Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 5
LÖGBEiRG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAB, 1938 5 etSlilegra orsaka fyrir áhugaleysinu, áður en þaÖ er notað sem megin- skýring á hnignun félagsins. Auð- vitað má þrefa fram og aftur um þær orsakir, en út frá viðkynningu minni við bæði presta og allan al- menning hér fyrir vestan um rúmra þrggja ára skeð, er minn skilningur þessi: Samkvæmt lögum sínum að- hyllist kirkjufélagið ennþá kennivald játninga og erfikenninga. En þó að lögin hafi steðið í stað, hefir fólk- inu farið fram. S'mám saman hefir það orðið snortið af trúarlegu lýð- ræði, og nú er svo komið, að allur fjöldi hugsandi fólks innan lúterska kirkjufélagsins er komið inn á sömu braut og únítarar, nýguðfræðingar og íslenzkir þjóðkirkjumenn yfir- leitt. Meira að segja forseti kirkju- félagsins er trúarlegur lýðræðismað. ur, og hefir í Sameiningunni reynt að útskýra lög félagsins þannig, að kennivalds hugmyndin hyrfi. Lút- erski söfnuðurinn í Winnipeg hefir líka lýst sig fylgjandi trúarlegu lýð- ræði með hinni endurskoðuðu laga- grein um játningarritin. Eg má ef til vill ekki byggja of mikið á þekk- ingu minni á prédikunum lúterskra presta hér vestan hafs, því að eg hefi því miður mjög sjaldan tæki- færi til að hlýða á aðra presta en sjálfan mig. En eg hefi þó heyrt eitthvað til þeirra flestra. Sarnt minnist eg ekkj nema einnar ræðu á þessum þremur árum, sem hafi hald- ið fram kennivaldinu, og þó ekki nema óbeinlínis. Þetta kemur mér til að álíta, að það sem eitt sinn var talið meginatriði í stefnu og starfi félagsins sé nú orðið aðeins áhuga- efni fárra manna innan þess. En þverrandi fylgi við þetta meginat- riði hlýtur auðvitað að leiða af sér hnignun, því að mönnum verður ó- ljós og óskiljanleg stefna félags, sem leggur enga áherzlu á sína stefnuskrá. Allur almenningur sýn- ist vera í vafa um lúterska kirkju- félagið, hvert það muni stefna -> framtíðinni. Þeim mönnum fer fækkandi, sem vilja fylgja félaginu sökum þess kennivalds, sem lög þess fyrirskipa. Hinum fer fjölgandi, sem vilja trúarlegt lýðræði, en bíða eftir því að kirkjufélagið skipi sér að fullu þeim megin, með því að nema úr gildi hin úreltu ákvæði. Og loks munu þeir vera all-margir, sem finst að þó að kirkjufélagið færi þannig að, væri óþarfi að hafa tvö íslenzk kirkjufélög á grundvelli trú- arlegs lýðræðis. Hnignunin sprett- ur því ekki af leti eða kæruleysi fólksins, heldur af þvi að mönnum er ekki ljóst, hvert halda skal eða hvað hægt er að gera. “Látið hönd selja hendi” “Ldtið hönd selja hendi— og hvað sem við tekur á morgun, verðið þið ekki l skuld. Maðurinn, sem borgar út í hönd fyrir það, sem hann kaupir, vinnur á tvennan hátt. Hann sparar að sjálfsögðu peninga, vegna þess að þrátt fyrir allar æfintýrasagnirnar, Þá kostar það peninga að kaupa gegn afborgunum, og menn borga fyrir þœgindi láns- fraustsins. Hn jafn mikilvwgt er það, að hann hefir enga veðskuld á framtiðinni. pað, sem hann hefir umleikis á hann sjálfur, hvað sem fyrir kemur á morg- un. íega°flNp tlÚÍ1’ ávalt sterk- u, Þann visdóm og þau verzla'fyri Sem ÞvI ^a’ a5 FATOVa u per>inga fit í hönd. fðn ?