Lögberg


Lögberg - 31.03.1938, Qupperneq 6

Lögberg - 31.03.1938, Qupperneq 6
6 LÖGBHRG. FIMTUDAGINN 31. MARZ, 1938 Hundur kaíteinsins Kafteinninn liélt enn áfram nokkra stund að tala um hitt og þetta við konu .sína; svo kveikti hann í pípunni og reykti sem ekkert va:ri um að vera, eins og hann gjörði mjög oft eftir máltíðir. Þegar hann hafði farið nærri miðja vegu upp Grace-hæðina, fór hann inn á milli hárra trjáa, en stefndi til sjávar. Þar sem hann kom niður að sjónum, fann hann mosavaxna dæld í kletti, sama hillan, sem hann settist á þegar hann Var að horfa á eftir Jeune-Alix, daginn, sem hann sendi Zero í útlegð. Viss um að hann yrði ekki ónáðaður af neinum og að enginn sæi til sín, opnaði hann bréfið í hendings kasti. Tantin, sem var ekki vanur skriftum, rit- aði: Minn góði, gamli vinur! Eg tek nú penna í hönd til að skrifa þér nokkur orð eins og þú baðst mig um. Þú mátt láta þér vænt um þykja. Þú þekkir mig að því, að eg sit sjaldan við skriftir, nema þegar eg skrifa konunni, og það geri eg ekki oft; skrifa eg ekki nema til minnis í sambandi við það sem eg flyt frá höfn til hafnar. En það sem er sagt er sagt; eg lofaði þessu og eg lield loforðið! Það er þá fyrst að við sigldum yfir sund- ið milli Englands og Frakklands, og meðan á því stóð hafði vesalings Zero ekki lint látum: tárfelt, skrækt, hrópað, gelt, og borið sig mjög hörmulega, og verst lét hann þegar við nálg- uðumst Normandy. Menn mínir liafa líka sínar góðu tilfinningar, og þeir kendu í brjósti um þessa skepnu. Vonandi að j>að mvndi stilla hann, þá gaf eg honum altaf eitthvað, J>egar stóð á máltíðum; en hann vildi hvorki (|ta né drekka. Svo kom kvöldið og þá varð dálítil hvíld á þessum ofsa, fyrir það að hann hefir verið orðinn uppgefinn; eftir að hafa hljóðað svona mikið og lengi hefir barkinn ekki haft neina golu að geyma. Þegar eg varð var við að hann var hættur ólátunum fór eg niður til þess að tala um þig. Eg þóttist viss um að hann skildi mig, Jvví þegar eg nefndi nafn þitt, leit hann upp og dinglaði skottinu, sem er alt af merki um einhvern skilning meðal hunda. Þegar eg fór upp á dekk aftur, skildi eg eftir opið, til þess að gefa honum meira af hreinu lofti. Þá skauzt hann eins og fjand- inn úr sauðarleggnum milli handa minna og tróð sér á milli fóta minna upp á undan mér, svo fljótt að eg varð varla var við það fyr en á eftir. Hann Idjóp svo tvisvar eða þrisvar í kring á dekkinu, alveg eins og hann væri vitlaus. A augnablikinu datt mér ekki annað í hug en að hann ætlaði að kasta sér fyrir borð, svo ólmðist hann. Og þar sem hann fann J)ig ekki — J>að var ljóst að hann var að leita að þér — þá fór hann að stökkva fram og aftur á dekkinu, en setjast niður við og við. Loksjins sefaðist hann og lagðist niður úti í horni. Þá læddist eg að honum og kom reipi undir kragann á hálsinum og fékk vikadreng á skipinu til þess að halda í þetta ólma dýr og sagði honum að sleppa honum ekki eitt augnablik. Drenghnokkinn gjörði býsna vel. Ilann setti reipið um herðar sér hélt sér við möstrin og hvar sem hann gat fundið viðspyrnu; hann hafði fult í fangi með að halda honum, hann togaði svo fast í reipið. Eg sagði honum að gefa honum dálítið eftir til þess að sjá hvað hann gerði. Um þetta leyti sigldum við fyrir blásandi bvr til haf.s, tólf mílur á klukkustund. En J>essi hundur þinn hafði ekki tapað áttunum. Hann sentist eins og byssuskot á þann borð- stokkinn, sem vissi að Normandy, reisti sig upp, setti framfæturnar á borðstokkinn og setti klærnar í eins og þær væru negldar, og J>efaði í áttina til lands, Normandy, sem við sáum nú ekki lengur. Þarna