Lögberg - 07.10.1937, Síða 1

Lögberg - 07.10.1937, Síða 1
50. ÁRGANQTJR ) WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1937 NÚMER 40 Frá Islandi Þórður Guðjohnsen lœknir látinn ÞórSur GuÖjohnsen, læknir á Borgundarhólmi, andaSist skyndi- lega 25. f. m. Þórður var frískur, en gekk þó meÖ krabbamein. ÞórÖur Guðjónsen læknir var á ferð hér á landi síÖast í sumar.—Mbl. 8. sept. * # # Sogsstöðin I gær jnun að mestu hafa veriÖ lokiÖ nauðsynlegum undirbúningi, svo að byrja mætti að hleypa vatni á Sógsstöðina, og var ráðgert, að vatni yrði fyrsta sinn hleypt á í dag. En það tekur sjálfsagt um mán- aðartíma aÖ prófa stöðina, áður en farið verður að senda straum hing- að til bæjarins. Eins og Morgunblaðið hefir skýrt frá, komu hingað á dögunum tveir norskir verkfræðingar, Bergdahl og Nissen, en þeir eru ráðunautar Reykjavikurbæjar í Sogsvirkjun- irini. Eftir að norsku verkfræðingarnir voru hingað komnir, var þegar haf- ist handa austur við Ljósafoss, til undirbúnings prófun stöðvarinnar. Þeim undirbúningi mun að mestu hafa verið lokið í gær. Var því ráðgert, að hleypa vatni á stöðina í dag, í fyrsta sinn. En þótt vatni verði hleypt á stöð- ina í dag, verður farið hægt að öllu til að byrja með. Fyrst verða legin prófuð, séð hvort rörin halda og alt í lagi við niðurfallið. Þegar þessari fyrstu prófun er lokið, verða vélar stöðvarhússins látnar ganga nokkra daga, til þess að þurka rafmagnsvélarnar. Að því loknu verður sett spenna á og tæki öll prófuð vandlega. Ætti þessu að verða lokið um miðjan september. Þá verður hægt að taka af strauminn frá Elliðaárstöðinni, sem nctaður hefir verið við stöðvar- bygginguna austur við Sog. Sogs- stöðin mun þá geta sjálf látið i té það rafmagn, sem með þarf við vinnuna eystra. Þegar öllu þessu er lokið, verða línurnar suður prófaðar vandlega og séð um, að þar séíf hvergi veilur á. Og upp úr því verður hleypt straumi á frá Sogsstöðinni, og ætti það, ef vel gengur, að geta orðið í lok sept- embermánaðar. Verður svo tilraunarekstur á stöðinni nokkurn tíma, þar sem hún verður rekin á ábyrgð verktaka. Á tímabilinu frá 7.—20. október ætti úttekt stöðvarinnar að geta far- ið fram.—Mbl. 28. ág. # # # Maður hverfur í Hrísey Maður týndist aðfaranótt síðast- liðins sunnudags af vélbátnum Mjölnir, sem gerður er út á rekneta- veiðar frá Hrísey af Skafta Sig- urðssyni. Maðurinn hét Þorleifur Kristins- son og var um tvítugt — fósturson. ur Ágústs Jónssonar og Rósu Jóns- dóttur frá Yztabæ í Hrísey. Ekki vita menn hvernig slysið hefir að höndum borið, því Þor- leifur var einn á verði um nóttina. Talið er að sjór hafi ekki verið mikill.