Lögberg - 10.02.1938, Side 1

Lögberg - 10.02.1938, Side 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. FEBRÚAR, 1938 Úr borg og bygð MatsöluhúsiS Wevel Cafe hefir nýverið skift um eigendur. Mr Viklund, sem stjórnaði þvi um hríð, hefir nú selt það ungri, íslenzkri stúlku, Miss Dorothy Kjartansson. Þessi unga stúlka hafði unnið um hríð á Wevel áður en hún tók við forstjórn, og er því vel kunn öllu, sem lýtur að starfrækslu slíks stað- ar. Hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Júlíus Kjartanson að 6io Toronto Street. — Það er gott til þess að vita að Wevel Cafe er nú aftur komið í eigu íslendinga, og er þess að vænta, að þeir láti staðinn njóta viðskifta sinna. Apology The Men’s Club of the First Luth- eran Church wish to apologize for being unable to accomodate all those persons who wish to attend the an- nual “Ladies’ Night” dinner which will be held in the Church Parlors on Monday, February I4th, at 7.00 p.m. It was promised tíhat only two hundred dinner tickets would be sold, However, as this number had been exceeded by February 5th last the Ladies Aid have kindly consent- ed to set on additional fifty places and there are still twenty-nine of these additional fifty tickets left. Therefore; anticipating that tmny persons will lack the foresight to order tickets right away the execu- tive tender their apologies in being unable to accommodate last minute purchasers. Laugardagsskóli Þjóðræknisfélags- ins hefir ákveðið að halda Barna- samkontu í Fyrstu lútersku kirkj- unni á Victor St., föstudagskveldið 25. rnarz n.k. Önnur íslenzk félög, sem samkomur hafa um það leyti, eru beðin að gæta þetta. Nánar aug- lýst síðar. Head table guests at the annual “Ladies Night” dinner of the First Lutheran Church Men’s Club, which will be held in the Ohurch Parlors on Monday evening, Febru- ary I4th, will include, Dr. and Mrs. B. J. Brandson, Dr. and Mrs. B. B. Jónsson, Dr. and Mrs. Sidney E. Smith, Dr. and Mrs. E. M. Howse, Miss Jean Laing, Messrs. R. D. Guy, Jr. and N. S. Bergman. FRÓNSMÓTIÐ Hin árlega miðsvetrarhátíð þjóð- rknisdeildarinnar “Frón” verður haldin miðvikudaginn 23. febrúar n.k. sem auglýst er á öðrum stað i þessu blaði. Sökum þess að kostn- aður við samkomuna er meiri en Mannskaðabylur Andvaka ligg eg langa vetrarnótt, ljúfur svefn mig flvr, því hart er að mér sótt; fyrir utan gluggann minn geysar lieiftar bylur, getur nokkur skilið þann boðskap, sem hann þylur. Dessi myrkvi manndrápsbylur magnast, tryllist, alla vegi hylur. Hríðin á glerinu glymur og hvín, í glugganum marrar og tístir, fönnin sér þrengir og þrýsltir og þjappast að liliðum og göflum. Fárveðrið æðandi öskrar og hrín sem óveðursguðinn sé kvalinn af djöflum, það hamast, sem blótneyti í böndum, og brimskafl á feigðar söndum. Jörðin og himininn hangir á þræði og holskeflan springur af mæði. Brotna greinar, bjarkir kveina, bliknuð ílustráin veina; köld og dimm er dauðans nótt, dvínar líf og ylur. Húsið í stormsins lioljarklóm hristist 0g skekst á veikum grunni; feigðarnornir með rámum róm rífast 0g bítast með freðnum munni. Það brakar og brestur hátt í bitum, sperrum og stoðum; Mér finst eg vera að missa mátt, er móki eg undir voðum öráðugur dauðinn um gluggann minn ^fegist nú inn með lieljaraugum helgustinn bitra af lionum eg finn, uann má ekki, skal ekki, komast inn með flokk sinn af feigðardraugum. Nú lirökk eg svo við, að eg hentist á fætur 1 helkulda og dimmu miðrar nætur, mer hitnaði um hjartaræitur; eg ferlegan dauðann eg óttaðist eigi, P?tt ógnandi væri sem fyr, 1 'amJ erum víkings eg varði honum dyr jf’. v;ð lUum { eldmóði sagði: v , J'Gugi dauði liugsar þér, J. * 1 •(rnma það, sem mér kærast er; 7 guðs miskunn er meiri en þín KV, ^nu fyrir henni dvín.