hélt hann sér lengi nasandi eftir þér. Bráðlega hvesti, komu stórir sjóir og við urðum að dæla; en alt af hélt hann sér á borðstokknum, þótt öld- urnar féllu yfir hann og gerðu hann renn- votan. Við kölluðum á hann, en hann gegndi ekki. Hann vissi vel að þetta var áttin; hann var að fara í öfuga átt. Hann fór Jcangað til baka aftur og aftur, og hélt upp þessu neyðar- væli, stöðugt á hlaupunum. Þegar við komum í Gascogne flóann, dansaði litla skelin okkar á ölduhryggjunum viðstöðulaust, á þessum fjallháu öldum, sem eflaust hafa komið alla leið frá Ameríku, án þess að breyta stefnu; og til allrar hamingju fyrir okkur var nú hundurinn farinn að skilja að öll hans fyrirhöfn var árangurslaus, og var nú vonlaus um að þú myndir nokkurn tíma koma gangandi á öldunum eins og Frels- arinn, til þess að rétta sér hendina. Nú urð um við að nauðbeita í vindinn og slaga langar leiðir, svo mér fór að detta í hug að það yrði erfitt fyrir hundinn að finna Honfleur sam- kvæmt áttunum. Hann hafði fært sig til og lú við stóra mastrið með klútinn milli tann- anna, til þess að hafa eitthvað frá þér með- ferðis. Hann hafði nærri rifið drenginn til óbóta, sem a'tlaði að taka klútinn af honum. Þarna við mastrið lá hann nú spakur og lét ekkert á sér bera. Menn mínir, sem eru hreint ekki slæmir menn, kendu í brjósti um hundinn og fóru að gefa honum allra handa sælgæti, hver í kapp við annan. Ef hann hefði étið a*lt sem þeir færðu honum, hefði hann bráðlega dáið úr meltingarleysi; en það leit helzt út fyrir að hann vildi helzt deyja úr sorg. Hann hafði sínar kreddur fyrir 8ig ekki síður en þið mennirnir. 1 staðinn fyrir að éta mikið eins cg mennirnir vonuðú, át hundurinn þinn að- eins nægilega mikið til þess að halda í sér líf- tórunni. Hann sá að allir vildu gera honum gott, svo í staðinn fyrir að hænast að nokkr- um eða taka meira frá einum en öðrum, lét liann sem sér væri alveg sama; var jafn við alla. Menn kjössuðu hann og hann skifti sér ekkert af því, en sýndi engin vinahót á móti; og í staðinn fyrir að mislíka þetta við hund- inn voru menn þakklátir. Mönnuuum hefði ef til vill mislíkað liefði hann hagað sér öðruvísi. Sjómennirnir sögðu sín á milli að hundur með slíku lijartalagi gæti kent kristnum mönnum, sumum hverjum, allgóða lexíu. Lengi munu menn muna eftir honum á skip- inu Jeune-Alix. Við komum til Saint Louis heilu og liöldnu. Zero virtist órólegur upp á síðkast- ið. Hann hafði sofið allmikið og gelt upp úr svefninum. Eg þóttist vita að hann væri að dreyma um þig. Svo virtist sem honum þætti mjög vænt um að koma á land. Hann stökk þrisvar eða fjórum sinnum áfram, eins og hann vildi vita fyrir víst að hann væri á þurru landi. Síðan hljóp hann geltandi og nusandi eftir jarðveginum, eins og hann væri að leita að förum þar sem þú hefðir gengið. Eg segi það ekki til J)ess að gera þér ilt fyrir hjart- anu, heldur vegna þess að það er satt: þess- um hundi þykir makalaust vænt um þig. En það var nú ekki alt búið með þessu; því hann geröi J»að fyrir allra augum á liöfn- mni, sem hundar sjaldan ráðast í, og það sýnir bezt að það er meira í hann spunnið en flesta aðra hunda. Hann stiklaði meðal tíu báta um borð, frá einum til annars, þar sem þeir lágu á höfninni, og varð að fara eftir öll- um tengigögnuiirn frá einum bát til annars, kiolast eins og strákur upp og ofan. Eg held menn hafi aldrei séð slíkt áður. Hann leitaði að þér alstaðar og nusaði í hvern krók og kima. Þegar hann hafði leitað til þrauta og fann J)ig ekki, kom hann út á skipið Jeune- Alix að fá sér að éta, og lagðist svo niður dá- litla stund. Litlu seinna byrjaði hann