Lögberg - 23.12.1937, Blaðsíða 5
Fimmtíu Ára Minningarblað Lögbergs Tuttugasta og Annan Desember Nítján Hundruð Þrjátíu og Sjö
45
Fleiri kraftaverk í Lourdes
/
Eftir Maurice Gouineau.
Á meÖal allra þjóÖa, og á öllum
tímum, þá hefir fólk trúað á krafta-
verk. Menn hafa trúað, að ef fólk
næði til vissra helgistaða, þá fengi
það bót meina sinna á yfirnáttúrleg-
an hátt. Þessi trú manna var sterk
fram á 19. öld, en þá hvarf hún ná-
lega að öllu. L,ög sálarfræðinnar
neituðu öllum möguleikum á yfir-
náttúrlegum kraftaverkum, og meiri
hluti sálarfræðinga og lækna halda
því og fram til þessa dags, en reynsl-
an gjörir þá aðstöðu ósanna og ó-
mögulega.
Skilningur vor um áhrif bænar-
innar á sjúkdóma er bygður á at-
hugun á sjúku fólki, sem læknast
hefir á svipstundu af tæringu,
graftrarsárum, húðsjúkdómum,
krabbameinum, o. s. frv. Lækningin
hefir mismunandi áhrif á fólk, eða
réttara sagt, kemur frarn í dálítið
mismunandi myndum. Fyrst sárar
'kvalir; svo skyndileg kend um að
vera orðinn alheill á nokkrum sek-
úndum, mínútum og i síðasta lagi ,á
nokkrum klukkutímum, eru sárin
gróin og sjúkdómseinkennin horfin.
v Manneskjan fær sina fullu matar-
lyst. Það l'iða samt oft nokkrir
dagar, tveir eða þrír, þar til öll
nterki beinsjúkdónta og krabba eru
horfin, en þrátt fyrir það, er það
einkenni þessara kraftaverka að nýtt
líf færist í öll líffæri þeirra, er sjúk-
ir voru, undir eins og kraftaverkið
skeður. Eina óhjákvæmilega skil-
yrðið fyrir kraftaverkinu er bænin.
Þó er ekki nauðsynlegt, að sjúkling.
urinn biðji sjálfur — ekki einu sinni
að hann sé trúaður. Það virðist
nægja, ef einhver sem nærri honum
er biður. Sú staðreynd er afar þýð-
ingarmikil og sýnir, að sambands-
virkileikinn á milli sálræni og líkam-
legrar tilveru, sem menn enn ekki
skilja, á sér samræmi. Hún sannar
líka hversu þýðingarmikill aflvaki
sálarinnar er, þó heilsufræðingar,
læknar, kennarar og mannfræðing-
ar láti sig hann litlu skifta. Hér er
um að ræða svið, sem er með öllu
óþekt, eða þá misskilið af þeim, sem
eitthvað um það hugsa. Leyndar-
dómur þess talinn sjálfsagður af
sumum, en hafnað af öðrum.
Ætti ekki að vera hægt að segja
frá þessum atbu’rðum hlutdrægnis-
laust; athuga sannanirnar og reyna
að fá skýringu á þeim? Enginn fer
þess á leit við þá, sem vantrúaðir
eru, að þeir breyti skoðun sinni,
heldur aðeins að þeir athugi stað-
reyndirnar, sem hér fylgja.
