Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.01.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANtrAB, 1938 Högberg Geíið út hvern fimtudag aí I U E COLUMBIA PRE88 LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Col'imbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Dagleið á fjöllum” Bók sú, sem hér verður vikið að, er rit- bákn mikið, eða ritgerðasafn, eftir mikilvirk- asta rithöfund íslenzku þjóðarinnar, sem nú er uppi, og fyrir margra hluta sakir þann .sér- kennilegasta, Halldór Kiljan Laxness; hefir um hann staðið meiri styr en nokkurn annan rithöfund samtíðarinnar, og fer það að von- um; hann stendur, að minsta kosti í vissum skilningi, flestum, ef ekki öllum rithöfundum nær þjóð sinni, með því að viðfangsefni hans ílest hver, eru beinlínis tekin úr nútímalífinu; hann tekur óvægilega á misbrestum samtíðar sinnar, hver sem í hlut á, og svíður þessvegna margan manninn undan penna hans. 1 af- stöðu .samtíðarinnar til skáldverka Laxness, endurspeglast oft og einatt hið fornkveðna, að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Halldóri Kiljan Laxness hefir þráfald- lega verið núið því um nasir, að hann sýndi myndir sínar í spéspegli; að söguhetjur hans, margar hverjar, væri lítið annað en tómur heilaspuni, ósamrýmanlegar menningarlífi hinnar íslenzku þjóðar; vafalaust hefði marg- ur kosið að svo væri. En því miður mun þvi þann veg farið, að myndir þær úr nútímalífi. íslenzku þjóðariipiar, er Laxness dregur fram, hafi við dýpri og víðtækari rök að styðjast en margir renna grun í eða vilja hreinskilnisiega kannast við. Óumflýjanlegt er, að það sé jafnframt tekið til greina, er um íslenzkar nútímabókmentir ræðir, að þó Is- land standi oss, er að heiman fluttumst, og nú byggjum vestrænar Furðustrendur, jafnan ljóslifandi fyrir sjónum, umvafið hlýjum minningabjarma, þá hafa víðtækar breyting- ar átt sér stað í þjóðlífinu, og sett á það sinn sérkennilega svip. Þessar myndbreytingar verðum vér að gera oss fult far um að skilja, áður en vér fordæmum einn eða annan, sem bregður þeim upp í bókum sínum.— Halldór Kiljan Laxness er maður óvenju vængjaður í rithætti; stíllinn blóðríkur og eggjandi; hann er hrifnæmur langt fram yfir það, sem alment gerist, og stimplar á pappír í hita augnabliksins það, sem nýs'tárlegast fyr- ir auga og eyra ber. Eln slíkt getur auðveld- lega til þess leitt, að sjaldgæfar undantekn- ingar beri heildarsvip þjóðfélagsins ofurliði, og verður það engan veginn talið ákjósan- iegt. Misjafnir eru dómar manna. Fólk velt- ist uin af undrun og ánægju yfir því að horfa á tötrum klæddar táknmyndir íslenzkrar bændamenningar, bændaveslingana í Skugga- Sveini Matthíasar, en ætlar alveg af göflum að ganga, ef nokkrir af hliðstæðum svipum samtíðarinnar eru dregnir fram í dagsljósið, hvort sem það er gert af Halldóri Kiljan Laxness eða einhverjum öðrum. 1 “Dagleið á fjöllum” kennir óneitanlega margra grasa; þar er meðal annars að finna ritgerðina um Stephan G. Stephansson, ljóð- víkinginn vestræna, er Laxness skrifaði fyrir Lögberg og Heimskringlu meðan hann dvaldi í Winnipeg. Svo sérstæð er ritgerð þessi og íturhugsuð, að fram til þessa kemst þar eng- in önnur ritsmíð um þenna mikla mann í hálf- kvisti við. Minningargrein þessari lýkur með svofeldum orðum: “Hann var mikið fyrirbrigoi, þessi ís- lenzki vökumaður, þessi norræni landnemi í óbvgðum