« K ,hPfir aWrei látið hjá lfða að brýna þetta fyrir vis. " :™Um stnum. En vegna þæginda og þjónustu, gerum við monnum kleift að kaupa vissar vorur gegn afborgunum. En yið yekjum jafnframt at- * uÞ ; a° Sem lnnkaupa aðferð, kostar hfin meira og verður, þegar alt kemur’ til alls, ekki eins ánægjuleg Ekkert jafnast á við hina gull- vægu gömlu áminningu: ‘‘Lát- ið hönd selja hendi.” EATO N'S Fjýldi manna reynir enn aÖ telja sjálfum sér trú um, að alt sé í lagi— í stakasta lagi. Aðeins stöku sinn- um koma fram raddir um, að ekki dugi að “fljóta sofandi að feigðar- ósi.” Þín rödd er þar á meðal, þó að það leyni sér ekki, að þér er það ekki sársaukalaust. Þess vegna þyk- ir mér fyrir að þurfa að segja þér, að það ráð, sem þú hyggur til bjarg- ar, hlýtur að miða að eyðileggingu þess, sem þér er annast um. Eg er þér saminála um, að það á ekki að Iáta rtka á reiðannum um tilveru lúterska kirkjufélagsins. Það er hart aðgöngu að leggja hálfrar aldar stofnun mður og “afhenda Bardal búkinn” umyrðalaust, ef önnur betri úrræði eru fyrir hendi. Þú telur sameiningu við “The United Luth- eran Church of America” “eðlilegast og farsælast” og ber þá ráðabreytni saman við það, að Sameinaða kirkju- félagið sé í sambandi við Únitara- kirkjufélgið. Það er auðvitað engin goðgá af þér eða öðrum að óska þess, að mál þetta sé athugað. En einn liður þeirrar rannsóknar hlýtur að vera athugun á þvi, hvers þessi stóru kirkjufélög krefjast eða mundu krefjast af hálfu íslendinga. Tökum fyrst sambandið við únítara. Hið Sameinaða kirkjufé- lag er meðlimur i A.U.A., en til- gangi þess félagsskapar er lýst í i. gr. félagslaganna, eins og frá þeini vár gengið, 25. maí i vor. Greinin hljóðar svo i íslenzkri þýðinu: Tilgangur hins Ameríska Únítara- sambands er: 1. Að útbreiða þekkingu og á'huga á hreinni trú, sem samkvæmt kenningu Jesú er í þvi fólgin að bera elsku til guðs og irianna. 2. Að styrkja kirkjur þær, sem i sambandinu eru, til meira og betra starfs fyrir riki guðs. 3. Að stofna nýjar kirkjur til út- breiðslu trúar vorrar i voru eigin landi og i öðrum löndum. 4. Að hvetja til samúðar og sam- vinnu með-þeim, er aðhyllast trúar- legt lýðræði (religious liberals) heima fyrir og erlendis. 5. Sambandið viðurkennir, að stjóm þess byggist á safnaða-veldi í venjum og skipulagi, og að ekkert í þessum aukalögum skal nota sem mælikvarða, er lagður væri á með valdboði. Það hefir stundum verið um það rætt, að við það að vera í Únítara- sambandinu, verði prestar Samein- aða kirkjufélgsins háðir Únítörum, og er þá sennilega átt við það, að við verðum að lúta kennivaldi þeirra. Eg 'hefi t. d. rekið mig á það, að fólk heldur, að eg hafi það sem kall- að er “skift um trú” við það að hætta prestskap í íslenzku þjóðkirkj- unni (sem eg er auðvitað enn með- limur i, svo lengi sem eg er ísl. borgari) og verða prestur í hinu Sameinaða kirkjufélagi, i tengslum við Únítara. En á ofanritaðri stefnuskrá er auðvelt að sjá, hvað það er, sem við samibands-prestar höfum undirgengist. Við höfum í fáum orðum sagt tekið að okkur að prédika það, sem Jesús Kristur nefndi æðsta boðorðið, elsku til guðs og elsku til mannanna, og það er ætlast til þess að við séum sam- verkamenn í því að styðja starf kirknanna, guðs ríki til eflingar, og ennfremur að trúboði innan og utan lands. Þá er og