Lögberg - 19.05.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.05.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 19. MAl, 1938 Xogbcrg GefiB út hvern fimtudag af J tí E COLUMBIA P K E 8 8 LIM/TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba • Utanáskrift ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 8ARGENT AVE, WINNIPEG, MAN. Editor: EINAIt P. JÓNSSON TerO $3.00 urn áriO — Borgist fyrirfram The "Logberg" is printed and published by The Coi’imbia Presa, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Öreigar og oflátungar Sá, er þetta ritar, var af tilviljun stadd- ur á Portage Avenue í Winnijieg um nónbil miðvikudagsins 15. apríl þ. á. Eftir þeirri aðal-verzlunargötu borgarinnar fóru þá fylk- ingar atvinnulausra manna og stefndu þang- að sem stendur marmarahöllin mikla,— stjórnarsetrið í Manitoba. Dagblöðin sögðu mannfjöldann verið hafa sex þúsundir. Trú- að gæti eg, að þúsundirnar hefðu verið tíu, eða svo hefðu blöðin talið þær margar, þess er eg fullviss, ef um hátíðarhald hefði verið að ræða. Þetta voru fylkingar öreiga og at- vinnulausra verkamanna í höfuðborg fylkis- ins. Lýður þessi gekk hægversklega framhjá og manni gafst færi að horfa í andlit fjölda margra og virða fvrir sér útlit og klæðnað íolksins. Þar kerníi margra grasa. Margir voru sa^milega til fara, aðrir í óhre’inum görmum. Sumir voru kátir, en flestir þung- búnir. Sumir voru ljóshærðir Norðurlanda- menn, aðrir svarthærðir menn frá Suður- Evrópu, en flestir, að mér virtist, blóðlitlir menn frá BretlandseyTjum. Ekki svo fáar konur voru í hópnum og báru sumar þeirra börn á örmum sér. Allar þessar þúsundir vildu ta verk að \dnna og brauð að borða. Er öreigalýður þessi hafði gengið fram hjá, kom mér til hugar maður, sem ættaður var írá Nazaret í landinu helga. Sagan segir, að hann hafi eitt sinn haft fyrir augum mann- fjölda, mjög svipaðan þessum, sem nú fór þarna um borgarstrætin áleiðis til þinghúss- ins, og þá hafi hann komist við óg mælt: “Eg kenni í brjóti um mannfjöldann; þeir hafa ekkert til matar; fastandi vil eg ekki láta þá frá mér fara. ” Og mér kom til hugar: Hvað skyldi Kristur hafa hugsað og sagt, hefði hann mætt mannfjölda þessum á Portage Ave. eða við þinghúss-dyrnar. Af þeim hugsunum vaknaði eg Við það, að einhver sagði: Damn foreigners! (bölvaðir útlendingar). Ekki voru það alt útlendingar, en hvað um það, þarna sá eg þá í anda föður minn og móður og feður og mæður flestra vina minna, öreigalýðinn íslenzka, sem fyrstur tróð hel- veg útlendra erfiðismanna á þessum slóðum. 1 þann tíð var viðkvæðið á götunum, þegar útlendir menn gengu fram hjá, sjaldan “Damn foreigners,” heldur “Dirty Ice- landers.” Feður vorir söguðu brenni og grófu saurræsi, og mæður vorar þóu lín og ræstu gólf fram á nætur. Nú göngum vér í hvítum skyTrtum á hverjum degi, og þykjumst meiri voru foreldri. Það á eitthvað skylt við það, að skyrpa á leiði feðra sinna, þegar íslenzkir oflátungar nú hreykja sér hátt upp yfir verkamenn og velja hrakyrði verkalýð og verkamanna- hrey'fingum öllum. Mest þjáir verkamanna- fælni þessi þá menn, sem fyrirhafnarlítið hafa komist yfir nokkur skildingaráð og skuldir, og þá aðra, sem meira útsvar greiða af hégóma og heimsku, en af mannviti og mentun. En þeir segja að öreigarnir nú á dögum sé ekki annað en guðlausir kommúnistar. Eátthvað í þá sömu átt var sagt í gamla daga um íslenzku verkamennina í Wninipeg, þegar þeir fyrstir sinna stéttarbræðra, réðust í það að stofna “verkamannafélag” og hafa sam- tök um það, að láta ekki ganga á sér. Ein- hverjir eru á Hfi enn og muna, hversu “rautt” var blóðið í Islendingum og heitt þeim varð um hjartarætur út af manndráp- inu í skurðinum hjá “contractor Lee,” sem Jón Ólafsson kvað um heiftarkvæðið