—Mbl. 31. ág. # # # Gullið í Drápuhlíðarfjalli Hvað getið þér sagt okkur um gullið í Drápuhlíðarf jalli á Snæfells- nesi, sem útvarpið var að fræða okkur um á dögunum ? spyr tíðinda- maður Morgunblaðsins Friðrik Ól- afsson skipherra. Eins og kunnugt er, segir Friðrik ’Ólafsson, hefir því oft verið haldið Framh. á bls. 5 Olafur Bj örnson læknir Það húmaði yfir hugum manna sunnu- dagsmorguninn var, er það' spurðist hús úr húsi, að Ólafur læknir Björnson hefði andast um nóttina. Þótt mörg'um hafi verið það kunnugt seinnipart sumars, að hann væri bil- aður á heilsu, vissu ekki aðrir en hans nán- ustu, hve alvarleg heilsubilun hans var. Hann hafði oftast fótaferð, lét á engu bera og var hress og kátur í sinn hóp. Föstudaginn 24. sept. lagði hann sig að ráði lækna sinna inn í sjúkrahúsið. Miðvikudaginn næsta á eftir gekk hann undir liolskurð. Var skorin úr honum innvortis meinsemd mikil krabbakend. Virtist honum heilsast vel á eftir, en aðfara- nótt sunnudagsins tók að' draga af honum og undir morguninn fékk hann gott og rólegt andlát. Er nú á bak að sjá einhverjum þekt- asta og vinsælasta íslendingi í Vesturheimi. Ólafur Björnson var fæddur í þenna heim að Gíslastöðum í Norður-Múlasýslu á Islandi 28. dag desember-mánaðar ár 1869. Foreldr- ar hans voru Björn alþingismaður Pétursson og Ólafía kona hans Ólafsdóttir. Fluttist Ólafur meði foreldrum sínum vestur um haf 1876. Nam Björn Pétursson land í norðan- verðP Nýja Islandi þar sem heitir Sandy Bar. Dvaldi fjölskyldan þar í þrjú ár, og varð Ólafi oft skrafdrjúgt um þær bernskustöðvar sínar og frumbúa-lífið þar. Árið 1879 flutt- ist fjölskyldan til Norður-Dakota í grend við Pembina. Var Ólafur í íslenzku bygðinni í Pembina Oounty þar til 1890, að hann fluttist með föður sínum til Winnipeg. Á Mountain, N. Dak var liann fermdur af séra H. B. Thor- grimsen 1885. Barnaskóla-nám hafði Óiafur stundað syðra og er til Winnipeg kom, helt hann námi áfram, fyrst í miðskólanum Central Collegiate og síðar í háskóla fylkisins við læknisfræða- nám. Hann útskrifaðist frá háskólanum vor- ið 1897. Varð hann fyrstur allra Islendinga í Canada, að útskrifast í læknisfræði við canadiska háskóla. Mörgum árum fyr liafði Páll bróðir hans lokið læknis-prófi við Rush Medical College í Chicago og orðið fyrstur Islendinga að ná læknisprófi í Banda- ríkjum. Má það merkilegt kalla í sögu ættar- innar, að sinn hvor bræðranna verður fyrstur, sinn í hvoru þessara tveggja landa, til að út- skrifast í læknisfræði við hérlenda háskóla. Páll læknir gegndi læknisembætti í Houston, Minnesota, en dó ungur. Eftir að Ólafur Björnson lauk fullnaðar- prófi tók hann þegar að gegna læknisstörfum í Winnipeg og hélt því áfram í 40 ár. Mikinn hluta ársins 1902 dvaldist hann erlendis við framhalds-nám í Lundúnum og Vínarborg, ásamt öðrum ungum lækni, dr. B. J. Brand- son. Árið 1905 fluttist dr. Brandson til Win- nipeg frá Edinburg, N. Dak. Gerðu þeir þá félag með sér læknarnir Björnson og Brand- son og voru í félagi saman fram til 1914, og viðtalsstofur höfðu þeir saman eftir það, en stunduðu sérfræði sína hvor um sig. Aðstoðar-kennari (Lecturer) við læknis- deild Manitoba háskólans var ólafur Björn- son gerður 1907 0g prófessor var hann við háskólann frá 1923 til 1932. Yfirlæknir við fæðingardeild Almenna sjúkrahússins í Win- nipeg var hann langa tíð. Má af þessu marka, hversu glæsilegan embættisferil Ólafur læknir á að baki sér. 1. júní árið 1911 kvæntist Ólafur Björn- son og gekk að eiga Sigríði EUnborgu Brand- son, Jónsdóttur Brandssonar bónda að Gard- ar, N. Dak., systur dr. B. J. Brandson. Var það hin mesta ágætiskona, stórgáfuð og með afbrigðum fríð sýnum. Hún andaðist í blóma lífsins' 14. marz 1932. