Lögberg - 21.10.1937, Blaðsíða 1
50. ARGAJt'íGUB
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1937
Frá Islandi
, Byrjað á byggingu
skólasels Mentaskólans
Eitt mesta áhugamál allra Menta-
skólanemenda, rektors og kennara er
aÖ koma sem fyrst upp hinu fyrir-
hugaða skólaseli Mentaskólans aÖ
Reykjakoti í Ölfusi.
Pálmi Hannesson rektor Menta-
skólans fékk hugmyndina aÖ koma
upp skólaseli áriS 193°- SíÖan lá
málið niÖri í 3 ár, eða þangaÖ til
1933 aÖ byrjað var fyrir alvöru aÖ
safna peningum til aÖ koma skóla-
selinu upp. Margar teikningar og
fyrirætlanir hafa verið gerÖar i sam-
handi viÖ hiÖ fyrirhugaða skólasel,
og er nú svo komið, aÖ undirbúning-
ur er hafinn undir bygginguna.
Pálmi Hannesson skýrði blaða-
mönnum frá því í gær hvernig skóla-
selsmálinu væri nú komiÖ.
Búið er aÖ gariga frá teikningum
og öllu fyrirkomulagi. SíÖastliðna
viku hafa uni 30 skólapiltar unnið
daglega aÖ undirbúningi byggingar-
innar og er nú byrjað aÖ steypa
grunninn.
SkólaseliS verður tvilyft, bygt úr
timbri. Á neðri hæð verður stórt
anddyri (hall), sem er 5.50x6.10
metrar að stærð. Anddyri þetta má
nota sem setustofu. Einnig er á
þessari hæÖ stór salur, óýáxii metr-
ar aÖ stærÖ. VerÖur það borðsalur
og auk þess svefnskáli, þegar fleiri
dvelja í selinu en geta rúmast í
svefnherbergjunum, sem eru uppi.
Loks verÖur á neðri hæðinni kenslu-
stofa, snyrtiklefar, eldhús og búr.
Svefnherbergjunum uppi verður
komið þannig fyrir, að þau verða
sitt hvorum megin við langan gang.
ÖÖrum megin svefnherbergi kvenna
og hinutn megin pilta. Fjögur rúm-
stæði verða í hverju herbergi, en
þau eru alls 11, auk tveggja her-
bergja með tveimur rúmum hvort.
Selið verður reist i túninu á Reyk-
jakoti í Ölfusi og er vegalengdin
þangað frá Suðurlandsbrautinni 3
kílómetrar. Rétt viÖ selið er stór
hver, sem notaður verður sem hita-
gjafi hússins.
Ekki er hægt að segja með fullri
vissu hvenær selið verður fullreist,
en unnið verður að því í haust, sagði
Pálmi Hiaainessonj, aÖ gera H|úsið
fokhelt og að leiða í það hitaleiðslur.
Skólapiltar munu leggja fram eins
mikla sjálfboðavinnu við byggingu
skólaselsins og hægt er.
Um tilgang skólaselsins sagði
rektor:
Á Norðurlöndum og í Englandi
hafa víða verið reist skólasel og hafa
þau gefist mjög vel. Nemendur
dvelja í skólaseljunum vissan tíma
vor og haust. Nemendur, sem dvelja
í skólaseljum, stunda íþróttir, venju-
lega algenga vinnu og nám. Eg hefi
kynt mér verkefni og unnin verk
nemenda úr skólaseljum í Danmörku
og það er alveg ótrúlegt hverju nem-
endur í þeirn hafa afkastað. Reykja-
kot er svo vel í sveit sett, að nóg
verður af verkefnum fyrir nemend-
ur.
—Og hvað er svo að segja um
kostnaðarhliðina? spyr eg rektor að
lokurii.
—Ja, þeirri spurningu er erfið-
ast að svara, segir Pálmi Hannes-
son. Við eigum í sjóði um 20 þús-
und krónur. Peningar þessir eru
*■ mest alt frjáls framlög einstaklinga
og stofnana, að undanskildum rúm-
lega 3,000 krónurn, sem nemendurn-
ir öfluðu með hlutaveltu.
