Lögberg - 24.03.1938, Side 3
LÖGKBBRGK FIMTUDAGINN 24. MARZ 1938
3
sem orðiÖ hafa til stórbölvunar fyr-
ir hina kristnu kirkju um bundruð
ára; slíkt sinnulag er framandi fyr.
ir hinum hreina, íslenzka þjóðar-
anda sem ávalt hefir reynt að gjöra
gott og líkna undir öllum kringum-
stæðum, vegna trúarinnar á Drott-
inn Jesúm Krist, siðan ísland tók
kristna trú.
Að endingu, verið samtaka, góðu
landar, og stígið það hamingjuspor,
er aldrei verður afmáð um aldaraðir.
Látum okkur sem kirkjufélag, sam-
einast U.L.C.A. á næsta kirkjuþingi
1938 þá gjörumst vér íslenzkur
hlekkur í öflugri trúbræðrakeðju er
ekkert vantrúarafl fær slitið;
Látum það vera eitt aðalaflið, sem
í framtiðinni veitir oss lúterskum
Vestur-lslendingum djörfung og
dug í starfi voru, a"ð vér vitum að
iniljónir trúbræðra standa með oss,
með reiðubúinn herafla til fram-
tíðar orustu, undir lúterskum merkj-
um.
Þakklœtis aðvarp
að Einari P. Jónssyni
ritstjóra Lögbergs
Þar sem nú virðist vera gengið í
ófrávíkjanlegan móð að þakka fyrir
alla hluti, illa og góða, hvaðan sem
þeir koma, og hvernig spm þeir líta
út—þá er eg nú farinn að finna á
mér, áð komið sé mál fyrir mig, að
þakka þér fyrir Lögberg, þó á stund-
um hafi það ekki verið nákvæmlega
eftir mínum smekk, þá veit eg að
þú hefir gert eins gott úr illu og öllu
sem þér var unt í það og það sinnið.
Og þeir sem það gera, grafa sjald-
an pund sitt eða annara í jörðu.
Þetta áðurnefnda þakklæti mitt á
sömuleiðis við hið fimtuga jólablað
þitt og dulbúning þess, — og verður
hans getið síðar.
í flestum eða öllum jólablöðum
Vesturfylkjanna (það er að segja
skrípa blöðunum) var hinn “virki-
legi’’ jóla-Kláus sýndur sem ófrið-
helgur í öllum stærri borgum —
með sjálfan sig og flutningstæki sín
—og enginn vildi við hann kannast,
þvi alstaðar var hinn falski Kláus
fyrir.—
Skamt fyrir utan eina stórborg-
ina keyrði Klúus fram á Krist fót
gangandi að vanda. Kláus býður
Kristi að “hanga á inn í bæinn” og
tók Kristur því vel — sagðist vera
á leið til kirkju, hefði orðið seinn
fyrir, verið að snúa vatni í vín fyrir
fátæklingana sem enga skildingana
hefðu fyrir jólapelann; svo hefði
hann tafist hingað og þangað á leið-
inni, við að reka út illa anda hjá
ríka fólkinu, sem hefði verið að búa
sig til jólamessunnar. Flestir and-
arnir hefðu viljað fara með fólkinu,
og 'hefði hann oft gefið það eftir,
enda hefðu þeir flestir verið furðu
spakir og sýnst öllu vanir.
Kláus kvartaði undan því við
Krist að honum væri lítill gaumur
gefinn í flestum eða öllum stórborg-
um landsins. Hann væri víðast hvar
ófriðhelgur, því allar stærri borgir
hefðu jafn marga jóla-Kláusa og
klerka. Kristur sagði að hann gæti
tæpast við öðru búist, því hann hefði
oftast gert síér mannjamun—gefið
hinum ríku og þeirra börnum stór-
gjafir, en fátæklingunum og börnum
þeirra litið eða ekkert, nema ef vera
skyldi eitthvað það sem skemdi hug-
arfar og heilsu, — enda væri nú
raunar um lítið annað að ræða þar
sem fátæklingarnir ættu í hlut.
