Lögberg - 10.02.1938, Síða 6

Lögberg - 10.02.1938, Síða 6
6 LÖGBtíJiG. FIMTUDAGINN 10. FEBRCAR, 1938 Madame Thérése Wissembourg, 8. NivosemánaÖar, annaÖ ár hins í'ranska lýÖveldis. Til Mausers og Koffels og til konunnar Lisbeth og litla Fritzels: AlúÖar heilsan og lukkuóskir. Skjald- mærin Thérése og eg óskum ykkur í fyrsta lagi/gleði og ánægju og hamingju! Þið skul- uð vita, að við erum, þegar við skrifum, búin að vinna mikla sigurvinninga og erum að vinna. Við hröktum Prússa frá Fræschviller og féllum yfir Austurríkismenn að Geisberg eins og þrumuveður. Þannig hefir stærilæti og stórmenska fengið maklega hefnd. Þegar menn vilja ekki hlusta á skynsamlegar tfortöhír, þá verð- ur að gela þeim eitthvað enn betra; en það er hræðilegt að þurfa að ganga svo nærri mönn- um; já, það er hræðilegt! Kæru vinir, um háa herrans tíð hafði mér blöskrað blinda sú, sem lá yfir leiðtogum gamla Þýzkalands. Mér sárnaði svo órét tlæti þeirra og eigingirni. Og eg spurði sjálfan mig um, hv'ort það væri ekki skylda mín sem heiðvirðs manns að skilja við slíka liarðstjóra og halda á lofti grundvallarhugsjónum rétt- vísinnar, jafnrétti og bræðralagi því, sem byltingm franska bauð. Eg var leng í mikl- um vafa um þetta alt, því maður er bundinn meira og minna hugsjónum og venjum feðra sinna, og slíkar innanlands byltingar verða ekki gerðar án þess að rífa niður til grunna ýmislegt, sem ýmsum þykir mikið varið í. Lengi hikaði eg; já, altaf }>ar til Prússar, á móti öllum Guðs og manna lögum, kröfðust }>ess að taka til fánga konu, sem eg liafði tekið upp meðai liinna dauðu á vígvellinum og endurlífað. Þá var mér meira en nóg boð- ið. Eg skildi við Prússa. Og í staðinn fyrir að flvtja madömu Thérése til Keiserslantern fór fór eg með hana með guðs hjálp til Pir- masens. KLukkan þrjú eftir miðjan daginn kom- um við að einhverjum útvörðum; og er madama Thérése skygndist u mog hlustaði og heyrði til lúðurþeýtara, þá hrópaði hún: “Það eru Frakkar, Monsieur Doktor! Þú liefir vilst.” Og hún kastaði sér í faðm mér flóandi í tárum. Eg táraðist líka. Eg var svo hrifinn.” Hftir öllum veginum hrópuðu hermenn-. irnir: “Þarna er skjaldmærin Théróse!” Þeir fylgdu okkur og þegar við fórum niður, kystu þeir mig sumir innilega; aðrir tóku i hönd mér og allir sýndu mér einhver vinahót. Eg segi ykkur ekki frá fundum þeirra madömu Thérése og litla Jóns. Það er mér um megn að lýsa því. Allir hermennirnir í deildinni og jafnvel foringinn Duchene, sem er þó ekki viðkvæmur, sneru sér undan til að reyna að hylja gleðitárin. Það var áhrifa- mikil sjón. Slíkt hafði eg áður aldrei séð. Litli Jón er hugaður drengur; hann líkist mjög mikið Fritzel litla, sem mér þykir svo va:nt um. Þennan sama dag skeði nokkuð mjög eftirtektarvert að Primasens. Republikanar settu herbúðir sínar kringum þorpið og Hoche foringi gaf út skipanir um að byggja þarna skála ‘fyrir veturinn. Sumir hermenn- irnir neituðu og sögðust vilja vera í húsum þorpsins, sem þarna voru duðvitað reiðu- búinn. Þá lýsti foringinn því yfir, að þeir sem ekki vildu vinna, fengju ekki að vera