Lögberg - 31.03.1938, Page 3

Lögberg - 31.03.1938, Page 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 31. MARZ, 1938 3 Hver er munurinn ? Fyrir nokkru mintist eg á þok- una, sem virtist vera aS leggjast yfir trúarlega hugsun manna, svo þeir ekki lengur sæju greinarmun hinna ýmsu trúarstefna, sem nú eins og fyr hafa átt sér staÖ. Sumir ganga jafnvel með þá innbyrlingu, aÖ um samleið meÖ þessum stefnum sé aÖ ræða, þar sem saimleið getur ómögulega átt sér staÖ. Velvild og jafnvel vinfengi getur átt sér staÖ, þótt um ólíkar stefnur sé aÖ ræða, en það mun hollast, aÖ landamerki séu skýr og skilmerki- leg; annars mun leiÖa til misklíðar fyr eða síðar, það sýnir öll reynsla frá upphafi vega. Að kaupa sér frið eða fylgi með óendanlegum undanslætti, bendir á ótvilaðan þý- borinn h'ugsunarhátt og mikla vesalmensku. Tvær eru nú uppi aðal trúmála- stefnur meðal Islendinga. Á ís- landi þykir tvíbýli þetta nú orðið nær óbærilegt; gerast raddirnar há- værari næð hverju ári um aðskilnað rikis og kirkju, svo að hver flokkur um sig fái haldið leiðar sinnar ó- hindraðir hvor af öð'rum, og af hálfu landslaga. Hér standa á öndverðum meið lúterstrúarmenn og únitarar, éða sambandsmenn, eins og þeir nú kalla sig. Únítarar skipuðu sér í flokk út af fyrir sig, og fengu til fylgdar við sig seinna ýmsa, sem ekki telja sig únítala; hvernig þeim samning- um er farið, skal látið ósagt, en það vita menn, að únitarar hafa þar mest að segja, og standa aðallega fyrir málum félagsskaparins. Þátt flokkurinn nefni sig “Sam- bandsmenn,” gerir það reyndar ekki til né frá. 1 skýrslum í Bandaríkj- unum er talað um únítara eins • og fyr. Iðulega er eg spurður um mun- inn á kenningu únítara og þrenn- ingartrúar manna. Bendi eg aðal- lega á muninn á gagnstæðum játn- ingum hvorutveggja flokkanna, eins og þær liggja fyrir. Hvort únítarar halda sömu játn- ingum og þeitri:, sem þeir hafa sett fram, eða hvort þeir hafa slegið af kenningum sínum gegn auknu fylgi, skal ósagt, en eftir því sem þeim sjálfum hefir farist orð, er munur- inn mikill og ákveðinn. Fyrir nþkkru Sjföan ikvað einn þeirra að orði á þessa leið: “Lútersk kirkja byggir trú sína á guðlegum innblæstri ritningar- innar. Leggur sköpunarsöguna til grundvallar fyrir skilningi sínuin á sköpun heimsins og uppruna manns- ins. Neitar framþróunarkenning- unni semi gildandi i þeim efnum. Trúir að spádómar gamla-testa- mentisins boði komu Krists. Held- ur frarn guðlegri kenningu. Trúir á guðdóm Krists, endurlausnar- verk hans og upprisu. Trúir á sakramentin tvö sem sáluhjálpar meðöl. Trúir á réttlætingu af trúnni. Trúir á sannleiksgildi trú- arjátninganna. Trúir að kirkjan sé heilög stofnun. Trúir á endur- komu Krists, etc. En únitarar aftur á móti neita trú á guðlegan innblástur, en trúa að vísindin gefi fullnægjandi skýr- ingu yfir uppruna mannsins, og neita sköpunarsögunni. Trúa ekki á spádómsgildi gamla-testaimientis- ins. Neita kraftaverktrú, upprisu Jesú Krists og þv-í að pína hans og dauði hafi nokkra sáluhjálplega þýðingu. Trúa á siðferðiskenníng- ar hans til lifernis betrtinar. Trúa á frelsun fyrir verkin, en ekki fyrir trúna. Trúa ekki að sakramentin feli i sér sáluhjálp. Neita gildi trúarjátninganna. Trúa á eina per- sónu guðdómsins — eru eingyðis- menn. Trúa ekki á endurkomu Krists. Trúa ekki að kirkjan sé lieilög stofnun, heldur að hún sé andleg mannfélagsstofnun til siða- bóta, í anda Jesú frá Nazaret, etc.” Yfirlýsing þessi mun að flestu eða að öllu rétt, að því viðbættu, að því sem að lúterska kirkjan held- ur fram, er yfirleitt það sem kirkj- an um heitn allan játar sem trú sina, hvort sem hún kallast lútersk eða ekki. Líka mun afstöðu únítara lýst að mestu eða að öllu leyti í samræmi við játningarrit þeirra, eins og sjá má í barnauppfræðslubókum, sem þeir nota, o. fl. Únítarar eiga samleið með þeim mönnum öllum, sem