Kláus spurði Krist hvort hann
væri ekki sömuleiðis farinn að ganga
úr móð. Kristur sagði að það væri
nú öðru nær; hann hef ði verið í móð
frá upphafi mannkynsins og hann
yrði í móð á meðan lög þjáninganna
og dauðans gengi ekki úr gildi á
jörðunni. Kláus spurði Krist hvort
það væri satt að hann hefði verið
krossfestur af Gyðingum fyrir að
vilja stofnsetja guðsriki á jörðunni.
Kristur sagði að það væri satt: enda
hefði hann oft verið kvalinn og líf-
látinn fyrir minni sakir, því stofnun
guðsríkis eru voðalegustu landráð-
in i ríki dauðans og djöfulsins!
Kláus: Hvað er guðsríki á jörðu?
Kristur: Samhliða vellíðan allra
manna, og ávalt vaxandi. Kláus:
Hvað eru trúarbrögð? Kristur:
Leit villuráfandi mannkyns að Guði.
Kláus: Hvað er Guð ? Kristur: Ó-
þrjótandi hamingja í óendanlegu
íífi. Kláus: Hvað er synd á móti
Guði? Kristur: Kvöl og dauði.
Kláus: Hvað er synd á móti því
valdi sem stjórnar mannheimi núna?
Kristur: Stofnun Guðsríkis meðal
mannanna. Kláus: Býst þú við að
verða líflátinn oftar? Kristur: Eg
hefi verið kvalinn og líflátinn alla
vega í santræmi við trúarbrögð og
landslög, þúsund sinnunt á hverju
misseri, víðsvegar unt allan heim,
frá upphafi, og það verður haldið
áfrarn að krossfesta mig, svelta ntig
í hel, drepa mig nteð alslags sjúk-
dómum og öllurn sortum af morð-
tóium—sprengivélum og eiturlofti,
o. s. frv., þangað til guðsríki kemur.
Kláus: Eru jólin þín hátíð ?, Krist-
ur: Nei. Kláus: Hverra hátíð eru
jólin? Kristur: Kaupsýslumann-
anna, 'fariseanna og hinna skrift-
lærðu í musterinu. Kláus: Llvar
ætlar þú að halda til um jólin?
Kristur: í fangaklefanum hjá
drengnum, sem hann séra Björn B.
Jónsson finnur þar i kvöld, ásamt
jólunum.*). Að öðru leyti verð eg
hjá öllum ógæfumönnum víðsvegar
um allan heirn, eins og eg er vanur.
Þeir eru komnir inn í borgina.
Kristur stekkur af sleðanum; geng-
ur inn í kirkjuna. Meðhjálparinn
er kominn fram að dyrum með disk-
inn. Söfnuðurinn lítur um öxl.
Kristur tyllir sér í krókbekkinn.
Presturinn tónar: “Drottinn sé með
yður.” Söfiíuðurinn tekur undir
og meðhjálparinn gengur til Krists.
Um svipað tilfelli var vísan sú
arna kveðin:
Kristur gekk í kirkju inn,
í krókbekk settist niður;
Djákninn kom nteð diskinn sinn,
“Drottinn (sagði presturinn)
Sé (og veri alla tíð með yður.”