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Var hið elzta drengur, Jón Ernest að nafni. Hann mistu þau þriggja missira gamlan. Á lífi eru dætur tvær: Margaret Ann, háskólagengin efnis stúlka, sem hjá föður sínum h'efir verið ávalt, og Winnifred Edith, sem síðan móðir liennar dó, liefir dvalið hjá frú Petrínu móðursystur sinni í Hartford, Connecticut. Svstkini átti Ólafur Björnson sex að tölu. Páll læknir hefir þegar nefndur verið. Ann- ar hróðir er Sveinn Björnson, sem heima á í Seattle og er nú mjög við aldur. Af fjórum systrum eru tvær dánar: Þórunn, eiginkona Stígs heitins Thorvaldssonar, er lengi var kaupmaður að Akra, N. Dak., og Anna eigin- kona Jakobs Jónssonar bónda í N. Dak. Systurnar, sem á lífi eru, eru Halldóra, ekkja Páls heitins Sigurgeirssonar Bardal, í Win- nipeg, og Sigrún kona Lars Hogens í Leslie, Sask. Útför dr. Ólafs Björnssonar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg kl. 2 e. h. miðvikudaginn 6. þ. m., að afstaðinni stuttri kveðjuathöfn á hinu fagra heimili hins látna, 764 Victor Öt. Mesti mannfjöldi var saman kominn í kirkjunni. Þeim söfnuði hafði dr. Ólafur tilheyrt í 40 (ir. Margir læknar bæjar- ins og helztu borgarar voru viðstaddir. Til hinstu hvíldar var líkami læknisins lagður í Brookside grafreit. Bardal-stofnunin stýrði útförinni. Sex kempulegir sytkina-synir báru frænda sinn til grafar. Helgisiðum í liúsi, kirkju og garði gegndi séra Björn B. Jónsson, aldavinur Ólafs. Islenzka bygðin í WTinnippg er óneitan- lega miklu fátækari nú en áður, þar sem hún hefir mist dr. Ólaf Björnson. Skarð það, sem nú er fvrir skildi, verður aldrei fylt. Hann var að mörgu leyti ólíkur öðrum mönnum, persónueinkenni hans sérstök. Lundarfars- lega tilheyrði hann þeim hinum gamla skóla, þar sem menn bæði elskuðu og hötuðu af heilum huga. Hann var maður stór í lund og á pörtum skapstyggur. En yfir alt, sem í fari hans var, gnæfði ástúð hans góða hjarta. Hann var undur viðlcvæmur maður og meðaumkunarsamur. Líkn hans og lækn- ishjálp við fátækt fólk fyrr á árum fær enginn metið til fulls nema Guð einn. Það er til ein- kennis um lund hans, hvað hann var barnelsk- ur. Ekkert nýmæli var það nágrönnum hans að vita “O.B.” úti á götunni með barna- hóp í kringum sig. Hann var altaf að leika við þau og gefa þeim. Enda mátti sjá hópana koma hlaupandi á móti honum oftsinnis, er hann var að koma heim. Ólafur læknir Björnson var frumlegum gáfum gæddur. Ógleymanlegur verður hann alla daga vinum sínum fyrir snildar tilsvör hans og fyndni. . Naumast hefir nokkur ís- lendingur þegið stærra pund þeirrar náðar- gáfu, sem kölluð er humor. Gamansögur kunni hann að fara með allra manna bezt. Það þótti alt að því hátíð þá sjaldan dr. O.B. fékst til að' tala opinberlega á mannamótum. Ólafur Björnson var að náttúrufari list- rænn maður. Hann