Lögberg - 21.10.1937, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1937
Högberg
Gefið út hvern íimtudag af
7 H E COLUMBIA P R E 8 8 L I M I T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
■fjtanáskriít ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerB $3.00 um. árlð — Borpist fyrirfram.
The "Lögberg” is prlnted and published by The
Col’imbla Press. Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
•----- ---------------------------------------
Fjölsótt og áhrifamikið
flokksþing
Á fimtudaginn í vikunni sem leið, hélt
stjórnmála f'élagsskapur sá, er Manitoba
Libéral Association nefnist, ársþing sitt á
Fort Garry hótelinu hér í borginni; kjörnir
erindrekar úr hverju einasta fylkiskjördæmi
voru viðstaddir, auk Hon. T. A. Crerars,
náttúrufríðinda ráðgjafa sambandsstjórnar,
iton. Johns Bracken, forsætisráðgjafa Mani-
tobafylkis, allmargra sambandsþingmanna
og fjölda gesta víðsvegar að. Mr. W. J. Lin-
dal, K.C., forseti liberal samtakanna innan
vébanda *fylkisins, hafði fundarstjórn með
höndum, og leysti þann starfa.gf höndum með
röggsemi og lægni.
Ýms hinna undangengnu flokksþinga
hafa ekki ávalt verið sem ánægjulegust;
skorti þar oft þá eindrægni, sem óumflýjanleg
verður talin, þegar um það er að ræða, að
koma sameiginlegum áhugamálum í æskilegt
horf og hrinda þeim áleiðis; þetta þing var
sérstætt að því leyti til sem fullkomin eining
ríkti í hvívetna innan takmarka þess, án þess
að hopað væri á hæl eða hvikað hið minsta frá
grundvallarreglum þeirra hugsjóna, sem
frjálslynda stefnan byggist á.
Ekki fóru fundarmenn dult með það, að
þó tollvernd hefði nokkuð verið lækkuð síðan
núverandi sambandsstjórn tók við völdum, þá
mætti samt sem áður ekki við svo búið standa;
vegna efnahagslegrar afkomu bænda og búa-
lýðs í Sléttufylkjunum, væri það óumflýjan-
legt að tollar yrði lækkaðir að mun á nauð-
synlegustu áhöldum við húnaðarframleiðsl-
una, með því að enn væri þeir nokkru hærri
en átt hefði sér stað, er liberal stjórnin fór
frá völdum 1930. Itrekuðum og óneitanlega
réttmætum kröfum Vesturlandsins um lækkun
tollvemdar verður sambandsstjóm umsvifa-
laust að sinna, og væri J)á ekki úr vegi, að
hún gerði það með fullri hliðsjón af því, sem
fram fór á hinu nýafstaðna flokksþingi
liberala í Manitoba.
Þing þetta lýsti vanþóknun sinni á sér-
hverjum þeim hömlum, i’ hvaða formi sem
væri, er að því miðuðu að gera erfiðara fyrir
með viðskifti milli hinna einstöku fylkja, en
við hefði gengist í liðinni tíð, öll slík höft bryti
ákveðið í bága við grundvallarreglur frjáls-
lyndra hugsjóna. Mikla áherzlu lagði flokks-
þingið á það, að hafist yrði handa umsvifa-
laust með það fyrir augum, að tryggja alþýðu
manna bætt húsakynni, auk þess sem það var
brýnt fyrir hlutaðeigandi stjórnarvöldum, að
leggja alt hugsanlegt kapp á að auka atvinn-
una í landinu. Þingið lýsti í einu hljóði trausti
sínu á Bracken-stjórninni; var tillögunni, er
í þá átt gekk, tekið með dynjandi lófaklappi
af þingheimi öllum.—
Um kveldið var setin vegleg veizla á
Fort Garry hóteli, er um þrjúhundruð og
fimtíu manns tóku þátt í. Mr. Lindal, hinn
nýendurkosni forseti. liberal samtakanna,
skipaði forsæti. Að lokinni veizlu, kynti Mr.
