Lögberg - 31.03.1938, Side 2

Lögberg - 31.03.1938, Side 2
2 LÖGB13RG, FIMTUDAGINN 31. MARZ, 1938 Hvað varð að bana Þiðranda Síðu-Hallssyni ? I Skírni 1937 hefir einhver herra DavíS Scheving Thorsteinssin rit- að grein, sem heitir: “HvaS varS aS bana ÞiSranda SíSu-Hallssyni ?” og reynir þar eftir beztu getu aS svara þessari spurningu. AS vísu gerir höfundur greinarinnar sér Ijósa grein fyrir, hve miklum vand- kvæSum þaS er bundiS, meS því sagan er kynjasaga, og kemur fram meS býsna margar getgátur, ef þaS gæti orSiS öSrum til leiSbeiningar, en kemst þó aS lokum aS engri á- byggilegri niSurstöSu. Þegar eg hafSi lesiS greinina, fanst mér eg geta litiS á sum atriSi sögunnar sem greinarhöfundurinn, en aftur draga aSrar ályktanir af öSrum atriSum hennar en hann ger- ir. Eg ætla nú aS leyfa mér aS láta þær í ljósi meS þessum línum, en fullnaSar ráSning fæst engin aS heldur. Sagan hefir heldur ekki veriS ætluS 'til aS leggjast undir mannlegan skilning, heldur “trú.” Greinarhöfundurinn minnist á “forlagatrú” hve almenn hún hafi veriS, “ekki eingöngu um NorSur lönd, heldur um öll lönd í “heiSni.” Mér er afar illa viS þetta orS “heiSni” ef þaS á aS tákna nafn á trú okkar ágætu forfeSra, sem viS höfum mestan sóma af til þessa dags. Ásatrú hefi eg heyrt nefnda, og aS hún hafi veriS þeirra trú, svo sem kristin trú kristinnja manna. Mér þykij- sanngjarnt aS enginn sé rændur sínu trúar nafni, og ekki ættum viS aS bera minni virSingu fyrir minningu forfeSra okkar en GySingum, MúhameSstrúarmönn- um og Mormónum, og hafa þeir flokkar veriSj látnir halda sinum trúar nöfnum. Er ekki greinarhöf- undurinn og allir íslendingar sam þykkir :mér i þessu atriSi ? HvaS áhrærir “forlagatrú," er eg höfundinum samþykkur i því að hún hafi veriS afar sterkur þáttur i trúarlífi ókristinna þjóSa og höf undurinn heldur líka aS hún hafi borist inn í kristna átrúnaSinn og jafnvel ekki “örgrant” aS hún kunni aS leynast þar enn. Eftir því sem mér hefir skilist, var kristin trú engu siSur vel byrg af henni, og hvaS viðkemur for- feSrum okkar, Ásatrúarmönnunum, sérstaklegþ fyrir kristnitökuna voru fleiri sem treystu eingöngu á mátt sinn og megin, en kristin trú ætlaSist til, innan sinna vébanda. “Forlög” og “frivilji” eru orS, sem alt athafnalíf mannsins hefir veriS látið felast i. Það eru mörg orS- tæki, sem benda á örlög eSa forlög svo sem þessi: “MaSurinn þenkir en guS ræður.” “Enginn ræður sinum næturstaS.” “Forlögunum fresta má, en fyrir þau komast eigi.” Ekki verSur þó fariS langt út í þessa sálma sem stendur. , Þátt ÞiSranda hefi eg ekki viS hendina, en atriði þau, sem höfund- urinn tekur úr þættinum í greinina, tek eg gild að rétt séu tilfærð, en þau eru í sem fæstum orSum þessi: Þórhallur spámaður er gestur SíSu-Halls á Hofi í Álftafirði, þeg- ar ÞiSrandi sonur Halls kemur heim úr siglingu. Þegar ÞiSrandi er lofaður af heimamönnum, tekur Þórhallur lítiS undir þaS. Þegar .svo Hallur gengur á hann meS hvaS því valdi, svarar hann fáu til, en gefur i skýn að honum segði þungt hugur um langlifi ÞiSranda. Seinna er nálgast haustboSiS, verSur Þár- hallur óglaður og er hann var beS- inn skýringar á því, segir hann aS iUa legðist |i sig veizlan. Hallur gerði gaman