var sérstaklega söng- elskur, hafði lagt rækt við þá gáfu sína og kunni flestum mönnum betur að dæma um söng og hljómlist. Hann hafði og mestu mæt- ur á góðum skáldritum og las þau mikið. “Vantar nú í vinahóp —völt er lífsins glíma— þann er yndi og unað skóp oss fyrir skemstum tíma.” Svo mun oss nú finnast vinum hans. Eln oss er það hugarfró að hann ekki þurfti að líða og hrörna. Það er svo ljúft að hugsa til lians eins og hann var. Og það er gott að hlakka til þess að sjá liann aftur í eilífðinni. “Glaðir skulum allir að öllu til átthaga vorra horfa, er héðan sá hverfur oss hjarta stóð nærri.” B. B. J. Alvarlegar viðsjár í Alberta Tveir menn teknir fastir og sakaðir um að hvetja til morða eða gereyðingar á ýmsum andstæðingum stjórnar- innar. Þessir menn eru þeir Mr. Umvin, Social Credit þingmaður og Mr. G. F. Powell, einn hinna brezku sér- fræðinga í þjónustu Aberhart-stjórnarinnar. Bæklingi, sem u'm mál þetta fjallaði, hafði verið útbýtt í fylkisþing- inu, og þeir Mr. Unwin og Mr. Powell sakaðir um að hafa verið viðriðnir samningu hans. Báðir hafa menn þessir verið látnir lalisir gegn veði. Aukaþinginu í Alberta var slitið' á þriðjudaginn. Þrjú lagafrumvörp, er þingið afgreiddi, náðu eigi stað- festingu fylkisstjróans, Hon. J. C. Bowens, að svostöddu. Fjölluðu þau um bankalöggjöf, yfirumsjón með lánum, og stjórnareftirlit eða umráð yfir blöðUnum og þeim frétt- um, sem þau flytja. Úr vestrinu Seattle, 1. okt., 1937. Kæri^Einar Páll,— Aðeins nokkrar línur til blaðs þíns, af því mér finst vel þess vert að geta um komu Halldóru Bjarna- dóttur vestur hingað. íslendingar gerðu sér glatt kvöld, 17. sept. s.l. Eitthvað um 90 manns munu hafa sótt samkomuna, í sam- komusal ísl. lútersku kirkjunnar. Konur úr öllum þrem ísl. kvenfélög- unum undirbjuggu alt, og báru fram ágætar veitingar í samkomulok. Gunnar Matthíasson söng ísl. ein- söngva á undan erindi þvi, sem Halldóra Bjarnadóttir flutti, — og allir tóku undir nokkra isl. þjóð- söngva á eftir. ' íslenzku sýningarmunirnir voru mjög skoðaðir um kvöldið, og spurningum rigndi yfir hinn góða gest. Margt er það, sem ber á góma hjá landanum, ef hann nær í einhvern “nýkominn að heiman.” Það fanst á öllu að fólkið hér vildi taka þessari ágætu konu tveim höndum, og gera sér far um að hún sæi sem mest af umhverfinu. Sept- ember veðrið var í samvinnu með -----sólskin og blíða flesta daga. — — H. B. gat þvi notið ánægjulegra heimsókna, m. a. hjá Mr. og Mrs. S. Árnason í Bremerton, og Dr. og Mrs. J. Á. Johnson í Tacoma. — í ágúst s.l. átti hún unaðslegan dag hjá Mr. og Mrs. H. Kyle og Mrs. Helgu Freeman (“Úndínu”) nálægt Paulsbo, Wash. í Taloma sýndi H. B. ísl. handa- vinnuna, í boði hjá amerískum kvennaklúbb, en Mrs. J. A. Johnson flutti erindið. Mrs. J. A. Johnson er norsk, en hefir tekið trygð við alt íslenzkt, og flutt fræðsluerindi um ísland mörgum sinnum. — Mrs. Ninna Stevens, sem syngur yndis- lega, aðstoðaði við samkomuna, og einhverjar fleiri ísl. konur. Þóttí þetta alt takast mjög vel. Einum fögriun og friðafblíðum haustdegi