Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 3
LÖGrBHRG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR, 1938 3 liann sér aÖ háskólunum. Þeir við- urkendu skilnaðinn og hjónaband þeirra konungs og Katrínar (Cath- rine of Arrgan) var þar með talið ó- gilt. Eitthvað um sa'ma leyti var hjónaband hans við Önnu Iíoleyn talið gilt^ nema páfinn neitaði að taka það svo. Þá kom parlamentið konungi til hjálpar og setti í gegn tvaer lagagreinar, eina 1534, er af- numdi páfaréttinn í Englandi, hin 1535, J>a.r sem konungur Englands er gerður höfuð kirkjunnar þar í landi. Munkaklaustur gerð upptæk og þar með þungar búsifjar að kaþólsku kirkjunni.” Þegar María Tudor, dóttir Hin- riks og Katrínar kemur til valda, er hún full heiftrækni gegn þeim mönn- um, sem hafa svift móður hennar eigin'manni og sóma og M.aríu þess að vera talin skilgetin. Einnig kirkj- unni, sem hún unni mjög. Fara þá að skýrast fyrir m.anni ofsóknir hennar og ’hennar hliðar, gegn prótestöntum. Elizabeth, — Good Queen Bess — er bundin í báða fætur. Hún miðlar lengi málum, fyrst i stað, er katólsk í hjarta, en getur lcomið kér vel við mótmælend- ur og er þeim hlynt. Þegar páfinn setur hana af, þá byrjar heiftrækni hennar og pyndingar á þeim kat- ólsku. Lika hún, vitaskuld, var talin óskilgetin. Hvað sem á undan var farið i trúmálum, og hvað sem á eftir fór, þá var það sannleikur, sem eg sagði, að þessar sérstöku ofsóknir hefðu byrjað á einkamálum Hinriks áttunda. Wyoliffe og Lollarden hans voru uppi og af dögum ráðnir löngu áður en enska ríkiskirkjan var til. En líka þær deilur byrjuðu á syndum mannanna. Wycliffe sýndi meðbræðrum sínum fram á, að þeir væru að breyita öðruvisi en þeir kendu. Þeir reiddust því og notuðu trúarbrögðin til hefndanna. Það má geta þess, að Hinrik átt- undi var trúlofaður, af föður sín- um, tólf ára gamall, þessari Katrínu, setn. hér hefir verið minst á. Hún var töluvert eldri en bann og ekkja eftir eldri bróður konungs. Verð- ur það vitaskuld aldrei ráðið, að hve miklu leyti hörmungasaga lifs hans átti rætur sínar að rekja til þess at- riðis. Ef að séra Guðmundur Árnason hefði viljað segja hlutdrægnislaust frá þessum málurn og mönnum, bæði í fyrravetur, þegar hann skrifaði um það i Heimskringlu, eins núna, í greinunum til nlín, af hverju þessar sérstöku deilur byrjuðu og að María Tudor var dóttir Hinriks og hinnar smáðu konu hans, þá hefði þetta niál fengið töluvert annan lit í hug- um margra, sem lásu, ekki sizt í íyrravetur. Það er því auðséð, að það er hreinn óþarfi að gerast fylg- ismaður hans flokks upp á það, að maður verði þar algerlega heilagur °g flekklaus, fremur en hjá “þeim gömlu,” upp á eigin spýtur. Að siðu skal eg nefna þaíý i sam- öandi við ensku þjóðkirkjuna, og það hvað séra G. Á. er hugleikið að gera lítið úr henni og sambandi hennar við þá, sem mest geta, að hún mdkið EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE Þau hin ýmsu eiturefni, er setjast aS í líkamanum og frá meitingarleysi stafa, verSa að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir petta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE visar Shoilum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna þvl heilsu sína að þakka. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. legt gildi sitt, með því að hýsa smæl- ingjana líka, þegar þeir koma að dyrum hennar. Fyrir áhuga minna únitarisku bræðra og áhugleysi minna lútersku bræðra, átti eg ekk- ert kirkjulegt staðfast og starfandi skýli, þar sem eg gæti sótt messur. Engin óháð ílúteirsk kirkjti hér í rnínu bygðarlagi. Eftir ýmsa snúninga og töluverða fyrirhöfn, sem ef til vill kemur ein- hverntíma fyrir alimenningsaugu, af- réð eg að vita hvað það væ,ri, sem þjóðkirkjan enska kendi, því eg hafði vitað til þess að trúfast lút- erskt kirkjufólk hafði gengið i hana, þegar það átti ekki kost á sinni kirkju. I rúmt ár kynti eg mér kenningar hennar og gekk svo í hana í haust, 17. nóvember 1937. Frelsið er gott, trúfrelsi og annað frelsi, en þegar það gengur svo langt, að rífa niður allar byggingar, allar stoðir, “sem himnunum halda,” þá koma fleiri spursmál til greina, en það, sem kallað er frelsi, i mismunandi skilningi. Það þarf líka festu og kraft, til þess að halda í skýlin, þeg- ar eyðing imisskilins frelsis kemur. Og það kostar stundum mikið að halda skýlunum uppi, eins og það kostar mikið að rífa niður heimsku og bleypidóma og hleypa sólskininu inn. Leslie, Saskatchewan, 5. janúar, 1938. Rannveig Kri&tin Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. er ekki einungis fyrir þá sem geta, heldur og sannar veru- Fornt og nýtt frá Delfi ( Ferðasögubrot) Eftir Sigfús Blöndal, bókav. í lok fornaldarinnar hvarf öll dýrðin, og snemma á miðöldunum var ekki mikið eftir. Burtu var horfin Pýpían og prestarnir, burtu voru skrúðgöngurnar, eftir “vegin- um helga” upp í musterið og reyk- elsisfórnirnar á stalla Apollons. Hörpuslátturinn var horfinn úr hlíðinni yfir skeiðvellinum, þar voru engir íþróttamenn við leiki, enginn Pindar til að syngja þeim dýrð. Dýnmætustu súlurnar voru teknar úr musterunum til að skrýða kristn- ar kirkjur, líkneskin og aðrir dýr- gripir flest flutt burt til að prýða hallir keisaranna og annara stór- menna og torg höfuðborgarinnar. Og það sem eftir stóð hrörnaði og 'hrundi smám samán. Jarðskjálftar gerðu sitt til, mennirnir og tíminn sitt. Úoks gleymdist sjálft nafnið. Ógurlegar styrjaldir geisuðu. Þær veslings manneskjur, sem lifðu ó- sköpin af, reistu sér kofa og kumb- alda í rústuim gömlu niusteranna, og kastala upp á hæð fyrir ofan bæinn sér til varnar. Og nú breyttist nafn- * - u UUUIUIIUIU Uiaiauoi UIWI ‘OUU. I';ýíisí) ha?m aWrei liika þó hætta væri á braut, . / , 1 ’ann þrek og vilja að sigra liverja þraut. Hundurinn minn ar nnn er oft .svo þung’t er eg- hugsa um hundinii minn, nafði æ svo nærri mér li'tla kollinn sinn. Jg sá hann skildi orð mín, því ávalt hlýddi ’ann mér. <Jg undraðist þann skilning, sem hundum gefinn er. Ilann fylgdi mér svo hug-glaður hvert sem eg fór, og hvergi var hann ragur þó ekki væri liann stór. , ann stökk á móti hundum, sem stærri voru en liann, Pvi styrk í smáu beinunum efalaust ’ann fann. Eí sem lurí a undan, hann aldrei gleymdi sér, 1 N:u ans hugsun að standa nærri mér. • Iq «em \ar þó maður og mannleg nálaigð kær, \ at mes a ollu glaður er hundurinn minn var nær. pg íann,e? aU! Vln-sem ei fals né hræsni bar. .g ann þo hrema sal, þar s(>m hudurinn minn var. Og því er mér svo þungt, er eg hugsa um afdrif hans, þvi hann laeitt smn