Lögberg - 14.10.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.10.1937, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUÐAGINN 14. OKTÓiBER, 1937 3 Frá Edmonton (5. október, 1937) TíðarfariÖ hér hefir verið hið bezta það sem af er af haustinu. Hér er alauð jörð, þó snjóað hafi alt í kring. Samt er víst ekki langt þess að bíða, að veturinn setjist hér í garð. Alment hafa bændur lokið við að þreskja, og eru nú í óða/önn að plægja akra sína áður en jörð frýs. Nýlega var 'hér á ferðinni íslenzki flugmaðurinn Konráð Jóhannesson frá Winnipeg. Kom hann hingað í flugvél sinni; var í erindagjörðum fyrir félag það, sem hann starfar fyrir. Eins og getið hefir verið í blöðum, þá lézt hér á einu sjúkrahúsi borg- arinnar, 18. september, Mrs. Thóra Jóhannson, 48 ára; varð krabbamein henni að bana. Lætur hún eftir eig. inmann sinn, Mr. J. T. Jóhannson, og tvo syni og eina dóttur. Var Mrs. Jóhannson hin mesta myndar- kona og vellátin; tók mikinn og góð- an þátt í félagslífi hér i borginni og ávann sér mikið álit og kom það bezt í ljós í því hvað útför hennar var fjölmenn og vegleg. Dýrir blóm- sveigar komu frá hinum mörgu vin- um hennar og ýmsum félögum bæði fjær og nær svo kistan var þakin í blómsveigum. Samkvæmt ósk hennar sjálfrar var líkið brent. Hér "er engin bálstofa, svo það var farið Ineð líkið til Vancouver, því hvergi nær var bálstofa. Sökum þess að Mr. Jóhannson veiktist sama dag- inn og útförin var haldin hér og var fluttur á sjúkrahús, þá tók Mr. G. Gottfred að sér að fara með líkið til Vancouver, og sjá um athöfnina þar. Seinustu fréttir frá sjúkrahúsinu segja að Mr. Johannson sé nú á góðum batavegi. Hér lézt líka í byrjun september aldraður maður, Jörundur Eyford, úr krabbameini. Á stríðsárunum gekk hann í herinn og var i skot- gröfunum á Frakklandi; skaðaðist hann af eiturgasi þeirra þýzku, svo hann var heilsulaus maður uppfrá því. Var líkið flutt til Athabasca og grafið þar í grafreit við hlið konu hans, sem dáin er fyrir mörg- um árum. Hér gjörði mænuveikin “Polio” vart við sig, svo öllum skólum borg- arinnar var lokað um tíma; var það gjört til þess að varna því að þessi veiki næði til að útbreiðast á meðal 17 þúsund skólabarna, sem sóttu skólana á þeim tima. Nú er álitið að ekki sé Iengur nein hætta á út- breiðslu veikinnar og allir skólar hafa verið opnaðir aftur. Fyrir nokkrum árum voru hér 3 ís. lenzkir kennarar; sem kendu á skól- um hér i borginni. Nú er aðeins ein íslenzk stúlka, sem stundar hér skólakenslu, Miss Margrét Jónasson. Hér er samt ein önnur íslenzk stúlka, sem stundar skólakenslu, Miss Guðrún Anderson og kennir hún í vetur í Daysland, Alberta. Miss Anderson útskrifaðist frá rikisháskólanum í Alberta 1936 og fékk mentastigið B.A., svo bætti hún við sig einu ári við School of Edu- cation, til að búa sig sem bezt undir kennarastöðuna. Systir Guðrúnar, Miss Kristín Anderson, útskrifaðist sem hjúkrunarkona við Royal Alex. spítalann hér í borginni í sumar og starfar nú í þjónustu spítalans. Þess- ar systur eru dætur þeirra Mr. og Mrs. Anderson hér í Edmonton. Mr. Björn Blöndal, sem um nokk- ur ár hefir verið Assistant Sales Manager hjá Swift’s Packing Co. hér í Edmonton, hefir verið settur Production Manager, við stofnun félagsins hér í Edmonton. Er þessi staða miklu viðfangsmeiri og á- byrgðarfyllri en sú staða sem Mr. Blöndal hafði áður. Það slys vildi til hér nýlega, að Mrs. A. V. H. Baldwin var á gangi, til að ná i strætisvagn, varð fóta- skortur og datt svo illa, að lærlegg- urinn brotnaði. Hún var flutt á sjúkrahús og er búist við, að hún muni þurfa að verá þar í eina þrjá mánuði. Alt bendir nú til þess, að Social Credit skútan sé nú loksins strönd- uð fyrir fult og alt. Alt