Lögberg - 30.06.1938, Page 2
9
LÖGBÍIRG, FIMTUDAGLNN 30. JÚNl, 1938.
Þriggja alda minning hins fyrála
landnáms Svía í Ameríku
Erindi flutt á kirkjuþingi í
Argyle 1938
Eftir séra llúnólf Marteinsson
“BJóðiÖ rennur til skyldunnar,”
segir gamalt máltæki. _ Allar NorÖ-
urlanda þjóÖir eru skyldar: Danir,
NoÖmenn, Sviar, Í9lendingar og
jafnvel Finnar. AÖ visu eru Finn-
ar upphaflega af alt öðrum stofni,
en J>eir voru svo lengi undir stjórn
Svía, Sviar eru þar svo fjölmennir
og samblöndun þjóðanna allmikil, að
Finnar eru oft taldir með Norðtír-
landaþjóðum. í þessum löndum er
að finna hinn norræna kynstofn,
með kostum hans og göllum. Vér
Islendingar ættum að kannast við
frændsemi vora við þessar þjóðir og
láta oss varða sumt af því mark-
verðasta, sem er að gjörast meðal
þeirra. Ræktarsemi á því sviði er
kostur en ekki löstur. Hún er bæði
falleg og oss gagnleg.
Atburður er að gjörast þessa
næstu daga fmeðal frændk vorra,
Svíanna, sem mér finst þess verður,
að vér gefum honum gaum. Vona
eg því að tiltæki mínu verði ekki
illa tekið að vekja á honum athygli.
Atburður sá, sem eg á við er há-
tið nokkur er Svíar í Bandaríkjun-
um eru að halda dagana 27.—30.
júní. Feikna undirbúningur hefir
átt sér stað í sambandi við þessa
hátíð. Þrjú ríki Bandaríkjanna:
Delaware, Pennsylvania og New
Jersey taka í henni beinan og opin-.
beran þátt. Öflugt félag, sem nefn-
ist Swedish American Tercentenary
Association, hefir verið stofnað til
að annast hátíðarhaldið. Miklir
söngflokkar hafa verið að æfa sig
til þátttöku í þessu feikna móti.
Skari fólks í Bandaríkjunum, Can-
ada, Svíþjóð og fleiri löndum, er
þegar lagður á stað, eða í undirbún-
ingi með að fara til þess að sjá þá
dýrð sem í vændum er. Hátíðar-
peningar hafa verið gefnir út af
Delaware-ríkinu og Svíþjóð til
minningar um það sem mótið á að
heiðra. I sama tilgangi hafa verið
gefin út sérstök frímerki af sænska
ríkinu og Bandaríkjunum. Sögu-
legt minjasafn, sænskt, hefir verið
stofnað í Philadelphia borg. Til
þess að hýsa það hefir fögur bygg-
ing þegar verið reist. Síðastliðna
mánuðj hafa nefndir verið að verki
út um öll Bandaríkin til að safna
fé í geysimikinn sjóð, sem á að
vera svo stór, ($750,000) að vextir
hans geti staðið straum af stofnun-
inni framvegis. Um 200 menta-
stofnanir í Bandaríkjunum hafa
boðið vísindamönnum frá Svíþjóð
að koma og flytja hjá sér fyrirlestra.
Margir ritlingar hafa verið gefnir
út, og að minsta kosti ein mikil bók,
“Swedes in Aimerica” sem í 'hafa rit-
að margir hinna mikilhæfustu Svía í
Bandaríkjunum.
Eg ætla þá að segja með nokkrum
orðum, frá þessari hátíð, eins og
hún er áformuð. Má vera að eitt-
hvað af þvi verði ekki framkvæmt.
Líklega verður þó ekki mörgu breytt
og eg segi söguna eins og hún er á-
formuð.
Mánudaginn 27. þ. m. að morgni
siglir skipið Kungsholm upp Dela-
ware-fljótið, í austurhluta Banda-
ríkjanna, þangað til komið er að
minni á, sem nefnist Christina River.