Bracken veizlugestum náttúrufríðinda ráð-
gjafann, Hon. T. A. Crerar, er flutti af mikl-
um eldmóði kröftuga og bráðsnjalla ræðu, þar
sem skorað var á borgara landsins að standa
dyggilega vörð um hugsjónir lýðræðis og
mannréttinda. “Það er hvorki meira né
minna en siðferðisskylda sérhvers borgara,
að neyta forréttinda þeirra, er þegnrétturinn
veitir, til þess að knýja stjórnir til dáða og
drengskapar í athöfnum. Einungis í lýðræð-
islöndum verður slíkt unt,” sgaði Mr. Crerar.
Mr. Crerar er maður mikilvirkur og hefir
mikið á sig lagt til þess að hrinda áleiðis
námaiðnaðinum í landinu; enda er auðsjáan-
lega til mikils að vinna, þar sem málmauð-
legð landsins er. 1 fyrra nam málmvinslan
$366,000,000. Nú í ár er gert ráð fyrir að hún
nemi $450,000,000. Og að því er Mr. Crerar
sagðist frá, má vel ætla að innan sjö til átta
ára, gefi málmvinslan af sér $750,000,000, eða
jafnvel nokkru meira.
Um stjórnmálin, eða réttara sagt við-
skiftahlið þeirra, hafði Mr. Crerar meðal ann-
ars þetta að segja : ‘
“Jafnskjótt og núverandi sambands-
stjórn kom til valda, lét hún það verða sitt
‘fyrsta verk að opna útrás fyrir canadiskar
afurðir. Fyrverandi stjórn hafði svo hækkað
verndartolla, að þjóðinni lá við kyrkingu. Eg
er fullviss um J>að, að núverandi liberal stjórn
muni enn allverulega lækka verndartolla. Því
hefir verið haldið fram, að Canada ætti að
láta sér nægja viðskiftin innan hinnar brezku
veldisheildar. Þetta er misskilningur. Can-
ada nær aldrei því hástigi á sviði verzlunar-
innar, sem þjóðin á að ná og henni réttilega
ber, éf vér einskorðum oss við viðskiftin við
systurþjóðirnar brezku. Núverandi stjórn
hefir jafnt og þétt opnað nýjar viðskiftaleiðir
með nýjum og nýjum verzlunarsamningum;
nægir í því efni að benda á verzlunarsamning-
ana við Bandaríkin, er leitt hafa af sér marg-
víslega hlessun fyrir hændur Sléttufylkj-
anna.”
Með skrásetningu atvinnuleysingja í
landinu og flokkun þeirra, taldi Mr. Crerar
stjórnina liafa stigið mikilvægt spor. Nd
væri miklu hægra að fá heildarsýn yfir á-
standið eins og það í raun og veru væri, og
að sama skapi auðveldara að koma umbótum
við eftir háttum og aðstæðum.—
Með tilliti til hveitibirgðanna í landinu
þegar núverandi sambandsstjórn tók við völd-
um, kvað Mr. Crerar það deginum ljósara, að
ekki hefði verið um annað að ræða en selja
þær til þess að rýma til fyrir nýjum, árlegum
birgðum. Taldi hann það sýnt, að ef ekki hefði
verið fyrir það hve röggsamlega hveitinefnd-
inni tókst til um sölu þeirra birgða, frá 250
til 300 miljónum mæla, sem kornhlöðurnar
geymdu, hefðu bændur ekki fengið það verð
fyrir hveiti sitt og aðrar korntegundir í ár,
sem raun varð á.—
Mr. Crerar lagði sérstaka áherzlu á það,
hve brýn nauðsyn bæri til að lögð yrði full og
ótakmörkuð rækt við námuhéröð norðurlands-
ins, þannig, að þau gæfi sem allra mest af
sér í aðra hönd; til þess að svo mætti verða,
yrði öldungis óhjákvæmilegt að leggja þang-
að nýja vegi; þetta væri stjórnin nú að gera
dag frá degi, öllum aðiljum til ómetanlegra
hagsmuna.
