Lögberg - 13.01.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1938
Högtjerg
GeíiíS út hvern fimtudag af
1 HE COLUMBIA PRES8 L 1 UITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjörans: v
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and published by The
Columbia Press, Limited-, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Hvert stefnir
Fyrir tiltölulega fáum árum var það að
verða opinber't levndarmál að Japanir hefði í
hyggju að leggja undir sig alla Asíu. Sumar
stórþjóðirnar, svo sem Bretland, Frakkland
og Bandaríkin, sýndust draga það í efa, að
Japanir yrðu þess nokkru sinni umkomnir að
leggja upp í slíkan leiðangur, því til þess væri
þeir hvergi nándarnærri nógu auðugir að fé;
nú hefir staðreynd síðustu tíma leitt það
skýrt og afdráttarlaust í ljós, að hér var um
að ræða meinlega kórvillu; um það vitnar á-
rás Japana á hið kínverska veldi og hernað-
arlegar sigurvinningar þeirra þar upp á síð-
kastið.
Arið 1931 byrja Japanir með því að
leggja undir sig alla Manchuríu; næsta skref
þeirra verður svo það, að innlima hina svo-
nefndu Innri Mongólíu, og það gerðu þeir i
•sumar sem leið. Priðji liðurinn í innlimunar
stefnuskrá þeirra verður svo sá, að ná fullu
haldi á Yangtse-dalnum, og því afreki, eða
hitt þó heldur, virðist nú þá og þegar að verða
lokið. Það þótti ekki fullnægjandi að ná haldi
á Shanghai, því nú eru árásarsveitir Japana
komnar langt upp fyrir Nanking, eða alla leið
til Hankow. Ekki er heldur látið við þetta
sitja, því næsti liðurinn í innlimunar stefnu-
skránni er auðsjáanlega sá, að ráðast inn í
Canton og leggja undir sig allan suðuhluta
kínverska veldisins. Meira en algeng star-
blindá hlýtur að hafa sezt að hjá þeim þjóð-
um og þjóðhöfðingjum, er enn þykjast í vafa
um tilgang Japana, svo augljóst sem það nú
sýnist, að fyrir þeim vaki það eitt, að ná full-
um og óskiftum yfirráðum yfir öllu hinu fom-
fræga, kínverska veldi. Þannig horfa málin
við í byrjun yfirstandandi árs, og þó eru ýms-
ir að spyrja hvert stefni.
Með Washing'ton samningunum hétu níu
stórþjóðir því, og lögðu drengskap sinn við,
að tryggja þjóðernislegt, verzlunarlegt og
menningarlegt fullveldi ldnversku þjóðarinn-
ar. Og nú horfa þær átölulaust á harmsög-
una í Kína, og láta sér nægja fáein meinleys-
isleg aðfinslubréf til japanskra forráða-
manna. Ýmsum vex í augum verzlunartapið.
sem ýmsar þjóðir bíða vegna aðfara Japana
í Kína. Vera má að það sé tilfinnanlegt. En
tilfinnanlegra hlýtur þó að verða manndóms
og dréngskapartapið, þegar alt kemur til alls,
og reikningsskil verða að fullu gerð.
1 því failli að enn kunni einhverjir að
spyrja að því hvert stefni um afstöðu Japana,
væri ekki úr vegi að hugleiða það stuttlegá
hver andi ríkir í stjórnarstefnu þeirra, og
hverjir aðallega fylgja þeim að málum. Stjórn
sú, sem nú fer með völd í Japan, er eindregin
Fasistastjórn, er fátt lætur sér fyrir brjósti
brenna; og þær þjóðir, sem einkum og sérílagi
hafa lagt blessun sína yfir hana og aðfarir
hennar í Kína, eru Fasistaþjóðirnar, ltalir
og Þjóðverjar. Enda væri það að sjálfsögðu
enginn smáræðis fengur fyrir þær, og ofbeld-
isstefnu þeirra, ef þeim í viðbót við japansk-
an mannafla, bættist svo í ofanálag sægurinn
mikli í Kína, undir einu og sama Fasista-
flagginu. Það er því sýnt, að deilan mikla
verður háð um þe'tta tvent, áróður Fasista-
þjóðanna annars vegar, og verndun lýðræðis-
ins hinsvegar. Svo skýrar sýnast þessar lín-
ur, að átæðulítið virðist vera að spyrja um
það hvert í raun og veru stefni. Mannréttinda
og lífsstefnan á aðra hlið, en helstefnan og
ofbeidið á hina.
