Lögberg - 19.05.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.05.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. MAl, 1938 NCMER 20 Dr. Björn B. Jónsson látinn “Og loks sjást hér engin fjöll.” EitthvaS þessu svipað féllu skáld- konunni Qlínu Ancírésdójttur orð, er hljóÖbært varð um andlát séra Matthiasar þjóðskálds; mun það sízt hafa verið ofmælt, þar sem vit- að var, að hann var einn þeirra fáu útvöldu, er klifið ihöfðu brattann, unz náð var hátindi andlegrajr glæsi- mensku, og úr Hliðskjálf hafdjúpr- ar hyggjiv horft of heima alla. Og eitthvað þessu svipað, snertir nú viðkvæman streng í hugum vest- rænna siamferðamanna af íslenzkum uppruna, við fráfall dr. Björns B. Jónssonar, sem að bar á fóstudags- kveldið var, því svo hátt ihafði hann risið i þjóðlífi voru siðustu fjörutíu og fimm árin; svo fjölþætt verið æfi hans og auðug að litlirigðum, að menn nú sakna fjalls, sem borið hafði lengi hátt við himinn. Dr. Björn var merkur landnámsmaður í f leiri en einum skilningi; hann kom til þessa lands á barnsaldri og hann ruddi sér snemma glæsilega ment- unarbraut; prestvigðist yngri að ár- um en dæmi voru áður til um íslend- ing; í landnámi óvenju listræns og skarpskygns anda verður hans þó al- veg vafalaust langlengst minst; þar átti hann sérstöðu, sakir markhæfni i rökum, blóðríks stílþrótts og frá- bærs innsæis í skáldrit og ljóð; sem bókmentakrítík eða ritskoðari, stóð enginn samferðamanna hans vestan hafs honum á sporði; hann bjó yfir ríkri skáldlhneigð þótt litt léti hann það opinberlega í ljós; tóku simárit- gerðir hans, ýmsar hverjar af öll tví- mæfi í því efni; má í JjvTsambandi minna á erfimælin um Guðmund Dalman og Ekkjan í Ási, sem hvort- tveggja birtist í Lögbergi.— Dr. Björn heimsótti ísland árið 1933 ásamt Ingiríði frú sinni, og auðgaðist á margan hátt við þá för. Þegar heim kojm, flutti hann pré- dikanakeðju í Fyrstu lútersku kirkju; allar þessar blikmynda- prédikanir báru íslenzk heiti, svo sem Ásbyrgi, Gullfoss og Goðafoss; eru þær allar þrungnar guðmóði og heitri andagift; minna þær að hetju- blæ á prédikanir Jóns biskups Vidalíns; þetta prédikanasafn þarf að komast í bókarform, ásamt mörgu öðru snillilegu, er Dr. Björn reit. Kjarnyrtar ritstjórnargreinar hans í Sameiningunni, eiga að ýmsu leyti sammerkt við ritgerðir Þór- halls biskups, þar sem saman fór í fáyrðum frábær kjarnaþungi og meitluð framsetning. Dr. Björn unni Islandi og ís- lenzkri þjóðmenningu, þótt misskil- inn væri á ýmsa lund í vestrænni þjóðræknisbaráttu ; honum var ann- ast um það, öllu öðru fremur, að íslendingar sýndi í hvívetna dáð og framtak; að þeir teldist á öllum sviðum ög á öllum tínnum menn með mönnum í ihérlendri samkepni; að þeir týndu eigi metnaði sínum, er þeim samkvæmt upprúna og eðli var borinn í merg og bein, jafnframt því sem hann brýndi fyrir þeim ljóst og leynt hollustuskyldurnar við hin nýju kjörlönd, Canada og Banda- ríkin. Þessari afstöðu sinni lýsir Dr. Björn nneð skýrum dráttum í á- gætri ræðu, sem hann flutti í Fyrstu lútersku kirkju þann 13. júlí 1930, í tilefni af sextugsafmæli Manitoba- fylkis; ræðunni lýkur með svofeld- utn orðum: “Vér eldri menn og gamlir landnemar hefjum nú æ fleiri svanasönginn hinsta í jarð- nesku landnámi. En sá sé söngur vor hinn síðasti, að kunngera niðj- um vorurn dásemdir Drottins frá landnámstíðulm og segja börnum vorum frá dáðum Drottins, þeitn, er hann drýgði í nýlendum vorum. Sé sá tónn hinstur og hæstur, sem Dr. Björn