Lögberg - 07.10.1937, Page 4

Lögberg - 07.10.1937, Page 4
4 LÖGBElRG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1937 Högberg Gefi8 út hvern fimtudag af T H E C O LU M B 1 A P RE 8 8 L I M l T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO S3 00 um áriS Borgist fyrirfram The ‘'Lögberg*' is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Blindni og hatur Stórblaðið Manohester Guardian flutti þann 17. september síðastliðinn, grein nokk- ura um Nazistaþingið í Nuremberg á Þýzka- landi, sem þá var svo að segja nýafstaðið; kendi þar svo margra fáránlegra grasa, að eigi sýnist úr vegi að íslenzkum lesöndum veitist þess kostur að átta sig á nokkrum þeim megin atriðum, sem þar voru dregin fram í dagsljósið; má í því sambandi einkum og sér- ílagi leiða athygli að hinum dólgslega munn- söfnuði Dr. Goebbels, fylgisöflunap ráðherra Adolfs Hitlers. Um Gyðingaþjóðflokkinn hafði Dr. Goebbels meðal annars þetta að segja: “Þjóðflokkur Gyðinga er erkióvinur mannkynsins og gereyðandi heimsmenningar- innar; sníkjudýr meðal þjóðanna; sonur glundroða og uppl^usnar; frumsýkill að van- sköpun og alráðandi djöfull í rotnunarstarf- semi innan vébanda siðaðs mannkyns. Við tortímingarstarf sitt notar Gyðingurinn kommúnismann, og lætur sér þá ekkert fyrir brjósti brenna. Og með það fyrir augum að ná sér niðri á þjóðemis-jafnaðarstefnunni, fer hann eldi um hin svokölluðu lýðræðislönd, og túlkar þar með uppgerðnm ástríðuhita fórnir sínar í þágu mannréttinda og heims- friðar.” Svo mörg eru þau orð. Adolf Hitler er manna örlátastur, er til þess kemur að miðla loforðum um þjóðfélagslegt öryggi Norðurálfuþjóða, alveg eins og hann hafi ráð þeirra alt í hendi sér; hann segist vera staðráðinn í að bjarga þeim út úr öng- þveitinu, hvort sem þær vilji eða vilji ekki; hvort sem þær skilji tilgang björgunartilraun- anna eða skilji hann ekki; hann horfir vitan- lega ekki í það, að koma þjóðþingum fyrir kattarnef; þau hafa hvort sem er ekki átt upp á háborðið hjá Italíu og Þýzkalandi síðasta áratuginn; vitaskuld verður Gyðinga ofsókn- unum haldið áfram líka. Að sjálfsögðu verð- ur eitthvað á sig að leggja heimsmenningunni til viðreisnar. Og hver ætti svo sem að voga sér að véfengja orð spámannsins ? Á þessari áminstu Nazista samkundu í Nuremberg, flutti Dr. Otto Dietrioh, pólitísk- ur fóstbróðir Dr. Goebbels, ræðu, er aðallega var stíluð til blaðanna; lagði hann þar sér- staka áherzlu á það, að hin svonefndu frjálsu eða óháðu blöð, eitruð'u almenningsáiitið, og stofnuðu með því til fjörráða við æskilega kjölfestu þjóðfélagsins; blöðin yrði að vera undir ströngu eftirliti, ef vel ætti að fara. Þýzkaland hefði ef til vill stigið eitt hið vold- ugasta risaskref sitt í framsóknarátt, með því að leggja viðeigandi hömlur á blöðin; hann bætti því við, að stjómir lýðræðislandanna hefði ekki hugrekld til þess að hrófla við blöð- unum, vegna þess, að sameinaðir auðhringar Gyðinga vítt um heim, stæði þeim að baki; stjómirnar væri því, þegar alt kæmi til alls, lítið annað en nafnið; það væri blöð Gyðinga, er segði þeim fyrir verkum.