veikur í sínum mjóa skans. í4rSföímO rY^11 í deyja’ SV0 nn8’ur, frjáls og frí. 1 ai tolnuð la þa æskan, — su saga er ekki ný. Þi°44t^-íiefl.1,á gJört? ~ Ekkert. — Grátið get eg þó. Fn 1U1^.hundl?n minn> sem veiktist og dó. ið o-eta mU1 froa’ að 8reina guðsgjöf þá, í aö geta ennþa tarast, er lífið eymdir þjá. S. B. Benediktsson. ið og staðúrinn var nefndur Kastri (kastalinn) fram á okkar tínia. í fornöld þóttu íbúarnir harla á- gengir við ferðamenn og pilagríma. Á miðöldunum fékk fólk þar í hér- aðinu orð á sig fyrir að vera hart i horn að taka; rán og gripdeildir tíðkuðust. En þegar frelsisstríð Grikkja svo hófst 1821 voru ýmsir menn þaðan, sumir gamlir ræningj- ar, sem gátu sér góðan orðstír með þvi að berjast Hraustlega gegn Tyrkjum. Á Parnasfjallinu, nneð öllum þess hellum og giljum, var á- gætt skjól fyrir smáræningjaflokka, og það kom sér vel í frelsisstríðinu, fyrkneskar herdeildir áttu erfitt með að elta smáflokkana grísku í þau fylgsni, ef þeir þurftu að hörfa und- an eftir ósigur, — og áður en nokk- ur vissi af voru þeir komnir þaðan vígbúnir og höfðu getrt Tyrkjum einhvern óskundann. Þegar svo landið loksins var orð- ið frjálst, fóru bæði Grikkir sjálfir og útlendir fornfræðingar að minn- ast hinnar fornu frægðar staðarins. Árið 1838 byrjuðu Frakkar á því að grafa út rústirnar gömlu, og Þjóð- verjar héldu áfram. En fyrst fratn- an af var mjög erfitt að fást við rannsóknir, ekki sízt vegna þess, að þorpið eða smábærinn Kastri lá nú ofan á rústunum, og íbúarnir voru oft mjög harðvítugir og óþjálir við- ureignar við vísindamennina útlendu. E11 árið 1892 tók franski fornfræð- ingaskólinn í Aþenuborg að sér starfið, og var það ágætur vísinda- maður, að nafni Th. Homolle, sem fyrir verkinu stóð, og margir dug- andi menn með honum, einkum Con- vert, sem annaðist um sjálfa vinn- una. Þing Frakka veitti 750,000 franka til að kaupa út alla húseig- endur i Kastri, og var nú þorpið flutt utar í hlíðina, þar sem það er nú, og svo hreinsað til og mokað ofan af rústunum, og var það erfitt verk, en var þó að mestu leyti lokið árið 1903. Síðar hafa menn líka gert eftirleitir hingað og þangað. !■ Má nú segja, að öll stórhýsin séu komin undir bert loft, og mestu kynstur hafa þar fundist af ágætum listaverkum, og ekki sízt fjöldi af smágripum og áletrunum (yfir 5,000 áletranir), sem eru mjög mikilsverð- ar þeim, er leggja stund á sögu og menningu Grikkja í fornöld. Var reist safnahús yfir alla þessa gripi, og nú í sumar er verið að stækka það og gera það hagfeldara. Þeir Homolle og samverkamenn hans íhafa gefið út merkileg og skrautleg rit um rannsóknir sínar (Fouilles de Delphes). Við hjónin vorum fjóra daga um kyrt í Delfi og kunnum afarvel við okkur. Það var fátt af ferðamönn- um — við vorum þvínær ein á all- stóru gistihúsi, sem bar nafn Apoll- óns, og var ágætis staður. Við vor- um auðvitað mikið uppi í rústun- um á hverjum degi, og fórurn hing- að og þangað um nágrennið og ekki sízt þótti okkur gaman að athuga lífið í þorpinu og vinnu sveitafólks- ins þar um slóðir. Það var verið að enda við vínuppskeruna, og við sáum vínberin flutt heim og pressuð þar í þorpinu. Eins og víðast í Suð- urlöndum var fólkið úti á götunum með vinnu sína — konurnar sátu þar og spunnu á