Lögberg - 23.12.1937, Blaðsíða 1
Fimmtíu Ara
Minningarblað
Lögbergs
Tuttugaála og Annan
Desember Nítján Hundruð
og Þrátíu og Sjö
X* GLEÐILEG JÓL! *eST
F. STEPHENSON,
framkvœmdarstjóri Colurnbia Press
félagsins.
EDIVIN STEPHENSON,
sá, er tekur við forstjórn Columbia
Press félagsins um áramótin.
Til Einars Páls
Þú hefir auðgað okkar mál
—oft í fáum línum.—
Fleygur andi, íslenzk sál
er í Ijóðum þínum.
Þú ert fyndinn, fagurmáll,
fólbið vUl þig heyra;
þú átt að yrkja, Einar Páll,
yrkja langtum meira.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Lögberg 50 ára
i.
Gulli var ekki á götuna stráð
Er gangan þin fyrsta var hafin,
Um víðfrægðir ‘ ‘ landans ” hér litlu var spáð,
Þótt lánaðist þrælkun af stökustu náð,
Er lokræsa göng voru grafin.
Þá Utið var niður á íslendings önn
—Sem ómerkings hugtaka villu,—
Er hlyti að myljast imd tímanna tönn,
Tapast í samkepnis glundroða hrönn,
Sem einhæfum spáir þrátt illu.
Forgöngumenn þínir fundu það skjótt,
Að fátt er um vim hins smáða;
En víkinga eðlið til áanna sótt
í aukana færðist, tendraði þrótt,
Svo not yrði norrænna dáða.
Mót hrakspám og töfum varð hólmgangan þín
Og holskeflum fávizku dóma;
Við fimmtíu áranna eyktamörk sktn
Þinn afkasta hróður og glepst fáum sýn,
Þig sveipar í sigitrsins Ijóma.
II.
Nú viðhorf er annað um Islendings störf
En áður á vestrænni jörð.
Þinn skerfur að aukinni þekking var þörf.
Njót þakka! um framtökin djörf—
Tungunnar viðhald og vörð.
Brenni þeir vitar unz öld þín er öll,
Og auðgist þér viðsýnisþor.
—Trúin og vonirnar fært geta fjöll—
Við framkvæmdir reynast munt andans tröll
Og tslending's auðnuspor.
Jóliannes H. Húnfjörð.
Til Lögbergs
Eg altaf geymi hlýjan
huga til þín,
því einu sinni varstu
upnustan mín.
En þú mig sveikst í trygðum.
—Það man eg enn—.
Að trúlega þér vann eg
vita guð og menn.
1 huga mínum kastala
hafði eg reist;
að stefnu þína héldir,
liafði eg treyst.
En söknuð bæði og gremju
grafið eg hef;
og tíminn hefir gengið
tuttugu skref.
Þinn himinn var ei áltaf
heiður og blár,
en fáir lifðu betur
fimmtiu ár.
Á heiðursdegi þínum
•—hann er í dag—
við heilsum öll og syngjum
hátíðalag.
Við þökkum alt hið góða
—það er svo margt.—
/ myrkrið stumdum gekstu
og gerðir það bjart.
Nú minningarnar lýsa
lífsstarfið þitt
og þjóðin okkar greiðir
þakklæti sitt.
IIún saknaði’ ef hún vissi
sæti þitt autt;
og margt, sem enn þá lifir,
liklega dautt.
Eg altaf geymi lilýjan
huga til þín,
því einu sinni varstu
unnustan mín.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Draumur
Þó ókmmugt sé mér um áfanga þinn,
• í armlögum þinum mig sjálfan eg finn
á ferðinni furðulegu.
Hver ómælisvídd verður eins og spönn;
alt útsýnið glitrandi logahrönn
um bláloftsins bjarmavegu.
1 drauminum skapast alt dýrðlegt og hátt,
hver djarfma/nnleg hugsun og lífsins sátt
við andróðra árs og tíða.
Þar æfa sinn skilning við eld og hjarn
hver ungþroska maður sem gamalt barn
og leiðtogar allra lýða,
f draumhelgi andams býr eilifðar vor;
þar eygir sirni tilgang við hljómþroskams spor
hver eining, sem öldin gleymdi.
Þar fellur um sjálft sig alt feyskið og hálft,
En framtíðar stórdrauminn — lífið sjálft,
vorn drottinn í fyrstu dreymdi.
Eímar P. Jónsson.
Dimmuborgir
Mig dreymir um Dimmuborgir
þá deginum hallar.
Stundum heyri eg stórviðra lag,
styrkróma kór, — og norrænan brag,
sem kliðar og kallar.
En stwvdum er strokvn fiðla,
og strengurinn mjúki,
ómar frá kirkjunni’ í klöppunum blítt,
kórsöngur fylgir, — og bergmálar þýtt,
sem lofsöngvum Ijúki.
