Lögberg - 13.01.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.01.1938, Blaðsíða 6
LÖGBHRG. FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1938 Madame Thérése “Veitirðu svona öllum þínum sjúkling- um, Jacobf ” spurði madama Thérése, og var viðkvæmni í röddinni. “ Já, ” sagði hann, ‘ ‘ öllum. Eg sendi ef tir öllu því, sem eg held að gefi þeim ánægju.” “Ja'ja,” sagði hún, “þú ferð sannarlega mjög vísindalega að hlutunum. Það eru vís- indin, sem ganga til hjartans og lækna.” Frændi ætlaði að fara að hella í glösin, en stanzaði segjandi alvarlegur og með á- herzlu: Eg sé, að við erum ált af að verða meira og meira sammála, og endum líkléga með því að verða sammála um alheimsfrið. ” Þegar hann hafði sagt þetta, helti hann nokkrum dropum í mitt glas, fvlti sitt og hennar á barma og sagði: “Þér 'til heilla og heilbrigðis, madama Thérése!” “Þér og Fritzel til heilla!” svaraði hún. Við drukkum svo vínið, sem var ljósgult að lit og þótti mér gott, mjög gott! Við lifnuðum talsvert við af víninu og Madama Thérése varð dálítið rjóð í kinnum, sem virtist fyrirboði góðrar heiLsu; og hún bros'ti og sagði: “Þetta vín endurlífgar mig.” Svo fór hún að tala um að hjálpa til með húsverkin. “Eg finn það, að eg er orðin hraust,” sagði hún. Eg get unnið. Eg gæti gert við og annast alt léreft og skyrtur þínar; þú hefir sjálfsagt eitthvað af því Doktor Jakob?” “Ó, það er nú sjálfsagt, sjálfsagt!” sagði hann. “I síðastliðin tuttugu ár hefir Lisbeth haft léleg augu og séð illa til að sauma, það hefir tekið hana klukkutíma að gera við saumspreftu. Já, þú getur sannarlega gert mér mikið gagn. En það er áreynsla. Við meigum ekki hugsa um það fyrst um sinn. Þú verður að safna kröftum, með því að hvílast.” “En, ” sagði hún og leit til mín blíðlega; “ef eg má ekki vinna með höndunum, þá lof- arðu mér þó að minsta kosti að gefa. Fritzel lexíur í frönskunni, þegar þú ert ekki við. Eg get það, ef þú vilt leyfa mér það.” “Já, það er dálítið annað,” sagði hann. “ Já, það er ágæt hugmynd, afbragð! Heyrir þú það, Fritzel, að þú átt framvegis að fá að taka lexíur hjá madömu Thérése; þú reynir, vona eg, að nota tækifærið að læra vel, þegar þú hefir slíkan kennara. Slík tækifæri eru fremur fá. ” Eg var orðin kafrjóður að hlusta á þetta. Mér datt í hug að madama Thérése hefði full- mikinn tíma og að eg myndi ekki fá mikið að leika mér. Hún virtist geta sér til hvað eg væri að hugsa um og sagði blíðlega: “Þú þarft ekkert að vera hræddur. Þú skalt fá að hlaupa og leika þér. Við lesum Montieur Buffon aðeins eina stund að morgni og aðra að kvöldi. Vertu viss um það, að eg skal ekki þrengja mikið að þér við lærdóm- inn.” Hún hafði mjög blíðlega dregið mig til sín, og kyst mig, þegar dyrnar opnuðust og inn komu þeir Mauser og Koffel mjög alvar- legir, í sunnudagafötum sínum. Þeir ætluðu að drekka kaffi með okkur. Það var auðséð á þeim, að frændi hafði boðið þeim heim um morguninn. Þegar hann fór út í þorpið og sagt þeim frá hugrekki og áliti hinu mikla, sem madama Thérése var í, sem skjaldmey í her Republikana, því þeir voru gjörbreyttir í framkomu sinni. Mauiser var nú ekki með loðskinnshattinn á höfðinu. IJann opnaði nú augun vel og virtist taka nákvæmlega eftir öllu ; og Koffel var í hvítri skyrtu og með svo háan kraga að náði upp að eyrum; hann stóð nú alveg uppréttur, með hendurnar í vestis- vösunum og kona hans hafði fest tölu á buxnahaldið, svo hann gæti hnept alveg að sér, og lyft buxunum upp jafn't beggja megin, og í staðinn fyrir gömlu skóræflana alla göt- ótta, var hann nú með sparLskóna. Og svo voru þeir báðir svo alvarlegir, eins og þeir væru að koma á eitthvert þýðingarmikið þing. Þegar þeir heilsuðu hneigðu þeir sig mjög djúpt og sögðu: “Alúðarheilsan til allra, alúðarheilsan!?