— ,aiJ J.hann sig dálítið fjær mér, en þagði.— " 1 að lægja storminn sitríða og stiiia þrautir allra, sem að líða, 1 helhriðum lífsins hann leiði alla og lah engan týnast né falla. u tjarlægðist veðrið, það lygnir, það lygnir, ?? tokl?r friður fenginn. elhriðin dvín og dauðans nótt °g dagur skín, mér or hlýtt og rótt g uauðinn frá glugganum genginn; ö gægðist út, — þar var enginn. V. J. Guttormsson. venjulega, þá verður aðgangur ofur- lítið dýrari en undanfarin ár. En hjá því varð eigi komist, þvi að- göngumiða salan er takmörkuð, og er félaginu ekki leyft að selja nærn eins marga og síðastliðið ár eða alt að þriðjungi færri. Utanbæjarfólki er því ráðlagt áð kaupa aðgöngu- miða nú þegar og skrifa féhirði “Fróns”, Mr. Sveini Pálmasyni, 654 Banning St.; Winnipeg, því viðvikj- andi. Það verða aðeins seldir jafn- margir aðgöngumiðar og sæti verða í salnum. Aðgöngumiðar eru nú ti! sölu hjá stjórnarnefndarmönnum Fróns, einnig hjá Thorgeirsons Bros. á Sargent Ave., og Steind. Jakobsson, West End Food Market, Sargent Ave. MAP OF CANADA IN GREAT DEMAND The Department of Mines and Re- sources has issued a third edition of the new map of Canada. This 100- mile-to-the-inch sheet has proved very popular and since it was first published about two years ago over 20,000 copies have been distributed to applicants in all parts of the Do- minion and abroad. The new issue of 10,000 copies is to meet the con- tinued demand for this map. The map shows the provinces, districts, railway lines, cities, towns, main rivers, and principal lakes and is- lands. It is 25 inches by 36 inches in size and is suitable for ready re- ference for general information about Canada’s 3,694,863 square miles of territory. Copies of the map may be obtain- ed from the Surveyor General, De- partment of Mines and Resources, Ottawa, at 25 cents per copy. A copy will be furnished free to any school upon the application of the principal or school board. Fjölmennið á sýningu þá á ís- lenzkum heimilisiðnaði, sem frk. Halldóra Bjarnadóttir heldur í sam- bandskirkjunni á fimtudagskveldið þann 10. þ. m. kl. 8. Þetta verður síðasta tækifærið, sem Islendingum hér í borg gefst kostur á að skoða þá sýningarmuni, sem frk. Halldóra kom með að heiman. Mr. Thordur Thordarson kaup- maður á Gimli var staddur i borg- inni um miðja fyrri viku. Mr. B. J. Lifman sveitaroddviti frá Árborg kom til borgarinnar um helgina. Mr. og Mrs. Th. Stone komu heim á laugardaginn var úr þriggja vikna skemtiferð suður um Banda- ríki. Mrs. J. A. Vopni frá Davidson, Sask.; hefir dvalið í borginni undan- farna daga hjá foreldrum sinum, Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason, Victor Street. The Junior Ladies Aid of the First Luthenan Churdh, Victor St., will hold a Sale of Home Cooking 011 Friday, February nth, after- noon and evening. General Con- vener, Mrs. H. Benson. Refresh- ments will be in charge of Mrs. A. Blondal and Mrs. L. Johnson. Laxness-kvöld Síðasti fundur þjóðræknisdeildar- mnar Frón, var helgaður umræðum um skáldið og rithöfundinn Halldór Kiljan Laxness, og ritverk hans. Fjórir menn tóku þátt í umræðun- um, og fluttu sitt erindið hver, um skáldið og ritverk hans. Langt var frá því að ræðumenn væru sammála, eða skildu, eða mis- skildu, skáldið eins. DR. A. BLONDAL. who ill give a dessertation on Men’s Clubs at the annual First Lutheran Church Men’s Cluh “Night” dinner whicli will be held next Monday evening. Á förum til Ottawa Svanhvít Jóhannesson, dóttir Sig. Júl. Jóhannessonar og konu hans, leggur af stað til Ottawa næstkom- andi laugardag. Hún 'hefir fengið þar stöðu í verkamáladeildinni. Starf hennar þar verða rannsóknir viðvikjandi ýmsum hliðum atvinnu- málanna, o. s. frv. Hún er útskrifuð af lagaskólanum i