Einar rninn, þér fer nú að leiðast
eftir þakklætinu, sem von er; en
ekki get eg sagt þér í svip hvað
mörg bréf eg þarf að skrifa þér
þangað til það kemur, því eins og
þig mun vera farið að gruna þá er
eg sjaldan einhama og einráður við
skrifborðið, frekar en aðrir rit-
snillingar þessa heims. Annars
væru engir ritsnillingar til? Og eg
get tekið undir með Þórbergi Þórð-
arsyni, og sagt þér í trúnaði (þó eg
muni ekki hvernig hann kemst að
orði) að oftast spila englar undir-
djúpanna á mig eins og fljóðfæri,
og það af mikilli list, eins og þeim er
tamt. Eða englar himnanna skjótast
í spilið, taka af þeim strenginn og
ráðin um stund. En hverjir spila
betur, verður þú og aðrir lista og
gáfumenn og beggja vinir um að
dæma. Nú vil eg geta þess að Klása
sagan mun vera sniðin eftir annari,
þeirri um Krist, sem er á þá leið, að
enginn myndi kannast við hann,
hvar sem hann kæmi fram á meðal
“kristinna manna,” væri hann óum-
skiftur, frá því sem hann var fyrir
krossfestinguna? Hann yrði vist af
flestum talinn guðlaus vantrúarmað-
ur nú sem fyr. Því enn munu játn-
ingarnar settar næst altarinu með
trúnni (sem á þó eftir að færa f jöll-
in og gróðursetja fíkjutrén í hafinu,
sem auðvitað er vel hægt, ef f jöllin
*)Sjá ágæta ritgerð eftir séra Björn
B. Jónsson i jólablaði Lögb. 1937.
eru færð fyrst í hafið). En verkin
og viðleitnin í krókbekkinn eða utan
dyra með Kristi.
Nú er frá því að segja að jólablað
Heimskringlu kom hingað til Wyn-
yard með skilum, — en Lögberg lét
ekki sjá sig. Margir stóðu með
Heimskringlu í sinni hægri hendi
(eg þar með talinn) og bláleitt fer-
líkan undir þeirri vinstri — og
spurðu hver í kapp við annan eftir
Lögíbergi! Póstmeistarar voru ó-
fróðir um hvað fyrir hefði komið,
sem von var. Það hefir víst verið
löngu eftir jól, er eð heyrði jóla-
blaði Lögbergs lýst og hælt, að eg
fór að skoða þetta í bláu kápunni
og þá mundi eg eftir sögunum af
hinum virkilega jóla-Kláusi og
Kristi. Að öllum líkindum hefir
eitthvað líkt átt sér stað víðar en hér
i Wynyard, þó ekki sá enn búið að
geta um það opinberlega?
Svo er eg í góðu árferði þinn-
vinsamlegur,
Jak. J. Norman.
(Framh.)
Júlíana Hallgrímsdóttir
Sœmimdsson
F. 4. júli 1860
D. 25. júní 1937
Júlíana var fædd að Fremraseli i
Hróarstungu í Norður-Múlasýslu
þ. 4. júlí 1860. Faðir hennar vaf
Hallgrimur Pétursson frá Hákonar-
stöðum á Jökuldal í Norður-Múla-
sýslu, af hinni alkunnu Hákonar-
staðaætt. En móðir hennar var
Þorgerður Jónsdóttir ættuð úr
Ejdafirði. Júlíana ólst upp að
mestu hjá séra Þorgrími í Hofteigi
á Jökuldal og frú hans. Með þess-
um fósturforeldrum sínum fluttist
jjúlíana að Þingmúla í Skriðdal í
Suður-Múlasýslu. Þar lézt séra
Þorgrímur. Fluttist þá ekkja lians
ásarnt Júlíönu fósturdóttur sinni
að Ormastöðum í Fellum, og ári síð-
ar að Hofteigi til séra Þorvaldar
Asgeirssonar, sem þá var þjónandi
prestur. Var því Júlíana með fóstru
sinni öll þessi' ár þar til hún var 19
vetra. Frá Ilofteigi fór Júlíana
vestur um haf árið 1879, ásamt
unnusta sínum Þorkeli smið Sig-
urðssyni, ættuðumi þar að austan,
efnismanrii og vel látnum. Fóru
þau til Ontario, voru eitthvað í
Branton, en fóru svo til Duluth,
Minn. vorið 1880 og giftu sig þar
það sama vor. 1 Duluth voru þau
9 ár. Mun Þorkell hafa stundað
þar smíðavinnu. Frá Duluth fóru
þau til-Helena, Montana, og þaðan
til Seattle, Wn., árið 1889. I>ar
misti Júlíana mann sinn frá 7 börn-
urn. Eftirlifandi manni sínum,
Þórarni G. Sæmundsson giftist hún
árið 1900, og fluttu þau hjón það
sama ár til Bellingham og þaðan til
Blaine 1902, og þar lézt hún að
heimili sínu þ. 25. júní 1937. Hún
var jarðsungin frá islenzku lútersku
kirkjunni í Blaine, 29. s. m. af sr.