í “Gjörið þið svo vel! Gjörið ykkur heima- komna og setjið ykkur niður,” sagði frændi. Svo sneri hann sér að eldhúsinu og sagði: “Lisbeth, þú mátt koma með kaffið.” Á sama augnablikinu leit hann út um gluggann af tilviljun og sá gamla Adam Smith koma; hann rétti sig upp og klappaði á rúðuna að innan, segjandi: “Hér er gamall hermaður frá dögum Friðriks mikla, madama Thérése. Þú myndir hafa gaman af að mæta honum; hann er regluleg hetja. ” Smith var nú kominn svo nærri að hann sá hversvegna fiændi kallaði til hans, hann var að gera sig líklegan til að opna flösku, svo hann stanzaði. “Faðir Smith, gerðu okkur þá ánægju að drekka með okkur kaffi. Eg hefi altaf sama koníakið, sem þú þekkir. ’ ’ sagði frændi. “Ila! ha! Já, með glöðu geði, Monsieur Doktor, ” svaraði Smith. “Með glöðu geði.” Hann s'tanzaði á þrepskildinum og heils- saði á hermanna vísu, hönd við eyra, segj- andi: “ Yðar þénustu reiðubúinn!” Þeir Koffel og Mauser, þar sem þeir stóðu við borðið hálffeimnir, fóru að hvíslast á og gefa madömu Thérése liornauga, eins og þeim hefði verið sagt eitthvað um hana, sem Smith vissi ekki enn, því þá kom Lisbeth með dúkinn og fór að breiða hann á borðið; og madama Thérése hélt áfram að brosa og strjúka með fingrunum gegnum hárið á mér, eins og hún hefði ekki hugmynd um að það var verið að tala um hana. Loksins kom LLsbeth með f jölda af litlum glösum fyrir koníakið og kirsiberjabrenni- vínið, alt þe'tta á stórum bakka, og þegar Smith sá þetta fór hann að depla augunum. Öll kaffiáhöldin voru nú komin og frændi sagði: “Við skulum setjast að borðinu. ” Allir settust, og madama Thérése gaf öll- um blítt bros. “Leyfið mér að hella á fyrir ykkur, herramenn!” Gamli Smith bar hendina upp að eyranu á augabragði og sagði: “Þér sé hæsti heið- ur að hermannasið!” Koffel og Mauser litu aðdáunaraugum til Smiths, fvrir að tala svona djarfmannlega og fallega og skvnsamlega; en þeir þögðu í það sinn. Madama Thérése fylti nú glösin og er menn drukku þegjandi, lagði frændi hendina á öxl Smiths og sagði: “Madama Thérése, eg levfi mér að kynna þér hinn gamla hermann frá dögum Friðriks mikla, sem þrátt fyrir öll sín sár, orustur, sem hann var í , hugrekki og listfengi í hernaði, fékk aldrei nema undirforingja stöðu, þótt allir hinir hraustustu í þorpinu skoði hann sem fyrirmynd hinna fræknu. ” Madama Thérése leit nú á Smith, sem hafði nú reist sig upp í sætinu og leit mjög fyrirmannlega út, eins og honum var eðlilegt. “í her Republikana hefði slíkur maður sem hann orðið foringi, ’ ’ sagði hún. Ef, eins og sýnist vera, að Frakkar berjast móti allri Bvrópu, þá er það vegna þess, að þeir ætla ekki að líða það lengur, að öll virðing, auður og önnur heimsins gæði falli aðalsmönnum og auðmönnum í skaut, aðeiné vegna þess að þeir standa betur að vígi í mannfélaginu, þrátt fyrir yfirgang þerra og les'ti; en að öll eymd og niðurlæging■ verðl hlutfall hinna fátæku og undirokuðu, þrátt fyrir alla þeirra hreysti og verðleika á ýmsum sviðum. Franska þjóðin finnur til þess, að það er á móti guðs lögum, hans vísdómslegu niðurröð- un. Fyrir það málefni, fyrir þá breytingu til hagnaðar hinum fátæku og undirokuðu, berj- umst við og deyjum ef þörf gerist að allir fái sanngjörn laun verka sinna og verðleika, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma.” TJm nokkur augnablik varð dajiðaþögn við borðið. Smi'th gat ekki slitið augun af þessari ungu konu. Stóru gráu augun hans störðu, og arnarnefinu