Lögberg - 26.05.1938, Page 2

Lögberg - 26.05.1938, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 26. MAl, 1938 ' ' ’ ...... Húgberg QefiB út hvern fimtudag af T H E OOLUUBIA PRES8 L1M1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utariáskrift ritstjórans: KDITOR LÖGBBRG, 695 SARGBNT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAIt P. JÓNSSON VerO $3.00 urn áriO — Boraist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Fylkiskosningar í Saskatchewan Svo sem þegar hefir kunngert verið, fara fram almennar fylkiskosningar í Saskatche- wari þann 8. júní næstkomandi. Liberal- flokkurinn hefir farið þar með völd síðan 1935, og mestan þann tíma hefir Mr. P.atter- son haft stjórnarforustuna með hendi, með því að Mr. Gardiner tókst á hendur þá um haustið forustu landbúnaðarráðuneytisins í Ottawa. Náttúruöflin hafa verið Mr. Patterson alt annað en hliðholl; uppskeru- brestur síðastliðið ár víðtækari og tilfinnan- legri en dami voru áður til, og í kjölfar hans hafa siglt, af eðlilegum ástæðum, margháttuð bágindi manna á meðal. En fyrir viturlega forsjá fylkisstjórnarinnar og röggsamlegan atbeina sambandsstjórnar, réðst þannig fram úr málum, að komið varð í veg fyrir tilfinn- anlegn skort; fylkið heldur enn óskertu láns- trausti sínu, auk þess sem yfir hundrað miljónir gamalla skulda hafa með öllu verið strykaðar út; fylkisstjórn hefir, í samráði við stjórnina í Ottawa, séð bændum fyrir út- sæði, og aðstoðað þá á einn og annan hátt eftir föngum. Mun það á almanna vitorði, að mannúðarstefna Patterson-stjórnarinnar hafi þar mestu um ráðið, hversu giftusamlega það lánaðist, að stýra fylkinu með allri úhöfn gegnum brim og boða hinnar örðugustu kreppu þar um slóðir, sem sögur fara af; hjá því sýnlst þarafleiðandi tæplegast geta farið, að með hliðsjón af nytjaverkum stjórnarinn- ar einum, taki kjósendur sína pólitísku sólar- hæð, er að kjörborðinu kemur áminstan kosn- ingadag, þó vitað sé, að stundum sé fólki al- veg ótrúlega gjarnt til þess að gleyma því sem vel er gert, og einungis í þess þágu. 1 stjórnmálum Saskatchewanfylkis kenn- ir allmikiLs misvindis um þessar mundir; þrír stjórnmálaflokkar, sem fylkisbúum eni að löngu kunnir, hafa frambjóðendur í kjöri; eru það liberal, afturhalds og C.C.F. flokk- arnir; ofan á þetta bætist svo Social Credit fylking, sem verið er að magna um elleftu stund; kjósendur í Saskatchewan ráða þar minstu um; heldur er það Mr. Aberhart frá Edmonton, sem velur sjálfur þingmannaefn- in, og skipar svo vinum sínum í Saskatchewan að kjósa þau á þing. Auðsveipir um fram það, sem algengt er, mega þeir menn vera, er þannig láta utanaðkomandi öfl segja sér fyrir verkum! Mr. Aberhart er ekki smátækur á loforð; frá hinni spámannlegu biblíusamkundu sinni í Edmonton, og víðar, lofar hann enn $25 á mánuði. Komið og fylgið mér, þá er öllu borgið, sýnist vera kjörorð Mr. Aberharts. Ibúatalan í Canada nemur 11,000,000, og með því að greiða hverju mannsbarni $25 á mán- uði, eða $300 á ári, næmi sú fúlga, er bless- aður spámaðurinn heitir að greiða, $3,300,- 000,000 árlega. Og því ætti að vera horfandi í annað eins lítilræði? Nú hefir Mr. Aber- hart hafið innreið sína í Saskatchewan, og syngur þar Social Credit messur. Um árás spámannsins á nágrannafylki sitt, fórust Mr. Williams, forustumanni C.C.F. flokksins orð á þessa leið í ræðu, sem hann nýverið flutti í Lloydminster: “Sé ekki atferli Mr. Aber- harts hliðstætt því, er Hitler læddist inn í Austurríki og sölsaði undir sig landið á einni nóttu, hverju líkst það þá?