neita óbrigðulu sannleiksgildi Guðs heilaga orðs. Þegar einu sinni er búið að afneita sannleiksgildi þess, verður imjög lítið úr persónu frelsara mannanna, og lausargjaldi því, sem hann lagði fram til lausnar syndföllnu mann- kyni og ótvíræðum vitnisburði hans um sjálfan sig er hrundið sem úr- eltri erfða kemiingu. Með öðrum orðum, það er skorinn sá þráðurinn, sem er lífstaug og undirstaða og frumskilyrði kristinnar trúar og afl- taug alls andlegs þroska. Drottinn Jesús Kristur kom i heiminn til þess að sýna oss föður inn, hegnandi réttlæti hans og fyrir. gefandi náð, öllum, sem þess vilja njóta. Ef vér ekki viljum trúa vitnis- burði Jesú um sjálfan sig, hvernig getum vér þá fremur trúað honum þegar hann vitnar um föðurinn? Ef vér ekki trúum orðum Drottins vors er hann segir; Mannsins sonur er kominn til þess að gefa líf sitt til lausargjalds fyrir marga. Ef vér ekki viljum trúa orðum frelsara vors: "Faðirinn sendi mig. Vitnis- burður iininn er sannur. Hvað verð- ur þá úr vitnisburði frelsara vors um föðuinn? Hvað verður þá úr fyrirheitum hans að því er snertir skírn, endurfæðing og helgun, um blessun bænarinnar og ótal fleira? Trúin á óskeilulleika Guðs orðs, á Jesúm Krist sem guðlega persónu og írelsara mannanna; trúin á þrí- einan Guð, föður allrar skepnu, alt þetta fellur eða stendur saman. Sé einu hafnað, fellur hitt tvent. “Jesú það föðursins orðið er, sem alt með sínum krafti ber.” Hin alkunni rithöfundur E. Stanley Jones lætur svo urn mælt: "\ ér horfum upp til Jesú til þess að geta þekt Guð, því Guð er eins og Jesú, og að hann er gæzkurikur; vér getum sett traust vort til hans. Vantrúarstefnur nútínnans draga mjög í vafa um það, hvort Kristur sé imynd Guðs veruleika og dýrðar, þar af leiðandi verður þá spurs- málið aðallega um Guð.” Enda segir Drottinn vor: “Þetta munu þeir gera, af því þeir þekkja ekki þann, sem sendi mig.” En Guðs heilaga orð kemur með myndugleika til hjarta hvers manns, sem vill taka á móti þvi með l>arns- legri einlægni og heilagur andi Guðs innrætir fyrir áhrif orðsins, endur- fæðing, helgun og huggun, og full- komna vissu um Guð og hátign hans, það sem að ekkert annað orð eða vísindi geta mögulega konúð til leiðar. Þúsundir, nálega á hverri stundu, deyja fagnandi í hjarta, út af þeirri vissu, sem Guðs orð hefir skapað þeim. “Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn inn eg líta má; Guðs míns ástar birtu bjarta, bæði fæ eg að heyra og sjá. Hrygðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá.” Aftur á móti mætti benda á orð líeimspeking'sins Hobbes, sem ef- aðist mjög um algildi Guðs orðs: “Nú er eg að hrapa út í myrkrið.” Þannig mælti hann á banadægri. Allþung eru orðin, sem Jesús tal- ar í siðasta kapítula Nýja Testa- mentisins: Eg votta fyrir hverjum manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur af orðurn spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins.” Fullvissu þá, sem guðsorð veitir, eignast þeir ekki, sem hafna óskeik- ulleika þess. Þeir eru hið mikla spurningarmerki í eilífðarmálunum, en sannkristnir menn geta ávalt til- einkað sér orð Páls postula: “Eg yeit á hvern eg hefi fest traust mitt.” Auðvitað hafna biblíu-neitendur trúnni á upprisuna. I katekismus únítara er spurning og svar um það á þessa leið: “Reis hann (Jesús) upp aftur frá dauðum? Svar: Það er engin ástæða til að ætla, að lífsandi hans hafi lifnað aftur.” Þó hefir aldrei nokkur sögulegur atburður verið fremur staðfestur en upprisa Krists frá dauðum, og alt af eru sannanirnar að aukast með vaxandi þroska kristinnar kirkju um heim allan. Páskagleði eiga þeir enga. Á þeim sannast orð Páls: “Þeir eru alt af að læra og geta aldrei kornist til þekkingar á sannleikan- um. “Þetta hefir að sönnu orð á sér fyrir speki, en -er sjálfvalin dýrkun — mótsagnir hinnar rang- nefndu þekkingar, sem nokkrir hafa játast undir