í lítt þektunt smábæ við rætur
Pyrenneaf jallanna var á gangi ellefu
ára gömul stúlka, kl. 11 að morgni
þess 11. febrúar árið 1858. Hún
hét Bernadette og var dóttir fátæks
malara þar í bænum. Leið hennar
lá yfir gil, grýtt og klettótt. Þegar
hún var i þann veginn að leggja út
í lækinn, sem eftir gilinu rann, varð
henni litið upp, og sá hún þá hvar
hvitklædd kona mjög fögur stóð á
steini rétt hjá henni og hún talaði til
Bernadette, sem var hrekkjalaus og
hæglátur unglingur, og mælti svo
fyrir að kirkju skyldi byggja á
staðnum, sem hún stæði á, og bætti
við: “Eg vil, að alt fólk komi hing-
að.” Bernadette hélt heim til sín og
sagði frá þvi, sem fyrir hana hafði
SIGURÐUR J. JÓHANNSSON.
einn af stofnendum Lögbergs.
borið og hvað konan hafði sagt, án
þess að leitast við að gefa nokkra
skýringu á þvi. Yfir þennan stein,
sem konan stóð á, var svo bygð
dómkirkja og í kringum hana var
bygður bær, og til þess bæjar leita
nú þúsundir af pílagrímum á ári
hverju.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan
vorum við viðstaddir, þegar “hvíta
eimlestin” lagði af stað frá Paris
(en svo er lestin nefnd, sem flytui
pílagrímana.). Það er ekki með
orðum hægt að lýsa því, sem fyrir
augun bar.
Allir, sem í eimlestinni voru, voru
sjúklingar, sem læknarnir höfðu
sent frá sér sem ólæknandi og eng-
inn mannlegur kraftur gat bjargað.
Von þeirra bygðist aðeins á yfir-
náttúrlegri hjálp og þeir voru að
leggja á stað að leita hennar. Þegar
eimlestin fór á stað, hófu þeir
sálmasöng og bænagerð, setn sumir
þeirra, sem að voru konmir dauða,
ljúka aldrei við, en hinir halda uppi
alla leið unz þeir koma til staðarins
helga.
A þessum leyndardómsfullu hæð-
um, þar sem kirkjan og heilsu-
brunnurinn er, svarar hinn alvaldi
lífgjafi stunum mánna og bænum,
með því að ganga í beint berhögg
við alt þekt náttúrulögmál og með
því að varpa til síðu, grundvallar-
atriðum hugsunarfræði mannanna.
Deyjandi menn rísa af beði sínum
heilir, þeir sem kriplaðir hafa verið
frá æsku ganga uppréttir, brotin
bein verða heil á einu augnabliki og
blæðandi líkamssár mannanna
hverfa.
Heimska! heyrði maður að lækn-
arnir sem ekki gátu trúað þessu,
sögðu í öllum áttum, og f jöldi þeirra
fóru staðráðnir í að binda enda á
heimskuna og misskilninginn. Þeir
komu til Lourdes, og sáu sjúkling-
ana dauðvona, þeir sáu þá á meðan
að ummyndun þeirra fór fram og
þeir sáu þá þegar þeir voru orðnir
alheilir. Á móti kraftaverkunum
gátu þeir ekki lengur borið. Hvernig
að á þeim stóð, vissu þeir ekki frek-
ar en aðrir, en svo mikið er vist, að
þau breyttu ekki trúarlegri afstöðu
þeirra allra, né heldur vildu þeir
heyra að leyndardómur þessi yrði
skýrður frá trúarlegu sjónarmiði.
“Meðvitundar tilvísun, vildu flestir
þeirra setja, í stað guðlegrar náðar.
En vísindalegt sjónarmið, er ekki
aðal spursmálið, sem hér ræðir um,
heldur: Er það virkilega satt, að
fólkið læknist? Já, á augnablikum?
Já. Það nægir.
Hverjir rannsaka þessa viðburði?