“ Fasstastefnan á auðsjáanlega dyggan formælanda þar sem Mr. Aberhart er. En hvað eru margir hlyntir þeirri stefnu í Saskatchewan? Úr því verð- ur skorið þann 8. júní. Afturhaldsflokkurinn í Saskatohewan gerir sér auðsjáanlega ekki minstu von um að ná kosningu, með því að hann hefir ekki í kjöri nándar nærri nógu marga frambjóð- endur til þess að fá meirihluta á þingi, þó þeir na^ði alhr kosningu, sem draga má í efa- C.C-F. flokku(rinn, sem ]<efir á stefnuskrá sinni mörg raunhæf umbótaákvæði, er heldur ekki líklegur til þess að innvinna sér þing- fylgi til stjórnarmyndunar. Enginn flokkur, þeirra, sem í kjöri eru, annar en liberal- flokkurinn, sýnist því geta komið til tals, er til stjórnarmyndunar kemur að afstöðnum kosningum; hann hefir reynsluna að baki; reynslu hagkvæmra hyggínda og mannúð- legrar meðferðar á opinberum málum í tíð hinna þyngstu mannrauna. Hver er sá, er skifta vildi á Aberhart- draflanum og Social Credit froðunni fyrir drengilegar athafnir Patterson-stjórnarinn- ar? Fréttabréf frá íslandi Eftir Pétar Sigurðsson. Sumarið er nýlega gengið í garð, nú and- ar hlýju og grösin gróa. Einmuna blíðutíð um alt land. Veturinn var umhleypingasam- ur og stundum miklir stormar, er ollu skemd- um og miklu tjóni. Á Austurlandi hefir þó verið hin mesta blíðutíð mikinn hluta vetrar- ins. A Suðurlandi mátti heita snjólaus vet- ur og kom það sér vel eftir hið mikla óþurka- sumar, sem á undan fór. Vertíðin hefir víð- ast verið léleg og brást alveg á Austfjörðum. 1 Véstmannaeyjum hefir þó aflast vel nú upp á síðkastið. Eins og undanfarið hefi eg ferðast mikið í vetur, heimsótt stúkur, ungmennafélög og skóla, flutt fyrirlestra og unnið að félagsleg- um samtökum. Að segja frá því öllu yrði alt of löng saga, en mér standa nú opnar “víðar dýr og verkmiklar,“ ef geta mín sam svaraði tækifærinu. Bg hefi aldrei átt betra að fagna, og mætti svo mörgu uppörfandi að það hefir farið fram úr beztu vonum mín- um. Það er nú ahnent vaxandi áhugi manna á meðal fyrir bindindisstarfinu, enda veitir ekki af, því áfengissalan er mikil og hefir farið vaxandi. Stendur nú öllum hugsandi mönnum stuggur af slíku. Fyrir sex árum sat eg uppi kvöld eitt hjá vini mínum, sem hafði fengið sér of mikið í staupinu. Klukkan nálega 12 á miðnætti kemur inn ölvaður maður. Eg vísa honum á dyr, því hann var óvelkominn gestur. Mað- urinn snýr sér þá vel að mér og biður mig að koma með sér og hjálpa sér til þess að fá konu sína heim með sér. Eg geri þetta og alt geng- ur vel. Þegar við komum heim til mannsins, þá býður hann mér inn og tekur að sýna mér málverk og aðra muni á heimili sínu. Þá ber að dyrum ölvaður maður og biður um eld- spýtur. Húsbóndi tekur gesti heldur illa og bendir honum á, að þetta sé enginn heimsókn- artími, klukkan að ganga tvö um Mnótt. Eftir nokkra stund kemur annar maður, hár og sterklegur, og einnig með ryk í kollinum. Hann lúður um vatn að drekka. Húsbóndi er orðinn óþolinmóður og snýst illa við. Það endar með því, að komumaður slær húsbónda svo í andlitið að blóðið fossar fram úr vitum lians og honum íiggur við falli. Gleraugu hans hrjóta í molum á gólfið. Komumaður stekkur á dyr og eg á eftir honum til þess að sjá, hvar hann fari inn. Næ svo í lögregluna og skil þetta eftir í höndum hennar. Þegar eg kem út á götuna, kemur ungur maður hlaupandi til mín. Hann er líka drukkinn og biður um peninga. Það kemur varla fyrir, að eg sé á ferð ’ um hánótt í Reykjavíkurbæ, en þannig var nú þessi nótt. Næstu daga skrifaði eg bækling, eregkallaði; “ Stórglæpir þjóðanna. ” Um þessar mundir var fremur dauft yfir bindind- istarfinu í landinu, en nú hefir orðið þar á mikil breyting. Þegar eg var að leggja upp í hringferð um landið í vetur, 1. febrúar, datt mér í hug, hvort ekki væri nú sagt of mikið um bindindi. Þannig, að menn yrðu þreyttir á öllu því tali. Þá hafði kennari einn nýlega flutt ágætt útvarpserindi um bindindi, og nokkrum dögum síðar flutti eg annað út- varps um svipað efni. Þá hafði og verið út- varpað stúkufundi, og svo kom 1. febrúar og voru þá flutt erindi í öllúm hærri skólum landsins. Fyrir því gekst Samband bindind- isfélaga í skólum. Ungur háskólastúdent kom heim til mín og bað mig að heimsækja, í þessum erindum, Flensborgarskólann í Hafn- arfirði. Með mér fór ungur námsmaður úr kennaraskólanum. Þetta þykir okkur upp- örfandi og merkilegt, að liin mentaða íslenzka æska leggur til slíkt samstarf og sýnir góðan áhuga fyrir þessu mikla nauðsynjamáb. Um sarúa leyti kom út vikublaðið Fálkinn með bindindisgreinar eftir ýmsa