með í næsta áhlaupi. Eg var við þegar hann gerði þessa yfirlýsing, sem var lesin fyrir mönn- unum, og eg sá að foringinn var neyddur til að fyrirgefa mönnunum. Þeir urðu alveg yfirkomnir, þegar þeir heyrðu að þeir ættu ekki að fá að vera með í orustunni. l>essi at- burður gerðist frammi fyrir höll prinsins. Foringinn heyrði að Doktor nokkur frá Anstatt væri kominn með skjaldmeyna Thér- ése úr fyrstu herdeild annars flokks. Eg fékk skipun um að koma til hans, og um klukkan níu lagði eg af stað til Orangerie. Hann var þar fyrir við furuborð, klæddur mjög einföld- um búningi, með tveimur öðrum óbreyttum liðsmönnum, sem, sem mér hafði verið sagt að væru af löggjaifardeild Republikana. La- coste og Baudot, tveir menn háir og grannir, sem litu mig rannsóknaraugum. Foringinn gekk á móti mér nokkur skref. Hann ,var brúnn á hörund, augun Ijósbrún, hárinu skift í miðju enni/ Hann stanzaði og horfði á mig augnablik. Eg fór að hugsa um það, að svo ungur maður væri yfirtfotringi hersins frá Moselle, og varð í vandræðum með að átta inig á því; en alt í einu rétti hann fram hend- ina og sagði: “Doktor Wagner, eg þakka })ér fyrir það, sem }>ú hefir gert fyrir madömu Thérése; })ú heifir heilbrigðar og ekki síður haldgóðar tilfinningar.” Síðan leiddi hann mig að borðinu og fletti sundur korti, er sýndi l>ýzkaland og umhverfið og spurði mig nokk- urra spurninga, svo Ijóst og greinilega, að hann virtist þekkja landslagið eins vel og eg. Eðlilega svaraði eg því sem hann spurði um. llinir hlustuðu }>öguiir. Loksins sagði hann við mig: Doktor Wagner, eg get ekki farið fram á að þú farir á vígvöllinn með Republik- önum þjóðerni þitt er á móti því, en fyrsta herdeild af öðrum flokki liefir mist yfirsára- lækni sinn, manninn, sem sér um að flytja særða menn úr valnum. Það rúm er autt. Við höfum aðeins fremur unga menn til að ■ binda um sár manna. Eg leyfi mér að gefa þér þá virðingarverðu stöðu. Mannúðin kemst alstaðar að óhikað. Hún á eiginlega ekkert sérstakt föðurland. Þetta verður þitt verk. Hann skrifaði nokkur orð við enda borðsins, tók í hendina á mér í annað sinn og sagði: Doktor Wagner! Þér er óhætt að trúa því að eg virði starf þitt. — Þegar hann hafði sagt þetta fór eg út. Madama Thérése beið mín úti, og þegar eg sagði henni að eg vavri orðinn yfirsára- læknir við deildina, þá geta menn gert sér hugmynd um hvernig hún gladdist. Við þjuggumst við að verða í Pirmasens til vors. Það var verið að byggja vetrarskála um alt, þegar kvöldið eftir um klukkan sex, að við fengum skipun um að fara af stað,, án þess að slökkva eldana, og án þess að gera nokkurn hávaða; án þess að byggja nokkur flutningstæki, og án þess að blása í lúður. Borgin Pinnasens vir-tist í dvala. Allir sváfu. Eg hafði tvo hesta til reiðar, sat á öðrum en hélt í hinn. Eg var meðal foringj- anna, býsna nærri Duchene yfirmanni. Við héldum svo af stað, sumir á hestbaki, aðrir gangandi. Milli okkar voru fallbyssur, flutn- ingstæki, vagnar og til beggja hliða eða með- fram lestinni beggja megin riddaraliðið. Ekkert var tunglsljós og ekkert, sem