— Að því er frekast verður séð, hafa blindni og hatur svo áþreifanlega fallist í faðma á þessari eftirminnilegu og sérstæðu Nurem- berg-stefnu, að til raunverulegra fyrirbrigða hlýtur að teljast; hatrið í garð Gyðinga var svo ábærilegt, að flest annað laut í lægra haldi. Og hvað hafði svo Gyðingurinn öðrum fremur til saka unnið. Jú; hann hafði, þrátt fyrir einstæða aðstöðu sína í veröldinni, landflótta og landlaus, orðið að sjálfstæðum' manni! Engum blandast hugur um það, að Gyð- ingum sé í mörgu ábótavant, eins og gengur og gerist um aðra þjóðflokka. Þó verður ekki um það deilt, að þeir sé á ýmsum sviðum verulegir forgöngumenn. Má þar til nefna listir og vísindi. Hún er ekkert smáræði, skuldin, sem mannfélagið stendur í við Ein- stein, Mendelsohn og Heifetz, að ekki séu fleiri til teknir. Ofsóknir hinnar þýzku stjórnar á hendur Gyðingum, ganga hreinni og beinni vitfirr- ing næst. Það væri ekkert óálitlegt, eða hitt þó heldur, að eiga Norðurálfufriðinn undir þeim Goebbels, Dietrich og öðmm slíkum legátum. “Ein er sögan úr íslandi komin,” — eitthvað á þessa leið er upphaf sumra hinna mörgu þjóðkvæða Færeyinga. Enda er það svo, að efni þeirra margra er sótt til Islands. Þau fjalla um Guðrúnu Ósvífursdóttur, Kjartan og Bolla, Gretti Ásmundsson, Gunn- laug Ormskmgu og Helgu fögru og aðrar ís- lenzkar hetjur, líf þeirra og örlög. Þessi kvæði eru á vömm hvers manns í Færeyjum, þau eru sungin, er fólk safnast saman á há- tíðisdögum, til að danza vikivakana, sem enn em þar í fullu gildi; vikivakarnir breiddust á sínum tíma út um alla Evrópu, en upptök sín átfu þeir í Grikklandi. Nú eru þeir hvergi tíðkaðir lengur, nema í Færeyjum. Færeysku danzkvæðin eru ort á ýmsum öldum, alt frá siðaskiftum fram til síðustu ára. Og til þess að gera mönnum ljóst hvílík ógrynni slíkra kvæða eru til, skal á það bent, að safn, er nemur 8,000 handskrifaðra blað- síðna, var skrásett á árunum 1871-83. En þessi kvæði’voru líka, ásamt ýmsum sögnum, menningararfur hinnar færeysku þjóðar um margar aldir. Fram á síðustu áratugi hefir ekkert færeyskt ritmál verið til. M*enn höfðu enga kunnugstu í því að stafsetja færeysku og málfræðin var á reiki. Blöð og bækur allar voru á dönsku og í kirkjum, skólum, verzlun- um og opinberum skrifstofum var einungis notuð danska. Þegar prestur einn flutti fyr- ir hundrað árum síðan stólræðu á færeysku, var það af sumum sóknarbörnum hans talið andstætt kristilegu hugarþeli. En þótt Fær- eyingar ættu engar bækur á sínu eigin máli, áttu þeir samt sínar mentir. Hvert er gildi bókanna, sem stærri og voldugri þjóðir gefa út í upplögum, er nema tugum þúsunda, en falla í gleymsku á fyrsta ári, móts við þjóð- vísurnar færeysku, ,er hvert mannsbarn lærði og kunni og unni og varðveittust frá kynslóð til kynslóðar? Og gaman er fyrir okkur Is- lendinga að gefa því gaum, að kvæðið Ljómur eftir Jón biskup Arason hefir varðveizt í Færeyjum, nær því óbrenglað, í margar aldir. Það var árið 1854, að V. U. Hammers- haimb prófastur gaf út hina fyrstu færeysku málfræði. Um stafsetningu hans og réttritun urðu síðar harðar deilur, sem