Lögberg - 14.10.1937, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.10.1937, Blaðsíða 2
2 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER, 1937 ) A vœngjum serafanna “ÁriS sem Ússía konungur andaÖ- ist, sá eg Drottinn sitjandi á háum og gnæfandi veldisstóli og slóði skikkju hans fylti helgidóminn. Um- hverfis hann stóðu serafar: hafÖi hver þeirra sex vængi: metS tveimur huldu þeir ásjónur sinar, meÖ tveim- ur huldu þeir fætur sina og meÖ tveimur flugu þeir. Og þeir kölluÖu hver til annars og sögöu : “Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn hersveitanna, öll jörðin er full af hans dýrð.” ViÖ raust þeirra er þeir kölluðu skulfu undirstöður þröskuldanna og húsiÖ varð fiílt af reyk. Þá sagði eg: “Vei mér, þaÖ er úti um mig! því að eg er maður, sem hefi óhreinar varir og bý meðal fólks, sem hefir óhreinar varir, því að augu mín hafa séð konunginn, Drottinn hersveitanna.” Einn seraf- anna flaug þá til min: hann hélt á glóandi steini, sem hann hafði tekið af altarinu með töng, og hann snart munn minn með steininum og sagði: “Sjá, þessi hefir snortið varir þin- ar: misgerð þín er burt tekin og friðþægt fyrir synd þína.” Þá heyrði eg raust Drot'tins; hann sagði: “Hvern skal eg senda? Hver vill vera erindreki vor?” Og eg sagði: “Hér er eg, send þú mig!”—Jesaja 6. 1-9. Ekki geri eg kröfu til þess að skilja til fulls það veglega erindi, sem hér er flutt; en svo mikið ski1 eg, að hér er hæfum rnanni sýnt inn í veldi heilagleikans, mikið hærra og dýpra en maður alment fær gripið. Ekki gæti íslenzk þjóð sagt það, að hún hefði verið afskift, er um það ræddi, að kalla menn til þess að bera boðskap Guðs um jörðina. Hlutfalslega við mannfjölda, hef- ir hún líklega eignast eins marga sonu og nokkur önnur þjóð, er af Guði sjálfum hafa verið kjörnir, það er, hæfileika sinna vegna, til þess að lyfta mönnunum upp úr soranum. Og framarlega í fyrstu röðinni verð- ur æfinlega Matthas Jochumson, eitt af hinum ódauðlegu skáldum þess- arar jarðar. En menn eru bara menn, hversu vel sem þeir eru gefnir og í skapi þeirra, atburðunum í lífi þeirra, framkvæmdum starfa þeira, felast ótal svipbrigði( sum vef skiljanleg, önnur erfiðari viðfangs. Þau, sem standa í það sem virðist vera andúð hvað við annað, verður mönnum starsýndast á og mann langar til að vita hvað veldur þeim — hvað veld- ur öllum svipbrigðunum í þeirri stóru mynd, sem maðurinn lætur eftir sig — slikur maður á þessari jörð. Þessi atriði vöktu fyrir mér, er feg las minningarnar eftir séra Matthías Jochumsson þar sem hann sjálfur undir endalok æfi sinnar, leitast við að gefa samvizkusamlega mynd af sjálfum sér, öllum heimi til athug- unar, ef vera vill. Einn þátturinn í sálarlífi hans olli mér sársauka, af því eg sá við lestur þessara rita, að hann sjálfur játar og gerir alla þá grein fyrir, sjálfsagt, sem honum er unt að hann hafi átt erfitt með að f vera allur þar sem hann neyddist þó til að vinna eiðinn að lífsstarfinu, heldur efaðist og átti I miklu stríði. Náttúrlega er mín eða nokkurs annars tilfinning með manninum sem líður, ekkert á móts við það, sem hann sjálfur líður í þessu sam- bandi, en það undraði mig mest og