Lögberg - 10.02.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.02.1938, Blaðsíða 2
o LÖGrBMRG, FIMTUDAGINN 10. FKBBÚAR, 1938 Minning frú Elínar Briem Jónsson I við háskólann. Hefir hann siíian átt heima þar vestra, aÖ undanskildu því, aÖ hann var eitt ár forstöðu- maður Árnasafns í Kaupmannahöfn, en hvarf siðan aftur vestur um haf. Þeim, sem æfinnar magn fyrir móðurlands gagn • hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðar lof, yfir aldanna rof, Því þeir óbornum veg hafa greitt. Oessi fögru og vitru orð skálds ins Stgr. Th. til Jóns Sigurðssonar forseta 'hefir mér dottið í hug, að gætu líka átt við hina ágætu sænid- arkonu frú Elínu Briem, þau voru að rnörgu svo lik, rik af góðum hug- sjónum og dugnaði i framkvæmdum landi og lýð til heilla. Á seinasta afmælisdegi hennar þ. 19. október þ. á., er hún varð 81 árs, kom okkur, sem heimsóttum hana þá ekki til hugar, að hún ætti svo skamt eftir ólifað, hress og glöð stóð hún okkur fyrir beina og ræddi við okkur tneð sama fjörinu og elskulega viðmótinu og vanalega. Fyrir tæpum mánuði lagðist hún rúmföst af sjúkleika þeim, er hafði gert vart við sig undanfarið og þann 4. þ. m. andaðist hún að heimili sínu, Bókhlöðustig 7. Frú Elin var fædd að Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856, og var hún tvíburi við Pál amtmann Briem. Foreldrar hennar voru þau hjónin Eggert Gunnlaugsson Briem sýslu- maður i Eyjafjarðarsýslu og Ingi- björg Eiríksdóttir. Siðar varð Eggert Briemi sýslumaður i Skaga- fjarðarsýslu og bjuggu þau hjón lengst af á Reynisstað. Frú Elín hlaut hið bezta uppeldi í hópi sinna ntörgu systkina á hinu ágæta heini- ili foreldra þeirra, sem hún mintist ætið með hinni mestu ánægju. Ung var hún sett til menta i Reykjavík og 18 ára gömul tók hún að sér kenslu á nýstofnuðum kvennaskóla Skagfirðinga 2 vetur og þar næst kendi hún 2 vetur við kvennaaskóla Húnvetninga að Lækj- amóti. 22ja ára fór hún til Kaup- mannahafnar og stundaði nám við kvennaskóla frk. Nathalie Zahle og lauk þar kennaraprófi með ágætutn vitnisburði. Um þær ntundir höfðu Húnvetn- ingar og Skagfirðingar sameinað sig um einn kvennaskóla og keyptu jörðina Ytriey á Skagaströnd fyrir skólasetur. Þeim hepnaðist að fá Elínu fyrir forstöðukonu skólans, enda þótt að henni væri boðin kenn- arastaða í Dantnörku, þá kaus hún heldur að vinna fyrir landið sitt, sem hún elskaði svo mjög. Haustið 1883 byrjaði hún skólastarf sitt á Ytriey, sem fór henni svo vel úr hendi, að rómað var um alt landið, og sóttu stúlkur úr öllum áttum skólann, svo þótti kensla og alt fyr- irkomulag þar með ágætum. Hún var afburða kennari, stjórnsöm í bezta lagi og heppin í vali kennara. Hjá henni féll alt í ljúfa löð, eins og af sjálfu sér, þannig stjórna og vinna afreksmenn,- Hve hollur ráðu- nautur hún var vita þær stúlkur bezt, er leituðu til hennar með vandamál sín. Hún hvatti f jölda af nemendum sínum til framhaldsnáms, útvegaði þeim: fjárstyrk utanlands og innan og mörgum þeirra stöður við þeirra hæfi. Skólanum stjórn- aði hún 20 ár. Eitt af nytsemdarverkum frú Elínar var útgáfa Kvennafræðarans, hún samdi hann i sumarfríum sín- um. í fyrsta sinni kom hann út í 3 þúsund eintökum, sem seldust jafriharðan; það var