að, en Þórliallur er jafn óglaður og segir: “ekki má sköpum renna.” Þegar menn sett- ust undir borS um kvöldiS að veizl- unni, bað Þórhallur aS menn hefðu ráð sín og ganga eigi út um nótt- ina, aS öðrum kosti mundi ilt af hljótast, og gegna ekki þó hurð væri knúin. Hallur styrkti þetta mál með því að segja að spár Þór- halla gengju jafnan eftir eSa rætt- ust. Þiðrandi gekk um beina og skipaði gestum til sængur en lagðist niður í sæti yzt við þilið. Mér skilst svo aS fyrir veizluna hafi kvíSi Þórhalls lotið eingöngu aS ÞiSranda, hann yrði ekki gam- all maSur, og sá feigarboSi væri bundinn viS veizluna og þvi hefir hann upp varnarorðin i veizlunni. Hér virSist varúSarreglan vera far- in að fá lausara form. ÞiSrandi er nú ekki orðinn einn um hættuna, helclur allir jafnt. Annars hefSu varnarorSin verið stíluð til haiis. Sagan getur ekkert um það hvenær þeir nafnar gengu til rekkju, hvort það var áður en ÞiSrandi lagSist fyrir eður eftir þaS. ÞiSrandi er gleymdu.r. ViS förum nærri um hvernig heimamönnum og boðsgestum hefir liðiS eftir aS Þórhallur hafSi galaS slysaspá sina yfi rþeim, sem brytu boS hans, og allir lögSu trúnaS á orS “spámannsins.” Engfnn vissi hvernig ógæfuna bæri aS, þó eink- um mætti vænta hennar utan dyra. Enginn hefir sofnaS, allir legiS vak- andi, og beðiS meS kvíða eftir býsnunum. Svo var drepiS högg á dyr, þaS var eins og gert var ráS fyrir i spánni, engum kom til hugar að rjúfa bjargráðiS. Enn er bariS. Ekki batnaði viS þaS. Þetta minn- ir á ástandiS á Miklabæ í Blöndu- hlíð í sögpnni af hvarfi séra Odds, þar þeyrSust skru.Sningar uppi á bænum en enginn vogaði út, en þar var færra fólki á að skipa og engir vopnaðir karlmenn og .enginn hús- bándi. Þriðja sinn er barið, getur ÞiSrandi þá ekki stilt sig lengur. “Hann tekur sverð í hönd sér og gengur út. Hann sá engan mann. Honum koin þá í hug aS nokkrir boðsmenn mundu hafa riðiS fyr heim til bæjar og riðiS síðan aftur á móti þeir er seinna riSu. Hann gekk þá undir viðarköstinn og heyrði að riSið var norðan völlinn. Hann sá að það voru konur níu, allar í svörtum klæðum og höfðu brugðin sverð í höndum. Hann heyrði að riSið var sunnan á völl- inn, þar voru og konur níu, allar í ljósum klæðum og á hvítum hest- um, þá vildi ÞiSrandi snúa inn og segja mönnum sýnina; en þá bar að konurnar fyr, hinar svartklæddu, og sóttu að honumi, en hann varSist drengilega. — En langri stundu síSar vaknaSi Þórhallur og spurði hvort Þiðrandi vekti og var honum eigi svarað. Þórhallur kvaS þá mundi “of seint,” var þá út gengiS; var þá tunglsskin og frostveSur; þeir fundu Þiðranda liggja særðan og var hann borinn inn. Og er menn höfðu orð við hann, sagSi hann þetta alt sem fyrir hann hafði borið. Hann andaðist þann sama morgun i lýsing. — SíSan var hald- ið fréttum um mannaferðir og vissu menn ekki vonir óvina Þiðranda.” Til þess aS fá einhverja skiljan- lega úrlausn á þessu kynja æfintýri, notar höf. Iærdóm sinn eða lesningu um rafmagn, ef ske mætti að líkur fengist fyrir að ÞiSrandi hafi beSiS bana af eldingu, og getur til 'aS þetta kvöld hafi gengið þrumur og eldingar, sem oft gangi þar í Álfta- firði; kæmist sú gáta aS, skýrðist margt er stendur í þættinum, til dæmis, ef eldingu laust