Lögberg - 21.10.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.10.1937, Blaðsíða 3
LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1937 3 Hinar dularfullu óbygðir Sumri er tekið að halla. Skin þess og skúrir lifa nú brátt aðeins í end- urminningunni, unz þaS hverfur ak veg í haf gleynrskunnar með öllum sinum björtu og dimmu dögum. Haustið er aftur að færast inn á sviðið. Haustið, sem við kvíðum og hlökkum til í senn. Skuggar næturinn verða alt af lengri og lengri. Þessir “skugga- sveinar” hins íslenzka skammdegis leita bygða, er haustar að. Þeir steypa sér yfir hin dreifðu býli og umlykja alt og alla. í skuggum kvöldsins dvelur hug- ur bóndans hjá hinum lagðsíðu sauð- um í frelsi öræfanna. Sveinninn ungi lætur hugann leiða sig inn í æfintýri og undur óbygð- anna. í haust fæ eg að fara á fjall —fara i göngur! Með haustinu koma f jallgöngurn- ar. Óteljandi æfintýri og sögur eru tengdar við þennan þátt í lifi sveita- fólksins. Gömlu mennirnir kunna frá mörgu að segja, sem okkur, sem yngri erum, finst í fyrsta lagi skemtilegt og í öðru lagi stundum næsta ótrúlegt. Mörg eru æfintýri gömlu mann- anna tengd við sjóinn, því flestir hafa einhvern tíma á æfi sinni glimt við hann. En gamli bóndinn kann líka að segja frá ýmsum æfintýrum, _ sem hann hefir háð við náttúruöflin, til þess að fá borgið bústofni sínum. Sterkasta ívafið í þeim sögum er oftast frásagnir af fjallgöngum. Alt af er eitthvað dularfult og seiðandi við óbygðirnar íslenzku. Þjóðsagnir um tröll og forynjur, útilegumenn og huldufólk hafa lengi orkað á hugann hjá allri alþýðu, því heimkynni alls þessa voru fyrst og fremst óbygðirnar. — Það er þvi ekki að undra, þótt sveinninn ungi hlakkaði til og kviði fyrir í senn, er hann í fyrsta skifti fór í göngur. Haustið á það líka til, að geta kveðið við kaldan tón, ekki sízt inni á reginf jöllum. Oft hafa gangna- menn líka komist í krappan dans í viðskiftunum við hið grálynda haust. —En þó hefir fegurð og hrikaleiki óbygðanna alt af megnað að gera ferðir þessar skemtilegar og gefa æfintýrinu glaðlegan blæ. Eins og kunnugt er, liggja afrétt- arlönd hinna ýmsu bygða mjög fjarri heimahögunum, svo oft tekur haustsmalamenskan alt að viku og upp í hálfsmánaðartíma, þar sem lengst er. Fjallgöngur á Suður- landi byrja venjulegast um og eftir miðjan september. Áður en farið er í göngurnar, er fjallalambinu slátrað. Er það aðal- fæða leitarmanna á “f jallinu” ásamt brauðmat, smjöri og harðfiski. Mik- il skömm þykir það að verða nestis- laus á “fjalli,” og hefir það yfirleitt orðið að metnaðarmáli hjá heimil- unum að nesta gangnamenn vel. Þó liafa verið til þær matarhítir, sem aldrei höfðu nóg nesti, hversu ríflega sem úti var látið. Höfðu gangnamenn oft góða skemtun af slíkum mönnum, og töldu sízt eftir sér að skjóta saman mat handa þeim, ef svo bar undir. En þær matgjafir voru oft og tíðum ekki skilyrðislaust af hendi látnar. Endaði slíkt mjög oft á því, að maginn sagði alveg stopp, og varð átvaglinu ekki altar svefnsamt um nætur. Annar útbúnaður, sem talinn er nauðsynlegur til fjallferða, er tjald og hitunartæki. Áður fyr höfðust gangnamenn einkum við í smákofum, er bygðir voru á helztu áningarstöðunum. Þá lágu menn líka í hraunskútum og hellum eða þá alveg undir beru lofti. Gangnamannakofar eru víða til enn þann dag í dag pg notaðir í stað tjalds. Eru þær byggingar yfirleitt islenzkri byggingarlist til lítils sóma. Fyrir 25 til 30 árum var það til- tölulega óalgengt, að menn hefðu með sér að heiman hitunartæki; það er, prímus og olíuvél. Var þá venju- legast reynt að kveikja eld, sem gerður var af þurrum sprekum og lyngi. Oft varð eldurinn ekki kveiktur er mest reið á vegna kulda eða vosbúðar