Lögberg - 14.10.1937, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.10.1937, Blaðsíða 6
* LÖGKBIíUiGr, FIMTUDAÖINN 14. OKTÖBER, 1937 - ■■■■ .....................——---------- ■' -----------------------------— — ■' — Madame Thérése Hann tæmdi glasið í einum teig og lokaSi augunum um leiS til hálfs. “ÞaS gerSi dálít- inn mismun,” sagSi hann. Hjá kjötstykkinu, sem hann liafSi veriS aS hakka í sig, lá ein af góSu, fínu kökunum, sem Lisbeth hafSi lofaS mér. Þeir liöfSu mist þaS niSur þegar þeir voru aS ræna brauSinu. Foringinn skar af því stykki og rétti mér. “Gleyptu þetta frá mér,” sagSi hann djarflega, alt í einu, kátur og reyndi aS vera sem blíSastur. SíSan sneri hann sér í áttina til eldhússins og kallaSi: “Sergent Laf- leche! ’ ’ meS þrumandi rödd. Gamall gráskeggur, yfirskegg úfiS og þur eins og grannur fauskur sjálfur, en for- ingi, kom á þrepskjöldinn. “HvaS mörg eru brauSin!” “Foringi; fjörutíu,” svaraSi hinn. “Innan klukkustundar þurfum viS fimm- tíu; meS okkar tíu ofnum, fimm liundruS, — þrjú pund af brauSi á mann.” YfirmaSurinn fór aftur inn í eldhúsiS. Eg og frændi tókum vel eftir öllu, en hreyfSum okkur ekki. Foringinn sneri sér á ný aS kortinu, meS höfuSiS milli handa sér. ÞaS var aS daga úti, viS sáum skugga varS- mannsins þar sem liann gekk fyrir gluggann meS byssuna reidda um öxl. Þögn virtist falla um alt-. Margir lýSveldissinnar sváfu efalaust meS malpoka sinn undir höfSinu viS elda þá, sem þeir höfSu kveikt, aSrir inni í húsinu og húsunum. ViS heyrSum klukku- hengilinn tifa hægt og hægt, og dálítiS snark í eldinum inni í eldhúsinu. Þannig liSu nokkur augnablik þar til ægi- legur hávaSi heyrSist alt í einu á strætinu. Glerin brotnuSu hér og þar í gluggunum og dyr opnuSust meS brothljóSi; nágranni okk- ar, Joseph Spick, gistihúshaldari, kom inn og hrópaSi: “Hjálp, eldur, eldur!” En enginn hreyfSi sig í þorpinu. Allir virtust ánægSir meS aS vera heima hjá sér, rólegir. “Sergent Lafleohe,”sagSi yfirforinginn, ‘ ‘ farSu og gáSu aS hvaS um er aS vera. ’ ’ Hann fór og gáSi aS. Hann kom aftur eftir fáein augnablik. “HvaS er aS?” spurSi yfirforinginn. “ÞaS er vínsali meSal hinna stórættuSu, sem hefir neitaS aS selja madömu Thérése vín, sem hún beiddi um. Hún er lýSveldis- sinni,” sagSi hann alvarlegur. “Jæja,” sagSi yfirforinginn; “hver vill leiSa hann fyrir mig!” Undirforinginn fór. Tveimur mínútum seinna var gangurinn okkar troSfullur af fólki. Dyrnar opnuSust og Joseph Spick, í litla vestinu og víSu ullar- buxunum og meS hattinn böglaSann, kom á þrepskjöldinn, milli fjögurra lýSveidismanna, meS byssur á öxlum, gulir í framan eins og viss tegund af brauSi, meS útslitna hatta, bera olnboga, stórar bætur á buxunum á knjánum, útslitnum skóm festa meS spottum; en þrátt fyrir útganginn, stoltir og hnakkakertir eins og konungar. Joseph Spick, meS hendurnar í vestisvös- unum, boginn, meS flatt enni, og hangandi kinnar, gat varla lafaS uppi á sínum löngu leggjum. Hann