niður,i bæ Halls hvort heldur var í viSarköst- inn á hlaSinu eSa i brandana sjálfa hefði Þiðrandi hlotið að verða þess var fyrstur manna, þar sem hann lá “yzt við þil.” Þar sem Þiðrandi heyrði jódyn, hyggur höf. að verið hafi þrumuhljóðið sem fjöllin mögnuðu, og i þrumunum hefði ÞiSranda sézt yfir, fyrst það að taka sverð i hönd sér og fara út og ganga undir viSarköstinn, sem hvorutveggja var imikill háski; raf- magnsneistinn sé bráS málmsækinn, og svo viSarkösturinn, þvi eldingu lysti jafnan helzt niður í hvað eina seni eitthvað skagar fram eSa. upp i loftið, og þvi mest hættan undir kestinum; en þar sem hann þóttist sjá ýmist ljósar dísir eða dökkar, mætti vera að Ijósar hafi honum sýnst dísirnar þegar leiftrin voru sem mest og stóðu geislar á honum eða vopnum hans, en dökkar þess á milli. Höf. segir aS þarna séu þrumur og eldingar tíSar, og skulum við láta að svo hafi veriS þessa um- ræddu nótt, en af þvi leiSir aS ÞiSr- andi er alinn upp meS þeim, og því líkindi fyrir aS hann hafi getað greint þrumuhljóS frá því aS drep- ið var högg i þiliS eður hurÖina meS svipuskafti eða spjótsskafti, og sama var með jódyn, þó nær gæti komist. Ef eldingar' gengu svona nálægt bænum, eSa jafnvel snertu hann, hefði engum manni orSiÖ svefnsamt inni, og ekki Þórhalli spámanni, alt var í ljósum logum af eldingum, þrumurnar dundu og | snörkuðu, og sama var um allan skálann. » Hvort ÞiSranda stafaSi nokkur hætta af viSarkestinum, fór eftir því, hver var viSartegund í honum; ef það var rekaviÖur þur og liflaus, var hættan mjög lítil, og ef þaS var birki-viSur höggvinn, þá er þaÖ reynsla manna aS eldingar snerta ^ aldrei birkitré í skógi, og samhliða henni er kenning lærSra manna. IJöfundurinn gerir ráS fyrir aS ÞiSandi hafi barist “vígreifur” viS þessar svartklæddu konur, en ekki komst hann í það “vígsgengi” af fúsu'rrí vilja, því inn i bæinn vildi hann þó koinast áSur. En hér kemur annað til greina. ÞiSrandi vissi vel af hverju þrum- urnar og eldingarnar spruttu, að þar var Öku-Þór á ferS til aS friÖa ríki guðs og manna fyrir yfirgangi Hrímþursa og öðru illþýSi, og í hjólförunum spratt regn, en það féll til jarSarinnar og framleiddi frjósamar árstíSir. Þór var vinur bændanna. Þiðrandi var ekki “guð- hræddur,” hann bar velvild ti| Þórs fyrir hjálpsemi hans viS ættina og lotningu fyrir afli hans. Eg get ekki rekist á nokkurt at- riÖi í sögunni, er bendi á aÖ ÞiSr- j andi hafi falliÖ fyrir eldingu. Því þær skilja ekki eftir áverka, og jafn ! fráleitt finst mér, að hann hafi bar- ist viS andlegar kvenverur, er höfSu jarðnesk vopn, er þær urðu honum að bana meS, heldur fallið fyrir lík- amlegum verum með líkamleg vopn, og þeir sem skoSuSu sáriB eða sárin kunnug góS skil á að þaS var heil- undar, holundar, eSa mergundar sár, er hann fékk bana af, og þaÖ var orsökin fyrir því að haldiS var spurnum fyrir um mannaferðir í ná- grenninu — en engir þóttust hafa orSið varir við óvini ÞiSranda. Þiðrandi átti ó.vini, en ekki í ná- grenninu. ÞaS er mín sannfæring. Eg held þessi smásaga sé endi á atburSasögu, og sú saga hafi týnst, en þar hafi verið orsakirnar fyrir þessu morSi veizlunóttina. ASförin ráðin með löngum fyrirvara, að lokka ÞiSranda út um nóttina