lyktuðu með sigri hans málstaðar. Var með þessari bók lagður grundvöllurinn að færeysku ritmáli. Getur hver Islendingur, sem sæmilega þekk- ingu hefir á eigin tungu, hindranalítið lesið færeysku sér til nota, þótt allerfitt sé að skilja talmálið nema með æfingu. Eftir 1870 tók mjög að örla á þjóðernis- hreyfingu meðal færeyskra stúdenta í Kaup- mannahöfn. Þeir tóku að yrkja og syngja ættjarðarsöngva og varð þá meðal annars til þjóð^öngurinn “Eg oyggjar veit,” Frederik Petersen. Þetta var upphaf hins nýfæreyska skáldskapar, sem síðar hefir blómgast og orðið fjölskrúðugri og stendur nú jafnfætis því, sem um þessar mundir er ort annarsstað- ar á Norðurlöndum. Ef þylja skal upp nöfn hinna færeysku ljóðskálda, ber, auk stjórn- málaleiðtogans og kóngsbóndans í Kirkjubæ, Joannesar Paturssonar, fyrstan að nefna J. H. 0. Djurhuus, sem ótvírætt stendur þeirra fremstur. Hann er nú á sextugsaldri, en hið fyrsta kvæða hans birtist í Tingakrossi, blaði sjálfstæðismanna, haustið 1901. Þróun fær- eysks ritmáls hefir hann unnið ómetanlegt gagn. 1 skáldskap sínum er hann víðförull og oft sorgblandinn, en hvar sem hann fer, stefn- ir hugur hans til Færeyja. Eitt kvæða hans hefst á þessum orðum: “Fram við Skotlands sögustrendur skúmar knörrur hesa nátt,” en svo kemur honum ættjörðin í hug: ‘ ‘ stynja meira sárt enn áður trá og longskil eftir tær.” En afkastamest færeyskra skálda er hinn lyrLski bróðir hans, Hans Andreas Djurhuus, sem auk allra sinna mörgu ljóða hefir einnig skrifað sögur og leikrit. Richhard Long, Símun av Skarði, Poul F. Joensen, Christian Matras og Mikkjal Danjálsson .á Ryggi eru meðal annara, sem standa í fremstu röð'. Jafnhliða ljóðagerðinni hefir önnur grein skáldskapar náð mikilli hylli Færeyinga og þroskast ört, smásagnagerðin. Rasmus Ras- mussen lýðskólakennari hefir undir rithöf- undarnafninu í Regin í Líð> lagt mikið af mörkum. Það var líka hann, sem ritaði hina fyrstu stóru skáldsögu, er út kom á færeysku. Hún nefnist Bábelstornið og kom út árið 1909, hátt á þriðja hundrað blaðsíður að lengd. Ekki verður heldur gengið framhjá Sverri Paturssyni, bróður Jóannesar kóngs- bónda, né hinum látna sýslumanni, M. A. Winther. Hans A. Djurhuus er einnig smásagna- höfundur, eins og áður hefir verið drepið á, H. M. Ejdesgaard og Johanna Maria Skylv Hansen verðskulda líka að þeirra sé getiÖ, en það mætti að vísu segja um fleiri En þá er eftir að nefna skáldið Heðin Brú, ungan búfræð- ing, sem réttu nafni heitir Hans Jakob Jakobsen. Ilann er enn ung- ur að aldri, en hefir þó skrifað mik- ið af smásögum og auk þess stærri sögur, Lognbrá og Fastatökur. Rit- höfundarhæfileikar hans eru ótví- ræðir, stíllinn er hreinn og næmar lýsingar hans á færeysku fólki og færeyskri náttúru. Við hann eru tengdar vonir, sem allar líkur benda til að rætist. Eini Færeyingurinn er ritar á dönsku, er William Heine- sen. Eftir hann var sorgarleikurinn Ranafelli, sem sýndur var hér í Reykjavik veturinn 1932. J. Dahl prófastur hefir ritað mjög glögga færeyska málfræði og fleira hefir hann innt af höndum í þágu bókmentanna. Jakob Jakobsen