1 heimahúsum, kirkjum og skólum, og
síðast en ekki sízt í hjartanu sjálfu, ber öll-
um hreinhugsandi mönnum að skipa sér í eina
og óvinnandi breiðfylking, lýðræðinu og heil-
ögum mannréttindum til fullvernðar.
‘'Strengjatök’’
Slíkt er heiti nýrrar og allmikillar ljóða-
bókar' eftir Konráð Vilhjálmsson, skólakenn-
ara og blaðamann á Akureyri; mun hann vera
ættaður frá Hafralæk í Aðaldal í Þingeyjar-
þingi. Höfundur skilgreinir að nokkru af-
stöðu sína á vettvangi ljóðlistarinnar í fáyrtu
fylgimáli á öftustu síðu bókarinnar, þar sem
hann meðal annars lætur þannig ummælt:
“Eg hefi fengist nokkuð við ljóðagerð
um æfina og kemur nú fyrir almenningssjónir
í bók þessari sýnishorn af þeirri starfsemi.—
Mér hafa lítt gefist tækifæri til að efla mig til
andlegrar starfsemi, leita mér nýrra og frnm-
legra viðfangsefna, eða kynna mér ljóðagerð
útlendra meistara. Ljóðin eru öll ort í hjá-
verkum frá önnum dagsins, en oftast með
upplagi og löngun til viðfangsefnanna. Þau
eni líka flest tækifærisljóð, takmörkuð og
bundin við sérstakar stöðvar og sérstaka
menn, og verða því tæpast rétt metin af öðr-
um en þeim, sem kunnugir eru tilefnunum.
Eg get því varla vænst þess, að ljóð þessi
verði skoðuð öðruvísi en sem all-hversdags-
legt sýnishom íslenzks alþýðukveðskapar á
fyrsta þriðjungi þessarar aldar. — En talið
mun verða að alþýðukveðskapur vor eigi þó
nokkurn rétt á sér.
Þykir mér einmitt vel hlýða, að ljóð þessi
birtist nálægt útkomu hins mjög umrædda
skáldverks Halldórs Kiljan Ivaxness, “Sjálf-
stætt fólk,” til samanburðar við sýnishorn
þau, sem þar eru fram sett af íslenzkum al-
þýðukveðskap hins sama tímabils, undir nafni
þeirra Bjarts í Sumarhúsum og Einars í
Undirhlíð.”
Engum blandast hugur um það, að fá-
skrúðugra mikiu hefði orðið um að litast í
ljóðlundi íslenzku þjóðarinnar en raun varð
á, ef eigi hefði verið vegna alþýðukveðskapar-
ins. ()g lengri myndi hún orðið hafa og geig-
vænlegri, afdala og öræfaþögnin, ef eigi hefði
hún verið þrásinnis rofin, þar sem ljóðþyrst
sál förumannsins, einyrkjans við orfið, og
þreyttrar móður við vöggu og sjúkrabeð, fann
útrás í vísu eða kvæði. Vísur Páls Ólafssonar
til Ragnhildar konu sinnar, hafa ylað mörgum
mannnum um hjarta, og fer það að vonum;
teljast þær, margar hverjar, til sígildra lista-
verka, þó kastað væri þeim svo að segja af
munni fram. Hverjum gleymist til dæmis
þessi Ragnhildar-vísa?