og allir landar lærðu. Við oflátungarnir erum ekki nema í annan lið komnir frá öreigunum og höfum ekki af miklu að státa. Fari svo að atvinnuleysi þessara tíma komi verkalýð og bændum landsins í klær kpmmúnista, þá verður það vegna samúðar- leysis samborgara þeirra, og fyrir þá sök, að kristnum mönnum er annað innanbrjósts mi, en Kristi forðum, er hann leit yfir mannf jöld- fjöldann ógæfusama í óbygðinni. En svo segir vort háa yfirvald, að alt sé í góðu gengi; svo hvað er þá um það að tala, fvrst “keisarinn hlær. ” B.B.J. Óveður Tilefni þessara hugleiðinga er óveðrið mikla, sem skall á 'í Minnesota sunnudaginn 3. ágúst, Stormur og steypiregn gekk yfir nokkurn hluta íslenzku bygðarinnar í Lincols County, braut hús, drap skepnur og gjör- eyddi uppskerunni. Kirkjuhús bvgðarmanna stórskemdist. Fjártjónið er stórkostlegt. Hugðnannt var að frétta, að þegar eftir ó- veðrið hafi ótal hendur tekið saman til þess að reisa við það, sem fallið hafði, eftir því sem unt var, og út úr óveðrinu komu menn hugrakkir og fullir samúðar hver með öðrum, sennilega hæfari en áður að sigra í baráttu lífsins. Flestum mönnum er illa við óveðrin á lífsleiðinni. Eilífur sannleikur er það þó, að óveðrin eru ómissandi. Vér verðum ávalt lítil menni, ef aldrei komum vér út í óveður. Það er ekki út í hött kveðið, sem þróttmikla ís- lenzka skáldið kvað: “Vér þurfum á stað, þar sem stormur hvín og steypiregn gjörir hörund vott.” Og það er ekki einungis í líkamlegri merkingu, heldur og í andlegri merkingu satt, að “Ef kaldur stormur um karlmann fer og kinnar bítur og reynir fót, þá finnur hann hitann í sjálfum sér og sjálfs síns kraft til að standa nl6t.” Mikið er hlutverk óveðursins í lífi manna og þjóða. óveðrunum er það oft að þakka, að hið nýja og betra fær komið í stað hins gamla og verra. Það var 18. apríl árið 1906 að borgin San Francisco hristist og hrundi í jarðskjálfta. Þá gaus og upp eldur og eyddi borgina. I þrjá sólarhringa stóð bálið. Lá þá borgin í rústum. En óveður það kendi borgarbúum að reisa nýja borg, betri borg, traustari og fegnrri hús. Óveðrin kenna oss ávalt að byggja oss traustari hús að búa í um tíma og eilífð. Einhver dásamlegasta bókin, sem rituð hefir verið heitir Inferno (Víti). Enginn annar en Dante, hinn ítalski, gat hafa samið þá bók. Vel hefði hann mátt hafa að formáls- orðum lýsinganna á kvalastaðnum: Þetta er það, sem augu mín hafa séð, eyru mín heyrt, hjarta mitt fundið. 1 útlegð var Dante í fjórðung aldar. Eitt sinn, er hann ráfaði um meginland Evrópu, segir sagan, að hann kæmi að næturlagi að gistihúsi og dræpi á dyr. Húsbóndinn stakk höfði út um glugga og spurði: “Hvað vilt þú, maður?” Dante svaraði: “Eg vil frið.” Da'grum saman stóð hann á kletti út við sjó og starði vot.um augum í áttina til Florenz, ættborgarinnar kæru, og hjarta útlagans blæddi af heimþrá. Þegar liðin voru tuttugu og fimm ár fluttu þeir hann heim — á líkbörunum, jörðuðu hann og lögðu grjóthellu á leiðið. Sex hundruð ár- um síðar leitaði Byron skáld uppi legstað Dantes, féll á kné og grét hástöfum. Honum duldist ekki að gjöfin dýrmæta, sem Dante gaf heiminum, hafði orðið til í óveðri sárs- aukans mikla. Ekki ódýrri Dantes drápum eru píslar- ljóðin íslenzku. Fátækur, svo stundum skorti brauð á borð , holdsveikur, svo hendur og fæt- ur rotnuðu lifandi, vonsvikinn, svo ástríkt hjartað fann ei bergmál, úthelti Hallgrímur söng í blóði. Tveim öldum síðar kom Matt- hías skáld þar a^í anda, sem kvalabeður trú- arskáldsins stóð, og eigi var þá hitinn minni um hjartarætur hans, en verið hafði um hjartarætur Byrons, er hann kraup \dð Dantes gröf, og Matthías kvað “Atburð sé eg---------” En það er víðar en á Italíu og íslandi, að rósir bókmentanna vaxa á þyrnum. Enn í dag væri Alfred