Lögberg - 31.03.1938, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINM 31. AIABZ, 1938
7
Buster bjargað
*Sagan um þetta birtist fyrir
tveimur mánuðum í dagbla'ði í Win-
nipeg, en var prentuð aftur nýlega
í nákvæmari frásögn sökum al-
mennrar athygli er hún vakti um
björgunarstarfið).
Hún gerðist uppi á regin-heiðum
í Ontario—fylki þar sem vötnum
skiftir norður og suður. Við
strendur Langavatns þar á hálend-
inu hafa bækistöð sína allmargir
menn, er að því vinna að hlaða fyr-
ir útrensli vatnsins rlorður á leið til
James flóans, með þeim ásetningi,
að veita vatninu suður á bóginn til
Efravatns, gegnunn eða fram hjá
miklu pappírsverkstæði, sem verið
er að byggja þar sem heitir að
Rauðgrýti (Red Rock). — Frá-
sögnin er af þvi hvernig fjórtán
menn stríddu við það í fjóra daga
að frelsa Buster, St. Bernaards
hvolp, áex mánaða gamlan, stóran
og uppáhald allra í verbúðinni.
Hann hafði vilst þaðan burtu 4. des.
og ekki komið aftur er fimm dagar
voru liðnir frá hvarfi hans. Frá
verstöðinni þarna í heiðinni suður
til Nipigon-bæjar var finuu daga
leið með hundasleða, mjög hættuleg
og því nær ófær um hávetur, nema
fyrir fuglinn fljúgandi eða loftbát,
þegú/r v|eð)ujr leyfir. En eitthvað
varð til bragðs að taka til að finna
hið dýrmæta uppáhald vermann-
anna. Enda sögðu nú Indíánar, er
heimsóttu þá, að þeir hefði heyrt
hundgá hinu megin við ónefnt vatn,
um níu mílur frá verstöð verka-
mannanna.
Þ(ótt farSð væri að dimma og
degi tekið að halla lögðu fjórir
menn af stað í leitina, og voru það
þeir'Mr. Broderick, eigandi hvolps.
ins, Dr. John' Green^. Bill Collis
og Art. Thompson.
Um klukkan n byrjaði að snjóa,
en leitarmenn héldu þó áfravn um
stund, unz þeir að lokum afréðu að
snúa heim aftur, er ókleift virtist
og árangurslaust að leita lengur.
En þá heyrðu þeir alt í einu eins og
neyðaróp eða hundgá, sem sumum
virtist berast til þeirra úr norðri,
en öðrum að sunnan, og annað
hvort hljóðið hlaut að vera berg-
mál. Og hvort halda skyldi til
suðurs eða norður, var ómtigulegt
að ráða fram úr, svo þeir afréðu að
hætta leitinni þá um nóttina.
Áður en þeir lögðu af stað heim-
leiðis bjuggu þeir merki í fjögur
tré og földu í greinum eins þeirra
vistir þær, er þeir höfðu haft með
sér. ,
Næsta morgun neyddist Collis til
að segja félögum sínum að hann
yrði að vera eftir heima, því þramm-
ið gegn storminum og fannkomunni
nóttina áður hefði orðið sér ofraun.
—Um tíu-leytið lögðu svo hinir þrír
á stað i blindbyl og fannkomu, sem
fylt hafði algerlega slóð þeirra frá
nóttinni áður. Og þar eð út leit
fyrir enn 'meira fanhfergi, tóku
þeir m-eð s'ér snjóskó og meiri vist-
ir, ásamt byssu, ef svo skyldi reyn-
ast að Buster væri of meiddur eða
þjakaður til þess að þeir gæti komið
honum heim með sér.
Eftir fjögra tíma göngu komust
þeir að fjarri hlið nafnlausa vatns-
ins áðurnefnda. Þá heyrðu þeir
aftur neyðarliljóðið,, og gátu ;nú
farið nærri um hvaðan það kæmi.