rit- aði sögu Nolseyjar-Páls. Það er mjög að vonum, að smá- sagnagerðin hefir, auk hins bundna máls, orðið veigamestur þáttur í færeyskum skáldskap. Meðal jafn fámennrar þjóðar og Færeyingar eru, er það miklum annmörkum bundið, að skrifa og gefa út langar skáldsögur, ekki sízt þegar hver ein- asti maður skilur dönsku og á auð- velt með að afla sér danskra bóka. En blöðin og alveg sérstaklega tima- ritið Varðin hafa getað gefið skáld- unum gott tækifæri, er bezt hefir verið ritað i smásagnaformi eða ljóðum. Hér hefir þeirra verið getið, sem lagt hafa drýgstan skerf til hinna nýju færeysku bókmenta. Þær bók- mentir eru að vísu ekki mjög mikl- ar að vöxtuny en þó mjög álitlegar, sé þess gætt, að hér á hlut að máli þjóð, sem i dag telur aðeins 26 þús- undir manna og stundum hefir ekki verið nema um 5,000 sálir, þjóð, sem nýlega hefir eignast sitt eigið rit- mál og á við fremur örðug kjör að búa, að minsta kosti í bili. J. H. —Nýja. dagbl. Ferðabækur Dr. Vilhj- álms Stefánssonr á íslenzku Dr. Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður sem er frægasti íslending- ur um heim allan, á virðingu allrar þjóðarinnar, sem bezt sást; er hann var hér á ferð í fyrrasumar. Allir keptust um að sýna honum þann sóma sem hann átti skilið i ríkum mæli. Hvert mannsbarn á landinu veit að dr. Vilhjálmur Stefánsson er heimsfrægur landkönnuður og að hann hefir betur en nokkur annar kynt sér lifnaðarhætti Eskimóa í heimskautalöndunum. Einnig veit hvert barn að hann hefir skrifað margar og merkilegav. bækur um ferðalög sín. Hitt vita aftur á móti færri, því miður, hvað það er sem dr. Vil- hjálmur hefir skrifað og hvað á daga hans hefir drifið. Stafar þetta af því að bækur hans hafa lítt verið þýddar á' íslenzka tungu og er það ekki vansalaust fyrir þjóðina. í fyrrasumar þegar dr. Vilhjálm- ur Stefánsson var hér á ferð, fékk Ársæll Árnason leyfi hans til að gefa út á íslenzku rit Vilhjálms og nú hefir Ársæll afráðið að láta verða úr útgáfunni. Ársæþ Árnason hefir tvo eigin- leika til að bera til þess að ætla megi að útgáfa þessi hepnist og verði okk. ur íslendingum til gagns og sóma. Ársæll hefir um langan aldur feng- ist við bókaútgáfu og veit því manna bezt hvernig bezt er að haga slíku. Við útgáfu rita dr. Vilhjálms ætlar hann að hafa þá aðferð, að gefa út ferðabækur dr. V. St. í heftum og kemur fyrsta heftið út i þessum mánuði. Heftin verða 5 arkir (80 bls.) og stærð og munu kosta 2.50 hvert hefti. Er það frekar ódýrt, eftir því sem gerist um íslenzkar bækur. Eins og kunnugt er hefir Ársæll mikinn áhuga fyrir Heimskautalönd- unum og kynt sér manna bezt allra rannsóknir á þeim. Má því vænta þess að hann sjái um að rétt sé með efni farið.