lýst gæti veginn. En meðfram veginum á vissu milli- bili voru verðir sitjandi á hestum sínum, sem sögðu lágt: “hérna . . . hérna !” Klukkan eitt um nóttina fór tunglið að sýna sig. Við vor- um komnir upp í reginfjöll. Allir tindar og öll skörð var snævi þakið. Kalt var, og þar siem gengu með byssur á öxlum hlupu til að halda á sér hi'ta. Tvisvar eða þrisvar varð eg að fara af baki. Eg var loppinn. Madama Thérése í litla vagninum sínum rétti okkur að drekka, mér því eg var næstur henni, og kaf- teinarnir voru altaf svo nærri að eg gat rétt þeim. Meira var drukkið af hermönnunum, sem komu að fá sér drykk af og til. En áfram héldum við alt af, án })ess að stanza, þar til klukkan var merri sex, að sólin fremur föl, fór að lýsa um loftið. Þá vorum við að Lembaeh, neðan við skógivöxnu hæðina Steinifelz, nærri þrjár mílur frá Worth. Þá heyrðum við kallað úr öllum áttum: ‘ ‘ Stanz- ið! . . . Stanzið!” Þeir sem á eftir voru, voru svo altaf að tínast; að, þar til klukkan sex, að helmingur hersins var þarna saman- kominn, og farið var að hita súpuna og fá sér næringu. Foringinn Hoehe, sem eg sá fara hjá, með sínum tveimur aðstoðarmönnum hló glaðlega. Það virtist sem honum liði vel. Hann fór inn í síðasta húsið í þorpinu. Fólk- ið varð forviða að sjá okkur svona snemma á ferð, og að sjá mann frá Anstatt með Re- publikönum. Húsin voru svo lítil hér og léleg að við urðum að taka tvö borö og fara með iþau út; svo að foringinn með félögum sínum gætu gert ráðstaifanir. A meðan matreiddi ferðafólkið það sem fyrir hendi var. Þessi dvöl varaði aðeins meðan við borð- uðum og menn girtu á sig malpokana. Svo varð að koma öllu í lag og fara af stað aftur. Klukkan átta er við komum út úr dalnum Reichshofen sáum við Prússa, er híjfðu sett herbúðir sínar á hæðum Fræschviller og Worth. Þeir voru tuttugu Jiúsund og varð- menn risu á fætur einn eftir annan og vöktu upp herinn. l’eir skildu nú allir, að við höfð- um farið svona snemma og farið svo hratt, tit þess að koma Prússum að óvörum og komast að þeim einum sér, því Austurríkismenn voru tólf til fimtán mílur þaðan, á Motter línunni. Þrátt fyrir }>etta leyni eg því ekki fyrir ykk- ur, vinir mínir, að eg varð meira en lítið skelkaður fyrst í stað. Því meir sem eg at- hugaði þetta, því minni von hafði eg um að við gætum unnið þessa orustu. 1 fyrsta lagi voru þeir fleiri en við, í öðru lagi höfðu þeir grafið sýki og rekið niður havla alla leið með- fram, í })riðja lagi sáum við glögt þá, sem áttu að stjórna þessum byssum, }>ar sem þeirstóðu og hölluðu sér upp að byssunum; og í fjórða lagi sást óslitin röð byssustingja og margar raðir alla leið til beggja handa. Frakkar með sinni meðfæddu ofdirfsku virtust ekki sjá hættuna; }>eir virtust jafnvel sérstaklega kátir. Því var nú fleygt að Hoche hefði lofað sex liundruð frönkum hverjum þeim, sem gæti náð einni fallbyssu frá óvin- unum. Frakkar hlógu, létu hattinn við eyrað og hrópuðu um leið og }>eir horfðu í opna kjaftana ifallbyssanna: “Okkar!. Okkar!” Það fór skjálfti um suma að hlusta á slíka dirfsku og heyra á leik }>ann sem gerður var að háskanum. Við sem vorum með sjúkravagnana og ýmsar aðrar tegundir lireyfanlegar, til að flytja með þá særðu, stóðum bak við alt sam- an og það var mér sannarleg fróun. Madama Thérése var hér um bil þrjátíu til fjörutíu fet fyrir aftan og eg færði mig nær henni með aðstoðarmönnum mínum tveimur, sem voru: annar ungur lyfsali frá Landrecies, hinn tannlæknir, og höfðu þeir gerst sáralæknar sjálfviljugir. En þeir höfðu nú þegar talsverða æfingu og stóðu til að verða, þótt ungir væru, eitthvað, með því að stúdéra og vinna. Madama Thérése kvaddi nú litla Jón með kossi; hann bjóst til að fvlgja fylkingunni. Allur dalurinn beggja megin virtist þak- inn riddaraliði vel búnu til áhlaups. Hoche, foringinn, valdi strax þegar hann kom, svæði fyrir stórskotaliðið, á Reichshofen hæðinni, og lét fótgöngTlliðið stanza í miðjum dalnum. Nú varð enn nokkurít hlé. En bráðlega skiftist fótgönguliðið í þrjár deildir. Fór ein til vinstri í Riebach-gilið; hinar tvær fóru af stað til að vera til taks Itvar sem væri, ef á þyrfti að halda. Hoche foringi með nokkrum undirfor- ingjum komu sér fyrir á dálítilli hæð vinstra megin í dalnum. Það sem skeði á næstu augnablikum er mér sem draumur enn. Það var svo ægilegt að því verður varla með orðum lýst. Það var líkasl því sem eitthvað ógurlega sterkt hefði rifnað eða að himininn sjálfur vavri að rofna og falla niður í pörtum. Hávaðinn virt- ist fýlla alt, ifjæf og nær; og svo laust upp reykjarsvælu dimmri, svo að ekki sáust handaiskil. Það voru Prússar, sem höfðu hleypt af morðvélum sínum á fótgöngulið vort. Augnabliki seinna sveif af reykurinn og við sáum menn vora hærra uppi í hlíðinni. [>eir greiddu sporin, en ef'tir voru hinir dauðu og særðu, sumir á grúfu, aðrir sitjandi uppi, með veikum burðum að reyna að standa á fætur. L annað sinn hleyptu Prússar af, og þá rétt í því heyrðum við hið ægilega óp Re- publikana: “Upp með byssustinginga, byssu- stingina — og skjótið!” Þá varð alt kvikt af eldi, járni og mannafótum og skrokkum, traðki og sparki lifandi og hálfdauðra manna. En þá blés vindgustur lítill og sló yfir reykn- um, sem nú huldi alt fyrir sjónum vorum. Þá varð skothríðin svo ægileg og óhljóðin svo hávær að við heyrðum ekki hvert til annars í fjögra feta fjarlægð. Þrumur fallbyssanna, þytur kúlnanna, þúsunda, og óp og köll manna blandaðist alt saman. Hestar riddaraliðs vors urðn, óþolinmóðir og grimmir. Þeir stóðu upp á afturfótunum og blésu og börðu með framfótunum. Mennirnir voru í alslags vandræðum með að halda þeim í skef jum. Annað slagið komu glufur á reykjar- mökkinn og sáum við þá Republikana þar sem þeir voru að reyna að komast yfir víggirð- ingar og skríða yfir eins og maurar. Sumir voru að brjóta niður og börðu með byssu- skeftunum aðrir reyndu að troða sér í gegn. Foringjarnir voru á hestbaki og eggjuðu menu sína til atlögu, og hinir Prússa meginn skutu úr kúlubyssum sínum á manngarðinn; eða þeir réttu upp báðar hendur með marg- hleypum í og skútu þannig smákúlnaflóði yfir Frakka. Það var ógurlegt og hryllilegt! augnabliki seinna