Leiðin liggur svo einar tvær mílur
upp þá á, þangað til komið er að
(Wilmingfcon, stæsrstu borginni í
Delaware-ríki. Hafskipið getur samt
ekki farið upp Christina River.
Þangað fer sumt farþega á minna
skipi en sumt landveg á mótor-
vögnum. Á skipinu Kungsholm er
ríkiserfingi Svía, Gústaf Adolph,
sömuleiðis kona hans Louise prins-
essa, ásamt 50 manns sem er föru-
neyti og fjölda fólks sem er á
skemtiferð. Að einum sérstökum
stað i Wilmington-borg stefnir alt
þetta fólk á samt mörgu öðru. Það
er klettur einn á árbakkanum. Um-
hrverfis þennan klett hefir verið
stofnaður listigarður sem nefnist
Christina Park. Þar verður tekið
á móti gestunum frá Sviþjóð af
McMullen, rikisstjóra Delaware-
ríkis, og Roosevelt, forseti Banda-
ríkjanna. I þeiin listigarði hefir
sænska ríkið reist úr svörtum mar-
mara fá Svíþjóð, standmynd, sem
nefnist ‘Kalmar Nyckel Monument.’
Á myndastyttunni standa þessi orð:
“Detta monument restes ár 1938
sásom en gáva frán Sveriges folk til
Förenta Statemas folk vid firandet
av 300-ársminnet av den första
svenska kolonien í Amerika.” Lista-
verk þetta hefir verið gjört af
sænska listamanninum Milles. Prins
Svía flytur ræðu, afhjúpar lista-
verið og afhendir Bandarikjþjóð-
inni. Foresetinn tekur á móti og
flytur þakklæti. Stutt guðsþjónusta
verður flutt í kirkju þar í borginni
er í daglegu tali er oft nefnd “Gld
Swedes’ Church.” Þá fer fram
afarmikil skrúðganga og söguleg
sýning undir beru lofti.
Næsta dag verður siglt til Phila-
delphia borgar í Pennsylvania-ríki.
Um 300 skip verða í förinni með
Kungsholm. Þar rekur hver stór-
veizlan og samkoman aðra, og stend-
ur hátiðin þar fulla tvo daga. Guðs-
þjóðnusta verður haldin í gamalli
kirkju þar, sem nefnist í daglegu
tali “Gld Swedes’ Church,” eins og
sú i Wilmington, en heitir réttu
nafni “Gloria Dei Church.” Enn-
fremur verður haldin guðsþjónusta
í stórum samkOmusal. í henni taka
þátt, að minsta kosti einn biskup
Svíþjóðar, forseti Augustana sýnód-
unnar sænsku og formaður norsku
kirkjunnar í Ameriku. Eitt hið mikil
væga i Philadelphia hátíðinni verð-
ur vígsla hins mikla sögulega minja-
safns Svíanna. Verður sú samkoma
haldin undir beru lofti. Er þar rúm
fyrir 100,000 manns og er ekki ó-
líklegt, að þar verði áskipað. Verð-
ur þetta óefað hin stærsta samkoma
sem Sviar í Vesturheimi hafa
nokkurn tíma efnt til. Prinsinn
framkvæmir aðal-athöfnina; en að
henni lokinni fer fram fjölbreytt
skemtun með al-miklum sænskum
þjóðernisblæ. Eitt hið síðasta á
Philadelphia-hátíðjnni verður söng-
samkoma. Valdir söngmenn frá
Svíþjóð, 65 að tölu, syngja þar, og
ennfremur úrval úr sænskum söng-
flokkum í Bandaríkjunum, 1,000
manns að tölu.
Siðasta daginn verður vígður
listigarður úti á Tinicum eyju í
Delaware fljóti, og á hann að heita
“Gov. Printz Park.” Þann dag
verða einnig heimsóttir ýmsir sögu-
staðir í New Jersey ríkinu.