—Mbl. 3. sept. Danskt blað eitt segir frá þvi, að danskar rjómakökur þyki afbragð. T. d. hafi Woodword aðmírállsfrú frá Amerku pantað 200 rjómakök- ur hjá brauðsölubúð einni, er hún var stödd í Kaupmannahöfn. Kök- urnar átti að senda með flugvél til Los Angeles á aðfangadagskvöld 24. desember 1937. Verðmœt bókagjöf Bókasafni Þjóðræknisfélags deild- arinnar “Frón” hefir verið afhent stór og verðmæt bókagjöf, sem Jón heitinn Halldórsson, er lengi átti heima að Sinclair, og síðar í Lang- ruth^ hafði ánafnað félaginu eftir sinn dag. Safn þetta er hátt á ann- að hundrað bóka. Ljóðabækur, skáldsögur, fræðibækur, o. s. frv. Mest eru þetta seinni tiðar bækur, en þó nokkrar, sem nú eru orðnar tiltölulega fágætar hér, svo sem kvæði Eggerts Ólafssonar, Jóns Þorlákssonar, 5 árg. af ársritinu Gestur Vestfirðingur o. fl. Það er órækur vottur um bókhneigð og fróðleiksfýsn íslenzkra alþýðumanna hve margir þeirra hafa viðað að sér íslenzkum bókum, þó búið hafi við lítil efni og haft nauman tíma til lesturs. Það er að vísu sorgarefni, ef bækurnar ekki ganga að erfðum og fylgja ættinni lið eftir lið, en engu síður er það lofsverð ræktar- semi( að geia eftir sinn dag, eða ráðstafa þeim, svo að þær verði ein- hverjum til gagns. Og enn er hér , fjöldi fólks, sem. ann ísl. bókum, qg , hefir yndi af lestri, þó það af eigin ramleik ekki geti aflað sér bóka. j Bókasöfnin eru eitt þýðingarmesta mál þjóðræknisstarfseminnar. Síð- ^ astliðinn vetur varð mér gengið inn ^ í skransölubúð eina hér i bænum, sá | eg þar einu horninu stóra hrúgu af gömlum útlendum bókum. Þær skiftu hundruðum. Eg skoðaði þess- ar bækur dálitið, en þær voru flestar á tungum, sem eg ekki skildi. Hjá mönnum eins og mér, sem aldir eru upp við lítinn bókakost, og þar sem litið var á þær fáu bækur, sem til voru, eins og dýrgripi eða jafhvel helgidóm, vekur það undarlegar til- finningar, að sjá bækur í stór hrúg- um, eins og útslitna skóræfla, ryk- ugar og vanhirtar. Mér kom í hug að eitthvað af þessum gömlu bók- um hefðu verið æfifélagar og vinir einhverra manna, sem nú væri látn- ir, eins og t. d. íslendinga 'sögur, rímur og passiusálmar o. fl. hafa verið íslendingum; — vinir, sem þessir menn vildu ekki við sig skilja, og fyltust óyndi ef þeir ekki vissu af þeim handhægri nálægð. Og eg vildi það ætti ekki fyrir neinni ís- lenzkri bók að liggja að komast á slíka staði. Um leið og eg þakka innilega fyrir þessa' rausnarlegu og verðmætu gjöf fyrir hönd “Fróns,” bæði hinum látna merkismanni og börnum hans þá vil eg óska þess að allir þeir, sem íslenzkar bækur eiga, vildu ráðstafa þeim á þann hátt, að þær mættu verða einhverjum til gagns, eftir það að þeir ekki hafa þeirra not sjálfir. Hjálmar Gíslason. vegna hafsins. Það hefir verið ráðgert, að Hall- dóra hafi sýningar víða innan Vatna bygðanna, en 14. október verður samkoma í Wynyard. Hefst hún klukkan 2 eftir hádegi, og er þá ætl- ast til að hún flytji fyrirlestur. Kl. 3-7 gefst mönnum kostur á að skoða sýninguna, en kl. 7 verða veitingar bornar á borð og er gert ráð fyrir, að þá skemti menn sér við söng og samtal. Inngangur að þessu öllu verður 25C. Þegar Islendingar taka sig upp alla leið frá íslandi og skreppa til | Ameríku, munu þeir ekki hafa meiri 1 áhuga á öðru en því að kynnast fólk- inu, hugsunarhætti þess og áhuga- rnálum. Sama á við um þá, sem taka á móti gestinum. Aðalatriðið verður ekki, hvað hann flytur eða hvað hann sýnir, heldur hitt, að fá enn einu sinni að taka í hendina á manni frá