B. Jónsson syngur inn í sálir afkomenda vorra trú á Guð og ást til þessa lands.” “Vér, sem eigum íslenzkt blóð i æðum, og erum fyrir það þakklát, óskum þess sízt að einangrast. Vér þráum fullkcimið samneyti við sam- landa vora hér, hvaðan sem þeir eru komnir. En vér biðjum Drottinn að gefa oss mátt til þess að fara vel með pundin þau, er hann hefir gefið oss sérstaklega, að vér ávöxtuðum þau í þessu landi. Vér viljutn vera í öllutn efnum sjálfstæðir og sjálf- ráðir menn. Vér viljum ekki vera upp á neina komnir í neinu, Ihvorki í jarðneskum né andlegum efnum. Vér viljum ekki vera þurfamenn í neinu, Vér viljum miklu fremur, ef oss er unt, vera veitandi heldur en þ*ggjandi menn. — Svíf þú, hrausti landnáms-andi, enn yfir bygðum vorum og halt við hreyst- inni og sjálfstraustinu, svo vér ís- lendingar ekki verðum lítilmenni.” Dr. Björn var skapríkur maður, er fór ferða sinna hvernig sem viðr- aði og hvað sem á móti blés; stóð því oft og einatt um hann nokkur styr; fer svo jafnan um þá, sem eitthvað verulegt er spunnið í; hann var berhöggur í riti, en þó á hann væri ráðist til andsvara, lét hann það eins og vind utn eyru þjóta og treysti á dómgreind lesenda til nið- urstöðu og úyslita; jstælum undi hann illa. í greinarkorni, sem nefnist Pásk- ar, og birt er í apríl-hefti Samein- ingarinnar, ketnst Dr. Björn þann- ig að orði: “Orðið “Páskar” segja lærðir kornið úr iherbreskri tungu og þýði framhjáganga.” En páska héldu Gyðingar til minningar um það, að í Egyptalandi gekk engill dauðans fram hjá húsuim, er roðið höfðu lambsblóði á dyrustafi húsa sinna. Páskar bera nafn með rentu, þvi alla daga verður dauðinn að. ganga fram hjá þeim. Þeir eru líka það eina, sem hann hræðist. Hvort vér mikið eða lítið skiljum í því, sem við bar í grasgarðinum i lautinni neðan við Hauskúpu-hól- inn, páskadaginn fyrir nítján öld- um, þá er þar nú einasta Hfsvonin vor mannanna. “Upprisa líkamans!” —Stæli þeir um það, seim ekki hafa þarfari verk að vinna, hvað orðið hafi af jarðneskum líkanta Krists við upprisuna og hvernig iholdi sjálfra vor reiði af, þá það hverfur í moldinia, Hitt er víst, að Kristur lifir og vér munum lifa.” Hvorki um þetta atriði né nokkurt annað, taldi Dr. Björn sér sæmandi að stæla. Um afstöðu Dr. Björns til mann- úðarmálanna og þess lýðs, er hátð- ast varð leikinn í lífsbaráttunni, vís- ast til ritgerðar eftir hann í apríl- hefti Sameiningarinnar 1931; er hún endurprentuð í þessari viku á ritstjórnarsíðu þessa blaðs; mun hún vera sannur spegill af hjartalagi hans og tilfinningalífi gagnvart ör- eigum og ui.nkomuleysingjum.— Dr. Björn B. Jónsson var fæddur á Ási í Kelduhverfi í Norður-Þing- eyjarsýslu, þann 19. dag júnímán- aðar árið 1870. Til Vesturheims fluttist hann með foreldrum sínum, þeim Birni Jónssyni, bróður Krist- jáns Fjallaskálds, og Þorbjörgu Björnsdóttur, árið 1876, og kom til Gimli i “stóra hópnum" svokallaða; dvaldi hann tneð þeim þar fram á árið 1881, er þau fluttu til Winni- peg, en þaðan til Argylebygðar; var hann upp frá þessu annað veifið burtu frá foreldrum sínutn, ýmist i Winnipeg eður í North Dakota, og stundaði bóknám eftir föngum. Frá 1889 til 1891, var hann að námi við Gustavus Adolphus College í bæn- um St, Peter í Minnesotaríkinu og sóttist nárnið hið bezta. Leiddi dvö! hans við þá mentastofnun til þess, að hann ákvað að gerast prestur; lauk hann guðfræðaprófi við presta- skóla í Chicago um vorið 1893 með ágætiseinkunn og þáði prestvígslu af