegur bústaður <
miðbiki borgarinnar.
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Ágætar máltíðir 40c—60c
Free Parking for Guests
og sæti í Blum-stjórninni. Aðeins
tveir menn komast til jafns við hann
að virðingum í róttæka iflokkinum.
þeir Herriot og Daladier. Ohau-
temps og Daladier eru nú höfuðleið-
togar flokksins, vegna aldurs Her-
riot. — Chautemps er rólyndari og
kaldari en títt er um frakkneska
stjórnmálamenn. og ekki mælsku-
maður á við marga aðra. en hann er
beiskyrtur og fyndinn, rökvís og
harður af sér. bæði í sókn og vörn,
og sækja fáir gull í greipar hans í
rökræðum, þótt liprara hafi tungu-
tak.—Sunnudagsbl. Vísis. <
Gamall Skoti lá fyrir dauðanum,
og vakti kona hans yfir honum sið-
ustu nóttina. Undir morguninn
þurfti hún að bregða sér fram í eld-
hús og sagði við mann sinn;
—Eg þarf að bregða mér frá
andartak, en ef þú skyldir deyja á
meðan, þá mundu eftir því að
slökkva á kertinu áður.
Gyðingur stóð að baki Skota við
aðgöngumiðasölu leikhússins, þar
sem átti að sýna leikrit, sem hét
“Kraftaverkið.” Skotinn bað um
almenn sæti, en honum var sagt að
þau væru uppseld.
—Látið mig þá hafa beztu sæti,
sagði Skotinn.
Gyðingurinn gekk út úr röðinni
og sagði við sjálfan sig:
—Eg get þá sparað centin mín,
því að nú hefi eg séð kralftaverkið.
♦ Borgið LÖGBERG!