íbogna var beint í átt- ina til hennar. Varir hans virtust klemdar saman eins og hann væri í þungum þönkum. Mauser og Koffel sátu andspænis hver Öðrum og störðu liver framan í annan. Madama Thérése virtist dálítið ör, en frændi var ró- legur. Eg var farinn frá borðinu, því frændi vildi ekki láta mig drekka kaffi. Hann sagði það væri óholt fyrir unglinga. Eg sat aftan við ofninn og notaði augu og eyru allvel. Eftir nokkur augnablik sagði frændi við Smith: “Madama Thérése var drykkjarvörður í deildinni númer 2, af fyrsta flokki Moselle hersins!” “Já, eg hefi heyrt það, og eg veit líka talsvert um framkomu hennar, sem skjald- myjar, Monsieur Doktor!” sagði hann. Svo brýndi hann röddina og sagði: “ Já, madama Thérése, eg er svo heppinn að hafa hugmynd um, hvernig Republikanar berjast og ef eg hefði verið með þeim, þá hefði eg orðið kafteinn, eða máske foringi. Að öðrum kosti hefði eg látið lífið'!” Hann lagi hendina á brjóstið og hélt á- fram: “Eg er eigingjarn, eins og fleiri,” sagði hann, og án þess að vilja státa mjög mikið, þá verð eg að segja það, að eg er hugaður og eg hefði gert mitt ítrasta til að komast sem hæst. Eg hefði skammast mín fyrir að gjöra ekki mitt bezta. Konungurinn sjálfur hafði oft og tíðum haft orð á minni lofverðu frammistöðu, og það var sjaldgæft þar sem óbreyttur liðsmaður átti í hlut, eins og eg. Það var mér mikil virðing. Að Rosbach, þeg- ar kafteinnnn hrópaði: Fram, fram! Þá var það Adam Smith, sem stjórnaði atlögunni. Jaija. Alt þetta reyndist ónóg 'til þess að eg yrði álitinn þess verður að gefa mér foringja- stöðuna. Alt sem eg bar út býtum er lítilfjör- leg eftirlaun frá Prússakonungi. Eg verð því að viðurkenna að Republikanar hafa rétt fyr- ir sér. “Þetta er mín skoðun á málinu. ” Hann tæmdi staupið í einum 'teig, deplaði augunum skrítilega og bætti við : “Og þeir berjast hraustlega, þessir Re- publikanar. Eg hefi séð til þeirra. Þeir berjast hraustlega. Hhreyfingar þeirra eru ekki alveg þær sömu og hjá hinum æfðu her- mönnum, en þeir bera vel af sér og standast áhlaupin frækilega og það sýnir að þeir reyn- ast hraustir og harðfengir á vellinum.” Eftir þessa tölu Smi'th fóru allir að ræða sín á milli um hinar nýju fréttir og hinar nýju hugsjónir, sem madama Théréso hafði sett fram; og varð þess ljóslega vart að menn höfðu fallist á þær skoðanir. Menn létu það í ljósi að þeir hefðu lengi hugsað þannig. Koffel, sem löngum harmaði það, að hafa (>kki fengið að læra, sagði að alt ungt fólk ætti a fá að fara í skóla og landið ætti að kosta það; því Guð hefði ekki gefið aðalsmönnum né auðmönnum meiri hæfileika eða be'tra upplag en fétæklingunum, og að alfaðir hefi ætlast til að allir nytu jafnt daggarinnar og sólarljóss- ins; að dögg og góð næring skemdi ekki gott hveitikorn, né væri það til ónýtis að vinna og rækta jörðina, til þess að framleiða gagnleg- ustu plönturnar. Madama Thérése sagði að þjóðþingið hefði ákveðið að leggja 54 miljónir franka til uppfræðslu almennings — hefði þött fyrir að það var ekki meira — gat ekki verið meira, þar sem öll Evrópa virtist á móti og það var nauðsynlegt að lialda ujjpi stöðugt 14 deild- um fótgönguliðs. Augu Koffels fyltust tárum er liann heyrði þetta, og eg man enn hvað hann sagði með titrandi rödd: “Ó, hvað þjóðin er örlát og góð! Ó, slíkt örlæti! Hvað við erum langt á eftir! En úr því eg verð að fara á mis við alt þetta, þá óska eg og vona alls góðs fyrir liana. ” Mauser var lengi hljóður, en þegar hann loksins fór af stað, var hann ekki strax búinn að tala út. Það var ekki aðeins uppfræðsla almennings, sem hann krafðist, heldur