gert ráð fyrir því, að við stuðlum að samúð og sam- vinnu milli þeirra, sem fylgja trúar- legu lýðræði, hvar sem þeir eru, og hvað svo sem þeir menn eru kallaðir (lúterskir, reformertir o. s. frv.). Loks er okkur í stefnuskránni til- kynt, að við séum ekki undir neitt valdboð seldir, sannfæring okkar og samvizka sé ekki háð neinu ytra kennivaldi, hvorki frá Únátörum né öðrum. Eg fæ ekki skilið, að lúterskur prestur frá þjóðkirkju íslands þurfi að taka nærri sér til þess að starfa samkvæmt þessari stefnuskrá. Og einmitt sljkt samband sem þetta er vel til þess fallið að sameina menn um aðalatriðið, án þess þó að banna mönnum að fara sínar eigin leiðir i öðruni atriðum, — enda er því svo farið, að í söfnuðum sambands- kirkjunnar eru bæði menn, sem kalla sig Únítara og aðrir, sem kalla sig lúterska, en hvorir tveggja skilja það, að nafnið gerir ekki meiri mun en svo, að samfélagið velti frekar á öðru, sem sé hinu æðsta boðorði Jesú frá Nazaret. En United Lutheran Church of America mundi ekki láta sér nægja þau skilyrði, sem felast í stefnuskrá Únítara. Það mun eiga í fórum sín- úm skrá yfir gamlar játningar og kirkjuþingasamþyktir, heil kerfi at' kennisetningum, sem einstaklingur- inn verður að samþykkja, ef hann á að teljast kristinn maður. Og ef hann aðeins samþykkir það með vör. unum, en ekki með hjartanu, fer hann til helv'itis, ásamt illræðismönn- um og óskirðum ungbörnum. En þyki honum sumt í fræðum þessum harla torskilið, eða kanske óviðfeld- ið, þá á hann svo sem ekkert að vera að þreyta höfuð sitt á því, að gera út um hvað sé satt eða rétt, þvi að það sem kennisetningarnaf segja, er sannleikur, þó að það kunni að vera í æpandi mótsögn við alt, sem þú hefir séð og reynt. Sé nú ein- hver kennimaður svo harðsviraður að vilja eiga einhverja ofurlitla ögn eftir af viti handa sjálfum sér, er hann dæmdur frá kjól og kalli. Nei, tninn kæri vinur, eg trúi því ekki fyr en eg tek á, að þetta sé sá hvalur, sem þú viljir að gleypi land- ana hér fyrir vestan. Ef íslending- ar sleppa með fullu fjöri út úr hans kviði, þá hættir sagan um Jónas að vera ótrúleg. Ef lúterska kirkju- félagið hverfur að þessu ráði, verð. ur það aldrei nema minni hluti fé- lagsmanna, sem fylgir því hér eftir. Menn muna fortíðina nógu vel til þess, að þeir vilji hverfa hálfan mannsaldur eða meir aftur í tím- ann. Við tölum um lúterska kirkju- félagið islenzka sem ihaldssama kirkju, en það veizt þú eins vel og eg, að miðað við hérlend lútersk kirkjufélög er það frjálslynt, lík- lega nógu nærri trúarlegu lýðræði til þess að enskir, norskir eða þýzk- ir kirkjuhöfðingjar mundu finna á- stæðu til hðflegra athugasemdá' úi af ýmsu, ef landarnir gengust und- ir lög þeirra og kreddur. Eitt er unnið við það að sameinast “United Lutheran.” Þeir, sem ennþá eru kennivaldsins menn, fengju þar fast land undir fætur. En væri ekki að öllu leyti heillavænlegra að reyna að finna aðra lausn á málinu? Reyna að fara þá leið, sem öllum þorra manna gæti fullnægt? Þú segir í grein þinni frá þeirri hugsjón, sem eg hefi þrjú síðustu árin reynt að vinna fyrir, sambandi hinna islenzku kirkna í Vesturheimi —og, ef mögulegt reyndist, sam- bandi íslenzkrar kirkju austan og vestan hafs. Mér skilst, að í raun