sem stjórn- in hefir gjört í þessi tvö ár, sem hún hefir setið hér við völdin, er dæmt ólögmætt. Nú situr hér þriðja aukaþingið á þessu ári, sem Aber- hart forsætisráðherra kallaði saman til þess að samþykkja að nýju þau lög? sem Ottawa-stjórnin nýlega úr- skurðaði að kæmi í bága við grund- vallarlög Canada. Hvaða gagn stjórnin sá í þessu tiltæki, er vist fáum ljóst. Það virðist helst vera ráðaleysis fálm, aðeins til að koma fólki til að halda að þeir séu eitt- hvað að gjöra. S. Gudmundson. Mannfagnaður Þann 17. sept. safnaðist allstór fólkshópur saman á heimili hjónanna Bjarna bónda Marteinssonar og Helgu Guðmundsdóttur Martin, konu hans, að Hofi í Breiðuvík. Gestirrrfr voru fjöldi af meðlimum Breiðuvíkursafnaðar, ásamt dætrum hjónanna tveimur er í nágrenninu búa, yngri Marteinssons hjónunum á Hofi, með ástvinum sem viðstadd- ir gátu verið. Tilefni heimsóknar- innar af hálfu safnaðarfólks og vina Var að samfagna með eldri hjónun- um og sifjaliði þeirra yfir endur- fenginni heilsu Bjarna Marteinsson- ar, sem síðari hluta undangengins vetrar og lengi sumars, varð að dvelja á sjúkrahúsi. Samsætið hófst með því að allir sungu “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Bauð sóknarprestur fólk því næst velkom- ið og mælti þakklætisorðum til Bjarna bónda og konu hans fyrir trygð þeirra við málefni kirkjunn- ar og störf þeirra'í þjónustu safn- aðarins, hefir sú þjónusta varað milli 40—50 ár. Sérílagi þakkaði liann óþrotlegan áhuga hans við upp- fræðslu ungmenna undir fermingu og störf hans í uppfræðslu barna á sunnudagaskóla bæði í Breiðuvíkur- söfnuði fyr og síðar, en einnig er hann á yngri árum sínum starfaði í Bræðrasöfnuði í Riverton. Gat hann þess að Bjarni hefði jafnan verið .málsvari málefnis kirkjunnar heima fyrir, en einnig út á við. Þakkaði hann einnig fyrir safnaðar- ins hönd þá alúð, er Bjarni hefði sýnt í því að rita sögu safnaðarins frá fyrstu tíð, til þessa dags. Einnig flutti hann hjónunum innileg árnað- arorð og kærleikskveðju frá bænda. öldungnum Baldvini Jónssyni á Kirkjubæ og frá ekkjufrú Valgerði Sigurðsson í Riverton. Eftir að viðstaddir höfðu . sungið íslenzka söngva, tók Gísli kaupmaður Sig- mundsson, núverandi forseti safnað- arins til máls og ávarpaði þau hjón hlýjum og viðeigandi orðum, talaði hann aðallega um Mr. Marteinsson sem forseta og forstöðumann Breiðuvíkursafnaðar. Talaði hann af fjöri og fyndni samhliða alvöru, er engum gat dulist, og sagðist mæta vel. Að lokum afhenti hann Bjarna bónda ágætan stól, gjöf frá Breiðu- vikursöfnuði, er hann taldi lítið ytra merki þess kærleika og þakklætis, er ríkti í hugum fólksins — safnaðar- fólks og allra annara, er í umhverf- inu dveldu. Bað hann að taka vilj- ann fyrir verkið. Eftir að söngvar höfðu á ný verið sungnir, tók Mrs. Stefana Stefánsson i Ásgarði til máls og ávarpaði hún Helgu hús- freyju fyrir hönd kvenfélagsins í Breiðuvik og þakkaði henni dygð og störf i þarfir þess bæði fyr og síðar. Á það mintist hún í ávarpi sínu, að sökum þess að þær félagssystur væru fáliðaðar, fyndu þær til þess og kynnu því betur að meta störf hverrar félagssystur út af fyrir sig. Að ræðu sinni endaðri afhenti Stefanía gjöf til Mrs. Marteinsson frá kvenfélaginu, með hlýjum og vel völdum orðum. Síðar í samsætinu ávörpuðu bæði eldri hjónin á Hofi gesti sína fögr- um og vel völdum orðum. Naut fólk sín svo við ágætar veitingar, samtal og söngva, unz tími var til kominn að slíta skemtistundinni og halda heimleiðis. Miss Guðrún Finnsson spilaði fyrir söngnum. N. Ólafsson. BEDS Her: “I don’t know whether to buy a brass or mahogany bed.” Salesman: “Lady, you can’t go wrong on a brass bed.” She took a mahogany one. Daglegt líf í Madrid Hinn 17, júlt í