var til þess varið að skoða stóra og merkilega sýningu í Puyallup, — hina árlegu “Western Washington Fair.” Við íslendinga hér í vestrinu fjarst, þökkum H. B. fyrir komuna og vonum að hún flytji með sér austur yfir fjöllin, einhverjar fagr- ar myndir úr þessum svipfríðu hér- uðum. Vinsamlgeast, Jakobína Johnson. VERÐHÆKKUN MJÓLKUR Nefnd sú, er fylkisstjórnin skip- aði fyrir skömmu til þess að hafa með höndum eftirlit með úthlutun mjólkur, hefir ákveðið að hækka mjólkurpottinn í búðum hér í borg- inni utn eitt cent, þannig, að verðið verði þar hið sama og i mjólkur- vögnunum. Þetta er gert almenn- ingi að fornspurðu, og kemur harð- ast niður á þeim, sem minsta hafa kaupgetuna. Bæjarstjórnin hefir mótmælt þessu tiltæki og krafist þess að ítarleg rannsókn fari fram í mál- inu. Er þess að vænta, að hún láti ekki alt enda við orðin tóm. SILDVEIÐISKIP SEKKUR Línuveiðarinn “Drangey,” frá Akureyri, sem verið hefir á sild- veiðum fyrir Norðurlandi, sökk í fyrrakvöld í ágætis veðri. Morgunblaðið átti tal við skip- stjórann, Einar Bjarnason, í gær, en hann var þá staddur á Blikalóni á Sléttu á leið til Akureyrar. Sagðist honum svo frá: Leki kom alt í einu að skipinu og var ekki hægt að halda skipinu á floti. Skipshöfnin varð að yfirgefa skipið í mesta flýti og komst hún á nótabátunum til Raufarhafnar. Þegar lekinn kom að “Drangey” var skipið statt 3—-4 sjómílur undan Raufarhöfn með um 900 mál síldar innanborðs. Ekki er enn vitað af hverju lek- inn hefir stafað og ekki vitað til þess að skipið hafi orðið fyrir neinu áfalli í sumar. “Drangey” var keypt hingað til lands gamalt, það var bygt 1914 í Englandi úr eik og furu. Eigendur voru Jón Björnsson og fleiri á Akureyri. “Drangey” var um tíma póstskip í Eyjafirði.—Mbl. 29. ág. ÆTLAR AÐ SYNDA TIL VESTMANNAEYJA Pétur Eiríksson sundkappi var í boði hjá íþróttafélögunum í Vest- mannaeyjum á þjóðhátíð þeirra. Leysti hann þá þrekraun þar, að synda frá Klettshelli og inn að byrggju, eða sextán hundruð metra á 27 mínútum. Er þetta lengsta sund, er synt hefir verið við Vest- mannaeyjar, og mjög erfitt, því þarna er altaf mikill straumur og ólga. Voru þarna margir röskir drengir, er fengu brennandi áhuga fyrir að reyna þetta eftir Pétri, með tímanum. Annars var Pétur lika að kynna sér alla staðhætti fyrir því, hvort ekki myndi gerlegt að reyna að synda frá landi út í Vestmannaeyj- ar. Hefir hann mikinn áhuga fyrir að reyna þá þrekraun. Er vonandi að honum megi takast hún. Pétur leggur þá alúð og reglusemi við i- þrótt sina, er hver sannur íþrótta- maður þarf að gera, er nokkrum árangri vill ná.—Mbl. 29. ág. Landhelgisbrjótur dœmdur Skipstjórinn á Grimsby togaran- um “Minver,” sem varðbáturinn Hafaldan tók að veiðum í landhelgi á dögunum, var loks dæmdur í morg- un í 25 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skip- stjórinn þrætti lengi fyrir brot sitt og að síðustu fór hann út með varð- bátnum til að mæla upp staðinn á ný, þar sem togarinn var tekinn.— Mbl. 29. ágúst.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.