undrar enn, að hann skyldi helzt finna sálu sinni frið hjá Únítörum, því þeirra hugsjónir rista hvorki eins djúpt né hátt eins og þær, sem hann sjálfur átti. Ef til vill hefir hann fundið sinni umsvifamiklu sálu hvíld þar sem ekki var krafist eins mikils, en af því að eg sá viðurkenninguna hjá honum sjálfum, opinberlega, það var í fyrsta sinn, að eg hafði séð það, þá skrifaði eg fáeinar línur um það, þeirra spurn til annara út á við, þar á meðal þeirra, sem meira vita en eg, vitandi að ef eg segði eitthvað um hinn látna merkismann, sem of- sagt eða vansagt væri, þá átti hann börn á lifi og alla hina íslenzku þjóð til þess að gæta alls þess er þurfti í þvi sambandi. Atriðið í sjálfu sér er svo stórt, er um ræðir, maðurinn svo stór, að um það munaði feikn, á hvaða sveif hann lagðist, og þeir sem halda á lofti hinum lágfleygari hugsjónum, hafa gert svo mikið úr því að hann gaf sig að þeim. En islenzk þjóð drekkur af. Tvær manneskjur hafa gert at- hugasemdir við grein mína um þetta, að því er eg veit: Ragnheiður Kristjánsson, Wynyard og G. Á. Tek eg þann síðari fyrir að vera séra Guðmund Árnason únítaraprest. Ragnheiður Kristjánsson kemur með tvö erindi úr því fullfagra ljóði er séra Matthías orti til móður sinn- ar, svo segir hún okkur hvað móðir séra M. J. hét og bræður hans. Hvorutveggja er gott, en það setur ekki nafn móður hans í æfiminning- arnar. Grein G. Á. nefnist: “Matthías Jochumsson og Únitarar” og hefir að fororði: “Kerling mælti klökt með þel, kristinn mann þig varla tel.” Svo dálitla frásögn um það, að mjög svo prýðilegur, en ófermdur Englendingur hefði komið á heima- bæ hans á íslandi, er greinarhöf. var barn að aldri. Það, að maðurinn var ófermdur olli börnum og gamal- mennum á heimili þessu mikillar á- hyggju og gömul kona slær sér á lær með fyrirbæn. Söguna notar svo séra Guðmundur til þess að hlæja að mér fyrir þröngsýni og vitleysu. Ekki hefi eg neina óá- nægju út úr því, en þó þetta sé not- að sem rautt flagg framan i almenn- ing, til þess að sýna mönnum fram á, auk minnar heimsku, að ferming- in sé ekki mikið alvöruspursmál hjá Englendingum, þá get eg nú frætt háttvirtan höfund á því, að enn í dag getur enginn maður orðið gildur meðlimur ensku þjóðkirkjunnar, nema hann sé fermdur. Trúarjátn. Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflvjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- 0g verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG ingin er sú sama eins og hún var í lúterskri kirkju þegar við séra Guð- mundur Ámason vorum að alast upp. Flaggið og kirkjan standa saman og allar kirkjur í brezka veld- inu standa í því skjóli sem þetta tvent veitir. Trúfrelsið hjá Eng- lendingum liggur ekki í því að hafna kenningum kristinnar kirkju, heldur í þvi að vera eins sanngjarn í því máli og mögulegt er og halda aðeins í það, sem Guðs orð boðar. Ná- kvæmlega þetta sama, er það, sem öll önnur kristin lönd byggja á, bæði katólsk og mótmælenda, að því leyti að þau halda í trúarjátninguna og þá helgisiði, sem henni fylgja. Hvað bætt er við og hvernig farið er með, getur verið mál til mikillar um- ræðu, en svo mikið er vist að í öllum stórveldum, sem