um- turnun á öllu stjórnarfyrirkomulaginu. Maðr ur gat naumast trúað því að maður eins liæg- fara og hann byggi yfir slíkum liugsjónum. “Eg vil segja það,” sagði hann, að það er skammarlegt að fórna þessum mannfjölda á vígvellinum eins og nautgripum, ” — og hann rétti hendina fram yfir borðið — “og það er ennþá skammarlegra að selja dómara- sætin, ef svo mætti að orði kveða. Dómar- arnr taka mútur. Eg segi að Republikanar hafa gert rétt í því að afnema klaustrin, þar sem allra handa sukk og svall á sér stað, reglulegt glæpalíf. Og eg segi að hver og einn ætti að vera frjáls að fara og koma, liafa viðskifti verzlunarlega við aðra, já, sér arð- berandi vinnu, og komast eins hátt og hugur stefnir, ef, ef hegðun er rétt, án þess nokkur leggi tálmanir á veg hans. Að endingu segi eg, að eg vona, ef letingjarnir vilja hvorki hafa sig á burtu né vinna, að góður Guð sjái um að hinar virkilegu vinnuflugur ryðji þeim úr vegi, eins og hann hefir gjört um alda- raðir. ” Gamli Smith, alt af rólegur, sagðist vera sömu skoðunar sem Mauser og Koffel, og frændi sem hafði sétið þegjandi rólegur, gat ekki stilt sig um að segja, að hann væri sam- þykkur hinum, samþykkur því að skoðanir og framkvæmdir Republikana væru réttasta stefnan, eðlilegasta og réttlátasta. “Aðeins þetta,” sagði hann í staðinn fyrir að gjöra alt á einum degi, eða í hend- ings lcasti, vildi eg að menii færu hægf og reyndu að ná takmarkinu smátt og smátt, með því að sannfæra menn og vinna menn með góðu, eins og Ivristur liefði gert; það væri skynsamlegra, en sama takmarkinu yrði náð með því,” sagði liann. Madama Thérése brosti og sagði: “Já, Monsieur Jacob, það er enginn efi á því að það myndu allir kjósa; en öldum saman hafa menn prédikað kenningar Krists, gæzku, réttlæti og meðlíðan meðal manna. Látum okkur athuga áhrifin. Hlusta hinir auðugu og háttsettu menn á slíkt ! Koma þeir fram við bændafólkið eins og það væru bræð- ur þeirra? Nei, og aftur nei! Því er miður, það verður að berjast um það. Á þremur síðastliðnum árum hafa Republikanar áunnið meira í því efni að sannfæra menn um, að allir séu jafnir í heiminn komnir, og eigi því heimt- ing á jafnrétti, en prédikanir um kenningar Krists um átján aldaraðir. Trúðu mér Mon- sieur Doktor, auðmýkt og undirgefni hinna góðlyndu, niðurþryktu, gefur þrælmennum byr undir báða vægni, og leiðir ekkert gott af sér, í neinni mynd.” Allir virtust sammála madömu Thérése, en frændi ætlaði að fara að svara einhverju, þegar pósturinn Clémentz, með stóra hattinn, nú allan þakinn lérefti og með rauðu leður- leggverjurnar opnaði dyrnar til hálfs og rétti inn dagblaðið. “Þú drekkur ekki kaffi, Clémentz?” sagði frændi. “Nei, Monsieur Jacob! Þakka þér fyrir. Eg er að flýta mér. Öll þessi bréf eru orðin á eftir tímanum. Einhvern tíma endranær.” Hann fór út og við sáum hann hlaupa fyrir gluggann. Frændi reif umbúðirnar af blaðinu og fór að lesa upphátt hægt og alvar- lega fréttirnar, sem nú voru farnar að fyrn- ast vegna tafa, sem pósturinn haifði orðið fyrir. Þó eg væri ungur enn, man eg vel eftir þessu. Það hafði sömu áhrif á mig og spá- dómsbók Mausers. Eg varð talsvert spentur fyrir því sem frændi las. Það var gamla blað- ið Times, sem lýsti Republikönum eins og ofsafengnum vitfirringum, .sem liefðu ráðist í svo óframkvæmanlegt fyrirtæki, sem að um- turna náttúrulögmálinu í ýmsum myndum. Blaðið benti á í byrjun hvað guðinn Júpíter hefði gert við risana forðum, Títana, sem höfðu gert uppreisn á möti honum. Hann hafði kastað fjöllunum yfir þá, og síðan hefðu eldgosin sí og æ verið að spú þeim upp í gos- unum, með hraunleðjunni, svo