Vesturálfu, og er það oss í senn stolt mikið og upphefð að hafa átt hann. Lúður hans sem langspil túlka hið æðsta og háleit- asta í fari hins norræna manns. Nú hefir dauðinn kallað hann, þessi gamli, góði félagi, sem dokar við þröskuld vor allra. Göfugustu kendir í barmi vorum eru það sem hlusta á bergmálið af síðustu fótatökum hans dvína meðal vor.” “Dagleið á fjöllum” er í rauninni ferða- saga, auðug að litbrigðum og margvíslegum hyggju- og málfarsteikningum. Auk grein- arinnar um S'tephan G. Stephansson, ritar höfundurinn um indverska skáldspekinginn Tagore, og forustuskáld rússnesku þjóðarinn- ar, Maxim Gorki; hann ritar og um hljómlis't, málaralist, jafnframt því sem hann fleygir sér út í hringiðu stjórnmálanna, og gagnrýn- ir jöfnum höndum jafnað'armensku og Fas- isma; hann lætur einnig triímálin til sín taka • og sýnist helzt ekki láta sér nokkurn skapaðan hlut milli himins og jarðar óviðkomandi. Og yfir þessu öllu saman svífur hraðfleygur andi margbrotins lis'tamanns, sem svo er víða magnaður að stílþrótti, að nærri lætur sem mannheimar leiki á reiðiskjálfi, eða gjörn- ingaveður sé í aðsigi. “Dagleið á fjöllum” hefst með ferðalýs- ingu um Austurland, þar sem höfundur, ný- kominn úr Suður-Evrópuför, verður að skáldi í Hallormsstaðaskógi, eins og hann sjálfur kemst að orði í eftirfarandi vísu: ‘ ‘ Hann sem fór áður vegaTvilt í borgum og vínin drakk í margri ljótri kró, hann sem var áður hlaðinn þyngstum sorgum, —hugsaði bitrast er ’ann glaðast hló, hann, sem var áður afglapinn á torgum er orðinn skáld í Hallormsstaðaskóg.”— Ritstjóra þessa blaðs var um nokkurt skeið ekki með öllu ókunnugt um það, hvemig umhorfs var í Jökuldalsheiðinni. En því er að þessh vikið hér, að ein ritgerðin í “Dag- leið á fjöllum,” er um Jökuldalsheiði, þar sem skáldið gisti í skammdeginu á kotbæ ein- um næsta fátæklegum. Gestum var tekið eft- ir föngum, að því er skáldinu segist frá, þó mjólkurlaust væri með öllu á heiðarbýlinu, með því að bóndinn hafði slátrað einu kúnni til þess að hafa nóg handa kindunum. Far- iaga gamalmenni, móðir bónda var á bænum; hana langaði í mjólk: “ sagðist altaf vera að óska sér þess að hún hefði .svolítinn mjólkur- dropa; allan daginn og alla nóttina yæri hún að óska sér þess, bara svolítinn dropa.” Ekki hefir búskapnum í Jökuldalsheiðinni farið fram upp á síðkastið, sé lýsing Laxness í fullu samræmi við sannleikann, því venjulegast var þar nóg “að bíta og brenna,” og heldur aldrei alveg mjólkurlaust, er vér þektum til. Hitt er furðulegra, ef það er rétt, sem Laxness gefur í skyn, að skapast hafi nýtt og afkáralegt málfar í Jökuldalsheiði. 1 niðurlagi lýsingarinnar um gistinguna á heiðarbýlinu, leggur Laxness kotbóndanum J)essi orð í munn: “Eru góðir afréttir á Italíunnif (A Italí- unni, sbr. í heiðinni) ” Ritgerðin um Stefán skáld frá Hvítadal er að öllu leyti hin prýðilegasta; nákvæm skilgreining á sálarlífi þessa milda og mjúk- stefjaða píslarvotts hvítadauða og annara mannlegra þjáninga; höfundarins að frum- stæðum “Söngvum förumannsins,” og “Heil- agri kirkju.” Laxness kveður Stefán frá Hvítadal á þessa leið: “Hér var, eins og fyrri daginn, mikil snildargáfa ofurseld afleiðingum þröngra kjara, íslenzkri fátækt hafði enn tekist að kippa vextinum úr íslenzkum anda, draga hann niður á svið sem honum var ósamboðið, og ræna um leið íslenzkar bókmentir ómetan- legum verðmætum. Ekki sízt vegna þess hve skáldgáfa Stef- áns er stórbrotin og rík á möguleika, er auð- velt að benda á takmarkanir hans. En það er vitanlega ófrjó sýsla að festa hugann við takmarkanir hans, enda hefi eg í þessu laus- lega yfirliti talið mér skyldara að benda á hið gagnstæða. 