Lögberg - 19.08.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.08.1937, Blaðsíða 6
6 LÖGrBElRGr, FIMTUDAGINN 19. AGOS'T, 1937 Munaðarlaus fósturfaðir Lengi, lengi, eg veit ekki hváð margar vikur, dag eftir dag, fórum við beint af aug- nm, fylgdum dölunum, klifruðum yfir hæðir og höfðum stöðugt á hægri hönd hina bláu tinda Pyrennea-fjallanna, sem virtust vafin skýjaborgum. Svo var það eitt kvöld að við komum til stórborgar meðfram á, sem rann gegnum gróðursæla sléttu. Ilúsin voru flest ljót, úr rauðum tigulsteinum. Strætin voru lögð smásteinum með hvössum röðum, fremur ó- mjúkum fyrir fætur gangandi manna, sem höfðu nú þegar gengið 30 mílur. Húsbóndinn sagði að nú værum við komn- ir til Toulouse og að þar myndum við verða lengi. Samkvæmt venju vorri fórum við að líta eftir viðunanlegu sviði á torginu, til að leika. Við fundum marga góða staði, sérstak- lega við trjágarðinn mikla. Þar var afarstór, rennsléttur völlur umvafinn fögrum trjórn. Tók þessi garður inn fjölmargar breiður fram við hús og ótal trjáraðir við traðir. Voru slíkar breiður framan við trjáraðirnar kallað- ar “Allees" (Avenues). Það var á þessari breiðu—eiginlega opinn alfaravegur framan við traðir — að við bjuggum út leiksvið okkar til að taka á móti almenning. Til allra óhamingju gaf lögregluþjónn- inn, sem þarna var, okkur ilt auga. Honum leizt víst ekki á hundana, eðar hélt við kæmum af stað ófriði, eða fyrir einhverja aðra orsök, og vildi reka okkur á burtu. Eins og á stóð hefði máske verið vitur- legra fyrir okkur að hlýða og fara; því ef í liart færi þá hafði lögreglan í öllum höndum við slíka flækinga :sem við vorum; en hús- bóndinn hugsaði ekki þannig. Jafnvel þó hann væri ekki nema leikari með tamda, lélega, gamla hunda, þá var hann talsvert stoltur; þar að auki fanst honrnn, eins og hann skýrði fyrir mér, að hann hefði réttinn á sína hlið, það er að segja: hann væri ekki að brjóta lög né hinar venjulegu fyrirskipanir lögreglunnar. Hann neitaði því að hlýða þegar þessi þjónn réttarins vildi reka hann af þevssum fagra alfaravegi í Tou- louse. 'Þar sem Vitahs passaði sig með að reið- ast ekki, þá tók hann það ráð. sem hann æði oft við hafði, að hæðast að lögreglumannin- um þannig að sýna að hann bæri afarmikla virðingu fyrir honum — ýkja sína ítölsku kurteisi svo að hún varð að rammasta háði, eins og hann væri að heilsa eða sýna virðing- armerki konungi eða drotningu. “ Yðar hátign er fulltrúi hins opinbera,” sagði hann og hneigði sig djúpt fyrir lög- reglumanninum, rétti hatt sinn fyrir fætur honum. “Vildurðu vera svo góður að sýna mér þessa reglugerð frá hinu áðumefnda valdi, sem fyrirbýður mér að sýna þessa litlu leikara mína, sem eg hefi til að reka þessa fá- tæklegu iðn mína á þessum opinbera staðf ” Lögreglumaðurinn svaraði þvá, að að- komumaður hefði engan rétt til að þrátta, heldur ætti hann að hlýða. “Auðvitað hlýði eg undir eins þegar þú sýnir mér skjal það, sem gefur rétt þann, sem þú þykist hafa. Eg lofa því fastlega.” Við þessi orð sneri lögreglumaður að okkur bakinu þennan dag, svo liúsbóndi okk- ar stóð eftir með hattinn í hendinni og hand- legginn á lofti. Hann var hálfboginn þar sem hann hneigði sig eins lágt og unt var, fyrir þessu yfirvaldi og hló dátt, niðurbældum hlátri. En liann kom aftur um kvöldið; stökk yfir strenginn, sem myndaði leiksviðið og kastaði sér meira en inn á mitt svið. “Þú verður að múla hundana!” sagði hann hörkulega við Vitalis. “Múla hundana mína!” “Það er alþekt regluge^ð hins opinbera. Þú hlýtúr