gangnamanna, og áttu þeir þá oft illa æfi. En hvað var það hjá þeirri líðan, sem hesturinn, f jallhesturinn, svo voru þeir kallaðir er fóru á fjall, átti. Fjall-ferðasaga þessara vesalings 1 hesta var oft raunasaga. — Sagan um hið eilífa kæruleysi og mannúð- arleysi gagnvart dýrunum, sem fylgt hefir íslendingum eins og dökkur skuggi í gegnum aldirnar. í rennandi svitabaði, svangur og illa til reika eftir erfiða leit, var hesturinn “bundinn á streng” yfir nóttina. Heljarsvali jökulsins með krapahryðjum var sængin, sem lögð var þeim til skjóls. Þannig máttu hestarnir skjálfa þar til birti af degi og þeir voru teknir til að þræða veg- inn yfir stórgrýti og urð. Margir voru þó svo forsjálir, að taka ein- hverja yfirbreiðu til að breiða yfir hestinn er í náttstað var komið. Nú rísa víða upp nokkurskonar s^elu- hús fyrir hestana í óbygðum — enda má það merkilegt heita, að mönnum skyldi ekki líða að hjarta, fyr, sú sjón, að sjá þarfasta þjóninn fjötr- aðan og varnarlausan í viltum ham- förum náttúruaflanna, heyra org- andi bylstrokurnar skella á brjóstum vinarins, sem svo oft var manninum svo að segja alt i hans hörðustu raun. Slíkar dapurleika jökulnætur hafa líka oftar en einu sinni borið ineð sér líf hins þarfa þjóns. Bráðum verður f jallahesturinn tekinn og járnaður. Fjallgöngurnar eru framundan. Bráður verður þögn óbygðanna rofin, af hljóm- skærum röddum æskunnar og dynj- andi bassaröddum' hinna eldri og reyndari, blandað hinni stPltu rödd rakkans, sem legið hefir fram á lappir sínar alt sumarið, baðaður sól og sumri.-------Hér er eg — voff, voff! Kindin lítur hrædd og hissa upp. Komið haust? Mæðurnar kalla á lömbin sín. Síðan byrja hlaupin undan áköfum hundum og argandi mönnum. Fjöllin bergmála. — Það gneistar undan hófum hestsins, þeg- ar hann stiklar öruggur og fimur yfir eggjargrjótið. Öðru hvoru hefst eltingaleikur og hann endar oftast með sigri manns- ins. Þegar á tjaldstað er komið, er fyrsta verkið, næst því að tjalda, að kveikja upp á prímusnum. Við snarkandi prímusinn eru svo sagðar sögur úr smalamenskunni. Eltinga- leikur á fjöllum,— þoka, sem nærri var búin að villa alla gangnamenn- ina, rok og rigning eða bylur, sem torveldaði smalamenskuna mjög. Sumir hafa ef til vill séð útilegu- menn hlaupandi með kind á bak og fyrir. Enn aðrir sjá tröllkonur glenna sig á milli fjalla. Allir ann- álar dagsins eru sagðir, þar leggja flestir eitthvað til. Þegar lengra líð- ur á kvöldið, koma ýmsar æfintýra- sögur upp á yfirborðið. Þá er “lagið” tekið. Á fjalli geta allir sungið, er máltæki, sem reynist rétt. Það er eins og hið hrjúfa og hrikalega umhverfi þrýsti mönnum saman — menn ganga lengra til móts við félaga sína i auðn öræf- anna en ella. Stórveðurs hríðar, sem1 svo oft mæða á leitarmönnum, kenna þeim að standa sanlan í raun- inni. En þó oft sé dimt og kalt á afréttunum, getur góðviðrið líka hlegið við gangnamönnum. Enginn mun nokkru sinni gleyma hinu ó- numda íslandi, sem litið hefir það í geislaflóði haustsólarinnar. Eng- inn mun heldur gleyma þeim töfrt um, sem haustnóttin á yfir að ráða á fjöllum. Allar , þær kynjamydir, sem glottandi máninn framkallar í litaskiftum dags og nætur á hinum risavöxnu fjöllum; er eitt af því stórfenglegasta, sem augu okkar geta litið — dularfult, mikilfeng- legt. Draumar gangnamannsins eru líka að meira eða minna leyti litaðir þeim sterku geðhrifum, sem dvöl á f jöllum hefir á einstklinginn. Okkur dreymir um hin óhamingjusömu út- lagahjón, Höllu og Eyvind, sein eiga í vök að verjast fyrir grimd og mis- kunnarleysi mannanna annars veg- ar, en ógnir öræfanna hins vegar. Okkur dreymir um hlæjandi tröll hátt uppi í f jöllum, sem seiða til sin menn neðan úr bygð sér til