og veru sé það sú hugsjón, sem þú undir niðri ert hlyntur, þó að þú eigir erfitt með að hugsa þér, að framkvæmd hennar sé möguleg, og hefir þess vegna gripið til hinnar óheppilegu tillögu, sem eg þegar ihefi rætt. Þú segir: “Allir eitt, á þjóð- legum og drengilegum grundvelli, er hugsun, sem hlýtur að heilla hugi allra hugsandi manna.” Hafðu allra manna heilastur ritað þessi orð. Það gleður mig, að þú vilt láta at- huga möguleikana á framkvæmd þessarar hugsjónar. Þú hefir rétt fyrir þér í því, að um það hefir verið of rækilega þagað. í því sam- bandi minnist þú sérstaklega á blöð- in, og áminnir um leið Heimskringlu fyrir það, að hún spilli góðu sam- komulagi með því að birta ósmekk- lega vísu. Ekki vil eg mæla þeirri visu bót, en hitt vil eg leggja áherzlu á, að samkomulag milli kirknanna má ekki vera undir því komið, senj einstakir menn kunna að yrkja, segja eða skrifa um trúarefni. Gott mál- efni má aldrei líða fyrir óvarkár orð eins eða neins. Bæði blöðin hafa sýnt þessu máli þá gestrisni, sem við getum krafist. Þau hafa birt grein- ar um málið, þá sjaldan að menn hafa fundið köllun hjá sér til að ræða það. Og mér skilst, að rit- stjórarnir ætli að gefa okkur og öðr- um orðið frjálst, hvaða skoðanir, sem við kunnum að láta í ljósi á málinu. Það verður því meira und- ir okkur hinum komið, hvort “illu blóði” verður hleypt í málið. í fullri vinsemd vil eg minna þig á það, að til eru setningar í grein þinni, sem ekki þyrfti að setja undir mjög stór stækkunargler, til þess að þær kæmu illa við tilfinningar ýmsra vel krist- inna manna. Það má hamingjan vita, nema einhver segi það sama um mina grein, þó að eg ætli mér ekki að móðga einn eða neinn. í því efni verður aldrei synt fyrir öll sker, enda verðum við að tem ja okk- ur þá virðingu fyrir málefninu, sein um er að ræða, að við þolum að heyra sitt af hverju, án þess að það setji okkur út af sporinu. Eg býst við, að þú sért mér samþykkur í því, að margt málefnið strandi á hinni álgengu firtni, hótfyndni og orð- hengilshætti, ásamt þeirri myrk- fælni, sem keoiur fólki til að hræðast nöfn manna, flokka og stefna eða ákveðin orðatiltæki, eins og fávís börn óttuðust Grýlu og Leppalúða forðum. í von um að bæði okkur, ritstjórunum og öðrum takist að ræða þessi mál af hófi og stillingu, vil eg taka undir þá ósk þína, að orð- ið geti f jörugar umræður um kirkju- málin á næstunni. En þeir aðstand- endur málsins, sem fyrst og fremst. þurfa að láta til sín taka, eru kirkju- félögin sjálf. Og sem betur fer, hafa þau þokað málinu 'dálítið áfram. Einhverja lesendur mína mun ef til vill ráina í það, að í hitt-ið-fyrra fór eg fram á það við bæði kirkjufélög- in, að hvort um sig settu nefnd og skyldu þær nefndir framkvæma i sameiningu athugun á því, hvort og að hve miklu leyti skipulögð sam- vinna með kirkjufélögunum væri framkvæmanleg. Sameinaða kirkju- félagið kaus nefndina undir eins, og er hún búin að vera þar til taks síð- an. Á lúterska kirkjuþinginu var málið rætt. Séra Kristinn K. Ólafs- son Ihélt ræðu um það; taldi hann ýms alvarleg vandkvæði á fullkom- inni samvinnu, en hins vegar væru ýms málefni, sem eðlilegt væri, að báðar kirkjurnar ynnu að í sam- einingu. Málinu var, að því er eg bezt veit, visað