Fram undan þei'in. var 300 feta hátt
standberg óslitið að undanteknu ör-
mjóu riði eða stalli, er sýndist frá
stað þeim, er þeir stóðu á, aðeins
fært kattarloppum. En það sem
þeir ekki gátu greint að neðan var
það, að stallur þessi slútti nokkuð
fram úr berginu, sem þeir og ráku
sig á er þeir höfðu klifrast u])p um
áttatíu fet; lengra var attðsjáanlega
alls ómögulegt að komast þessa
leið. Þeir höfðu þarna handfestu
á viðarhríslu, er óx upp úr kletta-
skoru, og kölluðu nú á Buster. Sáu
þeir þá hunjdsh/ötfuð teygja sig
fram af stallsbrúninni. Svo klifr-
uðu þeir sig nieð gætni niður á
jafnsléttu og yfirveguðu kringum-
stæðurnar. — Buster var að vísu
lifandi, en þeir gerðu sér í hugar-
lund að hann rnundi kveljast af
hungri og ef til vildi meiðslum líka,
en frekari björgunartilraun varð að
bíða næsta dags. Stallur sá, sem
hvolpurinn lá á, sýndist þeim í
þér þurfið ekki að kveljast
af verkjum eða vanlíðan
Ef þér þjáist af magaveiki þá
batnar ySur, og m&ttur yðar eykst
við að nota UNCLE BEN’S
STOMACH REMEDIES.
petta bréf ætti að sannfæra
yður:
"Jaraes Smith, Winnipeg, skrif.
ar: “Eg héfi notað mörg meðöl
við stíflu og ofsýru í maganum,
árangurslaust. Eg fðr að nota
Uncle Ben’s magameðal fyrir
tveim vikum. Eg finn á mér
mikinn mun, og er sanfærður um
að eg læknast að fullu. pér meg-
ið birta þetta bréf þeim til leið-
beiningar, er við þjáningar
stríða.”
UNCLE BEN’S RHEUMATIC
* REMEDY and
UNCLE BEN’S STOMACH
REMEDY
Fæst i iillum stærri lytjabúðum.
Hafi lyfsallnn það rkki, Ketiti þér
skrifað oss á yðar eigin máli, ef þér
vlljlfi.
SendiS oss $1.00
ViS sendum ySur 48 töflur, póstfrítt
Hlustið á Uncle Bens Tal sérhverl
laugardagskveld kl. 8:05 til 8:35
CJRC Winnipeg
Uncle Ben’s Remedies, Ltd.
1)EI>’T. i,
845 SOMERSET Itl.IHi., WINNIPEG
næturhúminu að vtera mundi um
þrjátíu fet frá efri brún bergsins
og töldu nú sem björgun Busters
mundi auðráðin gáta. En þar mis-
reikuaðist j>eim aðstaðan, og gat
það varðað líf hvolpsins og jafn-
vel haft enn alvaríegri enda.
Næsta morgun hafði Collis náð
sér allvel eftir hrakninginn í fyrstu
leitarförinni, og lögðu nú félagarnir
af stað snernma dags á snjó-þrúg-
um sinum og skiftust á um að bera
fjörutíu feta langan kaðal og ann-
an farangur.
Þessi feirð varð þfeim féiögum
all-erfið og lengri en hinar fyrri,
þvi það reyndist fjórtán mílna leið
umhverfis rætur hæðarinnar og
upp aflíðandi brekkur, þar til há-
brún klettanna var náð. Þangað
komust þeir loks klukkan hálf þrjú
um daginn, og gægðust nú fram af
brúninni. Klettastallurinn sýndist
þeim myndi vera um fjörutiu fet
neðar í bjarginu. Þeir bundu svo
annan enda kaðalsins við tré og létu
hinn endann falla frann af brún-
inni; en þeim til mikillar gremju
reyndist kaðaltaugin tuttugu fetum
of stutt til að ná niður á stallinn,
sem Buster hafðist við á.
Þeir kö;stuðu nú niður nokkru
af mat þeirn er Jæir höfðu með-
ferðist handa hvolpinum, en það
lenti svo framarlega á stallsbrún-
inni að þegar Buster snuðraði við
því með trýninu, er hann hafði
mjakað sér á maganum svo nærri
að ná til fæðunnar, varð tilraun
hans aðeins til þess að mjaka böggl-
inum fram af stallsbrúninni svo lífs-
björgin kastaðist niður á snjóskafl
240 fetum neðar við bjargræturnar,
en aumingja skepnan færði sig væl-
andi frá stallbrúninni.
Mennirnir tóku nú ráð sín saman
um hvað gera skyldi. Þai; sem þeir
vissu ag leiðin var löng og seinfarin,
höfðu þeir tekið með sér um morg-
uninn nokkurt nesti. En hvað ran
það, hugsuðu þeir, þótt leiðin væri
löng, myndu þeir komast heim án
þess að neyta matar, og þeir afréðu
að reyna að koma nesti sínu til
hvolpsins. iÞeitta hepnaðist Jæim
þannig, að einn þeirra klöngraðist
niður í klettana þar til hann komst
nokkurn veginn á móts við veru-
stað Busters og fékk kastað niatnum
til hans, á stallinum, sem á einum
stað var eitthvað átta fet á breidd
og annarsstaðar aðeins þrjú fet og
glærir svellbólstrar um hann allann.
