Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. JANÚAR, 1938 NÚMER 3 Fimtíu ára hátíðahald MikiíS var um dýrSir í heimkynn- um Goodtemplara 30. desember síð- astliSinn. Var þá hátíðlegt haldiÖ hálfrar aldar afmæli stúknanna. Af- mæli Heklu var nokkru áÖur, en Skuldar nokkru seinna. En eins og góöar systur miÖluÖu þær málum, mættust á miðri leiÖ og héldu afmæli sitt sameiginlega. Annars er vert að geta þess, aÖ sá félagsskapur, sem hér er um að ræöa á hreinni braut að baki sér en flest önnur félög, sem fæÖst hafa og starfað í vestur-íslenzku félagslífi. I Goodtemplarareglunni hafa stað- ið og starfað mætir irmenn og kær- leiksrikar konur úr öllum flokkum vor vor á meðal; um f jöldamörg ár gengust stúkurnar fyrir því aÖ láta lækna áfengissjúka menn; voru þeir allmargir, sem þeirra lækninga nutu og kostaði það ærið fé; en sumir þeirra manna urðu eftir það nyt- samir borgarar og leiðandi tnenn. Þá má geta þess að stúkurnar hafa um f jölda mörg ár haft sjúkrasjóði; faefir þaðan verið miðlað fé til liðs og liknar veiku fólki. Alls hafa stúlkurnar útbýtt úr þeim sjóðum yfir tíu þúsund dölum ($10,000) Þá ber að minnast á hið þjóð- ræknislega gildi stúlknanna. Auk þess hversu þær hafa með funda- höldum og ýmsilm ritum haldið við íslenzkri tungu, gengust þær fyrir þvi snemma á tímum að stofna hinn svonefnda laugardagaskóla og héldu honum uppi með góðum árangri og allmikilli aðsókn um margra ára skeið. Þegar Þjóðræknisfélagið hófst, afhentu stúkurnar því þessa starfsömi. Oft hafa meðlimir stúknanna lagt á sig vökur og vinnu til þess að afla fjár 'í þessa sjóði. Þá hefir mikl- um kröftum verið varið til þess að byggja stóúhýsi til fundarhalda; hefir sú bygging verið marg-endur- bætt þangað til hún nú er orðin ein glæsilegasti samkvæmissalurinn sem þessi bær á. Auðvitað hafa öll þessi störf -tferið aukaatriði; aðalverk félagsins verið bindindisstarfið. íslendingar hafa í raun og sannleika í liðinni tíð verið brautryðjendur og leiðtogar bind- indismálsins hér í landi. Þetta er hvorki skrum né skjall; það er við- nrkent yfirleitt — með þakklæti og Urðingu af siímum en vanþóknun og óþökk af öðrum. Sumir eru þeirrar skoðunar, að sá tlrni sé liðinn, sem þörf hafi verið a hindindisbaráttu vor á meðal; en það er hinn mesti misskilningur. Á meðan helgasta stund ársins — jóla- hátíðin — er notuð til þess að safn- ast saman á heimilum og öðrum stöðum, til eiturdrykkju, sem svo Sengur langt, að menn og konur — Ja, og konur — eru flutt blá og » ooug; marin og meðvitundarlaus á sjukrahúg og vitlausraspitala — já, a nieðan stjórn landsins veitir jóla- & c ’inni 1 þann farveg með eitursölu, er sannarlega ennþá vinnu þörf. ( ’g Goodtemplarar hafa ekki lagt a' ar í bát. Þeir eru enn á verði, þótt air séu. Margir liafa fallið í bar- unni þessi fimmtíu ár — fallið C. lc'Ór>. Aðrir hafa gefist upp “f. ?gt mcrliis e«a fleygt >vi « , horn, þar sem l!tis ,„r . þvi svikiS og gerst hðhlaupar. Fn fylking trúrra starfsmanna heldur ennþa ínerkinu á ]0fti og t>erst eins trúlega og nokkru sinni aður, hvort sem um er að ræða sókn eða vörn. Ekki ber því að neita að oft hafa verið skiftar skoðanir og allharðar deilur innbyrðis meðal Goodtempl- ara sjálfra; hefir sitt sýnzt hverjum, emlægni og ákafi ríkt á báðar hliðar og lent í hörðum rimmum. En þess- ar mnn deilur hafa eflt