til aðgerða stjórnar- innar. Síðan hefi eg beðið með kristilegri þolinmæði eftir skriflegri tilkynningu frá forsetanum um það, hvort stjórnin ætlar að verða við tilmælum mínum eða ekki. Það hef- ir ekki verið mín hugmynd, að þess- ar nefndir væru sameininganefndir, heldur fyrst og fremst rannsóknar- j nefndir, sem gerðu sínar athuganir og tillögur, er síðan væru lögð fyrir kirkjuþingin til afgreiðslu. Gangi ekki saman, er ekkert við því að segja. Samþykki stjórn kirkjufé- lagsins að kjósa enga nefnd og láta ekki fara fram neina athugun, er heldur ekkert við því að segja, en æskilegt væri, að hún tæki af allan vafa sem fyrst. Ekki svo að skilja, að mér liggi persónulega neitt á svarinu. En hitt er annað mál, að okkur öllum Vestur-Islendingum liggur á að fá lausn á þeim ‘vanda- málum, sem hér er um að ræða, ef við viljum ekki, að alt sé á ringul- reið, þegar næsta kynslóð tekur við. Við skulum því vona, að kirkju- stjórnin svari mér játandi og sam- þykki, að taka þátt í formlegri at- hugun á samvinnumöguleikum. Eg er þess fullviss, að allur þorrj ís- lendinga út um bygðir, er því hlynt- ur, við reynum alt, sem á nokkurn hátt getur miðað að því, að við verð- um “allir eitt, á þjóðlegum og drengilegum grundvelli.” Vertu æfinlega blessaður, þinn einl. Jakob Jónsson. ar vetrar, koma þeir með alla káss- una á sveitarfundi, heimta brauð og smjör, kjöt og fisk; og þetta verður svo einhver bóndinn að borga, sem alla tíð vinnur, þegar ómagarnir liggja inni í kofum sinum iðjulaus- ir. Áður en Indíánar kyntust hvítum mönnum, voru þeir góðir veiðiinenn og söfnuðu sér forða til vetrarins, og sáu vel ulm börn sín, en nú er algengt að þeir hlaupi burtu frá konu og börnum, ef þeir halda að sveitarfélögin veiti þeim forsjá; hafa auðsjáanlega lært þessa óknytti af hvítum óreiðumönnum, sem safn- ast hafa lí stónborgir og bæi, og heimta þar góða atvinnu, sem aldrei verður til framar, eða þá fríja framfærslu af þeim, sem slyngari voru að bjarga sér, og fóru sparlega með fé sitt. Sumir eru að klifa á þvi, að það sé óþarfi að svelta í landi, sem hafi full forðabúr af mat, álíta víst að hann hafi fengist fyrir- hafnarlaust, og vilja fá hann fyrir- hafnarlaust. Sjáið grein Jakobs Norman og “Social Credit” í Heims- kringlu 5. janúar. En hvað er hveitið í kornhlöðun- um? Ekkert annað en bændavara, sem býður eftir kaupanda, svo bónd- inn geti borgað skatt sinn og lífs- nauðsynjar. Iðjuleysinginn á ekk- ert tilkall til þeirra, þó maður heyri daglega klyngt á því á borgartorg- inu, að óþarfi sé að fólk líði skort meðan nógur forði sé til í landinu. Eða hvað hefir bóndinn upp úr frataleiðslu sinni, ef hún er etin upp af þeim sem ekki geta borgað honum neitt fyrir hana ? Það er að vísu lofsvert að nóg er framleitt í Iandi voru af lífsnauðsynjum, en fram- leiðandinn verður að fá góðan gjald- miðil fyrir hann, sér til gagns og knít, og hegndu þeiin grimmilega ef þeir drógu dálítið undan. En það eru ríkisskuldirnar, sem öllum hugsandi mönnum stendur mestur ótti af, því nú þarf 10 tölu- stafi til að tákna upphæð hennar, og bráðum 11, því öfugstreymið hefir tekið þjóðarskútuna svo hörðum tökum, að það tekur nokkurn tíma að stöðva hana, þó held eg öllu sé óhætt og ekki verði