Lögberg - 24.03.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.03.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPBG, MAN., FIMTUDAGINN 24. MARZ 1938 NÚMER 12 Frá íslandi Veikindi Úr borg og bygð ,Jóns Baldvinssonar Jón Baldvinsson forseti Samein- a'ðs Alþingis hefir ekki getaÖ gengt J>ingstörfum ennþá, sakir veikinda. hann hefir legiÖ rúmfastur siðan þing kom saman og liggur ennþá. Forseta efri deildar barst í fyrra- dag bréf frá Jóni Baldvinssyni, þar sem hann óskaði eftir að fyrsti vara- maður Alþýðuflokksins tæki nú sæti á Alþingi, því að J. Bald. bjóst ekki við að heilsa hans leyfði honum þingsetu fyrsta hálfan mánuðinn. Fyrsti varamaður Alþýðuflokks- ins er Erlendur Þorsteinsson, skrif- stofustjóri Síldarútvegsnefndar á Siglufirði. 'Ilann v|ar frambjóð- andi flokksins i Eyjafirði við síð- ustu kosningar. Erlendur er staddur hér í bænum, og var skotið á fundi í Sþ. í gær, til þess að samþykkja kjörbréf hans. Gekk það hljóðalaust. En þegar hinn nýi þingmaður skyldi vinna drengskaparheit að stjórnarskránni, var honum fenginn rauður penni i hönd, er hann skyldi skrifa með, en svo einkennilega vildi til, að penn- inn gaf ekkert blek frá sér og var þó nýbúið að fylla hann. Var þing- manninum þá fenginn penni með öðrum lit og stóð þá ekki á blekinu. Erlendur tekur sæti í Ed. —Morbungl. 22. febr. B jörgunarskútan “ Sæbjörg” Björgunarskútan “Sæbjörg” er væntanleg hingað í dag og fer fratn opinber móttaka í sambandi við komu skipsins. Skipið kemur á ytri höfnina kl. 1 e. h. Stjórn Slysavarnafélags ls- lands og stjórn kvennadeildarinnar í Reykjavík, hafnarstjóri og skipa- skoðunarstjóri fara út í skipið á hafnarbátnum; taka á móti skipinu á ytri höfninni. Kl. 2 legst “Sæbjörg” að Grcrfar- # # # bryggjunni. Fara þá út i skipið ráðherrar, borgarstjóri, ræðismenn erlendra rikja og vígslubiskup. For- seti Slysavarnafélags íslands flytur ræðu og þvínæst atvinnumálaráð- herra. Fara síðan allir gestirnir i land, nema vígslubiskup. Fer nú fram vigsla skipsins með þeim hætti, að biskup blessar starfsmennina, skipið og skipshöfn, sem stendur á þilfari meðan biskup talar. —Morgunbl. 20. febr. * # # Maður druknar í höfninni Verkamaður á sextugsaldri, Gest- ur Guðmundsson, Fálkagötu 8, fanst druknaður í höfninni í gær- morgun. —— Druknaði hann í fyrri- nótt, en með hvaða hætti, er ekki kunnugt. Gests í gærmorgun um átta leytið, vestanvert við hinn nýja Ægisgarð, sem nú er í byggingu. Tilkynti hann lögreglunni þegar málið, og var líkið flutt á Rannsóknarstofu Háskólans. Gestur Guðmundsson mun hafa haft umsjón með vélbát, sem liggur í króknum við Hauksbryggju og fór hann iðulega út í bát þenna til að dæla úr honum sjó og líta eftir festum.—Morgunbl. 20. febr. * # # Piltur drwknar í Urriðaá á Mýrum Síðastliðið þriðjudagskvöld um kl. 19 druknaði í Urriðaár á Mýr- um Erlendur Sigurðsson, 17 ára að aldri, frá Lambastöðum í Álftanes- hreppi. Erlendur var á heimleið úr Borg- arnesi með systur sina, er slys þetta vildi til. Vöxtur var í Urriðaá, en hún er jafnan lítil og hættulaus. Systir Erlends segir þannig frá atburðinum: —Erlendur reið á undan út í ána og eg sá illa til hans vegna myrkurs og vissi eg ekki fyr til en hann var orðinn viðskila við hestinn og horf- inn. . Stúlkan fór heim að Smiðjuhóli. Á miðvikudag og fimtudag var leitað, en árangurslaust. —Morgunbl. 