fyrra, hófst hin blóðuga borgarastyrjöld á Spáni og síðan hefir verið barist lát- laust að kalla um höfuðborg lamdsins en hún er enn á valdi stjórnarhersins, þó að stjórnin sé fyrir l'óngu flutt þaðan og fjöldi fólks hafi flúið borgina. En hvernig er þá urnhorfs í þessari urnsetnu borg og hvern- ig er daglegt líf fólksins þar? Frá því segir nokkuð í eftirfar- andi grein. Fallbyssudrunurnar hafa vakið Spán af svefni. Þjóðin hefir vanist af venjulegum hugmyndum sínum um hús og heimili, og það er eins og það lifi á ferðalagi. Flóttafólk og burtflutningur fólks úr heilum hér- uðum, er ytra tákn þess, sem er að gerast. Nýja ástandið sézt ekki eins vel i fólkshafinu í Valencia eins og við vígstöðvarnar. Þar skýtur nýmæl- um í daglegu lífi upp eins og gor- kúlum, þar eru skýjakljúfar af nýju skipulagi, og þar finst ekkert sem heitir “lyftan er i ólagi.” Helmingur Madrid-búa er fluttur búferlum. Önnur kvíslin til útlanda og hin til hinna yfirgefnu húsa ríku mannanna. En leigubústaðirnir eru líka fullir. Hvernig stendur á því, eftir að svo mörg þúsund manns hafa verið flutt á burt? 1 sprengju- étnu götunum blakta friðarfánar nærbrókanna og hnjáskjólanna á stöngunum, sól Spánar er ein uin að þvo þau, eftir að sápan er orðin sjaldfengnari en dýrustu málverk. Nú ráða nefndir fyrir stóru leigu- bústöðunum, sem eigi alls fyrir löngu voru einstakra manna eign. Hvert hús hefir svo að segja sína eigin stjórn, skipaða þeim leigjend- um sem lengst hafa átt heima i hús- inu. —Nefndaroddviti okkar er Eng- lendingur, segir lagleg spönsk hús- móðir við mig. — Hann hefir átt heima uppyfir okkur í fimtán ár. Einstaklega geðfeldur maður, og svo er hann svo greindur! Aðdáun á öllu því, sem kemur frá útlöndum! Henni hefir ekki farið aftur enn, þó að Spánn sé orðinn sæmilega alþjóðlegur vettvangur. Húsaleigan hefir verið lækkuð um helming. — Herbergin okkar sex, með baðklefa og eldhúsi kostuðu 150 peseta fyrir striðið. Nú kosta þau 75. En hver veit . . . Vinkona mín yptir öxlum og hnyklar brúnirnar, með svip sem allir þekkja sem hafa verið í París eða Spáni. . . hver veit hvort hún verður ekki hækkuð aftur eftir ófriðarlokin. Þetta er svo ó- dýrt, að það getur varla haldist! Hún hefir víst rétt að mæla. Þessi lækkun er vist til þess gerð að láta taka eftir sér. En hyggileg auglýsing er það, betri en útvarp og stór spjold! Á sviði sem allir taka eftir, sýnir stjórnin: Sjáið þið! Þetta getum við gert og gerum fyrir ykkur! Gömlu húseigendurnir létu venju- lega ráðsmenn sjá um húseignirnar. Þessir menn — “þeir eru fátækir eins og við sjálf” — hafa verið látn- ir gegna þessum störfum áfram. Þeir taka við húsaleigunni og af- henda hana yfirvöldunum. Það er líka hægt að búa ókeypis í Madrid. Nefnilega ef maður sezt að í húsi riks manns, sem flúið hef- ir úr borginni. Þarna eru skrautleg- ar hallir eins og í draumi inni í vel- hirtum aldingörðum, í borðsalnum hanga málverk af fyrri,eigendum, riddarabúningar standa meðfram ganginum, þarna er dýrt bókasafn, borðsilfur og húsgögn úr innfeldum viði. En innanum alt þetta er mis- litur hópur af blaðamöruium, her- mönnum og allskonar fjölskyldum, sem sjóða mat og þvo gólfin. Okkur fanst þessi tilvera unaðs- leg — öllum þeim, sem hafa vanist því að hugsa sér eignina sem líf- rænt fyrirbrigði: sem friðhelga. Að það séu mennirnir einir, sem séu þess verðir að teljast sem eitthvað æðra frá þessari trúarskoðun tutt- ugustu aldarinnar eru tilfinningar okkar þegar vaxnar. En maður átt- ar sig ekki enn á hinni siðferðis- legu verðrýringu eignarinnar. I broddahverfi borgarinnar lifir maður tiltölulega óhultur. Hingað til hefir verið minna skotið á það en verkamannahverfin. Það er eins og óvinurinn viti ekki, að nú