Kostnaður við skólaselið er óætl.
aður 35—40 þús. krónur. Það er
von mín að vinir Mentaskólans, eldri
nemendur, eða aðstandendur nem-
enda, vilji styrkja skólann til þess
að koma selinu upp.
T. d. gáfu stúdentar, sem áttu 25
ára stúdentsafmæli 1936, 1000 krón-
ur tl skólaselsins.
Lítill vafi er á því að margir gaml-
ir nemendur Mentaskólans munu
hugsa hlýtt til skólans og vilja verða
honum að einhverju liði eftir efnum
og ástæðum, eins og rektor mintist á.
Eg þekki t. d. nemendur úr einum
bekk, sem ávalt hafa haldið kunn-
ingsskapnum og komið saman einu
sinni eða oftar árlega. Þessi bekk-
ur mun hafa í hyggju að minnast
skólans með því að leggja eitthvað
lítilsháttar af mörkum til skólasels-
ins — ef til vill eru fleiri gam'lir
bekkir til sem gætu hugsað sér slíkt,
það væri vel til fallið.—Mbl. 26 sept.
# # #
Alþingi kvaf t saman
9. október
Alþingi hefir verið kvatt saman
laugardaginn 9. október næstkom-
andi.
Ástæðan til þess, að þingmenn
stjórnarflokkanna eru kvaddir hing.
að áður en þing kemur saman, ertsú,
að sögn stjórnarblaðanna, að hefja'
á nú samningaumleitanir um fram-
haldandi stjórnarsamvinnu. Hug-
myndin er að láta stjórnarflokkana
vera búna að ganga frá samningum
þegar þing kemur saman.
—Morgunbl. 22. sept.
# * *
Pestarvarnirnar hafa bilað
á ýmsum stöðum
Fjallskil eru nú komin svo langt,
að menn fara að geta gert sér grein
fyrir því hvernig tekist hefir að
sporna við útbreiðslu mæðiveikinn-
ar. Hefir það þegar komið i ljós,
sem við var að búast, að varnirnar
hafa ekki reynst alstaðar eins traust-
ar og ráð var fyrir gert í upphafi.
En þess er að gæta, að sumstaðar,
þar sem veikin kemur upp í haust,
stafar það af því, að f járrekstrar og
f járflutningar hafa átt sér stað í
fyrrahaust, áður en menn voru
farnir að átta sig á því, hvílíkur
vágestur hér var á ferðinni, sem
hafa haft áhrif á útbreiðslu veik-
innar.
Eins og kurinugt er, hefir sauð-
fjárvörður verið á Kili í sumar, til
þess að sporna við því, að fé úr
sýktum sveitum Húnavatnssýslu
kæmi saman við fé úr Árnessýslu.
Varðmenn hafa verið við Seyðisá
á norðanverðum Kili frá því í júní.
Reyndist sú varðstaða erfið frá
öndverðu. Fyrst voru þar 7 menn.
Síðar var þeim f jölgað. Og girðing
var þar sett upp varðmönnum til
Iéttis, er fram á sumarið kom. Þok-
ur voru mikfar þar efra í sumar, og
ásókn fjár til samgangs mikil. Þó
höfðu menn von um, að tekist hefði
vörðurinn fyrir vasklega framgöngu
varðmanna. En þegar rekið var
saman á Kili um síðustu helgi og
réttað í Gránunesi, kom það í ljós,
að 20 húnverskar kindur voru í safn.
inu.
Kindur þessar voru reknar norð-
ur. En nú var eftir að vita hvað
ætti að gera við það annað fé, sem
var í Gránunesrétt. Því var ákveð-
ið að ganga úr skugga um hvort
nokkur af þessum 20 kindum að
norðan væri með veikina. Þeim
var slátrað á Kúlurétt. Kom i ljós
að ein þeirra var sýkt. Þá var á-
kveðið að alt fé sunnanmanna, sem
var í Gránunesréttarsafninu, skyldi
leitt til slátrunar. Það verður rek-
ið hingað, án þess að það hafi sam-
gang við annað fé. Á þann hátt má
vænta þess að þessi samgangur norð-
an- og sunnanfjár á Kili komi ekki
að sök.