starfskraft- Hamingjuóskir til Lögbergs! í tilefni af 50 ára afmæli þess 14.jawúar 1938 Þann dag er það fimmtugt, hið fróðlega blað, eg fagnandi kaupandi lukkuósk sendi; með heiðri og röggsemd það ríður í hlað, eg rétti því hlýjustu þakklætis hendi, því Lögbergið unga sem Lögberg hið forna var lýsandi bjargvætt, um dimmustu morgna. Svo magnist þinn heiður og hamingja öll, að hepnast þér megi oss saman að tengja, þér sameinis't öfl þau og andríkis tröll, sem íslenzka þjóðflokksins tilveru lengja, og andinn, sem fegurstu myndirnar málar af merkustu sérkennum íslenzkrar sálar. Og stækki þinn sigur á stríðsvelli hér og styrkur frá þjóðinni bregðist þér eigi, því alþjóðarsameining ávöxt þann ber, sem okkur fær bjargað á framtíðar vegi, og vertu liér leiðtogi lýðsins vors unga, svo lifi vor þjóð og hin íslenzka tunga. V. J. Guttormsson, Tucson, Arizona. ana, aukið fundasóknir, skapað lif og fjör. En þann dag í dag er uppi all- hörð deila, sem skiftir félagsfólkinu í tvær fylkingar, ákveðnar og fylgi- fastar. Er alls ekki um það að efast að hér fer sem fyr, að vægðarlaust verður barist til úrslita, en allir sátt- ir eftir orrahríðina, hvernig sefm úr- slitin verða. Því þótt menn greini á um ýms sérstök atriði og bituryrði hrökkvi af tnunnum manna meðan á hríðinni stendur, þurfa andstæð- ingar bindindismálsins hvcfrki að hlæja né hlakka yfir því að mist verði sjónar á aðalmarkinu eða merkið lækkað — þar eru allir sam- imála. * # * Þessi fimmtíu ára hátið Good- templara fór prýðilega fram. Hafði mörgum verið boðið, sem nú eru utan félagsins; má þar til nefna frú Halldóru Bardal, en maður hennar, P. S. Bardal, hafði verið einn af fyrstu embættismönnum félagsins; frú Jóna Goodman, sem er ein af stofnskrármeðlimum og frú Jón Júlíus, en i húsi hennar og manns hennar var haldinn fyrsti fundur fé- lagsins. Var staðið upp til virðing- ar við þessar konur. Prófessor Richard Beck — einn allra atkvæðamesti maður félagsins stjórnaði hátíðinni; fórst honum það vel og skörulega að vonum. Að fundi settum flutti hann fag- urt og kjarnyrt erindi; skal þvi ekki frekar lýst, því það verður birt í ís- lenzku blöðunum að verðleikum. Þá 'flutti A. S. Bardal Stórtempl- ar ávarp og heillaóskir til stúknanna fyrir hönd stórstúkunnar; þar var á ýimislegt drepið, sem vert væri um að hugsa. Sú ræða verður að sjálf- sögðu prentuð. Arinbjörn er og hefir æfinlega verið með fádæmum fórnfús og einlægur bindindismaður, enda hef ir hann verið Iheiðraður með æðsta sæti félagsins lengur en dæmi séu til og skipar það enn. í Stefán Einarsson, ritstjóri Heims- kringlu, hinn einlægasti og tryggasti starfsmaður um mörg ár, hafði ver- ið valinn til þess að semja sögu sútkunnar Heklu og gerði það vel og rækilega. Sú ræða er þegar prent- uð á öðru blaðinu og birtist sjálf- sagt einnig i hinu. Þar er um marg- an og merkan fróðleik að ræða. Gunnlaugur kaupmaður Jóhanns- son var herskyldaður til þess að semja og segja sögu Skuldar, var hann allra manna bezt til þess fall- inn, því hann hefir bæði verið cterk- asti klakaklárinn og fimasti skeið- hesturinn í stúkunni á þessari fimm- tíu ára ferð. Ræði hans þarfnast engra athugasemda, hún birtist óef- að í báðum blöðunum. Stuttar ræður fluttu fimrn prestar í þessari röð : Séra R. Marteinsson fyrverandi stórstemplar, séra Carl J. Olson, séra G. P. Jónsson, séra