snælduteina, karl- mennirnir sátu Líka úti og drukku kaffi og lásu blöð á eftirmiðdögun- um, og við fundum skemtilegan stað með ágætis útsjón yfir dalinn og fram á sjó þar sem við gátum fengið te á eftirmiðdögunum; það var á einskonar steinlögðu hlaði á bak við lítinn veitingaskála, sem auðsjáan- lega var mjög fjölsóttur af þorps- búum síðari hluta dags. Flestir drukku þar kaffi og kalt vatn með því, einstöku maður fékk lítið staup af anísbrennivíni (mastilco), með kaffinu. Ö1 var hægt að fá, en það var niiklu dýrara en algengt vín. Úti í víngörðunum var fólk við ým- iskonar vinnu, og eins sáum við nmarga, sem voru að tína olífur af trjánum og stóðu þá stundum á stigum. Annað fólk, bæði konur og kringum sum tré og hreinsa til. Það voru mest asnar og nmúldýr, sem not- uð voru til flutninga; nokkra hesta sáum við lika. Þar var mikið af1 geitfé og l’íka talsvert af sauðfé,— sauðakjöt var langalgengasta kjötið ; líka talsvert af alifuglum, hænsnum og dúfum, en aftur á móti fá svín og einkum lftið um nutgripi — okk. ur var sagt, að í sjálfri Delfi væri aðeins tvær kýr til, og hótelin keyptu mjólkina úr þeim handa útlendum gestum. Hundar voru fáir, en mjög mikið af köttum, eins og tíðkast bæði á Grikklandi og Tyrklandi. Alt fólk var einkar vingjarnlegt og gott við okkur. Þegar menn hitt- ust á förnum vegi var okkur altaf heilsað. Venjulegasta kveðjan var “Ja sas!” sem er stytt úr orðunuun “hygicia sas” og er ósk um góða heilsu og líðan þess, sem maður á- varpat'. Og það var glaðlynt og skrafhreyfið fólk, ekki sízt þegar það komst að því að við gátum kom- ið orði fyrir okkur á þeirra eigin máli; eg gerði mér það að reglu að kaupa grískt dagblað á hverjum degi og þó ritmálið sé all-óHkt mæltu dag- legu máli lærði eg samt mikið á því. Yfirleitt fanst mér fólkið fritt, og það held eg sé ■ víðast svo í Grikk- landi. Dökkhært fólk er algengast, en ljóshært fólk er ekki sérlega fá- títt, — þáð er rneira af því en eg hafði haldið. í þorpinu eru flest húsin reist skömmu fyrir aldamótin og því ekki eins Ihrörleg hér og oft má sjá í grískum þorpum og sntá- bæjum; eg tók eftir tveimur mynd- arlegum barnaskólum, öðrum fyrir drengi, hinum fyrir stúlkur. En einna mest gantan þótti mér þó að sitja uppi í hlíðinni inni í rústun- um og horfa yfir héraðið og reyna að kalla fram í huga minn myndir af göntlu dýrðinni og lífixtu þá. Mér fanst eins og eg sæi Euripides, al- varlegan, sviphreinan mann, ganga hægt upp í musterið, og líta út að Ljómaklettum og sjá sólina rísa og varpa ljóma á tinda f jallsins. Eg sá tjaldbúðir pílagrímanna fyrir utan helgidóminn. Og eg gat hugsað mér Pýþiuna og prestana niðri undir musterisgólfinu. Og þegar eg svo opnaði augun blasti við mér dýrð náttúrunnar. Engin furða 'að Grikkir elskuðu þennan stað ! Engin furða að þeirra mestu og vitrustu menn héldu hann í heiðri, kynslóð eftir kynslóð! Sannarlega er engin furða að menn á þessurn stað öðrum fremur trúðu því, að huldir kraftar náttúrunnar opinberuðu sig og gætu ffætt rnenn um forlögin. í síðasta skiftið, sem eg sat í gil- inu við Kastalíulind, sá eg tvo hrafna korna fljúgandi ofan fjallið; þeir sveimuðu þar nokkra stund um gilið, stefndu svo upp að rústunum að musteri Apollóns, hringsóluðu þar nokkra stund, settust á brotnar súlur, og