árið 1888. Þrisvar hefir hann verið gefinn út síðan og þá breyttur og endurbætt- ur. Það mun flestra dómiur, að ekki hafi þarfari bók komið í hendur al- mennings á landi hér. Frú Elín varð fyrst til þess að kenna niðursuðu á matvælum, þvo þvott án mikillar fyrirhafnar, með því að sjóða hann, og sömuleiðis notkun hitageymis við suðu á mat. Þá myndaði hún tvo sjóði, annar þeirra heitir Kvenmentunarsjóður Ytrieyjarskóla, en hinn verðlauna- sjóður hússtjómardeildar Kvenna- skólans í Reykjavík, var hann i upp- hafi 2,000 krónur. Þá var það enn eitt, er frú Elín tók sér fyrir hendur að koma í framkvæmd, og það var stofnun Hússtjórnarskólans árið 1896. Fékk hún húsnæði fyrir skólann í Iðnað- armannahúsinu, sem þá var nýbygt; hún réði frk. Hólmfríði Gísladóttur fyrir forstöðukonu skólans, sem var mjög vel til þess fallin. Það mátti segja, að þessa skóla var full þörf, þar sem enginn sérskóli var þá til i þeirri grein. Varð hann mjög vin- sæll og vel sóttur um mörg ár. En fádæma erfiði og fyrirhöfn lagði frú Elín þar fram, efnalaus, að koma skólanunn á fót, en þá naut hún vin- sælda námsstúlkna sinna, sem hjálp- uðu henni með nokkra fjársöfnun til að byrja með. Frú Elín var tvígift. Fyrra manni sínum, cand. tlieol. Sæmundi Eyj- ólfssyni giftist hún árið 1895; hún misti bann eftir eins árs sambúð. Seinni maður hennar var Stefán Jónsson verzlunarstjóri á Sauðár- króki. Þau lifðu saman 7 ár, hann andaðist árið 1910. Nokkrum árum eftir lát hans fluttist hún til Reykja- víkur og átti þar heimili lengst af til dauðadags. Fóstursonur hennar er Sæmiundur Helgason póstfulltrúi. Frú Elín var alla æfi fremur heilsutæp, tvisvar varð hún að leita sér lækninga í útlöndum og dvelja þar árlangt í bæði skiftin, en sanna hugprýði sýndi hún í öllu, sem að höndum bar, ástvinamissi, heilsuleysi og mörgu öðru, sem mætir flestum á langri leið. Hún hefir nú lokið sínu fagra dagsverki, olian var þornuð á lífsins lampa og þá var benni hvíldin góð. Eg enda þá þessi mín fátæklegu orð, sem er aðeins lítill hluti af lífs- sögu þessarar stórmerku konu, með því í nafni okkar nemenda hennar frá Ytrieyjarskóla að þakka henni af hjarta fyrir þá afbragðs fræðslu, ástúð og umhyggju, sem hún lét okkur í té og við höfum búið að urn liðna æfi. Við kveðjum hana með trega og virðingu. Þá mun og kærleikur ættmenna hennar og rnörgu vina fylgja henni út yfir gröf og .dauða. Guðrún J. Briem. —Morgunbl. 14. des. * * * Frú Elín Briem Jónsson (Kveðja frá námsmeyjumi hennar) Við þökkum þér, góða, göfga sál og geymum það æ í minni, hve vel fyrir okkar vandarnál þú vanst hér á æfi þinni, Þú varst svo laus við tildur og tál, en traust og svo föst í sinni. Við biðjum þess guð, að blessa alt, sem barstu mest fyrir hjarta, svo ntegi það þróast þúsundfalt hjá þjóðinni, lifa’ og skarta. Án menta er lífið veikt og valt, það vissi þin hyggja bjarta. Þú varst okkur kær, við kveðjum nú og kveðjan er heit af trega. Að réttlát æ varst og raungóð þú, það reyndum við allavega. Þú varst okkur sönn og trygg og trú, við treystumi þér æfinlega. Þorst. Gíslason. Halldór Hermannsson sextugur Einn af islenzkum mentamönnum. erlendis, Halldór Hermannsson, pró- fessor við Cornell-báskóla í Banda- ríkjunum, verður