v^ra-forseta KSrkjufélagsins, séra Friðriki J. Bergmann á kirkju- þingi í Winnipeg, i sjúkdómsforföll- um forseta, Dr. Jóns Bjarnasonar, i júnímánuði þá um sui.narið. Gekk hann fyrst í þjónustu kirkjufélags- ins sem trúboðsprestur, en var skömmu síðar kvaddur til fastrar prestþjónustu við íslenzku söfnuð- ina i Minnesotaríkinu, og settist að i bænum Minneota. Arið 1902 stofnaði Dr. Björn blaðið \'ínland i félagi við þá Þórð lækni Þórðar- son og Gunnar B. Björnson rit- stjóra; höfðu þeir Þórður og hann ýmist báðir ritstjórn blaðsins með höndum, eður þeir skiftu með sér verkum; annar, sem ritstjóri, en hinn sem fraiinkvæmdarstjóri. Þetta ágæta og stórfróðlega blað hætti út- komu 1906; ihafði það þá eignast marga aðdáendur, er söknuðu mjög hvarfs þess af sjónarsviðinu. Dr. Björn B. Jónsson var hinn mesti elju og athafnatnaður. For- seta embætti i Kirkjufélaginu gegndi hann frá 1908 til 1921, en hafði jafnframt með hendi ritstjórn Sameiningarinnar frá 1907 til 1932, að einu ári undanskildu. Og þetta voru í raun og veru hjáverk, sem hann bætti á sig í ofanálag við um- fangsmikið prestselinbætti, fyrst í Minneota, en siðan i júní 1914 i Winnipeg, er hann var kvaddur til prestsþjónustu við Fyrsta lúterska söfnuð; helgaði hann þeim söfnuði krafta sína í þvi nær fjórðung ald- ar og hlífði sér lítt, þó heilsan væri ekki ávalt sterk, þar til lifskveikur- inn að lokum hrökk í sundur áminst föstudagskveld. Árið 1921 var Dr. Björn sæmdur doktorsnafnbót í guðfræði af Luther Seminary í St. Paul, Minn. Árin 1925 og 1928 var hann kjörinn forseti prestafélags Winnipegborgar og má telja það fulla sönnun þess hvers álits hann naut meðal kenni- manna hérlendra. í marzmánuði 1927 sætndi konungur Islands og Dantinerkur liann riddarakrossi Fálkaorðúnnar. Dr. Björn var tvíkvæntur; fyrri konu sinni, Sigurbjörgu Gunnars- son, systur frú Margrétar Stephen- sen, kvæntist hann 1893, en misti hann hana árið 1905 ; af því hjónabandi lifa fjögur börn, Emil í Ghicago; Mrs. W. Grant Beaton, Mrs. Ronald Stewart og Mrs. Ed- ward Pitblado, allar í Winnipeg. Síðari konu sinni, Ingiríði Johnson, kvæntist Dr. Björn árið 1908; lifir hún tnann sinn ásamt þrem börnum þeirra hjóna, Ralph, Maríu og Lillian, í foreldrahúsum; töld- ust eiginkonur hans báðar til hinna Tvö systkini misti Dr. Björn fyrir fáuut 'árum, þau X'algerði Fredrick- son í Wynyard og Kristján bónda við Glenlxtro. Á ltfi eru Jón B. Jónsson og Miss Sigurbjörg Jóns- son við Kandahar.— Myrkvængjuð harmský flögra yfir vestur-íslenzka mannfélaginu við brottför Dr. Björns B. Jónsson- ar af sjónarsviðinu; hann prýddi það lengi með glæsilegri persónu sinni og gladdi félagslífið með hlát- urmildi og fyndni. En að baki stóð ávalt alvörumaðurinn, sem ritað hafði á skjöld sinn orðin ó|leyman- legu: “Aldrei að víkja.” Ctför Dr. Björns hófst á þriðju- daginn með húskveðju á heimilinu að 774 Victor Street, er séra Rún- ólfur Marteinsson stýrði, en i kirkju Fyrsta lúterska safnaðar kl. 2 e. h. Tveir prestar tóku þátt i kveðju- athöfninni í kirkjunni, þeir séra Valdimar J. Eylands, sem verið hef- ir aðstoðarprestur safnðaarins frá því í marzbyrjun, og séra K. Kl Ól- afson, forseti kirkjufélagsins. Mrs. B. H. ölson, söng yndislegt kveðju- lag, en söngflokkur safnaðarins kvaddi hinn látna leiðtoga mjúkum og máttugum tónum. Svo má réttilega segja, að skamt sé nú stórra höggva á milli i vestur- islenzku mannfélagi, því tveim dög- um eftir andlát Dr. Björns B. Jóns- sonar, var