aftur sama æðið og áður. Þú veizt að sjómenn segja ýmsar sögur, sumar skringilegar. Menn mínir eru engir eftirbátar í því efni. Innan fárra stunda var sagan af Zero komin um alla höfnina, síðan komst hún inn í þorpið. Hundurinn þinn er nú flestúm kunnur af afspurn í Saint Louis, eins og “hvíti úlfurinn.” Bg get bætt því við að allir vilja sjá hann og öllum þykir vænt um hann. Einn af J>essum ensku kafteinum vildi kaupa hann af mér, og hefði tvöfaldað boðið, ef eg hefði viljað láta hann. Hann sagði að ef þessi hundur yrði með sér lengi, þá hlytu þeir að verða vinir, og þegar hann dæi ætlaði hann að reisa minnisvarða á gröf hans með graíletri á ensku og frönsku. —A hollenzku líka, drengur minn, lávarð- ur minn, sagði eg; það er málið sem hann skilur. Hin málin hefir hann aldrei skilið eins vel. Alt þetta varð til þess að eg fór að verða hræddur um að eg myndi tapa lionum. Það gerði mér óhug. Sjómenn eru ekki vondir menn, en þeir eru dálítið stelvísir eins og her- mennirnir. Einhverjir kynnu að vera þeir, sem vildu taka þessa gersemi eins og sína eign. Eg gerði mitt bezta að komast út úr höfn- inni aftur með Zero. Eg fór með liann upp í þorpið þar sem eg liélt til, í Hotel des Deux- Poles. Þar var eg oft með þér og þar fengum við vel að borða stundum um miðjan daginn. Hundur húsbóndans var dauður, stór, dansk- ur hundur, flekkóttur, sem gekk svo liðugt fyrir kerrunni sinni; Zero var í kofa hans að nóttunni. Elg batt hann þegar eg fór frá, þegar eg var inni í gistihúsinu var hann inni í herberginu hjá mér og leið vel. En hann var svo slóttugur að hann smokkaði sér ein- hvern veginn lausum þegar honum fór að leiðast eftir mér. Hann gerði hvað sem hon- um sýndist með framlöppunum. Api gæti ekki hugsast liprari með höndunum. Við vor- um orðnir góðir vinir, vegna þess að hann er dauðatryggur, og hann fann að mér þótti vænt um hann. Þú þarft samt ekki að verða hræddur; eg hefi svo oft tekið eftir J>ví að það ert þú, sem honum þykir mest vænt um. Oft. horfir hann á mig eins og hann vildi spyrja mig um þig. En eg get aldrei sagt honum neitt. Eg læt mér nægja að tala eitthvað um þig og eg sé að honum þykir vænt um það, a'finlega. Eg er nú búinn að afhenda vörurnar í góðu lagi; en af því eg hefi enga ballest, hefi tekið dálítinn farm í skipið og ætla að nota það við tækifæri, J>egar eg sezt að eins og þú. Það er lit-viður, sem mér kæmi vel að hafa. I>að er allnærri húsinu, sem eg ætla að setjast að í, ef lukkan verður með mér, sem eg vona að verði innan skamms. Ef alt gengur eins og eg gjöri ráð fyrir, verð eg að Grand Champ innan tveggja mánaða. Þú gætir komið þangað og séð hundinn og vin þinn. —Jacques Tantin. PjS.—Þetta bréf er skrifað fyrir tveim- ur dögum síðan, og átti að komast í póstinn það kvöld. Eg kom lieim; eg fór út í kofann eftir Zero, J>ví mér var farið að þvkja vænt um hann og gat ekki farið án hans. Þar var enginn Zero. Enginn hafði séð hann; enginn þekti hann. Bg spurði og spurði. Fólkið í gistihúsinu vissi ekkert. Eg ávítaði sjálfan mig fyrir að hafa ekki séð betur um hann. Eg hljóp ofan að bát; þar var enginn Zero; hann hafði ekki komið þar. En J>ar var dá- lítill drengur víst eitthvað slóttugri en hann var stór, sem hélt hann hefði séð hund fara fram á ytri höfn. Eg vildi komast fyrir það sanna og eg leitaði upplýsinga með öllu móti. Eg sá nokkra kunningja, á meðal annars Anzoufe frá Havre, umsjónarmaður með fram fljótinu, sem hafði oft komið um borð á Jeune-Alix og þekti Zero. Eg spurði liann, og hann þóttist viss um að hann hefði séð þennan hund minn, þinn, okkar, fara hjá á eftir sjómanni frá