En hvers vegna er þessi hátíð
haldin? Menn sjá af því sem sagt
hefir verið af undirbúningnum og
svo af hátíðinni sjálfri, að hér er
ekkert smáræði á ferðum. Hér er í
undirbúningi ein hinna mestu há-
tíða, sem nokkurn tíma hafa verið
haldnar í Vesturheimi. óhugsanlegt
er að þetta sé ástæðulaust. Orsök-
in er sú, að nú eru liðin 300 ár síð-
an Svíar hófu sitt fyrsta landnám í
þessari heimsálfu. Hinn 29. dag
tt'arz-mánaðar 1638, sigldu tvö skip,
Kalmar Nyckel og Fágel Grip, upp
Delaware-fljótið, nákvæmlega sömu
leið og Kungsholm fer nú hinn 27.
júní, nema að þvi leyti að þau skip
fóru alla leið upp að klettinum í
Wilmington.
Lítilsháttar vil eg nú leitast við að
gjöra grein fyrir þessari för.
Öllum, sem nokkuð þekkja ti!
mannkynssögrmnar, er það ljóst að
för Columbusar orsakaði all-mikið
rót i Lífi Norðurálfuþjóðanna. Sú
ferð var sjálf ávöxtur af miklum
umbrotufn hugans, því þá var ný
mentunaraldar að ryðja sér farveg,
hugurinn var að leysast úr læðingi
miðaldanna, og hinn nýi tími að slíta
af sér böndin. Um rót í lífi manna
var því bæði orsök og afleiðing af
afreksverkum Columbusar. Afleið-
ingin var aðallega löngun í ný æfin
týri, og ný lönd. Spánverjar ásamt
Portúgalsmönnum, voru fyrstir.
Þeir voru sólgnir í lönd og auðæfi
og lögðu furðu fljótt undir sig mik-
inn hluta Suður-Ameriku og allan
syðri hlutann af Norður-Ameríkm
Englendingar sigldu í kjölfar þeirra
en náðu ekki í gullið nema þegar
þeir gátu rænt Spánverjana. Frakk-
ar voru ekki langt á eftir, og Hol-
lendingar komu furðu fljótt fram á
sjónarsviðið. Er stundir liðu fram,
voru Norðurálfuþjóðirnar komnar í
kapphlaup um það að ná í sem mest
af öðrum löndum heimsins. Jafnvel
smáþjóðirnar urðu smittaðar af
þessari nýju sýki, sem þó Var ekki
algjörlega ný, því, þó þarna opnuð-
ust ný tækifæri, var lundin gömul,
að girnast semi mest. Eitt smáríkið,
Danmörk, sendi Jens Munk til Hud-
sonsflóans, árið 1619, til að nema
þar lönd. Sú ferð hafði miklar
hörmungar í för með sér og varð
STYRKIR TAUGAR OG VEITIK
NÝJA HEILSU
N U G A-T O N E styrkir taugarnar.
skerpir matarlyst, hressir upp á melt-
ingaríæri, stuðlar að værum svefni. og
bætir heilsuna yfirleítt.
NUGA-TONE heíir gengið manna á
meðal í 45 ár, og hefir reynst konum
sem körlum sönn hjálparhella. Notið
NUGA-TONE. pað fæst I öllum lyfja-
búðum. Kaupið hið hreina NUGA-
TONE, þvi fá meðöl bera slíkan árang.
ur.
því ekkert af því landnámi.
En hvað er að segja um Svíþjóð?
Árið ióii kom þar til ríkis hinn
frægasti allra Svíakonunga, Gústaf
Adolph. Langafi hans, Gustaf
Vasa, hafði staðfest lútersku siða-
bótina þar í landi og sjálfur lagði
hann alt í sölurnar til að verja sið-
bótina á Þýzkalandi tortíming. í
þeirri baráttu lét hann lífið í bar -
daganum við Lutzen, árið 1632. Þó
hann léti lífið vann hánn samt
frægan sigur og Svíþjóð náði meiri
löndum og meiri völdum i hans tíð
en í nokkurn annan tíma.