“Eg vildi eg fengi’ að vera strá
og visna í skónum þínum,
því léttast gengirðu ’ eflaust á
yfirsjónum mínum. ”
Konan hefir verið mannheimum ótæm-
andi yrkisefni, og verður það um ókomnar
aldir. Og hvað er eðlilegra en fegursta ljóð-
ið helgist þeirri kontmni, er skáldinu stendur
næst? Að þessu er vikið hér með það fyrir
augum, að í áminstri bók Konráðs Vilhjálms-
sonar, er sá kaflinn jafnfallegastur og streng-
mýkstur, er nefnist “Konan mín.” I flokki
þessum er Vikivaki sá, er hér fer á eftir og
helgaður er konu skáldsins:
“Út er hún við unnir blár,
—eg er seztur að Dröngum,
blóminn fagur kvenna klár.—
Kalla eg löngum,
kalla eg til hennar löngum.”
Hverf eg einn frá hópi sveina,
harmi mínum vil þó levna:—
hugsa eg um hjartans meyna,
—hrynur eitt af hvarmi tár.
Út er hún við unnir blár.
—Sem eg þrái og elska eina
öllum lífs af föngum.
Kalla eg löngum, kalla eg til hennar
löngum.
Yfirstigið verður varla
vegartálma og hindrun alla,
ægisanda og auðnir fjalla
elfarstrauma og jökulgjár.
Út er hún við unnir blár.
Um hengiflug og hamrastalla
hygg eg fært sé öngum.
Kalla eg löngum, kalla eg til hennar
löngum.
Konráð Vilhjálmsson fer enga þeysireið
með “amsúg í flugnum”; hann heldur sér við
jörðina; hann skilur vel afstöðu sína til hins
íslenzka þjóðstofns og íslenzkrar gróður-
moldar, og er sterktrúaður á frjómagn hvors-
tveggja; hann yrkir drengileg sonarljóð til
Aðaldalsins og Laxár, eins og eftirfarandi
vísa ber vitni um:
‘ ‘ Þig eg elska, Aðaldalur,
yfir hauður hvar sem fer.
Mér þú aldrei sýnist svalur.
Saill eg bý í skauti þér.
—Blessist þú, og börnum þínum
beini veginn alvaldshönd,
meðan Laxá leiðir sínar
leggur út að kaldri strönd. ”
I ljóðabréfi til Halldórs Friðjónssonar
frá Sandi, kemur jafnframt í ljós innileg
metnaðar og sælukend gagnvart sameiginlegu
bygðarlagi þeirra:
“Skáldin fang í færðust löngum
fyrr á tíð, en nú ei síður,
dróttkveðnum og dýrum háttum,
djúpar klæða spekiræður.
Innan héraðs vors að væri,
vissi eg þegnar slíkt er megni.
—Víðast er og gisnari gróði
greppa en í okkar hreppi.”
Þýðingar nokkrar úr erlendum
málum, svo sem ensku, dönsku og
sænsku eru í bók þessari; allar frem-
ur laglega af !hendi leystar.—
Þó ekki verði réttilega sagt, að
ljóð Konráðs Vilhjálmssonar valdi
hrifningu eða hita, þá eru þau engu
að siður verð fullrar athygli. Yfir
þeim hvílir drengilegur blær hrein-
hugsandi alvörumanns. Bók þessi,
sem er 280 blaðsíður að stærð, kost-
ar í kápu $1.25, og fæst hjá Magnúsi
Peterson 313 Horace Street, Nor-
wood, Man.
Frá Islandi
(Framh. frá bls. 1)
árið 1983 og einatt endurkosinn til
1908. Og aftur var bann þingm.
kjördæmisins 1912—1913; en að
síðustu landkjörinn þingmaður frá
1916 til 1922.
Hér verða hvorki rakin marghátt-
uð afskifti Guðjóns Guðlaugssonar
af héraðsmálum Strandamanna né
sagt frá þingstörfum hans. En al-
mælt mun það, að naumast hafi á
Alþingi kveðið meira að öðrum
manni úr bændastétt um og fyrir
aldamótin, en að Guðjóni á Ljúfu-
stöðum, má og sjá þess nokkurn vott
i Alþingisrímunum, svo kröftuglega
sem þar er að orði komist:
“Aldrei blauður, óttalaus
öskraði, sauð og vall.og gaus.”