sextugur í dag. Prófessor Halldór er Rangæing- ur að uppruna, fæddur á Velli á Rangárvöllum, fór tvítugur utan til að nema lög í Kaupmannahöfn, en varð þó brátt annars auðið, því að hann kyntist hinum ágæta íslands- vini og mikla bókasafnara Willard Fiske, fór með honum suður til Flórenz til að skrá íslenzkar bækur hans og dvaldist þar um hríð, var hann á vegum Fiske’s umi stund og fékst við útfáfu ýmissa rita með honum, svo sem skáktímaritsins “í uppnámi.” Eftir dauða Fiske’s varð hann bókavörður við hið rnikla íslenzka bókasafn, er Fiske gaf Cornell-há- skóla, en síður um leið kennari þar I lalldór Hermannsson hefir ekki verið iðjulaus í sínum: virðingar- sessi, en mikið af störfum hans er á einn eða annan veg tengt við bóka- safnið í Cornell, enda hefir mikið af ritum lvans komið út í ársritinu Islandica, sem gefið er út af því safni (af því eru nú komin 25 bindi). Þó að ekki sé gert lítið úr fyrri mönnum, svo sem Möbíusi, Lidderdale og Fiske, má Halldór með sanni kallast brauðryðjandi í is- lenzkri bókfræði og hefir unnið þar mikið verk. Fyrst er að nefna skrár bans yfir Fiske-safnið (1914 og 2927, skrá yfir safn Fiske’s af rit- um utn rúnir 1918), rit hans um ís- lenzkar bækur á 16. og 17. öld, verk hans um bókfræði íslendingasagna, Noregskonungasagna, islenzkra og norskra fornlaga, fornaldarsagna, Snorra-Eddð og Sæmundar-Eddu, rit um íslenzk tímarit fram um 1874 og skrá íslenzkra rithöfunda nú á tímum (1913 — þakklátt verk væri að gefa út nýtt bindi, sem næði lengra!). Með þessu hefir Halldór Hermannsson unnið mikið og gagn- legt verk, því að slik ljókfræðirit eru alveg ómetanleg hjálpargögn fyrir alla þá menn, sem, fræðast vilja um andlega menningu íslenzku þjóðar- innar. ()g einmitt hér, i sögu þess- arar þjóðar, sem svo aðdáanlega hefir haldið uppi bóklegri menningu þrátt fyrir óvenju ill skilyrði, er svo margt órannsakað og ókunnugt, að þörf er á dugendis manni í hverju rúmi nteðal þeirra, sem við þau fræði fást. Og þar sem eins rnynd- arlega hefir verið tekið til og í þeirn köflurn íslenzkrar bókvisi, senr nú var getið, er hægara við að eiga fyrir þá, sem á eftir koma. Og þessi rit munu drjúgum létta verkið, þeg- ar farið verður að semja Biblio- graphia Islandica, íslenzka bókfræði, skrá um allar íslenzkar bækur frá u])]rhafi ]>rentlistar hér á landi — 'verkefni, sem ekki stendur öðrum nær að leysa af höndum en Lands- bókasafni Islands. Því fer mjög fjarri, að með fyr- nefndum ritum sé u])])talið alt, sem próf. Halldór hefir ^krifað. 1 Is- landica er æðimargt fleira, sem fengqr er í. Töluverða rækt hefir hann lagt við bókmentir vorar á síð- ari öldum og gefið út nokkur rit frá þeini tíma; sumt af því varðar náttúrufræði og landfræði, svo sem rit Gísla biskups Oddssonar og Jóns lærða — af því tagi eru og tvær bækur um landsuppdrætti Islands fyrr á tímum, sem er ekki ómerki- legt efni. Hér kemur glögt frarn, hve próf. Halldór er víðmentur ef eg má leyfa mér það orð. Af fornritum hefir hann gefið út Is- lendingabók Ara með enskri þýðingu og greinagóðunt fomála. Eins og að likindum lætur umi mann, sem svo lengi hefir dvalist í Ameríku, hefir hann mikinn áhuga á að kom- ast að sem sannastri niðurstöðu um fund íslendinga