og vega hann, og í því ráSabruggi held eg engann líklegri en Þórhall spá- mann. Mér geSjast alls ekki aS af- skiftu'm hans ii þessu máli, finst hann búa yfir fláttskap. ViS þekkj- um hann ekkert, eða hvaS hann var í mannfélaginu öðru en því að hann átti heima á Hörgslandi og átti heimangengt; hafSi að þessu sinni déaliÖ hjá Halli frá því nokkru eft- ir þing og fram um veturnætur. Sama er með SíÖu-Hall og ættmenn hans; við þekkjum ekki fortíÖ þeirra nema að mjög litlu leyti eSa hver var þátttaka þeirra í atburSa- sögu mannfélagsins til þess hann gekk í söfnuS Þangbrandar. BöSv- ar afi Halls nam land í ÁlftafirSi og bjó að Hofi; þar bygði hann hof mikiS. Þar bjó svo Þorsteinn sonur hans og siSast Hallur. Hafa þeir allir verið hofprestar. — En hvar fær Hallur Síðu-Halls nafnið ? ÁkveSin rök liggja til þess. HafSi hann búiS vestur á Síðu? Og ef svo var, á hvaSa bæ? Mér væri kært, ef þeir sem “bækurnar hafa” vildu benda mér á hvernig þessu er variS. Þórhallur virðist ekki hafa verið i kærleikum viS Þiðranda, þaS er sem hann sneiði hjá honum, en er fúll og með dylgjum um að íhðr- andi verði ekki gamall maður. Þór. hallur er kallaÖur spámaður, og sjálfsagt haft, trú á sjálfum sér, og þá hefir þurft mjög lítiS til að fá viðurnefni. Eftir því sem ráða má af þættinum, hefir Síðu-IJallur haft mikla trú á spádómsgáfu Þórhalls. Þess er getiÖ einhversstaSar að Hallur hafi unnaS ÞiSranda mest sona sinna, en ekki sýnist þátturinn bera það meÖ sér, hann geri sér mjög ant um eftirlit á honum, þrátt fyrir váspá Þárhalls. SíSu- Hallur er þar ekki neinn skörungur, og kemur einkum inn í söguna þeg- ar höfundur hennar þarf að sýna að Þórhallur hafi hann algerlega i hendi sér. Þegar líÖur á sumariS, fær Þór- hallur þunglyndiskast aftur og lætur toga út úr sér aS það stafi af grun sinum um ógæfu viS haustboðiS, og þegar Hallur vill gera lítið úr þvi, svarar hann: “Ekki imun tjóa að gera að, því þaS mun fram ganga sem ætlaS er.” Þegar Þór- hallur h'efir varaS menn viS út- göngu um nóttina og Hallur hvetui til hlýSni eykst grunur minn á Þór- halli. — Nú er hann búinn aS gera menn alvarlega hrædda, og engar líkur fyrir að brotið verði á móti boðum hans og ganga til dyra þó barið verði. ÞiSranda þekkir hann að kappgirni og treystir þvi að hann standist ekki að heyra stöðugt bar- ið, án þess að vitja dyranna. Nú er alt undirbúiS; fólkiS bælir fletin gagntekiS af hræðslu, og egnt er fyrir flumósa ungling, svo nú getur Þórhallur sphimaSur dregiS sig ,í rúmið, og sama er meS föSur hans, Hall bónda, sem er allur á valdi Þórhalls. Þórhallur læst sofa og telur tímann. Þegar drepiS er á dyr í þriðja sinn, sprettur ÞiSr- andi upp og segir: “Þetta er skömm mikil, er menn láta hér allir sem sofi, og munu boSsmenn komnir.” ÁSur er þess getið, aS ekki hafi komiÖ allir boSsmenn um kvöldiS, og mátti því búast við þeim fram á nóttina, og það heldur Þiðrandi er hann fer út, aS þar séu boðsmenn fyrir, en Síðu-Hallur, sem vafa- laust á það kristninni aÖ þakka aS hans getur í sögunni, var svo hræddur aS hann vildi láta úthýsa boSsmönnunum. Þiðrandi tekur sverð, sem hefir verið af vana fremur en því að hann byggist viS fyrirsát, annars hefði hann tekið hjálm og skjöld; svo