1 Stefáni frá Hvítadal bjó mikið skáld, bæði um það er gáfur snerti og vinnubrögð. Meðferð hans á íslenzkri tungu er auðug að göfgi, fegurð og hreinleik í gleði og sorg, mál hans er frá fyrstu kvæðum hans til hinna síð- ustu, yljað af “upprunans heilögu glóð.” Þegar bezt lætur minna ljóð hans á skíran málm eða tæran kristall. En það má segja um Stefán ekki ósvipað og dr. Helgi Péturss hefir sagt um Þorstein Erlingsson, að það er ekki hans sök, þótt honum dapraðis't flugið, —það voru íslenzk örlög, sem ollu því, eða réttara sagt, íslenzk örbirgð.” Ritgerð þessi um Stefán frá Hvítadal, var fyrir nokkrum árum tekin upp í Lögberg í heilu lagi, og þess- vegna óþarft að fjölyrða um hana að þessu sinni, að öðru leyti en því, að leiða að því at- hygli á ný, Hvert snildarverk hún er. Alveg óviðjafnanlega kemst Laxness vel að orði í fáyrtum ummælum um ljóð Jakobs Smára, “Handan storms og strauma” í þess- ari miklu bók, “Dagleið á fjöllum,” eins og ráða má af eftirfarandi setningum: “Jakob Smári þarf aldrei að flýja á náðir tilfinninganna, þaðan af síður einka- mála sinna, til þess að gdta ort, og er þá mik- ið sagt. Viðkvæmni hans er altaf fullkomlega skáldleg — og almenn. Ljóð hans bera fyrst og fremst öll merki tigins anda. Skynjun hans er dulræn eins og allra mikilsháttar ljóð- skálda, hann sér landslag leysast upp í goð- veru eins og Jónas Hallgrímsson í Huldu- ljóðum.” 1 einasta kafla þessa mikla ritgerðasafns, “Veizla í Buenos Aires,” er meðal annars þannig komist að orði: “Nokkrum kvöldum síðar var eg í veizlu í Buenos Aires, og var sett- ur milli tveggja karlmanna undir borðum, því kvenfólk fær yfirleitt ekki að koma í veizlur í Argentínu, þær eru vandlega geymdar innan hinna helgu véa heimilanna eða hóruhúsanna, og fyrir bragðið fá veizlurnar í þessu landi sérstaklega ömurlegan svip, og ein af þeim veizl- um sem sat hér, var svo ósmekkleg að karlmennirnir voru seinast farn- ir að kyssast grátandi.” Halldór Kiljan Laxness kemur til stórborgar, og dvelur þar drykk- langa stund. Svo grípur hann penn- ann og skrifar eins og sá sem vald hefir, eins og hann þekki hlutaðeig- andi þjóð út í yztu æsar. “Dagleið á fjöllum” er yfirleitt stórmerkileg bók, þó innan um slæð- ist að vísu eitt og annað, er ekki verður til nýtilegra bókmenta talið, og hefði vel mátt liggja í þagnar- gildi, vegna óþarfrar smámunasemi. Bók þessi kostar í kápu $1.75 og fæst hjá Magnúsi Peterson, 313 Horace Ave., Norwood, Man. Opið kunningjabréf TIL JÓNS J. BlLDFELLS FRA UNDIRRITUÐUM. Hr. Jón J. Bíldfell. Kæri vinur! í afmælisblaði “Lögbergs” er all- löng grein eftir þig, þar sem þú m. a. gerir grein fyrir skoðunum þín- um á íslenzkum kirkjnmálum. Mér finst grein þín gefa ágætt tilefni til frekari umræðu um þessi mál, sem vafalaust hafa afgerandi þýðingu fyrir framtíð hins íslenzka þjóðar- brots hér í álfu. Eg þakka þér fyrir vinsamleg ummæli í minn garð, og þó að eg líti öðrum augum en þú á sumt, sem þú minnist á, þá þakka eg þér líka fyrir að rjúfa þá leiðinlegu þögn, sem um skeið hefir ríkt, þar sem þessi mál eru annars vegar. Mér hefir