að vita það.” “ Við erum einmitt á þessu augnabliki að leika “Dauða foringjans,” og það er fyrsti leikur okkar hér að Toulouse og aðsókn ágæt. ’ ’ Ahorfendum mislíkaði þessi afskifti lög- reglunnar og þeir föru að mögla. “Láttu hann vera!” heyrðist, “og láttu hann ljúka við leikinn!” En Vitalis stöðvaði hávaðann með einni bendingu. Síðan tók hann ofan flókahattinn og brá honum svo lágt niður að fótum lögregl- unnar að fjaðrirnar strukust eftir jörðinni. Hann hneigði sig þannig þrisvar sinnum um leið og færði sig nær komumanni. “Yðar hótign, sendiboði yfirvaldanna, sögðuð þér ekki að eg ætti að múla leikara mínaf ” “Jú, og gera það fljótt! ” “Múla Capi, Lerbino og Dolce!” sagði Vitalis fremur við áhorfendur en yfirvaldið. “Herrann getur ekki meint það. Hvemig gæti það verið. Múla hinn vitra doktor Capi, sem þektur er um álla víða veröld og getur hvenær sem er gefið forskrift fyrir meðulum, óyggjandi lianda hinum ólánsama foringja, Joli-Coeur á síðustu augnablikum, að setja múl á trýni slíks hunds. Capi með múl. Nei. ’ ’ Við þessi orð fóru áhorfendur að hlæja; hinar skæru raddir unglinganna blönduðust hinum dimmri röddum foreldranna. Vitalis, sem jókst hugur við hina vingjarn- legu framkomu fólksins, hélt áfram: “Eg krefst þess og eg bið áhorfendur að dæma milli okkar. ’ ’ Hinir virðingarverðu áhorfendur svör- uðu ekki beint. en hlátrarnir svöruðu fyrir þá. Að vera með Vitalis var sama og að hæð- ast að lögreglunni; en skrípalæti Joli-Coeur drógu mesta athygli að sér. Hann hermdi alt eftir honum og endurtók í sífellu það sem Vitalis hafði sagt: “Hátigæin, sem er full- trúi valdsins,” og gxætti sig, krosslagði hendurnar eins og aðkomumaður, eða sótti hendurnar á mjöðmina og horfði öfugur um öxl, svo skringilega, að allir veltust um hlæj- andi. Lögreglumaðurinn, sór yfir svari Vitalis, og öskureiður yfir hlátri áhorfenda, snerist á hæl til að fara — láta þetta eiga sig. En hann tók þá eftir apanum með hendina á mjöðm- inni sem mesti montingarður, og grunaði að háðið væri gert að sér. Hann stanzaði og stóð við nokkur augnablik. Hann horfði frá einum til annars meðal áhorfenda, en alstað- ar var hlátur. Hann var að reyna að sjá hvort þeir væru að hlæja að sér. Hláturinn braust út alstaðar meðal áhorfenda í þessum þætti. óviðráðanlegur hlátur og hávaði. “Ef hundar þínir verða lausir á morg- un,” sagði hann og reiddi upp hnefann, þá tek eg ykkur alla fasta, það er alt og sumt!” “ A morgun, ’ ’ sagði Vitalis, ‘ ‘ á morgun. ’ ’ Og þegar lögreglumaðurinn lagði af stað og stikaði stórum, hneigði Vitalis sig tvö- faldan og beið í þessum ýktu, háðslegu stell- ingum, en leikurinn hélt áfram sem ekkert væri um að vera. Eg hélt að Vitalis myndi kaupa múla fyrir hundana, en hann gerði ekkert þvílíkt, og kvöldið leið svo að hann mintist ekki á slaginn við lögregluna. Þá gerðist eg svo djarfur að tala um þetta við harm. “Ef þú vilt vera viss um að Capi hreyfi sig ekki á morgunn,” sagði eg. “með múln- um, þá er ef til vill betra að venja hann við dálítið fyrirfram. Maður getur þá séð hvað fljótt hann venst við. ” “Svo þú heldur að mér detti í hug að setja upp í hann ginkefli úr járni! ’ ’ “Nú, hamingjan góða. Eg sá ekki betur en að lögregluþjónninn væri reiðubúinn til hvers sem var. ’ ’ “Ó, þú ert aðeins einn af bændaflokkn- um, og eins og allir bændur, verður þú ráða- laus ef einhver af þessum lögreglugörmum kemur í kring. Vertu bara rólegur. Eg mun koma mér þannig fyrir á morgun að lögreglan geti ekkert átt við mig, og á sama tíma mun eg