sló reyknum yfir aftur, og við vissum ekki neitt uih neitt framar. Foringinn Ifoche, sendi menn sína, einn eftir annan, með skipanir. Þeir fóru og þutu sem vindgustur gegnum reykinn, sem skuggar gegnum myrkur. Eln orustan hélt áfram og Republikanar fóru að láta undan síga. Þá stökk foringinn Hoche af baki og gekk fram meðal manna sinna. Tíu mínútum seinna tók söngurinn: Fram til orustu! Marseillaise, yfir allan annan hávaða; og þeir sem höfðu látið undan síga komu, sem nýir menn í á- hlaupið. Annað áhlaupið var enn})á ægilegra en það fyrsta. Aðeins fallbyssur Prússa gátu nú neytt sín og héldu áfram að steypa í dauð- ann heilum röðum af mönnum. Frakkar stukku nú fram sem óðir væru, Hocho foringi í broddi fylkingar. Stórkotalið Frakka sendi líka Prússum allgóða ádrepu. Það sem nú gerðist við víggirðingar Prússa var svo mikið og margbrotið að því verður naumast með orðum lýst. Ef gamli Atlam Smith Liefði verið þar, }>á hefði liann orðið sjónar- vottur að því sem hann kallar hræðilegan bar- daga. Prússar sýndu nú að þeir voru úr liði Friðriks mikla, því hér varð návígi; byssa á móti vopni, maður á móti manni. Frakkar sóttu fram frækilega mjög, svo að ýmsir hop- uðu, en aðrir óttu fram á víxl. í>að, sem gaf Republiköniim sigurinn var hjálp þriðju deildar fótgönguliðsins, sem fór upp í Relbach-kilið. Þeir höfðu farið þaðan gegnum skóginn, og komu alt í einu á harða hlaupum, fyr en nokkurn varði. Prússar sáu sitt óvænna. Þeir gátu ekki varist lengur. Þeir flýðu frá báðum hliðum, og skildu eftir átján fallbyssur, tuttugn og fjórar vélaum- búðir og girðingar með sínum dauðu og særðu, sem ekki voru fáir. Þeir flýðu til Woerth, og “dragonar” og “hussarðar” sem áttu ekki í eigu sinni meira af neinu en óþolinmæði, fóru nú loksins af stað álútir í söðlum sínum, allir í einu, eins og veggur, sem færðist úr stað alt í einu. Við heyrðum seinna um kvöldið að þeir hefðu tekið til ganga tólf hundruð Prússa og komið með sex fallbyssur þeirra. Hérna er þá lýsingin á orustunni við Froescliviller og Woerth, sem þið sjálísagt liafið fengið fréttir af þegar þið fáið bréfið, og sem ætíð mun verða mér í minni. Síðan þetta skeði, sem eg hefi sagt frá, hefir ekkert nýtt komið fyrir; en verk okkar er ógurlegt og óendanlegt. Við verðum að rista í meiðslin, sneiða af limum, aflima og draga út kúlur. Allir flutningsvagnar eru fullir af særðum mönnum. Það er hryggileg sjón. Samt sem áður, daginn eftir sigurvinn- inginn, flutti herinn sig áfram. Fjórum dög- um seinna fréttum við að meðlimir löggjafar- valdsins Lacoste og Baudol hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hatrið og öfundn milli Hoche og Pichegru væri að skaða lýðveldið og liöfðu þeir því gefið alla stjórn í hendur Hoche eins. Varð hann því að gæta hersins meðfram Rínar-ánni og að Moselle. Hann hafði farið undir eins og ráðist á Prússa að Wurmser, á línunni til Wissembourgog unnið algerðan sigur yfir bæði Prússum og Austur- ríkismönnum, svo fullkomlega að Geisberg, að Prússar voru á flótta til Mayence og Aust- urríkismenn til Gemersheinn; og svo