Albert C. Johnson, ræðis- maður íslands og Daninerkur i þess- ari borg, kvaddur burt af sjónar- Albcrt C. Johnson sviði þessa jarðneska lifs; hann lézt með ag heimili sínu 414 Maryland Street, j eftir langvarandi vanheilsu; er með Heiðurslíkmenn voru átta prestar j honum genginn grafarveg mætur at- kirkjufélagsins, en likmenn sex af ^ hafnamaður og góðhjartaður. safnaðarfulltrúum, þeir Dr. B. J. | Albert • Christofer Johnson var Brandson, forseti safnaðarins, J. J. j fæddur 2. nóvember 1866 á Akur Swanson, G. F. Jónasson, Albert | eyri við Eyjaf jörð. Hétu foreldrar Wathne, J. J. Vopni og Th. Stone. Séra K. K. Ólafson stýrði útfarar- siðum i Brookside grafreit. Jarðarförin, er íór fram undir umsjón Bardals, var ein hin allra fÁölmenpasta- er sögur fara af meðal Islendinga vestan hafs. Yfir kveðjuathöfninni allri hvíldi raf- þrunginn blær dramatískrar tignar. E. P. J. Or borg og bygð Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 26. þ. m. Mr. Fred Frederickson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Kári Frederick- son 'í Toronto, Ont., er nýkominn til borgarinnar í heimsókn til ættmenna sinna. hans Jón Jónasson og Guðný Guð- mundsdóttir. Fimtán ára að aldri fór 'hann úr foreldrahúsum, var nokkur ár i Skagafirði og gegndi búðarstörfr.i 11 á Sjauðárkróki, þar til hann, tvitugur, fluttist til Vestur- heims 1886. Kom hann síðla sumars til \\ innipeg, og var í vinnu á járn- braut fram undir hátíðir. Skömmu eftir nýárið gerðist hann prentari við vikublaðið “Lögberg,” sem þá hóf göngu sítia. Stundaði Albert prentiðn í allmörg ár bæði í Winni- peg og Minneapolis. Þar eftir rak liann kjötverzlun i Winnipeg í nokk- ur ár og græddi allmikið fé á verzl- aninni. Fyrir fjórðungi aldar hóf hann starf það, er síðan hefir hann liaft, en það var fasteignaverzlun og húsaleiga. Hafði hann látið reisa nokkur stónhýsi i borginni og keypt önnur, og haft utnráð yfir híbýlum fjölda fólks. Á hinum betri árum græddist Albert fé á atvinnu þessari, og var hann lengi talinn með efn- uðustu íslendingunn í Canada. Árið 1893 kvæntist Albert John- son. Heitir kona hans Elízabet Sig- ríður og er dóttir þeirra merkishjóna Sigurðar J. Jóhannessonar, skálds og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem alkunn voru hér í borg á sinni tíð. Börn þeirra Alberts og Elizabetar eru fimm á lífi: Albert N’altýr. tann- læknir í Winnipeg; Guðný, gift df. Deeks í Winnipeg; Guðrún, gifl Mr. Grey, starfsmanni hjá Ford- félaginu í Calgary; Alma, ógift í foreldrahúsum; Helen, gift Mr. Peterson, málara i Winnipeg. Son, Harald að nafni, mistu þáu, rúmlega tvítugan, fyrir nokkurum árurn. í íslenzku mannfélagi lét Albert Johnson imikið til sin taka aðallega i tveimur félögum: "Helga magra,” félagi Eyfirðinga í Winnipeg, og Fyrsta lúterska söfnuði. Um langt skeið var Albert einn af máttarstólp- um safnaðarins og gegndi þar em- bættum með alúð i mörg ár. Hann var jafnan heill og óskiftur fylgis- maður þeirra mála og manna, er iiann lagði lag sitt við. Það verður lengst i minnum haft uni Albert C. Johnson-, hver líkn og hjálparhella hann hefir alla daga reynst bágstöddum. Hjálpfýsi þans og gjafmildi var á nargra vitorði, þó sem minst hefði hann viljað láta á því bera. Óteljandi eru þeir tneun. ís- lenzkir og aðrir, sem í erfiðum á- stæðum hafa knúð á drengskap Al- berts, og aldrei árangurslaust. Fyrir því verður nafni hans lengi á lofti haldið. í aprílmánuði 1937, var Albert sæmdur riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar af konungi íslands og Danmerkur. Auk ekkju sinnar og fyrgreindra barna, lætur Albert eftir sig fjögur systkini, Fanney í Vancouver, Jó- hann, Kristján og Mrs. Pétursson í Winnipeg. Útförin fór frann frá Fyrstu lút- ersku kirkju, undir umsjón Bardals, á miðvikudaginn, að viðstöddu afar miklu fjölmeiini. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng. The Junior Ladies Aid, First Lutheran Church, Victor St., will hold ttheir next meeting on Tuesdáy, May 3ist, at 3 p.m. in the Church Parlors. Mr. Carl Tilxorlaksson úrsmiður, leggur af stað norður til Arborgar á föstudaginn kentur þann 20. þ. m., og gerir ráð fyrir að dvelja þar nyrðra í vikutíma. Hefir hann feðferðis vasaúr, klukkur, giftinga- hringi og margs konar skrautmuni, er hann býður íslendingum til kaups í Árborg og grend. Hér er aðeins um úrvals varning að ræða, sem selst við afar sanngjörnu verði. Einnig gerir hann við úr og klukk- ur fljótt og vel. tJtvarp Akveðið er að hið fjórða útvarp Hins ev. lút. kirkjufélags fari fram fimtuddaginn 26. maí, kl. 8.30—9 siðdegis. Sr. E. H. Fáfnis flytur ræðuna. Veitið athygli nánari aug- lýsingu í næsta blaði. Samkoma verður haldin í kirkju Gjmli lúterska safnaðar, mánud., 23. maí, kl. 8.30 e. b, Kappræða fer þar fram milli séra Vald. J. Eylands og séra Jóh. Bjarnasonar. Ólafur N. Kárdal, tenórsöngvari, syngur einsöngva; Mrs. CC. O. L. Chiswell með framsögn kvæða; og einnig fíóHn og píanó samspil, Miss Steina Sveinsson og Miss Björg Guttorms- son. Inngangur verður 25C, en kaffiveitingar ókeypis. VEITID ATHYGLI ! Vegna^ fráfalls Dr. Björns B. Jönssonjar, \jerður þeirri “Recep'- tion” sem ákveðið var og auglýst að færi fram á heimili þeirra Dr. og Mrs. Thorlaksson i tilefni af gull- brúðkaupi séra N. S. Thorláksson og frúar hans, föstudaginn þann 20. þ. m., frestað um óákveðinn trrna. Munið eftir sönskemtun Karla- kórs íslendinga i Winnipeg, sem haldin verður á Gimli föstudags- kvöldið 20. mai. Flokkurinn fékk mjög góða dóma í ensku og islenzku þlöðunum hér i Winnipeg, eftir söngskemtun, sem kórinn hélt hér nýlega. Séra Kristinn K. Ólafsson, forseti lúterska kirkjufélagsins flvtur fyr- irlestur um “Nýjar íslenzkar bók- mentir” í kirkju Mikleyjarsafnaðar, laugardaginn 28. maí, kl. 9 e. h., en messar á sama stað sunnudaginn 29. maí, kl. 2 e. h. Eg hefi verið beðinn að gera fyr- irspurn um uppruna eftirfylgjandi vísu; svar óskast í blaðinu eða bréf- lega: “Nú minn andi fjötrum fleygir finnur Jiýjar lifsins dyr. Hið deyjandi auga eygir æðri heiima en þekti fyr.” Churchbridge, Sask.,5.-i2.—38. N. N. Christopherson. Kirkjuþing Hið fimtugasta og fjórða ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður sett föstudaginn 17. júní, 1938, kl. 8 e. h. í kirkju Frelsissafnaðar að Grund i Argyle- bygð í Manitoba. Þingsetningarguðsþjónusta með altarisgöngu fer þá frant. Eru allir söfnuðir kirkjufélagsins beðnir að senda erindreka til þingsins eftir þvi sem1 þeirn er heimilt að lógum, einti erindreka fyrir hvert hundrað ferntdra meðlima eða brot af hundr- aði. en enginn söfnuður þó fleiri en fjóra eindreka. Prestar kirkjufélagsins og embættismenn eiga einnig þnigsæti. Allar skýrslur embættismanna og fastanefnda eiga að vera lagðar fram laugardagsmorguninn 18. júní. Hlutaðeigendur geri svo vel að taka það til greina. Dagsett í Winnipeg, Man. 6. maí, 1938. K. K. Ólafsson, forseti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.