Maður einn frá Hollandi, sem
hafði stofnað aðal-verzlunarfélag
Hollendinga 1621, en orðið síðar
saupsáttur við landa sína, náði fundi
Gústafs, og af því samtali leiddi
það, að sænskt félag var stofnað til
þess að 'hefja verzlun og stofna ný-
lendur í Vesturheimi og i öðrum
f jarlægum löndum. Styrjaldir hindr-
uðu samt framkvæmdir. Kristín,
dóttir Gústafs, tók #ið ríki eftir
föður sinn í Svíþjóð. Meðan hún
hafði ekki náð lögaldri var stjórnin
í höndum hins fræga Gxenstjerna,
sem má telja einn hinn vitrasta og
göfugasta mann allra Svía. í hans
tíð var hugmyndin um nýlendu og
verzlunarfélag aftur vakin til lífs.
Hollendingar áttu hluti í þessuni
fyrstu verzlunarfélögum Svíanna;
en svo kom að því, að Svíarnir vildu
vera einir um hituna og keyptu
Hollendingana út.
Hollendingur, Peter Minuit, var
það samt sem stýrði þessari fyrstu
ferð Svíanna til Vesturheims. Skip-
in tvö, sem nefnd voru, lögðu á
stað frá Stokkhólmi í ágúst, 1637,
en höfðu nokkra dvöl í Gautaborg.
Þar var skipið útbúið með þeim
vörum, og því fólki, sem það átti að
flytja til hins nýja heims. Skips-
höfnin var til helminga hollensk og
sænsk. Á skipinu var nokkur hópur
hermanna, 21 að tölu, alt Svíar. Þeir
voru farþegarnir og hinir fyrirhug-
uðu fystu nýlendumenn. Lagt var
upp fá Gautaborg 20. nóv. I Norð-
ursjónum hreptu skipin vont veður
svo þau þurftu viðgerðar. Þess-
vegna var farið inn á höfn á Hol-
landi, Texel, og þar lagað það sem
þurfti. Þaðan var látið í haf á
gamlársdag, en lent við klettinn,
sem áður var nefndur. Skipverjar
notuðu hann eins og bryggju. Þetta
var, eins og áður er sagt, 29. marz,
1638. Ferðin yfir hafið stóð því rétt
að segja 3 mánuði, og það um hávet-
ur. Fegnir urðu sjómenn lending-
unni, því þeir nefndu hann Paradís-
artanga.
Fyrir fáum árum tók kvenfélag
eitt part af þessum kletti, lét gjöra á
hann sléttan kant og letra á hann
það að Sviarnir hefðu lagt skipum
þar að á áðurnefndum tíma.
Ef einhver spyr: hvað vissu Sví-
arnir um þetta land og hvaða rétt
höfðu þeir til þess, verður þetta til
svars: Þeir höfðu vitneskju um
Delaware-fljótið og ætluðu sér
þangað; en leyfi til landnámsins
fengu þeir frá Englendingum árið
1634. Að visu má segja, að Eng-
lendingar hafi lítið átt í þessu landi,
en þeir þóttust eiga það. John Cabot,
í þjónustu enska konungsins Hinriks
VII. hafði siglt árið 1497 með fram
miklirm hluta austurstrandar Norð-
ur-Ameríku og gjört tilkall til alls
þess lands Englandi til handa.
Sögu þessarar sænsku nýlendu, ef
aðeins er um beinagrind að ræða,
má segja með undur fáum orðum.