Mr. Crerar kvaðst þess fullviss, að ef
ekki hefði verið fyrir hin auknu og ófyrir-
sjáanlegu útgjöld vegna uppskerubrestsins í
Saskatchewan, þá mundu tekjur og gjöld
næstu fjárlaga hafa náð fullum jöfnuði eða
jafnvel betur.—
Samkvæmt uppástungu frá Mr. Lindal,
var Mr. Crerar þökkuð hin snjalla og skorin-
orða ræða með því að veizlugestir risu úr
sætum og sungu fullum hálsi “For he is a
jolly good fellow. ”—
Mr. W. J. Lindal var endurkosinn til for-
seta í enu hljóði, ásamt meðnefndarmönnupi
sínum öllum, er kosnir voru á ársþingi í fyrra,
sem haldið var í Portage la Prairie.
Alt í grænum sjó
Ársþing C.C.F. flokksins í Manitoba, er
nú um garð gengið; það var haldið í Brandon
seinni part vikunnar sem leið. Ekki var þing
þetta afkastamikið, og mun þess lengst verða
minst fyrir hnokabit og hnákkrifrildi með
köflum. Ágreiningurinn, að því er frekast
verður séð, reis einkum og sérílagi lit af því,
að helztu forsprakkar hins óháða verka-
mannaflokks, sem fyrir nokkru gengu í eina
sæng með hinum svonefndu C.C.F. samtökum,
þeir Queen, Farmer og Simpkin, báru sig illa
upp undan því, að í Norður-Winnipeg væri
starfræktir C.C.F. klúbbar, er ynni að klofn-
ingi innan verkamannaflokksins í stað þess
að styðja hann sem sinn eiginn flokk. Fyrir
þessu þóttust þeir hafa ábyggilegar sannanir.
Ýmsir utanhæjar erindrekar, þeirra, er
flokksþingið sóttu, mótmæltu stranglega stað-
hæfingum þeirra Queens, Farmers og Simp-
kins, og töldu þær ekki hafa við nokkur
minstu rök að styðjast. Mr. Queen hélt fast
við sinn keip og kvað engum blöðum vera um
það að fletta, að hið pólitíska ásigkomulag í
Norður-Winnipeg með tilliti til klofnings milli
hins óháða verkamanna flokks og C.C.F.,
væri nákvæmlega eins og hann hefði lýst því
í öndverðu; væri þar um þann undirróður af
hálfu C.C.F. klúbbanna að ræða, er eigi yrði
á nokkurn hátt afsakaður.—
1 stað þess að skýra stefnuskrá sína og
gera hana með því, ef unt væri, aðgengilegri
fyrir kjósendur, lenti mikið af tfma þessa á-
minsta flokksþings í persónuleg ágreinings-
mál, jafnframt því sem sjálf meginmálin voru
látin sitja á hakanum. Það er annars ávalt
eitthvað ónotalega loðið við stefnuskrá C.C.F.
manna; eitthvað, sem vel væri að varpað yrði
skírara ljósi á. Enn sýnist þar alt í grænum
sjó og myrkur yfir djúpinu.
Glaðst með glöðum
Á fimtudaginn síðastliðna viku
kom saman fjölmenni mikið í Sam-
bandskirkjunni; var þar verið að
fagna 25 ára hjónabandsafmæli
þeirra Lúðviks Kristjánssonar og
Gestnýjar konu hans.
Mannfagnaði þessum stýrði Jón
Samson lögreglumaður, með mestu
rausn. Hann ávarpaði silfurbrúð-
hjónin og flutti þeim heillaóskir í
glæsilegum búningi valinna orða.
Þá flutti séra Rúnólfur Marteins-
son bæn, en hann var presturinn,
sem gift hafði silfurbrúðhjónin.
Séra Philip Pétursson flutti heiðurs-
gestum ávarp og afhenti þeim gjöf
i nafni gestanna, með hugheilum
heillaóskum, en lítil stúlka, dóttir
I þeirra J. Johnson og Rósu konu
hans, af.henti silfurbrúðurinni fagr-
1 an blómvönd. Ragnar Stefánsson
| talaði nokkur orð og flutti kvæði;
J Valdi Johannesson frá Árborg talaði
til heiðursgestanna og flutti þeim
kvæði, ort af Dr. S. E. Björnssyni.