Mætti ókunnugum e. t. v. virðast
sem hér væri gefinn í skyn ofstopi
nokkur eða óþarfa hávaði og
“glumrugangur” og væri þá vitnis-
burðinum illa í villu snúið. Hitt
mun og einkum vaka fyrir skáldinu,
i þessar stækkuðu mynd, að einarð-
lega hafi þingmaður Strandamanna
á málum haldið og ekki hleypt í vör
undan hverjum gjósti. — En það
sem öðru fremur mun hafa einkent
þingmensku Guðjóns Guðlaugsson-
ar, er að vísu allmikil málafylgja, en
jafnframt festa, árvekni og vinnu-
serni, samfara staðgóðri þekkingu á
þeim málum, sem þá voru á dagskrá
þjóðarinnar. ,
Guðjón fluttist hingað suður árið
1919 og hefir síðan búið hér búi sinu
á Hlíðarenda við Reykjavík. Sam-
hliða búskapnum gegndi hann hér
þó ýmsum trúnaðarstörfum.
Um tíma var hann endurskoðandi
Landsbankans, seinna gæzlustjóri
Söfnunarsjóðs, var kosinn í stjórn
Búnaðarfélags íslands skömmu eftir
að hann flutti hingað og formaður
stjórnarinnar var hann árin 1923—
'25. En gjaldkeri félagsins frá árinu
1924—'34. Hefir áreiðanlega eng-
.inn þurft að óttast um þær skúffur,
sem honum. hefir verið trúað fyrir
um dagana.
Guðjón hefir til skamms tima oft-
ast farið á tveimur jafnfljótum,
þegar hann hefir þurft að bregða sér
i borgina en gerst þó, að vonum,
meira heimasætinn síðustu missirin,
eftir að hann hætti að sinna störfum
í bænum, enda mun svo reynast, að
átta tugir ára vilji síga í hjá flestum
mönnum. /.
—Morgunbl. 12. des.
# # #
Islenzk fyndni, V.
150 skopvísur og sagnir,
safnað og skráð af Gunn-
ari Sigurðss. frá Selalæk
Og þá er komð út V. heftið af
“íslenzkri fyndni” og eru að þessu
sinni í heftinu eintómar vísur, alt frá
léttum og græzkulausum gamanvís-
um að sárbeittum níðvísum. Fleiri
vísur eru þó græzkulausar, enda þótt
íslendingum gangi illa að ljóða svo
á náungann, að ekki sé broddur í.
Safnandinn hefir ákveðið, að
fimta hvert hefti skuli vera fyndni
í ljóðum, og mun það verða vel þeg-
ið, einsxig þjóðin er ljóðgefin, enda
bezt að taka það strax fram, að þetta
hefti mun taka fram þeim fjórum
heftum, sem á undan eru komin.
Þama sitja á skáldaþingi margir
beztu hagyrðingar landsins og skáld,
svo sem Tómas Guðmundsson, Sig-
urður Ivarsson, Stefán Stefánsson
frá Siglufirði, sem er með sniðug-
ustu hagyrðingum sem nú eru uppi á
landinu, Stefán Vagnsson, séra
Tryggvi á Mælifelli, og hvað þeir nú
þeita allir þessir, vígðir og óvígðir,
sem hafa haft það sér til dægrastytt-
ingar að raða saman orðum í visu-
formi.
Hér koma fáein sýnishorn úr
bókinni.
Brynjólfur Kúld orti um Ólaf
Davíðsson:
Þá kom inn ein þýrin rót
þar var henni úthent.
Það var hann Ólafur idíót,
öðru nafni stúdent.
Stefáni Stefánssyni á Siglufirði
verður jafnan ljóð á munni, þegar
sildarstúlkurnar kveðja á haustin.
Bezta vísa ihans við slíkt tækifæri
er þó ekki í bókinni af fyrirgefan-
leg ástæðum, en þessi er þar:
Þegar greyin halda heim
harmi er eg gripinn.
Þó getur skeð eg gleymi þeim
og geri út vetrarskipin.
Þessi visa er um mann, sem átti
aðeins eina hugsjón :
Átti eg fyrrum áform glæst,
eina von, sem gat ei ræzt.
Sú er nú mín hugsjón hæst:
Hvenær verður étið næst,
Um þetta hefti þarf ekki að skrifa
langt mál; það verður lesið án þess.