og orðið fráviltir i trúnni.” Afstaða þeirra, sem trúa Guðs orði og fyrirheitum þess og þeirra ,sem hafnar þvi er alger gagnstæða. Sjóndeildarhringur er allur annar, og hugarstefnan gagn-ólík; imun- urinn er stórkostlegur eins og vídd og dýpt hafsins. i Mannvit er í sjálfu sér gott, en það getur aldrei opinberað manni það sein trúin gefur. Því er ekki ætlað að gera það. Bjarni Thórarensen minnist á þetta: “Aldrei hann heimskan aldar blekti, óskiljanlegt að nefna rangt; maðurinn vitri mannsvit þekti, mannsvit hann sá að nær ei langt; fjarælgra sólum fjærstu á, fært er moldvörpum ekki að ná.” Matthías segir einnig: “Látum sannleikann sjálfa os/s dænia, en dæmum ei sjálfir Drottins speki. Það er vamm-víti vorrar aldar, hróplegt víti, hamingjuleysi.” Þeir, sem þykjast hafnir yfir að taka Guðs orð trúanlegt, eða þykj- ast vilja vera að vinza úr því, ef þeir annars hafa nokkra verulega trú til að bera, gera annað tveggja, blátt áfram að neita þvi, sem þeim fellur illa, eða þeir eru í sífeldri óvissu um hverju hafna skal. Einn leiðandi manna meðal sam- bandsmanna heyrði eg fárast yfir Haraldi Níelssyni út af því, að hann kendi fortilveru Jesú Krists. Einn af prestum þeirra sagði við mig: “Eg er á vegamótum trúar- lega.” Við annan átti eg nokkrar sam- ræður. Sagði eg á þá leið, að við skyldum hætta að ræða sérstök at- riði, en snúa okkur beint að Nýja Testamentinu, kvaðst eg byggja sáluhjálparvon mína á kenningum þess og fyrirheitum. Ekki kvaðst hann gera það, en sagðist þó að vissu leyti telja það leiðbeinandi. En svo kemur vandinn fyrir þessum mönnum, þegar þeir vilja vinza úr það, sem þeim sjálfum virðist trúlegt, breztur samkomulag ivtn það hvað skal kallast satt, og það sem skal ekki teljast rétt; leiðir þetta til fullkomins trúleysis fýrir mörgum. En þótt leiðir manna liggi í gagn- stæðar áttir, vinnur það enga bót, þótt rnenn liggi í deilum um andleg efni. Betra er að minnast orða Páls postula: “Elska yðar aukist enn þá meir með þekkingu og allri greind, svo að þír getið metið rétt þá liluti, sem munur er á.” Fil. br. i :io. 5. Y. C. Varnir gegn eldsvoða Varnir gegn eldsvoða er mál, sem alla varðar. Það er sameiginlegt mál alls almennings. Hver einasti borgari ætti að tefja þáð skyldu sina, að gera alt mögulegt til þess að ko:na í veg fyrir eldsvoða. En þvi miður finnast þeir vor á nteðal, sem ekki einungis vanrækja þessa skyldu, heldur jafnvel eru sekir um það að valda eldsvoða. Ef til vill gera þeir það ekki af ásettu ráði — eru sér þess' jafnvel ekki meðvit- andi, en það er jafn skaðlegt fyrir því; og slík vanræksla verðskuldar það oft að með hana sé farið eins og hvern annan glæp, sem af van- rækslu sprettur. Á hverjum einasta degi ársins senda þúsundir kvenna föt til hreinsunar; ekki einungis vegna þess að reynslan kennir þeim þann sannleika að sá sem sérstaklega gef- ur sig við því verki, gerir það bet- ur en þær sjálfar geta gert það heima; heldur einnig af annari á- stæðu, sem jafnvel er ennþá þyngri á voginni; hún er sú, að þær vilja ekki stofna sjálfum sér eða heimil- um sínum í hættu með því að hreinsa föt með gasoliu, naptha eða öðru því, sem eldfimt er. Samt sem áður eru það jafnvel eins margar konur, sem ekki eru sér þess meðvitandi hversu ágætt verk þær vinna í þarfir eldsvarnanna, með því að senda þannig föt til hreinsunar. Því miður eru það þúsundir kvenna, sðm ennþá hreinsa fötin heima hjá sér, öruggar i fávizku sinni, vitandi ekki hvílík hætta er þv-í samfara. Það er aðeins fyrir hundahepni af þær umflýja eld eða sprengingu — eða hvorttveggja. En þegar minst varir getur slysið borið að höndum, eins og t. d. átti sér stað í Toronto, þegar sparsöm húsfreyja hugsaði sér að hreinsa sjálf gluggablæjurnar sínar. Maður liennar kom heim með þrjá fimm potta brúsa fulla af gasolíu og fylti þvottavélina í kjallaranum. Hún þvoði á laugardaginn