kristna menningu hafa, — stórveldum og smáveldum —er Jesús Kristur bæði konungur- inn og frelsarinn enn, nákvæmlega á sama hátt og hann hefir verið, í sál gömlu konúnnar á heimili G. Á., sem skelti á lærið og beiddi fyrir sér, þegar hún heyrði um ófermda Englendinginn. Þá er greinarhöf. það mikið hlát- ursefni, að eg minnist þess hve fólki hneit það við hjarta í mínu um- hverfi, að séra M. J. hneigðist að Únítörum, telst honum svo til að eigi hafi eg náð mér í 44 ár eða síðan, og hlægir hug hans mjög yfir því. Eg held að “hér komi fram þau réttu rök,” hinnar eldri og svo- nefndrar nýrri hugsunar kristinnar trúar og Únítarismans, í sínu insta eðli. Þeim hinum eldri verður orð- fall af harmi, er þeir heyra um ein- hvern, sem þeir meta mikils, að hann hefir lagt leiðir sínar annað, en á þeim kenningum sem þeir hafa fund- ■ ið lýsa sér og verma og géfa og við- halda öilum slínum lífskrafti um alla þeirra æfi. Únítarapresturinn tuttugustu ald- arinnar hefir bara háð og kulda til þess að bjóða þessu fólki, sé á það minst. Hvað sem skeði sögulega í þessu sambandi, hefir sú er þetta ritar aldrei séð neina yfirlýsingu af séra M. J. sjálfum gerða, um að það væri sat$, að hann hefði aðhylst Únítara, fyr en hún las æfiminningarnar, og eg tel í alla staði rétt að minnast á það þar sem það er nú notað, sem vopn til þess að afkristna þjóð mína með. Þá er broslegur læðingurinn i setningunni: “En fréttir hafa ef til! vill borist seint i sveitina, s’em Rann- veig var alin upp í, á þeim árum.” Það er nú öðru nær, séra Guðmund- ur. Hún situr við hafið, sveitin mín, og svifið er mikið þar um; hún vef- ur upp frafið og vönduð lín af voldugum hafsins grunn. Þaðan og úr héruðunum í kring, hafa komið svo stórir tíðindamenn, að séra Guð- mundur Árnason gæti ekki fryst þá í hel, né hlegið þá flata, þó hann beitti öllum sínum kulda og öllu sínu háði að þeim. “Vesalings heiðingjarnir; bágt eiga þeir!” Þessi setning er “gott innlegg” í það hvers smælingjarn- ir eiga að vænta úr únítariskri, kirkjulegri átt. “Og maður hélt að sumir fylgj- endur Kon-fu-tse og Buddha slög- uðu svona dálítið upp i suma; sem kallaðir eru kristnir.” Þetta er annað innlegg. Eg tek það svo að hér sé átt við Konfúsíus. Páll Mel- steð lét sér nægja að skrifa hann í svo íslenzkri heild að maður gæti lesið nafnið. En svo er það ekki stórt spursmál. Hitt er töluvert at- hugaverðara að greindur og vel að sér íslenzkur maður, prestur í við- bót, ber Konfúsíus og Buddha á borð fyrir menn til andlegrar neyslu. Það er ekki satt að siðgæði stígi eins hátt í huga heiðins manns að jafnaði, sem kristins, né eru mann- kostir nokkurs þess manns, eins vel fágaðir, sem ekki hefir kynst per- sónu mannkynsfrelsarans Jesú Krists, eins og hinna, sem hafa kynst honum, þrátt fyrir alt, sem öfugt er og sýnist vera í fari kristinna manna. Þeir sem eru að kenna Buddha, Konfúsíus eða aðra algerlega mann. lega leiðtoga, sem gildandi til fullr-1 NUGA-TONE ENDURNÝJAF. HEILSUNA NUGA-TONE styrkír hln einstöku liffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrök og stuðlar að almennri velllðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. ar frelsunar