Tennyson ekki lárviðar- skáld Breta, hefði lífstré hans ekki orðið að nötra í óveðri sársaukans. “Vinartorek” hans er k\reðið við gröf trygðavinarins unga. Arthur Halsams. Og hafði Tennyson þá ekki síður verið þröngt um hjarta en Agli á Borg, er Egill orti “Sonar-torek ” sitt eftir Böðvar. Nei—“ei vitkast sá, sem verður aldrei hryggur, hvert vizkubarn á sorgarbrjóstum liggur.” B. B. J. Náklukkum hring yfir heilli þjóð--- Guð fyrirgefi þeim Það er ómögulegt að grasgarðurinn Getsemane hafi verið kuldalegri né hryllilegri en ráð- stefnusalur þjóðbandalagsins var í gær (12. maí), þegar hinir tilfinningalausu og harðsvíruðu fulltrúar systraþjóðanna” neituðu hinni síðust u og sjálfsögðu bæn einnar systurþjóðarinnar er hún áfrýjaði máli sínu til alþjóðadóms og krafðist réttlætis. Krafðist einungis þess að þjóð- irnar liéldu á lofti því vonarblysi, sem táknaði sameiginlegt öryggi; héldi því á loft með því að viðurkenna það ekki sem heiðarlega athöfn, sem í raun og sannleika er hin allra óheiðar- legasta athöfn í sögu síðari tíma. En allar systraþjóðirnar — með tveimur heiðarlegum undantekningum, Nýja Sjálandi og Kína — sneru bakinu við hinni viðkvæmu, örvæntandi sál: Haile Selassie, höfðingja íiinnar herteknu Eþíópíu þjóðar. Hann er heilsuveill maður og var veikari en svo að hann sjálfur gæti flutt erindi sitt (fulltrúi hans varð að lesa ræðu hans). En hann sat í ráðstefnusalnum þögull og alvörugefinn, einmitt í sama sætinu ,som fulltrúi Italíu skipaði áður. t stað þess að heyra bænir hans réttu fulltrúamir vinahendur hinum jámkalda stjórn- anda Rómaveldis, Benito Mussolini, sem stóð álengdar með hlakkandi sigurglotti. Hér á eftir birtast orðin, sem töluð voru frammi fyrir hinni blindu gyðju réttlætisins: VR RÆÐUi SELASSIES: “Síðan drepsótt árásanna breidd- ist út yfir heiminn, hafa sumar þjóðir látiö þáð viÖgangast aÖ al- þjóöa siÖalóg væru fótumtroÖin. GuÖ fyrirgefi þeim.’’ f “ÞjóÖir, sem rofiÖ hafa skuld- bindingar sínar, ileitast nú við að þóknast árásarseggjunum. Vér verð- um jafnvel að horfast í augu við það, að hið volduga brezka riki geri sig sekt í þeirri grimdarfullu athöfn, að fótumtroða þá meginreglu sið- menningarinnar að viðurkenna ekki rétt til þess að ihrifsa undir sig önn- ur lönd með ofriki.’’ ■f “Vér erum píslarvottar þeirra á- rása, sem á engan hátt er bót mæl- andi. Til eru tvær friÖarstefnur: önnur sú, er byggist á lögum og réttlæti, hin er sú, sem öllu er fórn- aÖ fyrir. ÞjóÖbandalagið getur ekki aðhylst þá friðarstefnu, sem alt sé lagt i sölurnar fyrir.” •f “Sé það raunverulegt að þjóðin i Bþíópíu geti engrar líknar vænst af þjóðbandalaginu, þá verður Eþíópía framvegis meðal yðar sem lifandi minning fótumtroðins fórnardýrs.” •f “Þjóðbandalagið er að grafa sína eigin gröf; það er að binda enda á sinni eigin tilveru með því að rífa i tætlur þann sáttmála, sem er þess eini tilveruréttur.” •f “Þér félagar þjóðbandalagsins: þetta er stjórnarfar óumræðilegrar skelfingar: Ríki, sem eru meðlimir þjóÖbandalagsins, hugsa einungis um sinn eiginn hag. Þau brjóta og fótumtroða hátíðlega samninga, sem ákveða að engar ofbeldis árásir skuli líðast; þau brjóta sjálfan sátt- mála þjóðbandalagsins og Briand- Kellogg samningana.” -f “Voldugasta ríki 'veriaklarinnar — ríkið, s6:n hæst hefir talað og oftast látið til sín heyra um trygð sína við sáttmála þjóðbandalagsins, yfirgef- ur oss nú í öllum vorum sorgum og sárum.” -f “Það hryggir mig að eg get ekki verið á sama máli og brezka ríkið. Þar hefi eg notið gistivináttu; sama er að segja um Frakkland. Fyrir til- stilli Frakka var það í upphafi að Eþíópía gekk í þjóðbandalagið.” •f “Óstöðvandi uppreistir eiga sér stað í þEíópíu gegn ítölum, og þær halda áfram þangað til annaðhvort ítalir yfirgefa land vort fyrir