fundist þessi gráa þögn benda á tvent, annars vegar úrræða- leysi, hins vegar á ábyrgðarleysi. Með því síðara á eg við tilhneigingu manna til þess að vilja smeygja sér undan því að bera ábyrgð á því, sem gert er eða gert verður. Þeir, sem eittihvað vilja og eitthvað aðhafast, geta auðvitað altaf átt á hættu, að þeirn skjátlist, en sú er villan örgust að gera ekki neitt og vilja ekki neitt. Þetta mættu menn gjarnan hugfesta. Þú rekur í stórum dráttum þróun íslenzkrar kristni vestan hafs, en eg álít, að í greinargerð þinni gæti vist alknikils misskilnings á þeim hreyf- ingum, sem þar er um að ræða, og ' samhenginu í rás atburðanna. En á því 'hlýtur vitaskuld að byggjast iausnin á þeim vandamálum, sem fyrir liggja. I þeirri von, að þér sjálfum og öðrum þyki það ávinn- ingur, að um þetta sé rætt frá sem flestum hliðum, vil eg nú leitast við að skýra það frá mínu sjónarmiði. Sá, sem vill skilja í kirkjumálum íslendinga, verður fyrst og fremst að gera sér ljóst, að þau eru ekki einangruð fyrirbrigði i sögu heims- ins. Það, sem gerst hefir á meðal vor síðustu áratugina, á orsakir sin- ar í hreyfingum, se mhafa látið til sín taka i kirkjulífi nágrannaþjóð- anna, en fá sinn sérstaka svip við að tengjast íslenzkri sögu. Segja má, að það skerið, sem hinir kirkjulegu straumar brotnuðu aðallega á, síðari hluta 19. aldarinnar, væri Ihinar vís- indalegu biblíurannsóknir. Megin- stefnurnar urðu tvær, og hvernig menn skiftust í flokka, fór aðallega eftir því, hvaða skoðun menrt höfðu á valdi kirkjulegra erfikenninga yfir einstaklingunum. Rétttrúnaðarstefn- an leit svo á, að biblían væri óskeikul bók, en þegar til þess kæmi að skýra innihald hennar eða leiða út frá henni trúarlærdómana, væri það kirkjan, sem stofnun, er ein hefði vald til skýringar og útlistana. Skýr- ingar kirkjunnar og kenningakerfi var að finna í gömlum fundarsam- þyktum ög trúarjátningum. Ný- guðfræðin eða frjálslynda stefnan bygði aftur á móti á því, að biblian þyrfti rannsókna við á sarna hátt og aðrar fornar bækur, og rétturinn til þess að skýra hana og leiða út frá henni trúarlega lærdóma, væri ekki i höndum neinnar stofnunar, heldur hjá hverjum einstaklingi. Þessi grundvallarregla var þó í rauninni alls ekki nú. Það er sjálfsagt megin atriði siðbótarinnar, sem þarna kom til skjalanna' að nýju til, lýðrœðishugmynd í kirkjulegum efn- um. Það var í rauninni heldur ekki nýtt að beita þessari reglu gagnvart biblíunni, því að sjálfur Marteinn Lúter, frumkvöðull sSðbótarinrmr, gerði mun á ritum biblíunnar. Gagn- vart trúarjátningunum tók hann sér einnig það frelsi, að við barnaskírn- ir feldi hann niður mest-alla 2. grein hinnar postullegu trúarjátningar. En á 19. öld hafði handritarannsóknum fleygt fram, og þekking manna á al- mennri trúarbragðasögu aukist svo mjög, að þegar vísindamennirnir þáðu þann rétt, sem hið kirkjulega lýðræði gaf þeim, til að rannsaka ritningarnar, hlaut það að koma meir í bága við erfikenningarnar en nokkuru sinni fyr. Mjög er það misjafnt, hve vísindalegar niður- stöður hafa náð að hafa áhrif á kenningar kirkjunnar í hinum ýmsu löndum, eða hve trúarleg lýðræðis- hugsun hefir náð tökum á alþýðunni. Á Norðurlöndum er t. d. enginn vafi á því, að í íslenzku kirkjunni er lýð- ræðishugsunin sterkust; meðal Norðmanna aftur á móti sýnist helzt ekki um annað að ræða en hinar gömlu erfikenningar í fullu gildi. Svíar