19. febr. * # # Svifflug f rá Esjmirt 1 til Reykjavíkur Ungur maður, Helgi Filippusson, er nýkominn heim frá Þýzkalandi eftir fimm ára svifflugsnám í Rie- sengebirge. — Helgi tók þar f jögur próf í svifflugi og á nú aðeins eftir að taka “silfur-c” prófið, en það er afreks-próf. Hann er því nú þeg- ar fullnuma svifflugmaður. Svifflugfélag hefir nú starfað hér í Reykjavík á annað ár. Félagar eru fjörutíu, alt ungir áhugasamir menn, sem hafa sett sér það mark að efla flugíþróttina hér á landi. Svifflug er einhver heilbrigðasta jþrótt, sem iðkuð er, og hér á landi bindur hún í sér hvorttveggja, heil- næmi og hið þakkláta hlutverk, að ryðja brautina fyrir almennu flugi á íslandi. Það hefir minna heyrst um Svifflugfélag íslands en skyldi, en félagið á nú orðið allgóða renni- flugu og fær í sumar (að gjöf) fullkomna svifflugu. Með þessari svifflugu ætla hinir ungu flugmenn meðal annars að hefja sig á loft i hlíðum Esju, hækka síðan flugið þar til komið er í 1000 metra hæð yfir Esju, en svífa síðan til Reykjavikur og lenda hér í Vatnsmýrinni. Sú firra verður þá væntanlega kveðin niður, að svifflugmenn komist ekki nema 2 metra frá jörðu! Með renniflugunni, sem félagar i Svifflugfélagi Islands hafa smíðað þekkingu í flugeðlisfræði), hefir hinum ísl. svif flugmönnum tekist að komast 150—250 m. í loft upp. Einir 10 félagsmenn hafa tekið fyrsta prófið, hið svonefnda A-próf með þessari flugu. Svifflugfélagið hefir haft æfing- ar við Skálafell og Sauðafell í Mos- fellssveit og á Rauðavatni og Sand- skeiði. Þar hafa þeir verið við æf- ingar í öllum veðrum og notið heil- brigði útilífsins. Helgi Filippusson mun nú flytja nýtt lif og blóð með sér inn í fé- lagið. Hann var tvo mánuði i Grunau í Riesengebirge og fór þar 48 flug, hið lengsta i 48 mínútur og hið hæsta í 600 m. hæð. Síðan fór hann til Bamborgar, og var þar nokkra mánuði í svifflugu . og “model—flugu-verksmiðjum. —Og hvað ætlið þér að gera nú ? spurði tíðindamaður Morgunblaðs- ins Helga. —Eg ætla að vinna af krafti að áhugamáli mínu, svifflugi, hér á landi og auk þess að kenna smiði “model”-fluga. Með því að smíða “model”-flugur vaknar áhuginn fyr- ir flugi alment, og góð undirstöðu- þekking í flug-eðlisfræði lærist. Innan skamms verður stofnað hér “Model”-félag og er búist við að stofnendur verði að minsta kosti 60. —Morgunbl. 17. febr. DR. P. H. T. THORLAKSON kjörinn meðlimur mikilvœgrar stofnunar. Símað er frá Ottawa þann 22. þ. m., að Dr. P. H. T. Thorlakson, prófess#r í skurðlækningum við Manitoba háskólann, hafi verið kjör- inn meðlimur þeirrar stofnunar, er National Research Council nefnist. SOCIAL CREDIT VINNUR AUKAKOSNING Á mánudaginn fór fram í Ed- monton East kjördæminu auka- kosning til sambandsþings, og urðu úrslitin þau, að frambjóðandi Social Credit flokksins gekk sigrandi af hólmi. Þingsæti þetta losnaði við frá fall Dr. Halls, Social Credit, er kosinn var á sambandsþing 1935. Atkvæði féllu þannig; Orvis Kennedy (S. Credit) . . 9,920 Marshall (Liberal) .... 7,935 Cleverley (Conservative) .. 2,480 LEYSTUR tJR FANGELSI Síðastliðinn mánudag var Joseph Unwin, Social Credit þingmaðurinn í Alberta, sem dæmdur var til fanga- vistar fyrir ósæmilegan munnsöfn- uð í rithætti, látinn laus samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins í Ottawa. MISS SNJÓLAUG SIGURDSON Seinnipart síðastliðins mánudags hélt Women’s Musical Club ársfund sinn í söngsal Winnipeg Auditorium við mikla aðsókn. Að loknum venjulegum fundarstörfum, lék Miss Snjólaug Sigurdson á píanó allmörg lög eftir fræga tónljóða höfunda, svo sem Schumann og Cesar Franck. Var að leik hennar gerður svo góður rómur, að hún var margklöppuð fram. Miss Sigurdson er jafnt og þétt að ná ákveðnari tökum á hljóð- færinu; enda lék hún nú eins og sá sem vald hefir, þar sem kyngimagn og grátblíða fallast í faðma; hún dáleiddi áheyrendur í túlkun sinni á Novellette Schumanns, Opus 21, No. 2 og tóntöfrum Cesar Francks. Að síðustu lék hún á eftir lófaklappi sem aldrei æltaði að linna, Mendel- shons lagið yndislega “On The Wings of Song” í hátíðabúningi Franz Lizt, með svo næmri og list- rænni túlkan, að slíkt gera aðeins snillingar einir. Vonandi er að Miss Sigurdson veitist kostur að afla sér frekara náms, því í henni býr sjald- gæfur, listrænn efniviður. Mr. Páll