horfSi til jarSar eins og hann væri yfirkominn/ Bak viS hann í skuggan- um sást kvenmannshöfuS. Konan var föl og mögur, en hún dró athygli mína aS sér undir eins. Hún hafSi hátt enni, nefiS beint og fallegt, hakan dálítiS löng og háriS svart meS bláum litblæ og féll í löngum lokkum niSur um kinnamar og>miklu lengra niSur, og var sumt af því lagt aftur fyrir eyrun og féll yfir klæSin aS baki. SvoleiSis andlit sér maSur sjaldan, og vegna þess aS maSur sá aSeins framan á, en ekki vangana, virti|t andlitiS langt mjög. Augun voru væn, stór og tinnu- svört. Hún hafSi flókahatt á höfSi og var hann einhvern veginn þrílitur og sást bráS- lega aS þaS var rautt, hvítt og blátt, sem voru litir franska flaggsins eftir 1789. Undir hattinum var bundinn klútur um höfuSiS. Eg hafSi ekki séS, í mínu nágrenni, nema ljós- hærSar konur og meS eins konar skollit, fram aS þessu augnabliki og fyltist eg því undrun og aSdáun, er eg sá þessa, meS tinnusvarta háriS. Já, þaS var eitthvaS einkennilegt hvaS eg varS hrifinn, eins ungur og eg var, og stóS og starSi sem negldur á sama staS, og frændi virtist ekki minna hrifinn en eg; og þegar hún kom inn og meS henni aSrar konur, fimm eSa sex, af lýSveldisflokknum og eins klædd- ar og Thérése, þá fórum viS frændi aS gefa henni auga, Jjessari einkennilegu konu, madömu Thérése, og litum ekki af henni meSan hún var inni. Strax er hún kom inn, sáum viS aS hún var í stórri blárri skykkju og var þrílitur kraginn, sem féll niSur um olnbogana, og á þessum þrefalda kraga hékk dálítiS ílát niSur fyrir olnboga. Um hálsinn hafSi hún trefil úr svörtu silki meS löngu kögri, líklega ráns- fengur úr stríSinu, sem virtist auka fegurS konunnar; höíuSiS svo eSlilega stoltlegt og svipurinn fyrirmannlegur og rólegur. Yfirforinginn • beiS þar til allir voru komnir inn, og virtist hafa augun á Jósep Spick mest, manninum, sem virtist vera nær dauSa en lífi. Hann ávarpaSi svo konuna, sem af tilviljun lyfti upp hattinum meS því aS hreyfa höfuSiS. “Jæja, Thérése,” sagSi hann; “hvaS kom fyrir?” “Þú skilur þaS, herra fóringi, aS eftir síSasta áfangann á hergöngunni, langaSi mig í vín, meira en vanalega. Bg var þyrst.” Hún sagSi þetta skírt og ákveSiS. ‘ ‘ Svo mér fanst þaS liggja fyrir fyrst, aS fá sér aS drekka, og þegar eg kom inn í þorpiS, fór eg og leitaSi í búSunum eftir því sem mig vant- aSi. Eg ætlaSi líka aS borga fyrir þaS, sem var sjálfsagt. Bn þessir náungar, vínsölu- mennirnir, földu þaS fyrir mér. Eftir hálf- tíma þóttist eg viss um aS þessi maSur, Josep Spick, væri vínsali; þaS sást á merkinu yfir dyrum hans. Undirforinginn Merlot, skot- maSurinn Cincinnatus og hljóSfæraleikarinn Horatius Cocles fóru meS, til aS hjálpa mér. ViS fórum inn og báSum um víniS, brennivíns- blöndu. ÞaS gerir minst til hversvegna viS báSum um þetta. En þessi keisara-snákur þóttist ekkert hafa. Hann þóttist ekki skilja hvaS viS værum aS biSja um. Hann fór svo aS leita í hornum hingaS og þangaS; þaS voru