munu standa nær íslending- um, en Danir feti nær Norðmönn- um, þó að all-mikill munur sé á þeim tveim þjóðum í kirkjulegu til- liti. Afstaða íslendinga í þessum málum mjög vel skiljanleg. Island er elzta lýðstjórnarland álfunnar, og það má færa að því fullar líkur, út frá kirkjusögu Islendinga og menn- ingarsögu, að þeir hafi um allar ald- ir haft sterka til hneigingu til að meta mikils trú og hugsun einstakl- ingsins. V7ið sjálfa kristnitökuna er gengið út frá því, að guðsdýrkunin sé í insta eðli sínu einkamál manns- ins gagnvart guði. Og sé leitað til sliðustu aldar má minna á það, er skáldið Jónas Hallgrímsson tók upp vörn fyrir íslendinga, þegar dansk- ur maður brá þeim uní trúleysi. Jónas kvað Islendinga vera skyn- semistrúar, þ. e. a. s. hver maður vildi láta vit eitthvað ráða fyrir sér í trúarefnum. Ekki þarf annað en að lesa þær prédikanir, sem prent- aðar hafa verið eftir Jónas til að sjá, að slík afstaða merkti síður en svo sljóvgaða tilfinningu fyrir trú- arlegum verðmætum. Þegar séra Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ kem- ur til sögunnar, nær hann þeim tök- um á hugum alþýðunnar, að prédik- anir hans eru enn með vinsælustu bókum um andleg mál. Þetta sýnir, að sú lýðræðishugsun, sem kenning hans grundvallast á, var rótfest hjá mönnunum frá fyrri tíð. Um síð- ustu áratugi þarf ekki að ræða. Það er alkunnugt,, að íslenzka kirkjan hefir tekið þá afstöðu að halda í heiðri trúarlegu lýðræði. Prestarnir' eru sumir frekar íhaldssamir, aðrir róttækir, eins og gengur og gerist, en kirkjan viðurkennir rétt þeirra allra til þess að meta meira sína eigin feannfæringu og sina eigin trúar- reynslu en skýringar trúarjátninga og fundarsamþykta. Þeir prestar, sem fullnægja þeim kröfum, er kirkjurétturinn gerir til mentunar og siðferðis, og hefir hlotið kosningu þjóðkirkjusafnaðar, er vígður af biskupi Iandsins, hvort sem hann er gamal- eða nýguðfræðingur, og eins þótt 'hann sé t. d. guðspekingur eða spiritisti. Guðfræðistefnan breytir engu um þá viðurkenningu, er prest- urinn fær sem þjónn kirkjunnar. Qg allir eru þeir viðurkendir lúterskir prestar. Nú vil eg vfkja sögunni vestur um haf. Þegar Islendingar stofna sína kirkju í nýju landi, hlýtur það að verða lútersk kirkja. Annað gat ekki komið til greina, blátt áfram af því að það var sú kirkja, sem þeir voru aldir upp við, og hafði mótað helgar venjur þeirra og hugsunar- hátt, orðalag þeirra, er um trúmál var að ræða, o. s. frv. Hið unga lúterska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi skoðfeði sig ekki í neinu frábrugðið þjóðkirkju heimalands- ins, og kennimenn þess voru flestir fengnir að heiman. En áður en langt líður, kemst það mjög undir áhrif Norðmanna, og í stað manna með íslenzka prestsmentun koma óðar en varir prestar er hlotið höfðu tilsögn í prestaskólum Norðmanna. Tímar líða fram, og um öll Norður- lönd gerast þau straumhvörf í trúar- og kirkjulífi, sem eg þegar hefi lýst. Islenzka kirkjan og norska kirkjan fara hvor sína leið. íslendingar að- hyllast trúarlegt lýðræði, þar sem samvizka og sannfæring íslendings ins er óbundin. Norðmenn halda enn í kennivald gamalla játninga og kirkjuþinga. Og þá er það, að lút- erska kirkjufélagið hættir að vera þjóðlegt, fylgir Norðmönnum, en ekki íslendingum. Kirkjufélaginu sýnist hafa verið full alvara með að útiloka trúarlegt lýðræði. Sagan geymir nrinningar