Þegar nestis-böggullinn kom niður
á stallinn, rann hann til svo sem eitt
fet, en stöðvast þá til allrar ham-
ingju, svo hvolpurinn náði til hans
og fór að éta. llinir dauðþreyttu
björgunarmenn lögðu svo upp í sína
fjórtán mílna ferð heim aftur, þvi
ekkert varð nú framar aðhafst þann
daginn til björgunar hinu aðþrengda
dýri.
Næsta morgun kom það i ljós,
að tveir leitarmannanna voru, þótt
hraustir Norðlendingar væru, dauð-
uppgefnir og þvældir eftir svaðil-
farirnar undanfana daga og nætur ;
þeir Broderick og Dr. Grenn voru
mjög þjakaðir og jafnvel Collis var
aftur dauðþreyttur. En líf Busters
var undir því komið. að einn þeirra
félaga yrði með í nýrri för út að
klettaborg þeirri er hvolpinum héh
í heljar klóm sínum.
Tveir þeirra félaga afréðu þó að
lokum að leggja upp í f jórðu björg-
unarförina, og fengu nú i lið með
sér stóran hóp annara verkamanna.
Bylurinn hafði stöðugt haldist
við og snjóþyngsli orðin mikil, auk
þess sem kuldinn var riú orðinn
mjög napur. Við örðugleikana
bættist svo það að farármenn urðu
að skiftast á um reipburðinn; það
var nú tvö hundruð feta langt og
því all—þungt. En nú skyldi
Buster bjargast, ef mannlegur
kraftur fengi því áorkað, og ekki
skyldi of stuttur kaðall verða því til
hindrunar.
Þrátt fyrir alt þetta hefði þó lik-
lega verið úti um hvolpinn, ef hinir
tveir fyrri leitarmenn, sem nú voru
leiðinni kunnugir orðnir, hefðu
ekki orðið til þess að ferðin gekk
nú fljótar en ella.
Er á bergsbrún kom var kaðlin-
urn hleypt niður á silluna, og nú
var hann meira en nógu langur.
Nokkrir menn úr hópnum rendu sér
og niður á silluna, en mjög gætilega
varð að fara, því hált var þar og
ilt að fóta sig á ísnum, auk þess
sem all-mikill vindgustur blés um
stallinn.
Þeir lyftu Buster upp og reyndu
að láta hann standa í fæturna, en
slíkt var árangurslaust, þvi hann
virtist nú alveg máttvana. Þá létu
þeir senda sér segldúk til að vefja
hvolpinn í, en sér til skelfingar ráku
þeir sig á það að kaðallinn var svo
stífur og óþjáll, að ógerningur var
að binda honum utan um þetta
hvílurúm Busters. Nú voru góð ráð
dýr. En til þess að verða ekki undir
í haráttunni við björgunarstarfið,
kom þeim. i hug að mynda eins
konar stiga úr tauginni á þann hátt
að gera hnút á kaðalinn með fimrn
feta milibili, svo að björgunarmenn
gátu haldið sér föstum með þvi að
beygja handlegg um olnboga ofan
við hvern hnút og mynda þannig
lifandi keðju, og rétt hverir öðrum
með þeirri hendinni sem laus var
hinn imáttvana likama vinar síns, þar
til félagi þeirra Thompson, sem
hnipraði sig á klettabrúninni, gat
náð í dýrið frá þeim björgunar-
manninum, er efst hangdi á kaðl-
inum.
, Tveir þeirra manna, er neðstir
voru i keðjunni, urðu þess nú á-
skynja, að hin langa gönguför um
morguninn, ferðin upp brattar
fjallshlíðarnar og svo að handlanga
sig upp og ofan kaðalinn, hafði
reynst þeim ofraun, að ógleymdu
því sem erfiðast var, að halda kaðl-
inum lausuim frá egghvössum grjót-
nibbunum, svo að félagar þeirra
fengi klifað sig upp. Eftir strekaða
tilraun að komast upp reipið af
eigin ramleik, var máttur þeirra svo
þrotinn, að þeir urðu að fá aðstoð
félaga sinna sér til bjargar.
Seinasti maðurinn, er upp á brún-
ina kom, hafði meiðst all-mikið um
ökla á egghvössum bergnibbum; en
þött hann væri nú allmjög þjakaður,
lagði hann þó á stað með félöguim
sínum heim til búðanna. Hinir
mennirnir skiftust á um að bera
hundinn og hinn þunga kaðal.