sjá um að nemendum mínum verði ekki gerður neinn ógreiði. Líka mun eg sjá um að fólk fái að skemta sér dálítið. Við megum til að sjá svo um að þessi lögregludrjóli hjálpi okkur til að ná inn peningum. Við verðum að leika dálítinn nýjann leik í því sambandi, leik, sem eg sjálfur sem. Það gerir dálitla breytingu og bætir við upplag það, sem við höfum af leikjum. Svo getum við sjálfir hlegið á hans kostnað. í því sambandi kem- ur þú fyrst einn að sviðinu með Joli-Coeur, og þegar komnir eru allmargir áhorfendur til ykkar og náunginn kemur, þá skal eg verða til staðar með hundana. Þannig byrjum við leikinn nýja.” Eg var liálf óánægður að fara einn að undii'búa leiksviðið, en eg var farinn að * þekkja húsbóndann og vissi hvenær og gat óhlýðnast. 0g það var ljóst að samkvæmt kringumstæðhnum liafði eg ekki hið minsta tækifæri til að láta hann hætta við þessa fyrir- huguðu skemtun sína. Eg ásetti mér því að hlýða. Daginn eftir fór eg til staðarins þar sem átti að leika og festi upp reipin á alla vegu og strengdi á. Fólk kom úr öllum áttum að svið- inu sem eg hafði myndað. Upp á síðkastið og þegar við vorum að Pan, hafði húsbóndinn leikið á hörpuna. og eg var farinn að hafa skemtun af því. Hann hafði kent mér dálítið og eg gat leikið dálítið smávegis sjálfur á þetta hljóðfæri. Það var meðal annars “kantata” eða söngur kendur við borgina Naples, sem eg gat bezt spilað og sem eg ætíð fékk mikið lófaklapp fyrir. Eg var nú þegar listfengur á fleiru en einu sviði, og var eg því farinn að halda að þegar leikurinn gekk vel og miklar voru inn- tektir, að það væri mér að þakka. Eg viður- kendi nú samt með sjálfum mér, að aðsóknin þennan vissa dag væri ekki mér að þakka. Það var ekki vegna minnar spilamensku, að fólf flyktist að. Þeii; sem höfðu verið við daginn áður þegar lögreglumaðurinn var á ferðinni komu nú aftur af forvitni, og með vini sína. Menn hafa ekkert ástríki á lög- reglunni í Toulouse, eins og á sér stað um flesta hvar sem er. Og menn langaði til að sjá, hvernig gamli maðurinn ítalski myndi standa sig ef stormaði að af lögreglu, sem Vitalis vissi sér. óvinveitta. Þó Vitalis hefði ekki sagt nema aðeins: “A morgun, herra,” þá liöfðu allir samt skilið það svo, að hér væri ákveðið mót af lögreglunni og samþykt af leikandanum fræga. Menn bjuggust við að eitthvað yrði leikið, sem reyndist þess virði að sækja það og að menn gætu samtímis skemt sér að parti á kostnað lögreglunnar. Þetta var almenn skoðun áhorfenda. Þar við bættist að eg kom einn me<5 Joli- Coeur og fleiri en einn af aðkomumönnum spurði hvort Italinn ætlaði ekki að koma. “Hann kemur bráðum, ” svaraði eg, og hélt áfram að spila mína “kantötu.” Það var ekki húsbóndinn, sem kom fyrst, heldur lögregluþjónninn. Joli-Coeur sá hann fyrstur og setti óðara hendina á mjöðmina og horfði öfugur aftur fyrir sig. Hann fór nú að stika fram og aftur í þessum stelling- um kríngum mig, stífur, með útþanið brjóst- holið, sjáanlega að herma eftir og hæðast að einhverjum. Áhorfendur skellihlóu og klöpp- uðu saman lófunum í sífellu. Lögreglumaðurinn reiddist og leit til mín illilega. Þetta auðvitað tvöfaldaði hlátur og liávaða áhorfendanna. Mig langaði til að hlæja sjálfur, en eg þorði það ekki. Hvernig myndi þetta enda? Þegar Vitalis var við, svaraði hann fyrir mig. En nú var eg einn og eg vissi vel að eg gat ekki svarað spurning- um lögreglumannsins, ef hann spyrði mig einhvers. Útlit lögreglumannsins var þannig, að eg bjóst ekki við neinu góðu frá hans hendi. Hann var bara óður og