höfunda. Hafði það fallið í minn hlut að safna þeim greinum og sjá um útgáfu þeirra. Ritstjórn blaðsins tók erindi mínu ágætlega og ýmsir þektir menn, læknar og annarra stétta, þar með úr lögreglunni, tóku erindi mínu svo vel, að á betra varð ekki koSið. Þannig mætti nefna margt, sem sýndi, að bindindismálið var orð- ið stórmál í landinu og áhugamál hinna beztu krafta þjóðarinnar. Eins og þegar er sagt, lagði eg af stað frá Reykjavík 1. febrúar í hringferð um landið. Starfaði fyrst um þriggja vikna tíma á Austfjörðum og vakti til lífs á ný |>rjár stúkur. Ein þeirra telur nú yfir 80 félaga. Næst lagði eg leið mína norður fyrir land og heimsótti nokkra staði þar og endaði svo ferðalagið með þriggja vikna dvöl á Vest- fjörðum. Alls flutti eg 36 fyrirlestra, sat marga fundi og talaði í 7 kirkjum við messur eða í mesustað. 1 bind- indistarfinu er nú framgangur á allri lánunni. Níu stúkur hafa ýmist verið endurvaktar eða stofnaðar í vetur og hefir félögum fjölgað í reglunni að miklum mun víðsvegar um land. Á Vestfjörðum starfa nú til dæmis 25 stúk- ur nnteð 1400 félögum. Eg endaði dvöl mína á Vestfjörðum með því að sitja umdæmisstúkuþing á Flat- eyri, og var það hin ánægjulegasta samkoma. Stúkan þar telur nú ná- lega 90 félaga. Hana endurvakti eg fyrir tæpum þremur árum. Á Flateyri er nú bæði ný kirkja og nýtt samkomuhús, og var aðstaða því góð með þetta uimdæmisþing. Viðtökurnar hjá Önfirðingum voru prýðilegar. Eg kann altaf vel við mig á Önundarfirði og eru gildar orsakir til þess, því þótt braut min um dagana hafi víða verið blessun Guðs og blómum stráð, þá fann eg þó fegurstu rósina á Önundarfirði — á Sólbakka. Þar býr nú Ásgeir Torfason, mágur minn og áður bjó þar Kristján Torfason, bróðir hans og þeirra systkina. Þar sjást enn glögg merki starfs hans þótt ríkið hafi nú tekið við af honum með eign og umsjón verksmiðjunnar. Á Flteyri bjó með fyrstu mönnum þar Torfi Halldórsson, tengdafaðir minn, og bjó þar miklu rausnarbúi og hafði bæði verzlun og útgerð. Kona hans, María Össursdóttir, var kvenval hið mesta, sem enn er nafn- kunn um alla Vestfjörðu. Margir hafa gott af þessu myndarheimili að segja, en beztu gjöfina þaðan fékk þó eg. Frá Önundarfirði gekk eg á skíð- um yfir Breiðdalsheiði í roki og miður góðu skiðafæri, og var það góð tilbreyting, þótt lítt Ihafi eg van- ist skíðaferðum síðastliðin 30 ár. Heim kom eg svo eftir tíu vikna ferðalag rétt fyrir páska og þarf ekki að segja, að það var inndælt. Börn min eru nú bæði orðin full- orðin. Þegar maður á elskulega konu, inndælt heimili, hefir barnalán og getur svo vígt krafta sína miklu ^og blessunarríku starfi, þá er gaman að lifa. Verst hvað það eru margir, sem ekki hafa sömu sögu að segja. Því víða búa menn nú við erfiðleika og margs konar vandræði. Þó má íslenzka þjóðin vegsama hlutskifti sitt 'í samanburði við ýmsar aðrar þjóðir. Ekki verður sagt að kyrstaða sé i lífi þjóðarinnar. 1 stjórnmálum er stöðugt almikill hiti, ekki aðeins um kosningar, heldur altaf. Við erum margir sem álítum það vera þjóðar- böl, er spilli sarnbúð og samvinnu manna, hafi skaðvænleg áhrif á upp- vaxandi æsku og uppeldi þjóðarinn- ar yfirleitt og skemmi fyrir atvinnu málum og framtaki i viðskiftum öllum. En því skyldi ekki litla ís- land dansa með í hinum mikla blind- ingarleik þjóðanna? Fyrir kirkju- máíum, skólamálum og íþróttum er vaxandi áhugi hjá þjóðinni, þó er þetta alt í sköpun ennþá og sumium allmikið áhyggjuefni. Viðleitnin er mikil og góð, en kraftinn innanfrá, sem skapar hið sanna vorlif og gró- anda, virðist vanta tilfinnanlega. Þeir eru ekki svo fáir, er segja vilja Ihinum fornu dygðum að fara heilum, án þess þó að hafa* smíðað sér nýjan siðferðilegan mælikvarða (moral standard). En eftir öll vor- hret koma blíðir og heitir dagar, og við trúum á batnandi heim og betri tima. Menn þreytast þegar til lengdar lætur á tómleikanum og því losaralega lífi, sem enga svölun veit- ir og ekki á neinar djúpar rætur í hinum eilífa veruleika, og þá hraða þeir sér aftur að heilsubrunnum lífsins. Margt