Sigurðsson, sem starf- rækir stóra timbur og sögunarverk- smiðju við Seven Sisters Falls, var staddur í borginni á þriðjudaginn; hafði Mr. Sigurðsson 160 manns í þjónustu sinni í vetur. Mrs. Walter J. Lindal, lagði af stað um miðja yfirstandandi viku vestur til Saskatoon, Calgary og Ed- monton, í erindum verkamálaráðu- neytisins í Ottawa í sambandi við “Vocational Youth Training.” Frá Edmonton fer Mrs. Lindal vestur til Victoria og Vancouver; mun hún verða um þrjár vikur á ferðalaginu. Mrs. Gralham Pridham frá Tor- onto, dóttur þeirra Mr. og Mrs. Wil- liam Johnson^ Ste. 11 Acadia Apts., hér í borginni, kom fyrir nokkru hingað í kynnisför til foreldra sinna og dvelur hjá þeim i mánaðartíma. Mrs. Sigurjón Sigurðsson frá Árborg, var stödd í borginni i byrj- un vikunnár. “ Þráðarspottar. ’ ’ Til allra þeirra, sem gert hafa fyrirspurnir og sent mér pantanir fyrir bók minni “Þráðarspottar,” geri eg það kunnugt, að bókin er ekki kömin vestur um haf^enn. — Með þökk og vinsemd til allra, sem hér eiga hlut að máli. 21. marz, 1938. Rannveig Kristín Guðmundsdóttir Sigbjörnsson. Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þriðjudaginn 28. þ. m. Mr. J. B. Johnson frá Girnli kom til borgarinnar á laugardaginn norð- an úr verstöð, og var samstundis skorinn upp við handarmeini á Al- menna sjúkrahúsinu; er hann á - 'góðum batavegi. Dr. Hillsman gerði uppskurðinn. Mrs. J. B. Johnson frá Gimli kom til borgarinnar á sunnudagskveldið, til fundar við mann sinn; sem ligg- ur á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni. Mrs. Johnson hélt heim- leiðis á þriðjudaginn. Miss Rúma Johnson frá Gimli kom til borgarinnar snöggva ferð á þriðjudaginn. Næsti Frónsfundur verður haldinn í Goodtemplarahúsinu 7. apríl, kl. 8 e. h. Fjórir ungir ræðumenn, söng- um og hljóðfærasláttur. Nánar í næsta blaði. Allir velkomnir. Frú Rannveig K. G. Sigbjörnsson, skáldkona frá Leslie, Sask., dvelur i borginni um þessar mundir; kom hún til þess að vitja sjúkrar dóttur sinnar. Mr. Sigbjörnsson kom einnig hingað snöggva ferð í fvrri viku. íslenzka deildin af Manitoba Social Credit League heldur fund að heimili Hjálmars Gíslasonar, 753 McGee St., fimtudagskveldið 24. þ. m., kl. 8. Allir meðlimir og aðrir þeir, er styðja þessa nýju hreyfingu velkomnir. Mr.G. Lambertsen, skrautmuna- kaupmaður frá Glenboro var stadd- ur í borginni nokkra daga í vikunni sem leið. Mr. Sigurður Einarsson tinsmið- ur frá Flin Flon, hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Fólk er beðið að minnast barna- samkomu íslenzka Laugardagsskól ans, sem haldin verður í Fyrstu lút- ersku kirkju, laugardagskvöldið í þessari viku og byrjar kl. 8 Barna- kórinn undir stjórn R. H. Ragnars skemtir með einum 15 lögum. Einn- ig eru 4 einsöngvar, 2 tvísöngvar, banjo solo og margt fleira. Þessi samkoma er sérstök fyrir það að aðeins börn skemta þar, og þarf fólk ekki að efast um skeintilegt kvöld. Halldór Erlendsson framkvæmd- arstjóri, Bjarni Borgfjörð bílavið- gerðarmeistari frá Árborg og Krist- ján Thorarinsson frá Riverton, komu tll bæjarins á þriðjudaginn. Mrs. Paul Thorlakson er nýlega komin heim eftir tveggja mánaða dvöl í Toronto og Detroit. The Young People’s Society of the First Lutheran Church will hold a Roller Skating party on Mon- day, March 28. All memibers and friends are requested to meet in the church parlors at 8.00 p.m. Grace Johnston and Cecily Bardal are in charge of arrangements. Mr. Guðmundur Sigurðsson frá Aslhern, Man., kom til borgarinnar á þriðjudaginn. EXHIBITION OF MANITOBA PICTURES IN THE ART GALLERY • The Annual Exhibition of the Manitoba Society of Artists is now showing, admission free, in the Civic Auditorium Art Gallery. Some 100 paintings in oils and water colors, pastels, etchings and sculp- ture are in the collection which has already attracted much favorable comment. Always a popular show, this year the M.S.A. exhibition is no exception judging by the often crowded gallery where it is on dis- play. 