og hann var að hjálpa henni í kjallaranum eftir hádegið, en börnin voru uppi á lofti að leika sér. Enginn eldur var i 1 THOSE WHOM WE SERVE 1 — • ziz IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING = AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS || BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- §| ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF S THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER §§ WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 = hitunarofninum og hún hélt að hún væri sérlega varfærin. Hvor- ugt hjónanna hafði minstu hugmynd um hættuna, sem yfir þeim vofði; ekki heldur vissu þau að hversu vel sem þau reyndu að leysa verkið af hendi yrði blæjurnar aldrei hreinar, því heimahreinsun er altaf ófull- komin í samanburði við hreinsun hjá þeirn, sem það stunda sérstak- lega. Sökum þess að vér noturn gasolíu í bifreiðar vorar og engin slys verða að, er oss hætt við að álykta sem svo að öllu sé einnig óhætt í öðrurn. til- fellur; vér gleymum því hversu hættuleg gas'olían er í raun og veru. Vér vitum það öll að gasolía er mjög eldfjim log -breytist fljótt í gufu. En hinu er oss oft hætt við að gleyma að kviknað getur i guf- unni og sprenging hlotist af, frá eldi, sem er *í margra feta fjarlægð frá gasolíunni sjálfri. Eldur og sprenging getur orsakast af fata- lireinsun í einu herbergi frá ihitan- um af eldspýtu sem einhver kveikir á í öðru herbergi. Annað atriði mætti nefna, sem öllum er ekki ljóst. Það er að þeg- ar núið er saman dúkuim, og verið er að hreinsa þá með gasolíu, fram- leiðast oft rafmagnsneistar, sem kveikja í gasolíunni eða valda sprengingu. Af þessu sézt það, að ekki þarf um neinn eld að vera að ræða til þess að sprenging eða al- larlegur eldsvoði eigi sér stað. Að reykja i rúmi sínu er hættu- legur siður. Margur hefir mist lifið á þann hátt, að hann kveikti í pípu eða vindlingi þegar lianii var háttaður og sofnaði siðan, en eldurinn komst í fötin og brendi húsið. Eott af þvi, sem heyrir til elds- vörnum er það að hindra börn frá þvi að ná í eldspýtur. Aldrei ætti að hafa eldspýtur þar sem ung börn geta náð í þær; þetta liggur í aug- um uppi. Eldspýtur ættu æfinlega að vera geymdar í imálmhulstri eða íláti nteð loki á,svo föstu að það hrökkvi ekki af eða ilátið opnist, þó kötturinn felli það niður af hyll- unni þar sem það er geymt, eða einhverjum skyldi verða á það kæruleysi að láta ílátið undir glugga sem opinn er og fallið gæti niður á það, svo það klemdist saman eða félli niður á gólf. Oft hefir skaðvænn eldur kvikn- að þegar leitað var inni í skáp aÖ einhverju og ljós haft í annari hend- inni — annaðhvort eldspýta, kerti eða lampi. Rafmagnsljós ætti að nota við slík tækifæri; það er bæði örugt og miklu þægilegra. Litlar hitavélar, sem steinoliu er brent í valda oft eldsvoða séu þær óhreinar eða i ólagi. Slikar vélar (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœíSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofu8lmi — 22 2 61 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstími 3-5 e. h. 21* SHERBURN ST. Sfmi 30 877 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. A. V. JOHNSON DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknir Tannlceknar 212 Curry Bldg., Winnipeg 406 TORONTO GENERAL (Gegnt pósthúsinu) TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenxkur lögfrasOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Bnhr Iljörn Stcfánsson Teleplioue 97 621 Offices: J25 MAIN STREET BUSINESS CARDS PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sfi. bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimills talslmi: 501 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO Pœgilegur og rólegur bústaOur < miObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; m«8 baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.