öskureiður yfir háð- inu frá Joli-Ooeur og áhorfendum. Hann ruddist nú fram og aftur í kring utan við reipin og ætíð þegar hann kom á móts við mig leit hann til mín eins og yfir öxl sér. Eg varð hræddur og óttaðist illan enda á öllu saman. Joli-Coeur, sem ekki skildi hvað þetta augnablik var alvarlegt, hélt áfram háðinu gagnvart þessum manni. Hann fór nú að herma eftir þessum óvini okkar og gekk innan við strenginn á móts við manninn, og gekk alveg eins, eftir því sem hann bezt gat. Hann horfði líka á mig alveg eins og hann sá mann- inn gera, en svo skringilega að hlátrarnir jukust meðal fólksins. Mig langaði ekkert til að sjá manninn reiðast. svo eg kallaði til Joli- Coeur, en hann var ekki í þeim ham að hlýða. Hann hafði garrlan af þessu og vildi ekki gegna og hélt áfram að ganga og hlaupa. Þegar eg greip til hans skauzt hann altaf undan. Eg veit ekki hvernig það var, en lög- reglumaðurinn, blindaður án efa af reiði, ímyndaði sér að eg væri að koma apanum af stað og henti sér inn á sviðið. 1 tveimur skrefum var hann kominn fast að mér, og eg farin að eg var sleginn á vangann og hálf snerist við í loftinu, þegar eg tókst á loft. Þegar eg rankaði við og reis á fætur og opnaði augun, stóð Vitalis, hvernig sem hann var nú kominn, ámilli mín og lögreglumanns- ins og hélt um úlflið hans. “Eg fyrirbýð þér að snerta þennan dreng, ’ ’ sagði hann; ‘ ‘ það sem þú hefir gert er ilt og lítilmannlegt. ” Lögreglumaðurinn vildi losa sig, en Vit- alist hélt honum föstum. Um nokkur augna- blik stóðu mennirnir þannig, að þeir horfðust í augu. Lögvörðurinn var blindur af reiði. Húsbóndi minn var eins og nýr maður og skein góðmenskan og réttlát fyrirlitning úr augum hans og svip. Ilann bar hátt liöfuðið, og höfuðið var sem kórónað með hvíta hárinu mikla. Eg hélt fyrst að hann ætlaði að sökkva í jörð niður þar sem hann var kominn, en það varð ekkert af því. Með afar miklu og snöggu átaki, losaði hann sig og þreif um háls Vitalis og hratt honum á undan sér þrælslega mjög. Vitalis var nærri dottinn, svo hranalega hratt hann honum; en hann rétti sig við aftur, rétti út hægri hendina og sló lögreglu- manninn á úlfliðinn. Húsbóndi minn var sterkur, þó hann gamall væri, það var áreiðanlegt. Samt sem áður, hann var gamall en hinn á unga aldri, svo það var ljóst hver myndi vinna á endan- um, og að baráttan myndi ekki verða löng. Það varð ekkert úr þessu handalögmáli. “Hvað vantar þig?” spurði Vitalis. “Eg tek þig fastan; komdu með mér á i stöðina strax,” sagði hinn. “Hversvegna slóstu drenginn!” spurði Vitalis. ‘ ‘ Ekki orð, ’ ’ sagði hinn. ‘ ‘ Fylgdu mér. ’ ’ Vitalis svaraði ekki, en sneri sér að mér. "Farðu til gistihússins, ” sagði hann. “og bíddu þar með hundana. Eg flyt þér fréttirnar þangað.” Hann gat ekki sagt meira. Lagavörður- inn tók hann með sér. Þannig endaði þessi leikur, sem húsbóndi minn ætlaði að gera svo skemtilegan. Hann endaði hryggilega. Fyrst ætluðu hundarnir að fylgja hús- bóndanum, en eg'kallaði til þeirra og þeir voru vandir við að hlýða og komu því til mín sömu leið til baka. Þá sá eg að þeir voru múlaðir en ekki með járnkefli eða neti, en aðeins með silkiborðum. Fyrir Capi, sem var hvítur, var borðinn rauður, fyrir Lerbino, sem var svartur, hvítur; fyrir Dolce, sem var gráblár. Þetta voru auðvitað leikhúsmúlar, sem átti að nota við nýja leikinn. sem aldrei var leikinn. Áhorfendur hypjuðu sig af stað fljótlega. Aðeins fáeinir voru í sætum sínum lengur og ræddu um það, sem fyrir hafði komið, og raddir heyrðust: ‘ ‘ Gamli