Ein mesta spurningin eftir sum-
arið er það, hvort tekist hefir að
takmarka veikina við Blönd-u eða
ekki. í vor var veikin á nokkrum
bæjum í Refasveit og á Skagaströnd.
En alt fé af þeim bæjum var flutt
þaðan í vor, í þeirri von, að Blanda
kynni að geta orðið austurtakmörk
veikinnar á Norðurlandi.
Vindhæli á Skagaströnd var meðal
hinna sýktu bæja á Skagaströnd. I
Landsendarétt kom fram kind úr
Vindhæli, sem var greinilega með
mæðiveiki. I þessari rétt var á ann-
að hundrað fjár úr Skagafjarðar-
sýslu. Var ákveðið að taka alt hið
skgfirzka fé, reka það til Sauðár-
króks til slátrunar, án þess það
kæmi saman við nokkurt fé í þeirri
sýslu. En eftir er að vita hvað líð-
ur útbreiðslu veikinnar á Skaga-
strönd. Ef hún nær að útbreiðast
þar, er hætt við að erfiðlega gangi
að varna útbreiðslu veikinnar á aust-
anverðum Skaganum.
í dag fá menn fyrst vitneskju um
það hvernig tekist hefir að hefta
samgang f jár yfir Blöndu, m. a. eftir
því hvort nokkurt fé kemur fram i
Stafrétt úr sveitum vestan árinnar.
I Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaða
hreppi kom fram kind með greini-
legri mæðiveiki. Kindin var frá
flítárnesi. Varnargirðingin er um
landareign Hítarness. Verður gerð
nákvæm rannsókn á því hvernig
þessi kind hefir getað smitast og
hvort líkindi eru til þess að hún hafi
smitað út frá sér.
Girðing var sett upp i vor milli
Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar,
sem kunnugt er, með tilliti til þess,
að von var talin á þvi, að takast
mætti að verja mikinn hluta Dala-
sýslu.
í Gillastaðarrétt í Laxárdal komu
fram nokkrar sýktar kindur af
svæðinu norðan þessarar girðingar.
llændur i Hvammssveit ákváðu, er
þetta kom í ljós, að taka ekkert af
fé sínu sem kom í rétt þessa heim
til sín, en reka það alt beint til slátr-
unar í Búðardal, í þeirri von, að
með því móti mætti verja Hvamms-
sveitina.
En þrír bæir í Laxárdal norðan
girðingarinnar eru nú taldir sýktir.
Áður hefir verið skýrt frá því hér
í blaðinu, að veikin er komin upp á
tveim bæjum norðan við girðinguna
milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar ■&
Krossárbakka og í Þrúðardal.
I Krossárbakkafé hefir ekki enn
komið fram nema ein sjúk kind. En
fé frá Þrúðardal hefir fundist dautt
í haga og fárveikt.
Gerð verður gangskör að því að
rannsaka alt slaturfé i næstu sveit-
um þar vestra og ef til kemur, tak-
marka útbreiðslu veikinnar við linu
milli Steingrímsf jarðar og Þorska-
f jarðarbotns.
Búast má við, að áður en fjalls-
leitum lýkur komi fram fleiri vanda-
mál í sóttvörnum þessum. En eitt
er þegar sýnt, að bændur á jarðar-
svæðunum eru nú viðbúnir til þess
að viðhafa alla þá athugun og var-
færni sem þetta mikla vandræðamál
á skilið. Þvi það verður aldrei hægt
að stemma stigu fyrir þessari pest,
nema allir hlutaðeigendur séu sam-
taka á því máli.—Mbl. 24. sept.