Jóhann Bjarnason og Dr. B. B. Jónsson. Allar lýstu ræðurnar því hversu prestarnir unna bindindis- málinu, enda heyra þeir allir til goodtemplarastúkunum. Hjálmar Gíslason, hinn trúi og tryggi bindindisfrömuður, flutti frumort kvæði vandað og vel samið sem blöðin munu birta. Tveir ungir piltar skemtu: annar með einspili á pianó; var það Rich- ard Beck, bróðursonur prófessorsins og Jöhn Butler með upplestri; er iiann íslenzkur í aðra ætt en enskur í hina og talar íslenzku sem alís- lenzkur væri. Sá, er þessar línur ritar sagði fáein orð. Fjöldi islenzkra söngva var sung- inn á milli ræðanna og stjórnaði þeim söng Jóhann Th. Beck. Allar skemtanir fóru fram undir borðum og voru veitingar hinar myndarlegustu. Fimmtíu ára ferill stúknanna er svo merkilegur að um hann hefði átt að skrifa rækilega, því hann er sterkur og áberandi þáttur í félags- lífi Vestur-íslendinga. Hefði þess- um atburði verið verðugur sórni sýndur, hefði verið gefið út minn- ingarrit í sambandi við hann. Sig. Júl. Jóhannesson. . VINAÞEL. til Óla Thorstcinsson og Þuru Jónasson við giftingu þeirra, 19. desember 1937. Yar á ferðum farinn veg fyrir skömmu hér um daginn. Frétt á húsi heyrð eg, heim þá fór eg baka slaginn. Þura Jónas ætlar að Óla af giftast, heyrið það! Það er Óli Thorsteinsson, þessi strengja-fiðlu-smiður. Af honum góðs eigum von, i honum býr ró og friður. Þarna sjáið sæmdarpar, sólskins hjón og gleðinnar. Þuríður með þýða lund, þessi lífsins berðu merki. Guð þig blessi, bliða sprund, . bæði í huga, orði og verki. Sjá, við munufti sakna þín, sannfæring er þetta mín. Við á Betel ykkur öll óskum góðs af huga og munni. Óánægju engin spjöll sér eigi stað á lífsins grunni. Drottinn yður leggi lið, leiði, blessi, gefi frið. Lifið sæl i lengd og bráð laus við alt, sem mein vill baga; hljótið allra ást og náð alla yðar lífsins daga,— mín er eina æðsta von, óskar Lárus Árnason. Lárus Árnason, Betel. ÚR RBRÉFI frá Miss Svövu J. Brand, dótt- iiv þeirra Mr. og Mrs. Thor. J. Brand. Grettisgötu 71, Reykjavík, 18. desember 1937. Mr. Cooper, Manager Dominion Business College, Winnipeg: "Nú er langt síðan eg hefi skrif- að, og þakka eg hér með hið góða bréf yðar síðast. í síðastliðnum júnímánuði vann eg sem skrifari hjá Mr. Robert Veal, sem þá var í Reykjavík, til að rann- saka vissar misfellur i starfrækslu Landsbanka íslands; var hann sér- staklega ánægður með verk mitt, og gaf mér ágæt meðmæli. Um þessar mundir komst eg i kynni við formann bankaráðsins, sem jafnframt er forseti íslenzkra samvinnufélaga, og bauð hann mér atvinnu við vélritun á skrifstofum þessarar stofnunar, sem er langsam- lega umfangsnnesta viðskiftastofn- unin á Islandi. I sumar sem leið ferðaðist eg nokkuð um heima, og sá flesta af fegurstu sögustöðum sunnanlands, en næst tekst eg ferð á hendur til þess að heimsækja frændfólk mitt austan- og norðanlands. Af Free Press og íslenzku viku- blöðunum, fylgist eg með þvi, sem er að gerast i Winnipeg. Það fékk mér mikils fagnaðar, hve nemendur Dominion Busness College sköruðu fram úr öðrum í vélritunarsamkepn- inni á Torontosýningunni í fyrra. Sem ein úr hópi þeirra, sem útskrif- ast hafa af “Dominion,” fagna eg yfir þessu og finst sem eg sé óbein- linis bluttakandi í heiðrinum. Með hugheilum árnaðaróskum til yðar og allra við Dominion Business College.. Yðar með