maðurinn hafði rétt fyrir, sér. ” Nei, liann hafði rangt fyrir sér.” “Hversvegna sló lögreglumaðurinn dreng- inn; hann hafði ekkert sagt eða gert, §em var vítavert.” “Já, það var leiðinlegt uppþot. Gamli maðurinn verður settur inn. Það fer ekki hjá því. Hann klagar hann fyrir óhlýðni þessi lagavörðtir. ” Eg sneri til gistihússins, lamaður og óró- legur. # # # Eg leitaði mér upplýsinga og var mér sagt að réttarhaldið byrjaði klukkan tíu. Klukkan níu var eg kominn að dyrunum, og fyrstur hinna forvitnu fór eg inn í réttarsal- inn. Smátt og smátt fyltist salurinn. Elg þekti þar marga, sem höfðu verið við þegar slagTirinn varð. Eg vissi ekki hvað réttarhald þýddi, en af eðlisávísun þóttist eg vita að eitthvað alvarlegt væri að ske, og eg var hræddur. Mér skildist að húsbóndi minn og eg værum í hættu. “Eg faldi mig á bak við stóra stó, þrýsti mér þar upp að veggnum og gerði mig eins lítinn og eg gat. “Það var ekki húsbóndi minn. sem fyrst var dæmdur, heldur þjófar og áflogaihundar, sem allir þóttust vera saklausir sem dúfur, en voru samt allir sektaðir. Loksins kom Vitalis og settist á sama bekkinn og hinir, milli tveggja lagavarða. Hvað sagt var fyrst, hvers þeir spurðu hann eða hverju hann svaraði, vissi eg ekki, (rf var of æstur til að hlusta og því síður gat eg hugsað með réttu lagi eða skilið. Eg hlust- aði eiginlega ekki neitt. en horfði því meira. Eg horfði stöðugt á húsbóndann, sem stóð teinréttur, á hárið hvíta, mikla, sem féll niður að aftan yfir háls og herðar. Hann bar það með sér að liann fyrirvarð sig og leið illa. Eg horfði líka á dómarann, sem var að spyr ja hann: “Svo þú viðurkennir,” sagði hann, “að þú hafir gefið lagaverði þessum nokkur högg, þegar hann vildi taka þig fastan! ” “Ekki nema eitt,” sagði Vitalis; “Yðar hátign, aðeins eitt, þegar eg kom að leiksviði okkar og sá þennan mann slá drenginn, sem með mér er.” “Þetta er ekki þinn drengur, ekki sonur þinn?” “Nei, yðar hátign,” sagði Vitalis. “En mér þykir eins vænt um hann og hann væri sonur minn. Svo þegar eg sá hann sleginn, reiddist eg og misti jafnvægið. E'g greip um úlflið yfirvaldsins og kom í veg fyrir að hann gæti barið drenginn aftur.” “Þú slógst lögreglumanninn!” “Já, það er að segja, þegar hann tók um hálsinn á mér, þá gleymdi eg hvaða maður það var, sem tók mig þrælatakinu. Eg sá bara að það var maður, en tók ekki eftir að það var einmitt lagavörðurinn og eðlisávís- unin ein leiddi mig of langt. ’ ’ “Á þínum aldri ættu menn ekki að leiðast afvega,” sagði dómarinn. “Við ættum ekki að leiðast afvega. En til allrar ógæfu veit maður ekki æfinlega livað maður gerir. 1 dag sé eg það vel. ” “Við skulum nú hlusta á framburð laga- varðar,” sagði dómarinn. Lagavörður sagði nú sína sögu, hvernig hann hefði verið hæddur, hermt eftir honum hvernig hann talaði og hvernig hann bæri sig til, og um höggið góða. Á meðan á því stóð hlustaði Vitalis ekki mikið á réttarhaldið, heldur hafði augun al- staðar um salinn. Etg vissi að hann var að horfa eftir mér. Þá fór eg úr felum og fram í næstu röð við Vitalis,- á meðal hinna allra forvitnustu. ' Vitalis sá mig og það birti yfir honum. Honum þótti vænt um að sjá mig og eg gat ekki stilt mig. Augun fylstust tárum. ‘ ‘Hvað hefir þú að segja þér til varnar ? ’ ’ spurði dómarinn. “Mér til varnar hefi eg engu við að bæta,” sagði Vitalis; en gagnvart drengnum sem mér þykir svo vænt um bið eg yðar hátign vægðar og bið þess innilega að aðskilnaður okkar vari sem skemst.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.