Manitoba og tók próf í mannfé- lagsfræði við Toronto University síðastliðið sumar. En fyrir þessa stöðu varð hún að taka próf (Civil Service) í: 1. Fjármálafræði, 2. At- vinnumála löggjöf og 3. Almennri þekkingu opinberra mála. Þetta próf tók fjöldi fólks úr öllum fylkj- um landsins og varð hún önnur í röðinni. Tveir ræðumanna litu svo á; að H. K. L. væri einn hinn snjallasti og ritfærasti skáldsagnahöfundur, sem nú er uppi með þjóð vorri. Hin- ir tveir ræðumennirnir höfðu margt út á skáldskap Laxness að setja, og voru ræður þeirra i eðli sinu mest- megnis aðvörun til fólks gegn hinum siðspillandi hugsunarhætti, er þeim fanst svo mjög áberandi i ritverkum skáldsins. Fyrst tók til máls Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og talaði skýrt og f jör- ugt, eins og hans er vandi. Hann sýndi fram á hinn fáránlega mis- skilning fólks á skáldsögum Laxness að því er snerti hinn siðferðilega grundvöll er sögur hans bygðust á. Hann færði skýr rök að því, að skáldið sýnir hið ógeðslega og Ijóta i fari íslenzku þjóðarinnar, með býsna sterkum dæmum, til þess að slík dæmi verði sem eftirminnan- legust til viðvörunar, öldum og ó- bornum. Benti hann á í því sam- bandi, söguna um Jósep og konu Pótifars, sem hann kvað mundi setta vera í Biblíuna( sem dæmi til við- vörunar, en ekki til eftirbreytni. Þá tók J. J. Bíldfell til máls, og flutti alllangt erindi; ekki svo mjög um Laxness og skáldsagnaritun hans, heldur miklu fremur sem leið- beining fyrir skáld yfirleitt, og hvernig þeim bæri að brúka sína skáldlegu hæfileika, og færði nokk- ur gömul dæmi og umsagnir máli sinu til stuðnings. Ræðumaður virtist að 'hafa hiná mestu ömun á þvi, að skáldin geri sér það að yrkis- efni, að sýna skuggahliðar mannlífs- ins i skáldsögum sinum; kvað slíkt vart geta verið til bóta, betur óum- rætt. Ræðumaður áleit það óhæfu að skáldin brúkuðu list sína til þess að flytja einhverja sérstaka kenn- ingu eða boðskap, sem ekki ætti við eða aknenningi geðjaðist <jkki að. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að skáldin ættu <að yrkja og semja sög- ur; sem ekki röskuðu hugarró fólks, og allir gætu haft gaman af. Hvaða dóm ræðumaður lagði á skáldsögur Laxness, er ekki auðvelt að gjöra sér glögga grein fyrir, nema ef sá dómur hefir átt að vera fólg- inn i inngangi ræðunnar, sem ræðu- maður kvað vera dæmisögu eftir einhvem franskan fræðimann, en hún var eitthvað á þessa leið: — Djöfulinn langaði til að sýna Guði tuennina eins og þeir eru, með öllum sínum göllum, en Guð var þá stirð- ari við Kölska en á dögutn Jobs, og vildi ekki leyfa Kölska að sýna sér mennina, eins og þeir eru, með öll- um sínurn göllum. Kölski, sem sagt er að hafi ráð undir rifi hverju fór þá til verks og fékk Guttemberg til að prenta alt, sem mennirnir höfðu skrifað. . . . Þegar prentuninni var lokið, fór Kölski á fund Guðs með alt saman og ætlaði að sanna sögu sína fyrir Guði, utn það, hversu mennirnir væru vondir og husuðu ljótar hugsanir, en Guð vildi alls ekki lita á þessi ritverk ntannanna, og skipaði Kölska að fara burt frá sér með það alt saman. Guð vildi ekki líta á það ljóta, sem mennirnir höfðu hugsað og gert. — Hvort þessi saga hefir átt að tákna, að Kölska tiiuni ekki ganga betur að koma ritverkum Laxness fyrir augu tnannanna eða að Guð vilji alls ekki vita neitt utn þá eymd og það böl mannanna, sem stafar af óréttlæti og vondum lifskjörum, og gerir þá margfalt verri en þeir annars voru; um það sagði ræðumaður ekkert. Næst talaði Ragnar H. Ragnar; hann ræddi um skáldsögur Laxness frá ahnennu sjónastuiði, og benti á, máli sínu til skýringar, gullfallegar málsgreinar úr ritum skáldsins. Hann sýndi fram á hversu næma hluttekningu að skáldið hefir með þeim ógæfusömu og undirokuðu i tnannfélaginu, og