hefir það gerst hjá þjóð- inni í seinni tíð^ sem teljast verða miklar framfarir, en samfara óvana- lega erfiðum árum, hefir það bundið þjóðinni þungar byrðir. Samtaka mundi hún þó brátt velta þeim af sér og halda áfram að vaxa á fra/m- farabraut sinni. Síðustu dagana hefir verið yfir- standandi stýrimannaverkfall. Hafa skip okkar legið ihér í höfn, flutn- ingur og ferðamenn stöðvast, og hefir þetta verið aðstandendum, og þá sérstaklega Eimskipafélagi ís- lands, mikið tjón. Nú er verið að leysa deiluna með lögskipuðum gerðardómi. Bið eg svo Lögberg að bera vin- um mínum og kunningjum, og land- inu mikla og góða hinumegin At- lantsála, okkar hjartfólgnustu kveðjur. Við fylgjumst með eftir föngum í því sem gerist vestanhafs, og fögnum jafnan, er við heyrum, að íslendingur vinnur sér þar til frægðar eða farnast vel á einhvern hátt. — Haldi föðurhönd lífsins vernd sinni framvegis yfir bræðrum vorum, hvar sem þeir byggja löndin. Tvíburasystur í Köln fæddu um daginn sína tvíburana hvor á sama klukkutímanuim. Börnin voru öll sveinbörn. Búist er við að ríkis- stjórnin heiðri tvíburasytsturnar á einhvern sérstakan hátt. GEFINS Blóma og matjurta frœ CTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blatiiC fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1939, fær a8 velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber me8 sér). Hver, sem sendir tvö endurnýju8 áskriftargjöld, $6.00 borga8a fyrirfram. getur vali8 tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar a8 auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskrifta.rgjald hans, $3.00, fær a8 velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar aS auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig a8 velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar aö auki. Allir pakkar sendir móttakanda a8 kostna8arlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficlent seed for 20 feet of row. CABBAGE, Eflkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARROTS, Ilalf Long Ohantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CUCTJMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hllls. LETTITCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Hend. Ready after the Leaf Lettuce. ONION. Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onlon for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 íeet of drill. PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp. quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet wlll produce 75 to 100 plants. TURNIP, Whlte Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mlxture. Eaaily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTTTT QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY, A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliest bloomers MIGNONETTE. Well balanced BACHEIjOR’S BUTTON. Many mixtured of the old favorlte. CALENDULA8: New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have prize Hybrids. to° many Nasturtlums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Cholce Mixed Hy- CLIMBERS. Flowering cllmb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New COSMOS; New Early Crowned Art ghades. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixed. Newest Shades. No 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large PARSNTPS, Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhulzen (Large RADISH, ^nch .. Breakfast Packet) TURNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Ijong Ijeaf (Large packet). The (Large Packet) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Raplds. This (Large Packet) packet will sow 20 to 26 feet ONION, White Plckling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipegr, Man. Sendi hér með $.........sem ( ) ára áakriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn .................................................. Heimilisfang .......................................... Fylld .................................................

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.