'l'he visítor is attractied at once by the sense of color and the empasis which is accorded to design. Indeed the exhibition is the best the Society has held in recent years. Many of the pictures show scenes in and around the city though places further afield are in evidence also. A number of figure and portrait studies intermingle with pictures of woodlatid and lake. Most of the members and associates of the Society are represented along with quite a group of non-members for the M.S.A. welcomes meritorious work. The exhibition is open, ad- mission free, daily from 2 to 5.30, evenings 7.30 to 9.30 (except Satur- days) and on Sundays from 2.30 to 5 p.m. The great advance which art appreciation has made and the rapidly growing interest in art in Winnipeg are clearly demonstrated in the attendance at the Art Gallerv and no citizen should fail to see the work of Manitboa artists before the show is withdrawn on Mardh 3ist. Að því var vikið í siðasta blaði, að Mrs. H. F. Daníelsson í Árborg myndi tala í útvarpið á næstunni að tilhlutan Greater Winnipeg Youth Council; nú er það ákveðið, að hún talar þann 31. þ. m., kl. 10.15 kveldi. Er þess að vænta að sem allra flestir Islendingar hlusti á mál hennar. Hjónavígslur Gefin saman í hjónaband þ. 19. marz s.l. voru þau Mr. Leifur Er- lendson og Miss Margaret Bjarna- son, bæði til heimilis hér í borg. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór Ihjónavígslan fram að heimili hans, 543 Greewood Place. — Brúðgum- inn er sonur Erlendar heitins Er- lendssonar, er síðast átti heima í Langruth og konu hans, Margrétar ,sál. Finnbogadóttur frá Reykjum í Mosfellssveit, en brúðurin er dótt- ir Péturs heitins Bjarnasonar, er síðast bjó á Breiðabólsstað á Mikl- ey, og eftirlifandi konu hans, Sig- ríðar Helgadóttur, Sigurðssonar, fyrriun bónda á Sandnesi þar á ey. Gefin voru saman í hjónaband, laugardaginn 19. marz þau Estell Violet Stefánson frá Selkirk og Herold Russell Garnett frá Winni- peg. Brúðurin er dóttir þeirra hjóna Steinunnar og Stefáns kafteins Stefánssonar í Selkirk, fædd og upp- alin þar í bæ. Búðguminn er sonur Mr. og Mrs. G. J. Garnett, Miami, Man.; er hann lyfjafræðingur að mentun, og hefir góða stöðu við lyfjabúð Liggett-félagsins í Winni- peg. Að lokinni hjónavígslu, sem var f ramkvæmd af séra V. J. Eylands, voru rausnarlegar veitingar fram reiddar á heimili brúðarinnar, þar sem athöfnin fór fram fyrir allstór- um hóp vina og ættingja er viðstadd- ir voru. — Heimili ungu hjónanna verður að Royal York Apts., Ste. 47 Winnipeg. Hugheilar blessunar- óskir f jölda vina og velunnara fylgja hinurn ungu hjónum úr garði. V. J. E. Only for Love By Helen Swinburne, Midnapore. To a flower in my garden A humming-bird flew, He sipped at the nectar He drank of the dew, And I painted him there Prom my window above, Not for gold or for silver But only for love. On a bushin my garden Grewraspberries red, I took up my needle Witli fine silken thread And brodered my fruits In my window above, Not for gold or for silver But ónly for love. Vökumaður hafnarinnar fann lík sjálfir (og :með því hlotið staðgóða Sólarlag í Arizona Himinn allan skreytir rauðum rósum röðull skær um fagurt sólarlag; fjöllin hjúpa^t þúsundlitum ljósum, logarósum skreytt, þau signa dag.- Ljós og myrkur lýsa alheims mátt, líf og dauði býður frið og sátt. Blessuð sólin bak við fjöllin hnígur, bjartur geisli dvín í vestri ótt. Fuglinn glaði skjótt til skógar flýgur, skuggar breiðast yfir landið fljótt. Blóm og skógur blundar sætt og rótt. Bygðir faðmar himnesk, vorblíð nótt. V. J. Gwttormsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.