strand, því gull- . tekja landsins er mikil, og þó hún sé dýrkeypt, þar eð alt, eða mest-alt gull hér er í hörðu grjóti, þá er Grótta iðin að verki d öræfum lands- ins, að framleiða Fróða-mjölið; það hefir numið rúmum 100 miljónum dollara árlega, fyrirfarandi ár, og að líkindum margfaldast í framtíð- inni. Námaauðlegð Canada er ómetan- leg, og nógu torsótt til þess að hún verður eigi ausin upp af útlendum yfirgangsseggjum i nsestu þúsund ár. \ egna þessa mikla gulls í fé- hirzlu Canada, getur rikið gefið út samkvæmt bankalögum landsins, ó- grynni af bankaseðlum til að borga prívat bönkunum verðbréfin, sem þeir hafa í höndum; frá stjórn vorri; þau voru keypt fyrir bréfpeninga, og i alla staði rétt, að Ixirga þau í sömu mynt. Svo að öllu athuguðu, er held eg engin hætta á að Canada verði gjald- þrota, nema þá ef afturhaldsmenn kæmust til valda, þvf þeir eru vdsir til að lána C.P.R. allar járnbrautir landsins, gefa bönkunum einkaleyfi á öllum námum rikisins og auðkýf- ingum kauprétt á öllu hveiti bænd- anna, gegn þægilegri þóknun! En til þess kemur vonancji ekki, oryggis, að öðrum kosti hættir hann ! 1>VÍ væri fólkinu allar bjar§ir að framleiða meira en sinar eigin þarfir eins og Rússar gjörðu, þegar Soviet-stjórnin tók af þeim helming af öllu sðm þeir framleiddu fyrirj bannaðar. ♦ Borgið LÖGBERG ! INNKÖLLUNAR-MENN LÖG8ERGS Öttist ekki Eftir S. Baldvinsson. Það er orðði mörgum áhyggjuefni hve atvinnuleysi og örbirgð fer vax- andi í stærri borgum og bæjum i Canada, því hér í nærliggjandi sveit- um ber ekki mikið á þvi, nelma þar sem Indíána kynblendingar eru f jöl- mennir, en það er þó mest því að kenna, að þeim hefir verið komið upp á það, en eins og alkunnugt er, hafa þeir lítinn manndóm i sér fólg- inn. Þeir eru því hættir öllum veiði- skap og seztir að í kofum sinum og kvelja konur sínar og krakka i hungri, þó skógarnir séu fullir af dýruitn, og vötnin af fiski. Svo þeg- Amaranth, Man.............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man.............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man................Sumarliði Kárdal Baldur, Man...................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..........Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.................S. Loptsop Brown, Man, .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdai Glenboro, Man...................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Hecla, Man................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota...............John Norman Husavick, Man. .............F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man. ...........John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man.................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrimson Mozart, Sask. ..........J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld Oakview, Man.......................>....Búi Thorlacius Otto, Man...............................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash...................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak.............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man...............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.