mannssálinni, þeir eru að fara með fals og tál, miklu verra en þó þeir ættu að fylgja mönnum yfir hættulegustu heiðarnar á fs- landi og fóru með þá af eina rétta veginum, sem liggur þar yfir og létu þá ganga fram af hömrum. Þá eru dylgjur höf. um það hve fljótvirkir þeir kristnu séu í útrým- ingu heiðingja, ef “þeir vilja ekki kristnast láta.” Maður skyldi ætla að höfundur vænti mig um að hafa verið framkvæmdarstjóri Musso- linis eða annara slíkra umsvifa- manna, hundur í Blálandi eða ann- arsstaðar, í úrslitahernaði. Sem eg iifandi! þar hefi eg aldrei komið nærri. En þegar rætt er um mann- vígin, heiðinna eða kristinna, þá get- um við fslendingarnir ekki sett upp þann helgihaldssvip, sem vera ætti, þvi vorir forfeður voru eins áfram um að vega menn, á meðan þeir höfðu vopnin, bæði í kristinni tíð og heiðinni, og nokkrir aðrir. í bók- mentunum sem við stærum okkur mest af, er víða tekið til orða á þessa leið: “Hjuggu menn nú á báðar hendur” og “Barðist bann nú dag allan, með báðar hendur blóðugar til axla.” Séra Matthías Jochumsson var kallaður fyrir Guðs náð, á serafa- vængjum, til þess að hefja mennina; til þess að brenna inn i sálir þeirra orðin: “Aldrei að víkja,” frá sann- leikanum, réttlætinu, kærleikanum. Smbr.: “Graf á skjöld þinn orðin: Aldrei víkja! Áfram beint í horfi réttu; mundu Guð þinn aldrei, aldrei svíkja; áfram svo að marki settu! Nei, stiltu þinn harm! Við hverju er hætt? Er Herrann ei sjálfur í stafni? Vér trúum á Guð! Ó, sofið sætt í signuðu frelsarans nafni.” Hvort sem það nú var fyrir með- j fætt baráttu- og mótþróaeðli íslend- ingsins, fyrir hvíldarþrá skáldsins, fyrir efanir er hann heyrði í æsku, eða hvað annað, að Matthías Joch- umsson aðhyltist neikvæðismeijn til- verunnar, á sínum erfiðisstundum, með köflum, þá er það í þessum tón að hann syngur sín mörgu, stóru og ólýsanfega fögru ljóð, sem hverju heimili væri aukin blessun að eiga og lesa. Úr heimi heilagleikans syngur hann þetta: “Frá því barnið biður fyrsta sinn, blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síðstu stund, svala ljóð þau hverri hjartans und.” Það eru Passíusálmar Hallgrims Péturssonar, sem hann talar hér um ; svo er ótal margt fleira. I þessum hugarheimi eigum vér að eiga Matthas Jochumsson, á vœngjum serafanna, kallaðan fyrir náð Guðs, því þar var allur hans aðall. Leslie, Sask., 4. okt. Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. ELLI Kemur ellin ilsku-flá, öllum hrelling vekur hjá; heldur velli hyrjan grá, ) hetjufn skellir foldu á. íklædd tötrum ellin grá, eg vil fjötrum kasta, því nú lötra yfir á árið sjötugasta. Jóhanna S. Thorwald. Öanur athugasemd Eftir Sigurð Baldvinsson. Það hefir aldrei verið vinsælt verk að skrifa ritdóma um bækur og blöð, menn og málefni, en í mínum augum er það alveg nauðsynlegt að leiðrétta missagnir og ranghermi, sem oft er í íslenzku blöðunum hér. En ekki er hægt að ætlast til að rit- stjórar blaðanna viti deili á öllu því sem blöðunum berst af fréttum og frásögnum, en taka það í blöðin “eins og það kemur af skepnunni,” og bera enga ábyrgð á því. I pmdæmi mínu kyntist eg nokkur ár fróðum og sannorðum og stál- minnugum manni, sem hét