Þegar til verbúðanna kom var
settur fyrir Buster stór matardiskur.
Og fyrir vingjarnlegar áeggjanir og
klapp vina hans, 'mjakaði hann sér
ineð veikum kröftum að disknum og
rak trýnið niður í hann miðjan. En
nú var Buster svo langt leiddur, að
hann gat ekki notað sér matinn,
heldur sofnaði samstundis í þessum
stellingum. Og það var ekki fyr
en eftir fullar fimrn klukkustundir,
er hann váknaði, að hinn stóri St.
Bernards hvolpur gat gert sæmileg
skil fyrstu máltíð sinni, eftir langa
átta daga og nátta útivist í heljar
greipum.
Buster er nú búinn að ná sér
aftur, og ekki er erfitt að gera sér
í hugarlund þá einlægu vináttu sem
nú ríkir milli Busters og mannanna
þarna í verbúðunum í norðvestur
Ontario.— ( Uiuslega þýtt.—Aðs.).
♦ Borgið Lögberg!
Varnir gegn eldsvoða
(Framh. frá bls. 3)
valda sjaldan sprengingum, en ef
þær velta um og olían fer úr þeim,
getur kviknað í henni og mikill
eldur hlotist af, sem útbreiðist svo
fljótt að hann líkist sprengingu.
Sprenging getur oft átt sér stað
þegar steinolíu eða gasolíu er helt
á kola- eða viðareld, til þess að
glæða hann.
Það kemur oft fyrir við mat-
reiðslu að kviknar í fitu og veldur
bruna. Auðvelt er að koma í veg
fvrir þess konar eldsvoða með
eftirliti og gæzlu á því hversu heit
fitan er. Þegar vatni er helt á fitu,
sem kviknað hefir í, er það ekki til
annars en að dreifa eldinum; en
ráðið til þess að slökkva slikan eld
er það að renna varlega loki yfir
pönnuna eða ílátið frá annari hlið-
inni" þá er loftið tekið frá eldinum
og hann deyr eða sloknar.
Sprenging, sem á sér stað án vit-
anlegra ytri áhrifa, er oft orsök að
hættulegum eldi, sökum þess að
eitthvað, sem virðist hættulaust
getur verið afar hættulegt: t. d. rná
nefna tuskur, sem olía er í; föt, sem
notuð hafa verið til að fægja með,
druslur, sem málarar hafa notað.
Alt þetta gétur verið hættulegt.
Þegar linolía og ýmsar aðrar' oliu-
! tegundir eru þar sem heitt er og
nóg loft kemst að og liggja á fötum
eða tuskum, geta hitnað afar fljótt.
og kveikt i fötunum. Eina ráðið
er að brenna allar slíkar druslur
tafarlaust.
Aldréi ætti að geyma neitt eld-
fimt í kjallara. Tilraun hefir verið
i gerð þannig að kveikt var í jafn-
miklu af samanvöfðum dagblöðum
i málmtunnu og viðartunnu. Eldur-
inn úr viðartunninni logaði alla leið
upp í loftið i húsinu og var logandi
heitur, en það var mögulegt að
halda hendinni yfir málmtunnunni.
Báðar tunnurnar voru opnar. Sé
lok á málmtunnunni, er öllu óhætt
þótt i henni kvikni.
Það er einnig áríðandi að nota
málm ílát til þess að safna í ösku.
Aska, sem virðist vera köld, leynir
oft ,í sér heitum kolamolum og oft
hefir eldsvoði stafa'ð frá ösku úr
hlóðum, sem látin var í viðar ílát
eða upp við viðarvegg.
Ein tíðasta orsökin að eldsvoða
er ;sú að strompar eru í ólagi eða
súgholur stiflaðar; simuleiðis að
eldavélar eða hitunarofnar eru illa
settir upp.
Of heitar eldavélar eða hitunar-
vélar eru oft taldar í skýrslum or-
sok.að eldi, þegar um bruna er rætt
í blöðunum á veturna. Þetta er þó í
raun réttri alveg rangt, því þegar
hitunarofn eða eldavél eru rétt sett
upp og haldið í góðu lagi, þá getur
ekki kviknað í, jafnvel hversu mik-
ið sem kynt er.
Þegar illa eða rangt er búið um
vélarnar eins og t. d. þegar gólf-
plankar eru of nærri vélinni, þá ætti
tafarlaust að verja vélina með eld-
föstu efni, þar sem þess þyrfti við.