skipinu Deux-A'mis, dálítið skip frá Dieppe, kafteinn Franqueville, sem hefir farið þrjár ferðir til Honfleur, en var nú farinn fyrir tveimur dögum til Marseilles. Það leit út fyrir að Zero yrði hvorki haldið aftur né yrði hann neyddur áfram í öfuga átt við það sem hann vildi fara, þræl- beinið! Langt frá því hann fylgdi þessum sjómanni eins fast og það hefði verið hús- bóndi hans. Þetta gerði mig alveg forviða. Það hefir sjálfsagt verið Hollendingurinn sem átti hann fvrrum. Zero er tapaður okkur! En, hugsaði eg, þetta er auðskilið. Eg ætla að finna Franqueville og spyrja hann spjörun- um úr og biðja hann að gera mér greiða; kafteinar gera hver öðrum greiða oftlega. En sjaldan er ein báran stök. Skipið liafði þegar létt akkerum og var farið fyrir stundu síðan, sigldi til Marseilles og ætlaði að koma við í Cadix og Gíbraltar. Þetta hefir gert mig vonlausan, alveg. Eg leyni því ekki. Mér var farið að þykja vænt um hundinn, hvert hár á greyinu; eg mun sakna Zero. Jæja, eg hefi týnt honum fyrir þér; það mun þér sárast allra sára. Fyrirgefðu mér að eg gerði ekki betur. Þú sérð vel hvar eg hefi gert fyrir þig, nefnilega minna en ekki neitt. Saint Louis du Sénégal, 12. maí, 1878. VIII. Kafteinn Pigault, sem hafði í fyrstu rifið bréfið í sig á augnabliki, las það nú aftur hægt, málsgrein fyrir málsgrein, línu fyrir línu, og nálega orð fyrir orð; það lá nú opið á hnjánum á honum. Hann leit nú upp tvisvar eða þrisvar og sagði hálf hátt: ‘ ‘ Það var viðbúið, úr því eg flæmdi liann að heiman, að það myndi fara svona!” Rétt á þessu augnabliki heyrði liann lítils háttar skrjáf, eins og lauf nudduðust saman, og rétt á eftir heyrði liann að trjágreinarnar voru færðar sundur og einhver nálgaðist Ilann leit við og var nú augliti til auglitis við konuna sína. “Þú hér!” sagði hann hæglátlega. “Frá liverjum er þetta bréf ?” spurði unga konan og hnyklaði brýrnar skyndilega. “Það er frá Zero,” sagði Jean Pigault niðursokkinn í hugsanir sínar. “Ah! Er nú Zero farinn að skrifa?” svaraði Lise og ypti öxlum. “Eg ætlaði að segja frá kaftein Tantin, sem eg fékk til að fara með hann.” “Og hann sendir þér þessar fréttir?” “Jú, rétt. En hvernig er J>ví varið, að þú ert kofmin hingað?” “Það er mjög einfalt,” sagði Lise, sem var nú alt í einu orðin mjög innileg og sett- ist á mosavöxnu hilluna hjá manni sínum. Þú fórst að heiman í morgun dálítið fyr en þú varst vanur, að mér virtist; eg sá að þú gekst hratt; og J>ú leist út fyrir að vera í Jjungum þönkum; mér datt í hug að einhver óhamingja væri í loftinu, og eg fór á eftir þér.” “Ekki getur það heitið að það sé óham- ingja, nema þetta, að Zero er týndur. Það er alt!” Lise var að hugsa um að svara manni sínum á þá leið að það myndi ekkert gera til hvort hundurinn væri liér eða þar; en hún þorði það varla ; það'virtist ekki vel viðeig- andi. Hún tók því bréfið án þess að svara, sem hann rétti henni, og las það Jcegjandi. “Það er mjög leiðinlegt,” sagði hún og var ekki frítt við óróleik í röddinni; “hver myndi hafa getið slíks til ?” “Nei, við sjáum ekki hlutina fyrir- fram,” sagði Jean Pigault, án þess að líta við konu sinni. Þrír eða fjórir mánuðir liðu. Laufin gulnuðu á trjánum, álmi, beyki og ýmsum öðr- um. Þau höfðu skreytt Grace-hæðina, en nú var sá tími liðinn. A, öðru leyti leið tíminn tilbreytingarlaust, án slysa eða happa fyrir J)essar tvær persiónur, kajfjtdininn og' konu hans. Hvorugt þeirra nefndi Zero á nafn. Ef kafteinninn bar missi hundsins fyrir brjóstinu, þá passaði hann að minsta kosti að láta ekki konu sína verða vara við það. Unga konan fann til þess að liún hefði verið orsök