Varnarvirki var reist við lendingar-
staðinn, sem nefnt var Fort Ghrist-
ina og nýlendan nefnd Nýja Sví-
þjóð. Seinna var annað vígi reist,
ofar í Delaware-fljóti, á Tinicum
eyju. Merkasti landstjóri Svía á
næstu árum var Johan Björnsson
Printz, 1643-53. Var hann mikil-
hæfur imaður og stjórnaði nýlend-
unni með mestu röggsemi. Af og til
voru nýir hópar fólks að koma frá
Svíþjóð, svo bygðin var að aukast
að fólksfjölda. Hún var einnig að
færast út um Delaware-dalinn. Áð-
ur langt liði náði hún meðal annars
þangað sem nú stendur hin mikla
Philadelphia-borg. En alt var þetta
skammgóður vermir. Árið 1613
stofnuðu Holendingar nýlendu þar
sem New York borg nú stendur.
Hvað langt nýlendusvæði þeirra náði
hefir líklega verið nokkuð óákveðið;
en fremur lítur svo út, að þeim hafi
verið illa við landnám Svíanna. Ein-
hverjir Hollendingar höfðu jafnvel
gjört einhverja tilraun til að stofna
bygð í Delaware-dalnum áður en
Svíarnir komu þangað. Sú tilraun
mistókst algjörlega, og álitu Svíarn-
ir að Hollendingar ættu ekkert til-
kall til dalsins; en áður en Printz
landstjóri fór til baka til Svíþjóðar,
voru Hollendingar búnir að reisa á
norðaustur bakka Delaware fljóts-
ins vígi sem þeir nefndu Fort Gasi-
mir. Printz hafði ekki herafla á
við keppinauta sina og fór ekki
lengra en að mótmæla þessu tiltæki.
Eftirmaður hans var ekki eins gæt-
inn, tók vígið með valdi og nefndi
Þrenningarvígi. Þar sáu Höllend-
ingar sitt tækifæri. Árið 1655 sendu
þeir sjö skip með hermönnum upp í
Delaware-fljótið og tóku sænsku ný-
lenduna herskildi. Þar með enduðu
yfirráð Svía' í Norður-Ameríku.
Það gegnir ef til vill furðu, að
Sviar skyldu láta við svo búið
standa. Ekki er þess getið að þeir
hafi gjört hina minstu tilraun til að
ná nýlendu sinni til baka. Ef til
vill hefir orsökin verið sú, að þeir
áttu fult í fangi með að verja lendur
sínar á meginlandi Norðurálfunnar
og stóðu í styrjöldum þar að lútandi
einmitt um þær mundir. Má vera
einnig að þeim hafi fundist þessi
nýlendustofnan færði þeim lítinn
gróða. Þeir biðu skaða á verzlunar-
ferðunum og bygðin sjálf var þeim
byrði. Ennfremur var það tilfell-
ið, að maðurinn sem mestan áhuga
hafði fyrir þessu nýlendumáli var
dáinn. Að minsta kosti létu þeir
Delaware-nýlenduna ganga úr greip-
uro sér.
Næstu ár var hún undir stjórn
Hollendinganna og er ekki getið um
neina sérstaka óánægju Svíanna
undir þeirri tilhögun. Dómstólar
þeirra og innibyrðisstjórn var mik-
ið til með sömu ummerkjum og áð-
ur. Fólk bættist jafnvel við í hóp-
inn á þessum árum frá Svíþjóð og
Finnlandi,. En svo stóð þetta held-
ur ekki mjög lengi.
Árið 1664 var styrjöld milli Hol-
lands og Englands í Norðurálfunni.
I þeirri styrjöld námu Bretar her-
skildi hollenzku nýlendurnar í Vest-
uríieimi og hurfu með því öll yfir-
ráð Hollendinga á meginlandi
Norður-Amieríku. Nú voru SvS-
arnir í Delaware komnir undir enska
stjórn og það voru þeir þangað til
ensku nýlendurnar sögðu Bretum
stríð á hendur, unnu sjálfstæði sitt
og urðu Bandaríkin (1783).