ÞINGKOSNINGAR A
RÚSSLANDI
Meðal stórtíðinda í Iheimspólitík-
inni má telja hinar fyrirhuguðu
kosningar til hins lýðræðislega
þjóðþings á Rússlandi, er fara fram
þ. 12. des. n.k., samkvæmt hinni
nýju stjórnarskrá, er samþykt var
síðastliðinn vetur, fyrir öll ríki
Soviet sambandsins. Um hundrað
miljónir manna og kvenna hafa at-
kvæðisrétt, sem nú gefst tækifæri
til að kjósa erindreka á hið nýja
lýðræðis löggjafarþing þjóðarinnar.
Sagt er að Joseph Stalin, aðal-
skrifari kommúnistaflokksins, og all-
ir núverandi deildarstjórar (Com-
missars) muni bjóða sig fram sem
fulltrúa í þessu æðsta Svoiet ríkja-
sambandi.
WALTER j. LINDAL, k.c.
sá, er endurkosinn var i einu hljóði
forseti Liberal samtakanna í Mani-
toba á fimtudaginn var, ásamt með-
nefndrmönnum sinum öllurn.
Þingið verður ein málstofa, þar
sem allir hinir þjóðkjörnu þjngmenn
eiga sæti, og svarar þvi til “The
House of Commons” i sambands-
þingi voru. Þingmenn þessarar
deildar verða 569. Einn þingmaður
verður kosinn fyrir hverja 300,000
kjósendur. Kosningarnar verða
leynilegar, eins og hér hjá oss.
Þá verður og önnur málstofa, sem
sé Soviet 'hinna ýjnsu þjóðerna
(þjóðflokka), til hennar verður
kosið samkvæmt landskipulegrar af-
stöðu hinna óháðu lýðræðisríkja og
héraða; þar verða 574 fulltrúar.
Báðar. deildir þingsins. hafa jöfn
völd, þvi beinn meirihluti atkvæða
sker úr málum, jafnt í báðum deild-
um þingsins. Kjörtímabil þingmanna
er 4 ár.
Samkvæmt hinni nýju stjórnar-
skrá og hinum nýlega staðfestu
kosningalögum, er öllum körlum og
konum 18 ára og eldri, heimilt að
greiða atkvæði sitt við allar ’Soviet
kosningar til þessa æðsta Soviets
ríkjasambands, nema þeir, sem
hafa verið sviftir kosningarrétti
fyrir glæpi eða eru vitskertir.
Þetta þing ákvarðar og ræður
fram úr öllum sameiginlegum málum
rikjasambandsins, á sama hátt og
þing annara lýðræðislanda.
G.
Fágæt sýning
f sumar var sýning haldin í
Moskva i Söguminjasafni ríkisins,
og vakti hún mikla athygli. Sýn-
ingargripirnir voru messuklæði forn
og nýleg, svo og altarisklæði og ann-
ar dýrindis vefnaður, sem verið
hafði í eigu rússnesku kirkjunnar
öldum saman. Hefir ráðstjórnin
rússneska nú slegið eign sinni á þetta
alt.
Hinn dýri silkivefnaður, sem
þarna gat að lita, var kominn að úr
öllum löndum og öllum áttum, og
sumt var svo gamalt, að það hafði
borst kirkjunni þegar er landið tók
kristinn sið, en það var á tíundu öld.
En svo vel höfðu þjónar kirkjunnar
varðveitt hin dýrmætu og fíngerðu
efni, að margir af mununum voru
sem nýir og litir allir skýrir og
hreinir."
Elsti sýningargripurinn var gull-
ofið klæði persneskt, frá áttundu
öld. Er það veggrefill, 6 fet á lengd
og 4 á breidd. Og þó að undarlegt
kunni að virðast, þá var það rangan
á þessum dýrgrip, sem var til sýnis,
því að á “réttunni” hafði verið
saumað i silkið fjögur hundruð ár-
um eftir að það var komið í eign
kirkjunnar. Rússneska kirkjan hef-
ir frá upphafi flutt inn og safnað
að sér dýrindis helgimyndum og list.
vefnaði allskonar, bæði frá Áustur-
og Vesturálfu. En á tólftu öld þótti
vefnaðurinn á hinu persneska
skrautklæði ekki allskostar samboð-
inn heilagri kirkju og var þá það
ráð tekið, að láta sauma á “réttuna”
kristilegar myndir, sem hæfa þóttu.