flugu svo burt. Mér datt í hug gamla norræna trúin á Óðinn. Hrafnarnir hans, Huginn og Mun- inn, áttu að fljúga um víða veröld og færa honumi fréttir aftur til Hlið skjálfar Einhver Ásatrúarmaður, setn hefði kornið þangað nteðan vé- fréttin enn var til, hefði vafalaust haldið að þar væri sambahd milli spáguðsins Apollóns. Og skálda guðir voru þeir báðir. Og eg fór að hugsa um skáldin og þýðingu þeirra nú á tímum. Eru ekki stund um beztu skáldin og háfleygustu einmitt eins konar spámenn ? En ef nokkur staður getur vakið skáldlega andagift, opnað nýja heinta fegurðar, leitt hið bezta og dýrðlegasta í fornöld Grikkja í ljós fyrir hverja þá sál, sem getur veitt móttöku þeim fagnaðarboðskap og f jöri, setn þaðan streymir, þá er það einmitt Delfi. Og eg býst við að það sé einn af þeirn stöðum, sent flesta muni langa til að kotna aftur á, ef þeir bafa verið þar einu sinni “Þið verðið að koma hingað aftur unt vortíma, og sjá öll blómin okk- ar,” sagði bilstjórinn við okkur leiðinni frá Delfi, þegar við ókum um lyngbrekkurnar þaðan. A falleg- um stað þar efst i brekku nam bíll- inn staðar og við fórum út til að dást að útsjóninni. Þegar við komum ....•- ■ ■ ——• 11 Business and Professional Cards | PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. B. H.OLSON Phones; 35 076 906 047 Consultatlon by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœCingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstimi —■ 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusimi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtaistlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlsekningar og almennar lœkningar 264 HARGRAVE ST. —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Síml 22 775 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfræöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 9 4 668 BUSINESS CARDS Akjósanlegur gististaöur Fyrir tslendingat Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotcl MAIN & RUPERT Sími 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 601 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG Pægilegur og rólegur bústaöur i mióbiki borgarvnnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yíir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Gtuests vönd af lyngi og blómum, og svo dá- lítið af berjumi, sem hann hafði tínt handa okkur. Það var síðasta kveðja frá Delfi. —Lesb. Morgunbl. NCTÍÐAR SPAMENSKA Á eldvagni þýtur um alla jörð “Elias” vorra daga; boðskapinn flytur ’hann foldar hjörð, sem finst ekki á neinum snaga. Hann lætur ei vegalengd varna sér, og vanans hann brýtur hlekki. um geim og um jörð hann geystur fer, —en gjörningar þekkir ekki. Frá hæstu loftsvölum himingeims, í hafsbotninn dýpsta niður, sér lyftir á hraðsveiflum ljóss og eims, og lengst inn í jarðar iður. Þannig er tækni timans í dag, imeð tundurskeytin og rafi7 spágáfan aldrei fékk annan eins brag, sem ekkert fær skert né tafið. M. Ingimarsson. karlar, var að grafa upp jarðveginn aftur kom bílstjórinn með heilan Verzlunarmentun Óumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. KomiS inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited OC=DOC=DOC=DO- TORONTO og SARGENT, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.