Hundruð lækna, forstöðumenn
sjúkrahúsa, heilsuhæla, rannsóknar-
stofnana, fjöldi prófessora og for-
stöðumenn læknaskóla; og ef vitnis-
burður slíkra manna er óábyggileg-
ur, hverju á maður þá að trúa? Það
er mögulegt fyrir sjúka menn að fá
fulla heilsu, eftir að læknar hafa
slept hendi sinni af þeim sem ólækn-
andi, þó þeir séu ekki kaþólskir, ef
þeir fara pílagrímsför til helgra
staða, en undir þeim tilfellum er bat-
inn sígandi og fylgir hinum vanalega
heilsubetrunarferli, unz að sjúkling-
urinn befir gengið í gegnum þekt
stig heilsufræðinnar. I Laurdes er
batinn algjör samstundis, um hvaða
helzt sjúkdóm sem er að ræða, og á
hvaða stigi sem sj úkdómurinn er, öll
liffærin endurnýjast á sömu stundu
og verða með öllu heil. Sjúklingur-
inn, sem enga næring gat þegið um
miðjan dag, borðar fulla máltíð með
beztu lyst að kveldi.
En það batnar ekki öllum, sem til
Lourdes fara. Tvær manneskjur
geta þjáðst af sömu veikinni og kom.
ið til Lourdes; önnur þeirra fær
fullan bata, hin engan. Og hvernig
stendur á að í fyrsta sinn, sem menn
koma þangað, verða þeir ekki fyrir
neinum áhrifum, en fá svo fullan
bata árið eftir, þegar, eftir hlutarins
eðli, að sjúkdónnir þeirra hefir á-
gerst og batatækifærin, samkvæmt
öllu þektu lífslögmáli minni?
Það virðist, að í þessum óvana-
legu viðburðum, þá sýni hinn leynd-
ardómsfulli liknarkraftur máttar-
vald sitt með því, að taka ekkert til-
Mrs. BRYNHILDUR JOHNSON
Þessi unga kona, sem óneitanlega
er glæsilegur fulltrúi vestur-is-
lenzkrar æsku á listrænu sviði, gerði
allar hinar fögru teikningar að fram-
síðunni af minningarblaði Lögbergs,
í samráði við ritstjórann, er sjálfur
á flestar þær meginhugmyndir er til
grundvallar liggja. Frú Brynhildur
er fædd á Akureyri þann 22. maí
árið 1910. Foreldrar hennar eru þau
Ármann skáld Björnsson og Guðrún
Þorvaldsdóttir; fluttist frú Bryn-
hildur vestur með foreldrum sínum
1 r>13, og settist fjölskyldan að i
Winnipegosis; tók hún snemma að
nema “Commercial Art” teikningar
hjá Brigden’s félaginu hér í borg-
inni, og varð brátt fullnuma í list
sinni; komu skjótt fram hjá henni
fruimræn listargáfa, er jafnt og þétt
hef ir verið að þroskast; má þess ör-
ugglega vænta, að þessi unga og gáf-
aða kona eigi sigurvænlega framtíð
fyrir höndum á starfsbraut sinni.
Árið 1935 giftist frú Brynhildur
Karli Johnson prentara, ættuðum
frá bænum Wynyard í Saskatche-
wan fylki; hefir hún nú vandasama
ábyrgðarstöðu hjá Western En-
graving félaginu í þessari borg.
lit til þess, á hvaða stigi að sjúk-
dómurinn er, né heldur hversu lengi,
að hinn sjúki hefðir þjáðst, eða
hverrar tegundar krankleikinn er.
Það er ekki sjúkdómurinn, sem
læknaður er, þ^ð er fólkið sjálft,
sem er læknað.
Þegar einhver hefir orðið heill á
yfimáttúrlegan hátt, er hann leidd-
ur fram fyrir rannsóknarnefnd; þar
er hann skoðaður nákvæmlega af þar
til kjörnum læknum. Þeir veita
honum heilbrigðisvottorð, sem gildir
í eitt ár, að því liðnu verður hann
að koma til þeirra eða þektra lækna,
og ef hann er þa fullhraustur, er
honum veitt fullnaðar heilsuvottorð.
Hvernig er hægt að gjöra sér
grein fyrir þessum fyrirbrigðum ?
Hugstraumar? Eftir iniklar og
heitar umræður hafa menn fallið frá
þeirri skýripgu, um stundarsakir að
minsta kosti.