matar. Við sjáurn skrautlega klætt fólk skjótast á milli steina og kletta, og heyrum fegurstu raddir heimsins hvísla: Koindu — komdu til okkar. —En viðburðir dagsins grípa líka i hönd draumamannsins: Ægilega brött fjöll risa frarn unlan, þar sem kindurnar æða um klettasillurnar og leitarmaðurinn sjálfur stiklar á tæp- ustu brún. Heima i sveitinni dreym- ir ungu stúlkurnar um hetjurnar, sem eru á f jalli. Þær eru sveipaðar þeim æfintýraljóma^ sem vafinn er um óbygðir íslands. Með fyrstu ljósálfum dagsins opnar “fjallkóngurinn” augun og vekur gangnamenn, ef að seppi, sem legið hefir í tjaldinu, við hlið húá- bónda síns, hefir ekki áður vakið hann með sinni röku tungu. Innan stundar er alt á ferð og flugi. Annir dagsins eru byrjaðar. Yfir höfði gangnamanna gnæfa fjöllin. Þau eru köld og þögul eftir hina dimmu nótt. Ef til vill hafa þau lika tjaldað hvítu í húmi nætur- innar. En brátt færist líf yfir alt. Hundgá og jarmur bergmálar í f jöll- unum. Það verður gaman að koma heim í kvöld, hugsar sveinninn ungi, sem hleypir fáknum yfir hin- ar miklu auðnir afréttarins, — heim til pabba og mömmu. Þar er þó alt- af bezt að vera. Og fjársafnið rennur til rétta. Helgi Vigfússon. —Alþýðublaðið. Ægilegur skiptapi á jólum 1811 Aðfangadagskvöld jóla árið 1811 varð á vesturströnd Jótlands, fram- undan Fjaltring (skamt frá Lem- vig), einn hinn mesti- skiptapi við Jótland, sem sögur greina frá. Tvö ensk herskip, St. George og Defence, brotnuðu í spón og mörg hundruð sjóliða fórust. Brezkur kaupskipafloti, samtals utn tvö hundruð skip, var í desem- berbyrjun á leið til Englands úr Eystrasalti með ýmissan varning, m. a. timbur. Þetta var á tímum Napoleonsstyrjaldanna og til vonar og vara fylgdi herskipafloti kaup- förunum. Foringi leiðangursins hafði gefið skipun um, að línuskipið “Defence” og freigátan “Gressy” skyldu fylgj- ast með línuskipinu “St. George,” sem varð að notast við bráðabirgða- möstur, vegna j?ess að hin höfðu brotnað í óveðri. Þorláksmessu- nóttina skall á stormur, sem möstur St. George þoldu ekki, svo að það rak brátt fyrir vindi og sjó. Var því ekki um annað að ræða, en að hin skipin reyndi að bjarga St. George, og þau drógu að húni hverja einustu seglpjötlu, sem þau gátu, til þess að þau ræki síður úr leið, á land upp á vesturströnd Jótlands. En alt kom fyrir ekki. Skipin rak undan veðrinu og loks hjuggu menn á Defence skipið úr tengslum, en þá var það um seinan. Aðfangadags- morgun tók Defence niðri við Fjalt- ring, og St. George strandaði litlu sunnar.' Þegar Defence var strandað, var hleypt af 6 fallbyssuskotum og möstrin höggin niður, til að létta á skipinu, svo að það gæti flotið nær landi. Mtnn vonuðu, að þá yrði auðveldara að bjargast á land. En nú var hafrótið orðið afskap- legt. Hver holskeflan á fætur ann- ari reið yfir skipið og æðisgenginn ótti greip skipshöfnina — hina 600 sjóliða er á skipinu voru. Ruddust þeir nú upp á efsta þilfar og tróðust hver um annan. Defence var 45 ára gamalt skip og ekki traustbygt í samanburði við stærð sína, svo að fám stundum liðnum var það farið að liðast í sundur, og allir björgunarbátar brotnir í spón. Það eina, er vesa- lings sjómennirnir gátu notað til að bjarga sér á, voru viðarbútar og annað brak úr skipinu. Bundu þeir sig fasta við rekald þetta, einn eða fleiri saman, fleygðu sér síðan út- byrðis og fólu sig gúði á vald. Fimm konur vqru á skipinu og var ein þeirra gift yfirmanni. Á skipinu var einnig sonur þeirra, er var sjóliðsforingjaefni. Faðir hans batt hann við viðarbút og menn á landi sáu hann varpa drengnum út- byrðis. Honum varð bjargað, en foreldrar hans, er reyndu að bjarg- ast á sama hátt, fórust í brimgarð- inum. Skipstjórinn, Atkins að