Það er mikils verð eldsvörn að
halda eldavélum, hitunarofnum og
strompum hreinum. Nálega allar
hitavélar vinna betur og eru ör-
uggari sé þeirn haldið hreinum og í
góðu lagi.
Það sem þú átt að gcra, cf eldur
kz’iknar. Vertu stiltur og rólegur;
beittu skynseininni. Náðu öllum út
úr húsinu, sé það mögulegt. Farðu
ekki aftur inn i húsið eftir kettin-
um.verðmætum skjölum eða öðru
dóti. Margir hafa týnt lifi sínu í eld-
inum á þann hátt.
Eigir þú heima í borg eða þorpi.
þá kallaðu tafarlaust á slökkviliðið.
Gættu þess að muna hvar næsti eld-
'kassi er og mundu hvernig á að nota
hann.
Hlauptu ekki úr herbergi þar
sem enginn eldur er, inn í gang
eða annað herbergi þar sem kvikn-
að er i eða kviknað getur verið i.
Lokaðar dyr geta haldið úti eldi í
nokkrar mínútur. Þreifaðu á hurð-
inni áður en þú opnar hana. Ef hún
er heit þá opnaðu hana ekki. Ef
hún er ekki heit, þá stattu á bak við
hana og opnaðu hana varlega og
settu fótinn upp að henni. Ef þú
finnur að hú nþrýstist sem hjálp til
að opna hana, þá láttu hana tafar-
laust aftur.
Hlauptu ekki út ef þú ert hærra
uppi en á annari hæð. Reynslan
sýnir það að fleiri bjargast með þvi
að bíða eftir slökkviliðinu. Sé ekki
hægt að komast út, þá búðu til
kaðal úr rekkjuvoðum og ábreiðum ;
kastaðu fötum út niður á jörðina.
til þess að mýkra verði fyrir þig 'ef
þú verður að kasta þér út.
Ef eldur kviknar í fötum þínum
þá gættu þess að hlaupa ekki. Veltu
þér um gólfið eða jörðina, haltu
höndunum fyrir andlitinu til þess að
þú andir ekki að þér eldi eða reyk.
Getirðu náð í einhver föt, þá vefðu
þei'tn utan um þig. Gerðu það
sama við aðra, ef í þeim kviknar.
Kallaðu lækni til þess að gera við
brunasárin. Jafnvel örlitil bruna-
sár, geta haft alvarlegar afleiðing-
ar séu þau vanrækt.
W. H. Olson. ,
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ.
INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er núkvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaCið fýrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1939, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BKETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
OAItROTS, Half Long Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CUCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
DETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
DETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellovv Globe Danvers. A splendid wlnter keeper.
ONION, Wliite Portugal. A popular white onion for cooklng or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drlll.
PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will
produce 76 to 100 plants.
TURNIP, White Summer Table. Early, quick-growlng. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flovver MJxture. Eaeily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color claes. A worth-while saving buying two. See regular Svveet
Pea List also.
SEXTT7T QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELC03IE. DazDzling Scarlet.
WHAT .TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink
BKAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMIIÆS. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented
ASTERS, Queen of the Market, stocks.
the earliest bloomers. MIGNONETTE. Well balanced
BACHEIjOR’S BUTTON. Many mixtured of the old favorlte.
new shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom
New Thumb. You can never have
^H^b^dstoo mar|y Nasturtiums.
CLARKIA. Novelty Mlxture. PETUNIA. Choice Mixed Hy-
CLIMBERS. Flowerlng climb- brids.
lng vines mixed. POPPY. Shlrley. Delicate New
COSMOS. New Early Crowned Art Shaðes
FV^FRTASTrVGS Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
’ Newest Shadee.
mixed.
No 4_____root crop collection
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS Half Ivong Blood PAHSNIPS, Early Short Round
Packet) (Large Packet)
OABBAGE, Enkhulzen (Large RADISH, French ... Breakfast
d v n (Large Packet)
Packet) TURNIP, Purple Top Strap
CARROT, Chantenay Half Ijong Ijfiaf ( e‘ packe‘t). The
(Large Packet) ear]y wh,te
summer table
ONION, Yellovv Globe Danvers, turnip.
(Large Packet) TURNIP, Svvede Canadian Gem
IiETTUCE, Grand Raplds. This (Large Packet)
packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Plckling (Large
of row. Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notifi þennan sefiil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér mefi $........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendifi póst frítt söfnin Nos.:
Nafn .................................................
Heimitisfang .................................-.......
Fyllri ................................................