Svo stend eg í stórum helli,
en stormbyljir vákna.
Sandrok er úti, — en sungið er liér.
—Syrgi’ eg þá tónana hvert sem eg fer,
og sónghellis sakna.
Mig dreymir um Dimmuborgir,
þá deginwn hallar.
—Drangarnir heilla, þó dimmleit sé brá.
—Dyljast í rökkrinu haustkvöldum á.
—Og kórsöngur kállar.
Jakobína Johnson.
1937
Office of the Mayor
DR. F. E. WARRINER
Winnipeg, 20th December, 1937
A M
TO TIIE
ICELANDIC
RESIDENTS OF
• WINNIPEG,
AND OTHERS
SETTLED IN THE
WESTERN
PROVINCE
AND
UNITED STATES,
FROM THE
MAYOR OF
WINNIPEG
On this the fiftieth anniversary of the publication of
the Icelandic newspaper “LÖGBERG”, I wish to extend
my sincere congratidations and hearty good wishes.
Tlie Icelandic people liave been here since 1875,
when they first arrived in the West, and since that time
liave tried to do their share in building up the Wást.
There are, and have been, many prominent Icelanders in
public and professionál life, and it is a pleasure to pay
tribute to their accomplishments, and to the wonderful
work of the Icelandic people as a whole. They have given
of their best to this cmmtry, amd I wish them, and their
þaper “LÖGBERG”, continued success.
As this is the festive season, may I táke this oppor-
tunity of wishing all Icelandic folk, A Merry Christmas.
There may be other greetings
With wording quite correct.
This may not be exactly
The one you would select,
But somehow it expresses
Just what I wish for you,
And that is — Merry Christmas
And a Happy New Year, too!
F. E. WARRINER, Mayor
E. J. RANSOM. | MRS. B. S. BENSON,
Sölustjóri Columbúj Press félagsins \ bókhaldari Columbia Press félagsins
Veátrið alt í leiftri
Vestrið alt í leiftri — og loga — og glóð.
Léttur bjarmi’ á haf-fleti, — sólsetursljóð.
Með fagra mynd í huga eg friðar öllu bið
Fet mig síðan draumi þar sem austrið blasir við.
Því til morgunroðans vil eg vákna.
Dagrenningin, — árgeisli, — ylur og blær,
undanfari dagsins og boðberi kær.
Draumaguðinn örláti auðlegð mér gaf.
Austrið geymdi vonirnar á meðan eg svaf.
En morgunroðinn miklar þær og gyllir.
t
Jakobína Johnson
1937
............ ........................... ^
Svipir
Upp í vindheima fjöll svífur vígsterkur örn,
og hans vængjaþyt eyrað ei nær—
brott í ósæisdjúp — út úr sjáandans sýn—
eins og svipleiftur dagsins í gær.
Út úr algleymis þögn fæðist ómur og mynd,
líkt og andlit, sem lengi var gleymt—
veitir eyrdnu fró, gefur auganu glit,
hverfur óðar, sem hefði þig dreymt.
Hugsun, andvarp og orð, hljómm, litur og Ijós
fe‘r sem leiftur um almanna tröð.
Eitthvað nýtt, eitthvað fornt kemur altaf og fer—
svipað umferð á járnbrautarstöð.
Gísli Jónson.
Baldwin V. Baldwinsson
Þú fylgdir oss liingað í lukkunnar leit,
frá landinu norður í sæ,
með hugdirfð og fjöri um hádegis stund
í hyllandi vonawna blæ.
Hér valdir þú bústað á vestrænni fold
og vígi, sem gnæfir í dag
með hœkkandi veldi og stækkandi starf
við stundanna dafnandi hag.
Baldwinsson af leið er liðinn,
lifir minráng hlý og kær,
yfir víðtækt æfistarfið
endurskini fögru slær.
Enginn þessu unga landi
öruggara fylgi gaf .
Frumherjanna fetin gengin
fága Ijósum tímans haf.
Heill og snjall í hug og verki,
hann fór enga krókaleið.
Norrœnt þor og táp i taugum,
tímans mótbyr aldrei kveið;
þegar hvesti brá hann beittum
brandi máls í sókn og vörn;
lýsti mörgum leið til þrifa
lundin frjáls og mentagjörn.
ör og hreinn á mannamótum
mælti djarft af frjálsri rót,
aldrei lét hann undan síga,
oft þó gustur stæði mót;
sótti fram og vaskur vigði
viljans krafti lánað pund;
hollur vinum, heill i ráðumi,
hjálpfús æ með glaða lund.
Þó að hverfi ár og aldir,
ætíð lifir sagan merh—
framsókn vorra Fólknárunga,
fjörið, þor og tökin sterk.
Far vel, Baldwin, þjóð vor þákkar
þína festu, táp og dygð.
Geymist æ í mætu minni
merkra vina fylgd og trygð.
M. Markússon.