Óþekt, en þó eðlilegt afl? Leynd-
ardómurinn er jafn mikill þó svo
væri.
Kristin trú ? Dr. Henry Monnier,
rithöfundúr og háskólastjóri, heldur
því fram, að úrlausnarinnar sé að
leita þar. En þá koma mótstöðu-
menn hans og spyrja: “Því er þá
ekki meira af þessum kraftaverk-
um ?”
“Hvar kæmi þá fram verðleikar
bænarinnar og sársaukans,” svara
þeir trúuðu. En öllum kemur sam-
an um það atriði, að i Laurdes fá
menn bót meina sinna á svipstundu
— sjúkdóma, sem undir vanalegum
kringumstæðum tæki vikur, mánuði
og ár að lækna.
Hvað er að segja um aðrar hliðar
á lifinu i Lourdes: fégirnina og rán-
verðið á öllum hlutum ? Alt sem um
það er sagt, er satt. En það hverfur
-fyrir hinni óviðjafnanlegu hræring,
er hvern mann snertir, við að sjá
þjáningar mannanna burt þurkaðar
—þyngslin hverfa frá brjósti þess
tæringarveika, kryplað fólk ganga
upprétt, krabbameinin sleppa öllum
tökum og hverfa og þá, sem blindir
voru fá fulla sjón.
Eitthvað óumræðilega dýrðlegt er
að ske. Beygjum höfuð vor í lotning.
/. /. Bíldfell þýddi.
ASMUNDUR LOPTSON,
þingmaður í fylkisþinginu
í Saskatchezvan.
Miss Svanhvít Jóhannesson
Þessi unga stúlka, sem nú hefir
stöðu vjð Winnipeg Family Bureau,
er útskrifuð í lógum frá háskóla
Manitobaf.ylkisineð ágœtri einkunn;
hún er bráðvel gefin, sem liún á kyn
til; dóttir Dr. Sigurðar Júl. Jóhann-
essonar skálds og frúar hans.
Miss Elín Anderson
framkvccmdarstjóri við Winnipeg
Family Burcau. Hún ér útskrifuð á
háskóla Manitobafylkis, víðment
stúlka, cr vakið hefir nýlega á sér
mikla athygli sem rithöf undur. Ný-
útkmnin bók eftir hana, er nefnist
“We Americans,’’ gefin út af Har-
vard University Press, hefir hlotið
lofsamlega ritdóma.
Sanipact Dairy Products Co,
371 LOGAN AVE., WINNIPEG
Flytja Islendingum Hátíðakveður sínar
INNILEGAR ÁRNAÐARÓSKIR
til LÖGBERGS á 50 ára afmceli þess!
Með hugheilum Jóla- og Nýársóskum
\
Virðingarfylst,
Jo Jo Swanson & Coo LíJo
\ s
601 PARIS BUILDING, WINNIPEG
Jólaóskir til allra vorra íslenzku vina
Þegar þér næst kaupið kol, þá
pantið hjá eldsneytissalanum
GLOCOAL
ROSEDALE
or STAR
GREAT WEST COAL CO. LIMITED
BBANDON - CALGABY - SASKATOON
EEGINA - WEYBUEN . WINNIPEG
SANIPACT ISRJÓMI
Viðurkendur að gæðum
Sími 24 024
Árnaðaróskir
til
Lögbergs
*
a
fimmtugs
afmælinu!
í síðaálliðin 3 1 ár Kefir
PURITY FLOUR
verið á hvers manns vörum á flestum
heimilum í Vestur-Canada.
PURITY FLOUR er búið til úr bezta
canadisku hveiti. Það er alfullkomið
fyrir hvaða bökun sem er.
WESTERN CANADA FLOUR MILLS CO.LTD.
WINNIP0G, Manitoba og CALGARY, Alta.
98Lbs.
/ *«ANOON *T toMOH’ 1
AuR.Ty FCOUP
---- ----------