Arinbjörn Bardal söng kvæði er
! sent hafði og samið Sigfús B. Bene-
diktsson; var að því hin mesta
! skemtun; Páll Guðmundsson og
Hjörtur Brandson fluttu sitt kvæðið
! hvor. Öll kvæðin verða prentuð.
Ræður fluttu, auk þeirra, sem
! taldtir hafa verið þessir: J. J. Bíld-
! fell, Ingibj. Goodmundson, Sigríð-
j ur Swanson, Gauulaugur Jóhanns-
: son og sá, er þessar línur ritar.
Kveðjur og ávörp bárust víða að
! og voru þau lesin upp af Gunnlaugi
j Jóhannssyni.
íslenzkir söngvar voru sungnir
öðru hvoru alt kveldið og stjórnaði
I því Ragnar H. Ragnar. Mrs. Grace
Johnson söng einsöng og var kölluð
fram í annað sinn.
Síðastúr allra talaði silfurbrúð-
guminn, var ræða hans logandi af
fjöri og fyndni og hlógu veizlugest-
ir svo að undir tók í salnum.
Veitingar voru hinar rausnarleg-
ustu.
Sig. Júl. Jöhannesson.
K V Æ Ð 1
í minningu um 25 ára hjúskap-
arafmœli Lúðvíks og Gestnýjar
Kristjánsson, 14. október 1937.
Með sínu lagi; og með þínum anda!
Laufblað þér sendi eg, Lúlli minn,
Að leika þér við er styttir daginn,
Með ástarþökk fyrir Brennubraginn
Og Brahma-lifs-elexírinn þinn,
Sem ávalt gladdi er eitthvað skeði,
Senr andann saddi og bætti í geði.
Því konurnar allar kyssi þig
Og kvenfélögin — fyrir mig.
Eg veit að slíkt ei vekur tal
En verður aðeins þeim til gleði,
Og eitthvað líkt þvi áður skeði,
Sem enginn maður dæma skal,
Því kerlingarnar kunna að meta
Þá karla, sem eitthvað vilja og geta;
Þær viðurkenfta og virða þig
Og vilja láta þig kyssa sig.
Og nú er þessi hátíð háð
Til heilla þér og Gestný báðum;
Þakkirnar mæla í þúsund gráðum
Þeir, sem til ykkar geta náð.
Því drukkið skal í mjólk og miði
Til minningar þínu sif jaliði,
Góðtemplarar og gamalt fólk
Geta skálað með kúamjólk.
Sú ósk er að líði árin hjá
Með óhindruðu brautargengi,
Og að þið megið lifa lengi
við lán, sem ekki er bönkum frá;
Þú sjálfur megir friðinn finna
í faðmi konu og barna þinna.
Þá yfir lýkur, Lúlli minn,
Launa mun einhver dréngskap þinn.
Og við hið síðsta sólarlag
Svífir þú eins og fugl í geiminn;
Bið eg þú megir horfa á heiminn
Og heimskuna bæði nótt og dag.
Ef til vill kann að koma vísa
Hjá karli, þá daginn fer að lýsa,
Því eflaust sér þú efnisval
1 þessum stóra táradal!
Með alúðarkveðju
og árnaðaróskum,
Ý. E. Björnsson.
* * *
Þó íslenzk herleiðing hafi
oft höggvið á sifjabönd,
og einn hafi af Austfjörðum komið
og annar af Barðaströnd,—
Hinn öruggi staður
fyrir peninga yðar
•
Peningar yðar eru vel geymdir
í bankanum. Sparifé, sem
geymt er á Royal Bank of
Canada útibúi, er trygt með
yfir $800,000,000, og þér getið
ávalt fengiS þaS, er þér þarfn-
ist.
Inneign á Royal bankanum,
verndar ySur í veikindum og
atvinnuleysi. OpniS spirreikn-
ing þegar í dag.