í þessu tapi, og gerði alt sem hún gat til þess að láta hann gleyma og var við hann svo innileg og aðlaðandi sem mest mátti verða. Hér var breyting frá hennar hendi, frá hennar eigin rótum runnin; alúð við hann, sem hefði verið óréttlátt af honum að viður- kenna ekki. Það var nægilegt fyrir hana að vita að eitthvað væri J)að, sem hann óskaði eftir, eða honum þótti vænt um; það var óðara í té látið frá hennar hendi. Pigault hafði mist hund sinn, en hann hafði fundið konu sína, svo ágæta konu. Það stendur ef til vill eitthvað svipað á meðal einhverra lesenda minna, og þeir hafi því enga ástæðu til að kvarta. Kafteinninn var ánægður. Aðeins þetta: Stundum spurði hann eins og sjálfan sig, hvert Zero hefði farið — hvað hefði orðið um hann. Og þá brá skýi yfir svipinn. En hann reyndi að dylja þetta fyrir konu sinni, og ásakaði sjálfan sig fyrir þenn- an reikulleik. Var það karlmannlegt að bera sig svona? Nei. Lise sá hvað liann hugsaði, en gat ekki að gert. Þegar liún varð vör við þetta, liafði það þau áhrif, að hún var hrygg í huga, það sem eftir var dagsins. Hún sökti sér niður í húsverkin; við J>au var hún allan liðlangan daginn. Það var með sanni hægt að segja, að ekki væri í Hon- fleur annað hús eins fágað og hennar eigin. Ilún hafði ekki imiklar eignir, en henni lán- aðis'f með reglusemi og sparnaði og hag- kvæmri höndlun á öllu, að láta sér líða eins vel, “lifa betra lífi”, en sumir liinna auðugu borgarar Jxorpsins. Við megum ekki liugsa að allir menn séu blindir fyrir kostum sinna eigin kvenna. Það var mjög aðdáunarvert hvað unga konan lagði sig í líma við að koma öllu vel í verk. Pigault tók eftir því. Alla markaðsdaga vaknaði hún og fór á fætur með morgunroðanum, og fór með Jeanneton, sem bar körfuna til flutninga; hún keypti það bezta sem völ var á úr bezta parti bygðar- innar, alls kyns úrval. Það var á laugardag, að þær tvær voru að koma heim af markaðnum með fulla körfu af góðgæti, kátar yfir því að geta gefið kaf- teininum allra handa, sælgæti, honum,, sem svaf eins og steinn ennþá, að Lise, sem gekk á undan, sá eittlivað við húsdyrnar. Það var eitthvað, sem lá þarna þversum og hún gat hreint ekki greint hvað það var; það var einhver dökkleit hrúga, blakkur og grár haug- ur, hreyfingarlaus. Hún hörfaði til baka, eins og hún væri hrædd, þótt þetta væri nú ekki mjög liræðilegt hreyfingarlaust og meinlaust — og kallaði á vinnukonuna: “Jeanneton! Jeanneton! Hvað getur þetta verið ? Líttu á! ” Jeanneton frá landsbygð'inni, ekki mjög næm né viðkvæm, fór fram fyrir húsmóður- ina, tvö skref, og rak fótinn í þetta óþekta, hvað svo sem það var. Þá heyrðist eitthvert murr, eins og stuna. Svo sást að Jietta reyndi að rísa á fætur með kvölum og erfiðismunum, og frammi fyrir þeim stóð hundur. “Góði guð! frú; það er Zero!” hrópaði Jeanneton, sem varð svo hverft við, að hún misti körfuna með öllum matvælunum. Zero, því það var hann, þegar hann heyrði nafn sitt nefnt, reyndi að dingla skott- inu með veikum mætti, til að gefa til kynna ítð hann hefði skilið þ^ð sem hún sagði. En þegar liann tók eftir frúnni, rankaði vesa- lingurinn við sér. Því miður hafði liún ekki verið honum vinveitt, og fcúmnislega, eins og sá sem veit hann er í óvináttu, lagði hann nið- ur skott og eyru og leit mjög aumkunarlega til hennar, með svip, sem virtist biðja vægð- ar, og drógst með naumindum yfir veginn og lagðist niður við skurðinn, en festi augun á húsinu, sem honum myndi aldrei leyft inn í; en við þrepskjöld l>ess húss hugsaði hann sér að deyja. Til þess hafði hann komið heim.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.