um atburði, sem fjöldinn harmar, að nokkurntíma skyldu eiga sér stað, og óþarfi er að rifja upp. En undirrót þeirra at- burða var þó engin önnur en sú, að prestar kirkjufélagsins ætluðu sér að standa við þá kröfu til sjálfs sin og annara, að einstaklingurinn ætti að afhenda kirkjunni — játningum hennar og erfikenningu eða óskeikul- um bókstaf ritningarinnar —- valdið yfir sannfæringu sinni, og afsala sér í hennar hendur réttinum til að hugsa sjálfstætt. Þetta er andstaða hins trúarlega lýðræðis. Það er kirkjulegt valdboð. Þessi niðurstaða þýddi ekkert annað en það, að þeir sem voru ein- dregnir lýðræðismenn í trúarefnum, urðu að fara úr lúterska kirkjuíélag- inu og leita annað að kirkjulegu heimili. Og er það ekki svo, að eini kirkjufélagsskapurinn, sem þá vildi veita þeim trúarlegt lýðræði, voru Únítarar ? Sennilega 'hefir það vald- ið mörgum sársauka að yfirgefa sína gömlu kirkju, en hér vr um tvent að velja. Únátariska félagið átti fortíð sína og sögu á öðrum vettvangi en íslenzkum. Það hafði orðið til fyr- ir þá sök, að íhaldssemin og kenni- valdið hafði verið svo rótgróið i hinum stærri kirkjum, að eina lausn- in var aðskilnaður og uppreisn gegn hinum fornu erfðavenjum og erfi- kenningum. Mun því hafa farið líkt fyrir Únátörum eins og fór fyrir Marteini Lúter gagnvart kaþólsk- unni og Jónasi Hallgrímssyni gagn- vart rimnakveðskapnum, að ýmis- legt, sem í sjálfu sér gat haft gildi áfram, væri afnumið og niður lagt, sökum þess að það var búið að vef ja það í einhvers konar trúsetninga- fjötrum eða ákveðinn flokkur hafði krafist á því einaréttar. En einn höfuð-kost hafði Únítarisminn. Hann krafðist hvorki einkaréttar á sannleikanum og túlkun hans né valds yfir sannfæringu einstaklings- ins. Um nýguðfræðingana var það að segja, að þeir voru beinlínis sprottnir upp úr lútersku kirkjunni, töldu sig sjálfir heyra henni til. En þeirra skilningur á því, hvað það væri að vera lúterskur, útilokaði ekki að kenningarnar breyttust með tíð og tíma og að prestarnir ættu að hagnýta sér þekkingu þá, sem biblíu- rannsóknirnar leiddu í ljós. Þegar að því kemur, að Únítarar og ný- guðfræðingar sameini fylkingar sín- ar, er þar því ekki um neitt undan- hald að ræða af hálfu hvors um sig, eins og mér skilst, að þú viljir vera láta. Hvorugur hópurinn hafði skuldbundið sig til að fylgja ákveðn- um kenningakerfum, sem þeir þyrftu að slá af. Báðir létu ein- staklingunum það í sjálfs vald sett, 'hvaða guðfræðiskýringum þeir fylgdu í einu eða öðru. Báðir voru fylgjandi trúarlegu lýðræði, og á þeim grundvelli tóku þeir að sér að vinna saman. Þannig er hið sam- einaða kirkjufqlag til komið, og þannig starfar það enn í dag. En nú kem eg loksins að því mikla og mikilsverða atriði, sem þú talar um, hnignun og þróttleysi hins lút- erska kirkjufélags. Ef eg skil þig rétt, er þinn Ihugsanaferill á þessa leið: Lúterska kirkjufélagið stendur enn á hinum sama kennivaldsgrund- velli, sem það gerði í byrjun. Með- limir þess eru enn samþykkir lögum þess, en þeir 'hafa reynst áhugalausir og sljóir félagsmenn, sem láta sér nægja að kjósa fáeina embættis- menn og láta þá bera hita og þunga dagsins. — I þessu atriði er eg þér algerlega ósamþykkur. Eg skal ekki rengja þig um, að áhuginn sé sum- staðar Htill, en það er ranglátt gagn- vart fólkinu að reyna ekki að leita

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.