Á siðari öldum hafa klerkar rúss-
nesku kirkjunnar ekki verið eins
vandfýsnir og fyrrum, og efnið í
sumum messuskrúðunum er óviðeig-
andi. Hafði t. d. gullofið frakk-
neskt silki, sem í voru dregnar létt-
úðugar myndir af ástguðinum, verið
notað í veglega kórkápu. Og hlutar
úr kínverskum kápum — sem eru
embættistákn — hafðir til þess að
breiða yfir kaleikinn á altarinu.
A sýningunni var safnað á einn
stað vefnaði, sem aflað hafði verið
á þúsund árum'. — Þarna voru hin
fegurstu flauel, silki og glitvefnaður
frá Persíu, Kína, Tyrklandi, Spáni,
ítalíu, Frakklandi og Rússlandi.
Einn " af sýnignargripunum var
spænsk skikkja, forkunnar fögur.
Var hún úr flaueli, en ísaumuð með
smáhlekkjum úr gullvír, svo þétt, að
hún var áttatíu pund að þyngd. Alls-
konar útsaumaðir munir pr líni eru
og i eigu Söguminjasafnsins, en
sýningarherbergin voru ekki nógu
stór til þess að hægt væri að hafa
þá til sýnis þannig, að þeir nyti sín.
Þarna mátti og Líta prestaskrúða,
sem Pétur mikli Rús'sakeisari hafði
á sínum tíma iátið vefa í Moskva.
Og með þeim voru til sýnis allskonar
bændabúningar úr Asíulöndum
Rússa. Auk þeirra voru sýndir
munir gerðir af ánauðugu fólki fyrri
tíma og á meðal þeirra voru bæði
útsaumaðir gripir og dýrustu knippl-
ingar.
J’jónar kirkjunnar höfðu ekki ein-
ungis varðveitt vel hin dýru silki.
Þeir höfðu lika skrásett sögu hvers
hlutar um sig. Á síðari árum hefir
þetta alt verið skrásett á ný og við-
gerð farið fram á öllu eftir þörfum.
Sýningin stóð yfir í 2 mánuði að-
eins, en undirbúningurinn hafði
staðið í 2 ár. Er það von manna,
að takast megi að finna stað fyrir
dýrgripi þessa, þar sem hafa megi
þá til sýnis að staðaldri.—Vísir.
IIERTOGINN AF WINDSOR
Lundúnablaðið “Daily Mirro^”
flutti þau tíðindi þann 18. þ. m., að
vist væri að hertoginn af Windsor
hefði flogið frá París þann 7. þ. m.
til fundar við móður sína. Fundum
þeirra hafði borið saman við Sussex
flugstöðina á Englandi, en þangað
hafði ekkjudrotningin ferðast í lukt-
um bíl í félagi við jarlinn af Athlone
og frú hans.
DR. TOLMIE LATINN
Þann 13. þessa mánaðar lézt að
heimili sínu i Cloverdale, B. C., Hon.
S. F. Tolmie, fyrrum forsætisráð-
herra British Columbia fylkis, og
landbúnaðarráðherra í ráðuneyti
þeirra Sir Roberts Borden og Rt.
Hon. Arthurs Meighen. Dr. Tolmie
stundaði lengi vel dýralækningar, og
var snemma viðriðinn búpenings-
rækt. Dr. Tolmie var fæddur árið
1867 1 British Columbia, og var því
f jögra ára er það fylki gekk í fylkja-
sambandið canadiska.
Kveðja til kunningja látins
Lífs þá brestur fúin fest,
fer af versta skrafið;
gæðin beztu gaf þér flest
Guð fyrir vestan hafið.
Harmar mengi horskan ver,
hér er á enginn ljóður;
hafði lengi lifað hér
líkt og drengur góður.
Hinsta er Elís enduð braut,
upp þá élið birti,
flestum hels er falin þraut;
farðu vel í móðurskaut.