laglega að lýðveldið hafði nú losnað við alla sína ó- vini, — rekið þá út. Viðvíkjandi mér er það að segja, að eg er að Wissembourg, önnum kafinn upp að augum. Madama Thérése og litli Jón og það sem eftir er af herdeildinni er hér líka; en aðal herinn fór til Landau til að fría þá þar, sem mun geymast í annálum ókominna alda. Bráðlega, já, mjög bráðlega, kæru vinir, munum við fylgja hernum og fara um að Anstatt, kórónaðir sigursveigum. Við fáum tækifærið að halda ykkur enn einu sinni að brjóstum vorum og gleðjast yfir vinningum ré’ttlætis og frelsis. “Ó, þú heittþráða frelsi! Tendraðu í hjörtum vorum þann heilaga eld, sem brennur í hjörtum hetjanna! Megi hamingjan fram- leiða meðal vor kynslóð, sem líkist þeim. Og megi hamingjan gefa að hver einasti þegn lilýði rödd slíkrar kynslóðar! Þú ómetanlega frelsi, gef þeim, sem þurfa vísdóm, og flyttu þá hugrökku fram til fremdarverka. Gef að stríðin stefni að göfugum hugsjónum, svo að harðstjórar og kúgun hverfi úr heimi vorum; gef að mannúðin, sem er guðlegs eðlis, sam- eini alla menn, í alheims bræðralag, svo að alt fólk, allar þjóðir verði sem ein f jölskylda. Með slíkum óskum og vonum höldum vér ykkur hjartkærum, hin hugprúða madama Thérése, litli Jón og eg. Jakob Wagner.” “P.S.—Litli Jón biður að skila til Fritzel að láta Scipio líða vel.” Þetta bróf frá frænda gladdi okkur óum- ræðilega mikið, og menn geta getið nærri með livað mikilli óþolinmæði við biðum fyrstu herdeildar. Þetta tímabil æfi minnar varð mér að nokkurs konar hátíð. A hverjum degi frétt- um við eitthvað nýtt. Eftir dvölina að Wiss- embourg kom hjálp sú er Republikanar veittu Landau. Síðan tóku þeir Lauterbourg, þá Keiserslantern; þar næst kom umsátrin að Spire, þar sem Frakkar tóku mikið herfang, og sem Hoclie lét flytja til Landau, til þess að bæta mönnum skaða, sem þeir höfðu liðið þar. Eins og þeir höfðu hæðst að okkur og hatað áður, eins virtu þeir okkur og vegsöm- u/ðu nú. Þar var jafnvel farið að ræða um að koma Koffel í sveitarráðið og gera Mauser að bæjarstjóra. Eg vissi enga orsök til þess, því engum hafð'i dottið það í hug áður. Þetta byrjaði að grafa um sig, þegar það heyrðist, að við ætluðum að verða franskir Jiegnar. Menn sögðu að við hefðum verið franskir þegnar fimmtán hundruð ár áður, og það væri skömm að því að halda okkur í ánauð svo lengi nú á síðustu árum. Richter flýði, því hann vissi vel hvað beið hans. Og Josepli Spick kom ekki iit úr sínum herbúðum. Á hverjum degi horfðu menn út á breiða srætið, að sjá menn koma, menn sem voru að verja föðurlandið; en til allrar ógæfu fóru þeir flestir frá Wissembourg til Mayence, og fóru fram hjá Anstatt til vinstri handar yfir f jöllin. Við sáum enga nema þá, sem voru að undirbúa sig með því að taka heræfingar, og fóru styztu leið gegnum Bourgerwald. Okk- ur leiddist altaf meira og meira og seinast héldum við að þessi herdeild ætlaði aldrei að koma; þar til einu sinni eftr miðjan daginn að Mauser kom inn móður og uppveðraður og sagði: “Þarnaerhún! Þaðerujiau!”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.