hversu erfið og miskunnarlaus lífskjör þeirra eru. Ræðumaður kvaðst í engum efa um það, að tilgangur skáldsins með sög- um sínum væri að benda íslenzku þjóðinni á það, sem að væri í fari hennar bg hvetja hana til tneiri tnannúðar, og menningarlegra lífs. Þá flutti Hjálmar Gíslason all- langt erindi um Laxness og skáld- sagnaritun hans. Hann hafði áður látið í Íjósi skoðun sína og skilning á skáldsögum Laxness, í ritdómi, er birtist í “Lögbergi” á síðastliðnu ári, og virtist ræðumaður hvorki hafa breytt um skoðun né skilning á Laxness né skáldsögum hans, frá því er hann reit áminstan ritdóm. Virtist ræðumaður bera mikinn kvíbboga fyrir því, hversu siðspill- andi áhrif að skáldsögur Laxness væru líklegar til að hafa. Fanst ræðumanni mjög til um þá óskáld- legu og óbókmentalegu aðferð, að draga fram í dagsljósið hið ljóta i fari mannanna, sem ræðumanni virt- ist gjört frekar, öðrum til eftir- breytni, en fiðvörunar. Ræðumað- ur tók það fram, að hann hefði ekki svo mjög á móti Laxness og að- finslur sínar ættu aðallega við penna skáldsins. Ræðumaður gat þess, að það sem hefði komið sér á stað til að skrifa um ritverk Laxness, hefði verið öfgafullur ritdómur eftir Kristján Albertsson. Það var aðal- lega tvent, sem ræðumaður fann skáldinu hvað mest til foráttu, og dæmdi óvægilegast um : Meðferð málsins fanst ræðumanni víða litt frambærileg, og því til sönnunar las hann upp heilmikið registur orða, er hann hafði dregið saman sem sýnis- horn slíkra orðskrípa. Ræðumaður reyndi ekki að gera neina grein fyr- ir því hvort þessi orðskrípi væru brúkuð í daglegu alþýðumáli á Is- landi eða ekki. Ræðumanni fanst þessi orðskrípi, er hann tilfærði, sem skilgetin afkvæmi skáldsins. Hið annað sem ræðumaður fann t hvað mest af, var frásögn í sögunn- DR. RICHARD BECK Einn þeirra skálda, er kvæði flytja á næstu árshátið þjóðræknisdeildar- innar Frón. “Salka Valka,” er setur lesaranum fyrir sjónir ruddalegan og ofbeldis- fullan drykkjumann, sem skeytír hvorki um skömm né heiður. Ræðu- manni fanst það lítið til bóta að draga slik dæmi fram i dagsljósið, þó til kynnu að vera, og kvað slíkar lýsingar lítt til betrunar, ef ekki til stórskaða. Þess má geta að ræðu- maður er gamall og góður Good- templari. Margt fleira mintist ræðu- maður á, og brá fyrir sumstaðar talsverðri aðdáun á hæfilegleikum Laxness sem skáldsagnahöfundi. Ræðumaður komst að þeirri nið- urstöðu í lok ræðu sinnar, að margt af því, sem þeir Laxness og Gunnar Benediktsson skrifuðu, gæti ekki talist að vera skrifað á siðaðra manna máli. Það var í alla staði viðeigandi af deildinni “Frón,” að stofna til þessa “Laxness”-kvölds. Fundurinn fór mjög vel fram, og öllum ræðumönn- um var gefin hin bezta áheyrn. Um það að ræðumenn hafi ekki litið sömu augum á ritverk skáldsins, er sízt um að sakast. Það sem mest var um vert, var það, að tvær hliðar á skáldverkum Laxness voru settar frain fyrir áheyrendurna, og verður hver að dæma um það eftir þeirri þekkingu og skilningi er hann hefir á skáldsögum höfundarins. G. E. Eyford. Þann 7. þ. m. lézt hér í borginni, 82 ára að aldri, Helga Sigmundsson, ekkja Ólafs Sigmundssonar frá Aðalbreið í Austurárdal í Miðfirði i Húnavatnssýslu; dó Ólafur árið 1918. Þau Ólafur og Helga áttu 7 börn og eru eftirgreind fimm þeirra á lífi: Helga Kristjánsson, Beaconia, Man; Margrét Bardal, East Kil- donan; Maria McFadden, Bevard- ley, Sask.; Sigríður Henderson, Cumberland, B.C., og Ólafía, búsett í Winnipeg. er hjúkraði móður sinni ástúðlega til hinstu stundar. Útför Helgu fer fram frá útfararstofu tengdasonar hennar, A. S. Bardals, kl. 2 á föstudaginn kemur, en jarð- sett verður í grafreit íslendinga við Selkirk, þar sem rnaður hennar ber beinin.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.