sem úr iðrum eldfjallanna Heklu og Vesúvíusar. Þá mint- ist blaðið á steyptar klukkur og kirkjuturn- ana, og standmyndir dýrlinga og líkneskja, sem hafði alt verið brætt niður og úr því gerð- ar fallbyssur. Það áleit blaðið hið mesta guðníð sem hægt væri að hugsa sér; því það sem sálin heíði unni sér við' að lifa á, átrúnað- ur, manna, væri nú notað til að deyða líkam- ann. Blaðið sagði líka að þessir bráðabyrgða- peningar og önnur skjöl gefin út af Repblik- önum "vmri einkis virði, því þegar auðmenn og aðalsmenn næðu kastölum sínum, prestum og klaustrum á sitt vald aftur, þá yrðu þessir ógildu, ímynduðu peningar ekki til neins nema til þess að kveikja upp í stónni með þeim. Blaðið ráðlagði mönnum að taka ekki þessa peninga fyrir neitt. Svo kom listi yfir nöfn þeirra, er háls- höggnir höfðu verið, og því miður var hann mjög langur. Svo sagði blaðið að Republik- anar ætluðu að breyta spakmælinu: “Sjaldan bítur úlfur nærri greni sínu”; }>að væru þeirra eigin aðalsmenn og ættmenn, er þeir legðu að velli. Að lokum lagði blaðið mikið út af því, sem þeir kölluðu “nýja tímann”, gerði háð að þessu nýja tímabili Republikana, sem mætti lýsa með orðunum: sölumánuður, þoku- mánuður, frumumánuður, frjómánuður, regn- mánuður, o. s. frv., aðeins til þess að gefa mánuðunum ný nöfn. Blaðið sagði að þessir aular, þessi fífl, ætluðu að breyta göngu stjarnanna og þar af leiðandi árstíðunum, svo að vetur yrðÞað sumri, vor að hausti eða öllu heldur að það yrði aðeins vor og sumar. Svo aldrei þyrfti að sá og aldrei að uppskera, og að þetta væri ekki líkt því að vera heil- brigð skynsemi, og að allir bændur í Frakk- landi væru móðgaðir. Þannig voru þá skoðanir Times að An- statt. Meðan á lestrinum stóð litu þeir Mauser og Koffel annað slagið dreymandi hornauga til madömu Théróse og gamli Smitli virtist í })ungum þönkum. Enginn sagði neitt. Frændi las stöðugf, málsgrein eftir máls- grein, og stanzaði lítið eitt milli málsgreina, og gamla klukkan tifaði jafnt og þétt í það ó- endanlega. Það síðasta í þessu blaði Times var um áhlaup Vandala, um töku Lyon, umsátrið um Toulon af Bnglendingum og Spánverjum, að Wurmser hefði ráðist á Alsace, og orustan við Keiserslantern }>ar sem Republikanar höfðu orðið að láta undan síga. Times spáði því að næsta vor myndi fara fyrir }>eim eins og Jeremías hefði spáð um sitt fólk, og sneri blaðið spádómnum upp á frönsku þjóðina: “Illverk ykkar munu ykkur í koll koma og heiðingjar munu yfirbuga ykkur undir útlent ok, þar til })ið skiljið að ekki er til meiri fólska og fásinna en að yfirgefa Guð kærleikans.” Þá braut frændi saman blaðið og sagði: “Hvað hugsið þið um alt þetta? Á hverj- um degi lieyrum við að Republikanar séu að þrotum komnir. Það eru nú sex mánuðir síð- an ráðist var á þá, og þeir umsetnir frá öllum hliðum; þrír fjórðu af fylkjunum eru á móti þeim, og Vandalir hafa unnið mikla sigur- vinninga að sögn, og við Prússar líka. Nú, jæja; Republikanar svara öllum í sömu mint og halda við á móti allri Evrópu að u'tan, sem gæti skoðast eitthvað líkt því sem að franska lýðveldið liefði lagt undir sig nálega alla Evrópu. Evrópa er ekki stærri en það, að liún gæti skoðast sem eitt konungsríki. Og eru Frakkar vel á veg komnir með að mynda slíkt ríki. Okkur hefir verið þokað út á við. Við erum ekki lengur meðal fylkja vorra, heldur á útjöðrunum. Republikanar koma jafnvel alveg heim að húsum vorum. Þrátt fyrir alt þetta er oss sagt að þeir séu nálega afmáðir af jörðinni. Og þetta skrifar hinn vitri Doktor /^acharias. Eg efast um að hann meini það.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.