gengur hann út, sá enga menn, og tældur frá dyrunum. — Þórhall- ur bíður langa stund. Hann veit hvað skeSur utan dyra, og hefir ætlast til að Þiðrandi væri dauður þá út væri komiS, en vegendum gefið gott forskot til undankomu. Loksins kallar hann á Þiðranda, en enginn gegnir, og segir svo að nú muni um seinan. ÞaS er ekkert minst á karlana, aS þeir hafi hlaupiS út né stumraS yfir ÞiSranda; þeir koma ekki við söguna, fyr en einhvern tíma seinna, aS Hallur er látinn biðja Þórhall um skýringu á sögunni um dísirnar, og Hallur trúir henni; sem nærri mátti geta vissi Þórhallur miklu meira um þær en vesalings Hallur. Eíklega hefir verið dregið svo af Þiðranda þegar hann var borinn inn, að hann hafi ekki átt gott með að segja frá tíÖindum, og hefSi svo Þórhallur tekiÖ skýrsluna, varS honum engin skotaskuld úr aS hag- ræSa tmálinu sem honum bezt likaði. En líti maSur svo á að ÞiSrandi hefði talað um bardaga við kven- legar verur — dísir — vitum viS aÖ þaS var óráÖshjal, sem ekkert mark var takandi á. Hitt var aftur auSgert fyrir Þór- hall, sem fór með Hall eins og barn, ef hann vildi koma i veg fyrir eftir- mál, að telja honum trú uin aS ÞiSr- andi hefSi veriS veginn af æðri ver- um, sem engin hefnd náSi til, og ganga svo frá því aS Halli væri þaS fullnaðarbót fyrir sonarmiss- inn. Þessi Þiðranda þáttur og Þór- halls, er áreiSanlega færður í letur af klerklærSurm manni, og hefir i bókstafstrú hans orÖiS aS “táknum og stórmerkjum” og notaSur sem nokkurs konar helgisaga til efling- ar kristninni, og svo er aS sjá sem þeirra áhrifa gæti enn meðal trúaðs fólks. Dr. Jón biskup Helgason i Reykjavík fer heldur ekki neinum fíflsskaparorðum um þennan at- burð, þegar hann berst á góma í Kristnisögu íislands (bls. 17) er hann talar um drauma og vitranir, er flest átti að boða hinn nýja, STYRKIR TAUGAR OG VEITIR NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar, skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal I 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. Pað fæst I öllum lyfja- búðum, Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang. ur. Notið UGA-SOL við stýflu. petta Úrvals hægðalyf. 50c. kristna sið: “Fagurlega er baráttu heiðninnar og kristninnar lýst í ÞiSranda þætti og Þórhalls, þar sem svartklæddu dísirnar særðu ÞiSr- anda son Síðu-Halls banasári, án þess að hvítklæddu dísirnar, sem komiu honum til hjálpar, fengju rönd við reist." Það var enginn sómi fyrir kristnina hvað þær hvit- klæddu stóðu sig “skítt.” (SkrifaS til umræSu í kvöldvöku- félaginu “Nemó” á Gimli, af Erlendi Guðmyndssyni. Bragarbót ÞaS er seint að kenna gömlum að sitja, eSa standa, en þó undraÖi mig á, hvað illa þeir brugðust viS, Guð- mundur Jónsson og Magnús á StorS, er eg í mesta bróðerni vildi leiSirétta missagnir þeirra i land- námssögu Vestur-Islendinga. ÞaS er aSeins nýlega aS eg fór aS lesa ættfræði, því eg er gefinn fyr- ir hana, en þó sérstaklega sagn- fræði, því hún er svo auSug af fögrum sögum og fjölskrúSug af þjóðlegum endurminningum, að hún hefir gjörsaimlega heillað mig. En þaS sem eg rek mig fyrst á, eru hinar óteljandi missagnir í ætt- fræSi Vestur-Islendinga, svo eg held þaS borgi sig ekki aS elta ólar viS þær, en lofa