bara látalæti. Loksins fundum viS leiS inn í bygginguna, fórum: inn og fundum bak viS eldiviSarhlaSa aftan viS húsiS, einmitt þaS sem viS vorum eftir, brennivínsblöndu. ÞaS var í könnum og ýmsum öSrum ílátum, faliS þama bak viS bygginguna. BiS fyltum nú smákjagga og vatnsílát sem viS höfSum og fórum svo upp aftur. En þegar hann sá okkur koma aftur meS víniS, þessi maSur, sem hafSi þagaS meSan viS vorum niSri, fór liann nú aS hrópa eins og brjálaSur maSur og vildi ekki taka viS borguninni, bréfpening- um, heldur reif peningana sundur, réSist á mig og hristi mig af öllu afli. Cincinnatus lét þá byrSi sína á búSarborSiS og tók þennan fjandans Flandrara og kastaSi honum út um gluggann. Þá kom foringinn, sem þú sendir, Lafletche. Þetta er alt, yfirforingi. ” Þegar þessi kona var búin aS tala út, færSi hún sig aftur fyrir, en þá kom önnur lítil skrælnuS fram úr skugganum, mögur, óSsleg og hékk hatturinn á öSru eyranu á henni. Hún hafSi undir hendinni afarlanga könnu úr pjátri sem epli voru í, niSursoSiS mauk, og gekk hún fram á sviSiS. “ Yfirforingi; þaS sem madama Thérése hefir sagt þér, er hvorki meira né minna en þessi forsmán, aS þurfa aS mæta nefi til nefs þessum keisara-snákum, sem eru skertir allri sómatilfinningu og siSmenningu, og sem hugsa sér aS”------ “ÞaS er gott,” tók yfirforinginn fram í. “ VitnisburSur Thérése er mér nægilegur.” Hann ávarpaSi . nú Josep Spick, hnyklaSi býrnar og sagSi: “Er þaS virkilega svo, aS þú viljir láta skjóta þig? ÞaS er létt verk. Fyrirhöfnin er ekki önnur en sú, aS leiSa þig hérna út í garSinn. Veiztu ekki aS bréfpeningar lýS- veldissinna eru meira virSi en gull harSstjór- anna? Taktu nú eftir: I þetta sinn ætla eg aS vera vægur vegna fákænsku þinnar; en ef þaS kemur fyrir aftur aS þú felir nauSsynjar okkar og takir ekki gilda þá peninga sem viS bjóSum þér, þá læt eg skjóta þig hérna á torginu rétt í miSju þorpinu, svo aSrir viti á hverju þeir eiga von, ef þeir feta í þín fótspor. FarSu og hraSaSu þér, hálfvitinn þinn.” Hann sagSi þetta hátt og djarflega og sneri sér svp aS henni, sem hafSi séS um vín- föngin. “Þetta er nú alt klappaS og klárt; þú getur fylt öll þín ílát, án þess aS nokkur sýni þér mótþróa. Og þiS hinar megiS fara. ” Allir fóru út, Thérése fyrst, Joseph síS- ast. BlóSiS virtist nálega þornaS í æSum hans. Hann fann til þess hvaS hann hafSi komist nauSuglega undan. MeSan á þessu stóS, hafSi dagur færst yfir alt. Yfirforinginn stóS'upp, lagSi saman kortiS góSa og stakk því í vasa sinn. SíSan gekk hann út aS glugga og horfSi yfir þorpiS. Frændi og eg horfSum út um hinn gluggann. Klukkan gat veriS fimm árdegis, eSa eitthvaS nærri því. III. Altaf man eg eftir þessu stræti, þar sem menn sváfu, sumir endilangir og réttu frá sér hendur og fætur, aSrir í hnipri meS malpok- ann undir höfðinu og þögnin mikla ríkti, fyr- irboSi ægilegra atburSa. Eg sé enn í hugan- um forugu fæturna, sem ódauninn lagSi af, og rifnu fötin, ung andlit, brún