nafni, reyndi ásamt 5 mönum öðrum, að bjargast á. seglrá, en þeir voru allir látnir, er sjórinn skolaði þeim á land. Auk þessara manna fórust þenna morgun allir aðrir yfirmenn skipsins og 345 af skipshöfninni og fundust lik flestra síðar, en auk drengsins, er áður getur, björguðust aðeins sex menn. Aðmírálsskipið “St. George” hafði rekið á land 3 míluf jórðungum sunnar. Skömmu eftir að skipið tók niðri, lét Reynolds aðmíráll setja bát á sjó og skipaði f jórtán mönnum í hann. Bátnum hvolfdi umsvifa- laust, og fórust mennirnir allir. St. George var nýrra skip en Defence og sterkara. En sjóirnir brutu alt ofan þilja og skoluðu útbyrðis. Það kom leki að skipinu, og sjórinn fossaði inn í það, en efri hluti þess var traustur og lét hvergi undan. Rétt áður en skipið strandaði, hafði verið varpað akkerum, og vissi skuturinn um stund að landi, og fyrri hluta nætur sáu menn ljós loga í háseta- klefum skipsins. En þegar dagur rann, var öllum ljóst, að þetta fagra skip var orðið að flaki, og þá voru nokkur hundruð skipverja enn á lífi. Þá kom fyrir hroðalegur atburð- ur. Ægileg holskefla reis sviplega og reið með leifturhraða og heljar- afli yfir skipið. Það var einn þeirra geigvænlegu holskefla, sem róta upp sjálfum hafsbotninum, soga með sér sand og möl er breytir sjónum i leðju, þykka og þunga, sem brýtur alt sem fyrir verður, unz hún ryðst á land með herfang sitt eins og aur- skriða. Augnabliki áður en sjórinn braut á skipinu, höfðu menn séð á hlé- borða skipsins hvað hópur manna hafðist við. Var álitið, að þeir væri um 400 að tölu. Þegar flakið kom aftur úr brotsjónum sást enginn þessara manna, sjórinn hafði sogað þá með sér og skolaði síðar flestum líkunum á land. Þeir, sem enn höfðust við á skip- inu, hafa vafalaust séð, að þeim mundi vart eða ekki lífs auðið. Menn á landi sáu þá varpa sér í sjóinn og reyna að synda til lands, en enginn þeirra bjargaðist. Nokkur hluti á- hafnarinnar, sem ekki hafði árætt að stökkva útbyrðis, og sá hver af- drif þeirra urðu, er það reyndu, freistaði nú að bjargast upp í siglu- tré það, er enn var óbrotið. En það leið ekki langur tími unz það kubb- aðist sundur og fórust þá allir þeir, er þangað höfðu leitað. Þegar kveld var komið stóðu um 150 menn enn á stjórnpalli skipsins og efstu þiljum og heyrðust angistaróp þeirra á land. Fjöldi manna úr nærsveitunum hafði safnast saman á strandstaðn- ur. en gátu enga hjálp veitt skipbrotsmönnunum, og er dagur rann, sjálfur jóladagurinn, sást engi maður á stjórnjalli. Hálft annað hundrað manna hafði skolast fyrir borð um nóttina. Á aðmírálsskipinu höfðu verið 852 menn. Af þeim björguðust að- eins 10 hásetar. Sjávarströndin, mílu vegar á báða bóga, var þakin líkum og braki úr skipunum. Alls fórust þarna hátt á fimtánda hundr- að manna en einir 17 björguðust. —Vísir 19. sept. Fyráti flugmaður heimsins í gamalli ”konkordantíu” segir svo frá Símoni Magus, sem i Postul- anna Gjörningum er talinn hinn fyrsti villutrúarmaður, en naut mik- illar hilli hjá Neró keisara. Eftir sögn þessari hefir aftaka postulanna Péturs og Páls hlotist út af flugtil- raunum þessa manns: “Sankti Pétur og Sankti Páll, þeir tveir miklu postular, voru í f jarveru keisarans Neró til dauða dæmdir og á einum sama degi af lífi teknir, anno Chr. 67 og á þrettánda ríkis- stjórnarári keisarans Neronis. Sankti Páll var sem rómverskur borgari hálshöggvinn, en Sakti Pét- ur, sem einn óæðri rnann, það er Gyðingur, var krossfestur. Skyldi Business and Professionai Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON 216-22 0 Medical Arta Bldg. Phones: 3 5 076 Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 906 047 Consultation by Appointment Heimili: 214 WAVERLEY