Vil- hjálmur Vilhjálmsson og var fædd- ur og uppalinn á Ljósalandi í VTopnafirði. Hann var alla sína æfi á þeim þremur bæjum, sem allir lágu sam- an, Ljósalandi, Strandhöfn og Við- vík, og aldrei ferðaðist hann út úr sveitinni, nema einstöku sinnum norður í Bakkafjörð í fjárleit á haustin, því hann átti margt fé og var með það í húsmensku á áður- nefndum bæjum og átti dálítið af peningum. Ógiftur var hann alla æfi og vildi ekki vera upp á aðra kominn. Þegar faðir minn bjó í Viðvík, var Vilhjálmur þar í húsmensku nokkur ár, 1886-1890, og lagði á borð með sér mjólk úr 12 ám, 200 pund rúgs; 100 pund bankabyggs, kjöt og slátur af 4 sauðum fullorðn- um; hann vann húsbónda sínum al- veg, en setti í kaup fóður á þessum 12 ásauðum, sem mjólkaðir voru. Kaffi og sykur þurfti hann ekki að leggja með sér, því hann bragðaði það aldrei né nokkurt áfengi, en tók ögn í nefið. Mér var sagt að hann hefði verið tímunum saman á Hofi í Vopnafirði að lesa árbækur og annála, kirkjubækur og árstíðaskrár, Konungsskuggsjá og Krukkspá, Biskupasögur og Þjóðsögur, Espó- líns árbækur og Aaldarminnin, að eg ekki nefni íslendingasögur og Norð- urlandasögur, sem hann kunni utan- bókar og sagði okkur oft heilar sög- ur á kvöldin i rökkrinu, nefnilega frá því klukkan var 4, að dimt varð í skammdegi og þar til að kveikt var; klukkan hálf sjö, og sest að tóvinnu. En stundum kvað hann rímnur, sem hann kunni utan að, og þótti mér það hressandi skemtun í samanburði við bænir og sálma þá, sem alt af var verið að troða í okkur á milli og við urðum að læra. En ekki var það alt viðfeldið, eins og versið það tarna í Passíusálmunum: Satan hefir enn sama lag, situr hann um mig nótt og dag; hann er i nánd, þó sjáist sizt, sérhvern dag er hans áhlaup vist. Svona sálmar gjörðu okkur myrk- fælin, því við héldum Kölski væri í hverju horni. Vilhjálmur var skrafhreyfinn og hafði yndi af að segja okkur skrítl- ur og viðburði, sérstaklega þeim, sem hlustuðu á hann með athygli; en sá var ljóður á hans ráði, að hann skrifaði aldrei upp neitt af sínum mikla fróðleik, svo mikið af honum fór í gröfina með honum er hann dó árið 1903. Það varð mitt hlutskifti að lesa bækur fyrir Vilhjálm meðan við vorum saman, því eg var orðinn læs fimm ára gamall; en þó eg hefði mesta ánægju af að lesa bækur, setti eg honum þá kosti, að hann segði mér sögu i staðinn á hverju kvöldi, og það gjörði hann með góðu. Svo Vilhjálmur á skilið að eg haldi orð- stýr hans á lofti. Systurbörn hans eru á lífi i Nýja Islandi og geta dæmt um, hvort eg segi rétt frá. Vilhjálmi þótti slæmt að Jón Árnason skyldi eigi leita eftir þjóð- sögum í Vopnafjörð, þegar hann gaf út hið stóra þjóðsafnasafn sitt; hann sagðist hefði einn getað gefið honum efni í þykkva bók; en það væri ekki ein einasta saga til í safn- inu úr Vopnafirði, nema þessar vís- ur og set eg þær hér að gamni mínu. Kom eg upp í Kvíslarskarð, kátleg stúlka fyrir mér varð; hún var fríð og fögur að sjá, fallega leizt mér hana á. Blátt var pils á baugalín^ blóðrauð líka svuntan fin; lyfrauð treyja, lindi grænn, líka skautafaldur vænn. Af henni hafði eg ekkert talr undir sat hún sínum sal; opið stóð þá bergið blátt, beint