fult og alt eða hvert einasta mannsbarn þjóðar vorrar hefir látið lífið.” •f ^Bþíópía heldur áfracn sinni þungu krossgöngu upp Höfuðskelja- staðinn. Engin niðurlæging er til, sem hún hefir ekki orðið að þola. Eg legg allan þann kraft, sem sál mín á til, í þau mótmæli, sem eg ber nú frapi fyrir allar þjóðir jarðar- innar.” •f KOO, fulltrúi Kína: “Stjórnin i Kína telur það afar mikilsvarðandi mál að þetta ofbeld- isverk sé ekki talið réttmætt. Sér- hvert spor, sem stigið er i þá átt að afsaka eða viðurkenna sem alþjóða- stefnu vægðarlaust ofríki væri til þess að gefa ofríkisöflunum byr undir báða vængi.” Haile Sclassic JORDAN, fulltrúi Nífja Sjálands: “Hér er verið að snúia aftur af leið menningarinnar og inn á braut villimenskunnar. Það virðist sem vér séui.u stundum býsna likir ihin- um óargadýrunum. Það ráðabrugg, sem hér er á seyði, er í beinni mót- sögn við samábyrgð þá, sem er sál og hjarta þjóðbandalagsins.” \ ÚR RÆtíU HALIFAX : j “Það er skylda Frakklands og I Stóra Bretlands að vernda heiminn | frá eyðileggingu stríðs og styrjalda. j Það getur ekki heppnast þótt reynt | sé, að fá alþjóða viðurkenningu fyr- ir þeim háleitu hugsjónum, sem þjóðbandalagið hélt fram.” -f “Þegiar það kemur fyrir, eins og hér á sér stað, að tvær stefnur rek-‘ ast á: annars vegar stefna, sem er óhagkvæm, þótt hún sé trú einhverri hárri hugsjón og hins végar stefna, sei:n felur í sér ihagkvæman sigur til friðar, þá blandast mér ekki hugur um þiað að hin fyrnefnda hljóti að lúta í lægra haldi fyrir hinni síðar- nefndu.” -f Frá hagsmunalegu sjónarmiði eru yfirráð ítalíu yfir svo að segja allri Eþíópíu skeður atburður; hvernig sem'wér kunnum aÖ líta á þetta í sjálfu sér þá verðum vér að viður- kenna það. Það er engu máli gagn að fárast um það, sem orðið er.” -f “Eina aðferðin, sem fulltrúar þjóðbandalagsins geta beitt til þess að hnekkjia aðstöðu ítalíu, væri sú að beita sameiginlegu hervaldi; með öðrum orðuim: að leggja út í stríð. Sú stefna kemur ekki til nokkurra mála, og henni mundi enginn mað- ur í ábyrgðarstöðu í nokkru landi mæla bót.” -f “Mér dylst það alls ekki að i minu eigin landi, og ef til vill víðar, eru þeir margir, sem finst það brot á velsæmi að aðhafast nokkuð, sem í þá átt geti miðað að viðurkenna rétt Italíu til þessarar hertekningar. Eg virði þessa skoðun þeirra, en eg get ekki orðið henni samþykkur.” -f “Brezka stjórnin vonar að fulltrú- ar þjóðbandalagsins séu henni sam- dóma um það, að spurningin um viðurkenning á rétti ítaliu yfir Bþiópíu sé slík, að ihver einstakur meðlimur þjóðbandalagsins verði i þvi efni að breyta eftir eiginn geð- þótta, samkvæmt sínum eigin kring- umstæðum og sínum eigin skuld- bindingum.” -f BONNETT, fulltrúi Frakka: “Vér höfum gert alt, sem oss er unt. — — Vér fylgjum brezku stjórninni að málum í þeirri trú að þær kringuimstæður séu nú fyrir hendi, sem leyfi hverjuin einstakl- ingi að haga sér eins og honum sýn- ist — það er oss sérstakt tilfinninga- ntál að stjómandi Eþíópiu, Haile Selassie skuli vera hér staddur.” f MUNTERS, fulltrúi Póllands: “Mikill meiri hluti fulltrúanna er á þeirri skoðun, þótt það taki þá sárt, að hver fuilltrúi út af fyrir sig verði að haga sér í þessu mál eftir eigin kringumstæðum. Dómstóll þjóðbandalagsins hefir ekki verið beðinn að fella dóm um eðli rnáls- ins sjálfs né heldur á nokkurn hátt að taka til baka það sem hann sjálf- ur hefir samþykt. Vér höfuim ein- ungis verið beðnir að láta í ljós skoðun vora um það hvort einstakl- ingar skuli hér aðeins framfylgja eigin skoðun.” “Og hann gekk út og bar kross sinn til svokallaðs Höfuðskeljastaðar, þar sem þeir krossfestu hann ” Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr Free Press.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.