Erlingi Ólafssyni, að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Tvö systkini Júlíönu komu og
vestur um haf. Þau voru Ágúst, dá-
inn í Seattle um s.l. aldamót, og
Guðrún kona Eiríks bónda Magnús.
sonar að Lundar, Man., dáin fyrir
mörgum árum.' Þeirra börn voru
Jónína kona Lofts Jörundssonar
húsasmiðs og Ingibjörg kona Þor-
steins prentara, báðir í Winnipeg,
og Jens Július bóndi að Lundar,
Man.
Börn Júliönu — öll frá fyrra
hjónabandi, sem fullorðins aldri
náðu, eða því sem næst, voru, Ólaf-
ur, giftur hérlendri konu, og vinnur
við “electric” gæzlu, til heimilis i
Sylvianja, Wn.; Vilhjáhnur einnig
kvæntur hérlendri konu, bjó um
skeið í Portland, Ore., og vann við
húsabyggingar; Sigríður, dáin;
Ingibjörg gift hérlendum manni, til
heimilis í Ketchikan, Alaska; Stella,
Ray og Freyja, öll dáin. Öll voru
þessi börn hin mannvænlegustu,
söngvin sum til muna. En öll list-
ræn á verklega vísu.
Þega'r Þórarinn og Júlíana komu
til Blaine komu þau sér fljótlega
upp góðu tvílyftu húsi á hálfri ekru
af landi, sem þau keyptu í bænum,
sem öll var í viltum skógi. Ekki
leið á löngu áður bletturinn var
hreinsaður og ræktaður. Aldintré
gróðursett, matjurta- og blómarækt
fylgdu að sjálfsögðu. Þó Þórarinn
ynni alla virka daga á sögunarverk-
stæði, fann hann tírna til að nytja
og prýða heimili sitt utan húss. Eins
og hún annaðist sín störf þannig að
ánægja var að koma þangað á hvaða
tíma sem var, því þar héldust í hend-
ur hreinlæti og smekkvísi, auk þess
sem þar rikti glaðlyndi og íslenzk
gestrisni. Enda var þar jafnan
gestkvæmt. Rík voru þau hjón
aldrei enda oftast þungt hús. En
þau björguðust vel, og voru ávalt
veitandi meðan heilsan entist, þrátt
fyrir ótal áföll. Tvö uppkomin
börn Júlíönu dóu heirua hjá þeim í
Blaine: Sonur kringum tvítugt og
elzta dóttirin, Sigríður, eftir margra
ára baráttu við tæringu þar heima
hjá móður sinni. Einnig háaldrað-
ur faðir Þórarins, sem með þeim
kom til Blaine og lézt hjá þeim. Öll
þessi veikindi og jarðarfarir skerða
eins manns vinnulaun. Loks tók
heilsa þeirra beggja að bila. Heim-
ilið varð að fara og þau gjörðust nú
leiguliðar á gamals aldri. Samt var
aldrei kvartað. Sama viðmót mætti
gestum og vinum — sama gestrisni,
þó nú væri af litlu að taka. Fyrir
tveim eða þrem árum síðan fékk
Júlíana snert af slagi og náði sér
aldrei eftir það, þó hún hefði oftast
fótavist. Augun sem áður loguðu
af lífsgleði og fjöri sljófguðust.
Eldurinn var orðinn að glæðum ein-
um, sem grátraun var að sjá, þeim
er áður þektu hana. En svo kom
dauðinn eins og gamall vinur og
ferjaði hana yfir þangað, sem ást-
vinirnir áður förnu biðu hennar.
Hún fékk rólegt andlát — sofnaði
eins og barn frá sorgum lífsins. Og
ein af hetjum þeim, sem vann sitt
erfiða lífsstarf vel og í kyrþey er
gengin veg allrar véraldar; móðir,
sem aldrei þreyttist á móðurskyld-
unum frá því hún fyrst nærði þau á
hjartablóði sínu, lagði þau á brjóst
sitt og lokaði augurm flestra þeirra í
dauðanum; kona, sem reyndist eig-
inmönnum sínum sönn félagssystir
og förunautur, kona, sem vann öll
sín störf vel á heimili og utan, í fé-
THOSE WHOM WE SERVE |
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING ||
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS ||
BECAUSE- |
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV-
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER M
WE DELIVER. =
COLUMBIA PRESS LIMITED |
695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 =
lögum þeim, sem hún lánaði fylgi
sitt; vinur vina sinna. Hetja í orðs-
ins sönnu merkingu.