ST. Only Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœíSingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. # Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViStalsttmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og almennar loekningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Slmi 22 775 BARMSTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenekur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building-, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur • 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaöur Fyrir Islenclingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð of öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum íyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 9,6 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Q-uests hann á krossinn hengdur með venju- legum hætti, hvílikt hann sjálfur þó ekki taldi sér verðugt, að upphengj- ast á sama hátt og hans meistari, en krafðist að höfuðið skyldi niður snúa. Ástæðan til þessarar dýru manna, svo og margra annara aftöku, er þessi: Símon Magus, sem með sín- um svörtu listum hafði komist í mikið álit, var um þessar mundir staddur út í Róm, og hafði komið sér í mjúkinn hjá keisaranum Neró, sem hafði miklar mætur á þesshátt- ar vísindum. Simon Magus hét keis- aranum því, að fljúga um loftið og afrekaði það, að sveifla sér og sínu flugáhaldi góðan spöl upp í loftið, en þá báðu Pétur og Páll þess inni- lega til guðs, liggjandi á sínum hnjám, að ofstopi Símonar mætti lægja og hrapaði Símon þá til jarð- ar og braut fætur sína og orsakaði kvöl sú, sem hann þar við leið, item spott það, sem hann yfirgekk, svo rnikla desperation að hann sálaðist. Þetta stygði keisarann svo hróplega að hann lét postulunum í myrkva- stofu varpa og voru þeir síðan af- teknir.”—Fálkinn 25. sept. Guðmundur kaupmaður Davíðsson látinn að Garðar, N. Dak. Um hádegi á sunnudaginn io. okt. andaðist Guðmundur Davíðsson kaupmaður, að heimili sínu í Garðar. Guðmundur var fæddur í Sigluvík í Eyjafjarðarsýslu n. ágúst 1856. Foreldrar hans voru Davíð Davíðs- son og Anna Jónsdóttir. Guðmund- ur ólst upp hjá foreldrum sínum í Bakkagerði í Fnjóskadal í Þingeyj- arsýslu og fluttist með þeim til Ameríku árið 1873. Þau settust að í Muskoka Ontario. Þaðan fóru þau árið 1886 til Garðar, N. D. Guðmundur sál. var n ár í Milton og ,vann þar við verzlun. Hann fluttist alfarinn aftur til Garðar árið 1901, keypti þá verzlun Eiríks sál. Bergmans og rak þar verzlun upp á eigin reikning þar til búð hans brann fyrir fáum árum og hann hætti þá verzlunarstörfum. Guð- mundur giftist Ragnhildi Hannes- dóttur úr Húnavatnssýslu árið 1895. Hann eftirlætur nú auk eiginkonu sinnar, tvær dætur, báðar í heima- húsurn, Pansy og Elsie Lie, og þrjá syni, Dr. M. Davidson í Brookings, S. Dak., G. Davidson, lögfræðing í Bowbelle, N. D., eru þeir báðir kvæntir og Bjöm, sem er County Agent í S. Dak. Ein systir Guð- mundar sál., Mrs. Sigurbjörg Berg- mann, býr í Grend við Garðar. Guðmundur var vel greindur mað- ur, hægur í fari og viðmótsþýður. Hann var bókatnaður mikill. Hafði hann hið mesta yndi af góðum og fallegum bókum, las mikið en var þó vandur að því sem hann las. Hann naut ásamt með konu sinni og börn- um, mikilla vinsælda í sveitinni. Enda er heimili þeirra hið prýðileg- asta og skemtilegasta, og ávalt sér- staklega gott þár að koma. Guð- mundur hafði fótavist fram undir andlátið, en var, eins og vænta mátti, farinn mjög að bila að kröftum og líkamsheilsu, þó enn væri hann skýr og greinargóður. Jarðarförin fór fram frá heimili hans og Garðarkirkju miðvikudag- inn 13. október. Séra H. Sigmar jarðsöng. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.