gamla landinu og spjalla við hann. Persónuleg viðkynning milli einstaklinganna verður drýgsti þátturinn í viðhaldi milli Islands og okkar. Það má því vænta þess að allir, karlar og jconur, sýni áhuga sinn, þegar HaJldóra Bjarnadóttir hefir sýningar og samkomur. Jakob Jónsson. Halldóra Bjarnadóttir í VatnabygÖum > Bréf hafa borist frá fröken Hall. dóru Bjarnadóttur þess efnis, að hún yrði væntanleg í Vatnabygðir kringum 10. þ. m. Eins og kunnugt er, hefir hún í hyggju að hafa sýn- ingu á íslenzkum heimilisiðnaði og flytja erindi um íslenzk efni. Má búast við því, að marga fýsi að kynnast Halldóru Bjarnadóttur. Hún er alþýðleg i allri framkomu og hefir mikinn áhuga á málum okk ar Vestur-íslendinga. Heima á Is- landi hefir henni orðið mikið á- gengt í því að skipuleggja starfsemi kvenfélaganna og er áhrifamaður í þeim félagsskap. Má búast við því að i framtíðinni, þegar hún kemur heim aftur, verði hún góður liðs- maður í hópi þeirra, sem af löngun og skilningi vinna að því að viðhalda bræðraþelinu milli landanna beggja Kveðja okkar til gömlu sambýlinganna í Winnipegosis —Þá er nú að hefja máls á því sem áður var frá horfið—. Svo komast menn oft að orði, einkum við kapítulaskifti í frásögnum sin- um. Eg ætla að kalla það.kapitula- skifti á lífsleið okkar konu minnar, þegar' við kvöddum ykkur gömlu og góðu nágrannana okkar að morgni miðvikudagsins 29. september s. 1., eftir nærfelt 38 ár, sem við höfðum átt samfylgd með ykkur í gegnum viðburðarrás liðins tíma. Árin þessi mörgu liðnu og horfnu bentu hugum okkar hjónanna í áttina til ykkar, sem stóðuð enn á gömlu vegamót- unum okkar í Winnipegosis, eftir að við höfðum snúið bakinu við ykkur og lagt i ferðareisuna til WSnnipeg, þar sem við höfðum ákvarðað að clta tímann; auðvitað um óákveð- nar stundir. Við létum úr höfn frá heitnili Ágústar Jónssonar og konu hans Ólafar Jónsdóttur, kl. 9 fyrir mið- dag. Bifreiðin hóf ferð sína á 45 mílna hraða á klukkustund og hélt þeim hraða án þess að mæðast eða svitna til kl. 6 e. m. að hún stanzaði við húsdyrnar hjá Sigríði dóttur okkar. Þessi burtfarardagur okkar frá Winnipegosis var fremur þung- brýnn, þykt loft, norðaustan gola, sól sást ekki; veðrið var hrátt og kalt. Eg sagði við meðreiðarfólkið, að eg ætlaði rétt svona að gamni mínu að skrifa á blað hjá mér hvað mörg- um bifreiðum við mættum á ferða- laginu frá Winnipegosis til Winni- peg. Mér virtist samt eins og sum- um, sem voru mér samskipa fyndist þetta óþarfa innfall og lýsa frekar stafkarlshugsun en þeirra hinna, sem fljúga fram hjá tímanum án þess að gæta nokkuð að því sem kvik- rnyndir daganna bera i fangi sínu. Eg fór nú að búa mig undir þenn- an þunga mótróður með því að byrja talnafræði mina á f jórum langstryk- um og einu á ská yfir hin fjögur, og nú var lika kominn tími til að CITY DAIRY’S NÝ RJÚMA POP FLASKA býður yður sparnað og öryggi Hinn fullkomni útbúnaður í hinu nýja húsrými tryggir yð- ur gæði og fullkomið öryggi. Til þess að fá Gity Dairy Products °g Purity Ice Cream skuluð þér kalla upp 87 647

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.