af sólbruna, líka gömul andlit, kinnar magrar, augun lok- uS, stóra hatta, forugar axlir og axlaskrautiS rifiS og skitiS, klumpslega skó, ullarábreiSur, bryddar rauSu, allar götóttar, gráar skikkjur og svo stráiS um alt í forinni. Þessir menn sváfu vært eftir hina löngu og ströngu göngu. Þögnin var svo algerS og svefninn svo þung- ur, aS helzt virtist sem mennirnir væru dánir. Og yfir var himininn heiSur og blár; en aS morgninum Vvar dagsbirtan fremur dauf, og sólin fremur föl, reis hægt og hægt á loft í mistrinu, og litlu húsin meS sínum breiSu þökum, gráleitu, virtust horfa gegnum sína svörtu glugga og lengra burtu hinum megin í þorpinu sáust Altenberg og Rélpockel sinn hvoru megin viS þorpiS, þó út viS sjóndeild- arhringinn, grænir hálsar bakviS og hæSir með eikartrjám og síðustu stjömurnar tindr- uðu yfir. Bg var ungur þá, en minningin um þessa sýn máist aldrei úr huga mér. Eftir því sem birti meira og meira, fór að lifna á strætunum, mannamyndirnar lifn- uðu viS. Einn maður leit upp og reis á oln- boga og horfði í kring. Síðan geispaði hann og lagðist niður aftur. Næst reis upp gamall hermaður alt í einu, hristi stráið af fötum sínum, lét á sig hattinn og hristi og braut saman ábreiðu drusluna. Annar vafði aS sér kápu sinni og spenti á sig malpokann. Enn annar fór niður í vasa sinn og dróg upp pípustúf og slóg henni viS svo úr hrundi ask- an. Þeir, sem fyrst vöknuðu færðu sig nær hver öðrum og töluðu saman; aSrir komu lengra aS og heyrðist skrjáfiS og fótatakið glögt, því frost var á. Eldar voru kveiktir hér og þar á strætinu, þeir höfðu alstaðar dáið út meðan menn sváfu. Rétt á móti húsinu okkar var gosbrunn- ur á smáu torgi. Nokkrir lýSveldissinnar stóðu þar við, höfðu opnaS kranana og voru að þvo sér. ASrir voru aS reyna að drekka, settu varirnar fyrir bununa, hlæjandi, þó kalt væri, og voru kátir mjög. Næst opnuSust húsin eitt eftir annað og hermenn komu út. Þeir hölluðu hötjum sín- um til hliðar, til þess að komast liðlega út. Nálega allir þeirra höfðu kveikt í pípum sín- um áður en þeir fóru út. Til hægri handar frá hlöðunni okkar, aft- an við gistihús Spicks, var vagn vínumsjón- arkonunnar Thérése þakinn afarmikilli voS. Vagninn var eins og tveir handvagnar hefðu veriS settir hver viS hliðina á öðrum; lágu því tvö sköftin niSur. Gat því hestur eða múl- dýr gengiS fyrir og dregið vínföngin. Múl- dýr lágu aftan við þennan tvöfalda vagn og var kastaS yfir það grófgerðri ábreiðu, sem var með rauðum og bláum rúðum. Þetta virt- ist gamalt teppi. Fyrir dýrinu lá allstór heytugga, sem það var að jóðla á með hálf- lokuðum augum og virtist þungt hugsandi. Vínvörðurinn sjálfur sat við glugga í húsi rétt á móti okkur og var aS bæta buxur. Af og til hallaði hún sér út í gluggann og gaf vínbyrgðunum auga, og líka einum, sem enn svaf. Trumbuslagarinn Horatius Cocles, Cin- cinnatus og Merlot og sjá fjórði, einhver hár maður, kátur mjög, þunnur og skorpinn, sátu klofvega á strábindum