þeim sem lesa þær aS brosa aS þeim ; samt þykir mér leiÖinlegt að íslendingar á Fróni skuli geta haft slikt að skotspæni, því þeir hafa ættskýrslurnar hjá sér. Magnús á StorS telur nú ætt Björns Sigvaldasonar til Péturs bróSur Hallgríms Péturssonar, sem var fæddur fáum vetrum eftir 1600, og telur 7 ættliSi fyrir 330 ár, og koma þá ein 47 ár á hvert höfuð; slíkt er alveg óferjandi, svo eg kasta þeirri ættfærslu alveg fyrir borð. Og nú vill svo vel til aS eg get sannað mál mitt með landnáms- sögu Magnúsar sjálfs, því eg tók til greina ráSleggingu hans í “Lög- bergi” og fór aS lesa upp kverið, þó þaS aldrei væri skemtilegt, og þá finn eg ættartölu Stefáns ritstjóra “Heimskringlu” upp til Össurs landnámsmanns íslands, nálægt ártali 900 e. Kr., og þar eru taldir upp 30 ættliSir, eða 3 fyrir hverja öld, af Magnúsi sjálfum á StorS, og er þó ekki ólíklegt að einhver hafi tapast úr lestinni. (Sjá Al- manak Ó. Thorgeirssonar 1933). Þessi ofantalda ættartala er þó lik- lega eftir einhvern ættfræðing á Fróni. Eg vil þó leiSrétta þá mis- sögn í henni að Páll faðir Jóns Mariu-skálds er sagSur deyja úr stóru—bólu 1403, en þá gekk svarti dauði í 2 ár ,en stóra bóla 300 ár- um seinna, 1707-10. “Stóra bóla aftók ein 18 þúsund manna,” segir í gömlum TíSavísum. Jón Pálsson er fullorðinn þegar faSir hans deyr 1403, en Finnbogi son hans (Máríu-lausi) er sagÖur deyja 1520. ÞaS er býsna ótrúlegt, en þó ekki ómögulegt. Magnús á StorS segir á blaÖsíÖu 58, í sa'ma Almanaki, aS Björn í Lundi hafi verið bróðir Kristjáns amtmanns, en Björn var föður- bróðir hans. Svo kveS eg Magnús á Storð með beztu óskum og vona að fá að sjá hann heima í sumar, og fræðast af honum, þvi hér er ekki um auðugan garð aS gresja. Ritað á boðunardag Maríu meyjar, 1938. Sigurður Baldvinsson. Lundar. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. BreiSfjörS Bellingham, Wash............Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.................S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask................ J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson GarSar, N. Dakota...........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrimsson Hayland, P.O., Man......Magnús Jóhannesson Hecla, Man................ Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Husavick, Man.................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask...............J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man.........'.......Jón Halldórsson Markerville, Alta. ............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak...........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld Oakview, Man............................Búi Thorlacius Otto, Man....................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. ................J. J. Middal Selkirk, Man..............Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak......... .. .B. S. Thorvardson Tantallon, Sask............j.J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. BreiðfjörS Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor. Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadi................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.