virðingu, Svava J. Brand. UPP TIL FJALLA lieitir ljóðabók, nýlega prentuð og gefin út af ísfoldarprentsmiðju h. f. Höfundur hennar er Sigurður Jónsson, bóndi að Arnarvatni i Mý- vatnssveit, sem fyrir löngu síðan er þjóðkunnur. í nær mannsaldur er þjóðin búin að syngja “Blessuð sértu sveitin mín,” — þetta dásamlega fallega kvæði, sem þrungið er af hrifningu og fögnuði sonar einnar fegurstu og einkennilegustu sveitar- innar hér á íslandi. Líklega á eng- in önnur sveit hér á landi slíkan lofsöng; þessvegna taka hann svo margir sér í munn, þegar þeir vilja minnast sveitarinnar með ástúð, hvar á landinu sem er. En þetta er fyrsta ljóðabókin, sem kemur út eftir höfundinn. í henni eru um 80 kvæði. — Hvað halda menn, að hún kosti? Aðeins kr. 3.50 í laglegu bandi! Óvanalega lágt verð, eftir því, sem nú gerist. Líklegt er a. m. k. að allir kunningjar og vinir Sigurðar á Arnarvatni fái sér hana —ef þeir ná henni áður en hún selzt upp — og liklega flestir, sem hafa mætur á hinnum ódauðlega “þjóð- söng bygðanna.” En hversu margir eru þeir íslendingar, sem kvæðið “Sveitin mín” er ekki “kært og hjartabundið”? — Fleiri kvæði eru falleg :í þessari bók. Eitt þeirra er “Húsmóðirin,” sem er kveðið af svo imiklum skilningi og samúð tneð hús- mæðrunum, að eg vildi leggja til, að það yrði lesið upp viða á samkom- um, í stað all-margra af þeint ræð- um, sem þar eru fluttar fyrir minni kvenna.—V. G. —Dvöl. The Young Peoþles’ Society of the First Lutheran öturch has made arrangements for a Toboggan Party to be Iheld on Monday, January 24th at River Park. This is an excellent opportunity for new members to be- cotne acquainted. Members and friends are asked to meet in the church parlors at 8.15 p.m. Remern- ber the date! Monday, January 24th. Mr. Páll Stefánsson frá Árborg kom til borgarinnar á föstudaginn var, og dvaldi hér fram yfir helgina. Mr. Guðmundur Sigurðsson ak- týgjasmiður frá Ashern, dvelur í borginni þessa dagana. Mr. Th. Stone, framkvætndar- stjóri við bíladeild T. Eatons félags- ins hér í borginni, lagði af stað suð- ur til Californíu á mánudaginn var ásamt frú sinni. Gerðu þau hjón ráð fyrir að verða að heiman um þriggja vikna tíma. Mr. Tryggvi Ingjaldsson sveitar- ráðsmaður frá Árborg, kom til borg- arinnar á mánudaginn til þess að leita sér lækninga. Miss Margrét Björnson, B.A., lagði af stað á mánudaginn var aust- ur til Torontoborgar, en þaðan ætl- aði hún svo suður til Hartford í Connecticutríki, í ihieimsókn til syst- ur sinnar og móðursystur. The annual general meeting of the Young Icelanders will be held in the Jón Bjarnason Academy, Feb. 2ist, at 8.00 p.m. All members are re quest to attend. íslenzka deildin af Manitoba Social Credit Leagu* (Sargent Group No. I) heldur fund að heirn- ili Hjálunars Gíslasonar, 733 McGee St. fimtudagskveldið 20. janúar, kl. 8 e. m. Óskað er eftir að allir með- limir og aðrir þeir, sem málefninu eru hlyntir, sæki fundinn. Miss Salome Halldórson flytur stutt erindi. Dr. P. H. T. Thorlaksson dvelur um þessar mundir suður í Californíu ásamt frú sinni. Miss Kristín Skúlason, kenslu- kona frá Geysir, Man., var nýlega skorin upp við innvortis meinsemd á Almenna sjúkrahúsinu hér i borg- inni. Er hún nú á góðum batavegi, að því blaðinu hefir verið skýrt frá. FRJALSLYNDI FLOKKUR- INN VINNUR STÓRSIGUR rifí auhakosningu til