og voru aS bursta hina löngu fléttu, sem hékk frá hnakkanum niður á milli herðanna á öllum, aS kínverskum sið, sjáanlega; og heyrðist marriS í burstunum í höndum þeirra. Horatius Cocles var leiS- toginn á meðal þeirra og fór að syngja fjör- ugt lag, sem félagar hans tóku undir. Nærri þeim, upp viS tvo stofna, svaf lítill trumbuslagari, svo sem tólf ára gamall. Hann var alveg hvítur á hár einsl og eg, og tók eg því sérstaklega eftir honum. Það var hann, sem Thérése var að líta eftir annað slagið, og buxurnr eflaust hans, sem hún var að staga í. Hann hafði lítið nef, rauðleitt, hátt. Munn- urinn var hálf-opinn. Hann hafði bakið við tvo litla vínkjagga og handlegginn utan um peningakassann. Taumunum og svipu hafði hann gengið frá í ólum, sem voru girtar utan um. A fótum hans, sem voru þaktir smáu strái, lá stór, hvítur hundur, allur forugur, sem virtist vera að verma drenginn. Mjög oft leit hundurinn kringum sig eins og hann vildi segja: “Ég hefði gaman af að ferðast um þorpiÖ og skygnast inn í eldhúsin.” En litli drengurinn hreyfðist ekki. Hann svaf vært. Og þegar hundar geltu ekki alllangt frá, þá geispaði þessi stóri hundur. Hann hefði viljað komast í hópinn. Bráðlega komu tveir undirforingjar út úr húsi skamt frá. Það voru tveir háir og grannir, ungir menn, löðrandi í strái, sem þeir höfðu legið í. Þegar þeir fóru framhjá húsi okkar, þá kallaði yfirforinginn til þeirra: ‘ ‘ Duchene! Richer! ’ ’ “Góðan daginn, foringi!” sögðu þeir og sneru sér við. “ Eru deildirnar komnar á flakk ? ’ ’ “ Já, foringi.” “Br nokkuð nýtt að frétta!” “Nei, ekki neitt, foringi.” “Innan hálftíma leggjum við af stað. SegSu þeim að blása til hergöngu, Richer. Komdu inn, Duehene.” Annar foringinn kom inn, en hinn fór inn í laufskálann eða eitthvert byrgi af þeirri teg- und og talaði nokkur orð við Horatius Cocles. Bg starði á nýja manninn, sem hafði komið inn um leið og hinn fór af stað. Yfirforing- inn lét sækja flösku af brennivíni. Þeir fóru að drekka saman, en þá heyrÖist hávaði úti. ÞaS var heróp og annað sem af því leiddi. Eg hljóp til að sjá hvað um væri aS vera. Hora- tius Cocles stóð frammi fyrir fimm trumbu- slögurum, liélt í hægri hendi á sprota og sagði þeim fyrir um hvernig ætti að blása, berja og þeyta lúðrana. Og strax þegar verkfærin voru komnar í sínar stellingar, hélt hann á- fram að slá taktinn. LýÖveldissinnar komu frá öllum strætum, úr öllum áttum; þeir mynduðu tvær raðir framan viS gosbrunninn og foringjarnir byrjuðu á nafnakalli. Frændi og eg undruðumst stjórn þá og reglusemi, sem virtist ríkja meðal þessara manna úr öllum áttum. Þegar nöfn þeirra voru kölluð eða númer, svöruðu þeir svo fljótt, steinþögðu, stóðu grafkyrrir, og þetta gekk svo fljótt og liðugt, að svo var að heyra í fjarlægð, sem hljóðið bærist um allar rað- irnar í einu frá enda til enda, á sama augna- blikinu. Þeir höfðu tekið byssur sínar aftur og axlað þær, eða létu þær hvíla á jörðinni. Þegar nafnakallið var um garð