á Vesturheimi, hef- ir hann fyrst sett saman rit um bók- fræði þeirra heimilda, en síðan skrifað unt þetta vandamál bók eina, auk smærri ritgerða. Eg skal láta staðar numlið að telja upp rit hans, þó að hægt væri að gera það góða stund enn, aðeins skal eg enn nefna æfisögur Josepbs Banks og Eggerts Ólafssonar og ritið Sæmund Sig- fússon and the Oddaverjar. Þess má sjá merki víða í ritum próf. Halldórs, að hann hefir heldur en ekki hleypt heimdraganum, hefir farið víða um lönd og kynst háttum og mentum annara þjóða. Það er eins og rit hans beri með sér sævar- nið frá mentalifi stóðþjóðanna. All- ur þorri bóka hans er á enska tungu og er sýnilega ekki skrifaður fyrir íslendinga eða Skandinava sérstak- lega, siður en svo, heldur fyrir mentaðan Evrópumann eða Ame- ríkumann yfirleitt. I riti sínu Old Ioelandic Literature ræðir hann um það, að minna en skyldi hafi verið gert til að koma íslenzkum fornbók- mentum á framfæri meðal stórþjóð- anna. Honum þótti þvi heldur en ekki hæpin ráðstöfun, þegar Finnur Jónsson gaf á sínum tíma út íslenzk fornskáldakvæði með þýðingu á dönsku, eða þegar ný útgáfa af skáldamálaorðabók Sveinbj arnar Egilssonar var með dönskum þýð- ingum, þar sem Sveinbjörn hafði notað heimsmál þess tima: latítiu. Nú mun enginn neita, að sú gagn- rýni hafi við rök að styðjast; nú á- líta menn það sjálfsagt, að þegar verið er að kynna eða skýra íslenzk- ar bókmentir fyrir öðrunt þjóðum, þá eigi að velja til þess ntál, er sein flestir skilja út um heim, þeirra þjóða, sem vænta má að vilji gera þeim efnum gaum. Eins og sjá rná hefir starf próf. Hialldórs að ntiklu leyti verið fyrir ísland, þó að hann dveldist langdvöl- unt erlendis. Slíkir fulltrúar. í öðr- um löndum eru oss næsta nauðsyn- legir, og þykja góðir, þó að ekki hafi þeir unnið jafnmikið til gagns og hann. Margir Islendingar munú hugsia hlýtt til hans í dag óg óska honum allra heilla og að hann eigi enn eftir rnörg nytjaverk. Einar Ól. Si'einsson. —Mbl. 6. janúar. Minningarorð um frú Snsie Briem, f. Taylor Frú Susie Briem andaðist á heim- ili sínu í Reykjavík 29. f. nt. Hún var fædd í Kingston í Kanada 28. marz 1861. Faðir hennar var Wil- liam Stuart Taylor, trésmiður og húsagerðarmaður. Frú Susie var yngst af sex systrum og barn að aldri, er móðir hennar dó. En hún hét Isabella og var af írskri ætt. Tók nú föðurbróðir frú Susie, John Taylor, hana til fósturs ásanit Jane, systur hennar. Faðir þeirra bræðra og afi frú Susie hét Richard Taylor. Var hann herforingi og fjárhalds- maður enskrar flotadeildar í Vestur- Indíumj og átti þar bújörð og f jölda þræla, er öðluðust frelsi sitt að þrælastríðinu loknu, og misti hann við það miklar eigur. Hann flutti síðán til Kanada og settist þar að. Tengdamóðir Richards Taylors var kynborin af hertogaættinni af Nor- folk sem er kaþólskrar trúar, en hún giftist annarar trúar manni og var því gerð arflaus. Þegar dóttir hennar, kona Richards Taylors hafði dvalið lengi með manni sínum vestan hafs, komust loks sættir á, og fór hún þá í kynnisför til Englands til þess að heimsækja þetta ættfólk sitt og dvaldi á hinu forna og fagra aðalssetri ættarinnar, Arendale Castle, þar sem hún ól yngsta son sinn, William Stuart Taylor_ föður frú Susie. Þegar John Taylor, fóstri hennar var ungur, stundaði hann guðfræðinám við, Oxfordháskóla, •m hvarf síðan aftur til Kanada og gerðist þar bóndi og kaupsýslumiað- ur. Nú vikur sögunni til innflytjenda frá Islandi í Kinmountbæ í Ontario árið 1874. John Taylor hafði aldrei séð Islending’og lék því forvitni á að sjá þetta fólk. Hann “var mesta valmenni,” eins og Þorsteinn Þor- steinsson kemst að orði i riti sínu Vestmenn, Landnám íslendinga í Vesturheimi, Reykjavík 1935, “og rann mjög til rif ja kjör íslendinga,” því að þeir áttu þarna við svo þröng- an kost að búa, að til vandræða horfði. Eins og Þorsteinn Jýsir í þessari bók sinni, veitti John Taylor STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NYJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal í 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhélla. Notið NUGA-TONE. pað fæst i öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera sllkan árang ur. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. hópnum liðsinni sitt og fórnaði síðan kröftum sínum Islendingum til hjálpar næstu ár, enda þótt aldrað- ur væri, því að hann var þá kominn á sjötugs aldur, fæddur 1812. Nutu Islendingar þess nú, að gamli miaðurinn mátti sin mikils sak- ir ættgöfgi sinnar og mannkosta Þar við bættist, að hann og þáver- andi innanlandsmálaráðherra Kan- ada voru fornvinir og námsfélagar frá Oxíord og að Islandsvinurinn, Dufferin lávarður var þá landstjóri þar í landi. Frú Susie óx eftir þetta upp með íslendingum vestan hafs á örðug- ustu frumbýlingsárum þeirra í Nýja íslandi þar til hún giftist Halldóri Briem og örlögin vísuðu henni til ís- lands. Fyrsta árið í Nýja íslandi brást ljósmetissending frá Winnipeg, og urðu nýlendumenn því að sitja í myrkri um veturinn. Næsta haust barst svo l)ólusótt til nýlendunnar, og var það tímabil “örðugustu, sár- indamestu og döprustu dagar Nýjá íslands og allra íslenzkra nýlendna í Vesturheimi,” segir Þorsteinn Þor- steinsson. “Alt ilt hj^lpaðist að: óyndi, hryllileg veikindi, þjáningar veikra og deyjandi, allsleysi á öllum sviðum, hiirmuleg húsakynni” o. s. frv. Frú Susie tók veikina og varð nú aftur að ve-ra i myrkri, en að þessu sinni jafnt nætur sem daga, vikum saman, því að ungur læknir, er stundaði hana, lagði svo fyrir, að hún mætti ekki sjá sólargeisla. Færði hann þau rök fyrir þessari meðferð sinni á sjúklingnum, að hann vildi freista þess, að koma í veg fyrir, að hin unga stúlka yrði bólugrafin, því að reynslan sýndi, að það væri ekki undir sængurklæðunum, heldur að- eins i andliti, þar sem ljósið kæmást að, sem menn yrðu bólugrafnir. Þetta tókst prýðilega. Þessar og margar aðrar raunir, er frú Susie varð að þola um dagana, gáfu henni þá þolinmæði og þann sálarstyrkleik í hverskonar stríði og lartgvarandi veikindum seinni hluta æfinnar, er ekkert fékk yfirbugað, enda átti hún þvi láni að fagna að eiga kýmni og glaðværð í rikunt mæli. Frú Susie h.afði aðeins lært að lesa og skrifa, en aldrei reikning. Henni var sanit sett það verkefni, meðan hún dvaldi i Nýja íslandi, að lesa lækningarbækur og stunda og lækna sjúka og annast veðurathug- anir. Gerði hún þetta með mestu snild, enda var hún fluggáfuð og stálmiinnug. Er