J. G. G.
NtJMER 42
Or borg og bygð
Mrs. Áslaug Ólafsson er nýfarin
vestur til Vancouver, þar sem hún
hygst að dvelja i vetur. Utanáskrift
hennar er c-o Mrs. Bert Moore,
782—Ó3nd Ave. West Vancouver.
Dr. Tweed verður i Arborg á
fimtudaginn þann 28. þ. m.
Oscar Frederick Pearson og Hilda
Lieperb voru gefin saman í hjóna-
band 14. þ. m. Brúðhjónin eru bæði
héðan úr bænum. Athöfnin fór
fram að 774 Victor St. Séra Björn
B. Jónsson gifti.
Farin til Islands
Eins og skýrt var frá i síðasta
tölublaði Lögbergs, þá lagði Mrs.
Margrét Ágústa, kona séra Guðm.
P. Johnson af stað til íslands siðastl.
miðvikudagskvöld, ásamt Dóru dótt-
ur þeirra hjóna, sem nú er 9 ára
að aldri.
Mrs. Johnson hefir dvalið hér í
álfu alt að 11 árum, kom hingað til
Winnipeg ásamt manni sínum árið
1926, frá Noregi, en frá íslandi fóru
þau þann 6. nóvember 1924 og
dvöldu i Noregi um 18 tnánaða tíma,
eru þvi tæp þrettán ár sem Mrs.
Johnson hefir verið burtu frá föð-
urlandi sínu; hún á móður á lífi,
Halldóru Ólafsdóttur á Akranesi, á-
samt mörgum nánum skyldmennum.
Mrs. Johnson héfir áunnið sér
hylli hins islenzka fólks hér í álfu,
þó sérstaklega í þeim kvenfélögum,
er hún hefir tilheyrt, bæði að Lund-
ar, Man. og Foam Lake, Sask., þar
sem hún var meðlimur kvenfélags-
ins “Sólskin”, og forseti þess fé-
lags á tímabili, þar sem maður henn-
ar, séra Guðmundur, þjónaði Foam
Lake söfnuði í þrjú ár, og eftir að
hann lagði niður prestskap þar
vestur frá og flutti til Winnipeg,
gekk hún í kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar, og hefir tilheyrt því siðan,
einnig var hún vel starfandi með-
limur i Goodtemplarastúkunni Skuld
í Winnipeg.
Mrs. Johnson er skynsöm kona
og vel máli farin, enda naut hún
góðrar alþýðumentunar í æsku; hún
er fósturd^ttir þeirra merku hjóna
Erlindar Jónassonar og konu hans
Guðbjargar, sem lengi bjuggu að
óðali sínu Svarfhóli í Svínadal í
Borgarfirði, en eru nú bæði dáin.
Bæði safnaðar og Goodtemplara
konur héldu Mrs. Johnson ánægju-
legt samsæti sunnudagskvöldið 10.
þ. m., eftir messu, í fundarsal Fyrstu
lútersku kirkju, og tóku þátt í sam-
sætinu yfir 100 konur. Henni fylgja
því áreiðanlega heilla- og blessunar-
óskir allra starfssystra, vina og
kunningja í áminstum bygðum og
bæ. Kunnugur.
. Mr. John Valdimarsson frá Lang-
ruth, var staddur í borginni á mið-
vikudaginn.
Mr. og Mrs. Sveinn Geirhólm frá
Gimli, voru stödd í borginni á mið-
vikudagsmorgunirin.
Lengi á klafa
Kýrnar fundu fyrst í gær
fóðurpund í haga.
Inni bundið eg lief þær
í tvö hundruð daga.
Finnbogi Hjáhnarsson.
Vorvísur.
Vor að tækjum varma bjó,
vetur á hækjum burt sig dró.
Fluttu æki af ís og snjó
ár og lækir fram í sjó.
Bláan heiðir himininn,
hárið greiðir fífillinn.
Sólin leiðir út og inn
afl, sem deyðir veturinn.
Finnbogi Hjáhnarsson.
\