gengiS, varð þögn mikil. Margir menn úr báðum deildunum tóku sig út úr undan leiðsögn deildarstjórans og fóru að leita að brauði. Thérése sem vínumsjónarkona fór að láta múldýrið fyrir vagninn. Eftir nokkrar mín- útur komu brauðsendimennirnir aftur með brauð í mörgum körfum. Og svo var farið að útbýta brauðinu. Þessir lýðveldissinnar höfðu búið sér til og borðað súpu, þegar þeir komu í þorpið, svo þeir girtu nú á sig mal- pokana með brauðinu og yfirmenn hrópuðu: “Afram, fram!” glaðlega. “Leggjum af stað.” Yfirforinginn kastaði yfirhöfninni yfir öxl sér, án þess að segja þegar hann kom: “GóSan morgun” eða “GóSa nótt,” þegar hann fór. Við héldum að við myndum losna við þessa menn um alla ókomna tíð. Á augnablikinu þegar þessir menn með yfirforingjum voru að leggja af stað, kom borgmeistarinn til okkar og bað frænda að koma til sín heim, ^trax, því þessir lýðveldis- sinnar hefðu haft þau áhrif á konu sína, að hún væri orðin veik. Þeir lögðu af stað báðir. Lisbeth var nú þegar búin að laga stólana og sópa húsið. ViS heyrÖum foringjana hrópa: “Af stað! HaldiS áfram!” Lúðurinn gall og sá sem keyrði múldýrið kallaði: “Haltu áfram!” Og herdeildin lagði af stað út á veginn. En þá heyrðust hvellir og' smellir miklir, stundum margir saman, stundum einn og .einn, í út- jaðri þorpsins. ÞaS voru byssuskot, sem heyrðust þannig, stundum mörg í einu, stund- um eitt og eitt. LýSveldissinnar voru að koma inn í þorpið, eða það virtist svo. “StanziS þið!” sagði yfirforinginn, og ‘ hlustaði þar sem liann stóð og lagði við eyrað. Eg hafði troðið mér út í gluggann og horfði. Eg sá mennina standa þarna hlustandi, og foringjana utan við raðimar, þar sem þeir stóðu kringum yfirforingjann og töluðu í á- kafa. Alt í einu fór einn hermaður spöl eftir strætinu með byssuna á öxlinni. Hann kom hlaupandi til baka. “ Yfirforingi, ” sagði hann, áður en hann kom til foringjans, “alt er í uppnámi; her- mennimir frá Croatíu em að koma; vörður- inn fremsti er farinn.” Varla hafði foringinn heyrt fréttirnar, þegar hann sneri við og hljóp eins liart og hann gat og hrópaði: “MyndiS þið ferhyrn- ing!” Yfirmenn allir, lúðurþeytarar og vín- verðir stönzuðu og hopuðu nærri gosbrunn- inum. Á sama tíma mynduðu þessar tvær herdeildir ferhyrning, þ^nnig aÖ þær fóru eins og hver yfir annars og annars spor, eins og spil sem stokkuS eru, og á tæpri mínútu var þarna ferhyrningur, raðirnar þrefaldur manngarður, og aðrir þar innan í, og rétt í sama augnabliki heyrðist ægilegur hávaði á strætinu. Croatar voru að koma. Jörðin skalf. Eg sé þá enn í huganum, þar sem þeir skiftu sér inn á strætin, og hinar síðu skikkj- ur þeirra kembdust aftur af þeim í golunni, eins og svo margir flaggdúkar, svo sem fimm- tíu flögg, fagurrauÖ, og svo beygðir niður fram á við með sverðin á lofti fyrir sér, að maður sá naumlega framan í þessi beinóttu og brúnu andlit, með hinum síðu, gulu yfir- skeggjum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.