var það í hálfa gátt. Kópur aldrei kjafti hélt, kátlegt hafði urr og gelt; sauðirnir höfðu sig á stað, en seimaskorðan brosti að. Lagleg stúlkan leit þá við, lengur ekki hafði bið, inn i steininn arka vann, aftur luktist sjálfur hann. Úlfheiðarsteinninn. Eítt af því, sem Vilhjálmur sagðí mér var það, að í Hofskirkjugarðí væri æfagamall legsteinn með áletr- uninni: Úlfheiður Þorsteinsdóttir, sem hefði verið merkileg kona, sem hefði látið eftir sig spásögu, sem eg eigi set hér. Og nú er búið að flytja þennan legstein á Þjóðmenjasafnið, og sagt að hann hafi verið kominn út í tún, — fallega farið með menja- grip. En á legsteininum stendur þessi áletrun, segir frétt að heiman: “Anno 1569, laugardag fyrir hvítasunnu, kallaði Guð til sín í ríki sitt heiðurskvinnu Úlfheiði Þorsteinsdóttur.sé sál hennar náð- ugur.” Úlfheiður er þarna mynduð í steininn með litinn pípukraga um hálsinn, i víðu og síðu pilsi, hefir svæfil undir höfði og heldur saman höndum á brjösti, á steininum, er einnig engilmynd og stundaglas (þá voru eigi klukkur komnar á gang) og latínuorð sem þýða í dag mér, á morgun þér. En hver er þá þessi kona, sem stendur þarna í steini sem eins kon- ar vörður við dyr þjóðminjasafns- ins ? Kona þessi er áreiðanlega Úlf- heiður Þorsteinsdóttir sýslumanns í Ilafrafellstungu í Öxarfirði (dáin um 1555) Finnbogasonar Maríu lausa lögmanns í Ási í Öxarfirði, Jónssonar prests á Grenjaðarstað, Pálssonar prests á Eyðum í Fljóts- dalshéraði; sá Jón var bróðir Ingi- bjargar konu Lofts ríka. Móðir Úlf- heiðar, kona Þorsteins sýslumanns var Sesselja dóttir Torfa sýslumnns i Klofa í Rangárvallasýslu, Jóns- sonar sýslumanns í Klofa, Ólafsson- ar bónda í Reykjahlíð, Loftssonar ríka. Úlfheiður var gift Árna bónda á Bustarfelli, næsta bæ við Hof, Brandsonar prests á Hofi i Vopna- firðý þegar siðabót Lúters hófst !540. Móðir Sesselju var hin ágæta kona Helga Björnsdóttir Guðnason- ar í ögri, sem borgaði hið hæsta legkaup fyrir Torfa mann sinn lát- inn í Skálholti, sem nokkurntíma hefir verið borgað fyrir eitt lík á íslandi. Sonur Úlfheiðar sigldi til Dan- merkur og Þýzkalands, Eiríkur að nafni og hefir að líkindum látið gjöra legsteininn, og sent hann til Hofs á leiði móður sinnar, sem á- reiðanlega hefir þótt ein hin göf- ugasta kona þjóðarinnar. Tímatalið kemur þarna svo vel heim, faðir hennar deyr 1555, en Úlfheiður 1569, en þessarar Heljar- dalssögu í sambandi við Úlfheiði heyrði eg aldrei getið, og ekki er hún í þjóðsögum þeim, sem eg hefi séð. En hitt heyrði eg sagt, að í heiðni hefði eitt sinn gamalmenni og ó- magar verið reknir inn á Heljardal, og sagt að bjarga sér á fjallagrösum og silungi, og allir látist þar, enda verið hallæristíð, en í kristnum sið átti það sér aldrei stað. Ragnhildur dóttir Þorvarðar ríka Loftssonar frá Möðruvöllum giftist Bjarna sýslumanni á Eiðum í Fljótsdalshéraði; þeirra son var Er- lendur sýslumaður á Ketilsstöðum, faijir Bjarna sýslumanns á Ketils- stöðum; þetta var alt frændfólk Úlfheiðar Þorsteinsdóttur og varð mjög kynsælt á Austurlandi. Heimildir mínar hefi eg frá séra Einari á Hofi og Árbókum Jóns Espólíns.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.