skemt af að segja, að frú Susie var með fróðustu, víð- lesnustu og víðsýnustu konum, er eg hefi kynst. En auðvitað var henni það mikill styrkur, að fóstri hennar og eiginmaður voru báðir lærðir menn og gáfaðir. Frú Susie var skáldmælt á enska tungu og ekki að- eins ágætlega ritfær á móðurmáli sínu, heldur einnig á íslenzku, þó að málfræðinni væri að visu ábóta- vant, því að orðaforðinn var ótæwi- andi. —- Þýðing eftir hana á “Guð vors lands’’ birtist eitt sinn á ensku. og lauk Matthias Jochumsson lofs- orði á. þýðinguna. Þótt hún lærði aldrei að reikna, var henni þó eink- ar sýnt um reikningshald, og annað- ist hún reikninga hússtjórnarskólans i Reykjavík í mörg ár, fyrst fyrir mágkonu sína frú Elínu Briem og síðan Búnaðarfélag Islands eftir að það tók við skólanum. Hún var trúhneigð og einkar vel að sér í biblíunni. Þegar hún fluttist með manni sínum hingað til lands, komst hún í kynni við íslenzkt sveitalíf og íslenzka hesta hjá tengdaforeldrum sínum á Reynistað, og hafði hún af hvorutveggja hið mesta yndi. Ilún var hannyrðakona svo að af bar, og tóvinnu hennar úr íslenzkri ull, sem að öllu leyti var jafnan eigin vinna, var viðbrugðið fyrir vandvirkni, fín- leik og smekkvísi. Gestrisin var hún og góð heim að sækja hvernig sem á stóð og hafði einkennilega gott lag á að láta gestum sínumi líða vel. Frú Susie unni enskri menningu, sem hún var uppalin við í æsku, en lagði jafnframt ríka rækt við okkar íslenzku menningu, svo sem Islend- ingasögur og nútiðarbókmentir. T. d. hafði hún mikið yndi af að reyna á hæfileika sína með þvi að brjóta til mergjar kvæði Einars Benedikts- sonar. Frú Susie giftist manni sinum vestan hafs 19 ára að aldri árið 1880. En hann fékk veitingu fyrir kenn- arastöðu við Möðruvallaskóla sum- arið 1882 og fluttist þá frú Susie með manni sínum hingað til lands og dvaldist síðan hér á landi til æfi- loka. Hún varð ekkja 1929. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Sonur þeirra, Haraldur Eggert, dó á fyrsta árý en yngri bróðirinn Sig- urður Valdimar, kennari í hljóð- færaleik í Reykjavík, lifir móður sína. Frú Susie var svo lánsöm í veik- indum sínum síðastliðin 40—50 ár, að njóta umhyggju tveggja ágætis- kvenna, fyrst Ragnheiðar Halldórs- dóttur og síðan, eftir að hún giftist, ungfrú Maríu Danivalsdóttur, er báðar stunduðu hana af framúrskar- andi trúmensku og alúð alla tið, enda munu þær, sakir náinna kynna sinna af henni, hafa kunnað öðrum betur að meta mannkosti hennar og hæfileika. Faðir frú Susie var þrikvæntur og var síðiasta kona hans íslenzk, móðir Jóns Sveinssonar prests eða Nonna. sem allir kannast hér við. Ein af systrum frú Susie, Caro- lina að nafni, giftist einnig íslend- ingi, Sigurði Kristóferssyni. Þor- steinn Þorsteinsson getur um þessa giftingu i bók sinni Vestmenn, of fer í því sambandi eftirfarandi orð- um um brúðurina; “Bættist þar góður íslendingur í hópinn, sem hún var, því að hún varð hinn mesti Is- lendingur, er stundir liðu, eins og yngri systir hennar, Susie.” Lcngra varð ekki jafnað. Eggert Briem ■ frá Viðey. —Mbl. 7. janúar. 1 THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. ■ COLUMBIA PRESS LIMITED I 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.