santbands- þings í Montreal Síðastliðinn mánudag fóru fram aukakosning til sambandsþingsins i St. Henri kjördæminu í Montreal. Þrír fratnbjóðendur voru í kjöri, T. A. Bonnier, bæjarfulltrúi, af hálfu frjálslynda flokksins, Camillien Houde, fyrrum borgarstjóri í Mon- treal, og um eitt skeið leiðtogi ihalds flokksins í Quebecfylki, studdur af Fasistafylkingu Duplessis forsætis- ráðgjafa, auk utanflokka frambjóð enda, er þó taldi sig hlyntan núver- andi sambandsstjórn. Úrslit urðu þau, að Mr. Bonnier vann kosning- una með nokkuð á fimta þúsund at- kvæða umfram Mr. Houde. Utan- flokka maðurinn fékk ekki nema ör. fá atkvæði. Mr. Peter Anderson, kornkaup- maður, lagði af stað suður til Florida á mánudaginn var, ásamt frú sinni og tveim dætrum. Mr. Einar Eyford frá Lundar, dvelur í borginni um þessar mundir. Miss Helga Johnson frá Steep Rock, dvelur í borginni þessa dag- ana. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnað- ar, heldur fund í samkomusal kirkj- unnar á fimtudaginn þann 20. þ. m. kl. 3 síðdegis. Þess er vænst að félagskonur mæti stundvíslega. Mr. Gísli Sigmundsson verzlunar- stjóri að Hnausa, Man., kom til borgarinnar í vikunni sem leið í sveitanmálaerindum. Mr. B. J. Lifman, oddviti Bifröst sveitar, var staddur í borginni í fyrri viku í erindagerðum fyrir sveitina. Guðsþjónustur og samkomur með myndum Sunnudaginn 23. janúar prédikar séra Guðm. P. Johnson að Langruth kl. 2 e. h. og kl. 7 e. Ih. Ensk guðs- qónusta með skýringum á 90 ljóm- andi fræðandi, ritningarlegum skuggamyndum, sem fjalla aðallega um kenningu Jesú Krists ásamt ýms- um kraftaverkum er Drottinn gjörði. Einnig verða sýndar nokkrar fræð- andi niyndir bæði af íslandi og Nor- egi eitthvert vikukvöldið, og verður það nánara auglýst þar á staðnum. Fimtudaginn 27. janúar verður skemtisamkoma í norsku lútersku kirkjunni á horninu, Victor St. og Wiellington Ave., kl. 8 e. h. Þar sýn- ir séra Guðmundur Johnson 47 ís- landsmyndir ásamt fræðandi skýr- ingum, einnig 61 mynd af Noregi, og fleiri skemtimyndir. Inngangur ókeypis. Samskota leitað. Allir velkomnir. ATTENTION ALL JUNIOR LADIES’ AID MEMBERS ! Please come one and all to your Birthday Party meeting next Tues- day, January 25th, in the Church Parlors, at 3 o’clock. SILVER TEA Silver Tea og sala á heimatilbún- um mat, verður haldin í salnum á 7. gólfi i T. Eaton búðinni, mánu- daginti 24. janúar, frá kl. 2.30 til 5.30 e. h., undir umsjón stórstúku Manitoba og stúknanna Heklu, Skuldar og Britannia, til arðs fyrir útbreiðslusjóð Stórstúkunnar. Hinn velþekti gestur frá Islandi, fröken Halldóra Bjarnadóttir, verður þar i þjóðbúningi og flytjur kveðju frá íslandi. Einnig verður Mrs. Á. Blöndal í íslenzkum búningi. Að taka á móti gestum verða Mrs. A. S. Bardal, Mrs. B. J. Brandson, Mrs. W. A. Cooper. — “Ho>me Cooking” Mrs. G. Johannson, Mrs. S. Odd- leifsson. Umsjón með kaffiborð- um hafa Mrs. J. B. Skaftason, Mrs. J. T. Beck, Mrs. J. Magnússon, Mrs. J. Jónatansson, Miss S. Eydal, Mrs. S. I’aulson, Mrs. W. J. Battley, Mrs. E. Carr. Að skenkja verða: Mrs. R. Mar- teinsson, Mrs. B. B. Jónsson, Mrs. A. Blondal, Mrs. S. Gislason, Mrs. Paul Bardal, Mrs. O. Stephensen, Mrs. G. Breckman, Mrs. Ph. Pét- ursson, Mrs. Á. P. Jólhannson, Mrs. H. Geddes, Mrs. J. A. Comba, Miss M. Lambert.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.