—Alþ.bl. 22. des.
m m m
Þrekvirki tvítugrar stúlku
í ofviðri á Fróðárheiði
Ágúst Ólafsson póstur frá Ólafs-
vík lenti í hrakningum á Fróðárheiði
í ofviðri i fýrrinótt. Var hann á-
samt tvítugri stúlku, Elínu Gisla-
dóttur frá Ölkeldu, að fara frá
Ólafsvík og ætlaði að Búðum.
Ágúst Ólafsson varð í ofviðrinu
viðskila við stúlkuna og hestana, og
komst hajin við illan leik að Búðum
kl. 5 í gær.
Var þá þegar hafin leit að stúlk-
unni, og leituðu um 30 manns frá
Ólafsvík og úr Staðarsveit allan sið-
ari ihluta dagsins í gær til kl. 11, en
þá fanst stúlkan, og var hún þá í
fullu fjöri.
Alþýðublaðið hafði i morgun tal
af Ágúst Ólafssyni, en þá var hann
staddur að Búðum—og skýrði hann
þannig frá hrakningum sínum:
‘Eg var á leið frá Ólafsvfk til
Búða og lagði af stað frá Ólafsvík
í fyrradag í sæmil. veðyi. Eg hafði
hesta með mér til að bera póstinn
og ýmsan annan farangur og tvítug
stúlka, Elín Gísladóttir, oddvita i
Máfahlíð var með mér og ætlaði
hún heim til sín. Þegar við vorum
komin skamt á leið fór veðrið að
versna og óx veðunhæðin óðfluga.
Var stormur mikill og fannfengi, en
jafnframt varð myrkt. Þóttist eg
þó rata, því að eg hefi farið þessa
leið f jölda mörgum sinnum.
Á Fróðáriheiði var illmögulegt að
halda áfram og var eg ekki viss um
stefnuna. Færðin var mjög slæm
og var snjórinn í kvið á hestunum.
Eg staðnæmdist þvi á heiðinni og
vildi kanna leiðina framundan, af
því að eg taldi að við værum nálægt
dalvegi eða gil og hætta gæti verið
á, að við hröpuðum. Eg batt hest-
ana saman og bað Elinu að vera
kyrra hjá þeim, rneðan eg kannaði
leiðina nokkuð. Síðan lagði eg af
stað út í hríðina. Mun klukkan þá
hafa verið um 2 um nóttina.
Er eg hafði gengið bent af aug-
um fram svo sem 10 faðma hrapaði
eg ofan i dálítið dalverpi, en eg
meiddist ekki. Mér gekk illa að
komast aftur upp og var lengi að
brjótast þarna um í snjónum. En
eg komst þó að síðustu upp úr daln-
um, en hafði þá tapað stefnunni. Eg
hóf þó leit að stúlkunni og hestun-
um og leitaði þrotlaust alla nóttna
en árangurslaust. Hugsaði eg þá
um það eitt að komiást til bygða til
þess að mannmörg leit gæti hafist og
komst eg hingað til Búða kl. um 5
í gær, illa til reika.—Hófst þá leitin
samstundis og leituðu um 30 manns
frá Ólafsvík og úr Staðarsveit.
Var eg hræddur um að hér hefði
slys orðið, því að veðrið var afskap-
legt og þessi unga og óharðnaða
(Framh. á bls. 5)
Iceland’s Great Inheritance
A New Book By
ADAM RUTHEBFORD, F.R.G.8., A.M. Inst.T.
This book is unique. No other work of its type
has ever been published on Ioeland. It should
be read by every Icelander at home and
abroad, and, if studied, cannot fail to have an
elevating influence on the entire Icelandic
nation.
Published by the Author at
39, BEVERLEY GARDENS, BELMONT,
STANMORB, MDDX., LONDON
Price Kr. 1.00
In Great Britain 1/-. In America 25 cents
Obtainable from
Julius A. Graeves
61 OOURTER AVE., MAPLEWOOD, N.J., U.S.A.
BLUE RIBBON
“Gæða kaffið mesta”
NU selt reglulega
á 40c pundið
Reynið þetta ljúffenga kaffi