™E ROYAL BANK
O F CANADA
Eignir yfir $800,000,000
þá bindast þeir blóðtengslum nöjum,
sem byggja hér vestræn lönd.
Það sannast á svip þeirra beggja,
er sitja hjá okkur í kvöld—
í hjúskapar umsvifa önnum
þarf ástin að fara með völd,
ef þola skal saman hið súra
og sæta, fjórðung úr öld.
Og framsóknar hugsunin verðmeiri
var
en von um léttfenginn auð.
Þið sáuð það fljótt, að án sjálf-
stæðis þreks,
varð samleiðin ánægjusnauð;
að þyngra á metum en gullið gjald
var gleðin og daglegt brauð.
Þið löðguð fram liðsafla drjúpan
og langminnug voruð á f lest
í íslenzkum mannfélagsmálum,
sem margir slá þó á frest.
Þið hlutuð úr islenzkum arfi
alt, er var sannast og bezt.
Þó hásumri fari að halla
og haustið taki þá við,
eg veit að í stormum og stríði
þá standa við ykkar hlið
Austfirzkir verndarvættir
og Vestfirzkt holldísalið.
Með vinarkveðju og
hjartanlegum heilaóskum,
Ragnar Stefánsson.
* # *
Eg heýi ei á fingrum mér þau fræði,
en félagslífið annað mundi’ í dag,
ef Lúðvík aldrei kveðið hefði kvæði
og kveldin stytt með glöðum skemti-
brag.
í samkvæmin hann flutti gleðigeisla,
og gamla og unga af hlátri sprikla lét.
Ef ei kom hann, þá varð ei nokkur
veizla,
þó væri nóg um skyr og hangikét.
Úr minni þurkast stundir út og staðir
en «stefin halda lengi sínum hreim,
það urðu margir Góðtemplarar
glaðir
af gamni því, er Lúðvík sendi þeim.
Um bygging þeirra og bruna, spaug
sitt kvað hann,
svo bræðurnir og systurnar, þau
veltust rnn af því;
þeim fanst þeir bragir bæta að
nokkru skaðann
og Bergþórshvoll úr ösku reis á ný.
Hann þuldi kvæði þorrakvöldin
döpur
er þjóðræknin bar ljós á fifustöng
og vetrarharkan hjó þig beitt og
nöpur,
en hjörtun dreymdi vor og fugla-
söng.
Vér þökkum fyrir kynni góð og
kvæði
—með konu sinni bóndinn deila
skal—
og kviðlinga, sem kæti vöktu bæði
í kytrum snauðs og glæstum veizlu-
sal.
Páll Guðmundsson.
* # *
Hér er gott að gista
góðra vina f und;
vinum ljóða og lista
ljúf skal þessi stund;
gleðimót hið mesta,
mun á slíku leit;
trauðla getur gesta
glæsilegri sveit.
Hér er heilnænjt inni,
hugðar túlkað mál,
fyrir merku minni
mælt og drukkin skál
hjónanna, sem hljóta
heiðurssæti i kvöld;
góðra gesta að njóta,
gleði þúsundföld.
Blóm á vegu breiða
Brúðhjónanna í kvöld,
farsæld farnra leiða
fjórða part úr öld;
heill i hjónabandi
og heiður samfélags,
ylhýr bróður andi
og óskir lukkuhags.
Frægð í framtíðinni
og farsæld blessar þá,
sem á samleiðinni
samhygð vina ná.
Vizku og manndóms merki
meta og skilið fá,
eins í orði og verki,
aliir sem þá dá.
Rætist rekka draumar
og ráð af vizku gjörð,
hlýir hugar straumar
hollan byggi vörð
CITY DAIRY’S NÝ
RJÓMA POP FLASKA
býður yður sparnað og öryggi
Hinn fullkomni útbúnaður í
hinu nýja húsrými tryggir yð-
ur gæði og fullkomið öryggi.
Til þess að fá
City Dairy Products
°g
Purity Ice (Sream
skuluð þér kalla upp
87 647