er bærinn allur samur og jafn og að það stend- ur alveg á sama hvar miðað er á hann. Nýju búendurnir í fína húsinu hafa skift með sér verkum. Tveir eða þrír sjá um að þrífa húsið, og ef eldhúsið er aðeins eitt, matbýr hver fjölskylda fyrir sig á vissum tíma dagsins. I>að er máske þessvegna, að það er þefur af lélegri matarolíu í Madrid allan daginn — viður- styggileg lykt, alveg eiris og vegg- irnir væru smitaðir. Dyravörðurinn í greifahúsinu hefir einnig fengið að halda stöðu sinni. Hann var heldrimanna þjónn —ojæja! En nú situr við stýrið stjórtó, sem hefir það markmið, að stýra vel og viturlega. Vintri helm- ‘ ingur Spánar, vinstriflokkur verald- arinnar, stýrir í dag trúarbragðaarfi Gyðinga og kristinna. Erlendis hef- ir verið sagt frá því, að fólk í Madrid hafi svelt. Það er ekki alls- endis rétt. Hitt er réttara, að vistirnar hafi verið lélegar og ýihis- legt hefir vantað, sem heilsunni er nauðsynlegt. Og ýmsar f jölskyldur urðu að eta kaldan mat einungis, í vetur, vegna þess að kol voru ekki til. Ennþá er höggið brenni á göt- unum í Madrid. Heimilisfaðirinn situr við rennusteininn og sveiflar öxinni, klýfur gaumgæfilega grein eftir grein, en bak við hann sézt veggur stórbygginganna, sumstaðar rifinn í brúnina af sprengjum — þetta er mynd, sem er því líkust sem hún væri klipt úr kvikmynd H. G. Wells. Hnignun bæjanna, hægt aft- urhvarf íbúanna til frumþjóðastigs- ins — er það þegar farið að byrja? I fimm mánuði fékst hvorki kjöt eða fiskur. En nú er þetta farið að skána. Lögreglumaðurinn, sem stjórnar matvælasölunni, ræður því hvernig matseðillinn lítur út. Allir magar í Madrid fá nákvæmlega það sama. Hver um sig fær 200 gr. af brauði á dag en 75 gr. af kjöti ti- unda hvern dag. Ennfremur fær húsmóðirin sykur, mjólk, grænmeti og feiti út á kortið sitt. En ávexti fær maður keypta án þess að hafa kort. Það bjargar útlendingunum. Annars er orðtak þeirra þetta: Við fáum mat í Floridahótelinu en megrun í Gran Via. Bæði gistihúsin eru dýr, slæm og lífsháttuleg, því að þau eru í miðbiki borgarinnar. Sprengjurnar detta svo að segja ofan í súpu diskana. I fyrradag var enn einu sinni skothríð í tvo tíma. Kona í and- dyri gistihússins var rifin í tætlur. En þetta styrkir matarlystina. “Cartillan” svonefnda gildir í eitt ár, en maður f^er nýja seðla út á hana á hverjum mánuði. Madrid er skift í átta hverfi og hefir hvert sína kortaúthlutunarnefnd: þannig held- ur húsmóðirin þann 1. hvers mánað. ar til þess að fá kortin, og fær hún 1 kort fyrir hvern mann, sem hún hefir i heimili. Og svo er um að gera, að koma á ákveðnum tíma inn í hverja verzlun fyrir sig. Þar ræð- ur hermenskuleg stundvísi. “Hvað á maður að segja? 1 Madrid erum við öll hermenn,” seg- ir húsmóðirin. “En getið þér fengið meira, ef þér segið að þér hafið fimm manns í heimili en ekki fjóra?” Hún brosir aðeins. “Kortið er há- tíðlega vottfest af þremur vitnum. Auk mannsins mins eru það for- maður húsnefndarinnar og svo dyra- vörðuripn sem votta á það.” Nágrannarnir eru mjög rnikils- verðar persónur. Hvernig stendur á þvi, að svo margir búa áfram í gömlum húsum, þegar þeir geta fengið að búa i húsum ríku mann- anna fyrir ekki neitt ? “Hérna þekkja nágrannarnir okkur, svo að hér höfum við ekkert að óttast.” Hvað er nú orðið eftir í þessum grimma og harða bæ, af sólglaðri Business and Professional Cards | PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœíSingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusfmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 i Dr. S. J. Johannesson ViStalstfmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Sfmi 30 877 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurSlækningar og almennar lœkningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Slmi 22 775 A BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöincrur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfræöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Akjósanlegur gististaöur Fyrir Islendingal Vingjarnleg aSbúS. Sanngjarnt verS. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sfmi 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægi. PHONE 94 221 ♦ A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aS sér aS ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgS og bif- reiSa ábyrgSir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraS samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimaa. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur < mAöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; meS baSklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlSir 40c—60c Free Parking for Guests suðrænu ? — Alt í kring eru víg- stöðvarnar og járnbrautir óvinanna. Það kostar mikið erfiði að halda uppi aðflutningum til borgarinnar og það eru aðeins flutningabílar, sem hægt er að nota til þess, þvi að jámbrautirnar eru á valdi óvinanna. Þjóðvegurinn er eina æðin, sem veit- ir blóði að hjarta Spánar.----- Fyrir stríðið vann verkamaðurinn fyrir 5—6 pesetum á dag. Nú vinnur hann fyrir tíu, nákvæmlega jafnmiklu og hermaðurinn í skot- gröfinni. í verksmiðjunum í Mradrid er enginn sunnudagur á sama hátt og styrjöldin viðurkennir engan sunnu- dag. Þar sem áður voru smiðuð húsgögn eru nú framleidd hergögn. Það tók ekki langan tima í fyrstu að prófa sig fram viðvíkjandi breyt- ingunum. í stjórnarbyltingu koma lög þau, sem lífið lýtur, fljótar fram en ellegar. Fyrst kemur hugurinn og svo höndin. Þar sem verkamenn höfðu stjórnina fyrst, eru nú komnir verkfróðir menn, sem voru kvaddir til þess úr hernum. Verzlunarlífinu i Madrid stjórnar líka einn foringi í hverri verzlun. Hann hefir verið kosinn af starfs- fólkinu, og stundum hélt gamli verzlunarstjórinn áfram, ef fólkið kunni vel við hann. Hann 'varð hæst setti samverkamaðurinn. Það er selt mikið af gömlum vör- um i Madrid. í búðargluggunum eru skómir frá i fyrra og verðið á þeim er hátt. Nýjar vörur fá verzl- animar ekki. Að vísu eru allskon- ar vörur framleiddar í Kataloníu eins og áður, en hver verðu til þess að flytja vörurnar til Madrid? Það er nauðsynlegra að flytja kartöflur þangað. “Já, við erum hætt að fylgja tizk- unni,” segir ung Madridar-stúlka með hægð. “Það er ekki einu sinni hægt að ná i sæmilega saumastúlku. Þær eru allar að sauma á hermenn- ina.” Saumakonunni verður drýgra úr því, sem ríkið borgar henni, en því sem hún hafði áður á snöpum. Tíu pesetarnir hennar — sömu launin sem í verksmiðjunni og í hemum — lyfta henni upp í millistéttina og hún borðar í Floridahótelinu á kvöldin með hermönnum og blaða- mönnum. En sumir eiga síður láni að fagna. Hér hefir myndast nýr öreigaflokk- ur: lágf lokkur þvottakvennanna. Þær höfðu margar blómlega atvinnu áður, en nú flækjast þær milli húsa til þess að sópa og þvo tröppur. Þær fá ekki nema hálfan'þriðja peseta á dag. “Ekki getið þér lifað á því?” “Nei, nei, en sem betur fer átti eg svolítið til,” svarar hún rauna- lega. Og eftir dálitla stund bætir hún við og réttir úr sér: “Eg vinn heldur ekki vegna kaupsins. En eg er and-fasisti. Eg vinn fyrir mál- efnið.” Málefnið — la cosa — er andar- dráttur, sem setur.svip á borgarlífið. Holurnar í götunum og sundur skotnu húsin eru aðeins umgerð. En það er leikritið sjálft, sem einhverju varðar, og leikurinn heldur áfram. Það er aðeins komið rram í annan þátt. “Það þarf meira hugrekki til þess Frah. á bls. 7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.