Júlíana var tæplega meðal kven-
maður á hæð, en sýndist stærri, þvi
hún var skarpleg og á seinni árum
þéttvaxin, en svo falleg, að hún sór
sig í Hákonarstaðaættina, sem
munnmæli segja, að eigi fegurstar
konur á íslandi. Andlitið var reglu-
bundið svo samræmið gjörði það
fallegt. Sérstaklega hafði hún falleg
augu. Þau voru blá-grá, með mó-
leitum ýrum, nokkuð stór, en láu
vel. I þessum augum var sérhver
geðbreyting glögg. Hún var skap-
stór kona og rynni henni í skap,
sindruðu þessi augu eldingum. En
þó henni rynni í skap, stóð það
ajdrei lengi. Þrumurnar lægði
skjótt og eldingarnar sofnuðu, en
sólskinið náði sér, því undir niðri
var hjartað ávalt gott. I þessum
augum blossaði oftast lífsgleðin, því
hún var léttlynd, eða þau urðu djúp
°g gljnp þegar sorg hennar sjálfrar
bar að dyrurn, eða af samhygð með
syrgjendum, blíð, skær og fögur.
Brosið hennar verður mörgum ó-
gleymanlegt, og það átti þar oftast
sæti, “þrátt fyrir alt og þrátt fyrir
alt,” eins og Stgr. sagði.
Eg veit þú ert komin þangað, sem
þér líður vel, og þar “verður þér
ekki vina vant. Þökk fyrir langa
og góða viðkynningu.
V’inur.
P.S. — Ekkjumaðurinn þakkar
hér með innilega öUum, sem heiðr-
uðu Júlíönu sál. með nærveru sinni
við Jarðarför hennar, blómin og alla
aðstoð sýnda sér og henni, þá og á
meðan á veikindum hennar stóð.
Hann trúir því að góðverk hvar og
hvenær sem unnin eru, séu sín eigin
verðlaun.—
Stöðvið píslir þjáninga
og óþœginda
Kf l*.iáist af KÍRt eRa maga
óreglu, la*rit5 af reynNÍu annara, er
fenKÍtt liafa heilsu «k Jirótt með því
afi nota Unele Ben’s <>iutar og: Magu-
veikÍH meðöl.
I»etta bréf Nannfærir ybur:
M. M. Tyndall, Han., skrifar. “Kftir
afi Itafa notab tvo þribju úr <>skju af
l nele lien’H mefiöluni, vii eg láta
yöur vita atí KÍKTtin í fætinum er
tniklu væirari. Þetta er bezta meðal-
sem eg hefi reynt.*’
UNCLE BEN S RHEUMATIC
REMEDY and
UNCLE BEN S STOMACH
REMEDY
Fæst f ölltim sta*rri lyfjahútiuni.
flafi lyfsalinn þatS ekki, getlð |>ér
skrifaM ohh ú ytSar eigin máli, ef þér
viljitt.
Sen<litS ohh $1.00
Vlti sendum ytiur 48 tiiflur, póstfritt
Hlustið á Uncle Bens Tal sérhverl
laugardagskveld kl. 8:05 til 8:35
CJRC Winnipeg
Uncle Ben’s Remedies, Ltd.
DEP’T. I.
845 SOMERSET BLDG., WINNITEG
Business and Proíessional Cards
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Sérfrœ8ingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi —- 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstlmi 3-5 e. h.
21* SHERBURN ST. Sími 30 877 »
DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir 212 Curry Bldg., Winnipeg (Gegnt pósthúsinu) Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEQ
BAERISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 $68
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Ivindal, K.C., A. Buhr Björn Stefúnsson Teleplione 07 621 Offices: 325 MAIX STREET
BUSINESS CARDS
PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
A.S.BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST„ WINNIPEQ Pœoilegur og rólegur bústaður i miObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðlr 40c—60c Free Varking for Chiests